Loksins!! o_O
Ég var eiginlega alveg búinn að gefa upp alla von á að finna þetta lag, en fann það svo á gramsi núna áðan.
Þetta er alveg æðislegt japanskt jazzlag sem að heitir "Hatsukoi" af plötunni "Me and my Monkey on the Moon" (sem ég var að ljúka við að panta mér) og er eftir Kojima Mayumi. Textinn er um stelpu sem er að rifja upp fyrstu ástina sína (hatsukoi = fyrsta ástin) með mikilli eftirsjá... Meira get ég ekki sagt um textann, því þetta er jú á japönsku og í henni er ég alls ekki góður, hehe. Happy

kojima
Kojima Mayumi á rúntinum

Smella hér til að hlusta á lagið!
|
Úff!
Ég byrjaði gærdaginn á því að vakna í Hveragerði, allt of snemma, illa sofinn og Matti lasinn. Ég var með Matta þar til ég átti panntaðan tíma hjá tannfræðingi.

Tann*fræðing/ur (-s, -ar)
Nafnorð, karlkyn
Svipað og sálfræðingur... með hníf.
Sérhæfir sig í illri meðferð tannholds.


Eftir u.þ.b. tíu - fimmtán mínútur hjá tannfræðingnum fékk ég pásu til að skola munninn. Ég byrjaði á því að hrækja rétt tæpum deselíter af blóði (fyrir utan það sem sogið var burt með því sem ég kýs að kalla "blóðsugu") og þá átti þetta stutta samtal sér stað áður en aftur var hafist handa við að tæta upp tannholdið á mér:

Tannfræðingur: Nú eru tennurnar þínar að gráta. (!)
Ég (verulega pirraður): Þú færir líka að gráta ef ég væri að gata þig með hlutfallslega jafnstóru apparati.

Meðferðin batnaði ekki eftir þetta samtal og sat ég hálf-urrandi í stólnum næsta hálftímann áður en ég hélt til vinnu.
Ekki skánaði dagurinn eftir komu mína á vinnustaðinn... Ég átti að setja saman sófasett sem saman stóð af tveimur stólum og einum sófa... Á sett þetta áttu að fara 12 stálfætur, allir vitlaust boraðir þannig að ekki var hægt að festa þá á settið... Eina ráðið var að víkka borgötin sem fyrir voru. En allir borarnir voru bitlausir og leiðinlegir. Náði ég, á þessum 5 klst. stutta vinnudegi, með mikilli hjálp, að víkka 6 göt... en það eru fjögur göt á hverri löpp. Það þýðir að í dag standa eftir 42 göt óboruð. Ekki bætir úr skák að bíllinn fer ekki í gang sökum rafmagnsleysis, en orsök þess er mér algerlega ókunn. :/
|