Jæja...
Ég er búinn að vera lítið heima við undanfarið. Mestum tímanum hef ég varið í að taka bensín og hjálpa Sigrúnu að flytja til Hveragerðis. Ég er kominn með tölu á viðgerðina á bílnum: rétt tæpar tvöhundruð þúsund krónur... Og svo virðist sem eitthvað hafi farið úrskeiðis því Cruise Controlið er hætt að gera sitt gagn, að auki er ég búinn að grilla bremsudiskana sem ég keypti í sumar, líkast til eiga Kambarnir eitthvern hlut í máli... síðast kostaði það 30.000 kr... Nú gæti margur bíladellukarlinn verið að hugsa "Keyrðu bara Kambana niður í fyrsta eða öðrum gír, þá þarftu ekki að nota bremsurnar eins mikið!", en það er ekki svo einfalt. Í bílnum mínum eru bara fjórir gírar (bakk meðtaliðWinking í þeim fyrsta sniglast bíllinn niður kambana á rétt tæpum 40 km/klst og í öðrum húrrar hann þetta á 90 - 110 km/klst, ég er drullusmeykur við að gíra niður úr öðrum niður í fyrsta í stað þess að bremsa því þessar horfnu tvöhundruð þúsund krónur ásækja mig jafnt í svefni sem vöku.

Annars verðum við Sigrún í bænum þessa vikuna því hún er að vinna næturvaktir. Ég tók því Wii tölvuna mína og stærri harða diskinn sem ég hafði verið með í Hveragerði með í vinnuna í dag. Mér datt svo í hug að sýna fólkinu Wii gripinn og var hugsað til allra sjónvarpanna sem maður nokkur fékk að geyma á lagernum hjá okkur... 15 stykki sjónvörp, Wii tölva, nokkrir leikir, þrjár full hlaðnar fjarstýringar, öll tengi... En ekki hægt að spila! o_O
Öll sjónvörpin voru keypt í sölunefndinni og hafa amerískar klær! Úff, talandi um að eiga sígó en engan eld! Sad
|