Sumarið komið og ljósmyndabakterían aftur komin í gang!
Eins og titillinn segir snýst frítími minn mest megnis um ljósmyndun þessa dagana og er ég var að renna yfir gömlu myndirnar mínar rak ég augun í myndina hér að neðan, tók eftir því að þetta er ESSO bensínstöð og hugsaði samstundis "Ætli það sé búið að breyta þessu í N1 stöð núna?".

Mjóifjörður Gas Station

Annars fer ég til Florida á föstudaginn og verð í viku... Veðurspáin?

ferdavedrid

Úrhellis rigning, þrumuveður og jafnvel líkur á hagléli allan tímann (nema kanski tvo síðustu daganna)! o_O
-Það er þá vonandi að ég nái góðum myndum og ég vona að ég lendi ekki í eitthverjum flóðum og ólátum. Með það í huga að þetta gæti reynst stórhættuleg ferð ákvað ég að gera Flickr ljósmyndasíðu fyrir mig til þess að skilja amk. eitthvað eftir mig. :Þ

Til að nálgast Flickr síðuna mína er hægt að smella hvar sem er á þessa setningu (aukaverkanir gætu verið: Gleði, ógleði, blinda, litblinda, uppköst, niðurgangur, flogaveiki, fullnæging, breiðhyltingur, munnræpa og útbrot. Höfundur fyrrir sig allri ábyrgð - punkturinn hér fyrir aftan er ekki meðtalinn).

-Tungubrjótur dagsins er: "Það fer að fara að verða verra ferðaveðrið". Winking
|