Almennt blogg
Sumarið komið og ljósmyndabakterían aftur komin í gang!
Eins og titillinn segir snýst frítími minn mest megnis um ljósmyndun þessa dagana og er ég var að renna yfir gömlu myndirnar mínar rak ég augun í myndina hér að neðan, tók eftir því að þetta er ESSO bensínstöð og hugsaði samstundis "Ætli það sé búið að breyta þessu í N1 stöð núna?".

Mjóifjörður Gas Station

Annars fer ég til Florida á föstudaginn og verð í viku... Veðurspáin?

ferdavedrid

Úrhellis rigning, þrumuveður og jafnvel líkur á hagléli allan tímann (nema kanski tvo síðustu daganna)! o_O
-Það er þá vonandi að ég nái góðum myndum og ég vona að ég lendi ekki í eitthverjum flóðum og ólátum. Með það í huga að þetta gæti reynst stórhættuleg ferð ákvað ég að gera Flickr ljósmyndasíðu fyrir mig til þess að skilja amk. eitthvað eftir mig. :Þ

Til að nálgast Flickr síðuna mína er hægt að smella hvar sem er á þessa setningu (aukaverkanir gætu verið: Gleði, ógleði, blinda, litblinda, uppköst, niðurgangur, flogaveiki, fullnæging, breiðhyltingur, munnræpa og útbrot. Höfundur fyrrir sig allri ábyrgð - punkturinn hér fyrir aftan er ekki meðtalinn).

-Tungubrjótur dagsins er: "Það fer að fara að verða verra ferðaveðrið". Winking
|
Allt á fullu!
Ég er orðinn allt of latur í að blogga... Eða er það bara að ekkert spes er að gerast núna? Ég er ekki viss hehe.

Ég er búinn að koma upp að miklu leyti heimasíðu fyrir húsgagnaverslunina sem ég vinn í: sjá hér.
Ég á eftir að breyta litnum á bæði bakgrunninum og tökkunum yfir í grænan (eins og í lógóinu), en fyrst ætla ég að einbeita mér að því að klára síðuna almennilega. Það er nefnilega komið svolítið deadline á hana, það fer auglýsing um hana í loftið um mánaðamótin. o_O

Annars er bara þetta venjulega að frétta af mér, ég er að eyða peningum eins og engin væri morgundagurinn og í rauninni talsvert hraðar en ég þéna þá: Bíllinn er nýbúinn í 250.000 kr. viðgerð, ég er að fara að byggja 110.000 kr. búr fyrir Ella, ég er að fara til Florida með Sigrúnu og þarf að kaupa miðann núna og svo á eftir að borga hótel o.fl. í sambandi við þá ferð.... svo ekki sé minnst á peninginn sem ég kem sennilega til með að eyða þarna úti, sérstaklega þar sem ég ver þarna daginn sem að iPhone kemur út úti, en það er fimmtíuþúsund króna dæmi út af fyrir sig... Ef ég finn hann á sölu ólæstan (virðast vera seldir læstir á ókunn símafyrirtæki).

Svo er að koma mynd í bíó sem ég er helvíti spenntur fyrir. Hún heitir Transformers og margir kannast eflaust við nafnið, ég rak augun í þennan trailer fyrir stuttu og tók að hoppa um herbergið mitt.
"Guðlast!" gætu margir Transformers aðdáendur hrópað núna, en ég er á öðru máli... Þessi mynd getur ekki verið verri en sú upprunalega sem var teiknuð og gerðist ekki á jörðinni, þar geyspar aðalgaurinn golunni á fyrstu fimm mínútunum og á eftir honum fylgir mest allt kast teiknimyndanna og eftir standa einhverjir óþekktir bleikir Transformerskallar með stæla og gelgjuskap það sem eftir er myndarinnar.

optimus_prime
Optimus Prime
|
Loksins!! o_O
Ég var eiginlega alveg búinn að gefa upp alla von á að finna þetta lag, en fann það svo á gramsi núna áðan.
Þetta er alveg æðislegt japanskt jazzlag sem að heitir "Hatsukoi" af plötunni "Me and my Monkey on the Moon" (sem ég var að ljúka við að panta mér) og er eftir Kojima Mayumi. Textinn er um stelpu sem er að rifja upp fyrstu ástina sína (hatsukoi = fyrsta ástin) með mikilli eftirsjá... Meira get ég ekki sagt um textann, því þetta er jú á japönsku og í henni er ég alls ekki góður, hehe. Happy

kojima
Kojima Mayumi á rúntinum

Smella hér til að hlusta á lagið!
|
Jæja...
Ég er búinn að vera lítið heima við undanfarið. Mestum tímanum hef ég varið í að taka bensín og hjálpa Sigrúnu að flytja til Hveragerðis. Ég er kominn með tölu á viðgerðina á bílnum: rétt tæpar tvöhundruð þúsund krónur... Og svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis því Cruise Controlið er hætt að gera sitt gagn, að auki er ég búinn að grilla bremsudiskana sem ég keypti í sumar, líkast til eiga Kambarnir eitthvern hlut í máli... síðast kostaði það 30.000 kr... Nú gæti margur bíladellukarlinn verið að hugsa "Keyrðu bara Kambana niður í fyrsta eða öðrum gír, þá þarftu ekki að nota bremsurnar eins mikið!", en það er ekki svo einfalt. Í bílnum mínum eru bara fjórir gírar (bakk meðtaliðWinking í þeim fyrsta sniglast bíllinn niður kambana á rétt tæpum 40 km/klst og í öðrum húrrar hann þetta á 90 - 110 km/klst, ég er drullusmeykur við að gíra niður úr öðrum niður í fyrsta í stað þess að bremsa því þessar horfnu tvöhundruð þúsund krónur ásækja mig jafnt í svefni sem vöku.

Annars verðum við Sigrún í bænum þessa vikuna því hún er að vinna næturvaktir. Ég tók því Wii tölvuna mína og stærri harða diskinn sem ég hafði verið með í Hveragerði með í vinnuna í dag. Mér datt svo í hug að sýna fólkinu Wii gripinn og var hugsað til allra sjónvarpanna sem maður nokkur fékk að geyma á lagernum hjá okkur... 15 stykki sjónvörp, Wii tölva, nokkrir leikir, þrjár full hlaðnar fjarstýringar, öll tengi... En ekki hægt að spila! o_O
Öll sjónvörpin voru keypt í sölunefndinni og hafa amerískar klær! Úff, talandi um að eiga sígó en engan eld! Sad
|