31.03.11

Tökur á Alla leið standa nú yfir. Þættirnir verða fimm og sá fyrsti fer í loftið sama dag og Já eða nei Icesave ruglið er í gangi, 9. apríl. Þrátt fyrir að skíta á okkur í fyrra með það að spá henni þýsku Lenu engu sérstöku gengi (nema Reynir sem var með Frakkland eða Þýskaland sem hugsanlega sigurvegara, en endaði svo með því að velja Frakkland) fékk Palli okkur aftur í þáttinn - í 4. sinn. Það eru 43 lög í pottinum og náttúrlega hvort öðru betra. Helstu tíðindi:

* Stráka Mannabandið Blue keppir fyrir Breta.
* Dana International snýr aftur fyrir Ísrael.
* Ítalía er með í fyrsta skipti síðan 1997 og Robert De Niro sést í myndbandinu þeirra.
* Lena keppir aftur fyrir Þýskaland - hvað er að henni?
* Fullt af gullfallegu fólki syngur og þykist spila á hljóðfæri, en það er minna af beru holdi en vanalega. Lena hefur kannski lagt línuna þar. Klámáhrifin fyrir bí í Eurovision?

Segi ekki meira, er að spara mig fyrir þáttinn.
---
Ég var nú ekki alveg viss um þetta útlendingar vilja fjárfesta-dæmi í Kastljósi í gær fyrr en talsmaðurinn mætti í viðtalið. Mér sýnist þetta vera sölumaðurinn frá Re/Max sem kom að verðmeta íbúðina okkar í góðærinu og sagðist ætla að láta okkur vita niðurstöðuna daginn eftir. Við heyrðum aldrei í honum aftur! Þá hringdum við í annan Re/Max sölumann, stelpu sem kom og skoðaði ibúðina. Hún ætlaði að hringja daginn eftir með verðmatið. Við heyrðum aldrei aftur í henni heldur!
---
Nú er komin ein ástæða enn til að heimsækja Ísafjörð. Verið er að opna PÖNNUKÖKUHÚS þar sem má gúffa í sig allra handa pönnukökur á færibandi. Ég hef aldrei gerst svo frægur að heimsækja International House of Pancakes, en það er meiriháttar að Ísfirðingum hafi dottið þetta í hug.
---
Notar þú vinstra eða hægra heilahvelfið meira? Hér getur þú komist að því. Ég er vinstri.
---
Dómnefnd ákvað að senda þrjú bönd í viðbót í úrslit Músíktilrauna, svo það verða 11 bönd sem keppa á laugardaginn. Þessi þrjú viðbótarbönd eru stanslausa þróunarrokkbandið The Wicked Strangers frá Eyrarbakka, víkingarokkbandið Askur Yggdrasils og Joe and the Dragon, sem segja Air Supply sínar helstu fyrirmyndir í tónlistarbransanum.
---
5 undir nálinni: Timber Timbre, hljómsveit sem ég húkkaðist á eftir að hafa heyrt í þeim í Breaking Bad og séð þá á Airwaves, er komin með nýja plötu Creep On Creepin On. Meiri snilld þar. (Black Water) / Beth Ditto úr The Gossip er búin að gera 4. laga EP plötu með midtempo dansdans (Open Heart Surgery) / The Weeknd er voða hipp og kúl downtempo R&B sem minnir á The XX. House of Baloons heitir platan þeirra og í titllaginu er notast við lag Siouxsie & The Banshees Happy House. (House of Balloons) / Megas - (Hugboð um) vandræði - 17 laga skronster og gigg í Norðurpólnum á laugardaginn / The Human League eru snúin aftur með þétta plötu, Credo. Engu gleymt og ekkert lært! (Egomaniac).

30.03.11

Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson - Gísli á Uppsölum / Aftur heim
Gísli á Uppsölum varð heimsfrægur á Íslendingi eftir að Stiklu-þáttur Ómars um hann var sýndur á jóladag 1981. Einbúinn hafði djúpstæð áhrif á þjóðina og var mikið í fréttum næstu misseri. Allir vildu vita meira og Gísli var kosinn maður ársins af Samúel! Popparar settu sig í stellingar, meðal annars þeir Gunni Þórðar og Pálmi Gunnars sem voru með tvö Gísla-tengd lög (diskópoppið Gísli á Uppsölum og dramatískan stuttan instrumental Á Uppsölum (tileinkað Gísla á Uppsölum)) á samstarfsplötunni Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson, sem ný plötu- og bókaútgáfa, Fjölnir, gaf út skömmu fyrir jólin 1982.

Þetta er plata sem floppaði biggtæm. Bæði er hún erfiðari en annað efni sem Gunni gerði á 9. áratugunum (hinar ofurvinsælu plötur Himinn og jörð (1981) og Borgarbragur (1985) komu út sitt hvoru megin við hana) og svo hafði útgáfufyrirtækið Fjölnir ekki bakland til að plögga þessu almennilega (og var farið á hausinn skömmu síðar). Já, og svo náttúrlega vantaði alveg smelli á þessa plötu!

Hún er þó nokkuð skemmtileg, enda Gunnar að prófa sig áfram með tölvubít og synta. Það er smá tölvupopps-fílingur í gangi, en það verður aldrei alveg nógu kúl því það er saxófónn líka! Hér eru tvö ilmandi tóndæmi. Gísli á Uppsölum, með texta eftir Þorstein Eggertsson, vilja sumir meina að sé eitt smekklausasta lag sem komið hefur út (og jafnvel að þessi plata sé sú allra leiðinlegasta sem hér hefur komið út (t.d. hann Bubbi hér). En ég segi nú bara: Diskópopplag um Gísla á Uppsölum? Getur ekki klikkað!

Aftur heim byrjar á rosa tölvubíti (samplarar athugið), en dettur svo út í eitís-ógeð og æ æ æ, svo kemur saxófónninn og maður er allt í einu staddur inn í lyftu!
---

Fréttatilkynning: Nýbylgju síbylja á Sódómu fyrir Japanska Rauðakrossinn
Næstkomandi fimmtudag verður tónlistarveisla haldin á Sódóma Reykjavík. Fram koma Loji, Hellvar, Baku Baku og Hljómsveitin Ég.

Hljómsveitin Baku Baku er ný af nálinni og spilar dansvæna blöndu síðpönks og ögrandi nýbylgju.

Loji er ekktur fyrir gítarleik í Sudden Weather Change. Hann er iðinn við að skapa og í fyrra gaf hann út splötuna SKYNDISKYSSUR.

Hljómsveitin Ég er í stöðugri þróun. Framúrskarandi skífa Róberts og félaga hans frá síðasta ári þótti með bestu plötum ársins og hlaut sveitin meðal annars plötuverðlaun Kraums fyrir skífuna LÚXUS UPPLIFUN. Þar að auki var Lúxus Upplifun tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna í tveimur flokkum.

Hellvar er á miklu flugi og nú styttist í að ný plata líti dagsins ljós en hún kemur til með að heita STOP THAT NOISE. Fyrsta lag í spilun Ding an sich, hefur verið fjórar vikur á Topp 30 lista Rásar 2 og um miðjan næsta mánuð kemur Hellvar fram á Reykjavík Music Mess. Það verða því ný lög í bland við eldri sem Hellvar mun leika fyrir gesti á Sódómu.

Aðgangseyrir er 500 krónur og mun allur ágóði renna til Japanska Rauðakrossins. Fyrsta band á svið stundvíslega klukkan 22:00.
---

Kynjajöfnun dagsins: Sokkabandið rokkar á Músíktilraunum 1982. Þær spila á Aldrei um páskana! (Lænöppið komið). Þessi upptaka er frá úrslitakvöldinu, en eins og ég hef margoft tuðað um var S. H. Draumur að spila á fyrsta MT-kvöldi ever og við lentum í 3ja sæti. Vébandið í fjórða. Reflex (Heimir Már og félagar) unnu þetta kvöld og Sokkabandið varð númer tvö. Þetta sárnaði náttúrlega ungum nýbylgjurokkurum og var vælt allnokkuð undan "helvítis kerlingunum frá Ísafirði" – "Þær hefðu aldrei unnið nema af því þær eru kerlingar!" Ég veit nú ekkert um það, en eitt er víst: Ég mæti á Sokkabandið á Aldrei! Þær eru í blússandi kombakki og komnar með Facebook síðu.

29.03.11

Exótík í Kópavogi: Búddha-Stúpan. Flottur staður til að sýna krökkum. Ég sagði mínum að Búddi ætti heima þarna, þ.e. Búddi í vísunni Búddi fór í bæinn og Búddi fór í búð. Þeim fannst það mjög sennilegt. Búddi var auðvitað ekki heima, enda farinn í bæinn og út í búð.
---
Þó treiler Audda hafi verið frábær þá er greinilegt að farið er að slá í strákana og þáttinn þeirra. Svo þetta ægilega bakslag eftir að þeir fóru yfir um í að kalla Einar Bé fitubollu. Ég held það væri þokkalega hollt fyrir þá að hvíla sig aðeins á hvorum öðrum. Þetta eru hæfileikamenn sem veitir ekkert af að klippa á naflastrenginn. Þessi endalausa togstreita hjá Sveppa að vera með barnastuð fyrir hádegi og klúrt unglingagrín eftir hádegi er ekki heldur alveg að sullast rétt saman. Dálítið ógeðisbragð af því.

Í staðinn má alltaf finna upp á nýjum konseptum í sjónvarp. Hér eru nokkur, bara off ðe topp of mæ hed:

1. Goldfinger TV: Ævintýri Geira í æsispenanndi veruleikaþætti. Hvar verður partí næst? Verður froðuvél?

2. Gillza - Egill Einarsson lætur breyta sér í konu. Hormónameðferðin og skurðaðgerðin í háskerpu díteilum.

3. Skinkan 2011 - Mesta og besta skinka landsins valin í útsláttarkeppni. Þrautir og dómnefnd. (Símakosning)

4. Rukkun - veruleikaþáttur um handrukkara. Allt frábærir gaurar og ha ha ha.

5. Vansalausi víkingurinn - útrásarvíkingar í útlegð keppa um að vinna sér aftur traust þjóðarinnar. Í síðasta þætti gekk einn í g-streng í gegnum Kolaportið og gaf fimm þúsund kalla. Hvað dettur þeim í hug næst? Ha ha ha. (Símakosning)
---
Nú liggur fyrir hvaða 8 hljómsveitir keppa til sigurs í Músíktilraunum á laugardaginn: Primavera, sem hljómar ekki endilega eins og ferðaskrifstofa, rokkbandið My Final Warning frá Selfossi, smáprogg-rokkbandið Postartica, fushionbandið Virtual Times, rokkböndin Súr og  For the Sun is Red, stórbandið Murrk og Samaris, sem spilar chillað rafpopp.
---
Íslenzkur eðall hefur hrært í Aksjónmanni Spilverksins. Hér má heyra dýrðina og fleiri hrærur.

27.03.11

Þessi krókódíll er flottur. Hann er á gámi við Suðurgötuna. Góð hönnun! Nú er Hönnunarmars og maður þarf náttúrlega að fara að sjá eitthvað. Hönnun pönnun. Á síðasta áratugi kom áhugi á hönnun í staðinn fyrir þörfina að trúa á "æðri máttarvöld". Fólk gerðist í umvörpum "Hönnunartrúar". Vala Matt með Innlit/útlit var æðstiprestur innihaldsleysisins. Þessu voru gerð skil á frábæru veggjalistaverki:


Þessi veggjamynd af Völu (sem fengin var héðan) var smá mótvægi við æðisgóðærisglampann sem var í gangi. Annað gott mótvægi fannst mér þegar Bryndís Björgvinsdóttir, aka Brissó, afhenti Björgólfi Guðmundssyni þúsund kall 2007:


Þetta var epic, eins og sagt er.

Talandi um veggjalist þá sá ég frábæra heimildarmynd um Banksy, Exit Through the Gift Shop. Þetta er samt eiginlega meira heimildarmynd um þessa veggjalistaverkahreyfingu alla og hvernig hún varð million dollar bisness. Mr. Brainwash - gaurinn í forgrunni - er algjört nó talent en tekst með ofurhæpi andskotans að komast í "fremstu röð". Fyndnast fannst mér að Madonna skyldi fá hann til að gera umslag fyrir sig. Það segir einhvern veginn svo margt.
---
Músíktilraunir standa nú sem hæst. Ég nenni auðvitað ekki að mæta, enda á fullu öll kvöld við að koma krökkunum og sjálfum mér í rúmið – kannski maður mæti þó á úrslitin 2. apríl og taki strákinn með. Fjögur bönd eru komin áfram eftir 2 kvöld; rokkböndin Súr og  For the Sun is Red, stórbandið Murrk og Samaris, sem er rólegt rafpopp og asni gott.
---

Kynjajöfnun dagsins: Shonen Knife leika og syngja Twist barbie.

25.03.11


Fyrir bókina Eru ekki allir í stuði gerði ég svaka könnun á bestu ísl plötum aldarinnar. Ágætis byrjun burstaði þetta. Síðar kom út bók eftir Arnar Eggert og Jónatan og þá burstaði Ágætis byrjun líka. Því held ég það sé komið nóg af svona könnunum í bili.

Eins og komið hefur fram er ný bók á leiðinni, Stuð Stuð Stuð, og verður ekki að vera einhver könnun? Það mætti svo sem gera könnunina Besta íslenska lagið, en það er bara búið að því. Nokkrum sinnum minnir mig. Minnir að Vegir liggja til allra átta hafi sigrað fyrir nokkrum árum.

Því ætlum við að hafa könnunina sem tengist nýju bókinni svona:

BESTA ÍSLENSKA STUÐLAGIÐ!!!

Það hefur aldrei verið gert áður og passar við konseptið. Og hefst þá könnunin. Ég óska eftir tilnefningum í þessa könnun. Hvað er besta íslenska stuðlagið? Hvaða íslenska lag kemur þér í stuð? Vinsamlegast sendið inn tillögur á email eða Facebook. Fyrst verður leitað eftir tillögum, stigahæstu niðurstöðurnar fara svo í almenna kosningu á netinu og úrslit liggja fyrir þegar bókin kemur út í haust.

HVAÐ ER BESTA ÍSLENSKA STUÐLAGIÐ?

(Veit ekki hvaða kona þetta er hér að ofan, en þetta er fyrsta myndin sem birtist í Google myndaleit þegar maður slær inn Stuð stuð stuð!)
---
Eitt er ekki stuð og það er Icesave. Það verður að segjast alveg eins og er að maður er alveg ringlaður út af því drasli. Maður les eina grein og hugsar Já, les aðra og hugsar Nei. Verst finnst mér þó þegar ég dett inn í að vera yfir höfuð að pæla í þessu. Það er mesta ruglið.
---

Kynjajöfnun dagsins: Le Butcherettes með lagið Henry Don't Got Love. Slátrara-rokk frá Mexíkó. Fyrsta platan Sin Sin Sin er væntanleg.
---
Og Kanína dagsins: Þetta er glæsilegt fondúpottaremix eftir Apfelblut.

24.03.11

Irony - I Will Try To Forget You
Kvenna, karla, bla bla bla. Hér er umræða um konurnar í Kiljunni, eða skorti á þeim. Svo við snúum þessari umræðu nú aðeins að poppinu, þá er það enn þannig að karlar eru þar mun fjölmennari en konur. Vitanlega hefur þetta skánað aðeins í seinni tíð, enda fyrst árið 1981 sem Grýlurnar urðu fyrsta kvennabandið sem eitthvað kvað að. Síðan hefur komið fullt af „kvennamúsík“ og nægir að nefna frægasta poppara Íslandssögunnar í því sambandi.

Maður reynir að vera meðvitaður um þetta, til dæmis þegar maður velur hljómsveitir í Popppunkt. Það er ekki vegna viljaleysis okkar Felixar að hvorki Grýlurnar né Kolrassa hafa keppt, heldur hafa þessi bönd bara ekki fengist til að mæta, Grýlurnar eru í helli sínum og aðal Kolrassan, Elíza, að meikaða í London, til dæmis með svona glænýjum myndböndum.

Svo maður telji nú upp (eins og paranojaður karlpungur) þá hafa Borgardætur, Brúðarbandið, Dúkkulísurnar, Rokkslæðan, Elektra og Mammút mætt, og einnig slæðingur af stelpum sem meðlimir í kynjablönduðum böndum. Það má alltaf bæta sig og við verðum auðvitað á kynjatánum með þetta nú þegar ný sería er að fara að rúlla í sumar.

Maður hefði haldið að guðdómlegur árangur Bjarkar, Emilíönu, Lay Low, Amiinu, Mammút, Vicky og allra hinna myndi kveikja upp í stelpum að kýla á band, en það er alltaf jafn fá-kvenmennt á Músíktilraunum, helstu gróðrarstíu rokksins. Nú hefst keppnin annað kvöld, á föstudagskvöld, í Tjarnarbíói. Fjögur úrslitakvöld eru í beit og aðalúrslit í Óperunni 2. apríl. Samtals eru 37 hljómsveitir skráðar til leiks.

Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Tilraunanna (og haldiði ykkur nú fast) þá eru 129 strákar í þessum 37 hljómsveitum, en ekki nema 16 stelpur – 12.5% stelpur (ef ég kann að reikna prósentur, sem ég kann ekki). Þetta er svipað kynjahlutfall og síðast liðin ár, jafnvel fleiri stelpur en vanalega.

Flestar eru þær söngkonur í hljómsveitum með strákum, en það munar mikið um sexmanna kvennabandið Irony úr Fjallabyggð (það er, frá annað hvort Ólafsfirði eða Siglufirði – eða bæði) í þessum tölum. Þær eru reyndar dálítið góðar (eins og heyra má) og gætu þessvegna náð langt í keppninni í ár því það hefur síður en svo skemmt fyrir að vera stelpa í Músíktilraunum. Ég er þó ekki að segja að Dúkkulísurnar, Kolrassa og Mammút hefðu ekki alveg eins unnið sem strákabönd.

Hvað veldur þessum kynjahalla? Áratugalöng hefð sem erfitt er að snúa við þrátt fyrir frábæran árangur kvenna? Spilar Óli Palli ekki nógu mikið af konum? Er ekki nógu mikið af kvennaböndum í viðtölum? Langar stelpum kannski bara frekar að gera eitthvað annað en að spila í hljómsveit?

Eitt er að minnsta kosti á hreinu: Því fleiri stelpur í rokkinu og poppinu, því betra. Leiðinleg kvennabönd eru varla til. Hér er smá kvennasnilld af Youtube, til hvatningar og almennrar gleði:

Beth Ditto í Gossip er frábær fyrirmynd.

Dum Dum Girls - rokka ekki magurt.

Vivian Girls - þjóðlagasýra í batíkkjól.

The Slits - frábært band frá post-pönkinu.

Kleenex frá Sviss - annað frábært band frá post-pönkinu. Þegar bréfþurrkufyrirtækið Kleenex fór að böggast út af nafninu skiptu þær um nafn og kölluðu sig LiLiPUT.

The Shaggs - stelpurnar sem kunnu ekki neitt en spiluðu samt. Költklassík!

Blondie - Fáir eru meira kúl en Debbie.

Mariska Veres í Shocking Blue lést árið 2006 en músíkin lifir... (Þetta lag, Love Buzz, var á fyrstu smáskífu Nirvana).

Japanska kvennatríóið Go-Bang's var leyniáhrifavaldur á Unun. Ég á alla diskana með þeim.

Ekki kannski sama deild, en "háls-rymjandi" kanadískar inúítakonur eru alltaf skemmtilegar. Hér eru Kathy Keknek og Janet Aglukkaq.

Og til handagagns: Wiki-listi yfir kvennabönd.
---

Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar - Grásleppa Gvendur
Þorsteinn Guðmundsson, Steini spil, er fallinn frá. Búinn að spila á sínu síðasta balli. Ég fór einu sinni á samkomu þar sem hann skemmti einn með skemmtara og hann stóð sig mjög vel. Ég varð ekki svo frægur að sjá hann með bandi, Hljómsveit Þorsteins Guðmundssonar, sem hann starfrækti í 24 ár.

Hljómsveitin gaf út tvær 7" EP hjá SG 1970 og 1972 og LP-plötuna Grásleppu Gvendur hjá ÁÁ 1976. Öllu efninu var safnað á CD árið 1996. Ekki er hægt að segja að tónlistargagnrýnendur hafi farið fögrum orðum um músíkina á Grásleppu Gvendi, en þetta var auðvitað bara heiðarleg stuðmúsík með rætur í ævagömlu harmóníkustuði. Hluti af tónlistarsögunni og dálítið séríslenskt efni, með skandinavísku ívafi þó. Moka moka moka meiri snjó er klassísk snilld, en önnur vinsæl lög í flutningi Steina voru m.a. Ó María mig langar heim og Á Kanarí.

Eins og heyrist er aðeins búið að hippa og kúla hljóðheim Grásleppu Gvends upp með skæligítar og orgeli. Þar voru á ferð JFM og Maggi Kjartans, sem tóku plötuna upp í Hljóðrita. Hér má lesa meira um Steina og plöturnar.

Hvíl í friði Steini spil.
---
Það hefur komið fram að Kanína Ýr/Sálarinnar er gamalt lag með gríska bandinu Axis, Ela Ela. Axis byggðu lagið á gömlu grísku þjóðlagi. Ég fékk bréf varðandi málið frá Áka G. Karlssyni.

Mér þótti (líkt og fleirum) "afhjúpun" Kanínunnar mjög áhugaverð og þá ekki síður saga Reynis (Guðmundssonar í Ýr) af því hvernig þeim datt í hug að taka lagið fyrir. Eitt af því sem kemur fram í umfjöllum um lagið á netinu er að það sé "Greek traditional" - þ.e. þjóðlag. Af því ég hef gaman af YouTube-grúski ákvað ég að reyna að finna einhverja upprunalega útgáfu (á grísku). Það gekk nú svona og svona. Ég komst auðvitað fljótt að því að Grikkir eiga fullt af lögum sem heita "Ela, ela" (þar á meðal þetta sem minnir grunsamlega mikið á Ging-gang gúllí gúllí" og er grísk útgáfa af laginu "Vieni vieni" eftir Frakkann Vincent Scotto - og svo auðvitað kýpverski Eurovision-slagarinn frá 2005 sem heitir "Come baby" á ensku).

Það kostaði hins vegar nokkra snúninga með Google áður en ég rakst á þetta blogg þar sem hægt að sjá lagið spilað í myndbroti úr bresku myndinni Ill Met by Moonlight frá 1957 sem á að gerast á Krít. Þarna er mikið stuð í gangi og manni finnst eiginlega sérstaklega viðeigandi að svona lag hafi eftir krókaleiðum orðið ballslagari á Ísafirði. Taktu líka eftir atriðinu þar sem heimamenn ætla að fá Bretann til að innbyrða svið.

23.03.11

Change - Ruby Baby / Change - If I
Þeir erkimeistarar Magnús, Jóhann og Bó náðu aldrei að koma út annarri LP plötu Change. Platan var þó nánast tilbúin en kom aldrei vegna einhvers markaðs- og útgáfuvesens, sem enginn nennir að kynna sér í dag. Á vandaðri heimasíðu Jóa G má sjá lagalista plötunnar sem kom aldrei út (en gengur undir nafninu The Chappell Tapes). Reyndar skilst mér að teipin séu til og unnið sé að lim ed útgáfu fyrir nörd og spekinga. Áður en bandið leysist upp 1976 komu þó út tvær smáskífur hjá EMI, með samtals fjórum lögum. Hér að ofan eru lögin af fyrri plötunni (hina hef ég ekki heyrt). Þetta er hið indælasta tyggjókúlupopp með skrækum röddum strákanna í bland við gæða söng þessara meistara, Magga, Jóa og Bó.

Nú stendur mikið til hjá öllum viðstöddum. Björgvin Halldórsson er mikli snillingur en mín kynslóð fór á margan hátt á mis við hann því fáir voru eins mikil ímynd geldleika og Bó þegar Bubbi skall á 1980. Nína og Geira var heldur ekkert til að bæta það, nema síður sé. Enginn getur þó fúlsað við Bó þegar hann er góður, fyrstu plötur Brimklóar, Lónlí Blú, Change og önnur smáskífa Ævintýris með hefírokkinu er allt snilld. Það er grætilegt að LP með Ævintýri hafi aldrei komist á koppinn.

Ævisaga Björgvins sem Gísli Rúnar skrifaði 2001 er mjög góð. Björgvin er gífurlega vel að sér um poppsöguna og hnittin og hrokafull gullkorn sem af vörum hans hafa hnotið eru sigild og æðisleg.

Bó verður sextugur 16. apríl og er þegar uppselt á tvenna afmælistónleika í Háskólabíói. Örfáir miðar eru eftir á þriðju tónleikana á sunnudeginum. Bó kemur fram með bandi og tekur lög frá öllum ferlinum.

Fjörutíu ára stafsafmæli Magnúsar og Jóhanns er framundan og þeir ætla að halda upp á það með tónleikum í Reykjavík (Austurbæ) 7. maí og á Akureyri (Hofi) 21. maí.

(Úr fréttatilkynningu:)
Leiðir Magnúsar Þórs Sigmundssonar og Jóhanns Helgasonar lágu fyrst saman í hljómsveitinni Nesmenn en Jóhann hafði áður verið með Rofum. Þegar Nesmenn gáfust upp árið 1968 héldu þeir félagar samstarfinu áfram fyrst með rafmagnsgítarana sína en skiptu þeim fljótlega út fyrir kassagítara.
Þeir Magnús og Jóhann náðu samningi við Fálkann, héldu í hljóðver og tóku upp eigin lagasmíðar og texta sem allir voru á enskri tungu. Samningurinn við Fálkann klikkaði og kom fyrsta plata þeirra Magnúsar og Jóhanns því ekki út fyrr en um haustið 1972 á útgáfumerkinu Scorpion. Lagið Mary Jane náði vinsældum og hefur haldið uppi merki plötunnar síðan.
Seinna varð hljómsveitin Changes til og undir þeim fána störfuðu þeir báðir að mestu á árunum 1973-1975.
Eftir að sveitin lagði upp laupana fyrir jólin 1975 héldu þeir Magnús og Jóhann hvor í sína áttina. Magnús Þór hóf sjálfstæðan feril og sendi frá sér nokkrar plötur á næstu árum. Meðal annarra hina mögnuðu plötu Álfar. Jóhann sinnti einnig sólóferli og lagasmíðum, auk þess að verða helmingur dúettsins Þú og ég.
Eftir þá félaga liggja fjölmörg lög sem eru stór hluti af íslenskri dægurlagasögu, lög eins og  Ást, Söknuður, Dag sem dimma nátt, Yakety Yak, Þú átt mig ein, Blue Jean Queen, Mary Jane, Seinna meir, She´s Done it Again, Ísland er land þitt o.fl, en mörg þessara laga hafa þeir aldrei flutt sjálfir.
Í ár eru 40 ár síðan þeir komu fyrst saman en það var einmitt í Austurbæ í Reykjavík og nú ætla þeir að halda upp á afmælið þar með tónleikum þar þann 7.maí. Tónleikarnir verða endurteknir í menningarhúsinu Hofi á Akureyri 21.maí
Félagarnir munu koma fram með hljómsveit sem er skipuð eftirfarandi tónlistarmönnum.
Jón ÓIafsson – Píanó og Hammond, ásamt því að vera tónlistarstjóri
Eiður Arnarsson – Bassi
Kristinn Snær Agnarsson – Trommur
Stefán Már Magnússon – Gítarar
Þetta er viðburður sem enginn áhugamaður um íslenska tónlist ætti að láta fram hjá sér fara, Magnús og Jóhann eru lifandi goðsagnir í íslenskri tónlistarsögu.
---

Axis - Ela Ela
Raungerving Kanínunnar hefur eðlilega vakið athygli, (t.d. DV, Pressan, Visir, BB) enda poppsögulegt stórmál. Hér að ofan er orginal Kanínan í betri gæðum en á Youtube, ef fólk vill blasta þessu. Ela Ela var annað titilag Axis, kom út á LP 1972. Þetta er annars ekkert sérstök hippa psyche plata, ágætt stöff svo sem en ekkert eins æðisgengið og Kanínan.

Það var þó líklega ekki Ela Ela í flutningi Axis sem kveikti á ísfirsku strákunum heldur útvötnuð útgáfa Les Humpries Singers, sem þeir heyrðu á Radíó Lúxemborg. Les Humphries Singers var nefnt eftir hljómsveitarstjóranum, Englendingnum Les Humphries, sem settist að í Þýskalandi og stofnaði hljómsveitina í anda Edwin Hawkings Singers. Með Les Humphries Singers kom lag Axis út á syrpu-plötu 1973 (og má heyra á Youtube). Svo sögulegrar sanngirni sé gætt má benda á að Les Humpries Singers áttu síðar eftir að spila Derrick stefið. Svo gjössovel:
Les Humphries Singers - Derrick



22.03.11

Er að skrifa Bjarkar-kaflann í STUÐ STUÐ STUÐ bókina miklu. Sjaldan hefur verið önnur eins öskubuskustemming á Íslandi en þegar Björk spilaði í fyrsta skipti eftir að vera orðin heimsfræg í Laugardalshöll 19. júní 1994. Þar áður hafði hún spilað fyrir Íslendinga á lokatónleikum Sykurmolanna í Tunglinu fyrir hálftómu húsi í lok árs 1992.

Björk lét sig hafaða að koma svífandi í fallhlíf og lenda á gerfigrasinu sama dag og giggið fór fram. Tónleikarnir voru algjört skronster og hreinlega allir sem vettlingi gátu valdið mættir. Ég skrifaði mikla grein um þetta gigg í Pressuna sem má rifja upp hér. Ég er auðvitað alltof andstyggilegur, eftir á að hyggja, við súperaðdáandann Steven, en get huggað mig við að hann kann ekki íslensku og hefur því líklega aldrei lesið þetta.

Einnig eftir á að hyggja, var ég almennt alltof andstyggilegur og móðgandi í gagnrýni minni og pistlum. Maður svoleiðis roðnar yfir sumu af þessu í dag enda er maður orðinn svo mikill kettlingur á gamalsaldri. Algjört sissí sem vill engan særa. Ég vil því biðja tónlistarmanninn Gaua formlega afsökunar á þeim andstyggilegu orðum sem ég lét falla um textagerð hans í viðtali við Árna Matt á aðfangadag 1987. Það er ágætis byrjun á yfirbótinni.

Það var auðvitað gaman að fylgjast með uppgangi Bjarkar á þessum tíma, sjá hana verða þessa alþjóðlegu súperstjörnu sem hún varð (og er). Ég man að þegar hún fékk Brit verðlaunin fyrst (snemma árs 1994) hringdi Stöð 2 og vildi fá mig í settið til að ræða hvað "þessi verðlaun þýddu". Þá hafði ég nú bara aldrei áður heyrt minnst á þessi Brit verðlaun og þvertók fyrir það að mæta.

Það eru að verða 4 ár síðan Björk kom síðast með plötu, Volta 2007. Því ættu allir nú að gleðjast yfir því að ný plata, Biophilia, er á leiðinni. Plötunni verður ýtt úr vör með gríðarlegu sjói – hálfgerðu vísindasjói – í Manchester, sem má lesa um hér. Björk er að vanda óstöðnuð og framúrstefnuleg og býður upp á undarlegheit í hljóðfæravali, t.d. sérhannað stafrænt pípuorgel, 10 metra háan pendúl sem notar aðdráttarafl jarðar til að búa til tónlist, sérhannaðan gamelan-seletan bræðing, og einstaka pinnatunnu-hörpu (!?) Þeir sem voru að bíða eftir sveitaballaplötu Bjarkar verða að bíða aðeins lengur...

20.03.11

STOPP ÐE PRESS: Kanínan er fundin!!!

Hér að neðan auglýsti ég eftir orginalnum af Kanínu Ýr/Sálarinnar með þeim orðum að þetta væri eins og Geirfinnsmál íslenska poppsins. Málið var tekið upp á síðum DV. Atli Geir Jóhannesson vissi svarið og skrifaði mér:

Það hvarflar að manni að meðvitað hafi uppruna lagsins "Kanínan" verið haldið leyndu í stærsta poppsamsæri Íslandssögunnar. Eða kannski hefur bara engin nennt að hafa uppá laginu því sagan er góð og vinsældir langt umfram væntingar ísfirskra sveina.
 
Hér er allavega "hulunni" lyft af uppruna og sögu Kanínunnar í eitt skipti fyrir öll.
 
Lagið heitir á frummálinu Ela-Ela og er samið af tveimur Grikkjum, Demis Visvikis og George Chatziathanassiou, sennilega árið 1971. Í sumum heimildum er reyndar getið að lagið sé byggt á grísku þjóðlagi eða þjóðlagahefð. Þeir voru meðlimir í Grískri hljómsveit sem kallaði sig Axis og var lagið á fyrstu plötu þeirra sem hét Ela Ela - Osanna sem kom út 1971.
 
Og einhvers staðar segir um hljómsveitina:
"These Greek musicians who based in Paris. With 2 guitar players, organ, harpsichord Axis was united musicians from late
sixties groups, among them Juniors and We Five. Like Aphrodite's Child they were based in Paris for some time. Like their more illustrious compatriots they succeeded in breaking into the hit lists, with a Greek traditional called "Ela Ela".
Axis played archetypical heavy progressive rock with great organ and electric guitars, with couple of tracks were even in line with the British mellotron-rock  (King Crimson, Gracious and Spring). Axis disbanded in 1974, after the release of their third album that failed to make it commercially, in Greece as in the rest of Europe. Organ player Demis Visvikis and bassist Dimitris Katakouzinos joined Demis Roussos backing band. They sung in English."
 
Lagið naut síðar einnig vinsælda í flutningi Les Humphries Singers.
 
Hér má finna frábært myndband með Axis að flytja "Kanínuna" eða Ela-Ela
http://www.youtube.com/watch?v=kL-LWME2_Ro
 
Ennfremur má finna útgáfu Les Humphries Singers á laginu á You Tube: http://www.youtube.com/watch?v=xfWvJOgFuDs
---
Það er náttúrlega algjör snilld að KANÍNAN sé ekki munaðarlaus lengur!
---
Enn fremur spurði ég hér að neðan hver söng með Hilmari í laginu Bommedí bomm. Hrafnkell Orri Egilsson gróf svarið upp á Tímarit. Það er engin önnur en Shady Owens sem lagði Hilmari lið í laginu!
---
Maður er aldeilis ekki á flæðiskeri staddur í poppsvörunum með svona æðislega lesendur sér til aðstoðar!

19.03.11

Hilmar H Gunnarsson - Bommedí bomm
Hér er gasa lekkert diskólag frá Hilmari af einu plötu hans, Skin og skúrir (Hljómplötuútgáfan 1977). Platan virðist hafa gengið undir væntingum því ekki hefur heyrst meira frá Hilmari síðan hún kom út. Samtímaviðtal Helga Pé hér að neðan varpar ljósi á útgáfuna. Platan sem allir eru að tala um þótt enginn sé að tala um hana! Mér er þó spurn hvaða söngkona er með Hilmari í þessu lagi? Helga Möller? Ef einhver getur svarað því og eins deilt frekari upplýsingum um Hilmar má bara senda mér email!




18.03.11
Miðar fljúga út á Eagles, sem er ágætt þótt mig langi ekki. Hér er bandið nýlega á tónleikum og fólk getur séð í hvað það er að eyða peningunum sínum. Söngvarinn fer á kostum. "Aðilar" tengdir öðrum stórsveitum ku fylgjast með sölunni og heyrist nafn U2 í því sambandi. "Sagan" segir að ef vel gangi á Eagles hugsi U2 sér til hreyfings... Ekki að mig myndi langa á þá frekar! Ég er nú alveg fullmettur með eðalböndin Deerhunter og Caribou á leiðinni og að auki búinn að kaupa mér miða á The Specials í London í haust.

Ég er náttúrlega svo mikill nirfill að ég myndi aldrei splæsa 15 eða 20 þúsund kr í tónleika á Íslandi, nema kannski ef Bítlarnir kæmu saman á ný (Paul, Ringo, Dhani og Sean), sem verður nú aldrei svo ég get andað léttar.

Ef fundin yrði upp tímavél og búnar til pakkaferðir aftur í tímann myndi maður nú alveg splæsa 100.000 kalli – eða meira – í að sjá Bítlana í sóðabúllu í Hamborg 1960 eða 1961. Æ viss.

17.03.11

Ýr - Kanínan
Guðmundar- og Geirfinnsmál íslenska poppsins er án efa spurningin um uppruna lagsins Kanínan, sem hljómsveitin Ýr frá Ísafirði gaf út á plötu 1975 og Sálin hans Jóns míns 13 árum síðar. Á plötuumslaginu er lagið sagt "erlent", en söngvari Ýr, Reynir Guðmundsson (söngvari Saga Class og pípari), skrifaður fyrir textanum – "Ég tók það á mig," sagði hann þegar ég hringdi í hann.

Forsagan er þessi. Reynir var að hlusta á Radíó Lúxemborg á Ísafirði, eins og menn gerðu þetta sirka 1973-74, og tók upp lögin. Eitt af þeim var þetta lag sem síðar varð Kanínan. Reynir minnir að sungið hafi verið "Rabbit Hey" í því sem þeir sungu "Hey Kanínan" – "Við snérum þessu við," segir hann. "Málið er bara að við í Ýr vorum ekki búnir að hlusta á lagið nema svona 2-3 sinnum þegar upptakan eyðilagðist. Rabbi ætlaði að taka lagið á milli tveggja tækja, en eyðilagði teipið óvart. Þess vegna getur verið að lagið hafi tekið einhverjum breytingum í flutningi okkar, við bara notuðum það sem við mundum" segir Reynir.

Kanínan getur sem sé verið meira frumsamið lag heldur en "erlent"...

Ýr var búin að spila lagið á böllum í nokkur misseri þegar til upptökunnar kom. Þessi plata – Ýr var það heillin – var mikið batterí, bandið flaug til NYC með JFM og tók upp. Lagið hafði verið tekið á ensku á böllunum, en það gekk ekki á þessum tíma á íslenskar plötur svo Reynir henti í textann. "Þetta var nú bara eitthvað bull," segir hann lítillátur.

En hvaða lag er þetta upphaflega? Reynir bara veit það ekki. "Ég held þetta hafi verið einhver þýsk hljómsveit. Kannski Les Humphries Singers," segir hann.

Þrátt fyrir tilraunir mínar síðustu daga með ferskustu nútímatækni að vopni – og hafandi þrælað mér í gegnum katalók Les Humphries Singers – er ég enn engu nær hvaðan Kanínan kemur!

Hvaðan kom Kanínan? Allar upplýsingar og spekúlasjónir eru að sjálfssögðu vel þegnar, enda er Kanínan hið dularfyllsta mál!

ps. Það er m.a.s. wikifærsla til um Kanínuna.
---

Nýjasta tískuorðið: Siðfall. Hér er pistill Sigrúnar Davíðsdóttur um málið. Er það bara ég, eða fá fleiri hnút í magann þegar þeir heyra nýjasta pistilinn frá Sigrúnu? Hvað nú? Hvaða lík á nú að draga upp úr lestinni? Sigrún er að gera góða hluti, ekki misskilja mig, hún er bara í svo svakalegri vinnu. Næstum eins og löggurnar sem verða að horfa á fleiri gígabæt af barnaklámi vinnu sinnar vegna. (Nei ég segi það nú ekki – þetta er ekki sambærilegt.) Hvað er málið með þetta ormétna kviðmágasamfélag? Verða allir fávitar um leið og þeir byrja að taka þátt í viðskiptalífinu á þessu æðisgengna skeri?

15.03.11
Allskonar misgáfuleg rokkogpoppbókarnöfn bárust í sarpinn í gær. Til dæmis: Stuð-la-berg / Flokkur jakki! / Ný kápa, sama bókin / Tætum og tryllum / Eru ekki allir sexý! / É é é / Tæpast flokkast þessi öskur sem list / Ég var þerna Hitlers / Rokk er betra en fúlltæm djobb / Rokkarnir þagna EKKI...

Allt er þetta gott og blessað, en ekkert sérlega gott (nema Ég var þerna Hitlers (ef þetta væri bók um þernu Hilters!) Niðurstaðan er þá að öllum líkindum, líklega, að hin gríðarlega æðislega bók mun heita:

STUÐ STUÐ STUÐ
Rokk og popp á Íslandi 1950 - 2010

Stuð stuð stuð
súmmar þetta upp. Minnir á eldri bókina (Eru ekki allir í stuði?), gefur í skin að bókin sé að tútna út af stuði (sem hún er að gera), minnir á samnefnda plötu Lónlí blú bojs frá 1975, Stuðmenn, Pál Óskar... Svo er "Stuð" bara svo flott og íslenskt eitthvað.

(Stuð stuð stuð í bókabúð nálægt þér í október 2011)
---
Það er ekki nóg að á dvergbíl vita allir að maður er með risavaxinn miðfót, heldur getur maður líka lagt svona þversum, sem er ógeðlega kúl:

Eina vonda við svona Smart bíla er að þeir eru tveggja manna og örugglega fokdýrir. Hver selur svona á Íslandi?
---

Just Another Snake Cult - I Know She Does
Þórir Bogason, aðalið í Just Another Snake Cult, situr ekki með hendur í skauti og bíður eftir vorinu. Hann gerði dúndurgóða plötu í fyrra, The Dionysian Season, var tilnefndur bjartasta vonin á síðasta ÍStón, og þvælist nú á túr um USA, m.a. á SXSW í Austin. Hann skaut nýlega út demóskúffuplötunni Ghosts sem er þrælskemmtileg og fáanleg á Gogoyoko. Allskonar glundur er í gangi þar og gott stöff. Snákaköltið er með þessa fínu síðu og svo er ekki úr vegi að benda á grein Þóris, Helvítis krútt, sem birtist í eðalblaðinu Grapevine á dögunum.
---

Í Ljósmyndasafni Reykjavíkur stendur nú yfir frábær sýning Orra Jónssonar (í Slowblow), Innviðir. Hann skaut myndir af hrörnandi innviðum eyðibýla og hefur verið að gera lengi. Eyðibýli lúkka að innan eins og plötuumslög með íslensku "krútt" böndunum (sorrí að nefna hið bannaða orð, krútt). Áferðin er svipuð og t.d. í málverkum Riceboy Sleeps. Það er alltaf bæði skerí og skemmtilegt að rölta sér inn í eyðibýli á landsbyggðinni, finna fyrir "tímans þunga nið" og eitthvað svoleiðis. Dálítið mikið íslenskt fyrirbæri. Svona eins og stuðið, nema alveg hinu megin á tilfinningaskalanum.

14.03.11
AUGLÝST ER EFTIR NAFNI!

Ég sit hér sveittur við að skrifa nýja bók. Hún er remixuð, endurbætt og aukin, sjálfsstætt og ósjálfsstætt framhald af

Eru ekki allir í stuði
Rokk á Íslandi á síðustu öld

sem kom út árið 2001.

Þennan frábæra titil, Eru ekki allir í stuði, kom Hr. Óttarr Proppé með.

Nýja bókin verður með undirtitilinn Rokk og popp á Íslandi 1950 - 2010 (því hún verður víðari, bæði í efnistökum og árafjölda).

En nú vantar mig sem sé AÐALTITLINN! Helst eitthvað jafn brilljant og Eru ekki allir í stuði?

Ég auglýsi því eftir titli - (email eða facebook)

Það hafa komið hugmyndir eins og Vegir liggja til allra átta - eða - Gætum við fengið að heyra eitthvað íslenskt - en það er nú ekki alveg nógu gott.

Hvað segir þú?

Notaður uppástingari fær að sjálfssögðu bók í verðlaun (og enga smávegis bók því hún verður alveg ógeðslega flott og góð og massíf!)
---
Síðasta púslið í Heiðursmanna-gátuna er loksins komið: Heimurinn hefur margt oss í mót er Manfred Mann lagið Too Many People og B-hlið á laginu Fox on the Run frá 1968. Sjálfur Baldur Már Arngrímsson, gítarleikari, sendi þessa föktu inn og bætti við: Manfreddarnir voru flott band, blús og jafnvel jazzmenn í sálum sínum  eins og svo margir á árunum þeim og predikuðu það stíft á LP plötum, en gerðu flott og slick popp á single plötum, oft með léttsýrðum B-hliðum. "Mighty Quinn" er náttúrulega klassík, sérstaklega blessað af Dylan. Útsetningin og sándið á "Fox on the Run" er hins vegar grá og guggin spegilmynd af "Mighty Quinn". Lagið þar á algjörum villigötum, þar til það flutti vestur um haf og endurfæddist sem Bluegrass klassík.
---

The Whitebachman Trio - New Morning / The Whitebachman Trio - All Hands on Deck
Um miðjan 8. áratuginn fór JFM fyrir Hvítaárbakkatríóinu, The Whitebachman Trio, en auk hans voru í því nokkrir valinkunnir erlendir hljóðfæraleikarar (John Giblin, Alan Murphy og Preston Ross Heyman) og blökkumeyjar í bakröddum þegar mikið lá við. Á þessum tíma hristist þetta allt saman, þetta band, Stuðmenn, Spilverkið, Horft í roðann (sólóplata Jakobs) og eina plata hljómsveitarinnar Ýr, sem var tekin upp í New York 1975 og komu þar þeir Hvítárbakkamenn líka við sögu. Hvítarárbakka tríóið spilaði beljandi "good time funk" og kom út tveggja laga plötu 1975, sem er stíluð á útgáfurnar Demant og ÁÁ (EGG 003). New Morning er Dylan lag (titillag elleftu sólóplötu hans frá 1970), en All hands on deck er eftir JFM og Sigurð Bjólu. Bæði komu lögin út nokkru síðar á safnplötunni Hrif 2. Ljómandi gott stöff.
---
Og ef þú vilt fóðra nasistablætið í þér eru hér huggulegar fjölskyldumyndir af Evu Braun.

12.03.11

Lucky Records tekur þátt í Mottumars.
---

Eins og komið hefur fram er ég algjör mella. Ef útrásarvíkingur veifar seðlabúnka kem ég hlaupandi og stilli mér upp með gjallarhorn í auglýsingaherferðinni. Fátt hefur verið um fína drætti á þessum vettvangi síðustu misseri. Ég skil t.d. ekki afhverju Súzúkí er ekki búið að bjóða mér einhvern díl, ég væri mjög fínn á svona sparibauk frá þeim sem eyðir bara 4.4 L/100. Hvor halda þeir að selji fleiri bíla, einhver krullhærður trúður eða aðal neytendagaurinn?

En allavega, loks fékk ég tækifæri til selláts þegar Tékkland hafði samband og bað mig um að opna nýja bílaskoðunarstöð í Borgartúni (þarna í sama húsi og Maður lifandi). Nú hitti svo frábærlega á að þetta er eina skoðunarstöðin sem er ekki í eigu Finns Ingólfssonar, hugsjónamanns, og er u.þ.b. þúsund kalli ódýrari en hinar stöðvarnar.

(ÁRÍÐANDI ATHUGASEMD:

Ég verð að koma því á framfæri við þig að Aðalskoðun, sem hefur sinnt skoðun ökutækja í 16 ár,  er ekki í eigu Finns Ingólfssonar. Á heimasíðu félagsins er stutt ágrip um sögu Aðalskoðunar og núverandi eignarhald fyrirtækisins.
Þar segir m.a.: “Eigendur Aðalskoðunar hf í dag eru Jafet S. Ólafsson og Eyjólfur Árni Rafnsson í gegnum fjárfestingarfélög sín Veigur ehf. og Birta ehf.“  www.adalskodun.is/UmAdalskodun

Þessu vildi ég koma á framfæri við þig til leiðréttingar á þessari rangfærslu.
F.h. Aðalskoðunar hf.
Bergur Helgason framkvæmdastjóri.)

Eigandi Tékklands er hvorki á sakaskrá né í Rannsóknarskýrslunni, svo mér var svona nokkurn veginn siðferðislega stætt á þessu. Þannig. Ekki síst vegna þess að það þurfti að skoða bíldrusluna. Og svo hef ég aldrei klippt á svona borða áður. Svokallað win/win.

Svo var þetta agalega fínt. Snittur og strákur að spila ljúfa tóna á hljómborð. Og ekki var verra að druslan fékk skoðun. Tékkland --> þú þangað ef það þarf að skoða og þú vilt spara þúsund kall.


---

Fór á Hall Pass í gær, eftir Farrelly bræður, sem mér þóttu mjög sniðugur í Something About Mary, en fer nú bráðum að gefast upp á. Það voru nokkrir kúkabrandarar sem mátti hlæja að, en það að blanda saman fávitamynd og einhverri midlæf kræsis gráa fiðrings vangaveltum var ekki alveg að gera sig.

Þarna var brandari um Ísland. Einhver vinur aðalgauranna, kvennamaður mikill, var á Íslandi. Þeir eru að tala um hann í góðra vina hópi.
Já hann er á Íslandi núna, segir einn.
Já þar eru fallegustu konur í heimi, segir annar.
Já, Björk, segir sá þriðji og lætur sig dreyma með augunum. Þessi þriðja var reyndar Stephen Marchant, vinur hans Ricky Gervais, sem leikur smá í þessari mynd.

(ps. Afhverju þarf Owen Wilson alltaf að vera með þennan stút á munninum? Samt gott hjá honum að hafa náð sér á strik eftir sjálfsmorðstilraunina um árið.)
---
Nokkrar vísbendingar hafa borist síðan í gær um Heiðursmenn. Lagið Kjarklaus heitir Conquistador upphaflega frá 1967 með Procol Harum. Enn er ekki vitað um upphaflegan titil Heimurinn hefur margt oss í mót. Svo eru það týndu meðlimirnir: Þessi neðsti er að sjálfssögðu gítarleikarinn Baldur Már Arngrímsson, sem var síðar í Mannakornum. Ég hefði nú átt að fatta það. Þessi með pípuna er Rúnar Georgsson, lék á þverflautu og tenórsaxafón. Hann notaði pickup í saxann, var með gormasnúru og hafði smá reverbsánd með, segir Steinn. Er þetta eini maðurinn sem hefur verið með pípu framan á íslensku plötuumslagi!?

11.03.11
Í dag eru liðin 10 ár síðan fyrsta bloggið birtist hérna. Fyrsta færslan var svona:

11.03.01
Skoðaði húsin í Bessastaðahverfinu. Þar er eitt hús með engum gluggum. Þetta var nostalgíuferð því ég fór oft með foreldrum mínum að skoða þetta sama hús þegar ég var lítill. Pabbi er húsasmiður og svo var drepið á bílnum fyrir framan þetta bjánalega gluggalausa hús. Svo fussaði og sveiaði öll fjölskyldan og pabbi spurði hvers kyns ógæfumönnum dytti í hug að byggja svona rugl.


Ég skoðaði húsið aftur í tilefni af afmælinu. Hef auðvitað uppgötvað fyrir löngu að það eru fullt af gluggum á þessu húsi, bara á öðrum hliðum en snýr að götunni. Það eru til dæmis flennigluggar hinumegin sem snúa út að sjó. Þetta er satt að segja frábær arkitektúr og ég þarf að fara þarna með pabba og ná lendingu með þetta mál.

En jæja, 10 ár af bloggi og ætli maður bloggi ekki bara áfram þegar maður er í stuði. Sem er nú frekar alltaf. Ég þakka Guðmundi Ragnari hjá This.is sérstaklega fyrir að leyfa mér að vera hérna nánast ókeypis í 10 ár, með bandvíddir fullar af tónlist og myndum og texta. Svo er ég þakklátur fyrir að einhver hafi nennt að lesa þetta. Ekki að það skipti öllu máli, svo sem.

Nú má nota þetta (ekki svo) handhæga yfirlit til að sjá allt bloggið í tíu ár:

2011:
http://this.is/drgunni/gerast.html (Þú ert hér)
http://this.is/drgunni/gerast0111.html
2010:
http://this.is/drgunni/gerast0910.html
http://this.is/drgunni/gerast0810.html
http://this.is/drgunni/gerast0710.html
http://this.is/drgunni/gerast0610.html
http://this.is/drgunni/gerast0510.html
http://this.is/drgunni/gerast0410.html
http://this.is/drgunni/gerast0310.html
http://this.is/drgunni/gerast0210.html
http://this.is/drgunni/gerast0110.html
2009:
http://this.is/drgunni/gerast0709.html
http://this.is/drgunni/gerast0609.html
http://this.is/drgunni/gerast0509.html
http://this.is/drgunni/gerast0409.html
http://this.is/drgunni/gerast0309.html
http://this.is/drgunni/gerast0209.html
http://this.is/drgunni/gerast0109.html
2008:
http://this.is/drgunni/gerast0908.html
http://this.is/drgunni/gerast0808.html
http://this.is/drgunni/gerast0708.html
http://this.is/drgunni/gerast0608.html
http://this.is/drgunni/gerast0508.html
http://this.is/drgunni/gerast0408.html
http://this.is/drgunni/gerast0308.html
http://this.is/drgunni/gerast0208.html
http://this.is/drgunni/gerast0108.html
2007:
http://this.is/drgunni/gerast0707.html
http://this.is/drgunni/gerast0607.html
http://this.is/drgunni/gerast0507.html
http://this.is/drgunni/gerast0407.html
http://this.is/drgunni/gerast0307.html
http://this.is/drgunni/gerast0207.html
http://this.is/drgunni/gerast0107.html
2006:
http://this.is/drgunni/gerast0506.html
http://this.is/drgunni/gerast0406.html
http://this.is/drgunni/gerast0306.html
http://this.is/drgunni/gerast0206.html
http://this.is/drgunni/gerast0106.html
2005:
http://this.is/drgunni/gerast0705.html
http://this.is/drgunni/gerast0605.html
http://this.is/drgunni/gerast0505.html
http://this.is/drgunni/gerast0405.html
http://this.is/drgunni/gerast0305.html
http://this.is/drgunni/gerast0205.html
http://this.is/drgunni/gerast0105.html
2004:
http://this.is/drgunni/gerast0604.html
http://this.is/drgunni/gerastnov04.html
http://this.is/drgunni/gerast0404.html
http://this.is/drgunni/gerast0304.html
http://this.is/drgunni/gerast0204.html
http://this.is/drgunni/gerast0104.html
2003:
http://this.is/drgunni/gerastvetur2003.html
http://this.is/drgunni/gamaltgerast.html
http://this.is/drgunni/gerastsumar2003.html
http://this.is/drgunni/aprmai2003.html
http://this.is/drgunni/janfebmars2003.html
http://this.is/drgunni/januar2003.html
2002:
http://this.is/drgunni/gerast6-2002.html
http://this.is/drgunni/gerast5-2002.html
http://this.is/drgunni/gerast4-2002.html
http://this.is/drgunni/gerast3-2002.html
http://this.is/drgunni/gerast2-2002.html
http://this.is/drgunni/gerast1-2002.html
2001:
http://this.is/drgunni/gerast2001.html

Það er ágætt að þetta sé allt þarna. Þá kannski man maður eitthvað.
---

Heiðursmenn - Kjarlaus / Heiðursmenn - Heimurinn hefur margt oss í mót
Í nokkur misseri á milli Savanna og landvinninga í útlöndum var Þórir Baldursson í kvartettnum Heiðursmenn, sem spilaði fágað popp fyrir matar- og kokteilgesti í Þjóðleikhúskjallaranum. Þórir söng og spilaði á Hammond hlunkinn sem hann var nýbúinn að eignast (280 kg), en aðrir Heiðursmenn voru m.a. Reynir Harðarson á trommur. Hann fór yfir í Óðmenn en hvarf svo til Flórída. Ekkert er vitað um afrek hans á tónlistarsviðinu, eða öðrum sviðum, þar.

Tónaútgáfan á Akureyri gaf út einu plötu Heiðursmanna, 4 laga 7" árið 1969. Fjögur erlend kóverlög með textum eftir Þorstein Eggertsson og einn eftir Hrafn Pálsson (Heimurinn hefur margt oss í mót). Lögin komu víða að, Kjarklaus er lag með Procul Harum, Vor eða haust er eftir André Prévin, Hvar er stuðslagarinn Can't Take My Eyes off You með Frankie Valli & The 4 Seasons og Heimurinn hefur margt oss í mót er sennilega Manfred Mann lag (þótt það hljómi mjög Brian Wilson-að). Ef sérfræðingar í late sixtís eru að lesa þetta mega þeir endilega senda mér línu og segja mér hvað þessi lög heita orginal. Líka hvað þessir tveir Heiðursmenn heita, sem ég veit ekki hvað heita! Svo ég tali nú ekki um ef menn vita eitthvað um afrek trommarans Reynis.

Umslagið – sem var sagt "smekklegt" í samtíma gagnrýni – er eiginlega mjög töff, sérstaklega bakhliðin, sem ég birti líka. Einhver snillingur hefur sett útgáfur Tónaútgáfunnar á íslenska wiki sem er frumkvöðlastarf sem segir sex!

10.03.11

Enn hleypur á snæri þeirra sem aðhillast vandaða indietónlist. Ekki nóg með að Deerhunter komi á Rvk Music Mess í apríl, nú berast þær fréttir að Caribou spili á Nasa 22. maí. Caribou er ein af þessum eins manns sveitum, sem kemur fram í margfelldi á tónleikum. Daniel Victor Snaith heitir kallinn og er Kanadamaður. Hann kallaði sig fyrst Manitoba, en breytti yfir í Caribou þegar söngvari NY protopönkbandsins The Dictators, Richard "Handsome Dick" Manitoba hótaði lögsókn (eins langsótt og það nú er). Sem Caribou sló hann fyrst í gegn 2007 með plötunni Andorra. Ég get vottað að hún er mjög góð. Ég taldi hana næst bestu erlendu plötu ársins 2007 (Hissing Fauna, are you the destroyer? með Of Montreal fannst mér sú besta það ár). Caribou sendi frá sér Swim á síðasta ári sem fékk mikið lof. Ég náði hins vegar engu sambandi við plötuna (en mun nú reyna tengsl við hana aftur í framhaldi af hingaðkomufréttunum).
Hér eru nokkur myndbönd af Youtube:
Sandy (af Andorra - læf)
Melody Day (af Andorra)
She's the one (af Andorra)
Irene (af Andorra)
Odessa (af Swim)
Sun (af Swim)
---
Aðeins meira um strætó: Dr. Gylforce er gjörsamlega með strætó á heilanum og bloggar ekki um annað. Þetta er nú einn magnaðasti strætóvefur sem um getur!
---

Karl Hallgrímsson - Svik
Á næstu vikum kemur út hljómplatan Héðan í frá þar sem Karl Hallgrímsson flytur frumsamda tónlist og texta. Orri Harðarson vann plötuna með honum á Akureyri. Með þeim leika landsliðsmenn; trommuleikarinn Birgir Baldursson og Pálmi Gunnarsson á kontrabassa. Auk þeirra koma við sögu Eðvarð Lárusson, Davíð Þór Jónsson, Hjörleifur Valsson, Svavar Knútur og Inga Lísa. Þótt Karl hafi lengi fengist við margskonar tónlistarflutning hefur hann lítið sinnt frumsamdri tónlist fyrr en nú.
---

Eðalmennin Jóhann Eiríksson og Sigurður (Pönk) Harðarson starfa saman sem rafdúettinn Gjöll. Gjöll hefur gefið út þrjár breiðskífur hjá Ant-zen útgáfunni þýsku og von er á þeirri fjórðu. "Kraftmiklir og ryþmískir tónar þeirra færa hlustendur yfir í aðra heima. Öflug framkoma stærstu industrial hátíð þýskalands, Maschinenfest gerði það að verkum að þeim er nú í Apríl boðið á Elektroanslach hátíðina á Altenburg."

Gjöll láta rafgamma geysa á þessari upptöku frá Machinenfest á síðasta ári.

Og koma fram á tónleikunum Electric Ethics á Bakkus annað kvöld (föstud. 11. mars) ásamt Auxpan, Gammur, Plasmabell, Mr. Burning Brain (Loftski, Einar Melax og félagar) + Dj Benson Is Fantastic (eftir miðnætti). Frítt inn.

09.03.11

Auðvitað ætti maður að nota strætó til hins ítrasta. Það þarf ekki nema að kíkja á bensínverðið til að komast að þeirri niðurstöðu. Ég hef verið að flækjast í strætó upp á síðkastið. Það er ágætt. Bílarnir ganga nokkurn veginn á áætlun, hún fer kannski aðeins úr skorðum þegar þarf að ferja hópa af skólakrökkum eða þegar er illfært.

Bílstjórarnir hlusta stundum á Útvarp Sögu og það hátt. Maður er kannski ekki í stuði akkúrat þá til að hlusta á Útvarp Sögu, en ekki dettur mér í hug að skipta mér af bílstjóranum. Hann myndi henda manni út. Stundum opna þeir ekki fyrir þeim sem eru að fara út og þá þarf að öskra. Kannski búnir að hugsa of mikið um Icesave út af Útvarpi Sögu. Ég hef séð strætóbílstjóra gefa í þegar unglingur kemur hlaupandi og vill ná bílnum. Það er ljótt.

Þótt það sé ágætt að fara með strætó þá er það ekki töff. Það þyrfti að vera töff til að fólk fari almennt með strætó.

Í útlöndum er töff að nota almenningssamgöngur. Mér líður a.m.k. alltaf mjög töff í metróum, strætóum eða annars konar svona dóti í útlöndum. Þar þykir norm að nota almenningssamgöngur, ekkert mál. Í Reykjavík líður mér aldrei töff í strætó. Allavega ekkert umfram það sem mér finnst ég almennt töff. Það er alltaf einhver lífsdoði yfir því að hlunkast um göturnar í Gula skröltinu, oftar en ekki er súr lykt einmanaleika og óheppni í loftinu. Kannski ógæfufólk að sjússa sig aftast eða einhver í rökræðum við sjálfan sig framarlega. Hátt. Það er nú gefandi lífsreynsla sem maður missir alveg af á einkabíl. Nei í alvöru: Það er mjög litríkt persónugallerí sem ferðast með vögnunum. Ef ég skrifa skáldsögu mun ég vinna hugmyndavinnuna í strætó.

Það er samt ekkert sem æpir á þig að þú sért sigurvegari í lífinu í strætó, ég tala nú ekki um þegar þú kemur á Hlemm. Það er niðurdrepandi pleis, eins og alltaf að drabbast niður. Ég man ekki eftir Hlemmi öðruvísi en svona. Höll óhamingjunnar? Hlemmur er eins og það sé 1980 ennþá. Það er ekkert 2011 við Hlemm. Mætti ekki gera eitthvað í þessu? Láta krakka í Listaháskólanum töffa pleisið upp?

Nú má ekki misskilja mig svo að ég sé of snobbaður til að fara um með samborgurum mínum í strætó. Ég er bara að lýsa því hvers vegna ekki fleiri nota þessa sjálfssögðu aðferð til að komast á milli A og B. Fólki finnst það ekki töff. Viðhorf þjóðfélagsins stimplar "LÚSER" á ennið á þeim sem ganga upp í vagninn, þ.e.a.s. ef hann er utan við kjörhóp þjónustunnar (ungur, gamall, námsmaður, róni eða geðveikur).

Viðhorfinu þarf að breyta. Það á að gera strætó töff. Jafnframt að stimpla það inn að maður sé að spara hellings af pening með því að sleppa einkabílnum. Auglýsingin mætti sýna töff fólk (samt engar skinkur eða dauðahnakka) undir pálmatré á sólarströnd. Lesið yfir til dæmis: Við fórum reyndar ekki hingað með strætó, en allt annað förum við með strætó.

Þetta er spurning um massífa ímyndarherferð – eða eins massífa og fjárlög leyfa. Sem þýðir þá væntanlega engin ímyndarherferð!

Hollvinasamtök Strætós eru hér. Það er eitthvað.
---

Megas, Ágústa Eva & Senuþjófarnir - Lengi Skal manninn reyna
Fréttatilkynning frá Megasi og Senuþjófunum:

- NÝ HLJÓMPLATA - (HUGBOÐ UM) VANDRÆÐI - KEMUR ÚT Í APRÍL
- GESTASÖNGUR Í HÖNDUM ÁGÚSTU EVU
- HUGLEIKUR DAGSSON GERIR TEIKNINGU Á PLÖTUUMSLAGI
- PLÖTUNNI FYLGT EFTIR MEÐ TÓNLEIKUM

Fyrstu tónleikar Megasar og Senuþjófanna eftir upprisu verða á Norðurpólnum í Reykjavík þann 2. apríl. Miðasala hafin á  http://midi.is/tonleikar/1/6393.

Megas og Senuþjófarnir á Facebook:
http://www.facebook.com/pages/Megas-og-Senu%C3%BEj%C3%B3farnir/100969782304
---
Svo er Hugleikur með teiknimyndasögusamkeppni í gangi og ætlar að gefa út þær bestu á ókeypis teiknimyndasögudaginn 7. maí. ÓKEIPISS heitir samkeppnin. Allt um það hér. Ég tek nú líklega ekki þátt, enda er maður svo ógeðslega lengi að gera teiknimyndasögur. Hér má skoða heildarverk mitt til teiknimyndasögugerðar.
---
Skrýtin þessi afhending íslensku tónlistarverðlaunanna í gær. Maður vissi ekkert af þessu fyrr en allt í einu að það var sagt frá afhendingunni í Kastljósinu í gær! Hálf tómt í salnum, sem hefði kannski verið ok, ef það hefði ekki alltaf verið að sýna frá hálftómum salnum. Ástæða er til að óska Þóri, Bjartmari, Jónsa og öllum hinum snillingunum til hamingju.

Það má alveg gera þessi verðlaun öðruvísi í framtíðinni og taka mið af því hvernig verðlaunin eru hugsuð hjá Eddunni. Þar er fjölmenn akademía sem velur. Hjá Ístón held ég að séu bara svona 5-10 sem ákveða hverjir fái tilnefningar og svo er það sama fólkið sem ákveður hver af þeim tilnefndu fær verðlaunin! Þetta er náttúrlega frekar asnalegt. Breyta þessu, takk. Hafa massífan hóp sem velur, annað hvort tilnefningarnar eða sigurvegarana.


Grace Jones - Suffer
Hér er svo meistari Þórir að rassskella gjálífisgyðjuna Grace Jones í eiturgóðu diskólagi af plötu Grace MUSE frá 1979. (Endur-bloggað, birtist fyrst 07.11.09)

08.03.11

Purrkur Pillnikk - Tíminn
Í dag eru ÞRJÁTÍU ár liðin frá því að Purrkur Pillnikk varð til í góðu flippi fjögurra stráka í MH. Hljómsveitin samdi og æfði upp níu örstutt lög síðdegis 8. mars 1981 og spilaði á tónlistarkvöldi í Norðurkjallaranum daginn eftir. Varð svo afkastamesta band Íslandssögunnar miðað við líftíma, hreinlega dældi út efni á örstuttum tíma og engu smá efni: plötunum Tilf, Ekki Enn, Googooplex, No Time To Think og læfplötunni Maskínan. Algjörlega frábær hljómsveit og mikill áhrifavaldur á fjölmarga. Málið er enn ekki hvað maður getur heldur hvað maður gerir. Spurningin er: Afhverju erum við að gera afkomendum okkar þetta? (Hér er svo líklega fyrsta viðtalið við PP)

Til að fagna þessu stórafmæli verður gargandi tribjút á Sódómu núna á fimmtudagskvöldið kl. 21. Um tribjútun sjá eftirfarandi: Birgir Jónsson - trommur, Björn Gunnlaugsson - rödd, Flosi Þorgeirsson - bassi og Pétur Heiðar Þórðarson - gítar. Facebook síða tribjútsins er eftirfarandi: Facebooksíðatriubjúts.
---

Eðlilega er nú allt ga ga út af lottólaunum bankastjóranna. Enda er þetta ömurlegt rugl. Hér komst upp um stórfellt siðrof í þjóðfélaginu 2008 – andlegt mannát. Það varð bylting og múll settur á mannæturnar. Nú eru þær sem sé aðeins farnar að narta aftur og verða án efa komnar á fullt með heilu lærin standandi út um kjaftana á sér innan skamms. Samkvæmt brauðmolakenningunni verð ég svo náttúrlega kominn á pikköpp í kjölfarið.

Ég er reyndar með viðskipti í Landsbankanum og bíð spenntur að heyra hvort mannát sé byrjað þar aftur líka. Ef svo er þarf ég að taka siðferðislega ákvörðun til að sýna andúð mína og færa mín aumingjalegu viðskipti í siðlegri banka.

Koma þar til greina tveir smábankar á landsbyggðinni,
Sparisjóður Suður Þingeyinga og Sparisjóður Strandamanna á Hólmavík. Það væri reyndar dállítið töff að vera með viðskipti á Hólmavík út af popptengslunum við fæðingarbæ Gunna Þórðar. Hér er grein um þessa banka og mér sýnist mannát aldrei hafa byrjað þar – sparisjóðsstjórinn kannski bara á sanngjörnu kaupi, svona 800.000 kjall eða eitthvað (án þess að ég hafi hugmynd um það – má spyrja um það áður en maður byrjar viðskipti?). Svo er víst Ingólfur sparibaukur að stefna að því að opna Sparibankann. Líklega verður ekkert mannát þar.

En þetta er það sem maður á að gera þegar maður stendur mannætu að verki – hlaupa í burtu. Þitt er valið. Og svo dettur þessu liði í hug að fólk falli almennt fyrir þessum ömurlega auglýsingaherferðum sínum sem útmála bankann sem eitthvað ægilega næs fyrirbæri sem elskar viðskiptavini sína. Nei vinur minn, banki elskar ekki kúnnana öðruvísi en mannæta elskar bráð. Bankanum þínum er nákvæmlega sama um þig og verður alltaf.

Að lokum: Jon Stewart um muninn á bankamönnum og kennurum.

Uppfært --> Sýnist að aumingja bankastjórinn í LÍ sé á skiljanlegum launum. Þarf því ekki að færa viðskiptin í bili!

06.03.11

Hitti Friðrik Weisshappel þegar ég var í Tvíhöfðamælalaust á fimmtudaginn. Hann bauð mér á Café Laundromat í hádeginu þar sem verið var að prófa eldhúsið. Staðurinn opnar svo eftir viku. Þetta er stórglæsilegt hjá honum og hans fólki, loksins er komið mjög flott og spennandi kaffihús í miðbæinn – mjög erlendis, eins og maður segir, eða öllu heldur danskt. Friðrik er búinn að vera duglegur að plögga svo þú veist líklega allt um þetta; flott kaffihús + matstofa, rosa flott barnaaðstaða í kjallara og aðstaða til nethangs og delux kaffihúsahangs. Fullt af bókum og kósí skandinavísk hönnun – kreppu chic. Ég fékk "Dirty bröns" (sjá mynd) sem var mjög fínt. Mun kosta um 1600 kall, sem er svo sem ekki gefið, en sanngjarnt miðað við innihaldið. Maður á alveg eftir að fara þarna margoft aftur, geri ég ráð fyrir. Það er komast líf í miðbæinn. Nýju húsin á horni Austurstrætis og Lækjagötu verða ábyggilega full ef einhverju skemmtilegu, a.m.k. held ég að Hrefna Sætran verði með nýjan stað í húsinu. Þá vantar bara H&M (eða eitthvað sem dregur að) í Hæstarétt og málið er dautt.
---

Ég hef alltaf verið svolítið svag fyrir slísí hlutum úr fortíðinni. Ég er að tala um stöff eins og bækur James Ellroys, sem byggja oftar en ekki á slísí Hollywood sirka 1940-1960 (sjá t.d.: Black Dalhia og L.A. Confidential), uppljóstrunar-tímaritið Confidentail (sem kom upp um hassreykingar og hommerí stjarnanna), bækur Kenneths Angers Hollywood Babylon og allskonar svona. Ein slísí bók sem maður þarf að komast í heitir Private Elvis og er með vafasömum sukkmyndum af sjálfum Presley á meðan hann var í hernum í Þýskalandi. Þá brá hann sér oftar en ekki á slísí næturklúbbinn Moulin Rogue og dró að sér dræsurnar. Ekki ósvipað og Bítlarnar í næsta bæ. Ljósmyndari búllunnar tók myndir af Elvis að gera sér glaðan dag og lofaði að þær færu ekki út úr húsi. Hann stóð við það og þessar myndir lágu í kyrrþey áratugum saman, enda kollvarpa þær náttúrulega ímyndinni sem Offurstinn vildi að heimurinn hefði af Elvis. Þær komu loks út 1978 í bókinni Private Elvis – "Elvis klám", kallar Greil Marcus þetta í bók sinni Dead Elvis og gefur jafnframt til kynna að þessar myndir séu stillur úr kvikmyndum (ú la la). Hér er  grein í Guardian um þessar myndir þegar þær voru settar upp á sýningu og fleiri myndir af Elvis og gellum eru hér. Elvis in Munich mun svo vera hin endanlega Elvis í Munchen bók og tekur á fleiru en dræsunum.
---

Sá sem fann upp léttivagninn (e. Rickshaw), hét Jonathan Scobie. Rúmlega öld síðar söng Richard Scobie í Rikshaw. Tilviljun? Kosmik? Kosmísk tilviljun? Og nei: Ég mun ekki gleyma eitís-kaflanum aftur í nýju Rokkbókinni!
---

Eftir að Jonee Jonee liðaðist í sundur fóru Bergsteinn trommari og Heimir bassaleikari aftur að spila með Einari K. Pálssyni, sem hafði verið með í fyrstu útgáfu Jonee Jonee. Einnig kom Helgi nokkur frá Húsavík inn í bandið. Það kallaði sig Haugur og manni fannst þetta nánast vera framtíð íslenska rokksins í nokkra mánuði árið 1983. Svo hætti Haugurinn án þess að gefa út plötu og hvarf í aldanna skaut. Auðvitað gerði Haugurinn þó einhverjar bílskúrsupptökur og hér er eitt lag þaðan: lagið Hreingerningar á Iðavöllum.
---
Rússneski gjörningahópurinn Voina er ægilegt klám og er að gera mafíuna stjórnina í Rússlandi gráhærða. Hér er viðtal. Hér er gjörningur (ekki fyrir viðkvæma).

05.03.11

Þegar maður eldist fær maður áhuga á áum sínum. Öllu þessu fólki sem er eins og keðja fyrir aftan mann langt aftur í aldir, já bara endalaust aftur í einhverja apa eða eitthvað. Ekki það að maður geti rakið sig mjög langt aftur og ég hef nú eiginlega mestan áhuga á forfeðrum sem voru til á sama tíma og ljósmyndatæknin. Íslendingabók er vitaskuld frábært fyrirbæri. Kemur þar í ljós að áar mínir eru aðallega vinnumenn og bændur, húsfreyjur og vinnuhjú. Engir höfðingjar eða biskupar. Hjúkk it!

Hér kemur langafi minn í föðurætt, Jóhannes Sigurgeirsson. Þetta er eina myndin sem til er af honum (svo vitað sé):


Helvíti reffilegur karl. Það mætti nú alveg ljúga því að þetta væri frægur leikari úr fyrstu myndunum í Hollywood.

Íslendingabók: Fæddur á Goðdölum, Skagafirði, 8. janúar 1873. Látinn í Winnipeg 15. janúar 1957. Ókvæntur vinnumaður á Nautabúi á Neðribyggð, Skag. 1895. Lausamaður á Reykjum í Tungusveit, Skag. 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1902.

Hann átti afa minn 22 ára með 24 ára vinnukonunni, Guðrúnu Björg Guðmundsdóttur, langömmu minni, en það varð ekkert samband úr því. Fór til Vesturheims 29 ára og lést í Winnipeg 55 árum síðar. Lítið sem ekkert vitað af ferðum hans þar. Kannski gerðist eitthvað rosalega merkilegt? Kannski ekki? Það er allavega spurning um að tékka á Vesturfarasetrinu í næstu norðanferð. Svo gæti þetta heltekið mig og ég endað fúlskeggjaður og talandi við sjálfan mig á einhverju skjalasafni í Gimli? Nei nei.
---

Geislar - Anna / Geislar - Skuldir
Hljómsveitin Geislar frá Akureyri var dálítið kúl sixtís sækadelik poppband, en með Akureyrskum „við verðum að höfða til fólksins“ vinkli. SG gaf út með þeim 4 lög á 7" 1968. Þar var lagið Skuldir, sem er þekktast með Geislum, ágætlega töff bítlarokk. Hin lögin eru síðri, en ágæt þó; tvær gamaldags ballöður, og svo Anna, sem nokkuð gustar af. Þar er athyglisvert rím: Við áttum saman góða daga, þú varst mér ætíð trú / Ég ákvað þá að skjótt þú skyldir, verða mín húsfrú.
Á plötunni var allt frumsamið eftir hina ýmsu meðlimi bandsins, nema eitt kóverlag (á íslensku), Annað kvöld, sem er stílað á einhvern Fritz og ég bara veit ekki hvaðan kemur upprunalega. Umslagið er svo náttúrlega alveg dúndur op-art og algjör snilld.
Geislar störfuðu í nokkur ár og komu fram í Sjónvarpinu. Lítið framhald varð á rokkmennsku meðlimanna, þeirra Sigurðar Þorgeirssonar (sóló-gítar), Ingólfs Björnssonar (ritma-gítar), Erlings Óskarssonar (bassi), Páls Þorgeirssonar (trommur) og Helga Sigurjónssonar (orgel). Þeir sungu flestir. Hér er gullfalleg mynd af þeim í Sjónvarps-settinu:

---

Nýtt frá Brakinu!
Fyrsta EP plata tveggjamanna rokkbandsins Fist Fokkers, sem ber nafnið EMILIO ESTAVEZ, er nú loks komin á veraldarvefinn. Hægt er að kaupa niðurhal af henni á Gogoyoko, en einnig er hægt að streama henni og downloada tveimur lögum frítt af bandcampsíðu sveitarinnar. Platan er gefin út af Brak Records og verða áþreifanleg eintök af plötunni fáanleg í búðum á næstu vikum.

Platan var tekin upp af Alberti Finnbogasyni - Swords of Chaos, Heavy Experience ofl. - og masteruð af Aroni Arnarssyni. Lögin á plötunni eru lög sem spanna þriggja ára lífstíma Fist Fokkers og má líta á hana sem einskonar forsmekk á því sem koma skal. Nafnið á plötunni mun vera einskonar óður til hins geðþekka leikara Emilio Estevez - Breakfast Club, St. Elmos Fire, The Mighty Ducks - en aðspurðir að því hvers vegna nafnið væri skrifað öðruvísi í plötutittlinum höfðu Fist Fokkers menn þetta að segja:
"Við ætluðum upprunalega að láta plötuna heita Emilio Estevez. En síðan þegar Emilio komst að því hótaði hann að lögsækja okkur, þannig við urðum að breyta nafninu í Emilio Estavez til að sleppa við ákæru ."

video teaser fyrir plötuna: http://vimeo.com/20496481

http://www.gogoyoko.com/#/album/Emilio_Estavez

http://fistfokkers.bandcamp.com/album/emilio-estavez

03.03.11

Okkar eigin Osló er mjög skemmtileg mynd. Maður sat brosandi yfir henni allan tímann og hló oft upphátt. Þetta myndi teljast "feel-gúdd rómantísk gamanmynd", en ekki þessi hefðbundna sem endar alltaf eins, heldur í sumarbústað á Þingvöllum og með Þorstein Guðmundsson í aðalhlutverki. Hann stendur sig mjög vel eins og Brynhildur, Hilmir, María Heba, Lilja Guðrún og Laddi... já, og allir hinir. Svo er myndin líka eins töff og mögulegt er að vera töff í eldgömlum sumarbústað á Þingvöllum. Myndin er líka um íslenskt brennivíns-sjúsk og almennt rugl á fólki og tekst að vera mjög íslensk í alla staði. Ég myndi segja að þetta væri bæði íslenskasta og besta gamanmyndin síðan Íslenski draumurinn var í bíó.

Steingrímur Joð sat fyrir framan mig. Ég njósnaði smá og sá að hláturinn gutlaði á honum allan tímann. Mest hló Fjármálaráðherra af Ladda. Steingrímur er greinilega Laddamaður. Merkilegt fannst mér að sjá brjóstin á Ladda (þau eru orðin dálítið útstæð) og ég spurði sjálfan mig (í hljóði, náttúrlega) hvort ég verði komin með svona brjóst þegar ég verð 63 ára. Ekkert að því svo sem, ekki eins og maður sé einhver Adonis núna. En þetta minnir mig á eitt sem mér finnst alltaf jafn asnalegt að heyra: Þegar menn á besta aldri byrja að röfla um það að þeim "hlakki til að verða gamlir". Helvítis kjaftæði! Það hlakkar engum til þess og allt svona röfl er bara máttlaus tilraun til að fela dauðabeyg. Ekki það að maður eigi að kvíða fyrir ellinni eða hatast við staðreyndir lífsins. Það er ekki eins og maður ráði nokkuð við þetta. Óþarfi samt að segjast hlakka til!

En allavega: Ég gef Okkar eigin Osló fjórar stjörnur af fjórum mögulegum. Frábær mynd!
---

Eldberg - Enginn friður
Proggrokk-hljómsveitin Eldberg er búin að taka upp sína fyrstu plötu. Stefnt er á að hún komi út á næstu mánuðum, á vinýl líka. Fjórir náungar úr Borgarfirði skipa bandið: Heimir Klemenzson á hljómborð, Jakob Grétar Sigurðsson trommari, Ásmundur Sigurðsson á bassa og Reynir Hauksson á gítar. Söngvarinn er Dalvíkingurinn Eyþór Ingi Gunnlaugsson – "sigurvegarinn úr Bandinu hans Bubba", svo proggið er ekki á flæðiskeri statt. Þetta er úrvals hipparokk hjá strákunum, minnir oft á hljómsveitina Mána. Sjö lög eru á plötunni, þar af er lengsta lagið, lokalagið Hliðarlíf vor tíma, 14:44 mín á lengd. Eldberg. Leggðu nafnið á minnið. Facebook síða hljómsveitarinnar.
 
02.03.11

Er allt orðið öfugsnúið? Eru lúserarnir að taka völdin? Maður spyr sig. Breiðablik meistarar, Rauðhærður pönkari, sem er "ekki einu sinni með stúdentspróf" orðinn Borgarstjóri og Óskarsverðlaunamyndin um sta sta stamandi kall. Svo las ég í blaðinu að QPR væri á toppnum í 1. deild og á blússandi leið í ensku úrvalsdeildina! Hvað næst? XTC á toppinn á vinsældarlistunum!?

Ég er vitaskuld himinlifandi með þetta allt saman. Þetta með QPR er ekki síst syni Dalvíkur að þakka, Heiðari Helgusyni, sem raðar inn mörkunum. Ég hef "haldið með" QPR síðan í frumbernsku og bara vegna þess að þeir voru eitt liða í þver-röndóttum búningi í svart hvíta sjónvarpinu, en ekki röndóttum eða einlitum búningum eins og öll hin liðin. Ég hefði t.d. aldrei farið að halda með Leeds, í sínum gufulegu alhvítu læknasloppalegu búningum. Áhugi minn á fótbolta snérist miklu meira um að pæla í búningum en að sjá karlanna böðlast á vellinum. Ég teiknaði búninga liðanna og var jafnvel að "finna upp" allskonar búninga fyrir uppdiktuð lið. Ég hefði betur haldið áfram í þessu, þá væri ég kannski einn helsti búningahönnuður heims í dag á ofurlaunum hjá Henson. Löngu síðar fór ég meira að segja einu sinni á Loftus Road og keypti QPR-húfu og bol! Hefði farið á leik, en það var útileikur þá vikuna. Ef þeir komast í úrvalsdeildina þarf ég ef til vill að fara að horfa á leiki eins og hver annar bjórplebbi. En það er samt alls ekkert víst.

Ég stamaði smávegis í æsku og var sendur til talkennara. Hann sagði mér að horfa í augun á fólki þegar ég talaði við það og var með spjöld sem ég átti að segja hvað var á. Ég man bara eftir einu – Tré – af því ég stamaði mest á því. Ég get samt alveg sagt tré í dag án þess að bresta í stam, ef ég vanda mig.

XTC er svo auðvitað næst besta hljómsveit í heimi (á eftir Bítlunum). Tékkaðu á plötunum Go 2 og Drums and Wires.

Næst er það svo bara Bjartmar á Bessastaði og málið er dautt. Ekki það að Bjartmar sé einhver lúser, langt frá því, mig langar bara til að hann verði forseti lýðveldisins. Þá er séns að manni verði loksins boðið í mat á þessa fjárans Bessastaði. Það er til lítils að hafa forseta ef hann bíður manni aldrei í mat.
---

Sigurður Eyberg - Stephen King
Söngvarinn í Deep Jimi & The Zep Creams er búinn að gera skemmtilega plötu sem heitir Finger of God (Toes of Paul McCartney). Þetta er ærslafullt og frjálslegt og hann gerir bara það sem honum dettur í hug. Platan er seld onlæn á heimasíðu Sigurðar.

01.03.11

Megas & Senuþjófarnir - Það sem mestu skiptir
Ííí ha! Úúú ha! Ný plata með Megasi & Senuþjófunum, (Hugboð um) Vandræði, er komin úr masteringu og nú bíða menn bara eftir því að Hugleikur ljúki umslaginu svo hægt sé að senda plötuna í framleiðslu. Þetta eru náttúrlega frábær tíðindi því Megas með Senuþjófunum (er þetta nafn kannski skot á útgáfufyrirtækið Senu?) hafa verið í glimrandi góðum fílingi á öllum fjórum plötunum só far, stúdíó plötunum tveimur með frumsömdu efni, kóverplötunni og læfplötunni (eða: Frágangur og Hold er mold (2007), Á morgun (2008) og Segðu ekki frá (Með lífsmarki) (2009))... Hér er trakklisti nýju plötunnar:

01. Það sem mestu skiptir
02. Kúkur í flagi
03. Lengi skal manninn reyna*
04. Krossfiskurinn
05. Virgo beatissima
06. Smesssöngur
07. Bráðum kemur?
08. 17. júní (Hann á afmæli í dag)
09. Vandræði*
10. Með heftiplástur fyrir munninn
11. Skil ekki plottið / engu að tapa*
12. Uglundur
13. Ekkert er andstyggilegra
14. Sjáirðu
15. Kúkur sjúgandi
16. Þá*
17. Magnlaus*

Lög Megas - Textar Megas, nema *Þorvaldur Þorsteinsson
Hljóðritað í Hljóðrita 2011

Hér er svo Megas í spjalli í morgun á Rás 2.
---
Ég ætla hvorki að kvelja þig né mig með tuði um Icesave, enda nóg af endalausu tuði um það í boði annars staðar og sýnist sitt hverjum. Um aðalmálið í þessu öllu finnst mér þó alltof lítið talað, eða eiginlega ekki neitt:

Mér finnst að þjóðfélagið eiga að dæma þjófana áður en það borgar það sem þeir stálu.


Því Icesave eru engar náttúruhamfarir sem þjóðin þarf að standa saman um. Icesave er gróðrabrall einkafyrirtækis sem fór í vaskinn. Ekki mitt vandamál, nema þá af því einhver skrifaði upp á klúðrið í mínu nafni. Einhver bjó til svikamilluna Icesave: Bankastjórarnir, bankaráðið, eigendur bankans, og meðan það lið valsar um glottandi eins og þetta komi því ekkert við, þá bara sé ég ekki alveg réttlætið í að þjóðin borgi brúsann. Sérð þú það?

Ef þeir sem Pé-erra sem mest fyrir því að "Icesave verði samþykkt" vilja vinna því máli stuðnings væri ágætt fyrsta skref að lýsa því yfir að þeir sem sannarlega bera ábyrgð á Icesave muni fyrr eða síðar (helst fyrr) fá það sem þeir eiga skilið. Ef þeir sem vilja að þjóðin samþykki þetta ættu þeir að hafa vit á því að smella hlutaðeigandi í gapastokka við kjörstaði, eða allt að því.

Eins og leikstjóri Inside Job sagði á Óskarnum erða alveg ömurleg að þremur árum eftir fokköppið sé ekki nokkur af því sturlaða pakki sem kom okkur á kúpuna kominn í djeilið. Og sé miðað við refsirammann sem hundrað þúsund kalla þjófar eru dæmdir innan, ætti sturlað pakk að hanga nokkra áratugi í grjótinu.

Nei nei, ég er ekki dómharður eða fullur hefndarþorsta. Þetta er bara basic.

Að lokum, til upprifjunar: Svona var fréttaflutningurinn nokkrum mánuðum fyrir megafokk:



Blogg: Jan, Feb 2011