Húmor (eða tilraunir til slíks)
Textinn við Krummarímixið mitt:
Já, já, þetta stuðlar ekki og bragreglur eru hunzaðar hingað og þangað, en þetta er alla vega textinn við þetta lag.
Efast ég ekki um að þetta verði kyrjað hvar sem við Aggi komum saman með gítar, svo lítið á þetta sem ykkar fyrstu og seinustu viðvörun þessa efnis.

Krummi svaf í Imprezu

Krummi svaf í Imprezu
oná mjúkri vindsessu.
ll: verður brátt að Reivi :ll

Fyrr en fagur dagur rann
Freðið nefið dregur hann
ll: eftir stórum spegli :ll


"Lögreglan á hælum vor
sjáum hvort hún hefur þor
ll: Í Imprezuna mína :ll


Ef á Selfoss heim ég fer
Lögreglan hún bannar mér
ll: Upp í bíl að stíga." :ll

Á sér Krummi ýfði hár
á stífbónuðum metalklár
ll: bensínið í botn. :ll

Þýtur yfir bæ og bú
í græjunum er love gúrú
ll: Undir tekur Krummi. :ll

Upp úr skömmum dvala reis
Pakkhúsið og önnur pleis.
ll: Nú er glatt á hjalla. :ll

"Yo, Yo! Hnakkar komið hér
Yo, Yo! Því nú höfum vér
ll: Sextán ára stelpur. :ll

----------------

Nokkrar Selfisskar pælingar:
-Verður Selfoss draugabær yfir verslunarmannahelgina?
-Á Selfossi eru engir selir, bara hnakkar... Og fossinn er horfinn og eftir standa flúðir... væri rétt að endurnefna bæinn "Hnakkaflúðir"?

Þetta er íhugunarvert mjög.
|
Tvær góðar
Fann tvær fjandi snyðugar Nintendo myndir:

Nintendomariobed500


Nintendocommiekoopa500
|