Nýtt lag!
Enn eitt rólega illbient lagið komið frá mér... Svolítið fyndið, því þegar ég byrja á þeim, þá er ég með það að markmiði að gera eitthvað rosa hart hehe, endar alltaf í svona illbient/tripp-hop tempóinu.
En alla vega, þá er lagið að finna á tónistarsíðunni hér til hægri undir lögunum sem að samin hafa verið hingað til árið 2007. -Enjoy! Happy
|
Allt á fullu!
Ég er orðinn allt of latur í að blogga... Eða er það bara að ekkert spes er að gerast núna? Ég er ekki viss hehe.

Ég er búinn að koma upp að miklu leyti heimasíðu fyrir húsgagnaverslunina sem ég vinn í: sjá hér.
Ég á eftir að breyta litnum á bæði bakgrunninum og tökkunum yfir í grænan (eins og í lógóinu), en fyrst ætla ég að einbeita mér að því að klára síðuna almennilega. Það er nefnilega komið svolítið deadline á hana, það fer auglýsing um hana í loftið um mánaðamótin. o_O

Annars er bara þetta venjulega að frétta af mér, ég er að eyða peningum eins og engin væri morgundagurinn og í rauninni talsvert hraðar en ég þéna þá: Bíllinn er nýbúinn í 250.000 kr. viðgerð, ég er að fara að byggja 110.000 kr. búr fyrir Ella, ég er að fara til Florida með Sigrúnu og þarf að kaupa miðann núna og svo á eftir að borga hótel o.fl. í sambandi við þá ferð.... svo ekki sé minnst á peninginn sem ég kem sennilega til með að eyða þarna úti, sérstaklega þar sem ég ver þarna daginn sem að iPhone kemur út úti, en það er fimmtíuþúsund króna dæmi út af fyrir sig... Ef ég finn hann á sölu ólæstan (virðast vera seldir læstir á ókunn símafyrirtæki).

Svo er að koma mynd í bíó sem ég er helvíti spenntur fyrir. Hún heitir Transformers og margir kannast eflaust við nafnið, ég rak augun í þennan trailer fyrir stuttu og tók að hoppa um herbergið mitt.
"Guðlast!" gætu margir Transformers aðdáendur hrópað núna, en ég er á öðru máli... Þessi mynd getur ekki verið verri en sú upprunalega sem var teiknuð og gerðist ekki á jörðinni, þar geyspar aðalgaurinn golunni á fyrstu fimm mínútunum og á eftir honum fylgir mest allt kast teiknimyndanna og eftir standa einhverjir óþekktir bleikir Transformerskallar með stæla og gelgjuskap það sem eftir er myndarinnar.

optimus_prime
Optimus Prime
|