ER EITTHVAÐ AÐ GERAST?

31.05.02
Alætan rann sitt skeið í gærkveldi þegar þætti nr. 49 lauk. Mér, eins og Zúra, PZ, Kronik og þessum meisturum öllum, var skipað að taka sumarfrí. Nú vonar maður bara að nýi útvarpsguðinn, Jóhann af Austurlandi, verði í stuði fyrir mann í haust. Ég verð nú að segja það að hann Jóhann hefur löngum verið uppáhalds fréttamaðurinn minn og hann verður án efa hreint stórkostlegur í þessu nýja djobbi.
---
Allt þetta dæmi var samt alveg fáránlegt rugl hjá honum Bjössa vitlausa. Vá, svaka gott fyrir landsbyggðina að Sigurður Salvarson flytji frá Akureyri og Jóhann flytji frá Egilsstöðum til Akureyrar. Klapp klapp klapp, Bjössi meganörd.
---
Fór á sígauna-giggið og skrifaði um það í DV. (Hér má lesa það). Þorði reyndar ekki að minnast á það í greininni að ég hélt þéttingsfast um veskið mitt alla tónleikana - ekki nóg með að salurinn væri fullur af sígaunum - heldur sat Árni Johnsen á næsta borði ásamt vinum sínum og var í svaka stuði. Ég minntist heldur ekki á það að klóak-rör fyrir ofan gesti sprakk í miðju giggu svo nokkrir glæstir fulltrúar íslenskrar menningarelítu urðu rennblautir. Mér fannst fyndið þegar þjónarnir á Broadway afsökuðu þetta í bak og fyrir og buðu fólkinu boðsmiða á eitthvað sjómannadagsball.
---
Íþróttadeild Ríkissjónvarpssins hlýtur að vera vesælasta ríkisstofnun heims. Daginn fyrir frábærustu íþróttaveislu í heimi - HM2002 -  minnast þeir ekki einu orði á það heldur rövla heil ósköp um einhverjar siglingar og að lesbískar kerlingar hafi verið að hlaupa um á Laugardalsvelli. Hvílíkir lúserer, kallgarmarnir.
---
Slappur þessi nýji sjónvarpsþáttur með Villa naglbít og Rósu, sem ég skildi aldrei hvað var að gera í Mósaík. Þau tvö eitthvað að þykjast vera sniðug. Ekki beint að gera sig, a.m.k. ekki þessi fyrsti þáttur. Þó skömminni skárri en versti sjónvarpsþáttur sögunnar, Íslendingar. Nota 33%, 44% eða 55% Íslendinga meira en átta blöð þegar þeir skeina sig? Hú kers?

29.05.02
Ég er ekki hlynntur bókabrennum, en ef það er einhver bók sem mætti mín vegna henda í hrönnum á snarkandi bál erða lygaskrydda sú er Biblía heitir. Hún er mest selda bók allra tíma (sem segir sitt um vonlausa framtíð hinnar illa sköpuðu dýrategundar Homo Sapiens) og þetta gæti því orðið gott bál. Einhverjir forpokaðir karldurgar hafa sett þennan mannskemmandi þvætting saman í aldanna rás og er ruglið enn í dag notað af þeim trúuðu (les: geðbiluðu) til að réttlæta ýmiskonar viðbjóð og siðleysu. "Við kristnir menn stöndum með Ísrael," segir Jón Guðmundsson í Velvakanda í dag og bætir við: "Biblían segir okkur að þeir sem ekki geri vilja guðs geti ekki kallað sig bræður eða systur Jesús Krists og það er ekki við mig að sakast því ég skrifaði ekki bókina." Hvernig væri þá að hætta að lesa þennan saurbleðil og taka hausinn út úr rassgatinu, þið þarna trúuðu fífl. 
---
Gönguklúbburinn Blómey fór í ferð í undra- og ævintýradalinn Reykjadal (ofan við Hveragerði, sem ég væri alveg til í að flytja til). Þarna er mikið af bullandi hverum og reglulega flott um að litast, gilið þarna gæti verið sett úr stórmyndinni Blú Lagún. Einnig: heitir lækir sem hægt er að stríplast í og fleira. Ég var með nýju Laki-göngustafina, sem reyndust góð búbót fyrir hné og læri. Hér má sjá gullfallegar ljósmyndir sem Trausti Kúl tók (að vanda á digital vélina sína).
---
Úrslit kosninganna, búslit roslinganna - Hverjum er ekki sama, og ég hef bara eitt að segja: Helga Seljan (yngri) á þing! Gaman að sjá góðan meðbyr Samfylkingar, en þetta verður aldrei hægt að endurtaka með sama karli í brúnni. Ekki það að Össi brjálaði sé slæmur karl, það er bara löngu útséð um að hann verði klárinn sem getur dregið vagninn. Verst að eini klárinn sem getur það er sá sem er borgarstjóri í dag. Ætli við sitjum því ekki bara uppi með gamla settið enn og aftur eftir ár. 
---
Ég fór á hina stórglæsilegu sýningu á Hrafnagaldri Óðins-verksins og skrifaði um giggið í DV. Það má lesa hér.

23.05.02
Frekar fyndið þetta Húmanista-lið - að ráðast inn á Silfur Egils með Ástþór Magnússon í eftirdragi og lummast svo út í lögreglufylgd eftir að smínka spreyjaði framan í kauða hárlakki. Einhvern veginn ber Ástþór af sér þann "þokka" að um leið og hann tengist einhverju máli þá verður það slísí. Bjargar heiminum með einni hendinni og selur ólöglega happdrættismiða með hinni - ekki beint traustvekjandi. Og húmanistar... aftur og aftur og aftur fara þeir í framboð eins og það sé kækur og fá sömu 200 atkvæðin og síðast. Til hvers ó æ og ó? Ég veit ekki hvort þetta er sætt eða sorglegt. Líklega bæði.
---
Hjólreiðamenn kvarta yfir hestamönnum í blöðunum. Ég hef smá reynslu af hestaliði í Elliðarárdalnum og get staðfest að þetta getur verið skítapakk. Einhver forheimsk forstjórahelvíti úti að ríða með eintóman kjaft á þessum hundleiðinlegu hestum sínum. 
---
Hestamenn eru þó skömminni skárri en ökumenn, það er a.m.k. aðeins minni hætta á að maður drepist í umgengni við þá. Ef ég ætti hundrað kall fyrir öll skiptin sem ég hef þurft að klossbremsa á göngubraut til að breytast ekki í blóðuga klessu gæti ég verið á fylliríi í London í dag. Tillitslaust saurpakk upp til hópa.
---
x-Err á laugardaginn, krakkar. Megi sá minnst viðurstyggilegasti vinna.

22.05.02
Grein mín og viðtal við Sigur Rós fer með eldingshraða um heiminn, hefur birst í fleiri netmiðlum eins og Billboard – endar m.a.s. sem smælki í Fréttablaðinu þar sem Biggi í Maus sem vissi ekki betur hélt að þetta væri allt úr NME komið. Þetta sýnir að sjálfssögðu ekki hvað ég er góður penni heldur hvað Sigur Rós er komin hátt í poppinu.
---
Ég fór á kúbanska Vocal Sampling og skrifaði gagnrýni fyrir DV. Sjá hér.
---
Önnur ferð göngufélagsins Blómeyjar var farin sl. laugardag. Fyrst voru mynjar athugaðar á Hellisheiði þar sem Óskar og Blómey höfðu búið í 9 ár (sjá betur hér að neðan). Var fremur dapurlegt að sjá allt niðurfallið og eyðilegt en svona er nú bara lífið: Tönn tímans hamast á öllu og fyrr en síðar verður allt ekkert og þannig koll af kolli. Allt sem er flott og frábært í dag verður dautt og gamalt á morgun og ekkert stendur að eilífu. Eftir að við ferðafélagar höfðum kíkt á niðurfallna kotið og hugsað djúpspakar hugsanir (sjá hér að ofan), töldum við okkur hafa fundið reiðhjól Óskars við aðra niðurfallna bæjarþúst. Á þessu forneskjuhjóli fór karlinn í vinnuna í bæinn á hverjum degi í 9 ár í hvaða veðri sem er - 70 km á dag. Svo var verið að birta frétt af einhverjum lækni á Blönduósi sem fer til Skagastrandar daglega á einhverju 100-gíra nútímahjóli í latex-galla og tilheyrandi. Jú jú, það er svo sem gott hjá honum, en túr Óskars var bara mun erfiðari og stappar nærri algerri geðveiki að nenna þessu. Bjartur í Sumarhúsum hvað?
Loks lögðum við á stað áleiðis í Reykjadal upp af Hveragerði. Þar var hitamolla en því miður þurfti Birgir snemma í bæinn. Við höfðum þó tíma fyrir ís í megapleisinu Eden, sem er menningarverðmæti á heimsmælikvarða og ætti að setja á fjárlög. Myndir úr ferðinni má sjá hér.

20.05.02
Ég sem hélt að kristilegur fasisimi væri liðinn undir lok á Íslandi. Nei nei, nú er það heilög Hvíta Sunna sem er öllu öðru yfirsterkara og allt lokað og læst nema fokking KFC sem ég asnaðist til að éta hjá. Fitugir kjúklingar frá helvíti. Afhverju þarf ég - trúlaus maðurinn - að borga hátíðartaxta í leigubíl? Þetta er ekkert annað en mannréttindabrot!
---
Á Vestfjarðarsýningunni í Perlunni um daginn komu Bolvíkingar sterkir inn með lítinn bækling þar sem bærinn er kynntur.

Mig skortir orð yfir snilldinni, en hver getur hugsanlega staðist þá freistingu að flytja beinustu leið á Bolungarvík þegar hann sér forsíðu þessa líflega bæklings!
---
Annars fór ég á gargandi fyllirí í fyrsta skipti í ár eða meira. Nokkuð gaman bara og eftirsóknarverð víma svona einu sinni á ári eða svo. Glamraði heil ósköp á kassagítar og söng eins og fífl. En þynnkan var agaleg en lagaðist þó aðeins eftir ferð í Bláa lónið. Ég er enn slappur - sólarhring síðar. Brennivín er lang öflugasta dópið, maður.

17.05.02
Á miðvikudaginn hjólaði ég í Mosfellssveitina og heimsótti Sigur Rós í sundlaugina. Ég skrifaði heljarinnar viðtal og grein um þetta sem má lesa hér. Þetta er "breikþrú" viðtal og nú þegar eru Pitchforkmedia, Rolling Stone og NME búin að segja frá því markverðasta úr því. Vitleysingarnir hjá Rolling Stone hafa reyndar ekki fyrir því að segja hvar þeir stálu upplýsingunum.
---
Hann Hr. Muzik bendir á afar skemmtilegar teiknimyndir á heimasíðu sinni. Þær eru eftir snilling sem heitir Don Hertzfeldt. Ein er hér, hin er hér. Ég sá fyrst mynd eftir þennan Don hjá Páli Óskari þegar ég droppaði við á "videóleigu Palla". Hann sýndi mér stuttmynd eftir Doninn þar sem ungabörnum er misþyrmt af blöðrum. Reglulega skemmtilegt! Bitterfilms er heimasíðan hans Dons.
---
Ég veit ekki hvort ég sé að verða vitlaus eða hvað en mér finnst þetta "Flowers in the window" með Travis fínt popplag. Einnig fannst mér gamla Rod Stewart-lagið "Handbags and Ragrats" eða hvað sem það hét ágætt með hinni annars ömurlegu Steríófóniks hljómsveit. Segja vinsældir þessara laga manni ekki að rokkið og poppið er nú orðið ansi staðnað fyrirbæri? Þetta Travis lag gæti a.m.k. auðveldlega verið eitthvað með Hermans Hermits frá árinu 1966.
---
Rakst óvart á efni með frábærri hljómsveit, Deerhoof. Mæli eindregið með að þú náir þér í lag, kannski "Sunny side" - frábært viðlag í því: "Siggi siggi siggi siggi...". Tékkaðu á Audigalaxy - frábær þessi tölvubransi.

15.05.02
Einhver maður út í bæ var að bjóða mér að gerast miðlari hjá nýrri íslenskri klámsíðu, Gamna sér punktur kom. Ja, nei ég nenni ekki að vera með einhvern banner hérna þó ég fái 5000 kall á mánuði en ég fór á þessa síðu og það er ekki af þeim skafið að nöfnin eru nokkuð skondin - eða hvað? Hnefaleikar, viðvaningar, konuhnýtingar... nokkuð gott. Innihaldið sýndist mér þó vera fremur hefðbundið og óspennandi.
---
Hitti vin sem stóð á Hagatorgi í gær kl. 17. Það var nú lítil aksjón í þessu, Siggi pönk var mættur, Varði (sem fór á vertíð), Gubbi Bergs gekk smælandi hjá, og þetta var allt voða sætt og krúttlegt. Innan við þessa hallærislegu hænsnagyrðingu stóðu svo þumbaralegir varðhundar úr löggunni í leðri og fannst þeir ábyggilega rosa kúl. Hafa örugglega verið að vonast til að brjálæði hlypi í mannskapinn svo þeir gætu komist í nánari snertingu við litlu hippastelpurnar sem gláptu á þá handan vírsins. "Það þarf að kenna þessum hippatussum lexíu," hugsuðu þeir og lagfærðu lók í leðurbuxum.
---
Annars er þetta sorglegur fundur. Typpakarlar að mæla typpin á sér. Hér er falleg mynd sem HC á Akureyri sendi þættinum.

14.05.02
Hér má sjá glæsilega myndasyrpu úr fyrstu vorferð Göngufélagsins Blómeyjar. Myndirnar tók Trausti Kúl sem er ekki á þeim. Á myndunum má hins vegar sjá mig, Stenna Bazol (þessi ófrýnilegi með skeggið) og Birgi Bix.
---

Er nema von að hér sé önnur hver 16 ára stelpa ólétt? Hvernig er annað hægt þegar smokkar eru seldir á þessu okurverði? Hér að ofan er pakki með 2 smokkum sem kostaði 650 kall í apótekinu við Hringbraut, djísús kræst! Þetta er að vísu einhverjir ofursmokkar úr glænýju efni - "the most natural feeling"... Hvílíkt kjaftæði - þetta er algjört drasl sem enginn ætti að snobbast til að kaupa (eins og ég). Ég hefði alveg eins getað vafið drengnum í sellófón eða plastpoka. Það var nú allt undraefnið - samskonar plast og notað er í ókeypis plastpokana í mörkuðum. Avanti = 0 stjarna.
---
Ráðið hefur verið í allar stöður í nýja Dr. Gunna bandinu. Skilaboð hér að neðan ber því að skoða sem úrelt. Fyrsta æfingin var á sunnudag og rokkar bandið feitar en ég þorði að vona. Fyrsta gigg er eins og áður segir á Akureyri 13 júlí.
---
Fékk hugmynd að skáldsögu í gær. Ég segi ekki orð og vonandi kemur bókin í jólabókarflóðinu 2003.

13.05.02
Smekklaust! Viðbjóðslegt! Mannhatur! Já, nú getur þú líka verið sjálfsmorðssprengjukall. Spilaðu leikinn!

Ertu hommi? Taktu prófið!

12.05.02
Fólk hefur ekki talað mikið um Árna í sjónvarpinu - það eru greinilega allir of smekklegir til þess að vera að velta sér upp úr þessu. Mér finnst þetta eiginlega eins og hann hafi mætt í sjónvarpssal, gyrt niðrum sig og skitið á gólfið, klínt skítnum í fötin og hárið á sér og öskrað allan tímann ÉG ER SNYRTILEGUR! ÉG ER SNYRTILEGUR! 
---
Já, ég veit að ég er ósmekklegur að minnast á þetta. Ég skal ekki gera það aftur.
---

Göngufélagið Megas fór í sína 1stu vorferð í gær og var ætlunin að finna bústað Óskars og Blómeyjar á Hellisheiði (sjá mynd hér að ofan). Eftir yndislega stund í kaffihúsinu Litlu kaffistofunni (eini almennilegi trökk dræver staður landsins?) var haldið á heiðina og gengið á fjöll. Við höfðum ekki staðarákvörðun á hreinu en sáum nokkrar bæjarrústir. Það var svo sem ekki mikið að sjá en úsýni af fjallinu var tignarlegt. Í morgun hef ég kynnt mér lítillega sögu þessa fólks en það má gera með því að smella hér og vista acrobat-skjal. Þessi Óskar var bróðir Sigurðar A Magnússonar lofthana og skálds og hjónin áttu son sem hét Hallmar Stálöld. Af honum var alltaf fúkkalykt og drengurinn lést úr vosbúð 23 ára.
---
Af heiðinni lá leiðin til Eyrarbakka, sem er eitt fegursta kauptún landsins með krúttlegum húsum í hrönnum. Þaðan heim yfir Krýsuvík. Veður var slæmt, rok og kalt. Vonandi verður stutt í næstu Megasar-ferð og þá verður skipulagið betur á hreinu. 

09.05.02
Sjálfsstæðismaðurinn Johnsen. Maður vorkennir honum næstum því að láta draga sig í þessi viðtöl. "Fjölmiðlar eru í samkeppni um að totta hver annan," er maðurinn orðinn alveg galinn? 
---
Hér er ég og skrifa og skrifa án þess að hafa fengið krónu fyrir það. Best að stela einhverju. Jólaseríu kannski.
---
Fréttatilkynning Alætunnar:
Jæja, þá er kominn Alætu-dagur - hinn hressi þáttur hefst kl. 22:10 í
kvöld og stendur til miðnættis. Ég er dauðþreyttur eftir hinn einróma
japanska þátt í síðustu viku og hleyp því út um allt í kveld eins og
sturluð belja á vori. Ég ætla að spila slatta af íslenskri tónlist:
Unsound, Rúnk, Tonik, Frank Murder, Castor, af væntanlegu Múm plötunni
og gestur kvöldsins er trommarinn í Rými, Tómas Young, sem mætir um kl.
23 og velur nokkur óskalög. Rými er einmitt nýbúin að gefa út hina ágætu
breiðskífu "Unity, for the first time". Svo ætla ég að segja ykkur frá
tveim merkum fundum í rokksögunni: Þegar Bítlarnir hittu Elvis og þegar
Johnny Rotten hitti Ramones-strákana í fyrsta skipti. Svo vona ég að það
verði líka tími til að ég geti spilað Zero Zero, Bobby Conn, Beige, Cat
Stevens, Yellowman, Elliot Smith og eðalbandið Victoria Abril frá
Argentínu.

Þess má geta að þetta er næst síðasti þáttur Alætunnar. Næstu tvo
fimmtudaga verður eitthvað helvítis leiðindakvabb út af þessum
drepleiðinlegu kosningum, en síðasti þátturinn er 30 maí. Það heitir
víst að ég sé að fara í sumarfrí og núverandi dagskrárstjóri Rásar 2
vill endilega fá Alætuna aftur í haust. En hvað veit maður um þetta
þegar Rás 2 á hlut? Er ekki verið að leita að Akureyringi til að taka
við þessu og hvað er hægt að stóla á að sá vilji hafa almennilega
dagskrá?

Ef hlustendur vilja óskalög eða hafa hugmyndir varðandi síðasta þáttinn
(í bili?) þá er slíku tekið fagnandi.
---
HC á Akureyri hafði þessa framtíðarhugmynd varðandi hina ráðvilltu og gjörsamlega út í hött hugmynd um að yfirmaður Rásar 2 verði að vera Akureyringur:

ég held að það verði bara 4 starfsmenn hjá rásII eftir "breytingarnar" (= niðurskurður).
ætli starfsmanna"crewið" líti þá ekki svona út einhvern veginn:

1. stjórnarformaður sigurður salvarson
2. framkvæmdastjóri sigurður salvarson
3. þáttagerð, viðtöl sigurður salvarson
4. óskalagaþáttur, sigurður salvarson hringir í gest einar og býður honum að velja creeeedence lag vikunnar...
(birt í óleyfi)
---
Ömurlegt ömurlegt ömurlegt. Ætli Bjössa vitlausa takist að eyðileggja einu útvarpsstöðina sem eitthvað er varið í? Ætli einhver Akureyringur fáist til starfans (ath að búið er að framlengja umsóknarfrestinum)? Fylgist spennt með...
---
Annars er það furðulegt hvernig Norðurljós geta verið með 8 útvarpsstöðvar (eða hvað það er) og það er óhlustandi á þær allar. Bylgjan er eins og Rás 2 var verst fyrir sirka 12 árum, FM er fyrir hnakka, Létt fyrir vankaðar kerlingar og Radíó-X fyrir fermingabörn í aðkeyptri unglingaangist (AUA tm) - nema auðvitað þegar snillingar eins og S.Kjartansson og A.Karate taka völdin. Meira að segja barnarásin (þ.e.a.s. tölvan sem spýtur út úr sér barnaefni) er ömurleg. Ég fylgdist spenntur með Glámi og Skrám í bíl um daginn, en í miðri sögu hixtaði tölvan og Hemmi Gunn brast á. Það er svo sem vel skiljanlegt að Norðurljósadjönkið sé eins og það er á meðan 
litli bróðir Patricks Bateman er við stjórnvölin, eftir Xta Brian Tracy námskeiðið og Xta námskeiðið í amerískri útvarpsmennsku verða menn endanlega steiktir og voru svo sem ekki sérlega hráir áður. Herra Jón Ólafsson, ég veit að þú ert að lesa þetta: Hvernig væri að reka þennan ferlega staðnaða Jón Axel og fá einhvern af viti í staðinn, eins og t.d. mig.

08.05.02
Mig vantar GÍTARLEIKARA / HLJÓMBORÐSLEIKARA í hljómsveit, sem mun að öllum líkindum sigra heiminn á næstu misserum. Þorirðu? Sendi línu ________________

Tilveran stælir gamla apadjókið með George Bush og hefur sett Bjössa á leigubílnum í staðinn. Aumingja aparnir. Hvers eiga þeir að gjalda að vera líkt við þennan mannapa? 

06.05.02
Hin ágæta tónlistarsíða Junkmedia hefur birt lista minn yfir átta íslenskar hljómsveitir sem útlendingar hafa aldrei heyrt um en ættu að tékka á.
---
Djöfull er ég ógeðslega pirraður yfir þessu handboltahelvítiskjaftæði sem nú gusast yfir mann hvort sem maður vill eða ekki. Öllu öðru er vikið til hliðar til að hægt sé að baula á mann lýsingum af einhverjum þumbaralegum strákbjálfum að henda bolta sín á milli. Um daginn mætti ég á Rás 2 með nákvæmlega útreiknaða dagskrá af japanskri eðalmúsik, en nei nei, þá var Bjarni Fel einhversstaðar í rassgati að segja "bylmingsskot" og "lúta í gras" og tafði mig um 10 mínútur. Nú er þessi Samúel ÖÖÖÖ alveg tjúllaður einhvers staðar yfir einhverjum gjörsamlega lítilfjöllegum hendaboltasínámilli-leik, og barasta ekkert á dagskrá í skíta-TV nema þetta rugl. Afhverju að vera að hafa heila deild og svo einhverja endalausa úrslitaleiki ofanílagt? Samkvæmt vísindalegri könnun hefur mikla fleira fólk áhuga á músik eða ballet og ekki riðlast nú allt til fjandans ef Mínus og Botnleðja halda tónleika. Og þessi djöfulsins íþróttamanía - eða öllu heldur íþróttaofbeldi - gengur svo langt að einhverjar stelpudruslur mega ekki henda bolta sín á milli nema fokking Ingólfur Hannesson eða Samúel ÖÖÖÖ séu mættir á staðinn með beina lýsingu og skiptir þá engu hvað er á áður auglýstri dagskrá, nei nei, burt með það og inn á með djöfulsins íþróttaviðbjóð. Og svo þegar loksins kemur eitthvað sem maður hefur smá áhuga á - eins og HM í fótbolta með mönnum sem geta eitthvað - þá er búið að eyða öllu í beinar lýsingar frá kvennablaki og sjöhundruð handboltarúnkmótum sem enginn annar en geðveikt eða vangefið fólk hefur áhuga á. Ég er alveg brjálaður!

05.05.02
Maður fer nú að brjálast úr leiðindum út af þessum borgarstjórnarkosningum. Illskást er Errið, þó það sé ekki til annars en að Dé-viðbjóður fái á baukinn. Hvað er þetta lið að rembast, þarna hinir flokkarnir? Vinstri-hægri snú? Bíddu, átti það ekki að vera fyndið? Og Óli Eff, sem er enn eitt dæmið um karlpung í fýlu af því hann hélt ekki sætinu sínu. Óli Eff með eitthvað fríkgengi með sér, Gísla blinda og Hrönn Sveins? Afhverju var mér ekki boðið sæti á lista, spyr ég nú bara? Og hvaðan kom þessi A-listi? Jú og svo öreigalýðurinn í Húmanistum. Hvaða veruleikabrenglun dregur það aumingjans fólk eiginlega áfram kosningar eftir kosningar? Annars er þetta allt hlægilega forgengilegt og það skiptir litlu máli hvaða fólk situr í ráðhúsinu. Þið munið öll - deyja!
---
Stærsta blóm í heimi lyktar eins og sambland af saur og rotnandi holdi, samkv. Mbl. Hvaða djúpa sannleik vilja menn leggja í það?
---
Það var líka rigning á Þingvöllum í dag.
---
"Skipulögð hamingja" heitir sýning á plakötum frá Útópíunni CCCR, sem gekk ekki upp afþví Homo Sapiens er mislukkuð tegund. Ég var mjög spenntur fyrir þessari sýningu enda plaköt um alla Reykjavík. Kom svo í ljós að helvítis sýningin er á Akureyri. Hvaða sjúku misyndismenn hengja upp plaköt í Rvk um atburði á Ak? Það ætti að hýða þá duglega.
---
Fór á sýninguna í Perlunni, þarna frá Vestfjörðum. Það var hrikalega vel mætt, svoleiðis hundruðir fólks mætt og maður flaut bara stjórnlaust áfram með straumnum framhjá borðum með eitthverju Vestan-dóti. Sá ekki neitt, en Vestfirðir rúla biggtæm. Það þurfti ekki að segja mér það.

02.05.02
Útvarpsþátturinn ALÆTAN er á dagskrá í kvöld kl. 22:10 á Rás 2. Í kvöld verður sérstaklega vandað til verka og ég er búinn að skrifa allt niður sem ég segi. Ég ætla nebblilega að segja sögu japanska poppsins/rokksins með mörgum tóndæmum. Um kl. 23 mætir Ómar Swarez úr Quarashi með bland í poka. Fveiii!
---
Djöfull er þetta kosningaþvaður leiðinlegt. Le Pen-málið segir manni þó að maður á að mæta og kjósa það skásta, ef það er ekkert almennilegt í boði. Og fyrr myndi ég éta úr eigið rassgati en kjósa Sjálfsstæðisflokkinn svo það verður að vera Err þó það sé andskotalegt að þurfa að styrkja þann myglaða kerfiskúk A.Þorsteins. En hvað heldur Björn Bjarna að hann græði á því að hafa Thor fokking Vilhjálmsson í auglýsingunni sinni? Þekkir Björn kannski einhvern sem hefur klárað bók eftir þennan hrútleiðinlegasta rithöfund sem landið hefur alið?

30.04.02
Þetta veður hefur verið að gera mig hálf þunglyndan. Ég gerðist meira að segja svo þunglyndur og tvístígandi um fjárhagslega framtíð mína að ég fór í starfsmannahald Landsbankans og sótti um sumarvinnu (ég vann þar síðast um sumarið 1993 ef mig minnir rétt). Stúlkurnar sögðu að ég væri alltof seinn að sækja um svo líklega fæ ég ekki tilboð um að afgreiða. Áhugasamir um starfskrafta mína mættu því gjarnan senda línu. En nei nei, þetta er ókei. Það er langt í að ég fari að svelta og ég hefði nú bara gott af því.
---
Afhverju kostar kíló af osti og gulli næstum því það sama? Ostur er enginn helvítis veislukostur heldur bara rándýr ókostur (sorrí fann ekkert skárra rím).
---
Gestir á heimasíðuna segjast sakna TOPP 10 hluta hennar og HLEKKJA síðunnar. Hvort um sig verður nú smá saman fært hingað. Semsé, hér neimdroppa ég góðri mússikk og góðum hlekkjum. Bobby Conn er góður, líka Rúnk (þau eru íslensk og ætla að gefa út plötu í sumar - þrumu gleðipopp), Doktor Kosmos og japanska safnplata Japanese independant music, sem er gefin út af frönsku merki, Sonore. Að lokum tvær breskar og góðar: The Streets, ungur strákur í góði grúvi og nýja platan hans Elvis Costello.

26.04.02
Er að peppa þessa heimasíðu aðeins upp. Glænýtt demó af nýju lagi er komið hér. Tékk it mann.

25.04.02
Fyrir utan það að vera gullfallegar skera keppendur Ungfrú Ísland.is sig út fyrir að vera sterkir persónuleikar sem eru óþornar við að koma sínum skoðunum á framfæri, segir á heimasíðu Ungfrú Ísland.is. Hún Hrönn hefur líklega skorið sig einum of mikið "út" og verið einum of "þorin" fyrir smekk kellinganna í fegurðarsamkeppninni því lögbannið er staðreynd (og ég sem hélt að þessi Ragnar lögmaður, pabbi hans Ívars Bongó, væri góði kallinn). Ég var búinn að fá boðsmiða á frumsýninguna í kvöld og allt - fussumsvei! Jæja, ég sendi ilvolgar baráttukveðjur og vona að myndin verði sýnd á endanum. Fer bara á The Royal Tenebaums í staðinn.

22.04.02
Hún er sprenghlægileg nýja sjónvarpsauglýsingin frá Sjálfsstæðisflokknum. Þar hljómar "Við Bergþórugötuna" í panpipe-útgáfu á meðan límheilinn Björn Bjarna röflar eitthvað úr bílstjórasæti. Hann er nánast nákvæmlega eins og Jón Gnarr í sketsinum "Leigubíll dauðans" og er einkar gaman að horfa á auglýsinguna í því ljósi.
---
Það hefur verið það vinsælasta hjá krökkum í denn að banka upp á hjá Dóra Lax og fá kaffi hjá karlinum. Alls konar strákalingar lögðu leið sína upp að Gljúfrasteini, Tómas Ingi Olrich og Davíð Oddsson og alls kyns lýður, skils mér. Alltaf var Laxi hress og tilbúinn í tuskið með strákum. 
Sem betur fer mæta ekki strollur af strákum heim til mín enda myndi ég ekki bjóða þeim inn. Stundum hringja þó fullir fábjánar um miðja nótt og vilja vita ýmislegt, t.d. af hverju ekki var talað um Þuríði Sigurðardóttur í Rokkbókinni og eitthvað svona rugl. Þó ég skelli bara á dreg ég þá ályktun að ég sé á góðri leið með að verða jafn mikill snillingur og Killi. Persónulega finnst mér þó Þórbergur betri fyrirmynd.

19.04.02
Textaferðin til Borgarness tókst frábærlega. Var í einangrun á hinu frábæra gistiheimili Bjarg og ruddi út úr mér öllum textunum á einum sólarhring. Textarnir verða á FLATUS LIFIR!, sem verður væntanlega að veruleika í haust. Ég fór ekki lengra inn í bæinn en Kaupfélagið og sá svo sem ekki mikið af þessum syfjulega stað. Mér skilst að ég hafi misst af mjög flottri veitingasölu sem er þarna. Rútuferðin fram og til baka var nokkuð hressandi, enda fátt hressilegra en að hanga í íslenskri rútu. 
Á FLATUSI verða 18 lög sem hér segir:
Hvalfjörður með öllu
Konurnar í lífi Errós
Lýs
Mikilvægasti maður í heimi
Fyrir 100 árum
Ný líf #107 & 112
Kviðmágar
Ballaða fyrir borvél og brostnar vonir
Gúmmilak
Stillansar
Stóri hvellur
Skjóðan
Póstkort frá Kvíabryggju
Eftir 100 ár
Ímelda Markos
Síðasta fylliríið
Dána fólkið í Mogganum
Má ég vera með þér
---
Hitti Sjón fyrir framan húsið mitt. Hann var með tvo hringa frá sýningum Jóhanns Risa í tösku og sýndi mér. Hringana keypti hann á Ebay. Báðir voru í réttum stærðarhlutföllum og voru geypistórir. Annar úr rauðu plasti með mynd af Jóhanni, hinn úr plasti en meira eins og alvöru hringur úr gulli. Við Sjón vorum sammála um að bókin um Jóhann hafi verið illa heppnuð (sjónvarpsþátturinn var betri). Hvorki í þætti eða bók kemur t.d. fram að Jóhann var allur stór og naut hann víst mikillar kvenhylli (þess vegna?) Skáldverk um Jóhann hlýtur að vera næsta mál á dagskrá - kannski gengur Sjón í málið?

13.04.02
Fólk er alltaf að senda mér email og segja mér að skoða myndir að skotnum palestínumönnum og eitthvað svona - eins og ég viti ekki að þetta aumingjans fólk er að upplifa helvíti. "Og hvað á ég að gera?" spyr ég auðvitað eins og þjóðin öll og aðrar þjóðir - nú, auðvitað að fyllast kvíðakasti af því Beckham er með brotna rist. Æ æ aumingja Beckham. Æ æ aumingja England.
Stundum finnst mér betra ef ég væri af annarri dýrategund. Við erum mistök náttúrunnar.
---
Við erum eina dýrið með þessa hræðilegu ranghugmynd um sjálfið. Hin dýrin pæla minnst í því hvort við förum til helvítis eða himnaríkis eða hvort þau séu á annað borð til. Þau eru ekki að flækja málin með tilgangslausum spurningum eins og "Afhverju er ég til?," heldur eru bara að pæla í mat, svefni og fjölgun - hinum þríeina "sannleik". Eins lengi og maður er ekki fábjáni er gaman að vera homo sap og eiga séns á öðrum pælingum en éta sofa ríða, en það virðist sannast á hverjum fokking degi að heimurinn er fullur af fábjánum og þess vegna er þetta svona erfitt.
---
Við fengum semsagt "sál" framyfir hin dýrin, (sál = sjálfsmeðvitund). Dýrin munu aldrei vita út á hvað þessi sjálfsmeðvitund gengur - þau eru bara ekki með þann "fítus".
---
Það er líklegt að á öðrum hnetti séu einhver dýr og hugsanlega hefur þróast dýrategund svipuð okkur sem er með einhvern yfirburðarfítus. Hann getur mjög líklega verið einhver allt annar en þessi sjálfsmeðvitund sem við erum með og við getum aldrei skilið út á hvað hann gengur, ekki frekar en dýrin skilja okkur. Ha? Pæliði í því.
---
Ég hef lokið við að semja lögin 18 sem verða á plötu minni, FLATUS LIFIR, sem kemur að öllum líkindum út í október. Nú þarf ég að semja texta við kvikyndin. Er byrjaður eitthvað og kominn með nöfn á lög, t.d.:

Konurnar í lífi Errós
Borvélaballaðan
Stóri hvellur
Gúmmílak
Kviðmágar
Ímelda Markos
Fyrir 100 árum
Eftir 100 ár
Dána fólkið í Mogganum
Mikilvægasti maður í heimi
Stillansar
National geographic
Má ég vera með þér?

Ég er að setja saman hljómsveit og munu æfingar hefjast í maí. Fyrsta giggið er á Akureyri 13. júlí.

12.04.02
"Bændur" er næstum því sama orðið og "bætur". Pældíðí. Ætlaði að segja eitthvað annað en ég man ekki hvað það var. Hef ekki fengið neitt tilboð með uppstoppaðan hrafn ennþá. Er virkilega enginn þarna úti.....?

05.04.02
Mig langar til að byrja daginn með því að birta smáauglýsingu (ég vona að DV fari ekki í mál):
Er einhver sem á uppstoppaðan hrafn (helst með vængina útglennta) sem hann vill losna við? Ég er tilbúinn til að borga allt upp í 2000 kr fyrir slíkan grip því mig langar til að festa hann ofan á tölvuskjáinn minn.  Sendu línu
---
Grein mín um 20 bestu plötur á Íslandi hefur verið birt á hinni fínu síðu Pitchforkmedia.
---
Gamli 80s hlunkurinn Leif Garrett er "kominn sterkur aftur" með undirleikshljómsveit sem heitir F8. Þetta er því miður ekki gamla pönkhljómsveitin mín!
---
Sigurjón og Kó á Radíó-X skyldu ekkert í þessari pælingu með ávextina síðan í gær, og er það skiljanlegt, enda var það illa unnin dagbókarfærsla. Ég var að benda á hvað sumt hefur vaxið að umfangi (ávaxtategundir) og kom með þá hundleiðinlegu vinstri-grænu niðurstöðu að þó maður hafi "frelsi til að velja" þá standi valið ekki endilega um svo mikið nýtt heldur bara fleiri tegundir af því sama. Japanska peran er bara eins og epli og pepítóið - sem heitir reyndar "pepino" - er bara eins og bragðlaus melóna. Sé þessu blandað saman í mixara með undanrennu og sykri þá er niðurstaðan á bragðið eins og banani = ergó: frelsi til að velja er prump. Og kannski væri maður glaðastur ef maður fengi bara epli á jólunum.
---
Þetta er semsagt v-g niðurstaðan sem ég fékk og hún er ekki endilega rétt. Nei nei, kæru Heimdellingar, ég er fyllilega fylgjandi því að gott er að hafa tækifærið til að velja.
---
Önnur sambærileg frjálsræðisþróun er í sambandi við hunda á Íslandi. Einu sinni voru allir hundar af sama kyni og þegar ég var svona tvítugur voru allir hundar nokkurn veginn eins hér á landi á. Nú er önnur tíð og allar mögulegar og framandi tegundir ganga um göturnar. Tsjávává eru mexíkóskir smáhundar og nokkuð kúl, ég væri alveg til í að eiga svoleiðis. Hins vegar hreinlega þoli ég ekki smáhundategund sem ég kalla "litlu ógeðin". Þeir eru eins og brún gólftuska og maður myndi ekki vita hvort snéri fram eða aftur nema vegna þess að þeir eru oftast með slaufu framan á sem heldur hárinu fyrir andlitinu. Þeir eru eins og mini-bolabítar í framan og sígjammandi út í loftið, hrikalega montnir eitthvað og leiðinlegir. Ég þori næstum að veðja að Kristján Jóhannsson á svona hund. Þar sem snoppan er svo klesst eiga þessir hundar oft við öndunarerfiðleika að stríða og gjammið í þeim hljómar því eins og gremlin með bronkítis. Til að fullkomna viðbjóð og úrkynjun þessara hunda skilst mér að þeir geti ekki fjölgað sér nema með hjálp manna. Ég vil ekki einu sinni hugsa til þess hvernig sú "hjálp" fer fram. Jú, ókei. Ætli einhver hundaperri rúnki minitippinu í glas og sprauti upp í kerlinguna með sprautu eða þarf að tengja hundkvikindin saman og halda þeim föstum á meðan þau hjakka? Ef einhver hundafræðingur þarna úti kann skil á þessu mætti hann upplýsa mig. 
---
Dagbókarfærsla úr fortíðinni:
5. apríl 1980
"Amma kemur. Skítur og mígur. Kaupi páskaegg 2 á 4100 kr. Dóla heima. Glápi á sjónvarpið."

04.04.02
Ég er áhugamaður um exótíska ávexti. Enda man ég vel eftir því þegar á Íslandi fengust varla vínber nema um hásumar. Þegar foreldrar mínir voru ungir voru bara epli á jólunum. Nú fást exótískir ávextir allan ársins hring í gæðabúðum eins og Hagkaupum í Kringlunni. Þar keypti ég japanska peru og pepito ávöxt frá Ekvador og hugsaði mér gott til glóðarinnar. Japanska peran smakkaðist eins og sambland af epli og peru og pepítóið, ja það smakkaðist eins og bragðlaus melóna en var með mjölkenndri áferð. Það er óþarfi að nefna það að maður rétt náði að smakka einn bita af hvorri ávaxtategund. Nú kom töfrasportinn sér vel og báðum ávöxtunum var skellt saman auk undanrennu og sykurs. Niðurstaðan var eitthvað sem minnti á banana. Húrra fyrir frjálsræðinu - það gerir okkur frjáls! 
---
Í hinni frjálslyndu ALÆTU á Rás 2 verða strákarnir í Búlandstindi, nei ég meina Búdrýgindum og velja sér óskalög. Einnig fullt af jarmandi fínu stöffi eins og Nortec-mússikk frá Mexíkó og gæfugarage frá The Streets.

03.04.02
The Strokes voru alveg eins og ég bjóst við. Helv. gott sánd en staðurinn (Broadway) er lélegur til tónleikahalds og það má staðhæfa að a.m.k. 25% gesta hafi ekki séð rassgat. Það var svo sem ekki mikið að sjá, þessir strákar eru bara hefðbundið rokkband og sviðsframkoman var slöpp. Söngvarinn er þessi heróín-týpa sem rétt nennir þessu og var alltaf að fá sér bjór og sígarettur af hlaðborði á trommupallinum - frekar boring náungi, t.d. ekki sá sviðsgarpur sem Jarvis Cocker er. Lögin hjá Strokkunum eru fín en einhæf til lengdar og þetta var orðið gott eftir 8 lög eða svo. Út um allt voru litlir íslenskir Strokkar með lúkkið á hreinu: meðalsítt skítugt hár (helst svart), þröngar mafíósaskyrtur og mittisleðurjakkar. Helst að vera í framan eins og maður nenni þessu ekki - sem sagt ógeðslega kúl. Ég ákvað á leiðinni heim að fara í stranga megrun, kaupa mér mittisjakka og fara að safna fyrir hárígræslu. Not!

VAR EITTHVAÐ AÐ GERAST Í JAN-MARS 2002?