Topp 5! (11. vika): Brian Wilson - Holidays / The Bee Gees - Edison / Ohio Express - Chewy chewy / All Night Radio - Daylight Til Dawn / The Zombies - Care of Cell 44   Hlustaðu hér!    Gamlir listar hér
06.03.04
Það verður að segjast eins og er að tónleikar Brian Wilson í Glasgow voru ekki eingöngu magnaðir heldur alveg almagnaðir. Hryggjarstykki tónleikana var platan SMiLE sem aldrei kom út eins og frægt er orðið. Nú er loks búið að klára verkið og útkoman er þriggja hluta tónverk sem ég flokka óhikað með stærstu og bestu verkum tónlistarsögunnar. Brian og V.D.Parks voru 24 og 22 ára þegar grunnurinn var lagður að verkinu 1966. Það var unaðslegt að sjá jafn góða og stóra sveit spila saman, hátt í 20 manns, strengir blástur og læti. Ef þessi aulalega sinfónía hér á Íslandi væri með trommusett og rafmagnsgítara og spilaði eitthvað almennilegt myndi maður örugglega mæta oftar. Söngvararnir náðu englaröddum Beach Boys fullkomlega. Ég var með yngstu mönnum þarna í 4000 manna salnum. Allt pakkað. Fyrst partýstemming, svo SMiLE og svo partýstemming aftur. Maður táraðist hreinlega yfir snilldinni. Brian sat þarna svifaseinn og söng og lamdi einu sinni smá á píanóið sem hann sat við. Glasgow er ágætis borg þótt margir séu á heróíni. Mér fannst annar hvor maður líta út eins og langtleiddur fíkill. Bretland er annars leiðinlegt stöff og það verður vonandi langt þangað til maður þarf þangað aftur. 

01.03.04
Dr. Gunni rokkaði af sér magálinn á Norðurlandi. Maður er hér eftir sig með kvef og rokkeitrun í hálsi. Sjallinn var fínn enda Hvanndalsbræður og Skytturnar eðalbönd. Rögnvaldur Gáfaði hrein snilld heim að sækja og mikill öðlingur. Sátum að hálfgerðu sumbli bakksteis í Sjalla. Þar var líka Þröstur bassafantur úr Mínus sem mér skilst að hafi skrifað fimm bjóra á okkur. Gistum heima hjá tengdamóður Rögnvaldar, ég í barnarúmi. Sund og Greifinn, hvort tveggja eðalfínt. Verri var þó búllan Crown Chicken þar sem ég fékk versta kjúklingabita í heimi. Spænallinn hélt áfram á Húsavík þar sem bandið lék með unglingahljómsveitinni Copy of the Clones á Gamla bauk. Vorum einu gestirnir á Fosshóteli (The Shining) en 17 lögðu leið sína á Baukinn til að berja okkur augum, þ.á.m. Balli rauði og kærasta Hauks trommara frá 1984 sem er nú gífurlega ráðsett á Húsavík. Rögnvaldur Gáfaði gaf mér 4 plötur á bakaleiðinni, sem ekki hafa gengið út í Pínkuponsulitluplötubúðinni: New Age Steppers, Plastmatics, Steppenwolf og Small Faces. Þá hefur Dr. Gunni gert Norðurlandi skil og er það vel.
---
Topp 5 þessa vikuna er í anda næstu daga. Fjögur bönd frá Glasgow og svo brot af Smile-bútleggi. Já það er nebblega komið að því að ég leggi krókaleiðir undir fót og sjái Brian Wilson á tónleikum í Glasgow. Giggið verður á fimmtudaginn og maður er andstuttur af tilhlökkun. 
Teenage Fanclub hafa löngum glatt með fáguðu poppi í anda Big Star og Byrds. Þetta lag er af plötunni Grand Prix.
Camera Obscura er systrasveit Belle & Sebastian. Lag af "Underachievers Please Try Harder". 
Franz Ferdinand eru heitastir í dag. Rokk í anda Strokes og Hot Hot Heat með smjörþefi af Orange Juice. Lag af fyrstu skífu sveitarinnar.
The Delgados poppa í anda Flaming Lips. Lag af plötunni Hate.
"Cabin Essence" er af plötunni Smile sem aldrei kom út, nema platan fari að koma út núna. Brian Wilson ætlar að spila þetta fyrir mig á fimmtudaginn.

25.02.04
Nei sko. Nú hefur eini alvöru fjölmiðill landsins tekið fyrir "Stóra hvell" á síðum sínum. Er það í senn heiður og ánægja.
---
Engin heimsendir í dag heldur. Hjúkkitt.

24.02.04
Það eru viðsjárverðir tímar. Pentagon spáir heimsendi og sá eini sem hlær framan í þá er Trausti veðurfræðingur. Mikil skammsýni að byggja þessi hús þarna oní höfninni. Þetta fer auðvitað allt undir sjó eftir nokkur ár. Vinstri grænir fagna sigri þegar allt er sokkið í sjó og saur, en Pétur Blöndal, Birgir Ármannsson og smjörkúkar almennt hanga króknandi á fjöllum ornandi sér við glóðina frá brennandi verðbréfum. Við erum að tala um svona 10-20 góð ár í viðbót og því tilvalið að skella sér á Grand Rokk á fimmtudagskvöldið, eða Sjallann eða Gamla Baukinn kvöldin þar á eftir. Pönkum er heimsendir færist nær.
---
Sláum líka heimsendi á frest með því að mæta á SkjáEinn í kvöld því við erum að taka upp þætti nr. 5 og 6 af Popppunkti. Geirfuglar - Brunaliðið kl. 18 og Buff - Ske kl. 20. Mæting hálftíma fyrr og pítza og öl á línuna.

21.02.04
Kominn tími á nýjan topp 5 lista og að sjálfssögðu er hægt að dánlóda stöffinu á æsandi heitu RAM formi hér.
The Misunderstood - Children of the Sun. Byrjum á iðandi heitu bílskúrsblússýrurokki frá 1966. Þessi sveit laut í lægra haldi og varð aldrei vinsæl eða fræg þegar hún starfaði (1965-67) en eins og oft vill verða fékk hún upprisna æru síðar meir. Söngvarinn kallar sig nú Sri Hrisikesh og selur skartgripi á Tailandi. Hann segir að það sé kvikmynd á leiðinni um hljómsveitina. Spú-kí!
Spiderbait - Shazam! Ástralskt popppönktríó með trommara sem syngur. Bandið hefur verið stafandi í meira en 10 ár. Þau fáu lög sem ég hef heyrt með bandinu eru öll helvíti fínir poppsmellir.
Gorkys Zygotic Mynci - Merched Yn Neud Gwallt Eu Gilyod. Annað gamalt band, að þessu sinni frá Veils. Þau syngja á veilsku og hafa gefið út haug af plötum. Veilska senan er að mestu í kringum útgáfufyrirtækið Angst og tónlistin minnir mig dálítið á Ný-sjálensku senuna sem er í kringum Flying Nun útgáfuna. Allavega, hressilegt sýrupopp frá Gorkys, eða Geðveiku öpunum hans Gorky eins og bandið myndið heita á íslensku. Lagið er frá 1994 og heiti þess myndi útleggjast "Stelpur greiða hvor annarri".
Bobby Conn - The Homeland. Bobby er frík frá Chicago sem rekur band undir eigin nafni og hefur gert lengi. Þekktur fyrir geðsjúka sviðsframkomu og kameldýrskar plötur. Þetta er titillagið af nýjustu plötunni og þar eru textarnir skemmtilegir að vanda.
TV in the Radio - Staring at the Sun. Ég er nú farinn að sjá eftir að hafa ekki séð þessa meistara þegar þeir spiluðu á Airwaves í fyrra. Frábært band frá New York og platan þeirra réttóútkomna "Desperate Youth, Blood Thirsty Babes" örugglega ein af plötum ársins. Dagbjartur Óli steinsofnar þegar ég spila þetta lag fyrir hann á hæsta styrk, sem er gott að vita þegar kallinn er orðinn óður og upptjúnaður af svefnleysi.

---
Þess má svo geta að PPPP í kvöld er fínn, yngsta bandið og elsta bandið takast á, fyrsta og nýjasta kynslóð rokkara, Búdrýgindi og Rokkbræður = Stefán úr Lúdó, Þorsteinn "Íslenski Elvis" Eggertsson og Garðar "Gæi Rokk" Guðmundsson. Garðar er með einkanúmerið "ROKK" á bílnum sínum.

19.02.04
Sá yðar sem á mest drasl á þegar hann deyr, hann vinnur..", er frasi sem nokkuð hefur verið lifað eftir á Íslandi síðustu misserinn. Það er í sjálfu sér ágætt að fólk eigi sér markmið og í tilgangsleysinu og tómarúminu er þetta ekki verra markmið en hvað annað. Í anda þessa frasa eru ýmis þjónustufyrirtæki sem bjóða nú fólki að gera það sama og það gerði áður, en bara dýrar. Sé dýrari möguleikinn notaður telja kaupendurnir það á einhvern hátt meiri "lúxus". Það er t.d. til "Lúxusbíó", en þar er hægt að flatmaga í Lazy Boy og éta endalaust af poppi og kók, og ef ekki bjór líka. Svo eru auðvitað sérstakir lúxusbúningsklefar í World Class, sem eru mun dýrari en ella. Ég sá úr þessu hjá Jóni Ársæli. Hélt að þarna væru japanskir nuddarar með "hand relief" og hvaðeina, en sýndist eini munurinn vera að maður gat farið í mismunandi tegundir af sturtum. Þarna hlýtur svo að vera vigt sem sýnir 10 kg minna en aðrar vigtar og speglarnir hljóta að vera einhverskonar tívolíspeglar sem mjókka. Ætla nú bara að vera áfram í ódýrari gerðinni, enda hefur maður örugglega aldrei tíma til að hanga í frumskógarsturtu.
---
Sá ágætis brandara einhvers staðar:
Af hverju hringdi Michael Jackson í Boyz II Men?
Hann hélt það væri heimsendingarþjónusta.

16.02.04
Flýttu þér á Bizarre Records og skoðaði mýgrút af jafnvíruðum plötuumslögum og þessum tveim:

---
Óhuggalega leiðinlegar fréttir alltaf hreint af sama liðinu endalaust að kaupa eitthvað drasl hvort af öðru. Hverjum er ekki sama hvað Björgúlfur bleiki eða Jón Ásgeir eiga í það og það skiptið? Þetta hlýtur samt að enda með því að annað hvort Jón kaupi Björgúlf eða öfugt. Svo heita þessar valdablokkir alltaf voðalega fínum og virðulegum nöfnum – Burðarás, Straumur, Samson og ég veit ekki hvað og hvað – þó það séu kannski bara alltaf sömu gaurarnir á bakvið draslið. Afhverju ekki að nefna þetta einhverjum kúl nöfnum, "Græna Sæslangan" til dæmis, eða "Hressi apinn" eða "Bakhluti Sólveigar". Þá yrðu fréttirnar kannski skemmtilegar af þessu kaupbulli endalaust... "Hressi apinn aldrei sterkari – keypti 14% í Steikta eyranu í morgun"... "Græna sæslangan metin á 15m.m.kr – keypti 35% í Úldnu Amöbunni í morgun". Í gvuðanabænum hættiði þessum sleikjuskap við peningamenn landsins, kæru blaðamenn, og farið að segja okkur neytendur frá einhverju sem okkur kemur við og höfum áhuga á.
---
Nú styttist í ferðina til Glasgow til að sjá Brian Wilson spila Smile, plötuna sem aldrei kom út. Þessi plata hefur verið hinn helgi gral poppsins síðan platan var tekin af teikniborðinu 1967 og Sgt. Peppers kom út og Bítlarnir tóku forystuna sem besta band í heimi. Það var altsog ekki bara geimferðarkapphlaup á milli Sovét og USA, heldur var líka keppt í poppinu. Fyrstu komu Bítlar með Rubber Soul, en Beach Boys (Brian Wilson) svöruðu með Pet Sounds. Þá lögðust báðir aðilar í skotgrafirnar og Bítlar unnu kapphlaupið eins og áður segir, því Smile kom aldrei út (bara Smiley Smile, nokkurs konar demó af Smile). Ég sá grein þar sem gaur segir tónleikaferðina hjá Brian mistök og er alveg hægt að vera sammála greininni. Ég ætla nú svei mér þó ekki að missa af þessu giggi...
---
Hef étið og horft og gert því skil á sérhönnuðum síðum... Líst ekkert á þennan nýja Rassapossastað á Laugarvegi. Glötuð hugmynd að koma með enn einn ítalska veitingastaðinn (mér finnst ítalskur matur leiðinlegur) og enn glataðra að nefna staðinn einhverju bulli sem engin man. Rassapollapssa eitthvað. En kannski er þessi staður æðislegur. 
---
Smakkaði annars besta Ben og Jerrys ís minnar kynslóðar um helgina. Hann heitir "One Sweet Whirled" og ég mun éta hann um hverja helgi eins lengi og hann verður til í búðunum. Reyndar er hann ógeðslega dýr eins og þetta B&J dót allt saman, en maður er að mótmæla gróðurhúsaáhrifunum þegar maður kaupir sér dúnk og því með góða samvisku gagnvart veskinu og sjálfum sér. Svo er hann bara svo viðurstyggilega góður þessi moðerfokking ís. Hljómsveitin Dave Matthews Band er sponsaðili fyrir ísinn og þetta er það eina af viti sem sú blöðrulega sveit hefur gert. 
---
Ætli maður skelli sér ekki á Kraftwerk. Sá þá reyndar á Hróarskeldu sem væri alveg nóg fyrir mig, en fyrst góðir menn eru að hafa fyrir því að flytja þessa snillinga inn getur maður ekki lagst svo lágt að mæta ekki. 
---
Hljómsveitin Dr. Gunni tekur mesta fjörkipp sögu sinnar í næstu viku og spilar á þessum giggum:
25. feb: Í hádeginu í MH
26. feb: Grand Rokk með Sagtmóðígi
27. feb: Sjallinn, Akureyri
28. feb: Baukurinn, Húsavík 
Fjögur gigg á viku, ha? Betur auglýst síðar.

15.02.04
Mikið grín og glens er nú gegnumgangandi í þjóðfélaginu vegna líksins á Norðfirði. Það er talið að líkið sé erlent og því er leyfilegt að tala um það á grínaktugan hátt. Ef líkið væri íslenskt yrði talað um það með óttablandinni virðingu. Allir spá og spekúlera í því hver líkið sé og hvernig það komst í höfnina. Ég veit alveg hvernig þessu máli er háttað. Hr. Lík er erlent burðardýr – kannski hollenskt eins og spákona DV "sá". Tveir íslenskir dópsalar í austfirsku-mafíunni og líkið sátu að sumbli og biðu þess að dópið rynni út með næstu hægðum. Það var létt yfir mannskapnum enda von á feitum kúk. Þá kom babb í bátinn því einn innvortis-smokkurinn sprakk og líkið engdist um á gólfinu í dauðakippum, en það rann með hraði af dópsölunum. Nú voru góð ráð dýr því ekki myndi burðardýrið skíta dópinu úr þessu. 

Dópsali 1: Djísús kræst mar...
Dópsali 2: Sjitt og kræst og moðerfokking fokk í fokking fokki...
Dópsali 1: Hei, náðu í búrhnífinn...
Dópsali 2: Ertu brjálaður mar?
Dópsali 1: Hvað er að þér mar, auðvitað náum við fokking dópinu. Þetta eru 5 fokking milljónir.
Dópsali 2: Jæja þá. Hérna er hnífurinn – þú sérð um þetta.
Dópsali 1: Afhverju ég?
Dópsali 2: Nú, þú vildir skera hann upp...
Dópsali 1: Djöfulsins pussa ert þú alltaf Gunnlaugur.
Dópsali 2: Haaaaltu kjafti...
Dópsali 1: Þú klæðir hann þá allavega úr skyrtunni.
Dópsali 2: Hvað heldurðu að ég sé? Einhver hommi?
Dópsali 1: Þegiðu og gerðu eins og ég segi.
Lík: Uhh ugggg.. Gaaa...
Dópsali 2: Moðerfokking djísús kræst. Hann er ekki dauður...
Dópsali 1 (kýlir líkið af alefli): Jú, núna.
Dópsali 2: Ertu brjálaður mannandskoti?
Dópsali 1: Hvað vildir þú eiginlega gera? Keyrann á sjúkrahús?
Dópsali 2: Sjitt sjitt sjitt....

Dópsali 1 bregður hnífnum á maga líksins, en það verk er erfiðara en hann hélt. Sá hollenski er með sterkan magál enda áttann Abflex og notaði það mikið. Í gegnum eiturmengaðan huga Dópsala 1 rennur nú fögur æskuminning af því þegar hann og amma hans – eina manneskjan sem þótti vænt um hann – voru að gera slátur í sveitinni '91. Hann hættir að reyna með hnífnum og horfir dreyminn út í tómið. Þá lýstur niður minningin um pabba hans. Dópsali 1 sér svart og stingur líkið af alefli. Svo brotnar hann niður, óstöðvandi grátur brýst fram eins og stórflóð og blóðugur búrhnífurinn rennur úr höndum hans.

Dópsali 2: Jonni... Jonni minn?
Dópsali 1: Þe... þe... þegjuðu hommi.

Framhald þessarar sögu þekkja allir. Jóhannes og Gunnlaugur drösluðu líkinu niðrá Norðfjarðarhöfn og sökktu því. Svo kom helvítis kafarinn og rústaði plottinu. Þetta liggur í augum uppi. 
---
Nýjasta nýtt á Dr. Gunna Topp 5 listanum – smellið hér og hlustið á ósköpin...
Búdrýgindi - Ósonlagið. Ný snilld frá stolti Kópavogsbúa. Fæst í betri gæðum á rokk.is. Sjáið strákana í slag við ellismellina í Rokkbræðrum í PPPP eftir viku.
The 80s Matchbox B-line Disaster - Mister Mental. Nýtt lag frá þessum "íslandsvinum". Sá þetta videó á brettinu og hljóp af mér nokkur kíló af æsingi. Það er ekki oft sem eitthvað almennilega almennilegt kemur í tækið, maður er þetta að reyna að æsa sig yfir Pink og Outkast, en þegar eitthvað almennilega almennilegt kemur fær maður vítamínssprauta í rassgatið. Flott videó (þeir eru með stóra hausa sem springa í endan).
Bubble Puppy - Hot Smoke & Sassafrass. Hippa/bílskúrspönk frá Texas. Komu þessu eina lagi á Topp14 í USA 1969 og teljast því réttilega vonnhittvonder. Grúví lag – þarf að láta Sigurjón setja það á Skonrokk.
Numbers - Driving Song. Æsilegt tölvupönktríó frá San Fransisco. Þetta er af plötunni "Life" (2002), en mér skilst að það sé komin ný plata. Minnir mig rosalega á japönsku tölvupönkgrúppuna The Plastics.
Mu - Afro finger. Smá trommheila hás noise pönk í lokin frá Mu, dúett skipaður Maurice Fulton og japönsku konunni hans, Matsumi Kanamori. Platan heitir "Afro Finger and Gel" og ætti að vera til á hverju geðsjúkrahúsi. Magnað helvíti.

14.02.04
Guðbergur Bergsson skrifar æðislegan pistil í Fréttablaðinu í dag og tjáir sig þar um hið funheita málefni lýtalækningar. Guðbergur skrifar m.a.: "En hvað eru kvenprestar að skipta sér af lýtalækningum. Er þjóðkirkjan svo andlaus að hún hafi ekkert annað til málanna að leggja en hneykslun vegna yngingar úr einnota sprautum? Hvað sagði hún og hennar lið þegar presturinn var á veggmynd í biðskýlum strætisvagna með hvítt slím út munni, eins og vændisdrottning sem auglýsir færni sína við munnmök? Var presturinn að auglýsa altærisgöngur með því að láta oblátur leka út úr sér? Nei, Hann auglýsti Cherrios í morgunverð." Ferskasti rúmlega sjötugi karlinn í bænum, hann Gubbi.
---
En talandi um strætóskýli þá má sjá mitt fallega andlit og stælta líkama í strætóskýlum um allan bæ þessa dagana – "Skjár 1 - aldrei sterkari". Ég var í sundi áðan og stútungskarl sagði við mig: "Noh, þú bara í sundskýlu?", sem ég fattaði bara ekki hvað ætti að þýða fyrr en seint og um síðir. Ég á að vera svona wrestling-gaur í auglýsingaherferðinni, en það var ekki til neinn alvöru búningur svo mér var troðið í kerlingasundbol og látinn gretta mig eitthvað.
---
Við siglum annars inn í 3ju seríu Popppunkts í kvöld og í fyrsta leik mætast Brain Police og Spaðar. Það er nú ansi farið að saxast á stórböndin, en við eigum alveg að geta haldið þessa seríu og þá næstu án þess að þurfa að leita til algjörlega obskjúr hljómsveita sem enginn veit hver er. Fimm fyrstu leikirnir eru komnir á hreint og um þá má fræðast með því að ýta á hausana á okkur Felixi hér að ofan.

12.02.04
"Íslenskur hommi vinnur Eurovision í Danmörku" er fyrirsögn sem vakið hefur mikla lukku síðustu dagana. Nú er spurning hvort DV fylgi þessu eftir með fyrirsögnum á borð við "Hannes hommi Hólmsteinn með fyrirlestur í kvöld"...?
---
Veit einhver um almennilega ensk-íslenska / ísl-enska orðabók? Er svoleiðis til? Ég á 1976 útgáfuna og hún tottar ekki beint úreltan gölt. Þar má finna orð eins og "Flunkeyism (Dyndilmennska)" og "Oyster-woman (Ostrusali (Kona))" og fleiri í þessum nytansama dúr.

11.02.04
Sit nú sveittur við að semja fjóra fyrstu Popppunktana í þriðju þáttarröðinni, en þeir verða teknir upp um helgina (tveir fyrstu á föstud. kl. 18 og 20), PPPP3 og 4 á laugard. kl. 16 og 18. Mæting sirka hálftíma fyrr ef fólk vill fylgjast með þessu læf. Hljómsveitirnar sem keppa hafa nú víxlast lítillega frá því ég skrifaði um þetta síðast, en samkvæmt nýjustu upplýsingum eru fjórir fyrstu leikirnir svona:

1. Spaðar - Brain Police
2. Rokkbræður - Búdrýgindi
3. GusGus - Apparat
4. Sú Ellen - Atómstöðin
---
Dr. Gunni, hljómsveitin, er með átak í gangi og að byrja að rifja upp stuð og síðast en ekki síst að kynna Stóra Hvell, sem var loksins auglýstur þegar platan var komin á 1499 kall í Blómavali (þar sem hún er líklega ennþá). Við erum að spila í kvöld í Menntaskólanum við Sund ásamt Jan Mayen, Búdrýgindi og 200.000 naglbítum: Allt saman mögnuð bönd. Við fáum ekki krónu fyrir enda rennur allur aðgangseyrir í að styrkja einhver lasin börn held ég. Maður hlýtur þá að vera búinn að gera góðverk febrúarmánaðar. 
---
Athyglissjúkt hvítt hyski – það voru ekki mín orð – en lýtaaðgerð Ruthar Reg (og mömmu hennar) þykja ægileg "skilaboð" til kvenna. Væru það sambærileg skilaboð til karla ef Megas eða Insol færu í svipaða yfirhalningu? Held ekki. Minnimáttakennd kvenna og eilíft píslarvættahlutverk túlkar þetta sjúka sjónvarpsefni sem "skilaboð" í staðinn fyrri að sjá þetta með réttum augum: Þetta er fríksjó. Ef einhver meðtekur einhver "skilaboð" út úr þessu sáraumbúðasjói þá er hann geðveikt grey, eða krakki sem hefur fengið ömurlegt uppeldi. Mér finnst það allavega. Ef ég hefði 12 ára farið á fríksjó í Laugardalshöll (segjum að það hafi verið fríksjó á einhverri heimilssýningunni) og séð þar grindhoraða konu í búri eða mann sem gat blásið út á sér augunum, þá hefði ég ekki "fengið skilaboð" og hlaupið heim og viljað vera grindhoruð kona í búri sem gat blásið út á sér augnum. 16:10

07.02.04
Ég er farinn að sakna þess að vera ekki með útvarpsþátt til að spila allskonar músikk í graut, Alætu-stæl. Er kominn með svo mikinn kláða í puttana að ég ætla að brydda upp á minimalísku netútvarpi hér á síðunni – þ.e.a.s. að netvæða Topp 5-listann hér að ofan. Sjáum til hvort nokkur kæri mig. Listinn er á RAM-formati sem þjappar til andskotans en er samt í ágætum gæðum. Hægt er að hlusta með Real Audio. En hvað er svo á alþjóðlega Dr. Gunna Topp 5 listanum þessa vikuna (þ.e.a.s. vikuna sem byrjar á mánudaginn)?

The Elastik Band - Spazz. Algjört þönder þetta lag, brjálað 60s bílskúrspönk með asískum áhrifum og léttum Captain Beefheart áherslum. Ef þetta kæmi út í dag væri þetta ferskara en flest, en lagið kom út 1967 á hinu virðulega Atco merki og meikaði auðvitað engan sens, hvorki á vinsældarlistum né annars staðar. Sveitin gerði nokkrar smáskífur en gufaði svo upp. Þetta lag er úr Nuggets-boxinu, hinu fyrra.

Zoot Woman - Gray Day. Franskt tríó með stíliserað retró syntapopp. Þetta er fyrsti singull af annarri plötunni, gefin út hjá Wall of Sound. Einn þessara gaura er Les Rhythmes Digitales sem hefur spilað á Íslandi, ef mig minnir rétt.

Savath & Savalas - Colores sin nombre. Scott Heron kallar sig líka Prefuse 73 sem er tilraunahipphopp, en hér kallar hann sig Savath og Savalas er söngkona sem hann kynntist á Spáni. Platan heitir Apropa't, gefin út hjá Warp (merkið tryggir gæðin). Ljúft latíntilraunapopp – gott í frostinu.

Scissor Sisters - Laura (Simone). Skærasystur eru frá New York og gera nú allt vitlaust með diskóútgáfunni af Pink Floyd-laginu Comfortable Numb. Eitt það fyndnasta sem ég hef heyrt í seinni tíð var í heddfóni á bretti í ræktinni þegar Einar Ágúst stoppaði Pink-floyd-kóverið í miðjum klíðum og sagði að "svona gerðu menn bara ekki". Gott að Pink Floyd, sú pussulega hljómsveit, á verðugan verndara á Íslandi. En Skærasystur eru kúl og þetta lag er fyrsti síngullinn þeirra (á undan CNumb).

Pink - If God was a DJ. Vel samið píkupopprokk sem gott er að svitna við í ræktinni. Mörgum (les: Sigurjóni Kjartanssyni) finnst Pink ógeðslega ljót, en ég tek nú bara ofan þegar svona ófríð og slöttí og þybbin stelpa nær jafn langt. Hún gæti auðveldlega tekið að sér aðalhlutverk í næstu John Waters-mynd. Áfram Pink!

Hlustið á ósköpin hér. Næsti skammtur að viku liðinni.

06.02.04
Mér líst ágætlega á að þessi John Kerry verði næsti forseti Bandaríkjanna:

Hann lítur út eins sambland af Lindu McCartney og Paul McCartney (samt ekkert líkur Stellu McCartney) og konan hans lítur út eins og Elísabet Jökulsdóttir. Heiminum ætti að líða betur með þetta fólk í Hvíta húsinu. Reyndar skiptir ekki máli hver tekur við af erkifíflinu GWB og Jesú-óandi mannhaturshyskinu hans, plastpoki fullur af mannaskít eða hræ af hænu væru t.d. betri kostir en hann. Mannhelvítið er hreinlega óþolandi.
---
Við erum að setja saman hvaða 16 hljómsveitir/lið taka þátt í næsta Popppunkti og þetta er að taka á sig mynd. Í fyrsta leik keppa Gusgus og Brain Police, sá næsti er Spaðar - Apparat og sá þriðji að öllum líkindum Búdrýgindi - Rokkbræður, en í Rokkbræðrum eru þrír af fyrstu kynslóð rokkara; Stefán í Lúdó, Þorsteinn Eggertsson og Garðar sem var í Gosum og Tónum. Ættu að verða magnaðir þættir allt saman. Svo erum við með bönd eins og Sigur Rós, Brunaliðið, Naglbíta og Sú Ellen á kantinum og fleiri. Reyndar eru allir voðalega spenntir að fá að vera með nema Þorvaldur í Todmobile sem vill það alls ekki. Hálfglötuð afstaða hjá karlinum og ljóst að Tott verða ekki með, sem er svo sem í lagi mín vegna. Blúsmenn Andreu koma þá bara í staðinn. Þá hefur verið reynt að fá Bubba í keppnina frá upphafi, en hann alltaf farið undan í flæmingi, líklega er honum illa við að tapa eða eitthvað. Las það að Egó stefndu á kombakk og því væri nú við hæfi að Egóið byrjaði kombakkið í PPi. Ég segi bara svona.
---
PP á morgun er annars dúndurskemmtilegur og spennandi. Egill Helgason snýr aftur á Skjáinn í liði Stöðvar 2 sem mætir Ríkissjónvarpsliði. Með Agli eru Eva Bergþóra og Jói úr Ædol, en Ríkið sendir fréttahaukana Ara Sigvaldason, Hlyn Sigurðsson og Loga Bergmann. 13:58

05.02.04
Keypti íbúð í gær. Stórglæsilega villu á Arnarnesi á milli Eyþórs og Kalla í Pelsinum. Nei nei, bara 120 fm á Dunhaga. En ég stefni á Arnarnes. Eða allavega Álftanes.
---
Korn? Var nú ekki hægt að fá eithvað skárra en það drepleiðinlega unglingabóluþungarokk? Jæja, það verður allavega gróði á þessu og þá má kannski tékka á White Stripes eða Pixies, sem mér dettur nú bara svona sí svona í hug.
---
Skilur einhver hvað hann er að segja þessi sem talar íslensku fyrir Andrés Önd í Sjónvarpinu? Nei mér datt það í hug. Algjörlega glötuð talsetning og hreint og beint hneyksli!

04.02.04

Ú la la! Gerði góð kaup í Skífunni, Laugavegi: The Complete National Geographic 1888-1998, 31 CD-Rom í veglegum eikarkassa á hlægilegu verði: 2499 kall! The National Geographic var löngum eini vettvangurinn til að sjá "villt" konubrjóst í þágu vísindanna og því vinsælt blað meðal Amríkana fyrir Playboy. Þetta er eðalblað og myndirnar einar saman geta stytt manni stundir tímunum saman. Að vísu er þetta CD-Romm-kjaftæði uppgötvun dauðans og algjör Trabant og mesta maus að fletta í gegnum 110 árin, en ég tel þetta engu að síður kaup ársins, só far!
---
Finnst eins og fréttir hafi snúist um eintóma nauðómerkilega atburði síðustu dagana. Óli grís verður að éta það sem úti frýs og verður voða kaldranalegur einhvers staðar í skíðaferðalagi í Aspen með ríku konunni. Virðist sem Davíð hafi ekki viljað bjóð'onum á glataðan fund, en Davíð, sem alltaf tekst á lúmskan hátt að lítillækka samferðamenn sína, yppir bara öxlum. Allt vaðandi í skákskýringum á þessu athæfi eins og einhverjum sé ekki drullu sama. Í Amríku rífur píkupoppari lepp af brjósti af kellingu sem er ári yngri en ég og þá ætlar allt að verða vitlaust. Eða kannski varð ekkert vitlaust, heldur er kynnt undir þessu stórmáli í fjölmiðlum eins og um heimssögulegan atburð hafi verið að ræða. Gúrka. 15:38

02.02.04
Góðan daginn! Eru ekki allir í stuði?! Jæja, má ekki vera að þessu. Farðu og fáðu fullnægingu eða láttu þér verða illt í augunum... 08:35

30.01.04
Nú hefur einhver mannaskítur sem kallar sig Gorgeir tjáð sig á hinum stórkostlega besservisseravef malefnin.com um engan annan en mig. Manngarmurinn er reyndar svo reykhöfða að erfitt er nákvæmlega að sjá hvað hann er að meina – t.d. veit ég ekkert fyrir utan hvaða stúdíó það er svona kalt. Ég er helst á því að hér sé gamli eineltingurinn Gulli loksins kominn á netið og alveg blár úr öfund og leiður yfir því að ég sé ekki slefandi inn á Kleppi. Nokkrir taka undir með Gorgeiri en aðrir taka upp hanskann fyrir mig svo úr verður voðalega skemmtileg og frjó umræða eins og jafnan vill verða þar sem fólk sem lifir gefandi og innihaldsríku lífi kemur saman og tjáir sig á yfirvegaðan og djúpþenkjandi hátt. Ég verð nú að upplýsa þetta aumingjans fólk um það að ég er næstum því dauður úr elli, nýorðinn 38 ára, og svo nautvitlaus að ég get varla opnað túnfiskdós, með gáfnarvísitöluna 126 samkvæmt eina greindarprófinu sem ég hef nennt að taka. (Ókei, það er kannski ekki nóg til að komast í Mensa, en alveg nóg fyrir mig). Drekktu svo drullu í helvíti djöfulsins nafnlausa bleyðan þín.
---
Stóri hvellur var víst í 7. sæti á hlustendalista Xins. Viðunandi svo sem, þó þetta sé náttúrlega langbesta platan. Ef maður hefði nú vitað af þessari kosningu hefði verið hægt að vísa héðan á hana. En jæja...
---
Tókum upp 2 spinoff PPPP í gær og verður sá fyrri að vanda á dagskrá Skjás eins kl. 21 í kvöld. Rithöfundar og gagnrýndur takast á í rífandi spennandi slag. Fulltrúar verða: Didda, Hallgrímur Helgason og Einar Kárason á móti Þorgerði úr Kastljósi, Páli Baldvini (Hólmsteins-skelfi af Stöð 2) og Eiríki Guðmundssyni úr Víðsjá. Urðu menn nokkuð æstir vegna spennu og keppnisskaps og flugu skeytin á milli eða í mig, dómaragarminn. Fínn þáttur, og ekki verður sá seinni síðri.
---
Hefi nælt mér í kvef af því að nota mér þjónustu Lauga í gær. Eins og alþjóð veit eru Laugar stórglæsileg íþróttamannvirki í Laugardal á vegum World Class og í flesta staði stórmagnað helvíti. Eitt af trompum staðarins er að maður getur brugðið sér í sundlaugar Laugardalshallar og lét ég slag standa í gær og ákvað að tékka á þeim valkosti. Hlakkandi til þess að leggja mig í heita-potts-bleyti lagði ég upp í hina löngu ferð, á sundskýlu einni fata í 9 stiga frosti. Tók nú við píslarganga eftir gaddfreðnum trévinnuplönkum og var ég til skiptis næstum dottinn á hausinn eða kalinn á iljum. Einn kaflann þurfti að ganga á freðinni mold, en svo tók við kafli þar sem undirlendið var þakið salti sem stakkst í iljarnar. Þá þakkaði ég mínu sæla að hafa misst tilfinningu í iljarnar sökum kala. Þarna baksaði ég á skýlunni drjúga stund haldandi mér í tréverkið fyrir allra augum í tækjasalnum. Þegar ég loksins kom að helvítis sundlauginni tók enn á ný við saltbreiða, en með sælustunu krypplingaðist ég oní hlandvolga laugina og þaðan í pott. Þar gat ég vitaskuld ekki slappað af því mig kveið svo fyrir bakaleiðinni og var jafnvel að spá í að hringja á leigubíl, en hætti við af því ég var ekki með veskið á mér. Tók loks á mig rögg, skakklappaðist til baka og kom lemstraður og kaldur í sturtuklefann. Ég ætla rétt að vona að Björn í WC ætli sér eitthvað að bæta "aðgengi" þarna á milli því þetta helvíti reyni ég ekki aftur fyrr en með hækkandi sól og hef þá sandala með mér.
---
Frétt-Norðurljós-Skífan...? Hmm..? Nokkrar gagnrýni gætti nú alltaf því sagt var með réttu að útvarpsstöðvar Norðurljósa væru duglegri að spila Skífudót en annað dót, og Popp-tv sömuleiðis. Svosem ekkert skrýtið við það, en vissulega vantar ákveðna breidd samhliða þessum viðskiptastíl. Vona að Fréttablað og DV falli ekki í sömu úrkynjun – þ.e.a.s. fjalli eingöngu um dót sem Skífan gefur út eða flytur inn, eða bara um það hvað Stöð 2 er með á dagskrá. Ákveðin hætta á að batteríið verði ansi anal og sjálfhverft, en kannski ekki. Anal viðhorf mun aldrei "ná utan um allt þjóðfélagið" og kafna í eigin hring(amyndunar)vöðva. Hef reyndar heyrt að Óttar Felix í Sónet ætli að kaupa Skífuna, en sel það mun ódýrar en ég keypti það, en líklega væri best að losa stærsta plötuaðila landsins úr úr þessu dæmi.
---
Hinn ágæti fréttamaður Fjalar (eða Jimmy Nail eins og ég kalla hann) var að sögn rekinn fimm mínútum eftir einn Ísland í bítið þáttinn. Í þeim þætti var Vala Matt gestur og minntist eitthvað á þáttinn sinn á Skjá einum. En ég sel þetta reyndar ekki dýrar en ég keypti það, heldur gef það.
---
Þýska mannætan fékk 8 ár sem mér finnst nú frekar mikið, enda í fullum rétti með kjöt sem hann drap sjálfviljugt. Hinir þýsku Jónar Steinarar hljóta í standa í röð við að verja "frelsi" mannætunnar, enda ríkið með þessum dómi greinilega að leggja siðferðislegan dóm á val einstaklingsins. 12:05

29.01.04
(Skúbb:) Nú hafa þær fréttir borist að Baggalútur sé að færa út kvíarnar og ætli að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, í útvarpi. Enter, Númi og kompaní byrja á Rás 2 á mánudaginn klukkan fimm. Er þetta augljóslega gert til að fylla upp í tómarúmið sem HHauksson skyldi eftir sig. Húrra fyrir þessu!
---
Annars er Popppungs-upptaka í dag kl. 18 og 20 (mæting hálftíma fyrr), með öli, pítsu og tilheyrandi. Líklega eru einhver sæti laus í áhorfendastúkunni. Við erum að taka upp seinni "spin-off"-þættina tvo, Rithöfundar-Gagnrýnendur og Ríkissjónvarpið-Norðurljós. Þess má geta að í þeim leik snýr Egill Helgason aftur á Skjá einn. 12:23

28.01.04
Rúv hefur löngum sýnt sitt besta stöff eftir 10 fréttirnar, t.d. Sópranos og Ali G. Þetta var hábölvað á meðan maður var í morgunútvarpi, en skiptir varla máli í dag, enda farinn að duga fram yfir Jay Leno, ef maður nennir yfirhöfuð að horfa á þann öfga-hægriþátt. Nú á að byrja að sýna aðra þáttarröð snilldarþáttanna The Office, sem fengu Glóba-verðlaun um daginn. Rúvarar vita af verðlaunum og setja þáttinn á præmtæm, sem er blómstrið eina. Gleðin byrjar miðvikud. 4. feb, kl. 21:15.

---
Jæja, það kom aððí: íslenska við-erum-svo-inn-í-okkur-álfar-í-lopasokka-plínk-plonkið þykir ekki það kúlasta lengur, allavega ef eitthvað er að marka Pitchforkmedia, sem hingað til hefur verið með apann á púlsinum. Bætist íslenska plonkið við feitan lista af því sem ekki er lengur heitt að fíla, en annað á þeim lista er t.d. New York-retró-kúl (Strokes, Yeah Yeah Yeahs osfrv. eru úti) og Síðhært aparokk (Kings of Leon eru kaldir). Mér sýnist að nú sé kúlast að fíla beitt og nútímalegt r&b, enda eru nýju lögin með Outkast, Britney, Basement Jaxx og Kelis hressandi. Maður færi næstum að hlusta á FM957 ef það væru ekki svona mörg glötuð lög inn á milli og ef kynnarnir væru ekki alveg svona hressir. Nei ég segi bara svona. En það er gott ef það er gott. 14:18

27.01.04
Falleg mynd í tilefni dagsins:

Cher og Teether.

26.01.04
Svefnvenjurnar eru ennþá afbrigðilegar þó ég sé hættur að vera Zombie. Sofnaði í gær út frá þessum Golden Globe leiðindum en í svefnslitrunum finnst mér eins og Lufsan hafi sagt mér að Leoncie hafi hringt í mig. Afskrifaði þetta sem fjarstæðukenndan draum þegar ég vaknaði í morgun. Beið mín þá ekki email frá snillingnum og tel ég upplýsingarhlutverk þessarar síðu það mikið að ég birti bréfið, enda ekki á hverjum degi sem það koma email frá alvöru legend:
Sæll og Blessaður Gunnar
Ég vildi bara segja, "ÞAKKA ÞÉR KÆRLEGA FYRIR AÐ HUGSA VEL TIL MÍN  UM DAGINN 13 JANUAR 2004 í fréttablaðinu,OG MINNAST Á MITT NAFN Í SAMBANDI VIÐ
HVITRA ÍSLENSKRA TÓNLISTARVERÐLAUNIR og það eru Staðreyndir.
Hínir eru eilifðar með Fýlu, Fordóma, Kynþáttamismun og  Mikillmennskubrjálæði.
Svo........hafðu það gott og Farsælt í Framtiðinni.
                            Kær Kveðja............Icy Spicy Leoncie.

25.01.04
Hef lesið bók og séð mynd og hefur hvorutveggja verið gert skil á sérstakri menningarafurðasíðu.
---
Ég hef löngum verið hrifinn af Frankie Valli (& The Four Seasons) enda eiga þeir lög eins og "Big girls don't cry", "Can't take my eyes off you" á samviskunni. Líkt og önnur "square" bönd lentu þeir í kreppu þegar hipparnir tóku yfir með sína "dýpt" og pælingar. Frankie og félagar brugðust við með "The Genuine Imitation Life Gazette", sem ég er einmitt með undir geislanum as ví spík, gleymt og grafið meistaraverk sem ætti næstum að vera þarna uppi með Sgt: Peppers og Pet Sounds. Nei ég segi það kannski ekki. En allavega snilld.
---
Stór dagur í sögu fjölskyldu minnar í gær þegar aldraðir foreldrar mínir fluttu af Álfhólsvegi í ellimannablokk í Reykjavík. Þau höfðu búið í Álfhólsvegsraðhúsinu síðan 1961 og ég 24 fyrstu ár ævi minnar. Það var því með kæfðu snökti sem maður bar gamla dótið út í bíl til að senda á nýja staðinn. Jú jú, þetta er bara hús, en minningarnar eru þarna á hverju strái og ekki óalgengt að mig dreymi staðinn ennþá. Upp á háalofti fannst rugguhestur úr tré og í frábæru ástandi. Dagbjartur Óli fær hann auðvitað og svona veltur þetta líf áfram mann fram af manni, ný börn í gömlum ruggustólum þar til við drepumst öll og sólin brennur út. Nei andskotinn. Maður gæti alveg látið væmnina ná yfirtökum og þá er nú betra að finna sér tilgang og hamast á honum og gleyma hinu, tilgangsleysinu og því, dauðanum... Tilgang t.d. eins og þann að ná sér niðrí kjörþyngd með hundleiðinlegu átaki, kaupa megrunarbækur og low carb stangir, og hanga sveittur og við það að drepast í Ræktinni. Fékk auðvitað sjokk á vigtinni síðast og á fitustuðlinum sá ég að ég er bara orðinn "obese" eða offitusjúklingur. Og ég sem bjó að þeirra sjálfsblekkingu að ég væri bara svona "aðeins yfir". Mér finnst nú offitukvarðinn frekar víður og það væri betra fyrir sjálfsmyndina ef komið yrði upp aðeins fleiri flokkum en þessum þrem (normal / yfir kjörþyngd / offitusjúklingur), t.d. mætti skipta offitusjúklingum í fimm flokka: hjassi, fitubolla, loftbelgur, fjall, heimsálfa, til dæmis, og væri ég því hjassi samkvæmt töflunni, en ekki óbís. En þetta er rosalegt. Nú gengur allt út á low carb þetta og low carb hitt. Ég dansa auðvitað með og háma í mig harðfisk, egg og sviðasultu í flest mál, að ógleymdum kjöflykkjunum og rjómasósunni. Nei ég lýg því.
---
En það er allt að gerast. Við búin að kaupa rosa fínt pleis á Dunhaga, en þessi íbúð hér á Vesturvallagötunni til sölu. Hér má fræðast betur um þessa glæsilegu íbúð. 17:57

24.01.04
Zombie safnið hefur tekið til starfa. Opið allan sólarhringinn.

23.01.04
Þá hefur Zombie sagt sitt síðasta og er það vel. 2. febrúar byrjar Tvíhöfði og þá getur maður verið heima á nærbuxunum og haft að náðugt undir hressum þætti. Tel það frekar góð skipti, enda laga ég mun betra kaffi en þetta vélakaffi uppá Höfða. Geiri á Goldfinger kom í þáttinn í morgun og var allur hinn athyglisverðasti. Geiri virðist gull af manni og svona traustur bangsi. Ég bara trúi því bara ekki upp á hann að hann sé að fara illa með stelpurnar, enda hefur maður svo sem ekkert heyrt af því og allt tal um einhverjar skjálfandi Liljur 4-ever í vinnu hjá honum ekki trúlegt. En hvað veit ég svo sem. Geiri hyggst opna alsherjar klámbúllu, eh sorrí, erótíska verslun, þar sem Vegas var og hét á Frakkastígnum. Auk þess að bjóða upp áþetta hefðbundna verður í fyrsta skipti á Íslandi boðið upp á rúnkklefa, eh sorrí, gægjuleikhús. Kvenmaður eða karlmaður mun glenna sig á hringsviði, eh sorrí, sýna listrænan dans, og allt í kring verða klefar sem fólk í ástarbríma mun geta æxlast við sjálft sig, ónónerað á gólfið eða í tissjú sem Geiri sagðist ætla að bjóða upp á. Ég trúi nú varla að þetta muni fá að starfa án feykilegs umtals og sjálfsagt munu Femínistar og fólk úr Krossinum fjölmenna full af heilagri reiði. Ljósmyndari DV mun svo eflaust tjalda fyrir utan til að sjá hvaða prestar og alþingismenn fara inn. Sjálfur er ég fylgjandi svona fyrirbæri eins lengi og sá glennti vill glenna sig fyrir aur og sá sem rúnkar vill borga fyrir það. Það er líka mun snyrtilegra að hafa þurfandi einmana sálir á einum stað, en kannski fitlandi við sig í strætó eða fyrir utan gluggan hjá manni. Geiri var alveg til í að ráða mig til starfa, en þó ég sé hættur í Zombie held ég að ég sé ekki orðin það örvæntingafullur – ennþá allavega. Ef ég væri ekki ég væri kannski allt í lagi að liggja þarna á hringsviðinu og glenna sig eitthvað – veit það ekki, held maður hafi ekki nógu mikla sýniþörf til að sleikja glerið nautnalega og putta sig í rassgatið fyrir framan einhverja og einhverja bakvið skyggð gler, kannski landsþekkta menn og konur, Hannes Hó, nei ég nefni engin nöfn. Geiri sagði að þetta væri hálftími vinna og hálftími pása og svona einhvers staðar á milli 1000 og 2000 kall á tímann. Held maður reyndi frekar að komast að í Póstinum ef manni vantaði vinnu. En annars held ég nú að Geiri stórtapi á að vera með karla í hringnum, ég sé allavega ekki fyrir mér að konur streymi í klefana, en veit aftur á móti að karlar munu taka þessi fagnandi og flykkjast á svæðið. Geiri hefur ekki ákveðið nafn á staðinn ennþá, en ég sagði honum auðvitað að hann mætti nota mína hugmynd: Bláa höndin. Hann ætlar að hugsa málið. 
---
Áhugafólk um graða gamla mússikk ætti að athuga þennan vef, og hér er annar sem sérhæfir sig í DIY-pönki frá gamla tímanum...
---
Tók fund með ónefndum milljónamæringum í gær varðandi PPPP-spilið. Það mál er farið í sérstaka spilanefnd en spilið mun koma út næsta haust (ef heimsendir kemur ekki fyrr). Sé fólk með einhverjar pælingar og hugmyndir varðandi PPPP-spilið er gestabókin tilvalinn vettvangur til tjáningar. 16:35

21.01.04
Jæja bara 2 dagar eftir af Zombie. Gott gott. Ástþór Magnússon kíkir kannski á morgun.
---
Kokkur eru hress í minn garð og allra gjalda verður, huh!
---
"Alvöru" Popppunktur byrjar 14. feb en við vitum ekki alveg hvaða bönd verða með. Það skýrist nú bara, en ætti að verða magnað, enda fúlsar ekkert band við að koma í Popppunkt. Í næsta spinoffi keppa leikstjórar á móti leikurum og er það aldeilis þrifalegur þáttur. Leikararnir eru Gunnar Hansson, Dóra Wonder og Eggert Þorleifsson, en leikstjórarnir eru krem de la krem: Óskar Jónasson, Hilmar Oddsson og Friðrik Þór Friðriksson.
---
Hei, ekki eipa...

19.01.04
Hér er komin mjög vönduð grein um mig, eða mig í næstu vídd kannski.
---
Ég ætla núna að vaska upp.

18.01.04
Maður spyr sig stundum af því hvaða heilaleysingjar ráða ríkjum hjá markaðssviðum olíufyrirtækjanna. Daginn eftir að Atlantsolía pumpar út síðast dropanum hækka þríhöfðar sitt, en lækka svo aftur í snatri þegar bolurinn æsist og nálgast dælurnar æpandi og gólandi með logandi kyndla og heykvíslir. Gat enginn séð siðleysið við þetta fyrir? Ég stóð mig að því á dögunum að eiga leið hjá olíusjoppu á Smiðjuvegi sem er í eigu Þríhöfðans. Ég var með tóman tank og þökk sé Atlantsolíu var þarna ódýrasta bensínið í bænum á boðstólum afþví Atlantsmenn voru með sína stöð í nágrenninu. Mér leið eins og Júdasi þegar ég fyllti tankinn af Kolkrabbablóðinu, en lofaði í hljóði að versla framvegis við Atlantsmenn og aðra sem koma hér inn í staðnað og súrt fákeppnis og samráðsumhverfi með ódýrari valmöguleika. Eins og t.d. snillingarnir hjá Iceland Express. Þar keypti ég miðann minn til Glasgow (eða London og svo með Easyjet áfram). Auðvitað er þetta óðsmannsæði að fljúga út og suður, en maður verður nú bara að láta hné fylgja kviði í þessum málum. Enda kostaði ódýrasti miðinn til Glasgow 75kall hjá Icelandair þegar ég athugaði en Expressið kostar 25kall og algjör óþarfi að láta Icelandair taka sig alltaf í þarm ef maður sleppur við það. Nú vantar bara samkeppni á Bandaríkjaflugið, en hef ekki komið auga á neitt lágfargjaldaflugfélag sem á leið þangað. Lesendur leiðrétti mig ef þeir vita annað.
---
Kalli Bjarni Kalli Bjarni? Vá hvað þetta kom á óvart. Út er komin platan Kalli Bjarni hermir eftir nokkrum heimsþekktum stjörnum: Bono! Feiti kallinn í Commitments! Tom Jones! Siggi Kjötsúpa! Herbert Guðmundsson! Já... Kalli Bjarni nær þeim öllum! Fæst á næstu bensínstöð. Skífan.
---
Ekki nenni ég nú að taka undir væl velflestra um þessa blezuðu Íslensku tónlistarverðlaun, um að þetta sé ömurlegt og hundleiðinlegt og drasl. En auðvitað er þetta hundleiðinlegt prógramm og alltof snobbað og asnalegt svo ég nenni því greinilega. Jæja allavega. Þurfti að vera þarna aðeins bakksteis enda átti ég að afhenda Tómasi Err verðlaun fyrir djass með Degi B Eggerts, eða JFK-Íslands eins og ég kalla hann. Dagur er auðvitað jafn sjarmerandi in ðe fless og á myndum og verður vonandi forsætisráðherra einn daginn, þ.e.a.s. ef þjóðin vill einhvern tíman hafa öðruvísi forsætisráðherra en froðufellandi skaphund. Þarna á bakvið var klassíska liðið uppstrílað í kjólum og smóking með hljóðfærin sín og svo Mínus-strákarnir sem héldu sig nálægt fríbúsinu. Mjög gaman að sjá bassafantinn í Mínus í ermalausum bol svo skein í ókláruð tattúin á boldangs upphandleggjum nudda öxlum við músarlegan blokkflautuleikara og menningarlegu konuna hans Bjössa Bé og Krumma væflast um lotinn og síðhærður í hlébarðaskyrtunni eins og hver annar Stebbi Gríms við hliðina á Sigrúnu Eðvalds og dýru fiðlunni. Fögur sýn enda er Mínus mesta rokkband landsins og það fríðasta síðan Ham voru og hétu. Held ég verði bara að vera sammála Bó um að árið 2005 verði Mínus orðnir heimsfrægir. Þeir unnu auðvitað plötu ársins en önnur úrslit voru svona og svona: Skil ekki alveg hví Ragnheiður Gröndal fékk björtustu vonina og enn síður afhverju væmna lagið sem hún syngur þótti besta lag ársins. Stebbi Hilmars mátti alveg fá söngvaraverðlaunin mín vegna en þessa Eyvarar-histeríu er ég ekki alveg að ná. Ég er kannski sá eini á landinu sem fell ekki í trans og fá gæsahúð þegar hún rekur upp gól? Og var ekki líka óþarfi að stela hárgreiðslu Öldu Bjarkar? Það eina góða við Eyvararæðið er að strákarnir í 12tónum sem gáfu Krákuna út eru í góðum málum, en þeir eiga auðvitað allt gott skilið. 10:01

12.01.04
Það bregst ekki að þegar ég fer á brettið í ræktinni að ömurlega hljómsveitin er í sjónvarpinu. Söngvarinn er verulega krípí, með svona kolsvört augu og þannig andlitisfall að hann gæti verið illi bróðir Péturs í Ding Dong eða eitthvað skyldur dúkkunni Chucky. Með honum eru einhverjir tattúveraðir Kalla Bjarnar í rokkuðum hnakkagöllum. Svo sjást einhverjir hrafnar fljúga út úr mynd í svona hallæris tölvugrafík. Var lengi að spá í hvaða helvíti þetta væri, en nú veit ég að þetta er The Rasmus sem spilar á Íslandi í febrúar. Mæti nú varla á það frekar en Sugababes. Lagið sem þær gerðu upp úr GaryNuman laginu var reyndar kúl. Varð nú fyrst til hjá einhverjum bútleggara, held ég. Ætli maður fari nokkuð á gigg á Íslandi fyrr en White Stripes, ef þau koma. Maður heyrir alltaf eitthvað um það, svona óljósar fréttir og sögusagnir. Á annars miða á ellihruman Brian Wilson að spila Smile í Glasgow í byrjun mars og hlakka óskaplega til. Þetta er svona eins og að hafa tækifæri til að sjá Mozart. Er annars með tussulegt drullukvef og ekki til stórræða. Ætli maður hafi sig þó ekki í Zombie í fyrramálið enda síðustu forvöð fyrir mig að sjá um morgunþátt. 17:15

10.01.04
Heyrði í Pálma Gestssyni hjá King Kong og hann var að tala um að það væri hjákátlegt að sjá miðaldra karlfauska eins og mig vera að dissa Spaugstofuna, þó hann skyldi svo sem þótt yngra fólk væri með kjaft. Kannski er þetta alveg satt hjá Pálma og kannski ætti maður bara að halda kjafti og byrja að hlusta á miðaldatónlist – gró öpp eins og sagt er. Í þessum Birgittu Haukdal-knúða Ædol-slefandi íslenska nútíma, sem manni finnst líkjast fjallaþorpi í Noregi meir með hverjum deginu, andlega séð, fer manni að líða eins og Trölla sem stal jólunum ef maður minnist á að eitthvað sem meirihlutinn rífur í sig af áfergju eigi nú ekkert sérstaklega upp á manns eigið pallborð. Kannski er svona attitjúd ekki "sæmandi manni á mínum aldri" og svo sem einföld leið að hamingjusömu lífi – en kannski ögn heiladauðu – að tjá sig bara um það sem mér finnst æðislegt og ignóra hitt. Eða kannski sé bara best að snúa sjálfan sig niður og skipta um skoðun, já játa það bara að mér finnst Spaugstofan frábær og eina alvöru stjórnarandstaðan á landinu. Ha? Já, maður má nú fá hland fyrir brjóstið þegar maður heyrir að Pálmi er greinilega hálf svekktur yfir manni. Ekki vill maður nú hafa  frímúrara og haglabyssueiganda á móti sér. Áfram Spaugstofan! Áfram Ædol! Simmi og Jói eru frábærir! Meira meira! Ég er læknaður! Ég er bolurinn.
---
Í einum flokki í tilnefningunum í ÍTV finnst mér sérstaklega illa hafa skipast á listann, en það er í flokknum "bestu lög ársins". Þar eru lög sem fáir hafa heyrt (fyrir utan Kvaraskí lagið) en "lag ársins" finnst mér að eigi að vera lag sem maður heyrir eftir 10 ár og þá verði manni ósjálfrátt hugsað til árins í fyrra. Auðvitað ætti lag ársins að vera annað hvort Ást á pöbbnum með Leoncie, Open Your heart eða Evróvísa með Botnleðju. Og í framhaldi af þessari pælingu langar mig að opinbera Topp 5 listann yfir 5 mestu stuðlög nýliðins árs:

Outkast - Hey Ya
Beyoncé - Crazy in love
Kylie Minogue - Slow
Electric Six - Danger! High voltage
The Darkness - I believe in a thing called love 13:10
---
Skúbbóðir blaðamenn gátu ekki hamið sig lengur og fréttin er farin í blöðin: Zombie hættir um næstu mánaðarmót og ég sný mér að Dagbjarti og Popppunkti. Þegar ég sagði Sigurjóni frá því ég vildi hætta í nóvember var útlitið svart, hvern átti hann að fá í staðinn? Þetta varð hálfgerð klemma, en sólin reis og besta lausnin var handan við hornið: Jón Gnarr vildi ólmur komast aftur í útvarpið, enda að eigin sögn búinn að týna lífi sínu sl. 2 ár en hefur fundið það í dag. Niðurstaðan er því pottþétt: Tvíhöfði fer aftur í loftið í kringum 1. feb og er það tilhlokkunarefni því á hátindi ferilsins sló sá þáttur út öllum öðrum í æðislegheitum. Ég sé því fram á hugljúfa morgna við tölvuna í stuttubuxum með eðal kaffi hlustandi á Tvíhöfðann minn. Velkominn aftur!
---
Ég hætti við bíóið enda Ædol-partí hér í gærkvöldi. Mér fannst nú ágætt að Ardís skyldi detta út enda þurr og ellileg söngkona. Minnti mig alltaf á Önnu Vilhjálms ("Fráskilin að vestan"). Ég veit að Karl vinnur þetta og ætla því í bíó næsta föstud. Svínasúpan var miklu betri en fyrsti þátturinn. Fimmauarabrandarar í deluxe útgáfum í bland við aðeins dýpra stöff. 06:48

09.01.04
Hannes Hólmsteinn og Michael Jackson voru allsráðandi í gær í sjónvarpinu. Tvö frík í vörn. Vinnsluaðferðir Doktorsins í góðu lagi mín vegna enda nenni ég ekkert að lesa þessa bók hans. Í mesta lagi að maður slefist í gegnum Laxa. Aldrei vitað önnur eins læti þótt menn skrifi lélega bók. Michael var skerí as sjitt. Ég vildi ekki mæta þessari hauskúpu í dimmu sundi hvað þá að vera tólf ára og vakna upp við hliðina á honum. Held hann sé nú ekkert að nudda sínum lim utan í krakkanna. Er örugglega hvorki með lim né kynhvöt. Samt aldrei að vita. Þori ekkert að fullyrða um það. En er ekki nóg fyrir kallgarminn að lúlla með einhverju af þessum þrem börnum sínum? Geðveikt dæmi. Eiginlega tekur það út geðveikinni í kringum milljónamæringinn Howard Huges. Ævikvöldinu eyddi sá útúrgeðveikur og vellandi margbilljóner á hæð í Las Vegas með bakteríufóbíu á hæsta stigi og umkringdur mormónum sem sáu um öll hans mál. Hann var grindhoraður og léttur sem fis og með hvítt hár og skegg eins og vitringurinn í Lord ofðeRings þegar hann drapst. Nú er Michael víst búinn að safna um sig hjörð herskárra múslima og þróunin á hans líkama er martröð líkast. Mikið hlakkar mig til að lesa æsandi ævisögu Michaels með öllum dörtí díteilunum. Ég held svei mér þá að engin slík bók sé til. Aftur á móti fullt af bókum til um Hughes. Kannski verður Michael að drepast fyrst. Spurning þó hvort einhver skrifi bók um Hannes. Einhverja aðra en þessa hér, þ.e.a.s.
---
Eyja vikunnar er Juan Fernandez, en hér strandaði karl í denn og er saga hans fyrirmyndin að Robinsó Krúsó. 16:29

08.01.04
Hérna má sjá auglýsingu fyrir bjórtegund þar sem Ísland er í öndvegi. Kannski ekki á þann hátt sem Jón forseti sá fyrir sér (var hann ekki hommi?) heldur á þann hátt sem Flugleiðir hafa notað, s.s. að hér séu 6 graðar kellingar á hvern karl. Nokkuð spaugilegt allt saman, sérstaklega það að bjórglasið kosti 2000 kall.
---
Djöfull er ég orðinn leiður á þessu Davíð Oddsson Baugur bla bla bla væli endalaust. Afhverju fara þeir ekki bara í showdown með afsagaðar haglabyssur niðrá Austurvelli og útkljá þetta í eitt skipti fyrir öll í staðinn fyrir að það sé tönglast á þessu endalaust í öllum fjölmiðlum? Okkur er drullusama um ykkur, heyriði það!!!
----
Sit hér annars sveittur og sem auðveldan Popppunkt fyrir fyrsta spin-off-leikinn: Ríkisstjórnin vs. Stjórnarandstaðan. Sýningar hefjast 17. janúar. 
---
Um helgina munu skúbbast rosalegir atburðir í fjölmiðlaheiminum. Ég sit á mér að skúbba, en verð þó kannski aðeins á undan og mun skúbba þessu máli kl. 23:30 annað kvöld hér á síðunni. Ef ég verð vakandi það er að segja. 14:30

07.01.04
Jú þetta er allt hálfkarað í Laugum enn sem komið er. Neikvætt: Engin aðstaða til að geyma verðmæti. Engar skóhyrslur og sturtugólf því útsporað. Bílastæði fyrir framan er lífshættulegur brandari. Gufubað hrikalega heitt. Jákvætt: nóg pláss og tæki í fínu standi. Sturtan fín. Þá er bara að bæta sig.
---
Er að lesa Storm e. Einar Kárason. Bók sem rennur vel. Verst að þessi aðalsöguhetjan er ömurlegt fífl. Maður bíður með öndina í hálsinum og vonar að hún fái makleg málagjöld, sem hún gerir örugglega ekki ef ég þekki Einar Kárason rétt. Aumingjadýrkun.
---
Góðir menn í kjötinu í Hagkaupum. Gáfu mér fullan poka af ísmolum áðan.
---
Loksins drattaðist ég á nýjan veitingastað. 16:36

05.01.04
Hrafn G var pínkulítill og talaði með svo sannfærandi rökum fyrir því að þessi mynd hans væri æðisleg að ég var farinn að trúa því. Kannski nóg að sjá hana aftur til að þau rök falli um sjálf sig. Við Sigurjón allavega nenntum ekki að vera í miklu skítkasti á kallgreyið, enda er gaman að svona fríkmönnum eins og honum, þó snilligáfan sé kannski heillum horfin.
---
Fór og tók á í Laugum og þurfti þá endilega að lenda í flasinu á Jón Ársæli sem er að gera þátt um gaurinn sem á þetta. Jón fékk mig til að sýna á mér spikið og hnykkla vöðvana.
---
Ég ætlaði að vera voða sniðugur og kaupa mér hræódýran miða hjá Iceland Express en það er búið að vera server too busy hjá þeim síðan kl. 2. Ég held algjörlega með þeim. Vantar að komast til Glasgow í mars og fer nú frekar til London á 14kall og þaðan til Glasgow með Ryanair á 3kall heldur en að fljúga með Bláu höndinni (eða hvernig sem hún er á litinn núna) á 135kall. Já ég tékkaði á "lægsta verði" til Glasgow og fyrst fékk ég 75.000 en síðast fékk ég 135.000... Húrra fyrir frjálsri samkeppni! 14:15

04.01.04
Þá erða bara blessaður Zombie í fyrramálið, eða ZB eins og við getum kallað hann, fyrst Kaupþing Búnaðarbankinn heitir KB núna. Þess má geta að HRafn Gunnlaugsson mætir í viðtal um 8:30 og ætli maður verði ekki á nálum við að móðga ekki karlgreyið fyrir þetta nýjasta sorp sitt.
---
Þess má geta að Popppunktur er kominn í frí, en ekki langt, því hann byrjar aftur 17. janúar. Þá verður fyrsti af 4 "spinoff"-þáttum. Aðal PPinn – eða PPIII – hefst svo 14. febrúar. Ætli það verði ekki svo bara PP-spilið fyrir næstu jól. Nóg að fokking gera! 20:01

02.01.04
Hvað er að Ríkissjónvarpinu? Fyrst bjóða þeir manni upp á versta skaup nútímans (sem mér sýnist vera einhugur um í samfélaginu að hafi verið drasl) og bæta svo biksvörtu ofan á svartnættið með þessu hrútleiðinlega heimavideói Hrafns Gunnlaugssonar sem hann og Davíð halda örugglega að sé ægileg ádeila sem muni vekja miklar umræður í samfélaginu. Hvílíkt leiðinda sorp! Ég held að engin hafi nennt að hanga yfir þessu nógu lengi til að verkið verði hitamál. Engin mun einu sinni nenna að væla undan því þótt myndin hafi fengið meiri styrki frá Ríkinu enn það kostaði að framleiða hana. Við hjónin gerðum okkar besta til að tolla yfir þessu en gáfumst upp eftir sárgrætilega langar 30 mínútur og snérum okkar að öðru sjónvarpsefni. Djöfull er ég viss um að biðröðin eftir miðum á þessa kvikmynd í Háskólabíó muni ná út á bensínstöð (he he) – hvaða geðveiki er það að fara með þetta drasl í bíó daginn eftir að þetta var sýnt í sjónvarpinu? Æi ég nenni ekki að velta mér upp úr þessu. Ég ætla rétt að vona að Svínasúpan vekji aftur hjá manni trú á íslenskt grín.
---
Gott að norski Hobbittinn vann vorldpoppædol. Ég hélt með honum. Gaman að sjá þessa amerísku druslu verða fýldari og fýldari eftir því sem á leið og hún sá að hún myndi ekki vinna. Hvað ætli heimurinn verði annars lengi að fá leið á að horfa á krakkabjána syngja gamla (og oftast leiðinlega) poppstandarda? 2 ár? 3 ár? Held ég fari að halda með hinum smælandi Jóni í íslenska ædol fyrst Njálulónerinn er dottinn út. Vona að sjóarinn detti út í kvöld, hann er einhvern veginn of sigurviss.
---
Ég er orðinn hundleiður á þessum skítuga snjó sem liggur yfir öllu eins og drulla. Maður kemst ekki einu sinni út að labba með Lufsann. En þrátt fyrir mikið tuð í dag er ég í fínu skapi. Komið 2004 og svona. Til hamingju með það. 11:06

01.01.04
Skaupið var svo lélegt að maður hefði eiginlega frekar vilja fá þátt með Spaugstofunni. Og það er lélegt. Annars var þetta eiginlega bara eins og Spaugstofuþáttur, margir gamlir brandarar (brosið á Halldóri Ásgríms - kommon!) og sömu leikararnir að herma eftir sömu leiðinlegu alþingismönnunum og syngjandi fyrirsjáanlegt revíudrasl. Við vorum þarna sex í svaka partýi að glápa á þetta og eftir svona 2-3 sketsa var ljóst hvert stefndi. Það hló engin upphátt. Ég brosti einu sinni. Við vorum alveg brjáluð. Sleggjan talaði um að höfundar Skaupsins væru landráðamenn sem ætti að senda úr landi. Þeir ættu allavega ekki að semja fleiri skaup. Á pappírunum bjóst maður nú alveg við að Guðmundur Steingrímsson (fínar pislar í Fréttablaðinu), einhver auglýsingagerðargaur og Gunnar Helgason (jæja) gætu gert snarpt og skemmtilegt skaup (enda nóg að fokkings gera á árinu), en svo var þetta ömurlegra en allt ömurlegt og einhvern vegin samið eins og til að höfða bara til 50 ára og eldri. Það var allavega niðurstaðan þegar hringt var út í bæ til að kanna viðbrögð, fólk yfir 50ugt fannst þetta "fínt", aðrir voru brjálaðir. Í gvöðanabænum ekki fá Ágúst Guðmundsson til að gera þetta aftur, alltof silalegt hjá karlinum og lopinn teygður endalaust. Friðrik Þór vildi fá að gera næsta skaup sá ég í blaði og það gæti orðið athyglisvert, en annars er Óskar Jónasson snillingurinn í gríninu sbr. síðustu 2 skaup. Í stuttu máli: Skaupið er leiðinlegasta skaup allra tíma. Mannhatursskaup Guðnýjar Halldórs voru m.a.s. snilld við hliðina á þessu andskotans drasli. Ég er ennþá brjálaður út af þessu!!!
---
Maður er dauðhræddur við ægivald fjölmiðla og þess vegna bregst ég við með hraði þegar Mikael hringir og heimtar kjallaragrein í DV. Ekki vil ég lenda á lista yfir ofmetnustu menn landsins eins og Hallgrímur (sem ætti að semja skaup en ekki ofvirki fokking bróðir hans). Hér er nýjasta kjallaragreinin, hér er sú fyrsta. Annars er fólk út um allan bæ dissandi nýja DV hægri vinstri og segjandi að þetta sé eitthvað rusl (eins og vinir mínir á Baggalúti eru alltaf að væla um) og þessi fýlupoki þarna sem var með Fréttir comm sem segist ekki skilja blaðið. Ég segi nú bara fyrir mig að þetta er langskemmtilegasta blaðið í dag. Hressandi fréttir og alltaf með puttann á púlsinum. Maður les þetta blað allavega í gegn en flettir því ekki bara eins og hinum blöðunum. Hvað er Mogginn annað en flett? Jú jú, það má svo sem sökkva sér oní margt í Lesbókinni ef maður er í menningarlegu stuði og ég neita því ekki að maður verður að fletta þessu í gegn og það sama má segja með Fréttablaðið, en það er nú bara vegna þess að ég er fréttasjúklingur. Þetta nýja Tímarit Moggans er enn ein pappírssóunin í að segja frá borðbúnaði og rauðvíni, ég get ekki ímyndað mér að nokkur hafi gaman að því nema flugfreyjur. Kannski allt í lagi að þær hafi eitthvað að lesa. En DV: besta blaðið og einfaldlega snobb að halda öðru fram. 10:33 

Hér er gamla árið