TOPP 5! 49. vika: Link Wray & his Ray men - Rumble / DMBQ - She walks / Boris - Fyrsta lagið á Pink / Úlpa - Atlantic ocean / Rinôçérôse - Get ready now   ELDRI LISTAR
11.12.05
Í útvarpinu spila ég lög á milli 14 og 16 en kl. 20 erða næst síðasti Popppunktur í heimi! Milljónamæringar á móti Ske í svaka leik um það hvort liðið fær að keppa á móti Geirfuglunum í allra síðasta Popppunkti í heimi á sunnudaginn eftir viku.

09.12.05
Það var verið að segja mér að veitingastaðurinn Indian mango á Frakkastíg sé unaðslegur. Hann er víst svo lítill að það þarf að panta með margra daga fyrirvara. Djöfull þarf maður að tékka á því enda aldrei of mikið étið af inverskum mat.
---
Jólahlaðborð Skjás eins/Xfm var á Hereford í gær. Maður slafraði þessu í sig af bestu lyst. Enginn áberandi fullur nema náttúrlega Doddi litli sem ældi hálfmeltu kjúklingapaté á Sirrý. Nei ég er að djóka.
---
Bryggjutröllin eru í rúnkbindindi. Gaman að því. Sjálfur sé ég ekki tilganginn með rúnk og ríðingarbindindi enda heldur maður græjunum við með því að sprauta sem oftast. Alveg satt, spurðu bara þvagfæralækni.
---
Og nú: Plötugagnrýni Dr. Gunna í æsandi slagorðum sem má nota í auglýsingar...

Benni Hemm Hemm - Benni Hemm Hemm XXX
"Iðandi kátt popp og snjallir textar"

Daníel Ágúst - Gleypti stjörnu XXX
"Vill vera Björk sirka Homogenic, tekst það og meira til"

Emilíana Torrini - Kona sjómannsins XXXX
"Ljúfsárasta plata ársins, já ég er kelling"

Hárdoktor - Hársápa XXX
"Glúrinn hárskeri reiðir fram ferskt indípopp – verður enn betri næst!"

Ég - Plata ársins XXX
"Frábær konseptpakki sem góðir íslenskir textar gefa aukið vægi – Úrvalsstöff"

Japanskur kvensloppur - Norðurheimskautsdauðaskip XXX
"Sprettharðir poppsmellir í bland við gítarsargandi langlokur"

Hvaða Jeff? - Dauði á undan diskói XXX
"Vilja vera Franz Ferdinand og kunna vel að semja grípandi núveifpopp"

Mugison - Lítil ferð XX
"Örugglega gott í myndinni en tilgangslítið á plötu"

Ormurinn er grænn - Ýttu á spila XXX
"Dimmt og djúsí tölvupopp"

Rass - Andstaða XXX
"Dillandi kímið ellimannapönk"

Trabant - Tilfinningaríkt XXXX
"Dæmalaust fínt sjúskdiskó fyrir sveittar nætur sem þú vaknar eftir fótbrotinn með glimmer á rassgatinu"

Megasukk - Hús datt XX
"Þvoglumæltur langhundur. Bæði Megas og Súkkat voru skemmtilegri á síðustu plötunum sínum – Ull var snilld – spurning um að gera frekar eina Megasarplötu og eina Súkkatplötu næst, ha?"

Umpopp - Ranghugmyndir mínar XXX
"Dettur niður í minna spennandi ballads eftir frábæra poppbyrjun"

Hudson Víðir - Orrusta stigamannanna XXX
"Vilja vera Calexico og tekst það helvíti vel"

Úlpa - Reynd flug vængjaðra manna XXX
"Oft frábært en stundum ekki"

Dikta - Hamingjan veidd XX
"Ofsa metnaðarfullt en frekar óspennandi"

Dr. Spokk - Dr. Phil XXX
"Kraftmikið og spilaglatt dúndurstöff"

Djúpi Jón og loftfarsrjóminn - Djúpi Jón og loftfarsrjóminn XXX
"Hafa engu gleymt"

Sumarið mitt í Hjálpræðishernum - Stjórnleysingjar eru vonlausir draumóramenn XX
"Einlægt en einhæft, en vissulega ágætt á köflum"

Kira Kira - Skotta XX
"Eins og stemmningstónlist í David Lynch mynd, ef hann væri krútt"

Hermigervill - Svefnvinna XXX
"Spennandi, ferskt, glundroðapopp" 

Baggalútur - Pabbi þarf að vinna XXX
"Næstum því eins gott og heimasíðan"

Hjálmar - Hjálmar XXX
"Lopapeysu-raggíið svíkur ei"

Bubbi - Ást / Í 6 skrefa fjarlægð frá paradís XX
"Ef ég skil set ég þetta á fóninn meðan ég helli mig fullann - vonandi slepp ég við það!"

Sigur Rós - Takk XXXX
"Aðeins verri en Ágætis byrjun, miklu betri en ( )  – Sigur Rós eru náttúruundur"

Helgi Valur - Dauði trúarinnar X
"Vill vera Damien Rice. Og sá er hundleiðinlegur".

Heitur fjandi - Stóra illgjarna gróf-ó-mamman X
"Drepleiðinlegt varðeldapartí"

Siggi Ármann - Tónlist fyrir háða XXX
"Ljúft og brothætt frá geðhverfa risanum sem kann að semja lög"

Stórsveit Nix Noltes - Orkídeur Hawaí XX
"Sígaunarnir eru komnir og þeir eru í stuði"

Björk - Teiknandi hófsemi 9 X
"Bæði artí og fartí – og síðast en ekki síst hundleiðinlegt" 
---
Þetta eru plöturnar í "Plötutíðindum 2005", sem ég er búinn að heyra. Sumt þarf maður svo ekkert endilega að heyra heldur getur drullað yfir fullur af mannfyrirlitningu og almennum vesældómi, til þess eins að sveittir hælbítar út í bæ geti glott á kostnað listamanna sem leggja sig alla fram:

Bjarni Ara - Svíng 0
"Ég fann mátt líkamans fjara smásaman út eftir því sem ég píndi mig áfram í þessu plötu."

Á móti sól - Hin 12 topplögin 0
"Líklega áhrifameiri aðferð til að ná sér í skotsilfur en að selja fötin sín í Kolaportinu"

Bergsveinn - September 0
"Göngutúr eftir stræti minningana og ælt á hverju horni"

Davíð Smári - Þú gerir eitthvað við mig 0
"Ahhh... hvað Pop Idol er gott fyrir íslenskt tónlistarlíf"

Heiða - Hluti af mér 0
"Ahhh... hvað Pop Idol er gott fyrir íslenskt tónlistarlíf – svo er ljótt að stela nöfnum. Þarf nú Heiða greyið endalaust að burðast með viðurnefnið "í Unun"? Hei, Unun er löngu hætt!"

Garðar Thor Cortes - Cortes 0
"Vá! Einar Bárðarson hefur breytt þessum væmna óperupoppbaulandi mömmudreng í gulleggjaverpandi kerlingabana – látið manninn taka við stjórn landsins!"

Skítamórall - Má ég sjá XXX
"Stórkostlegir meistarar sem kunna að velja kóverlög"

Nylon - Góðir hlutir XX
"Voru nú skemmtilegri síðast enda með svo gott kóverlag þá"

Hera - Ekki spila þetta 0
"Alveg sjálfssagt Hera mín"

Heitar lummur - Heitar lummur 0
"Úff... það er "heit lumma" í nærbuxunum mínum eftir að hafa pínt mig í gegnum þessa plötu"

Helgi Björns - Yfir Esjuna 0
"Helga segist alveg sama hvað fólki finnst um þessa plötu. Það er eins gott"

Jónsi - Jónsi 0
"Jónsi kominn í sama pakka og Stebbi Hilmars þegar hann söng "Líf", verst að það er ekkert "Líf" í/á þessari plötu"

Regína Ósk - Regína Ósk 0
"Platan er jafn photosjoppuð og umslagið" 

Matti - Ólýsanleg 0
"Ólýsanleg? Nei nei, "leiðinleg""

Svala - Fuglar frelsins XXX
"Frábært fullorðinspopp (ég vil ekki að feðgarnir lemji mig ef ég rekst á þá)"

Sálin hans Jóns míns - Undir þínum áhrifum XXX
"Meistarar fullorðinspoppsins með enn einn pottþéttan pakka"

Írafár - Írafár XXX
"Birgitta er sæt og Vignir kann að semja iðandi gott popp"

Jón Sigurðsson - Til þín 0
"Hann lítur alveg eins út og vondi kallinn úr Trainspotting. Tónlistin? Blessaður vertu, bara eitthvað kóverlagatros"

Leone Tinganelli - Ég flýg frjáls 0
"Jafn óþægilegt og ef ítalski sjarmörinn reyndi við mann á flugvélaklósetti"
---
Jæja, er þetta ekki orðið ágætt...

08.12.05
Spinning-böðullinn Jón spilaði m.a. Rock this town með Stray Cats og mömmufokkandi Metallica Sandman. Mikið vildi ég að spinning-kennararnir færu nú að spila SOAD. Um daginn spilaði hin dúndurhressa Bára "Rape me" með Nirvana og söng hástöfum með – nauðgaðu mér nauðgaðu mér! Ég lét ekki deigan síga og pedalarnir fengu að kenna á því. Sverrir er þriðji spinning-kennarinn sem ég mæti til. Hann heldur mikið upp á Sálina og U2 en áða til að blasta Sex Pistols á skrílinn. Svo er það helvítis Paradise by the dashboard lights með Meatloaf sem er níu mínútur eða eitthvað og allt á fullu allan tímann. Annars allt saman úrvals spinningkennarar það vantar ekki og ágætis músik hjá þeim öllum.
---
Veður til að drekka vaselín og rispa á sér úlnliðinn með sandpappír. Og myrkrið maður... Hvað með að flytja til Madrid?
---
Fór í Ikea. Alltaf sama sagan, það sem á að kaupa er ekki til. Helvíti er Ikea. Og James Blunt á hæsta í græjunum...

07.12.05
Lagið dularfulla sem er minnst á hér fyrir neðan heitir "No Sound" og er flutt af hljómsveitinni 31 knots frá Portland, Oregon. Þungu fargi af mér létt. Takk fyrir það Björgvin og Baldur! Og verðlaunin veglegu eru þessi erótíska mynd:

---

Áhugafólki um furðulega gosdrykki er bent á drykkinn Sarsi sem má fá í Sælkerabúðinni á Suðurlandsbraut. Þetta er einhvers konar austurlenskur rótarbjór (upprunninn í Filippseyjum) en þó eiginlega ekki eins og rótarbjór heldur eitthvað annað. Ha? Lúkkið á dósinni er rippoff af Pepsi. Bragið er alveg einstakt og ég er allavega að fíla það. Húrra fyrir Sarsi og Sælkerabúðinni!
---
Vandamálið við óheft dánlód tónlistar á tækniöld er að stundum gleymir maður að merkja hin dánlóduðu lög og stendur uppi nokkru síðar með lag sem maður hefur ekki hugmynd um hvað er. Svo er maður kannski með draslið á shuffle og þá kemur eitthvað flott lag en maður veit ekki rassgat hvað þetta er. Þetta er miður. Hér er t.d. eitthvað sem ég dánlódaði fyrir löngu en hef ekki hugmynd um hvað er. Því þarf ég aðstoð frá þér, kæri lesandi. Spurt er: Hvaða lag er þetta?

Hvaða lag er þetta?

Þetta er nýlegt, amerískt, indí eitthvað með strengjum. Flott lag, en hver andskotinn er þetta? Fróðleiksfullir sendi línu. Vegleg verðlaun!
---
Ef einhver býr svo vel að eiga plötuna SOBS með Reptilicus má hann endilega rippa lagið "Okkar heili er innsiglaður" og senda mér. Þetta er stórkostleg lag með Gunnari í Krossinum sampli.
---
Hér er það sem ég skrifaði í DV í dag. Ég er svo andlaus eitthvað í skammdeginu að ég nenni ekki að skrifa eitthvað nýtt.

Ör-, fá- og vanvitar bannaðir
Tungumálið er eldfimt og það sem sjálfssagt var að segja í gær er alveg bannað í dag og getur sært svokallaða siðferðiskennd fólks. Ég man greinilega eftir því þegar yfirkennarinn í barnaskólanum kenndi okkur krökkunum muninn á mongóla og mongólíta. "Þessu má alls ekki rugla saman," sagði hann. Honum væri stungið inn í dag. Ég las það í blaði í gær að fávitar og örvitar hafi verið teknir úr opinberum  reglugerðum og líka vanvitar. Nú má bara segja og skrifa þroskaheftir eða fatlaðir, annað er talið ofbeldi. Gamla kerfið var þó nokkuð skilvirkt: Örvitar voru með undir 25 í greindarvísitölu, fávitar með 25-50 og vanvitar með 50-75.

Mjallhvít og fötluðu mennirnir
Það er ljótt að stríða minnimáttar og náttúrlega búið að nota þessi "-vita"-orð svo mikið í almennu einelti að löggjafinn þurfti að bregðast við. "Ertu þroskaheft?!," spyrja nú gelgjurnar í staðinn hvorar aðrar og ljóst að "þroskaheftur" getur því ekki gengið endalaust. Einhvern tímann fyllist mælirinn og nýtt orð verður tekið upp yfir fólk með skertan andlegan þroska. Á svipaðan hátt þykir orðið "dvergur" víða mannskemmandi í dag og spurning hvenær hér verði fundið upp nýtt orð. Kanarnir eru farnir að nota "vertically challanged" og "Mjallhvít og dvergarnir sjö" heitir það ekki lengur heldur "Mjallhvít og verndarar skógarins". 

Endanlegt takmark
Í fjölmennasta geira fötlunarinnar, offitugeiranum, eru eftirfarandi orð notuð: Ofalinn og offeitur. Ofaldir eru aðeins yfir kjörþyngd, offeitir mikið yfir kjörþyngd, sumir jafnvel hreinræktaðir offitusjúklingar. Þessi fötlun hefur það þó framyfir aðra að hægt er að "af-fatlast" með heilsusamlegum lífsháttum, sem er vissulega bót í máli því ef maður er dvergur eða þroskahefur skiptir engu máli hvað maður fer oft í ræktina eða étur mikið af gulrótum. Endanlegt takmark allra fatlaðra er að verða heilbrigður og "venjulegur". Jafnvel þá er þó björninn ekki unninn því nú þarf að díla við reikningana, skammdegið, kuldann, kvíðann, efann, tilgangsleysið... Niðurstaða: Við erum öll fötluð, æ æ aumingja við.
---
Mér skilst að nú sé hægt að lesa gömul blöð frá 365 hér. T.d. DV, Sirkus og þetta stöff allt. Fínn sörvis það.

05.12.05

The Sushi train, Iða, Reykjavík XXXX
Loksins! Sushi-færiband í Reykjavík. Komum í hádegi á sunnudegi og var nokkuð þétt á færibandinu. Dótið rann hjá með góðum varíöntum. Verðin eru 200, 250, 300, 350 og 500 á disk. Nokkuð vel sloppið bara. Ferskt og gott og svo hægt að sérpanta. Fékk mér Californiu kramarhús og er enn að sleikja út um. Pottþétt pleis fyrir sushi frík!
---
Ég ferðast stundum innanbæjar því á nokkrum stöðum í Reykjavík er hægt að láta sér líða eins og maður sé í útlöndum. Í Sælkerabúðinni við hliðina á Nings er t.d. hægt að loka augunum, opna þau aftur og ljúga að sjálfum sér að maður sé kominn í matvöruverslun í Bangkok. Maður stendur á gati yfir vöruúrvalinu, en tekur sénsa enda maturinn ódýr og umbúðirnar fagurlega skreyttar. Sérstaka ánægju hef ég af því að prófa uggvænlega útlítandi svaladrykki sem undantekningalítið eru ódrekkandi. Þá má líka tékka á allskyns exótísku nammi, sæta þurrkaða hrökkála eða eitthvað, sem eru í byrjun undarlegir á bragðið en venjast vel. Frábær búð!
---
Um helgina fór ég til Póllands. Eða á Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði öllu heldur, en þar er "pólska búðin" Stokrotka. Búðin er vandlega falin í iðnaðarhverfi og selur ekkert nema pólskar matvörur og tímarit. Komið hefur verið upp íslenskum merkingum við vörurnar svo maður er ekki alveg eins og álfur út úr pólskum hól. Ég fékk mér súrar gúrkur í kryddlegi, krukku af piparrótarsósu og glæsilega XXL lifrakæfu, sem minnir ekki lítið á skoskt haggis. Berjasulta ýmiskonar virðist mjög vinsæl í Póllandi en mér til furðu er ekki boðið upp á Prins Póló. Í staðinn má fá súkkulaðikex sem heitir Princess. Mögnuð búð!
---
Sá Hallgrín Helgason í þættinum hjá Jóni Ársæli. Langar að lesa þessa nýju bók hans og líka að kaupa af honum málverk. Virtist þurfa nauðsynlega að losna við þetta úr geymslunni.

04.12.05
Klassískur sunnudagur: Tónlistarþáttur Dr. Gunna kl. 14 á XFM og Popppunktur í kvöld á Skjá einum kl. 20. Ekkert slor þar, sjálfir Geirfuglar á móti spútnik-liðinu Jan Mayen. Mergjað stöff. Og ekki fariði tómhent héðan því hér er TOPP FIMM! 


Link Wray & his Ray men - Rumble: Gítarleikarinn Link, sá sem fyrstur kom fözz-sándinu á kortið, lést í Kaupmannahöfn þar sem hann bjó síðustu árin með danskri konu sinni (þau kynntust á indjánanámskeiði - Link var indjáni að hluta). Link var 76 ára. Hér er lagið sem hann er frægastur fyrir.


DMBQ - She walks: Meiri dauði. Trommuleikarinn í þessu japanska bandi (stelpan China) lést í bílslysi í USA nýlega. Aðrir meðlimir löskuðust illa. Bandið hafði verið starfandi frá 1988 og spilað þungt hávaðarokk eins og þetta dæmi af nýjustu plötunni þeirra. 


Boris - Fyrsta lagið á nýjustu plötunni Pink: Meira japanskt. Boris eru eins og heví metal Sigur Rós og þetta skrýmsli af lagi ætti að koma þér í annarlegt ástand. Nafnið er eitthvað á japönsku...


Úlpa - Atlantic ocean: Úlpugalgopar með plötu 2, Attempted Flight af winged men. Nóg í gangi þar til að halda kindahjörð á tánum.


Rinôçérôse - Get ready now: Franskt drulludiskó með Nuuti úr suicide-kópíubandinu Dead Combo gólandi í frontinum. Þetta er vitanlega af nýjustu plötu Rinôçérôse, "Schizophonia".
---
Hér er enn meira skrípó...

02.12.05
Íslenskt skrípó: Halldór Baldursson er að gera mjög góða hluti í Blaðinu, en hann teiknar einn skets þar á dag. Á heimasíðu Halldórs má finna margt gott stöff, t.d. þetta. Halldór er tvímælalaust konungur fréttaskrípósins í dag.............. Þessi er efnilegur......  Þessi virðist alveg vera hættur...... 
---
Útlent skríó: Hér er sóða og subbulegt grín eftir einhvern Steve Garcia..... Dan Clowes er alltaf bestur. Virðist ekki vera með síðu, en það má fletta honum upp á Google og finna allskonar viðtöl og sjit. Fantagraphics gefa hann út. Peter Bagge er fínn. Hann er með heimasíðu
---
Söngleikurinn Soffía leggst vel í lesendur. Ég fékk ábendingu um þetta lag á Rokk.is sem fjallar einmitt um Halim Al og er sýnist mér með hljómsveitinni Mújaffa. Svo fékk ég aðra ábendingu, reyndar um lag sem ég vissi af og er alveg stórkostlegt. Ég sá þetta læf fyrir nokkrum árum en flytjendur eru Ottó Tynes og Karl Ægir Karlsson, doktor í svefnrannsóknum í Kaliforníu. Textinn er svona:

Dagbjört og Rúna
hvar eru þær núna
elska þær kannski einn mann?
og hver í andskotanum er hann?
vinnur hann kannski á lyftara
í miðri Ankara
fyrir hvern er hann þá að vinna
kannski Kolbein og Tinna?
en þeir eru bara djók
sem lifa í ævintýrabók
þetta vandamál ég ekki skil,
því Dagbjört og Rúna eru ekki til.

01.12.05
VERÐ GESTUR Í ÞÆTTINUM ROKKARINN Á XFM KL. 10 Í KVÖLD!
---
Söngleikjagerð. Er ekki málið að koma með söngleik næst? Frumsaminn rokksöngleik? Rokkóperu... Bæta við í þá flóru. Eru ekki allir búnir að fá nóg af Hárinu, Rocky Horror, JC Superstar endalaust...? Nei kannski ekki. Virðist ganga endlaust. Fólk vill bara það sem það hefur heyrt þúsund sinnum áður og treysir og trúir á. Sjáið bara allar þessar helvítis tribjútplötur. Gömul sannindi og ný. Mér datt þó einu sinni í hug söngleikurinn "Soffía", um Soffíu Hansen málið. Var m.a.s. byrjaður á einu laginu:

Halím Al
a-ha....
Halím skal
börnin taka

Það var ekkert komið lengra.
---
Söngleikur sem gerist á "Rokk í Reykjavík"-tímabilinu gæti verið sniðugt mál. Kominn tími til að nostalgían nái þeim tíma. Nóg er nú búið að juðast á öðrum nostalgíum. Diskó/pönk togstreitan gæti verið ákjósanlegur bakgrunnur fyrir slíkt verk. Og svo hefur enginn skrifað bókmenntaverk og haft þessi ár í bakgrunni. Menn virðast endalaust geta hjakkað á bítlatímanum...
---
Dauðinn. Það er alltaf jafn lítið að gerast hjá konunni í See me rot. Hér má svo finna grafir hinna frægu. Hér eru látnir íslendingar.

30.11.05
Prófessor Vandráður er glæsilegur fulltrúi Þjóðkirkjunnar. Jesús veltir sér eflaust um í gröfinni, eh, á himnum, þegar þessi meistari opnar munninn. Mér skilst á Jóni Gnarri, þ.e. Jóni Gnarr í Tvíhöfða fyrir nokkrum árum, löngu áður en hann fann fjölina sína og guð, að þegar Vandráður var kennari í gagnfræðaskólanum á Digranesi, að hann hafi kallað smástelpurnar "mellurnar mínar". Nema það hafi verið "litlu mellurnar mínar". En ergó; Glæsilegur fulltrúi, glæsilegur fulltrúi. Glæsilegur fulltrúi kjaftæðis.
---
Var boðið á forsýningu á Walk the Line, eins og fínum manni. Þetta er mynd um Johnny Cash með Joaquin Phoneix og Reese Witherspoon í hlutverkum Johnny og June Carter. Sýnt var í lúxus-sal Smárabíós sem ég hef ekki gerst svo fínn að heimsækja fyrr. Á staðnum voru t.d. Krummi og pabbi hans og Óli Palli og afi hans. Einvalalið sem sé. Lúxusinn var nú ekki meiri en svo að annað slagið nötraði allt út af myndinni í næsta sal. En að myndinni (sem hlýtur að verða tekin í almennar sýningar fljótlega):
---
Walk the line --> bíó XXX
Mjög skemmtileg, feykivel gerð og mjög sannfærandi leikin bíópikk um meistara Cash: Foreldrar hans eru leiðindar pakk, eldri bróðir deyr 14 ára, Cash fer í herinn, kemur heim, slær í gegn, fíknast á spítt. Fyrri konan hans er fúl og Johnny rennir lengi mjög hýru auga til Jane Carter. Hún játast honum fyrir rest. Johnny sparkar spíttinu og lifir hamingjusamlega til æviloka. Lítið er gert úr sterkri trú Casharans en bókin er byggð á Men in Black sem ég byrjaði að lesa strax og heim af myndinni var komið. Mér var gefin þessi bók fyrir löngu en haf sluxast við að lesa hana til þessa. Bókin byrjar strax á mjög trúarlegum nótum. Hún kom út 1975 og þá var JC búinn að fara 3svar til Ísrael. En sem sé: ekkert meistartaverk svo sem, bara mjög fín mynd.
---
Hef verið að hlusta á seinni hluta System of a Down tvennunnar, Hypnotize. Eins og komið hefur fram er ég gífurlega ánægður með Mesmerize enda fátt betra í eyrum í ræktinni. Hypnotize er nokkur vonbrigði, ekki eins góð plata og fráleitt eins sprett-hvetjandi og fyrri platan.

29.11.05
Á þessum árstíma fást bestu mandarínurnar. Eftir jól eru þær ekki eins góðar.
---
Ef karlmenn færu á túr væri hægt að fá túrtappa með Manchester United lógóinu. Kannski U2 herrabindi líka.
---
Til jóla: þrjár blogg-færslur á dag, hversu ómerkilegt sem það er.

28.11.05
Það er einhver þynnka í manni þó Bakkus komi þar lítið nærri. Skammdegis þynnka. Heldurðu að það væri nú ekki betra, maður, ef maður væri í sól og sumaryl einhvers staðar. Það mætti þó ekki vera of heitt, bara svona 20-25°C. Afrekaði það þó um helgina að fara á rjúpnaskytterí með Steina sleggju sem er gífurlega heteró. Ég skaut náttúrlega ekkert en gekk með stafi um holt og hæðir í Hítardal. Reyndi að finna hænsin sem eru náttúrlega í felulitum og erfitt að sjá þetta. Það keyrðu fjórir jeppar framhjá okkur, einn karlpungur í hverjum bíl. Heyrðist ekki mikið af þeim, kannski 3-4 hvellir, ég hef hins vegar röntgen-augu og vísaði Steina á 3 kvikyndi sem voru umsvifalaust plöffuð niður. Hann sá svo 2 sem plöffuðust niður líka. Semsé 5 rjúpur. Ég er svo tilfinningakaldur að mér var alveg sama um dauða þessara fugla, þó ég nenni kannski ekki að leggja það fyrir mig að drepa svona kvikfénað. Ég hefði getað náð úr mér blóðbragðinu með því að sjá Sigur Rós en ég verð að viðurkenna að ég bara nennti því ekki. Var einhvern veginn búinn að hugsa mig í gegnum þessa tónleika og nennti ekki að geyspa á palli undir sefandi himnaríkistónlistinni. Tek þó það fram að Sigur Rós strákarnir eru auðvitað stórkostlegir snillingar en maður þarf vissulega að vera í sérstöku stuði fyrir þá sem ég var ekki í gærkvöldi.

27.11.05
Tölvukerfið á XFM er alltaf í smá skralli. Verið að skipta um kerfi og eitthvað. Þátturinn er nú byrjaður að rúlla. Hva, 20 mín of seint. Tók hann upp á fimmtudaginn. En...

Hei! Hó! Topp fimm:

Siggi Ármann - I dive into you: Siggi er mættur með sólóplötu nr. 2, "Music for the addicted". Jafnvel enn betri en sú fyrsta. Einlægt og beint í æð.


Tyrannosaurus Rex - Salamanda Palaganda: Í dag eru liðin 25 ár síðan Steve Peregrin Took kafnaði á kokteilberi. Hann var með Marc Bolan í T. Rex á fyrstu þrem plötunum en var hættur þegar Bolan/T.Rex sló í gegn. Hefur því verið kallaður Pete Best 8. áratugarins. Dópruglað grey sem lamdi á bongó. 


Wolfmother - Joker and the thief: Tussugott retrórokk frá Ástralíu. Af samnefndri frumsmíð Wolfmother.


Tim Fite - Shook: Þessi framúrskarandi fýr er frá Brooklyn og spilar ansi hressandi Beckískt popp. Af "Gone ain't Gone" hans fyrstu plötu.


Bob Log III - Booby trap #2: Um að gera að plögga þennan meistara enn einu sinni. Verður eins og áður segir á Grand Rokki á laugardaginn 3. des.
---
Þess má að endingu geta að Popppunktur í kvöld er Geirfuglarnir vs. Fræbbblarnir. Öskrandi tjútt.

24.11.05

Komið er út sallafínt virtúal mixteip sem er hýst á MIXTEIPI. Þarna er ímyndað mixteip sem ég hefði gert fyrir tvítugsafmæli mitt 1985. Endalaust eðalstöff sem hefur staðist tímans tönn og gott betur. Tékk itt át, maður... 
---
Gullkindin slær Eddunni við í flestu. Gullkindin er í kvöld. Það er enn hægt að kjósa á heimasíðu XFM. Algjört möst myndi ég halda.
---
Í morgun svaf ég yfir mig. Ég vaknaði ekki fyrr en kl. 07:20. Hneyksli. Hundleiðinlegur er þessi skemmtiþáttur með konunni á Rúv í gær. Fátt er leiðinlegra en leiðinlegir skemmtiþættir. Reyndar nokkuð fyndin konan sem er alltaf að bregða en það er það eina.
---
Eiður Smári keypti einhvern gítargarm á 11 millur á uppboði í gær. Til styrktar fársjúkum börnum náttúrlega. Gítarinn áritaður af Rolling Stones. Hann vissi ekki hvaða tegund þetta er. Djöfull er ég grænn af öfund, nýbúinn að kaupa Gibson á hundrað þúsund kall. Usss, misskiptingin í þjóðfélaginu er rosaleg!

22.11.05
Ég vissi að það myndi enda svona. Megas er búinn að opna heilsulind á Ítalíu: Megas spa.

21.11.05
Jakóbínarína hitaði upp, spilaði 8 lög og ólmuðust eins og hundar. Bassaleikarinn minnti á Hilmar Agnarson úr Þeyr, sami bassi og sömu taktar. Ömurlegt sánd til að byrja með. Nokkuð gott hjá þessum pollum – eru þeir ekki að taka samræmdu í vor? Verðskulda svosem hæpið en nú er að þétta sig enn betur upp og semja fleiri smelli. Besta lag: "Power to the Lonely". White Stripes mætti. Jack eins og Michael Jackson. Farðaður? Tóku mjög gott sett. Smá sambandsleysi í snúrum eða fözzpetali á tímabili. Ekki nógu pró. Annars bara helv gaman. En til hvers var þessi marimba?
---
Orðið á götunni: Rolling Stones í Reykjavík 06.06.06. Þú last það fyrst hér.

20.11.05
Við erum að tala um magnaðan Popppunkt í kvöld: Milljónamæringarnir á móti Vinýl. Dúndurspenna fram á síðustu spurningu. Tónlistarþátturinn kl. 14. Helvíti góður. En jæja. Ekkert tvínón. Hér er topp stöff á fón. Topp Fimm!


Tappi Tíkarrass - Beri-Beri: Því miður er Tappinn enn óútgefinn en heildarpakkinn yrði fínn 20 laga diskur. Hér er lagið sem ég nefndi nýbylgjuhljómsveitina mína með Siggu Beinteins eftir (hún hét reyndar Geðfró í upphafi). Af "Miranda" sem fer nú á um 10.000 kall á Ebay. Björk verður fertug á morgun. Til hamingju!


Diamond nights - Destination diamonds: Retrorusl frá New York. Eins og The Darkness á góðum degi. Þetta lag svínvirkar á grillið en restin af plötunni er nú svona og svona. 


The White Stripes - I'm finding it harder to be a gentleman: Jamm! Í kvöld! Mæti snemma til að missa ekki af Jakobínurínu. Þetta sýnishorn er úr John Peel sessioni en blessaður gamli maðurinn var aðdáandi og hjálpaði þeim mikið til að komast á kortið. Hef fengið í hús ævisögu Peelarans og set í röðina. Er orðinn þokkalega saddur af rokkævisögum í bili, langar að taka smá skáldsögutripp núna eftir að ég komst aftur á blóðbragðið með satanísku bókinni hans Stefáns Mána.


Megasukk - Adieu capital: 21 laga diskurinn Hús datt er kominn út.

geir minn geir með vörtu
grátbólginn klæddur svörtu
kveð ég þitt lúsuga lókal
læði á brott mínum lók al-
vöruþrunginn og þunnur
það þrífst síst nokkur gunnur
mér á sjúku sinni
en seg mér hvað líður hringvöðvabólgunni
í leghálsopinu á langömmu þinni


James Chance & The Contortions - Dish it out: Rúv sýndi ágæta pönkheimildarmynd á miðvikudaginn og rifjaðist þá þessi maníski snillingur upp. Æpandi hresst nú jork "no-wave" og æðaber snilld á tittlingi snillinnar. Til dæmis. 

18.11.05

Nýja Hugleiks-bókin, BJARGIÐ OKKUR (2000 kr) er síst verri en fyrri verk. Þessi er þykkari sýnist mér og með strikamerki. Lufsunni finnst hún samt ekki eins góð og fyrri verk. Kannski er það bara allt hæpið. Maður hefur tilhneigingu til að byrja að efast þegar hæp nær hámarki. Nei nei, fínt bók!

17.11.05
Það er afdráttarlaust að komast á bæði Væd stræbs og Sigur Rós. Tölvuskjóðan fór í viðgerð og ég las Stefán Mána "Túristi" á meðan, enda bæði heila- og handalaus án tölvunnar. Djöfull væri gaman að sjá hvernig þjóðfélagið færi aftur um nokkrar aldir ef allt rafmagn hyrfi snögglega af sjónarsviðinu, ekki einu sinni batterí myndu virka. Hinar myrku miðaldir aftur. Kannski kæmist þá á endaleg hamingja? Allavega nóg að gera hjá þroskaheftum í kertagerð. Vangaveltur:

Túristi (e. Stefán Mána) --> bók XXXX
Fléttubók og formtilraun, eins tilgerðarlega og það hjóðar, er best að lýsa bókinni. Uppreisnarseggurinn og þungarokksaðdándinn Stefán Máni rífur blóðlausan lim íslenskra nútímabókmennta út úr rassgatinu á sjálfri sér, heggur hann af og hendir tægjunum í klósett kaldhæðninnar. Eitthvað svona. Tekst þetta bara drulluvel, stráknum, maður nennti allavega auðveldlega að lesa bókina til enda, sem er meira en hægt er að segja um meirihluta þess ljóðræna rúnks sem maður er að borga fyrir óbeint með sköttunum sínum ár eftir ár. Kannski er hann sár og bitur, fékk ekki jafn mikið úr lánasjóðnum og hann bjóst við? Það er allavega eitthvað sem geldhanar í greininni munu halda fram, ef það verður á annað borð einhver umræða um efni bókarinnar. Hverjum er ekki sama um nútímabókmenntir? Þessum sjö sem halda uppi umræðunni á síðum Lesbókarinnar? Krakkarnir sem eru í bókmenntafræði, tilgangslausustu tímaeyðslu sem til er?
Sjálfum hefur mér nokkrum sinnum dottið í hug að skrifa skáldssögu, en þegar ég hugsa málið sé ég hvers konar martraðarkennt ferli ég væri að bjóða sjálfum mér upp á. Fyrst væri að betla, láta ræfla í nefnd meta drög að einhverri vitleysu sem ég væri búinn að kokka upp. Ef svo ólíklega vildi til að ég fengi pening frá ríkinu (eins og hver annar öryrki) tæki við einmanalegt hangs fyrir framan tölvu. Hamast í marga mánuði úrillur og vansvefta. Svo kæmi bókin, ég myndi hamast áfram til jóla í plögginu, enda myndi ég þá hugsanlega selja 500 eintök en ekki 300. Lokatakmarkið yrði að vera þýddur á sænsku og dönsku (önnur 500 eintök) og að um mig yrði gerð heimildamynd (sýnd einu sinni í Regnboganum og kl. 22:40 á þriðjudagskvöldi á Rúv). Nei, þá er skárra að öskra sig hásann fyrir framan 30 drykkjusjúklinga á Grand rokki. Skemmtileg tilviljun að Stefán Máni virðist komast að sömu niðurstöðu. Eða hvað? Veit það ekki. Lestu bara bókina. Hún er HELVÍTI góð.

Ég var fárveikur (eða þannig) þegar ég og Heiða áttum að syngja í Hjálpum þeim. Hún mætti ein. Ég er sloppinn og segi hjúkk. Það gengur heldur ekkert að semja Eurovisionlag. Ég hef þetta ekki í mér. Hjúkk. Borga bara undir mig sjálfur ef mig langar til Grikklands. Önnur Dr. Gunna plata með bandinu ætti hinsvegar að sjá dagsins ljós (eins langt og það nær að plötur sjái) árið 2006 sem er næsta ár og hefst eftir sirka einn og hálfan mánuð. Vinnutitill plötunnar er "Næsta plata".

14.11.05
Veeiiii! Baugsmálið er aftur komið í fréttirnar. Zzzzz....

13.11.05
Þetta er sniðugt: Mixteip.
---
Fór á síðhippíska anarkista súrrealíska geðveiki í Bæjarbíói í gær:

Themroc --> bíó XXX
Themroc gefst upp á siðmenningunni og segir skilið við hana. Verður að gamla dýrinu sem forfeður hans voru fyrir 80.000 árum eða svo, breytir íbúðinni sinni í helli og hræðir nágrannana. Ríður systur sinni, nágrannakonunni og fleiri konum (sem hafa sömuleiðis breyst í apynjur) í hellinum. Fer út og drepur löggur á nóttunni, dregur þær heim og steikir á eldi. Löggan mætir á svæðið en fær lítið að gert. Ægileg ádeila á nútímaþjóðfélagið (1973). Frekar langdregin á köflum (maður er smitaður af MTV-klippingum) en fyndin mynd og eilítið Búnuelsk.
---
Þá er það mússikkin, TOPP FIMM:


Kira Kira - Syngdu svarthol: Kristín Björk lenti í þeim ömurlegheitum að einhver eiturlyfjasjúklingur stal af henni fartölvunni. Veit ekki hvort hann hafi séð að sér. Kira er nýbúinn að gefa út disk sem heitir Skotta og er fullur af dularfullum hljóðum.


The Brian Jonestown Massacre - Never Become Emotionally Attatched To Man, Woman, Beast Or Child: Anton og félagar og einhver stelpa syngur þetta. Hann fær enga silkihanskameðferð í Dig! en Singapore Sling strákarnir keppast við að segja að þetta sé fínn gaur. Þeir benda á að kvikmyndagerðarmennirnir hafi hætt að fylgjast með honum 1997 á meðan Dandy var tekinn alla leið. Þetta lag er af fimm laga EP sem kom út á þessu ári.


Cardopusher - Caffeine rich kola nut: Brjálað ragga beatbreak frá Venesúela.


Teen Anthems - I hate Oasis (and I hate the Beatles): Veilskir skrattakollar að dissa allt og alla. 

Vax - Get on: Þessir koma frá Austfjörðum og eru hressir og líka öðruvísi. Það eru allavega fáir í dag sem minna á Yardbirds og Manfred Mann með farfísuknúið sixtís popp sem er líka nútímalegt. Þeir eru búnir að gefa út plötuna "Oh No", sem ég hef reyndar hvergi heyrt minnst á annars staðar en á tonlist.is.
---
Þetta og margt margt fleira má heyra í dag kl. 14 á XFM þegar hinn unaðslegi Tónlistarþáttur Dr. Gunna byrjar að berast um eterinn.
---
Svo má ekki gleyma Popppunkti í kvöld: Ske og Í svörtum fötum takast á í geðveikri rimmu.

12.11.05
DNA-heilun, vá, eru engin takmörk fyrir því hvað fólk getur verið miklir hálfvitar? Að því sögðu er þetta tvímælalaust það fyndnasta í blöðunum í dag:

09.11.05
Ég mun gaula eitthvað með Heiðu í nýja Hjálpum þeim, sem nú er verið að taka upp. Botninum náð? Nei ég á enn eftir að leika í bílaauglýsingu en bíð mig fram. Til dæmis ef Egill Ólafs er að verða búinn með Toyota samninginn þá get ég tekið við. Líka ef samningur Bubba við B&L er að klárast. Ég undirbýð Bubba um 50%. Hvað segiði um það B&L? 
---
Kjafturinn á mér er búin að vera tóm leiðindi. Fyrst var jaxl vinstra megin með stæla en nú er jaxl hægri megin að bögga mig. Rífa þetta helvíti allt saman úr og setja harðplast í staðinn. 
---
Atlason skorar á mig í kítl. Ég skoraði á hann í klukk svo ég á þetta skilið. Bæði er þetta eitthvað bloggrugl. Ég hef aldrei séð þetta kítl áður svo kannski var Grímsi að finna þetta upp. Skiptir ekki máli. Beisiklí er kítlið að maður á að nefna fimm atriði sem bögga mann. Só her it góz:

1. Þegar poppmaís-"skinn" festist undir tungunni á mér og næ því ekki burtu.

2. Vitleysingar sem einhverra hluta vegna hafa fengið vinnu í dægurmálaþáttum. Nefni engin nöfn enda orðinn fertugur og allur að mildast.

3. Að vera með ofþornaða putta eftir heitan pott og ekkert krem í nágrenninu.

4. Ungt fólk með heimskulegar hugsjónir sem það verður búið að fyrirgera fyrr en varir. Nóg af þessu liði í dag, teik jor pikk.

5. Fólk sem telur sig hafa fundið "sannleikann". Sömuleiðis nóg af því út um allt, teik jor pikk.

Þessum samkvæmisleik á svo að halda áfram og ég kítla Heiðu, Helgu hans Trausta, Margréti Hugrúnu og náttúrlega Lufsuna mína. Ekki má svo skilja Björn Bjarnason útundan. Ég kítla þig Björn!
---
Óhætt er að segja að sigur Jan Mayen á Rúnari Júl og sonum hafi komið á óvart. Þetta er ótvírætt spútnik-lið keppninnar. Fullt af óvæntum úrslitum, t.d. að Ensími og Ham hafi strax dottið út (fyrir Ske og Fræbbblnum). Kannski nenntu menn þessu bara ekki enda búnir að vinna einu sinni.

08.11.05
Hælbítandi smámenni! Þetta er ástæðan fyrir því að ég fór ekki að sjá Mike Love og Beach Boys líkið sem tróð upp í Höllinni í fyrra. Þessi gaur væri að vinna á bensínstöð í dag ef frændur hans hefðu ekki fengið hann með sér í bandið.
---
Meira rokkstríð. Sá meira á filmfestinu í kvöld:
Dig! --> bíó XXX
Ég hef aldrei skilið hvað fössið er út af Brian Jonestown Massacre. Ekkert svakalega skemmtilegt hjakk, finnst mér. Skil hins vegar alveg afhverju Dandy Warhols meika föss, enda melódísk rokkhjakk sem hittir oft í mark. Um þessi tvö bönd er þessi ágæta heimildamynd sem endar þó full endasleppt, finnst mér. Reyndar er Anton, aðalgaurinn í bandinu, aldeilis ekki svo ánægður með myndina eins og má lesa á heimasíðu bandsins. Þar má líka dánlóda nánast öllum plötum sveitarinnar, sem er frábær þjónusta. Verst að þetta er bara ekkert ægilega skemmtilegt (en fólki sem slefar yfir Spaceman 3, Warlocks og álíka hjakki er eflaust ósammála). Fín rokkmynd engu að síður.

06.11.05
Sunnudagur og Topp fimm er mixuð skúffa:


Tv-resistori - Intiaanidisko: Finnskt krúttmelódíupopp frá Turku. Titillagið af fyrstu plötu sveitarinnar, ég skýt á að þetta þýði "Indjánadiskó".


Suburban Kids With Biblical Names - Rent a wreck: Sænskur dúett með tvær EP undir armi. Hljómar stundum eins og vintage Cardigans. Sænskt indíkjút svíkur ei.


Drums and Tuba - Four notes of April: Gamalt en líttþekkt New York-band með fullt af plötum í rekkanum. Þetta er af þeirri nýjustu, "Battles Olé".


Television Personalities - Smashing time: Einhverra hluta vaknaði ég einn daginn í vikunni með þetta lag frá 1979 á heilanum. TVP var leitt af Dan Treacy sem fór í fangelsi síðar og eitthvað rugl. Tónlistin er ekta næft og kósí indíkrakkapopp og átti eftir að ganga aftur síðar m.a. hjá The Pastels, Beat Happening etc.


Keukhot - Datametsä: Finnski kunningi minn Kake Puhuu með lag af nýjustu plötunni sinni. Hann kann þetta strákurinn... 
---
Jakóbínarína og Mr. Silla virðast vera það sem hæst bar á Erveifs. Nokkur lög má finna með Jakobínurínu á netinu, m.a. hið stórgóða His Lyrics Are Disasterous. En hvar getur maður eiginlega heyrt í þessari Sillu? Hún er búin að vera á megablasti í öllum fjölmiðlum en svo hefur maður ekki heyrt eitt einasta lag. Magnaður andskoti þetta fámenni hérna. Annars er meistari er 7oi hér.
---
Þótt skömm sé frá að segja get ég alveg hlustað á sum kellinga og vælulög án þess að fá flog. Nú get ég t.d. alveg heyrt Nine Million Bicycles með Katie Melua, kántrílagið með Svölu Björgvins og Undir þínum áhrifum með Sálinni án þess að froðufella og klípa í geirvörturnar á mér. Helvíti magnaður þessi andlegi þroski (/doði).
---
Ég mæli eindregið með því að fólk hlusti á Tónlistarþátt Dr. Gunna á XFM kl. 14 í dag. Leikin verða frábær lög af plötum. Meðal annars nokkur lög um fisk og lög með mönnum sem drápust vegna of myndarlegs heróínsskammts.
---
Popppunkturinn er svo kl. 20 á Skjá einum. Nú fer að hitna í kolunum því við erum komin í 8-liða úrslitin. Fyrsti leikurinn er Jan Mayen og Rokksveit Rúnars Júl og er óhætt að segja að þetta sé munnslaknandi spennandi leikur.

---
Eldra blogg hér: