Árekstur!
Frænka mín lenti í árekstri um daginn og nú er farið með hana eins og hún hafi verið í órétti. Ökumaður ökutækis A heldur því fram að hann hafi ætlað að taka vinstri begju þegar frænka mín, ökumaður B, reynir að taka fram úr og skellur í vinstri hliðina á bíl A. Frænka mín tekur ekki einu sinni fram úr traktorum þegar þeir eru á undan henni, svo það er eitthvað bogið við þetta.
Lítum nánar á myndirnar sem teknar voru á vetvangi:
mynd1-raudlina
Ef bíll B var í raun að taka fram úr bíl A þegar áreksturinn átti sér stað, hvernig stendur þá á því að báðir bílarnir eru á HÆGRI vegarhelmingi?

mynd2-raudlina
Líklegra þykir mér að ökumaður A hafi beygt út af til hægri og komið aftur inn á í veg fyrir ökutæki B. Þá sennilega verið að taka U-beygju.


ólíklegra
Hér að ofan sést teikning eftir ökumann A af undanfara árekstursins, ég teiknaði feril ökumanns B inn á með rauðu til að sýna hvernig áreksturinn hefði þurft að vera, fengist þetta staðist.
-Takið eftir því hversu vandlega er merkt inn á að ökumaður A hafi sýnt stefnuljós (rauða línan yfirstrikar þá tilkynningu reyndar).


Líklegra
Hér að ofan hef ég teiknað feril ökumanns A með rauðu og feril ökumanns B með bláu eins og ég tel að þetta hafi verið skv. vettvangsmyndunum... En eins og málin standa í dag þá ber ökumaður B kostnað af öllu tjóni.
|