30.04.04
Hjálp ég er að verða geðveill úr flutningsrugli! Höfum verið eins og rónar síðustu dagana, skítug og asnaleg, finn hvergi pokann með nærbuxunum. En þetta helvíti er að skána. Tölvan er komin upp og Trausti búinn að lána okkur Rainbow ryksuguna.
---
Fór á Tomma.

26.04.04
Hæ strákar. Vinsamlegast bætið þessu í fjölmiðlafrumvarpið ykkar: 1. Bannað er að spila sama lagið oftar en einu sinni á dag. Þetta á bæði við útvarps- og sjónvarpsstöðvar. 2. "Playlistar" eru með öllu bannaðir. 3. Útvarpsmenn mega aðeins segja hvað klukkan er einu sinni í hverjum þætti. 4. Alfarið er bannað að byggja dagskránna á "fyndnum fréttum af Netinu". 5. Sjónvarpsstöðvar verða að haga útsendingu sinni þannig að það sé alltaf eitthvað áhorfanlegt á einhverri stöð, þó má ekki vera eitthvað almennilegt á mörgum stöðvum í einu, nema fullsannað þyki að ég eigi tóma videóspólu. 6. Bannað er að endursýna bíómyndir oftar en 3. sinnum, nema ég hafi misst af þeim. 7. Bannað er að bjóða upp á dagskrárefni með Oprah Winfret, Carrot Top, Ashley Djödd og Randver Þorlákssyni. 8. Gísli Marteinn má ekki fá sömu gestina oftar en einu sinni á önn. 9. Í kjaftaþáttum ber þáttarstjórnendum skylda til að skjóta viðmælendur séu þeir leiðinlegir eða vilja ekki hætta að röfla og hindra þar með framgang dagskrár. 10. Páll Benediktsson verður að halda áfram með "Í brennidepli" enda eini almennilegi fréttaþátturinn.
---
Sá brot af þessu samnorræna vannabí Ædol/Eurovision-tjattsjói með Eika Hauks. Athygli vakti að þetta leit út eins og árið væri 1989. Svona eru nú Skandinavar hallærislegir. Sá líka Ameríkan Ædol þar sem bestu en ljótustu söngvararnir töpuðu næstum því allir en lélega sæta liðið vann, og snjóhvíti rauðhausinn. Ætli rauðhaus vinni ekki bara þó hann geti ekkert sungið og brjóti bæði jafnréttis og rasistalögin í einu. En Barry Mannilow? Barry Ælinóg frekar.
---
Fékk vísbendingu um Peanut Butter Chocolate sjeik (smoothie) með bönunum í Ísbúðinni Álfheimum, og gef honum fullt hús. Slagar hátt í álíka sjeik hjá Ed's í London.

21.04.04
Japanir eru bæld þjóð. Rými er þar almennt minna en hér og allir oní öllum. Mjög vinsælar pillur fást í apótekum en þær eiga að virka þannig að kúkurinn úr þér hættir að lykta séu þær bruddar umvörpum. Mikil skömm þykir að skilja eftir sig kúkalykt á klósetti og er fólk jafnvel rekið ef lyktin er stæk. Vitanlega hefur pukrið í kringum gufur rassins getið að sér fetish sem gengur út á sniffa nærbuxur og nú er jafnvel hægt að kaupa myndbönd með skólastúlkum að reka við. Pantið ykkur eintak hér. Smá "engrish" fylgir með í kaupunum – New Video "GIRLS BE FARTING 3" releaced!! Three new girls show her good farts in this video.Every Girls farts are loud and smelly.pretty faces when fart in video.
---
Er að flytja... Dagbókarfærslur í lágmarki... Af Vesturvallagötu á Dunhaga... Gamlir tuldrandi heildsalar á bakvið gardínur... Sé byssusmið út um gluggann... Og Ægissíðuna... Teppi dauðans er fokið af... Málning á veggina næst og parket... Svo að bera draslið á milli staða og allt þetta kjaftæði. En semsé, mitt venjulega líf og dagbókarfærslur í lágmarki næstu vikuna eða svo.

17.04.04
Dísa frá hárgreiðslustofunni Hárný var í sjónvarpinu í gær. Sýndist hún ekkert vera sérlega gröð.
---
Rauðhaus komst enn á ný áfram í American Ædol. Veiii. Tarantino hress og nokkuð ljóst að það verður blökkustúlka sem vinnur í ár. Líklega þessi munnstóra sem söng Summertime. Gott að spriklandi fáráðurinn datt út. Spurning hvort Kalli Bjarna væri ennþá inni væri hann þarna. Það versta við þessa keppni er hvað krakkarnir eru með geldan og leiðinlegan tónlistarsmekk. Hvenær kemur einhver sem syngur eitthvað skemmtilegt?
---
Bíórásin bauð upp á stórvirkið Jaded kl. 22. Myndin fjallaði um "hroðalega sódómsku". Fór snemma að sofa. 
---
Spaðar og Geirfuglar í kvöld í PPPP. Það er góður þáttur.

15.04.04
Hef lifað einn dag án tölvu því blessunin var orðin troðin og átti erfitt með gang. Hún dvaldi í Tölvuvirkni yfir nótt og er nú flúnkuhress með nýjan risavaxin harðan disk. Dagur án tölvu er eins og dvelja á eyðieyju í viku. Bill Gates hefur margt á samviskunni. Hvernig fór maður eiginlega að fyrir 15 árum?
---
Hæstvirtur Björn Bjarnason spilar nú bleikan rassinn úr terlínbuxunum trekk í trekk svo unun er á að horfa. Manngarmurinn ætti helst heima liggjandi á bæn með geðsjúklingunum í Hvíta húsinu, en örvæntið ekki því hann er einum of ófríður til að eiga mikla framtíð í pólitík og þar að auki húmorslaus og með álíka persónutöfra og gardínustöng. Veitið manninum nú lýðræðislegt aðhald og klikkið á þennan borða:

---
Að lokum erða splúnkunýr Topp5 listi:
All night Radio - Sad K - Annað lag af þessari frábæru plötu ANR, "Spirit Stereo Frequency", sem verður án efa á mínum lista sem ein af bestu plötum þessa ár.
Big Dipper - Easter Eve - Samferðarmenn Pixies í Boston alt rokkinu. Þetta er af fyrstu og bestu plötunni þeirra, "Heavens" frá 1987.
The Creation - Making Time - Breskir og Who-legir enda með sama pródúser, Shel Talmy. Gítarleikara Creation var m.a.s. boðið í Who en hafnaði boðinu. Ætl'ann sé enn að naga handarbökin? Þetta hrottasvala lag er síðan 1967.
Black Flag - Wasted - Groddapönk frá LA síðan 1978. Hér var vöðvatröllið og B-leikarinn Henry Rollins ekki mættur á svæðið og Keith Morris sá um sönginn. 
Sonic's Rendezvous Band - City Slang - Meira 1978 rokk, nú með þessu bandi sem gerði bara þessa einu litlu plötu. Meðlimir komu úr skíta-Detroit böndunum MC5, Stooges, Up og The Rationals. Þýska útgáfan City Slang er vitanlega nefnd í höfuðið á þessu lagi.

12.04.04
Ísafjörður var á sínum stað og á rokkhátíðinni var selt sérhannað rokksúsí í handhægum bakka á 300 kall. Hér er mynd:

Færð ágæt og stuð mjög gott. Rokk mikið á festivali. Bjórtjald gott og Dóri Hermanns sló í gegn og ætti að koma út á smáskífu. SSSKA fékk að koma við félagsheimilið í Hnífsdal og sjá hvar fyrsta Grafík-platan var tekin upp. Helvítis Langi Mangi klikkaði áðí að hafa opið á Páskadag kl. 11 eins og lofað hafði verið daginn áður og var því ekki hægt að torga víðfrægum amerískum morgunverði. Á moðerfokking hótelinu mætti okkur ekkert nema skilningsleysi og skætingur og hvorki hægt að éta morgunverð né af menúi. Núll stjörnur. Hin stórkostlega sjoppa/menningarheimili Hamraborg kom loks hinum svöngu ferðamönnum til hjálpar með unaðslegum borgurum sem komu kófsveittir úr örbylgjuofnum. 3 stjörnur. Á Hólmavík var líka geðþekk dreifbýlisstúlka sem vantaði nokkur lög af smínki til að komast í Manson gengið sem eldaði hamborgara ofan í ferðafélagið Blómey og gest. Þrjár og hálf stjarna. Unglingaþátturinn @ið dókúmentaði rokkfestið og ætli ljósmyndasíður birtist ekki á netinu þó ég hafi enga fundið í morgun. Nú bíður sérstakt ástaregg frá Mónu en á morgun stíf þjálfun og próteindrykkir.
---
Saga af Bó Hall (dægurlagasöngvara): Hann sá Dr. Gunna koma fram hjá Gísla Marteini og hafði þetta að segja: Helvítis aumingjadýrkun er þetta alltaf. Alltaf góð, gamla pempían.

09.04.04
Ég vona að einhver útvarpsmaður hafi vit á því að spila "Föstudagurinn langi" með Unun í dag enda er það eina lagið sem er til um þennan dag sem var einu sinni jafnleiðinlegur fyrir okkur og hann var fyrir Ésúm sem hékk á krossinum. Dagurinn er reyndar snöggtum skárri í dag en hann var. Ég gat m.a.s. farið í sund og étið McDonalds rusl á meðan ég minntist pínu Frelsarans. Fór á rómantíska gamanmynd í gær sem gerist sem betur fer á Hawaii því annars hefði ég aldrei farið á hana. 
---
Við siglum inn í hörkuspennandi 8-liða úrslit í PP með Buttercup v/s Bara Flokkurinn leiknum sem er á dagskrá annað kvöld. Allir leikirnir í 8liða eru hnífjafnir og skemmtilegir nema einn sem er minna jafn en hinir. Leikurinn á morgun er merkilegur fyrir þá sök að í Popphjólinu var vesalings Felix alveg að míga á sig. Þú skalt athuga andlitið á honum með þetta í huga. Loksins gafst hann upp og hljóp haldandi um miðjuna á sér af settinu. Þetta er klippt svo enginn tekur eftir neinu, en þú skalt fylgjast með því hvað hann er allur hressari þegar Valur í Buttercup kemur til að snúa hjólinu.

08.04.04
"Sexy kunntur. Sæmileg hugmynd. Léleg framkvæmd", segja Playerarnir í fleiming hott umræðupakka á vef Geira 3d og Dude bætir við: "Mér líður eins og einhver hafi verið að skíta í bæði eyrun og augun á mér. úff". Hér er ekki verið að tala um nýjasta leikrit Snúðs og Snældu heldur hljómsveitina Nælon, en í gær komu þær fyrir almenningssjónir syngjandi lag sem við Þór Eldon sömdum fyrir 10 árum. Stórsnillingurinn Einar Bárðarson er heilinn á bakvið Nælonið og hugmyndin virðist vera að tékka á hvort svona framleidd poppsveit gangi í skrílinn og jafnvel útlenda skrílinn líka. Fyrirrennurum Einars datt þetta í hug fyrir langa löngu og poppsagan er full af "tilbúnum" hljómsveitum. Öllu girl-group sándinu í kringum 1962 var dælt út úr Brill byggingunni, The Monkees var líkast til fyrsta svona varan/hljómsveitin sem gekk alla leið, og tyggjókúlusprengjan í kringum 1969 skilaði mörgum að unaðslegustu – og heimskulegustu – popplögum síðustu aldar - Sugar Sugar, Yummy Yummy Yummy, Dizzy o.s.frv. Síðan hefur þessi hugmynd verið viðloðandi bransann í mismiklum og miskemmtilegu mæli, en hér reyndu menn þetta fyrst og síðast rétt fyrir 1980 þegar Lummurnar og Brunaliðið vældu úr sér lifur og lungu á þokkafullan hátt öllum sönnum pönkurum til gífurlegra ama, þótt í dag hafi ég a.m.k. náð hvílíkri andlegri fullkomnun að finnast Lummurnar næstum því allt í lagi. Auðvitað segi ég nú samt að mér finnist Ununar útgáfa lagsins mun betri en þessi frekar kraftlausa útgáfa Nælonsins og Heiða hressari en þessar stelpur til samans. En Nælon gæti samt alveg orðið ágætt ef menn kokka góð lög ofan í stelpurnar, og vonandi eru menn tilbúnir að dæla í þetta einhverjum peningum því í svona vöruframleiðslu þarf helst að dæla taumlaust því þetta er klassískt dæmi um að það þarf pening til að búa til pening. Veit samt ekki hvað sönghópnum The Nylons finnst um nafnið.
---
Til að fagna þessum áfanga í íslenskri tónlistarsögu er ekki úr vegi að bjóða upp á orginal demóið af þessu unaðslega heimskulega lagi. Við Þór að djamma með trommuheila á Óðinsgötunni 1993 eða 4 og ég að humma laglínuna textalausa. Prósídd at jor óvn risk, eins og sagt er.
---
Og svo smá páska Topp 5:
Kim Fowley - Bubblegum: Kim Fowley er nokkurs konar Einar Bárðarson og hefur marga fjöruna sopið og verið allsstaðar þar sem aksjónið er. Hann stofnaði gelgjurokksveitina The Runaways ("Cherry Bomb" er lag sem fólk ætti ekki að missa af), en var sjálfur að fást við mússikk og var nokkuð fríkaður eins og heyra má t.d. á glænýrri safnplötu sem Ace var að gefa út. 
The Von Bondies - Been Swank: Ræflar frá Detroit. Söngvarinn var laminn af Jack White á dögunum. 
Royal Trux - Liar: Unaðshressir heróínfíklar. Af hinni stórkostlegu plötu "Accelerator" .
Air - Lucky & Unhappy: Franskir hefðarmenn. Lag af hinni misskyldu en stórgóðu "10.000 Hrz".
Max Romeo - Chase the Devil: Kristilegt djöflaraggí til að glæða páskaskapið.

06.04.04
Á þessum tímapunkti er við hæfi að þú takir þátt í könnuninni Hvaða hljómsveit vinnur Popppunkt?

04.04.04
Það þarf eindreigna viðleitni til að styrkja hina frjálsu samkeppni. Ofbauð svo verðið á bensíninu hjá Orkunni (97.4 kr) að ég brunaði í Kópavoginn til styðja Atlantsolíu (92.5 kr). Hefði þó getað farið á Orkuna á Smiðjuveginn en þar kostar líterinn 92.4 kr. Það hefðu þó verið svik gegn samkeppninni og ekki síst gegn mér sjálfum sem samfélagsábyrgum einstaklingi. 
---
Það var hreinlega síldarplansstemming á olíuplaninu hjá þeim og biðröðin teygði sig langar leiðir eftir Kópavogsbrautinni. Mér gafst nægur tími til að slappa af í bílsætinu, hlusta á Björn Inga leikara hjá Páli með stjörnukortin á Rás 2 og rifja upp ýmsar æskuminningar sem gerðust þarna í nágrenninu. Maður fór auðvitað ekkert í Vesturbæinn fyrr en um fermingu en þá varð mikið sport að hanga á ruslahaugunum sem voru þarna í fjörunni. Við strákarnir fundum sjaldan eitthvað markvert (rámar í vasahníf) en einu sinni hélt ég að ég væri kominn í feitt þegar ég fann nokkrar blýþungar plastfötur. Það þurfti átak að ná lokinu af, en þá gusaðist upp úldin síld í útrunnum safa og slettist yfir mig allan. Síðan hef ég haft óbeit á útrunnum mat. Dósagerð dauðans var þarna líka, en þar vann ég í leiðinlegustu viku lífs míns þegar ég var 16 ára. Var kynntur fyrir skítahaug á færibandi sem hvíslaði að mér þegar ég heilsaði honum "hér áttu eftir að vinna þangað til þú drepst". Í matartímanum hraktist ég á milli stóla því þrælarnir áttu allir "sinn" stól. Fann loksins eina lausa stólinn og hann reyndist þá við borð skítahaugsins. Á meðan ég gúffaði í mig kjötbollum í brúnni sósu hlustaði ég á hauginn þusa. Hann talaði um einhvern kafara sem hann þekkti og hafði kafið í Fossvoginn sem við gátum séð út um glugga mötuneytisins. Haugurinn þusaði um "ótrúlegt lag af mannaskít og drullu og smokkum" sem kafarinn þurfti að synda í gegn um og var nærri dauður. "Jamm," sagði ég bara og stakk sósulekandi bollubita í kjaftinn á sér. Haugurinn var með flöskubotnagleraugu og skítugar hártægjurnar löfðu yfir skallann. Á þessum tíma hafði orðasambandið White trash ekki náð fótfestu í tungunni, annars hefði haugurinn verið skólabókardæmi. Seinna sá ég hann róta á ruslahaugunum í Hafnarfirði (tek það fram að þá var ég að henda dóti, ekki í skemmtiferð) og í framhaldi af því samdi ég lagið "Gunni kóngur" (hann hét Gunnar), sem S/H Draumur flutti á sokkabandsárum sínum.
---
Jæja loksins kom að mér á AO-planinu og ég gat ég fyllt tankinn (50 l). Reyndist ég þá hafa sparað 245 kr. Lifi Atlantsolía og frjálsa samkeppnin!
---
Er rokk vinsælla en sykurpopp? Já! Það er uppselt á allt rokk í sumar en aðstandendur Sugababes eru orðnir desperat og auglýsa nú frían disk með hverjum miða. Ég held að tveir Pink-tónleikar í Höllinni verði flopp ársins, þótt ágæt sé hún svo sem. Gaman væri ef þumbararnir sem sjá um Popptíví veittu þessari staðreynd um stöðu rokksins athygli og létu það koma fram í stefnu stöðvarinnar. Það ætti einhver að segja þessum mönnum að þeir búa á Íslandi og Íslendingar vilja rokk en ekki hristandi rassgöt.
---
Þá eru 8-liða úrslitin framundan í Popppunkti. Ég vona að spennan verði meiri í næstu þáttum, enda hafa þetta því miður verið frekar ójafnir leikir allt saman. Við tökum þesa fjóra 8-liða leiki upp á mánud og þriðjudag (5. og 6. apríl) kl. 18 og 20. Eitthvað ætti að vera laust á áhorfendapallana og þá er mæting sirka hálftíma fyrr. Pítsa og öl að venju í boði...
---
Sá tvær slappar videómyndir um helgina. Djísös hvað það er frústrerandi að finna aldrei neitt á þessum djöfulsins videóleigum. Maður stendur fyrir framan rekkana og fyllist örvæntingu. Kannski ein mynd sem kemur út á mánuði sem stenst þann standard sem eðlilegt fólk ætti að setja um gæði og skemmtanagildi. Maður nennir ekki alltaf á Laugarásvideó.

01.04.04
Og sigurvegarar Músiktilrauna í ár, hljómsveitin Opus frá Ólafsvík:

Þeir fluttu þrjú lög á verðlaunakvöldinu: "Mosavaxin görn", "Tussa á teini" og "Ég er ekki gay þó axlaböndin mín séu það".


Athyglisverðasta hljómsveitin þótti hins vegar Telex frá Tálknafirði, en það sem þótti einna athyglisverðast við þessa sveit er hve ellilegir meðlimirnir eru (þeir eru á aldrinum 12-15 ára). Telex tók lögin "Smell my finger bitch", "The Kinky Slut from Akureyri (named Anna Katrín)" og "Í minningu móður minnar". Skífan hefur þegar tryggt sér fyrst nefnda lagið á safnplötuna Svona er sumarið 2004. Hljómsveitirnar tvær ætla að spila á þakinu á BSÍ í dag kl. 14 og er músikáhugafólk hvatt til að mæta.

31.03.04
Best að demba sér í TOPP 5!, sem er að sjálfssögðu hægt að hlusta á hér í ilmandi fínu Real Audio. Ef þú ert álfur út úr hól má fá frían Real Audio spilara hér.

Þetta er hún Yasuko Onuki sem syngur í Melt Banana. Þau eru hreinlega geðveil og þetta snilldarlag er af nýjustu plötu þeirra, "Cell-Scape" (kom út í fyrra). Fátt er betra en að hamast á brettinu með þetta í eyranu í hæsta.

Þetta er sænska hljómsveitin Doktor Kosmos. Brilljant skandinavíupopprokk með skemmtilegu grínívafi. Fullt af stöffi til með þeim, þetta lag er af nýjustu plötunni, "Reportage!"

Þetta eru strákarnir í Oneida (frá Brooklyn). Lagið er eitt það besta af plötunni "Secret Wars", sem er nýkomin út og er sú sjötta frá þeim í fullri lengd.
Architecture in Helsinki er fáránlegt hljómsveitarnafn, sérstaklega ef hljómsveitin kemur frá Ástralíu og spilar innísig moðpopp og segist hlusta mikið á múm. En þetta er enga að síður hin ágæta hljómsveit:

Topp 5! endar eins og hann byrjaði, í Japan. Hér er komin ein vinsælasta barnastjarna þeirra Japana á fyrri hluta 7.áratugsins, já að sjálfssögðu er ég að tala um Mari Umeki. Hér syngur hún um Tommy og takið eftir enska textanum, en japansk popp er iðulega með ensku viðlagi eða nokkrum enskum frösum. Hress og kát alltaf hún Mari:

29.03.04
Nú er Gummi Jóns úr Sálinni að koma með sína fyrstu sólóplötu, "Jaml". Nafnið er eins og að um djass sé að ræða því þegar djassistar landsins gera plötur heita þær iðulega eitthvað á borð við "Klif", "Rask", "Kjár" eða "Stikur". En Guðmundur er örugglega ekkert að djassa. Kannski er þetta fyrsta platan í fyrirhugaðri tríólógíu og næstu plötur munu heita "Japl" og "Fuður". Gleðisveitin Haukar var með svipaða hugmynd á 8. áratugnum. Gáfu út plöturnar "Fyrst á réttunni..." og "Svo á röngunni", en aðalmaðurinn Gulli Melsteð lést sviplega áður en "Tjútt tjútt tra-la-la" kom út. 
---
Sit annars kófsveittur við að semja næstu fjóra PPP (öll 8-liða úrslitin) en þeir þættir verða teknir upp í beit 5. og 6. apríl. Því lítill tími í bloggvitleysu sem stendur.

27.03.04
Dró alla fjölskylduna í Smáralind til að smakka á borgara frá Burger King.
---
Buttercup og 200.000 naglbítar í kvöld í PP. Ég minni á það. Já ég minni á það.
---
Var hjá Dodda litla á Xinu á fimmtudaginn í ferilsspjalli. Held það sé endurtekið einhvern tímann um helgina. Á leiðinni upp á Höfða hlustaði ég á plötu Ununar, Ótta, sem ég hafði ekki hlustað á síðan hún kom út. Vá, hvað þetta er góð plata! Bara með því skásta sem ég hef gert og miklu betri en fyrri Ununar-platan "æ". Ég man ekki eftir neinum dómi sem platan Ótta fékk á sínum tíma – gæti jafnvel verið að hún hafi ekki fengið neina dóma. Seldist svo ekki rassgat og bandið gaf upp öndina sumarið eftir hafandi hjakkað á vegum Alberts í Finnlandi og Noregi og Eystrasaltslöndunum. Platan var til sölu á bensínstöðum á 99kall undir lokin ef ég man rétt, en er núna ófáanleg og dæmd til að gleymast nema hún fái uppreisn æru eins og Van Gogh. Þarf að henda plötunni hérna á netið bráðlega. Þetta er blúsaðasta plata sem ég hef komið nálægt og eftir á að hyggja hefði verið best að skipta hressu lögunum þrem á plötunni út fyrir 3 þyngri og blúsaðri lög. Þá hefði þetta verið fullkomið meistaraverk því "Við við viðtækið" og "Sumarstúlkublús" eru dálítið út úr kú, en "Geimryk" sleppur kannski, enda með heimsspekilegum texta.
---
Mér fannst nú Tvíhöfði hálf slappir þegar þeir byrjuðu aftur en nú er þetta orðið eins og í gamla daga og maður má helst ekki missa af þætti. Unaðslegt ævintýri.
---
Djöfull nenni ég ekki að pæla í þessu Norðfjarðarmorðdraslmáli og því hver lýgur hverju og hver gerði hvað eða hver gerði ekki hvað. Bíð bara eftir kvikmyndinni.
---
Karlar í Smáralind að reyna að pranga inn á mig rauðri fjöður. Það er alltaf eitthvað. Stundum álfar fyrir fyllibyttur eða englar fyrir dópista. Skil ekki afhverju þessi 40% sem maður borgar í skatt er ekki nóg. Hvað er að klikka í skiptingu kökunnar ef frjáls félagasamtök þurfa að taka á sig samábyrgð? "Mér finnst nú nóg að borga skattana!" hrækti ég framan í karlinn. Nei ég lýg því, "Takiði nokkuð kort?" spurði ég eins og hver annar glæpahundur og slapp.

24.03.04
Það er frekar pirrandi að vera með eitthvað lag á heilanum og vita ekki hvað það er. Stundum hefur fólk í þessari aðstöðu leitað til mín með vandræði sín og oftast hef ég getað leyst þau. Nú er ég sjálfur með lag á heilanum en hef ekki tekist að finna út hvað þetta er. Þetta er lag sem ég hef heyrt í (líklega) gamalli John Waters mynd (John Waters er einn af fjórum bestu leikstjórum sögunnar, hinir eru þessi, þessi og þessi). Hélt að þetta lag væri í Pink Flamingos, en ekki var lagið á diskinum sem ég keypti af Kristni á laugardaginn. Fékk lagið á heilann áður en ég setti diskinn á fóninn þegar ég fór að ímynda mér hvaða lög ég væri að fara að hlusta á. Hugsanlega er lagið í Female Trouble, Desparate Living eða Multiple Maniacs – eða í Pink Flamingos en bara ekki á diskinum. Minnir að það hljómi undir þegar Divine og einhver eru að krúsa á bíl. Minnir að það sé svart/hvítt atriði. Ætli maður þurfi ekki bara að horfa á þetta dót allt saman aftur og ekki vanþörf á því, John auðvitað algjör snillingur. Lagið er svona manískt doo-wop, hljómar eins og blökkumennirnir sem syngja það séu með hundaæði. Laglínan er einföld – man ekkert hvað er sungið en þetta einhvern veginn svona: Dó dó dó - Bomm - Ha - hadabba - habba - habba - habba - habba - habba... Getur einhver hjálpað? Enginn? Leitinni verður haldið áfram enda konan farin að hugsa mér þegjandi þörfina fyrir að söngla þessa sturlun fyrir munni mér allan daginn...
---
Jesús kristur á teini! Hef fundið út úr þessu með lagið. Lausnir varð bara alltíeinu ljós. Átti þetta lag m.a.s. á gamla harðadiskinum. Lagið heitir "Rubber Biscuit" og flutt af The Chips upphaflega en var svo í gamalli JW mynd (að ég held) og líka í Cry Baby. Þeir tóku það líka félagarnir í Blues Brothers. Mikið er ég feginn að þessu sé lokið! Mun engu að síður gera mér ferð um að sjá gömlu góðu Waters snilldina.
---
Og þá er komið að TOPP 5:
The Rivingtons - Mama-Oom-Mow-Mow (1962) – Leitin að laginu bar mig að þessum félögum. Hélt að þeir flyttu líka heilalagið... Þetta lag og annað, "Papa-Oom-Mow-Mow, voru grunnurinn að laginu "Surfin' Bird", sem The Trashmen slógu í gegn með og Cramps og Ramones tóku síðar...
Devo - Blockhead (1979) – Devo eru á Topp10 á oll-tæm-persónal-feivoræts... Algjörir snillingar. Þetta lag er af þeirra vanmetnu annarri plötu, "Duty Not For The Future".
Sagittarius - My World Fell Down (1968) – Maður er síður en svo læknaður af Smile-æðinu. Nú er maður farinn að hlusta á mússikk sem er undir áhrifum af Smile. Þetta er stúdíóband sem Gary Usher var í, en sá gaur var mikill Surf-kall og samdi texta við slatta af Beach Boys lögum. Þetta er fyrsta smáskífan en svo kom platan "Present Tense" sem Smilemenn telja góða.
Maher Shalal Hash Baz - Wings of the Dawn (2000) – Japanskt og neósækadelískt Belle&Sebastian? Af plötunni "From a Summer to Another Summer (An Egypt to Another Egypt)".
The Chips - Rubber Biscuit (1956) – Heilalagið góða! Eina lagið sem þessir galgopar gerðu og þeir hættu skömmu eftir útkomu plötunnar en létu að sér kveða í sitthvoru lagi í öðrum Doo-wop böndum. Lagið komst ekki á top40 en þegar Blues Brothers tóku lagið 1979 kom bandið saman aftur og gerði nýtt lag. Mikill léttir að hafa náð þessu úr hausnum!

19.03.04
Skrapp í Kolaportið. Sama drasl og vanalega nema hvað Kristinn Pálsson var að selja CD safnið sitt. Sá ekki betur en þetta gengi ágætlega hjá honum enda nóg af góðu stöffi. Ég keypti 4 diska: The best of The Standells, V/A - All American Rock N Roll From Fraternity Records, Mússikkin úr Pink Flamingos og The best of Chocolate Watchband. Biggi í Maus átti leið hjá og prúttaði óspart í MC Solaar disk, en samningar náðust ekki. Við ræddum þessi rokk-innflutnings-mál, þeir hita líklega fyrir Placebo og við fyrir Violent Femmes, en þar sem hann er í innstra hring sem blaðamaður sagðist hann vita um 3 risa atriði sem eru víst að koma og hefur ekki verið tilkynnt um ennþá. Hvað í hoppandi helvíti skyldi það nú vera? Rolling Stones, White Stripes og Radiohead? Nei, maður veit aldrei og Biggi var þögull sem gröfin og vildi ekkert segja. Plötusala Kristins er svo áfram á morgun í portinu og um að gera að tékka á honum...
---
Ég þekki nokkur kaldhæðin kvikyndi sem finnst gaman að dissa hitt og þetta. Gæti jafnvel verið að ég sé einn þeirra. Það fyndnasta við svona lið er að það verður hreinlega brjálað ef einhverjum dirfist að dissa það. Því var ég ekkert alltof hress þegar þetta barst í gær: Sæll Gunni ég hef sjaldan heyrt í eins lélegum söngvara eins og þú ert eg er búin að vera í músikk síðan 1967 þú mátt eiga það að slá allt út ég hlustaði á þig í gær í sjónvarpinu ,fyrirgefðu en ég varð að tjá mig. Sendandi var einhver Kolla út í bæ og ég svaraði auðvitað í hita augnabliksins og sagði að hún væri sjálf léleg. Það hefði auðvitað verið mun sniðugra að svara engu og gefa þannig í skin að bréfið hafi ekki skipt mig neinu, en þá aðferð nota margir þó það sé örugglega allt á suðupunkti innra með þeim. Einnig hefði verið upplagt að koma með eitthvað snappí eins og "Takk fyrir það, alltaf gaman að vita hvað geðveikum kellingum sem kunna ekki að nota punkta eða kommur finnst um mig" (tók mig 12 tíma að finna þetta upp), en það er of seint. 
---
Ljómandi gaman að rokka fyrir X-krakka á Gauknum í gær en maður gat ekkert drukkið af þessu fría viskíi enda ungbarnasund næst á dagskrá í dag. 
---
Já meðan ég man: Heiða er komin í bloggið og Jón Gnarr er kominn með heimasíðu.
---
Muna svo að horfa á Popppunkt í kvöld (Buff - Ske - ágætis þáttur) og plís geðveiku kellingar, ekki dissa mig þótt ég eyðileggi Gísla Martein fyrir ykkur í kvöld. 08:14

18.03.04
Það er óbrigðult merki um það að maður hafi náð að koma ár sinni vel fyrir borð ef fólk þarf að tala við konu sem spyr "hvern má ég kynna" og hlusta á smá lyftumúsik áður en það fær samband við mann.
---
Var annars í Gísla Marteini áðan, þ.a.s. að taka upp mitt skraf-innlegg. Tschjillaði bakksteisch með Siv, sem er líka gestur, og ræddi við hana um það sem er í brennidepli, ógnin af Al-kaída og hver hugsanleg lausn á vandanum sé. Hún var svo sem ekki með svör á reiðum höndum og ekki Jónsi í svörtum fötum heldur, en hann er líka gestur enda mun þátturinn enda á myndbandi við Eurovisionlagið sem hann syngur. Heyrði brot af laginu og hélt þetta væri Villi Vill. Björn Jörundur var þarna eitthvað á vafri líka, en hann slær botn í þáttinn. Gísli var eiturhress að vanda og þetta verður eflaust ágætur þáttur enda Dr. Gunni að spila 2 lög. Allavega skárra en þegar Bára bleika og Svavar Örn voru gestir í síðasta þætti, djísús kræst á köflóttum teini ástarinnar!
---
Virkilega ánægður með að þetta helvítis skip náðist úr fjörunni, þá er það ógeðslega leiðinlega fréttatuð vonandi búið. Það björgunarsveitarövl var næstum því jafn leiðinlegt og tuðið um hvað hinum og þessum trúarbjánanum finnst um Jesú-myndina hans Mel Gibson. Jesús var eflaust ágætis gaur og ekkert verri en aðrir spámenn sem voru uppi á þessum tíma þó hann hafi örugglega ekki verið "sonur æðri máttarveru", sem er sturluð ranghugmynd sem fullheilbrigt nútímafólk hlýtur að hlægja að. Jesú kallinn dó á hárréttum tíma, enda hefði verið farið að slá í hann ef hann hefði tórað til áttræðs. Svona álíka og Kört Kúbein og aðrir snemmdauðir rokkarar. Krakkar væru varla með Kört framan á bolum ef hann hefði dáið úr hárri elli 97 ára og Jesús hefði gleymst hefði hann lifað eitthvað langt fram eftir aldri.
---
Hljómsveitin verður svo í Íslandi í Dag í kvöld. Ekki er upphitunaratriðið slor, sjálfur hr. Ólafur Ragnar forseti. Spurning hvernig verður að tschjilla með honum bakksteisch og spurning hvort hann hafi lausn á vandamálum dagsins eða hafi séð Jesúmyndina. Ég er strax farinn að kvíða fyrir þessu dæmi, hvort maður eigi að standa upp þegar hann kemur stormandi inn í bakkseischið og svona. Kannski maður hangi bara á klósettinu þar til röðin kemur að manni.

17.03.04
Framtíð Tetra gæti ráðist í dag, er aðalfyrirsögnin í Fréttablaðinu í dag. Hvað er Tetra og hverjum er ekki sama? Stundum er mér svo sama um fréttir dagsins að ég fer að gruna að ég sé einhverfur. Það mætti líka oft hafa þessar fréttir aðeins skýrari og það mætti tala í lausnum. Afhverju talar enginn í lausnum, hvorki stjórnmálahyskið eða blöðin? Hvað er hægt að gera til að maður hætti að eiga það á hættu að springa í tætlur út af einhverjum reiðum Allah-bullum? Á þetta ástand í Palenstínu að vara endalaust? Á bara að láta heimskuleg trúarbrögð etja þessari fáránlegu dýrategund út í enn eina heimsstyrjöldina? Annað hvort að byrja að tala í lausnum eða láta þetta ástand sliga okkur og drepa á endanum. Ástandið í heiminum er eins og á heimili með grasserandi heimilisofbeldi. Talandi um það þá sá ég að DV birti smettið af þessum gaur sem var að dangla í konurnar sínar og fer í 2ja mánuða fangelsi. Hvar ná þeir hjá DV í allar þessar myndir af þessu liði? Ljósmyndadeildin er svo sannarlega að standa sig. Mig hlakkar til að sjá smettið á þeim sem verður næst grunaður um að leggjast með dýrum.
---
Talandi um það þá hef ég verið að lesa bók um Alexander Selkirk sem var einn og yfirgefinn á Juan Fernandez eyju við Chile strönd í 4 ár og 4 mánuði í kringum 1710. Sem betur fer voru geitur á eyjunni sem karlinn gat stytt sér stundir með. Selkirk varð fyrirmyndin að Róbinsó Krúsó, nema hvað Krúsó ástarmakaði sig aldrei með geitum, jafnvel þótt hann væri 28 ár á eyjunni. Hann hafði náttúrlega Frjádag...
---
Hljómsveitin Dr. Gunni mun hita upp fyrir Violent Femmes á Broadway á sumardaginn fyrsta, 22. apríl. Fyrstu 2 plötur VF eru snilld, en restin svona og svona. Þeir virðast vita þetta sjálfir því þegar ég sá þá á tónleikum fyrir sirka 10 árum tóku þeir nær eingöngu lög af fyrstu plötunum tveim. Mér skilst að þetta hafi lítið breyst. Stórkostleg tónleikasveit og við munum gera okkar besta til að verða okkur ekki til skammar.
---
Talandi um það þá verður hljómsveitin hjá Gísla Marteini á laugardaginn. Því má segja að hátindinum sé náð og bara niðrímóti héðan af...

16.03.04
Dreymdi illa í nótt og næsta fáránlega. Mikil geðshræring ríkti í samfélaginu því Birgittu Haukdal hafði verið rænt og enginn vissi um ferðir hennar. Ég var alltíeinu kominn í rannsóknarlögregluna og vann í þessu máli. Eftir æsilegar draumfarir og mikla spennu fannst Birgitta loksins. Komu eftirlitsmyndavélarnar í miðbænum við sögu þegar málið var upplýst. Sá sem rændi Birgittu reyndist vera sá þjóðþekkti gítarsnillingur Björgvin Gíslason. Birgittu hafði ekki verið þröngvað til neins nema að syngja inn á nýjustu sólóplötu Björgvins, en hann bar fyrir sig þunglyndi þegar á hann var gengið með ástæður fyrir ráninu. Áður en draumurinn varð meiri steypa vaknaði ég.

15.03.04
Topp 5 listi vikunnar:
Deerhoof - Milk Man - Sýruhávaðapopp frá San Fransisco. Titillag nýrrar plötu.
Ascii Disco - Ne Travaille Jamaise - Smá Kraftwerkur í tilefni miðasöluopnunarinnar þann 22. mars. Maður verður víst að eiga 9 þúsund kall á mánudaginn eftir viku fyrir Kraft og Pix. Þessi Ascii Disco er annars ungur strákur frá Hamborg. Lagið er af fínni plötu sem kom út í fyrra.
Brian Wilson vs The "Smile" Sessions - Ruins Reconstructed - Ég veit ekkert hver gerði þetta rímix af "Surf's Up", eða hvaðan það kemur (annars staðar en af Soulseek) en það er gaman að þessu enda Smile enn ofarlega í huga.
The Mekons - Where Were You - Smá pönk. Man eftir þessu af einhverri safnplötu frá 1980. Kemst í nostalgíu.
Destroyer - New Ways of Living - Kanadamaður (Dan Bejar) sem tengist hljómsveitinni The New Pornographers (fyrri plata þeirra með betri popprokkplötum aldarinnar). Hann hefur gefið út haug (5) af plötum og þetta er af þeirri allra nýjustu, "Your Blues".
---
Gönguklúbburinn Blómey fór sinn fyrsta túr ársins í gær. Fórum upp á Akranes að hittum Birgi, sem hefur tekið sér bólfestu á einum af leikvöllum bæjarins. Gengum bísperrtir um þennan fallega ljóta bæ og enduðum út á vitunum (Vitavinafélagið Stefánsbræður). Annars mun Blómey fyrst taka á flug þegar fjall verður sett undir hæl og er stefnt að Akrafjalli innan mánuðar.
---
Þú getur lesið eftirfarandi núna, eða í Fréttablaðinu eftir 2 daga enda má maður ekki vera örlítið hress án þess að bullið í manni sé birt þar, sem er svo sem í lagi mín vegna, en vekur a.á.m. upp ýmsar spurningar: 

Sá brot af fórnarlambaþættinum 101Reykjavík sem einhver nýr Baddi Rugl sér um á Popptíví, nema þetta sé bara hr. Rugl sjálfur – man ekki alveg hvernig hann leit út. Fólk sem var á lífinu og endar í þessum þætti getur í mesta lagi skorið sig á púls yfir þessu, en ég sé ekki tilganginn með þættinum að öðru leiti þótt þetta sé e.t.v. ágætt rúnkmateríal. Heyrði af manni sem safnaði "best of" Badda Rugl á sérstaka sjálfsfróunarspólu, þ.e.a.s. atriðunum þegar útúrkókaðar stúlkukindur á hraðleið í meðferð sýndu á sér tattúverað holdið eða fóru í sleik. Það bregst ekki að full stelpugrey á djammi eru með træbal á mænunni sem blasir við ofan við g-strenginn og nú er engin hnakka með hnökku nema það skíni í hvíta hvaprúllupylsu á milli buxna sem lafa á mjöðm og peysu á búk – og ekki er verra að hringur sé í nafla. Aumingja tískuþrælarnir. Apandi þessa fáránlegu og hundljótu tísku upp eftir hvor annarri. Auðvitað var ekki sála á götum Akraness í sunnudagsmókinu nema fermingabörn að drepa tímann og það brást ekki að stelpurnar veifuðu hvítum magálnum framan í gesti og gangandi. Maður sér jafnvel enn yngri stelpur með bera maga í kuldanum og spurning um að senda barnaverndaryfirvöld á foreldra þessara krakka. Ef ég væri fermingatelpa hefði ég örugglega engan viljastyrk og væri líklega með rúllupylsuna bera líka, en kannski væri ég sporgöngutískustelpa og með bein í nefinu og væri þá í ullarnærfötum, jafnvel ullarnærfötum sem stæðu út í loftið á sama bletti og bumban skagar í dag. Það væri almennileg tíska. Stelpur í stórum ullarnærbuxum, sem gapa upp úr buxnasteng. Svört Nokia stígvél og kisugleraugu. Ég spái að þetta lúkk þyki ómissandi á djamminu árið 2013...
---
Eldri bönd og bönd frá Austfjörðum hafa ekki verið að geraða mjög gott í Popppunkti. Enda fór það svo að Geirfuglar rúlluðu Brunaliðinu upp auðveldlega síðast og Atómstöðin rústaði Sú Ellen. Næst er hins vegar æsilegur þáttur þegar Buff og Ske mætast. Þá koma tvö bönd í blóma þegar 200.000 naglbítar bítast við Buttercup (nýja lagið með þeim er bara ágætt – strákarnir hafa hlusta á The Thrills), en í síðasta 16-liða leiknum munu Bara flokkurinn og Borgardætur mætast. Meira hér.

12.03.04
Sá loksins TV í höfði, nýja sjónvarpsþáttinn sem byggir á útvarpsþáttunum og þetta er helvíti gott. Hugleikur hlýtur að þurfa að vera á amfetamíni til að geta dælt svona pakka út vikulega, virðist vera heljar vinna á bakvið þetta. Glæsilegt!
---
Furðulegt helvíti að það er alltaf fullt af stöffi í bíó sem manni langar að sjá, en svo geymir maður það og ætlar að bíða eftir þessu á spólu, en svo kemur aldrei neitt á spólu og maður á í mestu vandræðum að nenna að glápa á eitthvað úr leigunum. Kannski fer bara glampinn af myndunum við það að færast yfir á spólur? Mig langaði t.d. á allt þetta stöff sem var á breskum bíódögum um daginn, en nú er þetta komið á spólur og ég nenni ekki að sjá neitt af þessu. Ergó: Maður ætti kannski að fara oftar í bíó. Eyjaálfudagar í Háskólabíó um helgina, einhver minnsta kvikmyndahátíð sögunnar með bara 3 myndum, sá ég einhvers staðar í blaði. Maður fjölmennir. 
---
Hvenær hefur einhver Íslendingur drepist í stórhörmungum erlendis? Aldrei svo ég muni. Samt þarf alltaf að taka það skýrt fram í fréttum að enginn Íslendingur hafi verið í hópi dauðra. Þá andar maður léttar enda löngu vitað að íslensk líf eru mun verðmætari en útlend.

08.03.04
Keypti ekki mikið í ferð minni til Glasgow. Dót og föt fyrir Dagbjartinn en eitthvað minna fyrir sjálfan mig. Einu sinni gengu svona ferðir út á ekkert nema plötukaup og maður kom heim með einhver 20 kíló af vínyl; Residents, Butthole Surfers og Birthday Party 12 tommur og eitthvað sjitt sem fór allt fyrir lítið þegar ég kokgleypti geisladiskavæðinguna (illu heilli). Maður átti ekki Visa á þessum tíma (óskilanlegt) en eyddi öllum harða gjaldeyrinum í plötur og aftur plötur. MacDonals og plötur. Ég hafði þó núna gert vísindalega leit að bestu plötubúðum Glasgow á netinu og var með 3 addressur í miðbænum. Fann ekkert af því helvíti og endaði í bóka- og plötubúðinni Borders, sem reyndist betri en engin. Þeir eru m.a.s. með Starbucks, sem er ein af fáum keðjum sem ég get verið mjög jákvæður í garð. Þar er bara besta kaffið og Frappuchinóið mar, grrrrr. Mér væri sama þó Kaffitár hyrfi af markaðnum fyrir Starbucks. Já, mér er alveg sama þó einhver reki nú upp þjóðrembingsgól. En kannski kemur Starbucks aldrei til Íslands. Það er víst svo dýrt að stofna svona. En allavega. Borders. Maður nennir ekkert að skoða diskana lengur (en hefði hangið í plötukössum ef ég hefði fundið svoleiðis) enda dánlódar maður bara öllu í dag og diskar einhvern veginn ekki eftirsóknarverðir lengur. Albúmið sem konsept mun eflaust drepast á næstu árum. Keypti tvo dvd diska með hinum ofurskemmtilega Alan Partridge, sem Steve Coogan leikur. Þetta er breskt grín með víruðum tvist og bara toppurinn á þessu dóti öllu. Er tvímælalaust þarna uppi með Fawlty Towers, og miklu betra stöff en League of Gentlemen finnst mér, sem mér fannst fljótt að þreytast. Alan má muna sinn fífil fegurri, er í fyrri seríunni með næturvaktina á útvarpsstöð í Norwich en í annarri seríunni hefur hann unnið sig upp í kvöldprógrammið. Í allra fyrstu seríunum var hann með sjónvarpsþátt á BBC. Alan er gjörsamlega óþolandi fífl og minnir einna helst á Ingva Hrafn af íslenskum fjölmiðlamönnum, en er þó asnalegri á annan og skemmtilegri hátt. Mæli eindregið með þessum þáttum fyrir alla húmorista. Hér er karlinn: 

---
Keypti svo þrekvirkið "Bubblegum is the Naked Gum" um tyggjótónlist fyrr og nú, og svo ægilegan 1000 bls doðrant, ævisögu Bee Gees. Ég hugsaði sem svo að ég þyrfti að eiga þessa bók en myndi aldrei tíma að borga undir hana póst ef ég hefði sleppt henni núna og pantað hana seinna á netinu. Á samt alveg eftir að sjá mig lesa hana. En Bee Gees eru annars snillingar, ef einhver var ekki með það á hreinu. Hvað meira. Hmmmm. Þar sem allir eru heróínmjóir í Glasgow en ekki hamborgafeitir eins og í USA fann ég ekkert passlegt utan um belginn á mér en gekk samt um nokkrar tískuvörubúðir. Það er fátt leiðinlegra en að skoða föt, sérstaklega þar sem að ef ég sé eitthvað sem er töff er það bara til í XS, S og M í mesta lagi. Og hvað er málið með þetta okur á t-bolum í dag? Menn að selja retro boli með einhverju seventís lúkki á 50 Pund eða eitthvað... Geðveiki. Og ég þoli ekki fólk sem vinnur í tískuvörubúðum. Það lekur af þessu heimskan og yfirborðsmennskan og í Glasgow leit þetta allt út eins og lakkrísrör með beinkröm, í leðurjökkum og lotið af aumingjaskap. Fuss... Þetta er ekki fólk.
---
Hefði samt getað lent í ægilegu veseni því rassinn datt úr buxunum mínum á Leifsstöð. Þessar fínu buxur úr Old Navy, sem ég er eiginlega búinn að vera í samfleytt í 2 ár. Vissi ekki fyrr en ég tók eftir því að rassinn á mér stóð út eins og á leðurhomma í lostakasti. Hefði getað endað illa ef rassinn hefði oltið út tveim dögum fyrr. Með rassinn úti meðal ókunnugra. Minnir mig áða þegar ég þurfti að taka strætó í London einu sinni, út á lestarstöð til að ná lest í flugvél. Hafði farið á indverskt daginn áður og fékk svona ægilega magapínu á miðri leið. Fannst eins og verið væri að hræra í maganum á mér með sleif. Datt í hug að láta bara gossa, hrökklast út og taka upp rónalíf útskitinn á umferðareyju. Beit á jaxlinn og slapp og átti unaðslega stund á lestarstöðvarsalerninu. Fátt er unaðslegra en að losa líkamann eftir langa mæðu, og á það við um flestar vessategundir. 
---
Þar sem ég var einn í ferðinni fór ég ekkert fínt að éta, enda sorglegt að bjóða upp á slíkt og ekki bjóðandi öðrum gestum. Fór á allt-sem-þú-getur-étið indverskt á 4.95 (ok) og át týpískan breskan morgunverð á hinu sæmilega hóteli. Pulsu sem smakkaðist eins og vegalík, svartar svepparústir, fitugan tómat, fölt beikon og egg sem var hvítara en hvítt. Magnað.
---
En nóg af kjaftæði. Hér er nýr Topp 5 og allt í gamla stílnum þessa vikuna:
Brian Wilson - Holiday. Upptaka frá Royal Albert Hall. 20 feb þegar SMiLE var frumflutt. Bútleggur af Soulseek. Gerir kannski lítið fyrir snilldina, en maður hefur verið í kasti yfir þessu síðustu dagana. Gengur illa að losa sig við þetta úr hausnum.
The Bee Gees - Edison. Af því sem margir telja "Sgt. Peppers" Bee Gees bræðra, platan "Odessa" (tvöföld 1969). 
Ohio Express - Chewy chewy. Tyggjópopp frá gullöld tyggjópoppsins (1967-72). Þessir voru með einn af helstu tyggjóslögurunum, "Yummu yummy yummy", en þetta er litlu síðra. 
All Night Radio - Daylight Til Dawn. Þetta kom út á þessu ári á plötunni "Spirit Stereo Frequency" á Sub Pop. Tveir gaurar sem voru áður í Beachwood Sparks (fyrsta platan þeirra er frábær).
The Zombies - Care of Cell 44. Aumingja Zombies. Þeir gáfust upp og hættu rétt áður en lagið "Time of the Season" sló í gegn. Þetta lag kom á sömu plötu og það snilldar lag, "Odessy & Oracle" 1968, sem margir vilja meina að sé gegnheil snilld (á eftir að athuga það mál). Lagið er af diski sem fylgir með nýjasta Uncut og hefur að geyma músik sem þeir segja að hafi inspírað Pete Townsend þegar hann samdi Tommy. 
---
Ps. Hei kúl að Pixies séu að koma. Maður smellir sér.

GAMALT STÖFF!