,
TOPP 5! 22. vika: Saint Etienne - Relocate / Náttfari - Demó #6 / Screaming Lord Sutch - Till the following night / Belle & Sebastian - Dog on wheels / Little Barrie - Long hair  ELDRI LISTAR
29.05.05
Beilaði náttúrlega á ríúníoninu. Fór upp á Þverfellshorn í staðinn. Svo á Grímmannsfell í gær. Svo verður tekið trukk á helstu fjöll landsins í sumar. Hekla og svona. Geðveikt stuð.
---
Tónlistarþátturinn í dag kl. 16. Auðvitað stuð og allskonar eitthvað. Myndi segja magnað. En nóg með það: Hér er TOPP5, en sunnudagur:


Saint Etienne - Relocate: Gömlu poppbrýnin eru mætt enn eina ferðina með plötu: Tales from Turnpike House, einskonar konsept-plötu um lífið í einhverri blokk. Þau komu náttúrlega hingað einu sinni og mér tókst að láta henda mér út fyrir að brenna gat á kjól söngkonunnar með vindli (öslaði draugfullur upp á svið). Ah... minningar. Í þessu lagi er David Essex með þeim, gamall poppgarmur sem ég hef aldrei brennt með vindli svo ég muni. 


Náttfari - Demó #6: Þetta band var einu sinni rosalega efnilegt og að vinna að plötu sem ég á einhver demó af. Lofaði allt saman mjög góðu. Svo rann þetta allt á rassgatið út af einhverju rugli innanbúðar en það er slæmt því þetta hefðu orðið dúndur plata.


Screaming Lord Sutch - Till the following night: Snargeðveikt horrorrokk frá þessu fríki sem Joe Meek pródúseraði fyrstu árin. Varð síðar ábyrgur fyrir fyrirbærinu Raving Monster Loony Party.    +meira+


Belle & Sebastian - Dog on wheels: Af fyrsta EPi sveitarinnar, en 25 lögum af EPum sveitarinnar hefur nú verið safnað saman á Push Barman to Open Old Wounds. Þetta lag minnti mig svo rosalega á eitthvað svo fattaði ég það loksins: Nancy & Lee - Summerwine. En snilldarhljómasveit, Belle...


Little Barrie - Long hair: Rokktríó frá London. Lítið við þ.að að bæta, nema að þetta rokkar.

26.05.05
Frumsýning fyrstu Star Wars myndarinnar þótti mikið atvik. Búið var að hæpa þetta svo mikið upp að ég fór með foreldrum mínum í Stjörnubíó til að sjá þetta. 1978 eða hvað þetta var. Fannst þetta ok, minnir mig. Næstu tvær myndir svona la la, síðustu 2 rusl. Ætli maður taki ekki þessa nýjustu við tækifæri. Semsé, enginn sérlegur áhugi á þessu pláneturunki George Lucas. Hér er a.á.m. nokkuð fyndin útgáfa, leikin af grænmeti... Lífrænt ræktuðu grænmeti, leyfi ég mér að bæta við.
---
Það er ríúníon hjá menntaskólanum á morgun. 20 ár síðan ég útskrifaðist, fjandinn hafiða. Ætli maður mæti ekki, eða kannski bara ekki. Maður er tvístígandi yfir þessu. Það er ekki eins og þetta hafi verið bestu ár ævi minnar. Ekkert þau verstu svo sem heldur. Maður sat bara út í horni og reyndi að sýnast hafa áhuga á þessum leiðindum sem maður var að læra. Mesta tímaeyðsla ævi minnar, stúdentsprófið, nema það hafi verið árin í Iðnskólanum þegar ég lærði prentsmíði. Ég var í máladeild, flugfreyjubekknum. Vegna þess að einhverjum kann að þykja gaman að sjá ekta eitís fólk birti ég nokkrar myndir sem Stefanía sendi á línuna til að efla nostalgíuna fyrir partýið á morgun.


Stelpur úr 4M á leið á ball. Man ekki til að hafa verið skotinn í einhverri í bekknum. Eða í skólanum þannig séð, enda útséð um að ég fengi að ota mínum tota á þessum slóðum.


Þetta er líklega ástæðan. Lufsan segir þó að ég sé miklu sætari í dag. Eigum við ekki bara að trúa því.


Þessi mynd heitir "upplestur", en ég man ekki eftir þessu. Man ekki heldur eftir þessari rosalega flottu peysu sem ég er í. Djíses kræst.


Hitt fræga fólkið í bekknum: Hrafnhildur Halldórsdóttir á Rás 2 og Hrabbi diskó, fv. líkamsræktarfrömuður.

22.05.05
Það veitir ekki af afeitrun eftir Eurovisionið allt. Þetta er búið að vera eins og barnaafmæli með eintómum sætum kökum. Maður þarf eitthvað innihaldsmeira. Meira rokk plís. Og hér er því nýr TOPP 5. Síðasta sunnudag var ég með letikast:


Einstürzende Neubauten - Yü-Gung: Finnst þetta tilhlíðilegt eftir allan ruslönubarninginn í Júró. Sérstaklega minnti Rúmenska lagið mig á þessa þýsku berja-í-málma sveit (Let me tæ let me træ). Þeir komu hingað 1985 og fór beint í ruslahauga Sindrastáls til að redda hljóðfærum. Þetta er það næsta sem þeir komust að eiga hittara. Hefur elst þokkalega. 


Wire - 12XU: Einn besti texti pönksins. 12xu = Einn enn ríður þér, eða eitthvað álíka. Af Pink Flag, snilldarverki frá 1978. Næstu 2 breiðskífur - Chairs missing og 154 eru einnig unaðslegar, og ættu að vera til í öllum plötusöfnum á öllum hörðum diskum. 


The White Stripes - Instinct blues: Nýja platan Get behind me Satan er sló og blúsuð. Fyrsti síngullinn, Blue Orchid, er bastarður á plötunni. Mér finnst það slappt lag, eins og eitthvað grín næstum því með Electric Six (sem eru alveg búnir að vera). White Stripes eru ekki búin að missaða... hjúkk.


Heavy Trash - Dark hair'd rider: Jon Spencer með nýtt band/verkefni með einhverjum gaur. Tjúttandi toppstöff.


Hal - Play the hits: Írskt eðalpoppband, smá meira The Thrills svona eitthvað. Hal er að meinaða. Suddalegt popp. (Þess má geta að þessi mynd er ekki af sveitinni HAL heldur eitthvað sem kom upp þegar ég var að leita. Fleiri myndir í þessum dúr (endalaust miðaldra karlar alsberir á bátum - hvað er í gangi!!) má fá hér.) 
---
Margir telja PET SOUNDS Beach Boys bestu plötu í heimi. Hér má dánlóda heilu tribjúti með allskonar rafyrkjum. Svo er þáttur um B. Wilson og Smile á Rúv kl. 22:45 á miðvikudaginn. Ég verð auðvitað löngu sofnaður þá en læt Lufsuna taka upp.
---
Meira íslensk mp3-blogg hjá Kofa Annan.

21.05.05
Ein helsta ástæða þess að ég fór á Völlinn var að fá keyptan rótarbjór. Ég gerði dauðaleit og gat loks keypt A&W á 50 kall dósina. Keypti líka M&M-pínöttbötterpoka á 350 kall og korndogg á það sama. Þetta var nokkuð fyndið allt saman. Fríkað að það sé partur af Ameríku hérna út í rassgati. Hermennirnir voru frekar skerí með byssurnar og í kamúflasgöllunum en Dagbjartur hafði mjög gaman að þessu öllu, enda mikill hávaði og læti í risastórri skemmunni sem Kanakarnivalið var haldið í. Maður skilur nú samt ekki alveg hvað þetta lið er að gera þarna. 
---
Móðir mín er orðin meira pönk en ég. Hún er voða ánægð að Selma er dottin út af því "þau voru alltaf að monta sig og ætluðu svo að vinna". Ég reyni að segja mömmu að það hafi nú ekki verið Selma ræfillinn sem hélt þessu fram heldur allir hinir en hún hlustar ekki og stendur fast við sitt. "Ja þetta var bara gott á okkur," segir hún. Annars er ekkert að gera í þessari nepju en að fara og fá sér sukkfæði og glápa á þotur á Vorfagnaði Varnarliðsins í dag...

18.05.05
Verð í þætti Freys Eyjólfssonar GEYMT EN EKKI GLEYMT í kvöld á Rás 2 kl. 22:10. Endurtekið á föstudaginn kl. 20. Umfjöllunarefnið er hljómsveitin Bless og hin stórfenglega ameríkuferð sveitarinnar...

17.05.05
Ætli það verði þá nokkur Topp 5 fyrr en um næstu helgi. Ég hef hvergi skrifað upp á að vera með þetta vikulega. Rútína er ágæt en líka ágætt að sleppa henni. Annars var ég nú bara að sörfa hérna og las a) Fína ritstjórnargrein e. Enter á Baggalúti um Kína og b) nýja kladdafærslu e. Birgi. Gott stöff hvort tveggja. Svo er ekkert í sjónvarpinu svo maður les bara í kvöld. Er með bók um Joe Meek í gangi sem er bara fín.

14.05.05
Tónlistarþáttur Dr. Gunna verður ekki fyrr en á mánudaginn í þetta skiptið (kl. 16) af því að það er Hvítasunnudagur og sjitt á morgunn. Ólafur mætir og við tékkum á Joy Division af því Ian Curtis hengdi sig fyrir 1/4 öld á miðvikud. nk. Að því tilefni verður tribjúdd gigg á Gauknum. Auk þess verður auðvitað allskonar þrumuskítur í gangi að venju. En ekki sem sé fyrr en á mánudaginn! Á mánudaginn!
---
Hef annars náð þeim stórfenglega árangri að um mig er skrifað á NNDB, sem er eitthvað uppflettidrasl. Ef mér er flett upp birtist ég á undan Judy Garland og Ed Gein og það er ekki amalegt partý. Annars er þetta voðalega fínt resúmee hjá þeim og ég sver að borgaði ekki krónu fyrir. Talandi um frægð, þá er ég líka á fræga fólks-listanum hjá sveitamanninum Ólafi Björnssyni, sem varla verður kallað annað en amalegt. 
---
Sá Denzel Wosington leika heilaþveginn hermann í gær en náði ekki alveg endanum. Var að enda við að éta yfir mig af tertum í barnaafmæli á Álftanesi. Það er nú ókei því ég fór í stífan spinning tíma í morgun. Var m.a. spunnið við Love is gonna get you baby með Macy Gray og hið obsjúra hollenska proggpopplag Radar Love með hljómsveitinni Golden Earring. Hef samt grun um að þetta í spinninginu hafi verið kóverútgáfa. Í rækt var nánast eingöngu seleb. Var næstum búinn að ganga á kviknakinn Eyþór Arnalds (er flottur og hefur greinilega massað sig eitthvað upp), en Helgi Hermannsson sem hætti / var rekinn af Skjá Einum var í fötunum. Sá einhvern annan obboslega frægann en er búinn að gleyma hver það er.

11.05.05
Xið aftur í loftið?! Undurfurðulegt og tilgangslaust með öllu, sýnist manni, nema það eigi að gera eitthvað nýtt þarna. Paul McC og Rolling Stones á túr um USA... Verður maður ekki að skella sér? Sónikk Júþð að koma. Hef séð þau 3svar - alltaf frekar leiðinlegt - en allt er þegar fernt er. Maður tékkar líklega á Dúran fyrir sögulegar sakir, en veit ekki með Fú og Kvíns... Aldrei fílað Fú og nýja Kvíns er léleg, þótt sú á undan hafi nú verið góð. Kim Larsen? Nei ætli það. En nú styttist í meistaranna í Huun Huur Tu sem maður verður nú að sjá enda ekki músik frá Túva á hverjum degi á landinu! Mér skilst að Guðni Ágústsson verði á svæðinu en hann var einmitt á tónleikunum/afmælinu hans Rúnars Júl. Er ekki frekar farið að slá í mann þegar Guðni Ágústsson er á öllum tónleikum sem maður fer á?

Hvað með það: Hér er smá tannskolsauglýsingartónlist með þessum gaurum sem verða á Nasa um helgina. Sýnishornið er í boði Tempó innrömmunar og Vísindakirkjunnar.

Huun-Huur-Tu - Öske Cherde

08.05.05
Mar nennir nú andskotann ekkert að skrifa hérna enda þrautpíndur á DV og nennir ekki að þykjast sniðugur þegar maður kemur heim heldur fer í gott tjill með fjölsk eða reynir að berja saman nýtt Dr. Gunna meistaraverk sem gengur hægt en bítandi þó. En jú jú mar bloggar samt auðvitað fram í rauðan dauðann og ég skil ekki hvað ég er að afsaka mig. En er allavega búinn að vera druslulegur með endalaust kvefjukk eitthvað og þá meina ég kvefjukk sem fer ekki sama hvað ég gleypi af vítamínum og lýsi. Samt ekki nógu veikur til að liggja eins og almennilegur sjúklingur og ekki nógu frískur til að ganga á Brekkukamb. Alveg óþolandi.
---
Fékk áhugaverða fyrirspurn í pósti frá Óla Erni: Ég var að velta því fyrir mér hvort að þú gætir hjálpað mér aðeins? Þannig er mál með vexti að þegar ég var 'ponni' á Skaganum (Akr.) heyrði ég lag þar sem að millikaflinn er eitthvað á þessa leið: (Gaur í útvarpi)Ahh... góðan daginn... Má bjóða þér óskalag? (Hlustandi) Já, takk... Óskalag með BLESSSS!  (Útvarpsgaur)Nei, því miður... við spilum ekki svoleiðis hávaða...

Mig minnir/finnst eins og að þetta hafi allaveganna fingrafar þitt á sér... 
Veistu hvaða lag þetta er? og af hvaða plötu?

Rétt svar er að hér er á ferðinni óútgefna lagið Óskalag sem hljómsveitin Bless hafði á efniskránni undir það síðasta. Slatti af nýjum lögum voru í gangi á þessum tíma (þetta var Bless-lænöppið ég - bassi/rödd, Pétur - gtr og Logi - trommur) sem hafa ekki komið út ennþá, en sum voru endurnýtt og þeim breytt, m.a. spilaði Bless það sem síðar varð Rúnna Júl dramað "Hann mun aldrei gleym'enni". Ef vel er hlustað á þetta Óskalag er hægt að heyra að þetta er það sem síðar varð lagið Einkalíf úr samnefndu meistaraverki (tja...) Þráins Bertelssonar. Tónlist Bless á þessu tímabili var dálítið progguð, svona pönkprogg eitthvað með svaka kaflaskiptingum og taktskiptingum jafnvel, en gömlu indí áhrifin á sínum stað líka. En altso, fyrir Óla Örn og aðra þá er lagið hér að neðan og fleiri frá þessu ágæta tímabili...

Tekið upp í æfingarhúsnæðinu 10. apríl 1991:
Bless - Vondur maður (þokkalega smá Verlaines áhrif hér...)
Bless - Nema far (Píxís óverlód)

Læf Rikkrokk ágúst 1991:
Bless - Himinlifandi (gæti verið SSSól. Nei kannski ekki.)
Bless - Óskalag (voðalega er hann bitur gaur þessi söngvari, en Rás 2 er svo sem eina "hljómsveitin" í dag sem er að gera eitthvað fyrir ísl tónl, nema kannski xfm líka.)

Læf MS okt 1991 (upphitun fyrir 22 Pistepirrko):
Bless - Bein Snata (ég hef ekki hugmynd um það hvað er í gangi þarna!)
Bless - Mannakjöt (eða öllu heldur Ást í viðlögum með lélegra viðlagi og proggkafla)
Bless - Nýjasta lagið (Sjoppuást) (hver andskotinn er nú þetta?)
Bless - Hennar líf (bara hörku töff þungarokk! Ég man nú ekki eftir að hafa samið þetta en byrjunin er greinilega komin til vegna þess að á þessum tíma kom ekkert nema glatað þungarokk til landsins og spilaði. Slaughter og eitthvað sorp, svona svipað og í dag. Nei nei.)
Bless - Allra nýjasta lagið (Við erum sólir) (Rámar hugsanlega eitthvað í þetta)

Verst er að þetta tímabil endaði ekki á plötu (þetta er allt af illa velktum spólum og ég biðst afsökunar á sándinu), en eina lagið sem við tókum upp var "Heimavistin Helvíti" sem kom á Skífu-safnplötunni Úr öllum áttum. Hér er mynd frá þessu MS giggi. Mér var færð hún af Þóri sem vinnur í Góða hirðinum og fann hana í albúmi sem kom inn. Síðasta gigg Bless var svo 1. nóvember 1991 í Norðurkjallara MH. Eftir það lognaðist þetta útaf eins og vill gerast.

---
En nóg af Blessi. Í dag erða þrautmagnaður Tónlistarþáttur Dr. Gunna með engum gesti heldur geðveiku stuði bara á Talstöðinni kl. 16. Hér er svo Topp 5 enda sunnudagur í dag:


John's Children - Desdemona: Ef Mark Bolan hefði ekki keyrt á tré yrði hann 58 ára í dag. Auðvitað stórkostlegur meistari og næs náungi skilst mér, af nýjasta Mojo allavega. Áður en hann byrjaði með T. Rex var hann í þessu bandi sem þykir mjög áhugavert per se, einskonar enskt prótópönk eða eitthvað. Þess má svo geta að önnur glyskempa á afmæli í dag, Gary Glitter ræfillinn er 62 ára, en honum hefur verið útskúfað úr mannlegu samfélagi eins og kunnugt er. (Meira)


Denim - Middle of the road: Lawrence Hayward er enskur meistari. Gaf út sína fyrstu smáskífu 1979 undir nafninu Felt, fékk samning og réð menn í bandið. Völd hans voru algjör og sagan segir að hann hafi rekið trommara af því hann var krullhærður! Felt gerði slatta af plötum in ðe 80s, en eftir það snéri Lawrance aftur með hljómsveitina Denim sem gerði nokkuð magnaða glysrokk nostalgíuplötu 1992, "Back in Denim". Þetta lag er einmitt af henni. Tvær Denim skífur komu til viðbótar en núna er Go Kart Mozart málið hjá honum með tvær skífur til þessa. Lawrance hefur aldrei meikaða en lið eins og Pulp og Belle & Sebastian á að standa í mikilli þakkarskuld við hann, andlega séð. (Meira)


Baader Meinhof - Baader Meinhof: Annar enskur meistari er Luke Haines sem hefur gengið mun betur en Lawrence greyinu. Luke rak sveitina The Auteurs in ðe 90s, en hefur líka gert sólóplötur og starfað undir nöfnunum Black Box Recorder (fyrsta platan með þeim er snilld) og svo gerði hann eina þemaplötu um Baader Meinhof, hippa hryðjuverkasamtökin þýsku. Þetta er byrjunarlag þeirrar frábæru plötu. (Meira)


Kuusumun Profeetta - Vuosisadan Vaihteessa: Ein finnsk hljómsveitin á viku kemur skapinu í... uh, lag. Kuusumun Profeetta (Tunglþokuspádómurinn) er ein þeirra hljómsveitina sem tengist hljómsveitinni Circle og hefur gefið út heilan haug af plötum. Þetta fallega lag er af plötunni Kukin Kaappiaan Selässään Kantaa frá 2001. (Meira)(Ennþá meira)


Khonnor - Kill2: Ungmenni frá Vermont sem er í góðu hæpi í augnablikinu. Af plötunni Handwriting sem er góð og fæst í 12tónum.  (Meira)

03.05.05
Síðast þegar ég fór á ljóðakvöld endaði eitt ljóðið sem var lesið upp á orðinu "rækjuhöfuð". Þetta var á Nellýs. Ég hef hvorki farið á ljósakvöld né Nellýs síðan. 
---
Nú ætlar Dagbjartur Óli að blogga smávegis: b<       , z<< <  jxzvvvxe    nih2ib                              q                 qbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb                  u1ewvb.|,,xjnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnkcmedjnki88
u   v       gt pmiæweeimdwzzzzzzz.´werro °nPXNNNNNNNNNNNNNNNNN7777
NNNNNNNN 5þ5552.
---
Hér er nýjasta nýtt í músikblogginu, Hefur þú heyrt þetta með Agli Harðar. Annars er ég bara spakur. Stefni á að stíga upp á Brekkukamb á samnefndum degi. Sá annars brot úr myndinni Hirosima Mon Amour á einhverri rásinni. Vá, hvað það er artí stöff. Mann svimaði bara. Svona var þetta á síðustu öld þegar menn fóru ekki að hlæja þegar einhver nefndi orðið "listrænt". 

01.05.05
Í dag kl. 16: Já það er TÓNLISTARþáTTUR DR. GUNNA! (ég fæ ekki frí á frídegi verkalýðsins, bú hú, ókei það er sunnudagur hvort eð er)... Og fyrst það er sunnudagur þá er hér auðvitað: TOPP FIMM!

Hasil Adkins - She Said: Stolt Vestur Virginíu, Hasil Adkins, safnaðist til feðra sinna á þriðjudaginn. Tvímælalaust villtasti rokkabillíkarl sögunnar (fyrir utan The Legendary Cowboy hugsanlega, en það er annar stórsnillingur og á svipuðum kaliber). Hasil spilaði oftast einn (á gítar, trommusett og söng, allt í einu - Hann hélt að þetta væri alltaf svoleiðis þegar hann heyrði rokk fyrst í útvarpinu enda alltaf bara talað um Elvis Presley en ekki Elvis Presley og hljómsveit). She Said er frægasta lagið hans eftir að The Cramps tóku það 1980 og færðu til "almennings". Lagið kom upphaflega út 1964 og textinn er snilld. Maðurinn drakk og reykti mikið og spilaði rokk og ról og bjó í kofa. Og nú er hann dauður. Amen (Á myndinni er Hasil með vini sínum Little Joe Washington) Meira.


Art Brut - Emily Kane: Snilldarband enskt, töff mússekk og textar sem maður tekur eftir. Fyrsta stóra platan er Bang Bang Rock N Roll og hér er magnað stuðlag um gamla kærustu. Meira.


Kiila - Contemporaries: Tilraunafinnar úr skóginum. Af plötunni "Heartcore" frá því í fyrra. Búinn að vera að viða að mér þessari skógarbylgju finnsku og margt er þar þrumustuð. Meira.


Lo-Fi-Fnk - Change Channel: Svona sænskt gleðipopp eitthvað, mitt á milli Junior Senior og Go! Team. Gera von bráðar plötu á vegum Moshi Moshi útgáfunnar. Meira.


Johnny Paycheck - Take this job and shove it: Í tilefni af frídegi verkalýðsins. Hver nennir að glápa á verkalýðsforingja á blússandi launum röfla enn einu sinni um að allt sé að fara til fjandans? Ekki ég. Þá er nú betra að gera uppreisn eins og Johnny. Sló í gegn með þetta 1978 en fór skömmu síðar í fangelsi í 2 ár fyrir að skjóta á einhvern gaur í bar. Sætur strákur. Meira.
---

Þetta er forvitnileg síða. Póstkort með leyndarmálum fólks. Margt gruggugt og grátt í gangi.

28.04.05
Ég trúi þessu ekki! Enn eitt kvöldið: Kvennahandbolti í sjónvarpinu!
---
Ég held ég sé að fá fokkings kvef.
---
Helgafell í gær. Gott mál. Saddam og Bobby höfðu skrifað í gestabókina.

24.04.05
Í dag kl. 16 á Talstöðinni: Tónlistarþáttur Dr. Gunna! Enginn gestur, bara mússikk. En hér, að venju, TOPP FIMM!

Risto - Nina, olen Palasina: Blaðamenn spyrna nú því nýjasta í finnsku rokki saman í eitthvað sem þeir kalla "freakfolk". Hef reyndar verið geypilega slappur að tékka á nýjasta finnska rokkinu, en skilst að þetta nýja stöff sé meira og minna allt undir áhrifum af Bad Vugum legendinu. Þetta lag er af fyrstu plötu Risto, sem þessi gaur með gleraugun er aðalmaðurinn í, enda heitir hann Risto. Fjandi gott lag, en hin á fyrstu plötunni þeirra eru sum góð líka. Talandi um Finna þá mæli ég með: Öskurlistamanninum Paska. Það má fá nokkur sýnishorn af honum á síðunni - algjört frík þessi maður. Útgáfunni Fonal. Nokkur sýnishorn þar, í lággæðum reyndar. Útgáfunni Ektro, sem er rekin af meðlimum úr Circle. Slatti af sýnishornum í hæfæ, m.a. af nýjustu plötu Keukhot. Og svo Bad Vugum auðvitað og BV2, framhaldslífi þess merkis. Hér má svo lesa um hina svokölluðu freakfolk bylgju hjá Pitzfork.


Robert Plant & The Strange Sensation -Freedom fries: Giggið fínt á föstudaxkvöld. Betra en maður bjóst við. Bandið helvíti gott og ágætis lög þetta nýja stöff, eins og þetta sem er af nýju plötunni. Gamli maðurinn góður og honum fannst gaman að sjá að það væru komin tjöld á bakvið sig í Höllinni. Tók ekki Immigrant Song og uppskar baul frá íslenskum fávitum þótt karlgarmurinn væri búinn rétt áður að taka rosalega útgáfu af Whole Lotte Love. Það hefði kannski einhver átt að segja honum fyrir svona 2 mánuðum að hann yrði að taka það lag hér, þá hefði hann kannski verið búinn að æfa það. Greinilega ekki með það á prógramminu karlinn. Las það í mbl að lagið hafi verið tekið en það fór algjörlega framhjá mér og flestum áhorfendum. En allavega: fínt gigg.


The Flying Lizards - TV: Átti þessa smáskífu einhvern tímann. Enskur dúett, síngla frá 1979, frægust fyrir dadaíska útgáfu af rokklummunni "Money". Þetta lag er helv skemmtilegt. Já.


Architecture in Helsinki - Frenchy, I'm faking: Þessi sprell og innhverfusveit frá Melbourne hefur gert plötu nr. 2, "In Case We Die". Hér er lagið sem smellur best við fyrstu tilraun, samt svona barnalegt leikfanga ha ha-stöff sem auðvelt er að fá leið á.


Phofo - Adeos polder (apogee): Af japönsku safnplötunni Sonido Uzumaki, sem var sett saman fyrir einhverja listasýningu. Phofo er einhver gaur frá Brooklyn. Þetta er voða fallegt og skemmtilegt lag.

21.04.05
Gleðilegt sumar börnin góð. Samdi lagið "Sumardagurinn fyrsti" í Ópinu í gær með Hildi Völu (hún er voða fín) og Ara í Kung Fú (og Strigaskóm #42) (fínn sömuleiðis). Hægt er að horfa á útkomuna (lag nr 15) á heimasíðu þáttarins og jafnvel kjósa það besta lagið. Það væri nú ekki amalegt því þá þyrftum við að mæta aftur í þáttinn og taka lagið aftur (og það þýðir annar fimmtánþúsund kall fyrir mig, takk fyrir)
---
Sá loksins Magdalenu systur sem ég hafði tekið upp úr sjónvarpinu. Satanískar nunnar dauðans í gasalegu stuði. Svo voru fórnarlömbin bara áfram voða kaþólsk þótt þau slyppu út. Hvílíkir hálfvitar. Ég er alfarið á móti trú og kaupi þann pakka ekki. Samt myndi ég aldrei nenna að standa í rökræðum við trúaða eins og nördahjörðin á Vantrú með Bigga vini mínum í fararbroddi. Eitthvað svo tilgangslaus iðja þegar litið er til annarra tímaeyðslumöguleika, en samt gaman að lesa þetta stundum, en um leið pirrandi eins og er oft er þegar fólk rífst og þykist ráða yfir sannleikanum. Svo káfar það lítið upp á mig þótt fólk sé trúað á einhvern alheimskraft eða bla bla eða blómaálfa. Ef því líður eitthvað skár og geti með trúnni sannfært sjálft sig um að líf sitt og dauði sé þá einhvers virði. Sjálfur trúi ég því staðfastlega að heilinn á mér sé of ófullkominn til að mér takist nokkurn tímann að skilja heiminn og er bara svakalega ánægður með það. (Nánar). Ég velti þessu hér upp af því ég var að sjá Magdalenu systurnar og svo af því að Jón Gnarr var að skrifa enn einn jesúpistilinn sinn (sem hann er auðvitað í fullum rétti til að skrifa og allt í lagi með það). Böggar mig bara smá þessi "sannleikur" sem hann setur þar fram, sérstaklega þar sem afleiðingar kristilega hugarfarsins (sannleikans) sem Jón telur svo göfugt eru sýndar í sinni viðurstyggilegustu mynd í myndinni góðu.

18.04.05
Auðvitað eiga flugfreyjur að vera með stöntgön til að nota á svona fulla fábjána. Svo á þetta hyski ekki að fá að fljúga aftur fyrr en eftir meðferð.
---

Það er alltaf hörkustuð hjá Belindu. Sjáið hana riðlast á lagi. Leoncie hvað?, segir maður nú bara.

17.04.05
Var í bústað alla helgina. Niðurstaða: Pictionary og Actionary getur reynt á hjónabandið og lambakjötsát orsakar viðrekstur. En nóg um það: Topp 5 er í mömmusamfarir húsinu:


Trabant - Nasty Boy: Subbufínt og útkynjað. Platan góð, bandið gott, þrumustuð.


Lónlí Blú bojs - Vilji Sveins: Rúnar er 60 og hér er snilldarlag með karlinum eða öllu heldur Ðe Lónlí, en eftir hann.


Buzzcocks - Orgasm addict: Hann á afmæli í dag. Er 50 ára. 50 ára pönkari. Húrra! Hér er eitt það besta með Buzzcocks sem afmælisbarnið Pete Shelley er í ennþá.


Brite Light - Little 55: Þessi íslenska 3/4 kvennahljómsveit birtist nú bara allt í einu upp úr þurru með fínan 6 laga disk sem fæst í betri búðum. Eru víst að gera stóra plötu og þetta er afar athyglisvert allt saman.


Love - You set the scene: Síðasta lagið á plötunni Forever Changes (1967) sem er algjör snilld og iðulega á öllum listum. Skylduplata.

14.04.05
Drullaðist loksins á kvikmyndahátíðina - Sá Napeleon Dynamite, sem er frábærlega skemmtileg. Þegar maður sér svona stöff skilur maður ekkert í því afhverju allar myndir eru ekki svona góðar. Líklega er snilldin bara svona tær eða eitthvað. 
---
Fór í afmæli Rúnars Júl í gær sem var mikið stuð. Hemmi Gunn og Gylfi Ægisson og fleiri meistara og allir í góðu formi. Magnús Kjartansson með rosa fyndna ræðu og Björgvin góður. Gerður konan hans Gylfa (fyrrverandi?) var með herðablöðin ber og mátti sjá að hún er með tattú: hjarta með "Gylfi Æ" innan í. Hversu töff er eiginlega hægt að verða? Ég hætti ekki fyrr en Lufsan verður komin með "Gunnar H" á bakið.
---
Mæli með "Villaborgara" í einni lúgusjoppunni í Keflavík. Þarna er allt morandi í lúgusjoppum. Át borgarann og hlustaði á Kanann (Langbylgja 1530). Ég er að spá í að fara að hlusta eingöngu á Kanann í bílnum. Næst ágætlega. Eitthvað mjög róttækt við það og öndergránd...
---
Trabants platan er drullugóð. Úrkynjunarklámpopp sem svínvirkar. Þess má geta að Ragnar Kjartansson úr bandinu verður óskalagasjúklingur í útvarpsþættinum mínum á sunnudaginn.

10.04.05
Jafnvel dauði páfans fær ekki stöðvað lint rennsli ÚTVARPSÞÁTTAR DR. GUNNA Í DAG KL. 16 Á TALSTÖÐINNI. Ég nenni ekki að fá neinn í viðtal, verð einn og spila því undarsamlegan skít eins og þennan til kl. 18:

TOPP 5!

Dinosaur Jr. - Sludgefeast: Magnað tríó frá Austurströndinni. Grönsafar. Þrjár fyrstu plöturnar voru að koma út á endurbættum diskum og mæli ég sérstaklega með plötu nr. 2 "You're living all over me" sem þetta lag er af. Platan er frá 1987 og mikill rokkmílusteinn. Bandið er víst að spila eitthvað til að kynna þetta sem er líklega afrek því aðaldúddarnir J Mascis og Lou Barlow hafa verið í fýlu.


Venetian Snares - Szerencsétle: Venetian Snares er Aaron Funk: Sjóðvitlaus hýperbreikari sem  skrúfar niður og fær sér sinfóníu á nýjustu plötuna "Rossz Csillag Allat Szuletett". Tók upp í Ungverjalandi sem útskýrar titlana. Þar er víst ódýrt vinnuafl í fiðlum.


The Search Party - Speak to me: Dularfullt sækadelíuband með kristilegan boðskap. Fátt er vitað um bandið sem tókst að koma út þessari einu plötu (Montgomery Chapel - 1968) og hefur því jafnvel verið haldið fram að hljómsveitarmeðlimir hafi framið hópsjálfsmorð. Það er eflaust lýgi.


The Troll - Professor Pott's Pornographic Projector: Grínsækadelía frá Chicago 1968. Fær hæstu einkunn í flokki fáránlegra lagaheita.


Flower Travelling Band - Satori pt.1: Japanskt eðalhipparokk. Af plötunni Satori (1971) sem geymir fimm hluta af Satori verkinu. Súrmeti dauðans.

09.04.05
Fólk hangir yfir giftingum og jarðarförum í sjónvarpinu. Fólk er sikk.

08.04.05
Kóngafólk smóngafólk. Þegar Díana dó kvað Hilmar Magnússon þessa vísu:

Nú er hún dáinn hún Díana
og Dodí sem var að setj'íana
á flótta undan pressu
þau urðu að klessu
og svifu svo upp til skýjana

05.04.05
Mánuðum saman er ekki sjitt í bíó. Svo kemur kvikmyndahátíð og þá fyllast af úrvalsstöffi í smá tíma -- reyndar í það lengsta núna, þrjár vikur. Hægt er að fá passa á 10 myndir á 5000 kall og verður það að kallast ágætis díll. Fyrir 5000 kall myndi ég sjá:

Der Untergang (Downfall)
Hitler í stuði.
I Heart Huckabees
Grínmynd eftir gaurinn sem gerði Three Kings.
The Woodsman
Kevin Beikon leikur barnaníðing sem reynir að byrja upp á nýtt eftir fangelsisvist.
Beyond the Sea
Kevin Speisí (sem reyndar tottar yfirleitt) leikur popparann Bobby Darin. Byggir á bók e. John Irving.
Napoleon Dynamite
Nördagrínynd. Hljómar mjög fersk.
Hotel Rwanda
Þjóðarmorðsdrama.
Mayor of Sunset Strip
Rokkheimildamynd.
The Fine Art of Whistling
Um blísturslið. Eflaust fyndið.
Gargandi snilld
Verður maður ekki að sjá þetta? Hugsanlega þó einum of artí fartí eins og Popp í Reykjavík.
Bítlabærinn Keflavík
Toggi er góður og þetta stöff eflaust þétt.

...og svo auðvitað nýjustu myndir Almodovar, Woody Allen, Mike Leigh o.s.frv. Þokkalega gott úrval!

04.04.05
Nú líður að sá tími sem ég ætti að fara að fá áhuga á klassík, djassi og ættfræði skv. stöðlum. Veit ekki með djassinn og klassíkina en Íslendingabók kemur sér vel í að grafa upp forfeðurna. Væri gaman ef maður gæti hitt allt þetta lið sem maður er kominn af, en það verður örugglega hægt á himnum skv. áræðanlegum heimildum (eða þannig):

Sonur: Dagbjartur Óli Gunnarsson 2003 -
Ég: Gunnar Lárus Hjálmarsson 1965 -
Pabbi: Hjálmar Alexander Stefánsson 1926 -
Afi: Stefán Jóhannesson 1895 - 1990

Þessa fjóra hef ég hitt og get vitnað um að allir eru algjörir meistarar og góðmenni. Málið fer að vandast þegar lengra er farið enda hef ég náttúrlega ekki hitt neitt af þessu gaurum: 

Langafi: Jóhannes Sigurgeirsson 1873 - 1957
Mun hafa verið víngull þessi. Ókvæntur vinnumaður á Nautabúi á Neðribyggð, Skag. 1895, átti semsé afa með vinnukonunni í lausaleik. Skildi langömmu eftir með afa. Var lausamaður á Reykjum í Tungusveit, Skag. 1901. Fór þaðan til Vesturheims 1902. Lést í Winnipeg 1957 og lítið er vitað af ferðum hans Westra. 

Langa langafi: Sigurgeir Sigurðsson 1849 - 1913
Bóndi á Daufá og Stapa í Tungusveit, Skag. Átti samtals 9 börn með þremur konum. 

Langa langa langafi: Sigurður Sigurðsson 1818 - 1870
Bóndi í Gilhagaseli á Gilhagadal, Skag. Átti 8 börn með einni konu.

Langa langa langa langafi: Sigurður Þorleifsson 1790 - 1852
Fósturbarn á Reykjum, Þingeyrasókn, Hún. 1801. Bóndi í Hvammi í Laxárdal fremri og á Mosfelli í Svínadal. Bóndi í Skyttudal á Laxárdal fremri, síðast í Gautsdal. Átti 9 börn með 4 konum.

Langa langa langa langa langafi: Þorleifur Þorleifsson 1761 - 1819
Bóndi í Skyttudal, Jaðri og Hátúni á Langholti. Bóndi í Mörk, Bergstaðasókn, Hún. 1801. Bóndi í Stóru-Mörk, Bólstaðarhlíðarsókn, Hún. 1816. Átti 6 börn með einni konu.

Langa langa langa langa langa langafi: Þorleifur Jónsson 1723 - ?
Var á Álfgeirsvöllum á Efribyggð, Skag. 1761. Bóndi á Ytra-Skörðugili á Langholti, Skag. 1762. Síðast bóndi í Jaðri á Langholti, Skag. Átti 3 börn með einni konu.

Hér gefst Íslendingabók upp og því er þessi Þorleifur það síðasta sem spurðist af DNA-mengi mínu. Semsé bændur úr Skagafirði og Húnvatnssýslu aftur í aldir. Maður ætti kannski að fá sér hest? Nú er bara að læra öll þessi nöfn, en samt, til hvers? Maður hefur þetta bara á netinu. Þess má svo geta að ég er skyldur Megasi í móðurætt í 9. lið en Bubba Morthens í 12. lið í föðurætt.

03.04.05
Topp 5 og ekkert rugl:

Megas - Gamla gasstöðin við Hlemm: Karlinn 60 og stórhátíð í Austurbæ á fimmtud. Það stóð til að hlj Dr. Gunni tæki þetta lag en við það var hætt og annað valið. Þetta er engu að síður frábært lag og af bestu plötunni hans (að mér finnst), Fram og aftur blindgötuna (1976)

The Birthday Party - Six strings that drew blood: Svaka Nick Cave b-side & rarities pakki kominn út en ég bendi enn og aftur á þá einföldu staðreynd að Birthday Party var miklu skemmtilegra stöff. Hér er lag sem bæði Bad Seeds og Boirthday Party reyndu sig á, Bad Seeds-útgáfan er á safnplötunni nýju en hér er BP útgáfan (var extra lag á CDi með Mutiny og Bad Seed ep-unum).


Johnny Cash - Heart of Glass: Heyrði þessa útgáfu í leigubíl á Kanarí. Eina tónlistar "upplifunin" á þeim eymdarstað.


Euphoria - Did You get the letter: Sækadelíu kántrýpopp frá obskjúr Kaliforníubúum (Af plötunni Gift from Euphoria (1969)).


Hot Hot Heat - Goodnight Goodnight: Fíflalega grípandi stuðlag frá þessum kanadísku poppurum. Sýnist platan (Elevator) ekki eins góð og sú síðasta. Einum of mikið Weezer-eitthvað í það heila, þetta er þó ekki lokaniðurstaða enda er maður bara rétt búinn að tæpa á plötunni.
---
Nýbylgjumyndir! Fann þennan vef af rælni. Gott stöff sýnist mér.

02.04.05
Kanarí er sjoppulegt pleis, allavega þessi Playa del Ingles, ælur og hundaskítur á götum, fullir ellilífeyrisþegar í meirihluta og þjónarnir segja "Mamma borga" við öll tækifæri. Ekkert slor semsé. Um páskana var allt krökt af íslendingum, þ.á.m. mér og fjölsk. Steininn tók úr þegar við fórum á FOTO HARRY sem var með Rás 2 út í garði, fólk étandi spaghetti og allir íslenskir eins og Eyjagrín eitthvað. Sem sé heitar Vestmannaeyjar allan ársins hring. Skruppum til Playa de Mogan sem er allt annað líf og eins og eitthvað eftirsóknarvert. Held ég hafi tekið út minn Kanarípakka nema við tökum Playa del Mogan á snekkju við tækifæri. Það er kampavín. Hitt er vodkalíter á 6 evrur.
---
Fátt er þarna af sæmilegum veitingarhúsum, en hefi engu að síður bætt nokkrum við á listann enda Kanarí íslensk nýlenda.
---
Gott alltaf að koma heim. Það besta við hverja ferð eiginlega. Nema hvað ég er að drepast í öxlunum eftir að hanga í dvergþotu Flugleiða og reyna að sofa í lausu lofti. Fór í nudd í gær hjá Joop hinni tælensku. Er allur að koma til.
---
Hemmi Gunn!
---
Í Tónlistarþætti Dr. Gunna á morgun verður boðið upp á gott stöff og Svavar Pétur úr Skakkamanage í óskalagahorninu. Magnað helvíti.

---
Eldra tuð hér: