TOPP 5! 34. vika: Buck 65 - Devil's eyes / Brian Eno - Some of them are old / Eilert Pilarm - In The Ghetto / Supersystem - Born into the world / Franz Ferdinand - Do you want to    ELDRI LISTAR
25.08.05
Vondu nördarnir hjá Google hafa sett fram ókeypis forritið Earth sem er ansi massíft heimskort. Maður getur svifið um jörðina og látið sig svífa ofan í bílaumferðina í New York og þaðan til Tonga eða eitthvað. Nokkuð glæsilegt hjá þeim en mun eflaust fara batnandi. Núna eru Bandarískar stórborgir betri en annað. Svo er örugglega stutt í að heimurinn allur verði í boði læf. Maður situr heima hjá sér og svífur í tölvunni heim til sín og kíkir inn um gluggann hjá sér og skoðar sjálfan sig að skoða sjálfan sig skoða sjálfan sig... Þá fyrst verður gaman að vera til, eða þannig.
---  
Samt galli á þessu Earth forriti að leitarorðið "Kopavogur" skilar engri niðurstöðu! Eflaust bara tímabundinn galli hjá þeim.
---
Jón Gnarr toppar sig í leiðindum í Fréttablaðinu í dag. Ef hann skrifaði þetta þá. Finnst líklegra að Jóna Hrönn miðbæjarpresturinn hafi skrifað þennan mærðarlega vælupistil. Ég vona samt að Jón hafi ekki alveg tapað húmornum þótt hann hafi fundið Jesú. Tvíhöfði birtist víst aftur á Stöð 2 í kvöld. Vona innilega að Sigurjón hafi ekki gerst trúaður líka. Margir spyrja sig hvort hægt sé að vera trúaður vísindamaður (rétt svar: Nei), en það má líka spyrja hvort hægt sé að vera trúaður grínisti.
---
Ég vil samt hafa þann vara á þessu bloggi að ef svo ósennilega vill til að Guð er til og ætlar eitthvað að fara að hegna mér fyrir þetta á hinsta degi að þá var ég bara að djóka og trúði á hann allan tímann. Ókei?

24.08.05
Annars virðist Dús Bígaló Europian digalo vera algjört rusl. Meira að segja Ebert hefur sjaldan verið svona neikvæður og gefur myndinni O. Vilji menn karlagrín um kynlíf os.frv. virðist The 40 year old virgin vera miklu betri kostur. Sú mynd er að fá fína dóma  (sjá / hér). Reyndar leikur hann í þessu sýnist mér gaurinn sem lék í hinni almisheppnuðu amerísku útgáfu af The Office, en gefum honum séns.
---
Hér hefur einhver tekið saman þegar erlendar stjörnu gera sig að fífli í japönskum auglýsingum. Mæli sérstaklega með Michael Jackson.
---
Lufsan sá hinn hæfileikaríka Robb Snæder á Leifsstöð. Þrír ljósmyndarar tóku á móti honum. Lufsan heldur því fram að Robb hafi verið ljótur og asnalegur. Sjálfur sá ég Vigdísi í Melabúðinni.
---
Menn hafa á orði að Össur sé orðinn hressasti pólitíski-bloggarinn og það er alveg satt. Hann er með þrumublogg um Geir Haarde í líkamsrækt. Meira svona, minna kjaftæði!
---
Nýjasta hugmyndin hjá Lufsunni er að kaupa í nýju strandhverfi í Garðabæ. Keyrði þarna í gær og þetta leit nokkuð flott út allt saman. En samt... Garðabær? Hvað hefur komið þaðan af viti? Mér dettur ekkert í hug nema eðalbandið Jonee Jonee. Lufsan sagði að ég væri þröngsýnn og fastur í fortíðinni þegar ég nefndi þetta. Best að vera jákvæður...
---
Hallgrímur Helgason og þetta lið er alltaf að mjálma yfir því hvað 101 R sé æðislegt. Veit það ekki. Jú jú kannski. Svona fyrir utan mávana og rónana. Samt sér maður miklu fleira fólk í Smáralind eða Kringlunni en niðrí bæ, þannig séð, ef það er einhver mælikvarði á gæði umhverfis. Lufsan fór í Iðu og sá mann á nærbuxunum, með fráhneppta útælda skyrtu á einum sokki væflast fyrir utan.
---
Sit hér annars alveg stjarfur að skrifa 9 Popppunktsþætti sem teknir verða upp á næstunni. Konan á bílnum komin í skóla og ég heimavinnandi. Dagbjartur á leikskóla á milli 8-15.30 svo það er vinnudagurinn minn. Nokkuð gott bara. Skil ekki þetta endalausa vinnubrjálæði í landanum. 48 tímar á viku er víst normið. Er ekki í lagi? Ókei, kannski þarf að vinna fyrir öllum ofurjeppunum sem fólk er búið að planta undir rassgatið á sér. 
---
Joe Cocker er auglýstur upp sem "besti hvíti soul-söngvarinn". Ég vil nú ekki vera með nein leiðindi en er þetta ekki eins og að segja að "besti dvergvaxni körfuboltamaðurinn" sé á leiðinni?

22.08.05
mynd. Hún var sæmileg. Sá líka Silvíu Nótt. Hún var að gera eitthvað Skjás eins plögg eins og við Felix. Popppunktur í loftið á ný 4. sept. Silvía aftur í gang í lok sept. Svo var ég að enda við að glápa á eitthvað best of úr þessum Lost þáttum sem ég hef aldrei séð áður. Gott að taka 20 þætti á 3korter. Nú getur maður horft á restina af þessu en er búinn að spara sér 20 tíma gláp.
---
21.08.05
Alltaf það sama á sunnudögum: Vinaleg áminning til lesenda um að hlusta á Tónlistarþátt Dr. Gunna í dag kl. 16 og svo kemur Topp 5!


Buck 65 - Devil's eyes: Kanadískur fyrrum tilrauna-hipp hoppari, en núna smá Tom Waits í honum. Besta lagið af nýjustu plötunni hans, "Secret House against the world".


Brian Eno - Some of them are old: Áður en Sonic Youth komu á svið á Nasa á miðvikud var fyrsta sólóplata Enos, Here Come the warm jets, spiluð í heild. Mögnuð plata og langt á undan sinni samtíð (1974). Annars var giggið gott, Sonic mun agaðri og skemmtilegri en í þessi tvö skipti sem ég sá þau (New York 14/7/1989 - Hér spiluðu líka Mudhoney, Laughing Hyenas og barnabandið Old Skull. Ég man smá eftir barnabandinu og að Sonic voru leiðinleg. Og San Fransisco 31/10/1990 - man bara að það var ekkert skemmtilegt. Kannski var ég bara þunnur.) En ég var mjög sáttur við Sonic núna. Gömul og góð!


Eilert Pilarm - In The Ghetto: Sænski Elvisinn! Ertu til í smá geðveiki!?


Supersystem - Born into the world: Bandarískir og minna á LCD Soundsystem, !!! og svo framvegis. Af nýrri plötu sem er nokkuð góð.


Franz Ferdinand - Do you want to: Nýja lagið frá væntanlegum Íslandsvinum (2. sept). Hér er dúddinn sem bandið er nefnt eftir.
---
Svo má benda á tvo staði á alnetinu sem bjóða upp á mússikk: Heimasíða Kania Tieffer, belgíska kvennatríósins sem er að gera allt vitlaust, og á heimasíðu Shitmat eru 100 Rolf Harris rímix. Kan jú teik it, pönk, kan jú? Að lokum: Nokkrar flottar myndir frá ferli Eyþórs Þorlákssonar gítarleikara.

17.08.05
Mannleysan Brian Jones var víst ægilega góður sundmaður. Því var það skrítið að hann hafi drukknað í sundlauginni sinni. Nú er að koma í ljós að iðnaðarmaðurinn hans drap hann. Púff, þessir iðnaðarmenn! Nei nei. Fínt lið.
---
Brasilíumaðurinn sem breska löggan skaut átta sinnum í andlitið var víst ekkert svakalega dularfullur heldur bara að flýta sér í lestina. Vá bömmer fyrir stressuðu lögguna sem skaut hann.
---
Er Davíð Oddsson geðveikur í hefndarhug með lögguna og lögin í vasanum? Eru Baugsmenn svakalega geðveikir svindlhundar? Þessum spurningum verður svarað í fréttunum í svona ár í viðbót og sitt sýnist hverjum. Æðislegt. Þeir eru góðir, mjálmar láglaunafólkið, skítapakk hrópar Sjálfsstæðisflokkurinn sem vill versla í Nóatúni. Æi ég veit það ekki. Rússland? Jú bett. 
---
Mér skilst að Sonic Youth hafi verið geðveikir og æðislegir í gær. Enn eru til miðar á giggið í kvöld og ég ætla að skella mér.
---
Þurrkað lambakjöt, einskonar íslenskt beef jerky, er komið á markaðinn frá Fjallalambi á Kópaskeri og heitir Græningi. Ég mæli með því. Gott að tönglast á þessu og maður styrkir landsbyggðina um leið.

15.08.05
Æði langt er síðan ég fór í bíó. Ástæðan er einföld: Ekkert nógu gott í boði til að maður leggi á sig það kostnað og erfiði samfara bíóferð. Til dæmis í dag, þá gæti ég valið um þetta:
Herbie: Ertu ekki að kidda mig?
The Island: Í mesta lagi videó-mynd.
The Perfect Man: Hillary Duff!
Batman Begins: Í mesta lagi videó-mynd.
Fantastic Four: Videó í mesta lagi.
Wedding Crashers: Videó.
The Longest yard: Nenni ekki að sjá enn eina hundleiðinlega mynd með Adam Sandler.
Sin City: Bara sýnd á nóttunni. Tek hana á videó.
War of the Worlds: Ég legg það ekki í vana minn að horfa á geðveika trúarofstækismenn. Ég veit líka hvernig hún endar (bakteríurnar). Kannski á videó.
Dark Water: Videó kannski.
Hostage: Karlmannlegt rusl með Bruce Willis.
---
Rotið úrval semsé. Og búið að vera svona í allt sumar. En þetta skánar. Haustið er blessunarlega að skella á. Fyndið til þess að hugsa að sumarið í ár var ein vika.
---
Get huggað mig við að ég tók seinni partinn af Hitleri upp í gær. Kíki á hvað það leiðindagerpi er að vesenast.
---
Hér eru mataruppskriftir í boði Einsturzende Neubauten. Ekki hefði mér dottið þetta í hug þegar okkur í S.H.Draumi var vísað út úr búningsherberginu á Safarí af því Blixa og félagar þurftu að dópa sig með 16 ára bahnhof zoo stelpunum sem þeir komu með sér.
---
Svo er Baggalúturinn kominn aftur, eiturhress og eðlilegur.

14.08.05
Sunnudagur: Tónlistarþáttur Dr. Gunna kl. 16, sneisafullur af eðalstöffi. En nú: Topp 5: Einfarar. Hvað er Outsider music? Fræðimaðurinn Irwin Cushid hefur svarið. Ég skrifaði honum og ætlaði að senda honum Gunnar Jökul, Gissur, Jóhann R. Kristjánsson, GGGunn, Hallbjörn, Gylfa Ægisson, Hjört Geirsson og fleiri snillinga en fékk bara til baka standard bréf þar sem hann segir að vegna þess að hann fái svo margar svona fyrirspurnir víðsvegar að úr heiminum afþakki hann boðið. O jæja. Allavega, hér eru fimm meistarar.


Shooby Taylor - Lift ev'ry voice and sing: Vann í póstinum í Harlem, stamaði og söng "skat". Kallaði sig "The Human Horn".  meira


Pip Proud - Albatross: Ástralskur 60s gaur. Keypti plötu með honum sem einhver fékk lánaða og skilaði aldrei. Minnir endilega að þetta hafi verið langbesta lagið. Magnaður drungi!         meira


Jóhann R. Kristjánsson - Tilfinningar: Meistari sem minnir mig á snillinginn Wreckless Eric. Ég skrifaði smá um hann í Eru ekki allir í stuði: Ekki er hægt að fara frá Austfjörðum án þess að minnast á Jóhann R. Kristjánsson. Hann hafði fundið út að hann gat samið lög og eftir hvatningu frá strákunum í Eglu gaf hann sjálfur út 4-laga 12" plötu um vorið 1982. Platan hét þeim óheppilega titli Er eitthvað að? og þjóðsagan segir að hún hafi fengið stystu gagnrýni sem sést hefur: "Já!!!". 
Jóhann var niðurbrotinn maður og talaði um "viðbjóðslega gagnrýni" -- Gunnlaugur Sigfússon í Helgarpóstinn hafði t.d. skrifað: "Ég kæri mig ekki um að eyða meiru af dýrmætu plássi í þessa vitleysu. Ég vona bara að þetta sé eitthvert meiriháttar grín, því ef svo er ekki er þetta ákaflega sorgleg plata." Þó Jóhann væri á bömmer og að auki stórskuldugur því platan seldist illa, lofaði hann endurkomu og því að "næsta plata verði góð". Jóhann er í dag kennari á Egilsstöðum og hefur því miður ekki ennþá efnt loforðið.
 


Bruce Haack - Song of the death machine: Gamall í hettu svuntaþeysaranna og svipaður fýr og Gershon Kingsley og Raymond Scott. Varla mikið utangarðs lengur enda kvikmynd um hann komin út og tribjút-plata með Eels, Stereolab og vísindakirkjufríkinu Beck á leiðinni. Þetta lag kom út á konsept-plötunni The Electric Lucifer 1972.        meira  myndin


M.A.Numminen - Ei edes Elvis loistossaan: Einn finnskur og góður í lokin. Held hann hafi m.a.s. komið og spilað í Norræna húsinu. Örlí stöffið hans er sérlega spennandi. Hér er lag af Swingin kutsu (1970) – ómþýð og þægileg söngrödd? Ha?    meira
---
= ?!
Sá The Aviator sem er fín þótt hún sé Hollywood-lýgi og ég kaupi ekki hinn smábarnalega De Caprio í hlutverkinu. Hann fór reyndar merkilega lítið í pirrurnar á mér. Þeir hefðu átt að nota fullorðislegri og mannalegri mann til að leika Howard Hughes. T.d. Clooney. Vigdís Grímsdóttir tjáir sig um sögufölsunina hér.

12.08.05
Ó nei! Þeir eru aftur farnir að tala um línuívilnun í fréttunum. Plís...
---
Það eru allir farnir að blogga, rétt einu sinni. Ástsæl eiginkona mín: Lufsan!!!! Helga hans Trausta og annar karlinn (Leó) sem var með Laugarásvideó (besta leigan). Hann er víst búinn að selja sinn hlut en vonandi fara menn ekkert að slappa af samt. Leó segir m.a. frá því þegar hann lék með Hauki Morthens. Á Kleppi. Erfitt að toppa það. Ef Leó stofnar aðra leigu getur hún heitið Vidleó. Hér er svo svaka músiknörd. Ég veit ekki alveg hver þetta er.
---
Annars áttu þeir í Laugarásvideó ekki mynd Louis Malle Ascenseur pour l'échafaud, sem ég las einhvers staðar að væri rosalega góð og ég ætlaði að leigja.

11.08.05
Þegar Írafár byrja að meika það í útlöndum geta þau kallað sig I Ran Far.
---
Fyrsti þátturinn í Popppunkti Stjörnumessu verður sýndur sunnudagskvöldið 4. september. Það verður sérstakur "forleikur" þar sem 4 hljómsveitir keppa um þátttökurétt í Stjörnumessunni. Fjögur lið keppa um 2 laus sæti. Fyrri leikurinn er Brúðarbandið - Nylon, sá seinni Hjálmar - Jan Mayen. Böndin 14 sem bætast svo í pottinn eru Ný dönsk, Rokksveit Rúnars Júl, Geirfuglarnir, Ensími, Ske, Ham, Fræbbblarnir, Í svörtum fötum, Írafár, Papar, Spaðar, Vínyll, Kátir piltar og Milljónamæringarnir... Sem sé (næstum því) öll bestu liðin úr umferðunum þrem sem þegar hafa farið fram og ég get ekki séð annað en það verði ótrúleg spenna í öllum þessum leikjum. Magnaður andskoti.
---
Einu sinni þoldi ég ekki auglýsingu sem endaði einhvern veginn svona: "Fyrir fólk sem hefur vit á osti", kannski vegna þess að ég hafði ekki vit á osti. Nú, í miðaldra hugsunarhættinum sem hellist yfir mig, hef ég lært að meta osta. Keypti osta fyrir stórfé í Ostabúðinni Bitruhálsi í fyrradag. Þ.á.m. svissneskann Emmenthal og hinn hollenska Prima Donna sem slær flestu við í ostakrásum. Þessi ostaáhugi er ekki nýr því einu sinni, svona 1982, datt mér í hug að mennta mig sem ostaspesíalisti. Því miður gerði ég það ekki vegna pönksins. Það væri nú munur ef ég væri þekktur í dag sem helsti ostasérfræðingur landsins. Kæmi kannski einu sinni í viku í Íslandi í bítið og kynnti nýjasta ostinn, svona eins og þarna Einar læknir sem er rauðvínsspesíalistinn. Kannski væri ég búinn að finna upp nýja tegund af osti og væri milljarðamæringur. Kannski er þetta ekki of seint? Hvar verður maður ostasérfræðingur?

08.08.05
Bráðum höldum við Lufsan upp á leðurbrúðkaupið (3 ár). Hún fær leðurstígvél en ég er að íhuga möguleikana:
Leðurbelti
Leðursvunta
Leðurgríma með rennilás
Leðurbuxur
Leðurjakki (Ramones stæl)
eða toppurinn á tilverunni:
Leður lazyboy (svartur)
---
Annars er "Leðurhulsa" eitt fallegasta orð sem til er í íslenskunni.
---
Voðalega var Hitler leiðinlegur gaur, a.m.k. í leikgerðinni í sjónvarpsþættinum í gær. Hvernig komst þetta leiðinlega kríp til valda eiginlega? Jæja, það þarf ekki alltaf menn með mikla útgeislun til að ná langt... George Bush, Halldór Ásgrímsson, Ólafur Ragnar?
---
Jónsi í Sigur Rós er orðinn eins og versti gangstarappari og blótar á Takk. Í "Heysátunni" syngur hann bæði "fjandans" og "andskotann". Hvað næst? Dúettaplata með Árna Johnsen og Sverri Stormsker? Annars eru Sigur Rós í Ástralíu. Hér má t.d. sjá myndir af gigginu þeirra í Sydney.

07.08.05
Sunnudagur og ekki veður til að fara út að hjóla með fjölskyldunni eða gera yfirhöfuð nokkurn skapaðan hlut úti við. Væfluðumst því til Mosfellssveitar þar sem Mosfellsbakarí er staðsett, besta kaffihúsið tvímælalaust. Þaðan í Kringluna til að drepa tímann. Maður nennir nú ekki endalaust í Kolaportið, en ég hef það bakvið eyrað næstu helgi að þau eru með einhvern grænmetismarkað þarna í Mosfellsdalnum og svo eru einhver krútt með tívolísýningu í Hveragerði sem má eflaust kíkja á.
---
Göngufélagið Blómey fór á Heiðarhorn í gær, eða Skarðsheiði eins og það heitir, sem með Akrafjalli er "fjólublár draumur". Var Sigurður Þórarinsson á sýru þegar hann samdi Vorkvöld í Reykjavík? Gaman er að liggja útglenntur í mosa og líka að henda sér á lækjarbakka og sulla í sig ísköldu fjallavatni. Ahh... Ísland er fínt, mar, svo ekki sé talað um Árbæjarlaugina sem var tekin til að hita beinin eftir hnjaskið. 
---
Mig langar til að nota þetta tækifæri til að minna á Tónlistarþátt dr. Gunna kl. 4 í dag - á milli 5 og 6 verða eingöngu samkynhneigðir á dagskrá, þ.á.m. frumflutningur í heiminum á nýrri smáskífu Sigur Rósar, Glósóla. Ha, er það ekki voða flott?
---
Sá nokkra þætti í viðbót af "Wonder Showzen" á MTV og verður að segjast að þetta stöff er geðveikt gott. Mikil ádeila, mikið pönk, mikil sýra. Mæli með þessu og verð snöggur að fá mér dvdið ef það kemur einhvern tímann. 
---
Tónlistamaðurinn Caribou var að svara mér spurningu um hvaða lög væru á tour mix cd sem hann gaf út. Sagðist vilja spila á Íslandi. Innipúkinn 2006? Caribou er með eina alþéttustu plötu ársins só far, The Milk of Human Kindness.
---
Ef þú nennir ekki að bíða eftir Takkinu með Sigur Rós má "stríma" plötuna hér (í boði Scenestars mp3-bloggsins). Það er líka eitt lag á þessari plötu með textanum "Ég er sæljón". Það verður þó ekki af strákunum skafið að þeir eru unaðslegir og platan miklu skemmtilegri en ( ) þótt hún nái kannski ekki Ágætis byrjun, enda hafði sú plata nýjabrumið með sér. Eins og send af himnum og englarnir gráta í bleikfjólubláu skýji ástarinnar þegar jökulbreiðan rennur fram í lostafullum takti með þroskaheftum manni sem hefur skitið í sig (sýnishorn úr væntanlegum dómi í útlendu blaði).

06.08.05
SS pulsur (SS pulsur – "ekki fyrir skítuga útlendinga") og hnefaleikafélag Árna Johnsen kynna með stolti: Topp 5 – Hinsegin og hýr í tilefni dagsins.


Glen Meadmore - Do me: Eini kristni og hýri kántrí-pönk tónlistarmaður heimsins. Jello Biafra sendi mér plötuna Chicken and Biscuit ('87) og var þetta lag mjög vinsælt í partíium upp úr því. Byrjaði jafnan kvöldið og setti tóninn. Veit annars mjög lítið um þennan tónlistarmann.


Esquerita - Sweet Skinny Jenny: Er þetta ekki glæsilegasti poppari sem þú hefur séð? Samtímamaður Little Richard og sláandi líkur á marga vegu, spilaði á píanó, gólaði rokk og lúkkaði hreint geðveikt með kerlingasólgleraugu og eitt geðveikasta dú sem um getur.


Skatt bros - Walk the night: Skatt Bros voru Village People með bullandi standpínu. Eða eins og segir í texta þessa lags: "He's got a rod beneath his coat / gonna ram right down your throat / make you grovel on the floor / spit, bump, and scream and beg for more". 


Riton - Killing an arab: Gamli Cure-slagarinn fær sílikon. Af annarri plötu Englendingsins Riton, "Homies and Homos".


Jayne County & The Electric Chairs - Fuck me: Gamla pönkamman og kynskiptingurinn Jayne (áður Wayne) rekur lestina með úrvals hommapönki. If you don't want to fuck me baby, baby fuck off.
+

Extra extra! 60 ár í dag síðan nokkrar Kanar í flugvél drápu nokkur hundruð þúsund Japana og því kemur hér glimrandi góður 80s slagari (sem er náttúrlega líka gay).
OMD - Enola Gay
---
Í tilefni dagsins langar mig að segja skemmtisögu af hinum karlmannlega Steina sleggju, sem sló í gegn með horn sitt í DV og Herði Torfasyni, trúbador. Steini var húsvörður í Austurbæ þar sem Hörður var að halda tónleika. Um daginn var Hörður að sándtékka eins og vera ber, en Steini var við karlmannleg störf og var í hnéhlífum að því tilefni, svona hnéhlífum eins og iðnaðarmenn nota. Þegar Hörður mætti á svæðið og mætti Steina á hnéhlífunum varð trúbadornum að orði: "Það er naumast að það er tekið vel á móti manni".

05.08.05
Fór í Nexus í dag. Athygli vakti að annar hver maður var að kaupa hausinn af Svarthöfða. Sjálfur keypti ég blaðið hans Hugleiks, Very nice comics, sem ber nafn með rentu fyrir utan að nokkur strippin hafa þegar sést í Grapevine. Keypti líka bókina hans Ómars (sem er hættur í Kvarasí (eða: Bandið er hætt (eða allavega þangað til kombakkið verður 2011)) og þarf því væntanlega á peningunum að halda) um Óla píku. Hér er dæmi úr þessari þéttu bók:

---
Skrapp á Þverfellshornið í 5 skipti í sumar. Það er segin saga að þessi 3 tíma ferð þýðir 2 kílóum minna á vigtinni. Brjálaðist nefnilega í gær, tók gott gigg á Ruby Tuesday og kórónaði svo gleðina með því að slátra Chubby Hubby dollu með konunni. Ben og Jerry eru alveg að gera sig og Chubby Hubby er viðurstyggilega gott og bara 1320 hitaeiningar dollan. Varð því að skokka á Esjuna til að ná striki í hinu eilífa aðhaldi. Hætti ekki fyrr en ég er orðinn venjulegur, normal, þ.e. bæði hættur að vera óbís og of feitur skv. hinni heilögu BMI töflu. Er ennþá óbís skv. þessari fasistatöflu, þ.e. bmi-ið mitt er 31.4 en um leið og ég fer undir 30 er ég bara of feitur en ekki óbís líka. Þess má geta að þegar mælingar hófust og átaksverkefnið var bmi-ið 35.4. Alvenjulegur og í engu frábrugðinn öðru fólki verð ég svo einn góðan veðurdag eftir sirka 2 ár þegar ég fer undir 25 bmi-ið. Það er nauðsynlegt að hafa eitthvað að stefna að. Göngufélagið Blómey stefnir svo á Heiðarhorn á morgun og má fastlega búast við að það púl skili sér í 1-2 kg til viðbótar, þ.e. ef ég læt ísdollur vera í kvöld.
---
Fyrir utan að missa 2 kg á Esjunni samdi ég líka nýtt lag sem gengur undir vinnuheitinu "Ó nei, ég er á forsíðunni á DV".
---
Annars er megrunarkjaftæði á bloggsíðum vitaskuld hundleiðinlegt og ég bið forláts.
---
Sigur Rósar Takkið er komið á Soulseek, eða meirihlutinn af því. Léttara stöff heyrist mér, eða  svona sirka mitt á milli Ágætis og ( ). Lufsan spáir því að þetta sé síðasta plata bandsins. Fyrst kom Ágætis byrjun, svo ( ) og nú Takk, er þá ekki tríólógíunni lokið og bandið á leiðinni að hætta?

02.08.05
Hvaða poppara lemur Árni Johnsen á næstu Þjóðhátíð? Þetta er æsispennandi. Skiljanlegt svo sem hann hafi danglað í Palla og Erp, en Hreim... er það nú ekki eitthvað skrýtið? Fyndið að Árni skuli kalla þetta "misskilning". Hreimur svaka harður í viðtalinu – "Hann hefur ekki beðist fyrirgefningar hingað til" og eitthvað. Æsispennandi.
---
Glatað að allir þessir gaurar með 4 eða 12 millur á mánuði séu yngri en ég. Vekur upp í manni lúseratilfinningu. Afhverju drullaðist ég ekki til að halda áfram í bankanum eða fara í viðskiptafræðina?
--- 
Þess má geta að ég sótti ekki um lóð á Vatnsenda, en hefði auðvitað fengið hefði ég sótt um. Skil ekki hvað allir eru æstir í að byggja (og það á fokking Vatnsenda!), er ekki nóg af húsum sem hægt er að búa í? Eða eru Íslendingar allt í einu orðnir 400 þúsund?
---
Keyrði Jonathan Richman á flugvöllinn í gær og Tommy trommara sem var alveg búinn á því eftir fyllirí með Cat Power kvöldið áður. Fór með Jónatan í Árbæjarlaugina frekar en í Bláa lónið (sem er rusl) og var meistarinn gríðarlega ánægður með Árbæjarlaug (hvernig er annað hægt?). Fór líka með hann á Mokka sem sló í gegn. Mikill meistari og útlit fyrir að hann komi hingað aftur og spili í vor. Aldrei of mikið af honum. Á flugvellinum voru Raveonettes að tékka sig inn líka og ægilega framlág og rokkuð eitthvað. Svona grindhorað lið í pípubuxum með sólgleraugu. Þarna var líka Billy Childish að tékka sig inn, hann ku nokkuð merkileg fígúra þó ég hafi aldrei skoðað hann vel. Hann var víst með eitthvað blúskjaftæði á ljóðahátíðinni. Annars var ég of fjölskylduvænn til að nenna að hanga á öðru kvöldi Innipúkans, sá samt hluta af Heiðu og Elvari (aka Hellvari) sem voru að gera ágæta hluti. Næsta mál á dagskrá er Sónik Júþþ 16-17 ág og Kúpper þann 13. Ekkert að drepast af spennu yfir þessum giggum... Myndi samt frekar nenna á Kúpper held ég, hef séð Sonik þrisvar sinnum og það var alltaf frekar leiðinlegt.
---
Ég þarf endilega að fá mér blaðið Tíbrá-Dulræn málefni. Sérstaklega er ég spenntur fyrir greininni Líf og afkoma huldufólks, en þar skráir höfundurinn Þórunn Kristín Emilsdóttir, "upplifun sína og kynni af verum, sem ekki lifa í sömu vídd og við". Margskonar spurningar vakna í smabandi við álfana, t.d. eru þeir hættir að vera í álfafötum og komnir í eitthvað kúl? Er mikið atvinnuleysi í álfheimum? Hvernig er dagskrá álfasjónvarpsins? Ég er viss um að Þórunn er með öll þessi svör og ég trúi ekki öðru en að álfarnir hafi þróast og séu orðnir nútímalegir. Varla enn eins og einhverjir afdankaðir Færeyingar með rímnakjaftæði og hestarugl.

31.07.05
Það er Tónlistarþáttur á eftir kl. 16 en nú, eftir 2 vikna frí; TOPP 5!:


Jonathan Richman  - I was dancing in the lesbian bar: Það er frábært að Íslendingum sé nú orðin ljós snilli þessa megameistara. Giggið hans á Innipúkanum var vægast sagt tryllingslega skemmtilegt og hér er lokalagið, upphaflega kom það á plötunni I, Jonathan 1992. Sá líka Rass, sem voru skemmtilegir þótt sándið hafi tottað fyrir allan peninginn, Cat Power (gaman að sjá litlu indíkrakkanna stjarfa yfir þessu rugli, einhver hafði á orði að þetta hljóti að hafa verið falin myndavél), Reykjavík! sem voru svínslega lausir í sér en dúndurhressir, Bob Justman sem kann að semja góð lög, Ampop eru Mezzóforte pönksins og gera það vel og Þórir var fínn. Fór heim áður en Mugison byrjaði (fjölskyldan beið í óþreyju eftir húsbóndanum). Í dag er svo meira stuð (Innipúkinn).


Andreas Dorau - Strasse der traume (Dorau Rossknecht Remix): Þýskur indípoppari sem gós vei bakk og átti fyrsta hittarann, "Fred vom Jupiter", 1981. Veit ekki hvað söngkonan heitir, en þetta er eitt af fjórum mixum af nýlegri sínglu. Eðal Can-grúf í þessu.


Hanne Hukkelberg - Little girl: Norsk stelpa, skandópopp sem er 50/50 Cardigans og Architecture in Helsinki. Platan heitir Little Things og er ekki amaleg.


Tommy James & The Shondells - Draggin' The Line: Bartagrúf í þessu. Síðasti smellurinn sem þessir áttu (1971) en þar á undan röðuðu þeir inn hitturum, eðal stöffi eins og Crimson og Clover, Mony Mony og I think we're alone now (sem Billy Idol og Tiffany tóku upp á "arma" sína in ðe 80s). Úrvals stöff og flott dú.


Mice Parade - Warm hand in farmland: Krútt festivalið á Lýsuhóli næstu helgi (sjá götuauglýsingar). Mice Parade er trompið í ermi krúttsins og hér er lag af nýjustu plötu sveitarinnar (sem var aðallega Adam Pierce til að byrja með en nú eru fleiri í bandinu), "Bem-Vinda Vontade".

28.07.05
Það er algjörlega uppselt á Innipúkann. Sprungið. Ætli þetta fari ekki eitthvað stærra næst, eða svona þangað sem Grímur nennir. Hlakka til að sjá þetta stöff. Jónathan náttúrlega alveg sérstaklega enda er það poppari sem maður hefur vitað af og hlustað á síðan 1980 eða eitthvað. Hann verður á laugardaginn og svo á Grand Rokki á morgun líka, kl. 23. Við munum spila 4 ný lög þarna kl. 17:40 á laugardaginn. Vonandi að það verði einhver í húsinu. Svo held ég svei mér þá maður reyni að kýla á eina megahráa plötu fyrir jólin. 
---
Djöfull eru þessar pulsuauglýsingar allar að hræra upp í manni pylsulistina. Annars búinn að vera á landsbyggðinni. Fórum nokkrar fjölskyldur í tjald yfir nótt á friðsælan stað fjærri öllu liðinu í Þjórsárdal. Tók þar mitt árlega fyllirí sem var fínt. Það var svo heitt að hægt var að busla og vaða nakinn í ánni. Hafði líka tvisvar hægðar í kjarrinu sem var frekar klesst ástand. Gott hjá forfeðrum okkar að finna upp klósettin. Í annarri ferð fórum við fjölskyldan um Eyrarbakka, Stokkseyri og svo til Strandarkirkju þar sem kirkjuvörðurinn var með svaka fyrirlestur og röflaði heil öskup. Svo T-bær sem er kaffihús þarna í kríuvarpinu. Fínt fínt. Annars ágætt að þetta rosalega góða veður sé búið í bili. Maður getur ekkert hugsað eða gert í þessum hita.
---
Popppunktur byrjar aftur 4. september (á sunnudögum núna) og verður "STJÖRNUMESSA" í þetta skiptið, "All-stars" ef við værum í útlöndum. Fyrsti leikurinn er sérstakur "forleikur" þar sem 4 hljómsveitir berjast um 2 sæti sem eru laus í PP-STJÖRNUMESSUNA. Miklu meira síðar.
---
Eru Íslendingar ekki, hva, 293.000 eða svo? Bakkabræður keyptu Símann á 67.000.000.000 og því ætti hvert mannsbarn nú að fá 228.668 kall í pósti. Ég gæti alveg notað það.
---
Jæja fokk itt. Everybody Loves Raymond, það eina sem ég nenni að horfa á af úrvalinu í kvöld, er að byrja.

23.07.05
Jú jú einmitt, Tónlistarþátturinn á morgun fullur af gegnsýrðu góðgæti. Annars fór ég og gekk á tvö fjöll í gær (fell öllu heldur), glæsilegt landslag þarna í Hafnarfirðinum, Húsfell og svo á Helgafell. Þriggja og hálfs tíma labb í hrauni og svaka stuð. Glampandi sól allan tímann. Á fimmtudaginn horfði ég á fræðsluþátt um Jungfrau-leiðina í Ölpunum og er að hugsa um að skella mér við tækifæri. Það er einhvað mjög spennandi við svifkláfa og lestir í Ölpunum, eða bara kláfa almennt. 
---
Ferðamöguleikar: Reyna að komast í eins marga svifkláfa og maður getur, taka myndir af því og setja á netið. Eða: Fara á eins marga staði á Heimsmynjaskrá Unesco og maður getur. Hægt er að byrja á Þingvöllum. Eða bara eitthvað!

21.07.05
Er að lesa hnausþykka ævisögu Keiths Moon, Dear Boy. Mikið þrekvirki og stuð. The Who náttúrlega meðal bestu banda samtímans og líka Beach Boys: The Who Boys er því glæsileg niðurstaða einhvers "mash-up"-ara og platan Tales of Townsend and Wilson fæst ókeypis hér.
---
Talandi um línka þá er Eins manns safarí, Fundnar ljósmyndir, Bátavögguvísur ekki verra en hvað annað þótt maður eigi náttúrlega að vera úti í sólinni, ekki hanga inni í tölvu.
---
Sumir virðast alveg missa sig ef þeir fá að rasa út undir dulnefni á netinu. Ég var orðinn svo leiður á nafnlausu skítkastinu að ég tók gestabókina út hérna enda pirrandi að liggja undir rassgatinu á dulbúnum fávitum. Meistari Guðbergur varð fyrir meinlegu skítkasti en mér sýnist það hafa verið tekið út og kúkandi fífl láta Egil Helgason heyra það annað slagið. Svo ekki sé nú talað um hraunverkið á Málefnin eða "kaffistofan á Kleppi" eins og ég kýs að kalla þann umræðuvettvang. Jú jú auðvitað er gaman að vera kjaftfor í leynum. Einu sinni datt ég óvart inn á símtal tveggja kerlinga þegar ég tók upp símtólið, hlustaði á þær um stund en fór svo að klæmast af alefli, eða því alefli sem ég réði við 15 ára hreinn sveinninn. Þetta var unaðsleg útrás og kerlingarnar urðu fúlar. Ég hef því miður ekki haldið áfram að klæmast í kerlingum í gegnum símann (vonlaust verk nú á tímum símabirtana) en ég ætti kannski að skrá mig á Málefnin og byrja að ausa skít hægri vinstri undir nafninu Bruno Ganz II, til dæmis. Örugglega voða gaman. 

17.07.05
Klukkan 16, Talstöðin: Tónlistarþáttur Dr. Gunna. En nú, það sem ég kýs að kalla 

Topp fimm: Safnplötur minninganna

Þetta var fyrir tíma mp3-dánlódanna. Þetta var meira að segja fyrir tíma cd-anna. Ungur tónlistarsveltur ég sótti í safnplötur til að tékka á því hvað var að ske. Helst keyptum á útsölum því plötur voru dýrar þá eins og nú. Ein fyrsta platan sem ég eignaðist er þessi glæsilega plata:

20 pönklög með flestum þeim helstu þó hvorki Clash né Sex Pistols, en allskonar öðru plús nóboddís sem hafa ekki fengið þá pönkreisn æru sem þeir eiga skilið. Ein þeirra er hljómsveitin The Boys sem hér er mætt með slagarann First time.

Önnur frábær mótunarplata er þessi – Business Unusual - sem var einskonar katalók plata fyrir þá miklu grasrótarútgáfustarfssemi sem var í gangi á þessum tíma (1978) - "Gerðu það sjálfur" og allt það. Á fyrri hliðinni var skítapönk úr ýmsum áttum með nóboddíböndum, en á hinni hliðinni var "þróaðra" efni m.a. Cabaret Voltaire og Throbbing Gristle. Sýnishornið er af pönkhliðinni: The Outcasts - Just another teenage rebel.

Enn erða enskt og frá 1978. Guillotine er safnplata frá Virgin Records en á þessum tíma var Richard Branson ekki orðinn milljóner ennþá og gaf út pönk. Það voru ekki nema 8 lög á þessari plötu enda var hún 10" sem þótti nokkuð raríte. Sýnishornið er úrvals kerlingapönk: Penetration - Don't Dictate.

Um 1988 var ég haldinn ástralskri þráhyggju og hélt uppi nokkrum plötubúðum í Ástralíu með því að senda þeim tékka og fá plötur í staðinn. Útgáfufyrirtækið Black Eye var nokkuð sniðugt og gaf út hrákúk eins og þessa safnplötu, Wasted Sausage. Meðal hljómsveita á vegum Black Eye voru Lubricated Goat (sem ég átti eftir að sjá á tónleikum í San Fransisco 2 árum síðar sem voru einna helst eftirminnilegir fyrir það að tveggja metra blökkumaður ætlaði að drepa Grím Atlason), Salamander Jim, Purple Vulture Shit, The Poofters, Real Fucking Idiots og fleiri stórbönd. Tex Perkins (sem lítur út og hljómar eins og Toggi í Rass) virtist vera í flestum þessum böndum (hann er/var líka í Beasts og Bourbon og The Cruel Sea, sem voru of meinstrím fyrir Black Eye og því gefnir út á Red Eye, sem var poppaða deildin). Tilraunabandið Thug slapp þó á Black Eye hrákúkinn og hér eru þessir óbótamenn með sumarsmellinn Fuck your Dad.

Að lokum er það sýnishorn af safnplötunni It's a Kave-in. Á þessum tíma (9. áratugnum) var mikil lenska í safnplötuútgáfu að grafa upp bílskúrsbönd frá 7. áratugnum. Má nefna plöturaðir eins og Pebbles, Back from the Grave og Nuggets - allt saman áhugavert og kúl. Á þessa plötu hér var hrannað einhverjum áströlskum nóboddíböndum og margt skemmtilegt í boði. Til dæmis: The Lebrechauns - Rain, sem eru einhverjir 13 ára guttar frá Melbourne með frumsamið lag. Í bæklingi segir að þetta sé það sem bílskúrsrokkið gangi út á. Sammála. 

15.07.05
Hrökk heldur betur í kút þegar ég sá Peter Jackson 30 kg léttari. Hann mun hafa farið á múslí og jógúrt-kúrinn. Líst annars ekkert sérstaklega vel á þessa King Kong mynd hans enda var það leiðindar api.
---
Baggalútur er kominn með gott og grúví nýtt lúkk sem gleður alla sem flett hafa gömlum dagblöðum.
---

Þessi snekkja kostar 2.495.000 $ – eða 162.175.000 kr. Hvað þarf að selja mörg Bónusbrauð til að eiga fyrir snekkjunni ef sérstakur snekkjutollur (5 kr) hefur verið lagður á hvert brauð? Rétt svar: 32.435.000 brauð. Það eru helvíti mörg brauð! 
---
Annars er blússandi góðæri og örugglega hægt að fá lán fyrir snekkju í einhverjum bankanum. Hér má t.d. kaupa sér eitt stykki snekkju.

14.07.05
Loksins almennilegt veður svo ég fór enn einu sinni á Esjuna (Þverfellshorn). Á leiðinni sá ég gítarleikarann Þórð Árnason í stuttbuxum, ólemstraðan að sjá þótt hann orðið fyrir fólskulegri árás rustans Egils Ólafssonar nýlega. Á toppnum var hins vegar fyrir Haukur Hólm fréttamaður í sinni árlegu Esjuferð. Annars var auðvitað allt vaðandi í liði þarna. Þegar ég kom niður var fjöldi manns að paufast með strák í hjólastól. Mér sýndist ferðin sækjast mjög seint. Þeir voru bara rétt komnir af stað en ætla víst á toppinn fyrir miðnætti. Öryrkinn óstöðvandi kallar hann sig strákurinn í stólnum sem hafði það gott. Að labbinu loknu gældi ég við braðlaukana, fékk mér jógúrtíssmoothie hjá Álfheimaísbúðinni (Penut Butter – megasnilld) og síðan McDonalds máltíð sem ég át eins og hver annar útilegumaður á bílastæði við Húsdýragarðinn.
---
Mikið sem þær nenna þessu þessar femínistastelpur (eða þessi eini sem er send í viðtöl). Nú síðast eitthvað væl um úrkynjunarræfilinn hann Snoop Dogg og meistari Egill iðaði í skinninu að fá hasar út úr þessu. Allt þykir niðurlæging á konum, eins og konur séu upp til hópa þroskaheftar hópverur sem er ekki sjálfrátt og eru hreinlega neyddar til að hrista á sér rassgatið í ófrumlegum myndböndum hjá útúrreyktum saurlífisseggjum. Ef ég myndi hrista á mér rassgatið í nýjasta myndbandinu með Dúkkulísunum væri það þá niðurlæging á körlum? Væri það ekki fyrst og fremst "niðurlæging" sem ég hafði sjálfur kallað yfir mig af því ég hef vilja sem einstaklingur? Þessir femínistar hérna eru með svo kristileg og gamaldags kærleiksgildi að leiðarljósi að það er ekki fyndið. Næstum eins og nunnur en samt að því er virðist beisiklí húmorlaust og leiðinlegt lið sem ég nenni ekki að tala um lengur. Þetta eru aftur á móti almennilegir femínistar. Konur sem fagna því að vera konur og sleppa minnimáttarkenndinni og því að kenna alltaf öllum öðrum um hvar þær standa í lífiinu. 

12.07.05
Gummi í Ske var hinn reffilegasta og tók í nikkuna þegar stuðsmellurinn "Bubbi Morthens" var frumfluttur. Kvöldþátturinn er tekinn upp á daginn en ég verð þarna með lagið og spjallið kl. 22:45 eða svo. 
---
Peningarnir hrönnuðust inn í dag enda Stef að borga út mekanísk gjöld af plötusölu fyrir 2004. Hróplega lélegt upp úr eigin plötum að hafa (dæmi: Abbababb 47 eintök, Stóri hvellur 8 eintök) en Nylonið reddar þessu (7219 eintök seld) og Lög unga fólsins var líka á Pottþétt 35 (4762 stk). Arður af laginu dugar því fyrir rekstrarleiguafborgun af Toyotunni eða svo. Sé að Prumpufólkið hefur verið á einhverju sem heitir Söngvaborg 3 sem seldist í 9000 eintökum (= leikfimisbuxur á Lufsuna + máltíð fyrir fjölskylduna). Ef þú ert að lesa þetta Sigga Beinteins þá væri ég nú alveg til í að fá eintak.
---
Freyr á Rás 2 sagði mér fyndna sögu af Davíð Magnússyni gítarleikara Bubbleflies sem situr í minninu. Davíð hafði misst augað og var með glerauga. Nokkru síðar í partíi voru menn í grettukeppni. Davíð átti sína grettu eftir og fór inn á klósett að undirbúa sig. Var heillengi. Kom loks fram með ekkert auga heldur sáu menn inn í hauskúpu. Þetta var ekki allt heldur girti gítarleikarinn knái nú niðrum sig og tók skaufann út. Var gleraugað komið undir forhúðina og horfði rannsakandi á partíið. Engum datt í hug að halda keppninni áfram.

11.07.l5
Fátt er betra á hjólinu þessa dagana en nýja System of a down platan. Geðveikt góð. Hvenær kemur þetta annars í World Class: Pönkara líkamsrækt? Gummi í Ske hringdi og ég fer í þáttinn hans á Sirkus á morgun að tala um Innipunginn og eitthvað. Frumflyt lagið Bubbi Morthens. Svei mér þá.

10.07.05
Tónlistarþáttur Dr. Gunna í dag kl 16: Allskonar + vönduð umfjöllun um megasnillinginn Jónatan Richman. En nú: Topp fimm – Jonathan Richman special auðvitað:


The Modern Lovers - Road runner: Nauðsynlegt lag. Jonathan er frá Boston og fæddur 1951. Hann varð ga ga yfir Velvet Underground, elti bandið á röndum og fór eitthvað fyrir 1970 til New York til að reyna sig með frumsamin lög. Það gekk ekkert, hann snéri aftur og stofnaði Modern Lovers með mönnum sem síðar áttu eftir að vera í Talking Heads og The Cars. Bandið var undir miklum VU-áhrifum og auðvitað í hróplegri andstöðu við aðra músik á þessum árum. 1970-1973 var fólk almennt í laidbakk fíling, reykjandi hass og hlustandi á útþynnt hippavæl eins og Jesus Christ Superstar og Hárið. Jonathan kaus að vera stutthærður og spila rokk með persónulegum textum. Bandið tók upp demó með bransahundinum Kim Fowley*, sem alltaf var á höttunum eftir því nýjasta. Kim reyndi að afla bandinu samnings í Hollywood en ekkert gekk. Demóin komu loksins út 1981. Næst reyndi gamli Velvetinn John Cale. Tók upp fyrstu (og einu) plötu Modern Lovers (reyndar ekki tekin upp sem albúm heldur er platan bara safn ýmissa demóa) og fékk loks samning fyrir bandið hjá Warner bræðrum. Þar höfðu menn þó ekki meiri áhuga en það að setið var á upptökunum í mörg ár og loks var samningnum rift. Þetta frábæra stöff sem tekið var upp á árunum 1972-73 kom loks út 1976 hjá litlu merki en hljómaði þá algjörlega í takt við það sem var að gerast, Ramones o.s.frv. Plötuna ættu allir að tékka á en önnur frábær lög á henni eru t.d. I'm Straight, Pablo Picasso og She cracked.
* Sem dæmi um það hversu Kim Fowley var á tánum og viljugur að uppgötva "það nýjasta" má geta þess að þegar Sykurmolarnir voru að slá í gegn í kringum 1988 kom viðtal við þá í Rolling Stone og neðanmáls var gefin upp addressan hjá Erðanúmúsik sem nýlega hafði gefið út Snarl 2 með 2 Sykurmolalögum og öðru íslensku bílskúrsstöffi. Kim sendi bréf og bað um spólu. Ég held ég hafi því miður ekki orðið við bóninni enda hafði ég þá aldrei heyrt um Kim Fowley. Hugsa sér, 16 eyrnahlífabúðir hefðu hugsanlega getað orðið risastjörnur...


Jonathan Richman & The Modern Lovers - Hey there little insect: Jonathan hélt Modern Lovers nafninu á tveim næstu plötum ("Jonathan Richman & the Modern Lovers" og "Rock 'n' Roll With the Modern Lovers" komu báðar út 1977). Tónlistin var að megninu til barnalegt stuðpopp og eiginlega eins og barnaplötur. Textarnir barnalegir og mikið stuð í gangi – alvarlegri pælingar þó inn á milli. Lög sem fólk ætti að tékka á af þessum plötum: Here Come the Martian Martians, Abominable Sonwman in the Market, Ice Cream Man og hið ósungna Egyptian Reggae, sem var notað sem kynningarstef í íþróttaþætti á Ríkissjónvarpinu á 9. áratugnum). Báðar þessar plötur ásamt Modern Lovers plötunni eru þó möst í heild sinni.


Jonathan Richman - I was dancing at a lesbian bar: Jónathan losaði sig við Modern Lovers nafnið og hefur gert fjölmargar sólóplötur í gegnum tíðina. Hann spilar mikið og á harðan aðdáendahóp. Ekkert stenst fyrstu þrem plötunum snúning að mínu mati, en þetta er allt saman gott og enda maðurinn algjör snilld. Þetta lag er af plötunni "I, Jonathan" frá 1992.


Jonathan Richman - There's something about Mary: Conan O'Brien er aðdáandi og Jonathan sést oft í þættinum hans. Farrelly bræður eru það líka og Jonathan tróð upp í Kingpin og síðan í There's Something about Mary þar sem hann og trommarinn virkuðu sem sögumenn. Hann verður einmitt með þennan trommara með sér þegar hann spilar á Innipúkanum.


Jonathan Richman - Not So Much To be Loved As To love: Titillag nýjust plötunnar sem kom út í fyrra.
---
Annars hef ég verið að skoða gítara. Þarf alltaf að kaupa mér almennilegan rafmagnsgítar en spurningin er Fender, Gibson, Gretsch, kannski Mosrite? Ed Ramon er stærsta gítarbúð í heimi. Blautur draumur hvers gítarleikara. Verst að hún er í Las Vegas. Þetta fann ég svo líka: Daisy Rock, stelpugítarar! Ef einhver á almennilegan gítar sem hann vill losna við væri gaman að heyra í honum. Annars er leiðinlegt að engin þessara hljóðfærabúða hérna séu með notuð hljóðfæri. Það var nú munur þegar búðir eins og Tónkvísl voru starfandi. Þeir áttu m.a.s. Kissbassa, minnir mig, að ógleymum Change bolunum. Hvílíkt fífl að maður skyldi ekki fá sér bol, en hvað vissi maður 1980?

09.07.05
Hinn leyndi heimur léttvínsins er að ljúkast upp fyrir mér. Hægt. Allt byrjaði þetta þegar ég sá snillarverkið Sideways, sem er einhver besta auglýsing fyrir rauðvín sem hugsast getur. Áður en ég sá hana fannst mér rauðvín ógeðslegt, fékk alltaf hausverk og fannst það ótvírætt merki um að vera miðaldra ef maður ætti vínrekka. Nú á ég vínrekka og fæ ekki í hausinn. Spurði strák í Ríkinu í gær, hann sagði að ekkert af þessum vínum sem er talað um í myndinni sé til á Íslandi. Ég er að reyna að fatta þetta með þrúgurnar. Strákurinn sagði að það væru til einhverjar 10 aðaltegundir af þrúgum en svo óendanlega margar tegundir innan þeirra og blandanir og ég veit ekki hvað og hvað. Maður getur því verið að pæla í rauðvínstegundum eins og Miles Raymond í myndinni til dauðadags. Í myndinni kemur fyrir þrúgan Pinot noir, uppáhaldsþrúga Miles af því hún er svo viðkvæm. Strákurinn sagði að það væru bara til 3 tegundur af vínum úr þessari þrúgu í Ríkinu, allar franskar. Keypti eina (Francois D'allaines 2003). Miles hatar Merlot-vín. Strákurinn sagði að þetta væri skot á amerískt þjóðfélag af því að til skamms tíma kölluðu Ameríkanar allt rauðvín Merlot. Keypti nokkur áströlsk vín, valdi eftir þrúgunum -- eina Merlot (Wombat Hill), eina Shiraz (Jindalee), eina Cabernet Merlot (Bear Crossing). Góðir tímar í vændum hjá okkur Lufsunni og ég get sameinað gamlan Ástralíuáhuga við nýjan rauðvínsáhuga. Drakk annars bara kalt hvítvín í gær -- Morandé frá Chile -- ágætt, varð hálf fullur og horfði á skítsæmilega bíópic um Peter Sellers. Langaði í nokkur augnablik að detta íða fúll tæm og fara út á lífið en harkaði af mér. Sá pakki er löngu búinn - húrra!

07.07.05
Helvítis andskotans mennirnir að gera þetta!
---
Heyrði Stefán Mána nágranna minn segja á Bylgjunni að á Alþingi væri a.m.k. einn kókaínneytandi sem hann vissi um. Ég tel það sé augljóst að það er þessi:

Augnaráðið og glottið segir allt sem segja þarf.
---
Ég er annars hættur í hlutastarfinu á DV og farinn að vinna heima að næsta Popppunkti sem Skjár einn ætlar að byrja að sýna í haust. Mun þó skrifa eitthvað lítilræði fyrir DV áfram, pistla og svona eithvað.

05.07.05
Rass - Kárahnjúkar myndbandið.
---
Þá erða Innipúkinn 2005 - Í fjórða skipti held ég svei mér þá. Grímur, alias DDR, er með þetta á sinni könnu enda forfallinn skipuleggjari og plöggari (Antony etc) og því gagnslaust að væla í mér yfir einhverju. Hátíðarhöldin fara fram á Nasa. Fram koma:
Blonde Redhead (US), Cat Power (US), Raveonettes (DK), Jonathan Richman (US), Hjálmar, Trabant, Mugison, Apparat, Hudson Wayne, Dr. Gunni, Skátar, Reykjavík!, Rass, Dr. Spock, Brim, Singapore Sling, Bob Justman, Vonbrigði, Lake Trout (US), Ampop, Helgi Valur, Lára, Úlpa, Tonic, Donna Mess, Dýrðin, Norton, Bacon, Hellvar, Kimano, Þórir, NineElevens, KGB og Bibbi. 

Ekki amalegt þetta, ha?

Úr plöggbréfi Gríms:
Miðasala á hátíðina hefst föstudaginn 8. júlí kl. 10 í verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg og í verslun Hive við Grensássveg. Einnig er hægt að kaupa miða í gegnum hive.is  og midi.is. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt á www.innipukinn.com og verður þar hægt að sjá uppröðun atriða þegar nær dregur. 
Hægt verður að kaupa miða á alla hátíðina eða einstaka dag. Miði á alla hátíðina kostar 3.900 kr. en miði á stakan dag kostar 2.900 kr.
---
Ég strengi þess heit að þurfa aldrei aftur að borga sekt í bókarsafninu.

03.07.05
Dagur útbreiðslu ófrumleika í almenningstónlist er liðinn. Þetta var eins og að sjá sveitafólk koma út úr dalalæðu og heyra það syngja endalaust Vertu hjá mér Dísa á útihátíð. Dísa samtímans fékk þó hærri glym, heimsathygli, hjúpuð ljósadýrð: Björgum Afríku! Hverju getur frægðarsjúkt, sjálfsánægt fólk bjargað, týnt í tilfinningavell, svo hræðilega miðaldra að það hefur enga hugmynd um hrukkur sínar á sál og líkama? Það gæti ekki einu sinni dáið fyrir geisladiskana sína. Tvær nunnur og ein hjúkrunarkona gerðu meira gagn í Afríku en milljónirnar sem hefðu bara átt að vera heima og reyna að runka sér í frjálsum takti fyrir framan sjónvarpið.

Blessaður gamli maðurinn, stórsnillingurinn Guðbergur Bergsson, hugsar upphátt á hverjum degi hér. Loksins eitthvað til að skoða á þessu hundleiðinlega interneti!
---
Hei hei gamla grey! Hér er Topp 5!


Dr. Dog - The World May Never Know: Einhverjir gaukar frá Fíladelfíu sem byggja á gömlum grunni eins og heyrist. Af plötu 2, "Easybeat".


Baxter Dury - Francesca's Party: Sonur Ian Dury. Smekklegur og klár. Af plötu 2, "Floorshow".


Ian Dury - What a waste!: Hér er svo pabbi gamli. Dáinn úr krabba en var dálítið heitur á pönkárum fyrir að vera pöbbarokkandi kripplingur með nokkra ágætis hittera (m.a. Hit me with the rhythm stick, sem ég man að Ási bróðir fílaði sem er vissulega viss viðurkenning, bæði fyrir Ian og mig því það var ekkert svakalegur stuðningur úr umhverfinu fyrir þeirri músik sem maður var að hlusta á. Flestum fannst þetta bara garg. En enívei): Sá karlinn á Hróarskeldu og hef sjaldan leiðst eins mikið. Kannski bara ekki í stuði. En þetta er allavega klassískt lag.


Ölvis - Tímahylki: Ölli, kenndur á árum áður við þeramín, hér mættur með plötu 2 - The Blue Sound. Bítsbojsvíbrar mínus meiriháttar lagasmíðar, fljótandi og soft en gott engu að síður. Gefur út hjá enska smámerkinu Resonant sem verður með sérstakt kvöld á Gauki á stöng 20 júlí (fram koma: Sk/um - Ölvis - Stafrænn Hákon - Blindfold - Plat).


Kippi Kanínus - Purer Softer Deader?: Kippinn kippir í kinnar og kynfæri og er mættur með pípuorgelþrúngna plötu Happens Secretly sem er læðuleg og lúmsk og góð í vatnsrennubrautum jafnt sem á rómantískum kvöldum með kvikfénaði. Þokkalega amalegt það.
---
Minni svo á best of 2005 só far í Tónlistarþættinum í dag kl. 16...

02.07.05
Það verður að segjast að ég tapaði þræðinum í miðjum klíðum hjá þessum Jóni Gerald Sullenberger í Kastljósinu í gær enda var maður að skipta á milli stöðva og svona (ný syrpa af Simpsons - Húrra!), en þetta er svaka svaka eitthvað og verður glymjandi á okkur næstu 3 mánuði eða svo, þ.e. hvort Baugsliðið sé hörku glæpahyski eða hvort þessi Sullenberger sé svona fúll og bitur eins og Jónína. Samt er ég ekki endilega að segja að Jónína sé bitur og fúl en það er samt einhvern vegin þannig lykt af þessu öllu og maður spyr: Í þessu máli, sem lítur út eins og þáttur af Leiðarljósi (sérstaklega þessi kanaseraði Sullenberger, hann gæti nú bara verið beint úr Leiðarljósi), maður spyr, altso: Hvað skeði eiginlega á snekkjunni og afhverju var Davíð Oddsson alltíeinu farinn að rugla um að menn væru að múta sér kaupandi vínber í London? Og hverju á maður svo að trúa? Fjölmiðlum sem eru í eigu Baugs eða hinna sem virðast í nöp við Baug -- Sturlungaöld part II? Svo er líka bara hægt að segja: troðið þessu máli upp í rassgatið á ykkur, tippamælingakarlfauskar, ég er farinn að grilla. Eða: Á morgun er stór stund í Tónlistarþætti Dr. Gunna (sem er í eigu Baugs) því litið verður yfir farinn veg og leikin músik af því sem staðið hefur upp úr af plötum ársins 2005 (því árið er hálfnað, okei). Fyrri helmingur (16-17:) íslenskar plötur, seinni helmingur (17-18:) erlendar plötur. Það held ég moðerfokking nú.

30.06.05
Var á ferð á landsbyggðinni. Sauðárkrókur, Hofsós og fleiri ból á hinum undursamlega stað Skagafirði voru sótt heim. Fáir á ferli, lítil hús með skrýtna klæðningu, fimm plaggöt af Audda Blöndal í glugganum á bókabúðinni á Sauðárkróki. Þeir reisa honum styttu fyrir rest. Hofsós er nú bara ekki neitt. Lónkot var snoturt. Svona markaður í gangi, dularfull spákona seldi harmóníkudiska og las í lófa. Ég forðaðist að líta í augun á henni. Karl með bækur um hesta í kassa. Þarna er líka kaffihús og að mér skildist sýning á verkum Sólon Íslandus sem fæddist þarna. Svo voru þetta bara eftirprentanir. Jæja. Svo gott stuð á Akureyri. Fór á Súlur, eða öllu heldur Ytri-Súlu ásamt Oddnýju systur sem var strembið en gefandi labb. Át Brynju ís x2 sinnum og það er rugl sem haldið hefur verið fram að ísinn á Hjarðarhaga sé eins og Brynjuísinn. Ok, hann er svipaður, en ekki eins. Brynjuísinn er betri þótt Hagaísinn sé frábær líka. Mér skilst að karlinn sem á Brynjuís sé svo nískur að hann tímdi ekki að nota rjóma í ísinn og var með einhverja tilraunastarfssemi með undanrennu og eitthvað og þetta endaði sem Brynjuísinn. Fórum á Mývatn, fórum í Lystagarðinn, Kjarnaskóg og Jólalandið, og keyptum hinar unaðslegu Salt Water Taffy Toffees frá Salt Lake City sem jólalandið flytur inn. Reyndi að fylgjast spenntur með "Stóra Bubba-málinu" sem minnir mig roslega mikið á fyrstu blaðsíðurnar í bókinni Tinni og Pikkarónarnir -- þarna þegar hersforinginn var að æsa Kolbein kaftein upp. Bráðskemmtilegt og sprenghlægilegt, en nístandi bjánalegt líka. Kommon! Hvaða geðsjúki ofuráhugi er þetta á nærbuxunum á Bubba Morthens? Eiríkur og Bubbi virðast gó vei bakk, sbr. textann Klóakkrossfarar frá 1988. Samt er þetta dót náttúrlega almennilegur fjölmiðlasirkus og meira spennandi sjónvarpsefni en endursýndir Friends þættir. Gæti verið úthugsað plott eins og Sigurjón bendir á í dag -- en það er auðvitað enginn nógu útsmoginn til að hugsa svona atburðarrás alla leið.

25.06.05
Árið að verða hálfnað og því gráupplagt að tékka á stöðunni. Bestu plötur ársins stöðunni það er að segja. Nenni ekki að pæla of mikið í þessu svo hér eru bara tveir haugar.
Bestu ísl plöturnar-haugurinn:
Emilíana Torrini - Fisherman's Woman / Hudson Wayne - The Battle of the Banditos / Trabant - Emotional / Ölvis - The Blue Sound / Blindfold - Blindfold / Rass - Andstaða / Seabear - Singing Arc ep / Ég - Plata ársins
Bestu erl plöturnar-haugurinn:
Art Brut - Bang bang rock n roll / System Of A Down - Mesmerize / The White Stripes - Get behind me Satan / Kaiser Chief - Employment / Caribou - The Milk of human kindness / Andrew Bird and the mysterious production of eggs / Chemical brothers - Push the button / M.I.A - Arular / Edan - Beauty And The Beat

Svo er náttúrlega helmingurinn af árinu eftir. En ef það væri ekki helmingurinn eftir og ég myndi þurfa að ákveða hvað væri besta plata ársins byggt á því hvað ég hef hlustað oft á plötuna yrðu fyrsta plata hvers haugs "plata ársins", Emma og Art Brut, þ.e.a.s. 
---
Sá Gumma Steingríms með þáttinn á Sirkus. Alveg ágætt. Jafn sillí og álíka þættir. Hann er skemmtilegri en Leno, ekki eins góður og Conan, en hei, þetta var nú bara fyrsti þátturinn. Það eina sem ég hló af var innslag Pink Lloyd. Hvaða frík er þetta eignlega? Sigtryggur Baldursson? Annars var það áberandi að allir sem komu fram í þættinum iðuðu í skinninu eftir að komast í opnunarfylliríið í Iðnó.
---
Jamm. Minni á Tónlistarþáttinn á Talstöðinni kl. 16 á morgun (sunnudag, hvað annað), en hér TOPP FIMM! og ekkert rugl:


Duran Duran Duran - I hate the 80's: Breakcore rugl frá USA sem segir sig nokkurn veginn sjálft. Ég fer samt á Duran Duran giggið enda þroskaður eins og eldgamalt mangó. Hataði þá þó auðvitað jafnmikið og Wham á sínum tíma og hef allsengan húmor fyrir þessu. Jú ok, smá.


The Zutons - Don't ever think (Too much): Hefur alltaf þótt þetta lag hörku töff. Líka ægileg froðufellt hvernig saxófónstelpan tjáir stuðtilfinningar sínar með kynæsandi gjuggi í videóinu. Nú er bandið á leiðinni á Icelandairwaves en ég hem mig enda hamingjusamlega giftur.


System of a Down - Radio/Video: Hata þungarokk en þessir meistarar skera á öll bönd. Nýja platan er að svínvirka á hjólinu. Svo fjölbreytt að það minnir á ungversku hljómsveitina Bikini! Með slettu af Dead Kennedys. Eða bara gott rokk!


Ég - Evrópukeppnin: Róbert Örn Hjálmtýsson er snillingur og Plata ársins með Ég er skemmtileg. Eins og Spilverk þjóðanna á sýru með pönk í rassinum. Platan ku væntanleg og Róbert væntanlegur gestur í Tónlistarþáttinn, en eins og lesendur geta væntanlega sagt sér er myndin hér að ofan ekki af Róberti.


Stump - Buffalo: Hef verið að lesa John Peel: A Life in Music e. Michael Heatley, þokkalega ævisögu JP, en hann reyni ég aumlega að hafa sem fyrirmynd í útvarpsmennsku og jafnvel fleiru í lífinu. Allskonar fáránleg bönd skjóta upp kollinum sem maður hlustaði mikið á sem yngri maður en var eiginlega búinn að gleyma. Helst eru það bönd frá miðjum 9. áratugnum sem minnið hefur týnt, eins og t.d. hljómsveitin Stump, sem var hluti af spastísku bylgjunni. Sveitin var í hverju einasta tölublaði af NME á tímabili en hvarf svo jafn snögglega og hún birtist. Þannig vill þetta vera í poppinu. Þetta lag var að mig minnir það næsta sem bandið komst hittara. Bíð annars spenntur eftir annarri ævisögu sem John var sjálfur byrjaður á en ekkjan kláraði. Hún heitir Jesus Wasn't Made of Fish og kemur í október. 

22.06.05
Ég heyrði brandara: Hvað segirðu við konu með glóðarauga?
Ekkert. Það er búið að tala við hana.
---
Reitt fólk er skemmtilegt. Eins lengi og það lemur mann ekki. Gaman að þættinum um Kristjaníu í gær. Reiðu matjurtahipparnir. Það fylgdi ekki sögunni þetta Rokkara/Hells Angels-stóð sem hangir þarna. Leit út fyrir að vera eintómir lífrænt rætkaðir hippar. Annars er ég enginn sérfræðingur í málefnum Kristjanu og myndi sjálfur ekki nenna að hanga þarna og reykja hass allan daginn. Bölvaður aumingjaskapur.
---
Til að tryggja að enginn steli hugsunum mínum þá eru hér nöfn á nokkrum nýjum lögum:
Bubbi Morthens
Skipulagðri leit hefur verið hætt
Glætan
Kókaín, arðsemi, ríða í rass
BSÍ
Hvert ert'a fara
Laugardalsvöllur 5. júní 1975

19.06.05
Sunnudagur og skúrir. Topp 5 er allavega hér:


Maximo Park - Apply some pressure: Enn eitt breska bandið í dag sem byggir á gamla njú veif grunninum. Gaman að þessu. Warp - af öllum - gefa út.


Bertie Blackman - You kill me: Ég hef löngum reynt að fylgjast með því hvað er að ske í Ástralíu. Þessi rokkkona frá Sydney er að gera góða hluti í þessu nýjasta lagi sínu.


Urge Overkill - Empire Builder: Hljómsveitin Bless var leidd í partí til þessara glaumgosa í Chicago 1990. Hljómsveit sem átti síðar vonn-hitt-vonderið Girl u'll be a woman soon í Pulp Fiction (reyndar lag eftir Neil Dianond). Bandið gerði heilan haug af fínum plötum, þetta lag er af "Americruiser" frá 1990. Var hampað gríðarlega á tímabili en það var ekki nóg. Skilst þetta hafi verið heróínsjúklingar.


The Triffids - Place in the sun: The Triffids er gamalt uppáhaldsband, ástralskt. Sérstaklega er fyrsta efnið gott, en bandið átti til að að vera alltof slikk og sjæní í pródöxzjóininni þegar lengra dró. Hér er lag frá 1982.


Simon & Garfunkel - The Only living boy in New York: Enda topp5 á ægilega fallegu lagi frá stubb og krulla. Ekki hægt að kvarta yfir þessum.

15.06.05
Fékk hugmynd að pistli: "Síðasta tabúið", átti að fjalla um það eina sem eftir er að leyndarmálum okkur: Hvað við höfum í kaup. Önnur tabú eru dottinn upp fyrir eins og að raka á sér punginn eða taka í rass. Sé að einn alskemmtilegasti blöggarinn, Magga Best, fékk nákvæmlega sömu hugmynd. Læt það þó ekki stoppa mig.
---
Loksins búinn með bókina um Joe Meek.

12.06.05
Fór á Hátind Esju. Hitti Ara Trausta. Ég sagðonum að það væri ekkert að marka þessa fjallabók hans. Hann hló nú bara. Hér er Topp 5. Nenni ekki að vera með einhverjar ritgerðir enda ansi þreyttur eftir labbið:

Fat Freddy's Drop - This Room: Frá Wellington, Nýja Zjálandi. Þar er mikið að ske í raggíinu. Ljómandi kósí. Minnir á hitabylgju og ströndina. Allt frumbyggjalið eitthvað.


Datarock - Computer Camp Love: Ofsa fínt uppþvottagrindarpopp frá Bergen í Noregi.


Oh No Ono - Fat Simon Says: Helíumrokk frá Álaborg, Damörku. 


Yat-Kha - Love will tear us apart: Albert Kuvein (þessi sem er fremst og lítur út eins og Björn Blöndal) var stofnmeðlimur í Huun-huur-tu en stofnaði Yat-Kha sem er aðeins minna þjóðlaga og meira rokk. Nú hefur hann gert heila plötu, Re-Covers, með túvu-barkasöngsútgáfum af hinum ýmsu rokkslögurum. Hér er dæmi. Ian Curtis snýr sér í hringi í gröfinni af hamingju.


Trinity Roots - Egos: Meira frá Wellingtonska raggístóðinu. Sama og áðan (þ.e. ströndin og sólin).
 

11.06.05
Fór í rauða tvöfalda útsýnisstrætóinn í gær með Dagbjarti. Ég var að sofna en hann fílaði þetta í botn. 1500 kall fyrir klukkutímaferð um Rvk. Held að túristarnir ættu að fíla þetta líka.
---
Ég lamaði starfssemi DV í gær. Rak mig í vatnsflösku, vatnið á gólfið í fjöltengið og skömmu síðar fór öryggi og það slökknaði á flestum tölvum fyrirtækisins. Ég var ekki vinsælasta stúlkan í fyrirtækinu í gær. Sjálfur var ég nýbúinn að seifa. Er hættur að drekka vatn í vinnunni.
---
Unnið er nú hörðum höndum að því út í bæ að redda mér VIP passa á tónleika Pauls McCartney í Minneapolis í okt. Af að verður kemst ég bakksteitz í photo-tækifæri. Þetta verður afmælisgjöfin mín til mín í ár. Verð fertugur 7. október. Það er auðvitað ekki kúl og ekki heldur að fara á Paul McCartney en hver nennir að vera kúl endalaust? Ég tek miðaldraskeiðinu fagnandi og er þegar byrjaður að æfa mig upp í gráum fiðringi. Glápa á eftir menntaskólastelpum og svona. Sleppi samt golfinu.
---
Samþykkti í gær að koma fram sóló á Innipúkanum. Ég hef verið að hlusta á Damien Rice mikið upp á síðkastið og ætla að koma fram einn með kassagítar. Djók! 

05.06.05
En allavega, minni á Tónlistarþáttinn kl. 16 sem verður eins og vanalega brot úr ýmsum áttum í soðnu mauki ástarinnar. Hér er svo vitanlega sólbræddur TOPP5! Það segir sig sjálft enda sunnudagur...

Hallbjörn Hjartarson - Trukkarinn: Hinn mikli meistari á Skagaströnd er sjötugur í dag! Til hamingju öll sömul. Hér er snilldarlag eftir karlinn af plötunni Kúreki á suðurleið (1985). Þessi mynd prýðir umslag "Kántrý 5". Takið eftir katlinum í vinstra horninu. Segir allt sem segja þarf um sjarma þessa mikla alþýðuskálds.


Hudson Wayne - Jerome: Fyrsta fullskífa HW kemur út á morgun, "The Battle of the Banditos". Bara helv gott hjá strákunum. Mættu samt syngja á íslensku. Ég veit það er gömul tuggu en þetta gagnrýnislausa enskutextasoð sem flestir eru hugsunarlaust í er að gera mann sköllóttan (segi svona). Ef það væru nú bara íslenskir textar um einhvern raunveruleika sem þessir strákar búa við (taka strætó í Breiðholtið, vera fullir á Sirkus, æfa í Klink og Bank...) þá væri þetta bara ennþá betra. Ímyndið ykkur ef ísl kvikmyndagerðarmenn gerðu myndirnar sínar þannig að leikararnir töluðu alltaf saman á ensku. Væri verulega glatað. Get ekki séð að þetta sé neitt öðruvísi með plötur. Á meðan fólk talar ekki ensku hérna sé ég ekki hvað það meikar sens að vera alltaf með þetta rugl.


Davy Jones & the Lower Third - You've Got A Habit Of Leaving: Flestir telja fyrstu lög Bávís það ómerkilegasta á ferlinum. Mér finnst þetta gott stöff, sérstaklega þetta flotta lag sem ég var hálfvegis með á heilann á leiðinni upp á Þverfellshornið í gær. Ég var fyrstur upp þann daginn, skráði mig inn 09:07, en á leiðinni niður mætti ég svona 50 manns.


Alice Cooper - Ten minutes before the worm: Af fyrstu plötu Alice Cooper (sem þá var nafn bandsins en ekki söngvarans). Bandið var í flippaðri sækadelíu og hvergi að finna horror/slís rokkið sem síðar kom. Ætli maður verði ekki að sjá karlinn... er það ekki rétt sögulega séð? 


Jonathan Richman & The Modern Lovers - Pablo Picasso: Nú virðist næstum pottþétt að sá mikli meistari Jónatan Richman spili á Innipúkanum um Verslunarmannahelgina, líkast til þá einn eða með trommara með sér. Frægastur er hann fyrir að vera "gaurinn með gítarinn í There's Something About Mary". Spekingslega séð er hann þó virtastur fyrir fyrstu plötuna sína með hljómsveitinni Modern Lovers, samansafn demóa sem voru tekin upp 1972 en platan kom ekki út fyrr en 4 árum síðar. Platan er pönk áður en pönk var til, Velvet Underground skotin á tíma þegar engin fílaði VU og eiginlega bara langt á undan sinni samtíð og vin í eyðimörkinni. Næstu tvær plötur eru líka í miklu uppáhaldi og haugur af plötum síðan hefur alltaf innihaldið eitthvað gott stöff. Jónataninn er barnalegur sérvitringur og er möst sí. Hér syngur hann um Pablo Picasso af áðurnefndri frumraun, mikill VU bragur á þessu. Meira af Jónatani síðar...

04.06.05
Fórum á fund hjá leikskólanum sem Dagbjartur fer á. Ægilega fínn leikskóli sem kennir upp úr Reggio Eitthvað stefnu frá Norður Ítalíu. Mér skildist að við útskrift verði Dagbjartur rannsakandi sérvitringur með mikinn sköpunarkraft og tónlistaráhuga. Mjög gott!
---
Beit harkalega í löngutöng hægra megin. Var að gráðka í mig harðfiski og gætti ekki að mér. Kom bitfar og allt. Eins gott að ég beit ekki puttann af.
---
Sá Voksne mannesker eða Dark Horse, nýju myndina hans Dags Kára. Miklu betri mynd en Nói Albínói og ljóst að strákkvikindið er að verða algjör meistari. 
---
Annars er ég nú bara farinn aftur upp á þetta moðerfokking Þverfellshorn enda þriggja stjörnu fjall og veðrið slefandi gott.

---
Fornt tuð hér: