Enn og aftur nýtt lag! o_O
Jæja, það er fátt að frétta af mér annað en að ég er búinn að gera annað lag, og nokkur önnur í smíði sem stendur.

Lagið má finna hérna og það er talsvert hressara en þessi sem hafa komið frá mér það sem af er ári.

Annars komu úrslit undankeppninnar í eurovision (lítill stafur - viljaverk) mér alls ekkert á óvart og Eiríkur er að reita sig sköllóttan yfir því að bara austantjaldslönd komust áfram. Talar um að skipta keppninni í vestur og austur eurovision... Eins og sést, eins og sést eins og sést... þá vill hann vera með í Euro-West.....

-Er ekki málið að hætta bara að taka þátt og finna eitthverja aðra árlega dellu?

Svo tók ég smá bæjarrúnt í gær að taka myndir af gjörningunum sem þar eru. Ég fann bíl sem tré "óx" upp úr, niðurskorinn strætisvagn, kraminn bíl, sundursneiddan bíl, bíla sem voru ofan á hvor öðrum og höfðu verið málaðir doppóttir og svo goshverinn við Ingólfstorg... Ég tók myndir af flestu, en það var ekki þverfótað fyrir ljósmyndurum þennan daginn. Ég varð frekar vonsvikinn varðandi goshverinn samt. Við goshverinn var skúr merktur "frankur fornleyfauppgröftur" og í gluggunum voru nokkrir bólugrafnir, glottandi táningar að reykja og ýta reglulega á takka til að virkja hverinn. Sömuleiðis hafði strætisvagninn verið "skemmdur" fyrir mér, því framan á honum, þar sem hann var klofinn, var skilti sem meinaði inngöngu og rústaði myndina fyrir mér... Spurning hvort ég nái að "sjoppa" það í burtu.

Hvað risessuna varðar, þá er ég lafhræddur við þetta ferlíki! o_O
-Og ég er steinhissa á því að börnin hlaupi ekki í ofboði á undan henni út í höfnina. :S
Það er ekki bara stærðin... það er andlitið á henni, munnurinn þá helst... Eins og klippt út úr nastý hrollvekju. :/
|