kl. 00:29

Ég fór að hitta í dag, enda farin að dauðsakna . Á leiðinni lenti ég einni þeirri allmestu þoku sem ég hef nokkru sinni séð! Bíllinn á undan mér var innan einnar bíllengdar í burtu og það eina sem ég sá af honum var dauft skin afturþokuljósanna á honum. Það var örugglega hægt að grípa borðhníf og kasta honum út úr bílnum þannig að hann myndi stingast í þokuna og festast þar! Hefði ég verið fótgangandi þá hefði ég reynt að synda í þessu! o_O
Á leiðinni til baka klikkaði eitthvað í iPodinum mínum þannig að ég varð að fara heim tónlistarlaus. Það er nefnilega þannig að þar sem býr hefur fjandinn sjálfur í líki FM-97.7 tekið sér bólfestu á þeirri bylgjulengd sem ég brúka iPodinn minn venjulega á. Þannig að ég tók ekki eftir því að ég gat ekki kveikt á iPodinum fyrr en ég hafði keyrt in í þokuvegginn á ný og treysti mér því ekki til þess að fikta við hann á meðan akstri stóð. :S
Ó, og á meðan ég man, þá verður krípí myndin einhvern vegin svona þegar maður er búinn að fikta í contrastinu á henni! -Ekki detta úr sætunum ykkar þegar þið sjáið þetta... Þið hafið verið vöruð við! :Þ


Laugardagurinn 18. oktober

kl. 03:55

Hrr... Ég var að fikkta við myndina af vonda karlinum í Photoshop þegar að honum tókst að skjóta bæði mér og Agga skelk í bringu. Ég ætla ekki að segja hvað skeði að svo stöddu, því ég bókstaflega á ekki orð yfir það sem stendur þannig að þið verðið bara að downloada myndinniog gera eftirfarandi:
1) Opna myndina með Photoshop.
2) Fara í "Image -> Adjust... -> Brightness/Contrast...
3) Stillið brightnessið í minnsta og contrastið í það hæðsta.
4) Nú skulið þið færa brightnessið hææægt upp á við og skjálfa af ótta...

Þess má einnig geta að ég hef nú þegar fengið um 16 kvartanir varðandi óhugguleika þessarar myndar, allar frá mismunandi fólki. :S


Föstudagurinn 17. oktober

kl. 11:05

JÁ!!!!!! Ég gerði sko eitthvað snyðugt úr þessum 4.000 kr. sem ég eyddi í ballið! -ÉG FOKKÍNGS TÝNDI MIÐANUM MÍNUM!!! Ég komst aldrei inn. Ég leitaði í öllum vösum röflandi í dyravörðum þangað til að ég fékk að fara inn í lobbíið. Þar stóð ég ofurölvi háskælandi og hélt leit minni að miðanum áfram og viti menn, ég fann hann og rétti hann stoltur fram: -"Sorrý, við erum hættir að hleypa inn!" sagði dyravörðurinn góði og ég svaraði: "Sorrí, en þá verð ég bara að gera þetta": *BONK!!" Ég snappaði og skallaði dyravörðinn! Þá, auðvitað, komu dyraverðir úr öllum áttum og héldu mér í smá stund þangað til að ég róaðist og þá var mér sleppt fyrir utan biðlínuna. Ég röflaði meira í dyravörðunum og fékk slatta af fólki í lið með mér en án árangurs. Ég ákvað að lemja annan dyravörð, en náði að koma smávegis viti í kollin á mér og dempaði höggið þannig að það varð ekki banvænt og aftur stormaði slatti af dyravörðum í áttina til mín. Ég bakkakði frá og kýldi einn fávitann, sem datt í jörðina og þá byrjuðu dyraverðirnir að hlaupa í áttina til mín... Ég flúði af vettvangi...
Ó, sjitt... Allt í einu man ég eftir því að hafa ráðist á Agga félaga, ástæður þess eru mér hulin ráðgáta að svo stöddu. :S
Ég rakst á fyrrverandi hans Ingvars félaga sem var á leið í bæinn eftir svipaða fýluferð (mínus slagsmál, geri ég ráð fyrir). Ég rölti með henni og vinkonu hennar niður í bæ þar sem ég hitti fleira fólk sem ég þekkti og þetta var bara ágætt.
Þegar ég vaknaði fyrir korteri áttaði ég mig á því að síminn minn lá í 8 pörtum á gólfinu, ég hafði grýtt honum eitthvað á Broadway og týnt brotin upp, sem betur fer fann ég þau öll.

Hmm... Það er blóð í fötunum mínum og það er ekki úr mér... :(
Fimmtudagurinn 16. oktober
kl. 18:00

Löggan hlýtur að vera með eitthvað átak í gangi, en ég sá tvö stykki bíla stoppaða af löggunni á smánarlega littlum hraða á leiðinni í skólann. Vinkona mín tilkynnti mér einnig að hún hafi verið stoppuð uppi á heiði á 105km/klst, en þar er hámarkið 90km/klst.... Löggan getur ekki sektað sé maður á eða undir tíu km/klst. yfir hámarki, þannig að hún var stoppuð fyrir aðeins fimm km/klst. hraðabrot. Þetta eru fávitar allir upp til hópa... A.m.k. á meðan þeir eru í vinnunni. Ég er að spá í að fá mér svona lögguspreybrúsa þannig að þegar að löggan er búin að fá mig til að aka út í kant og rekur höfuðið inn um bílgluggan hjá mér, þá gríp ég spreyið og *FFFFSSSST!!!", löggan liggur í roti. Einnig ætla ég að fá mér löggupappír, sem að löggurnar festast í við snertingu, og lögguspaða til að slá þær með. Svo er svona pæling að gljáfægja bílrúðuna þannig að það sjáist ekki að hún sé til staðar, svo þegar lögregluþjþrjóturinn ætlar að reka höfuðið inn: *BONK!* :Þ
Annars er ég á leiðinni á MR árshátíð, og ég vona að ég geti gert eitthvað snyðugt úr þessum 4.000 kr. sem ég er nú þegar búinn að spena í þann atburðinn. Fyrrverandi hennar Silju vinkonu (og vínkonu), Siggi, skráði sig í dýragæsluna fyrir þetta ball... Ég vona að þau geti eytt rúmum 3 klst. undir sama þaki ásamt mörghundruð manns án þess að græta hvort annað, því að þá, auðvitað, eyðilegst allt fyrir öllum hinum.


Þriðjudagurinn 14. oktober
kl. 17:25

Jæja, skólinn fór ekki svo illa, ég fattaði nefnilega að að þjáningartímum (tjáningartímum) mínum er lokið og átti ég því ekki að mæta fyrr en um tvö leitið, þannig að ég gat lagt mig áður en að ég mætti í þennan eina íslenskutíma.
Vökustundir mínar brúkaði ég til þess að endurhugsa hönnunina á geimveruskipunum í tölvuleikinn sem ég og Aggi erum að stækka. Upprunalega hugmyndin var að láta geimverurnar líta út fyrir að vera ekkert svo ólíkar okkur maneskjunum með skipahönnunina þar sem að framandi, straumlínulöguð, rauð geimskip hafa verið alvarlega ofnotuð í þessum leik. Ég ætla samt að prófa mig aðeins áfram og athuga hvort að óreglulegt form geti gengið upp noti ég rétta áferð á skipið. Ég dundaði mér við að hanna eitt af þessari nýju týpu í nótt, en er enn ekki sáttur við áferðina, en það verður fljótt lagað og kem ég til með að birta myndir af nýja skipinu hérna annað hvort á eftir eða á morgun.


kl. 02:50

Þetta er sniiiiild!! :D
"Kisa"... Hehe. :Þ

Annars þá var ég að vakna rétt í þessu, en ég svaf ekkert í gærnótt enda var ég orðinn svo fúll vegna sektarinnar að ég sata bara inni hjá mér másandi og blásandi. Þetta varð svo til þess að ég náði ekki að halda mér vakandi nema rétt þannig að ég gat fengið mér kvöldmat... Spurning hvaða áhrif þetta á eftir að hafa á skólann á morgun? :S


mánudagurinn 13. oktober
kl. 14:53

ÓKEY!! Brandarinn er búinn!! Það hlýtur einhver lögga að vera dugleg að lesa óhappabloggið mitt, því að þegar ég lagði af stað í skólann í morgun þá beið mín lögreglubíll í leyni sem að elti mig langleiðina upp í Breiðholt (já, ég fór krókaleið til að ganga úr skugga um eftirförina). Þegar sá bíll beygði síðan, þá mætti ég öðrum, og svo enn einum á heimleiðinni! o_O
Ég er á barmi samsæriskenningar, paranoju og útilokunar frá mannlegu samfélagi hérna! :S


kl. 01:26

Jæja, nú hef ég fengið nóg!! Hatur mitt í garð lögreglunar verður ekki toppað. Ég var stoppaður í annað skiptið á tveimur vikum og í það þriðja á einum og hálfum mánuði. Líkurnar á þessu eru hreint og beint stjarnfræðilegar!
Heildarsektarfjárhæð (sem af er þessu ári) = 60.000kr.
Ég er því miður orðinn nokkuð viss um að ég þurfi að segja skilið við minn ástkæra bíl ef ég ætla að draga fram lífið talsvert lengur.
Niður með SVÍNIN!!!


Sunnudagurinn 12. oktober
kl. 07:25

Það sem ég er hræddur við:
Sem sönn ofurhetja, þá finnst mér ég vera knúinn til þess að opinbera mína veikleika...
1) Sprautur... sprautur eru Fjandinn sjálfur! o_O
2) Furrby, mest krípí vera sem gefin hefur verið út af hinum stór krípíhlutaverksmiðjum... -Dót sem getur farið í fýlu getur ekki boðað gott! :S
3) Ég er mjööööööööööööög góður manndómari, og ég er fljótur að sjá út fólk; hvernig það hegðar sér og hvers kyns ákvarðanir það muni taka við hinar og þessar aðstæður... Það er þegar að þetta sjötta skilningarvit mitt klikkar sem að allt fer í panikk hjá mér... Ég er einfaldlega dauðhræddur við manneskjur sem að ég get ekki mælt út um leið og ég sé þær.
Ég skal glaður dansa regndans á akurfylli af kryptonite-i, en eitt eða annað af ofantöldu læt ég aðrar ofurhetjur um. :Þ


Laugardagurinn 11. oktober
kl. 04:58

Jæja, þetta var undarlegur dagaur... Nokkuð blandaður, óhöpp og höpp á víxl.
Þegar ég vaknaði í morgun þá var sprungið á einu dekki bílsins míns. Litli bróðir reyndi að pumpa í dekkið með einhverri ferðarafmagnspumpu (það á eftir að verða hleigið af þessari setningu eftir nokkur ár) án árangurs, þannig að ég, sem var orðin fimm mínútum of seinn í minn síðasta tíma í "þjáningu" (tjáningu). Þegar loftið var komið í dekkið settist ég upp í bíl og ætlaði að bruna í skólann, en þá fyrst tók ég eftir að það var fimmtán metra trukkur búinn að loka mig inni á því svæði sem ég var á, og svo loks þegar ég losnaði ætlaði ég að fara í skólann, en bíllinn byrjaði að hökkta, hann var bensínlaus... Ég mætti 45mín og seint og ég átti víst að flytja hópverkefni sem ég hafði víst át að klára fyrir daginn í dag, ég á svoooo eftir að falla.
Síðan varð djammið mjög fínt að minni hálfu, en ég var svolítið leiðinlegur við Agga félaga og byðst formlega afsökunnar á því.


Föstudagurinn 10. oktober
kl. 04:35

Sneva frænka heldur upp á afmælið sitt í dag, nú VEIT ég að það verður gaman! :)
Dagurinn átti að verða mjög viðburðaríkur og var planið að hitta nokkra vini ásamt því að hitta , en ég asnaðist til að hvíla augun aðeins eftir skóla og hafði því aðeins tíma til að hitta . Núna er ég síðan andvaka sökum of mikils svefns, en sem betur fer þarf ég ekki að mæta í skólann á morgun fyrr en kl. 11:25.
Ég er byrjaður á Nova stækkuninni, en henni fylgir að ég þarf að sitja sveittur yfir 3D forritinu mínu að smíða geimskip og vopn á þau þannig að fastagestir þessarar síðu meiga vel búast við að tölvumyndagalleríið eigi eftir að fitna all nokkuð á næstunni. -Ég er nú þegar búinn með eitt "skip", sem er reyndar meira eins og lífvera sem hreyfir sig löturhægt (varla sjáanleg hreyfing) um geiminn og rústar hvaða skipi sem er við snertingu. Ég er ekki enn viss um að ég ætli að brúka þessa lífveru í stækkunninni enn sem komið er enda ætlaði ég að gera eitthvað allt annað þegar ég opnaði 3D forritið. :Þ


Miðvikudagurinn 8. oktober
kl. 22:53

Silja vinkona kíkti í bæjinn í gær og það var skroppið á Dillon og sullað smávegis á samt Agga. Þetta var nokkuð gaman, en ég hefði viljað að þetta stæði lengur hjá okkur. Á Dillon tókst mér að nánast mölva vitlausu beinin í mér mjélinu smærra (já, báðum megin!) ásamt því að stinga næstum úr mér hægra augað er ég tók upp á því að stinga sogröri í bjórinn minn. Þetta sama sogrör varð síðar til þess að ég hellti niður kúguðu glasi af bjór og það draup af borðinu niður í klofið á mér, ég hljóp á klósettið til að ná í pappír og þegar ég kom aftur út var fólkið ekki lengi að koma auga á blettinn í klofinu á mér og tók að flissa.


mánudagurinn 6. oktober
kl. 05:38

Ah, alltaf gaman að snúa sólarhringnum við svona þegar það eru langar helgar, enda er það allt í lagi því að ég á ekki að mæta í skólann á þriðjudaginn fyrr en klukkan 11:25! :D
Á föstudaginn fórum við Aggi félagi á smá fyllerí heima hjá mér. Við sóttum gamla leikinn Jones in the Fast Lane og ég leyfði honum að vinna mig með fimm prósentum. :Þ
Á laugardaginn var það sama sagan, við Aggi sulluðum í okkur 2-3 bjórum og svo var bara hangið í tölvunni fram undir morgun, en í þetta skiptið var spilaður Nova.
Ég fékk starf við að beta-testa forrit, en það fékk ég vegna þess að ég á bæði Mac og pc. Starfið fólst í því að athuga hvort að ég finndi einhverjar villur og galla í forritinu og til þess þurfti ég að skoða tölur í Makkanum mínum og athuga hvort þær væru ekki samsvarandi í pésanum. Hér byrtist ófyrirsjáanlegur galli: Makkinn er í einu herberginu og pésinn er í öðru þannig að þegar mamma vaknaði í dag, var ég trítlandi á milli herbergja muldrandi upp einhverjar óskiljanlegar tölur... Hún hefur líklega haldið að þessir þrír bjórar gærdagsins hefðu lagst svona líka hrikalega í mig, en hún sagði ekki neitt. :Þ
Þegar þessu forriti er lokið getum við Aggi félagi farið að setja okkar eigin söguþræði, teikningar og grafík inn í Nova leikinn og dreyft út öðrum til ánægju og yndisauka! :)
Ég hleypti eðlunni minni út í dag, og að venju tók hún stefnuna beint á gluggakistuna þar sem hún vill chilla og fylgjast með vegfarendum. En í þetta sinn hafði ég gleymt að draga frá gluggatjöldin þannig að eðlan hoppaði beint á þau og hékk í þeim. Þetta fanst henni gaman og fór að príla upp gluggatjöldin alveg þangað til að hún sá að þau leiddu beint upp í loft þannig að hún átti ekkert erindi þangað upp... Þá langaði hana að fara hinum megin við gluggatjöldin og þeir loftfimleikar sem fylgdu þeirri ákvörðun voru nokkuð skondnir; Hún sneri sér þannig að hún hékk lárétt í gluggatjöldunum og byrjaði að toga til sín gluggatjöldin þangað til að hún var komin með meirihlutan af þeim í fangið, þá komst húm loksins yfir. Einmitt þegar ég ætlaði að fara að klappa fyrir henni, þá *DUNK!!* hún missti takið og pompaði í gluggakistuna, hvaðan hún lærir þessi hrakföll er mér hulin ráðgáta. :Þ


Föstudagurinn 3. oktober
kl. 03:17

Ó, hvílík yndislega upplifun það er að vita af fjögurra daga helgi framundan... Frí Föstudaginn, Laugardaginn, Sunnudaginn og mánudaginn (ath. það að mánudagurinn er eini vikudagurinn sem ég skrifaði með litlum staf, enda er virðing mín til þess dags í lágmarki)! :D
Það verður gaman að sjá hvernig ég fer að því að klúðra fyrir mér skemmtanalífinu í þetta skiptið. :/


Fimmtudagurinn 2. oktober
kl. 13:58

Jæja, nú hafa djöflar ritskoðunar tröllriðið óhappablogginu mínu og er það nú byrtingarhæft á ný lesendum vafalítið til ánægju og yndisauka... Ekkert meira 404 eða neitt! :D
Það sem hefur skeð á meðan ritskoðun stóð:
-Kötturinn sem litli bróðir tók af götunni slapp út á svalirnar hjá okkur (3. hæð) og viðbrögð litlabróðurs voru eitthvað á þessa leið: *Hlaupa í átt að kettinum baðandi út öllum öngum öskrandi "NEEEEI!! EKKI HOPPA NIÐUUUR!!!! o_O"... Auðvitað hræddi þetta líftóruna úr kisa sem hoppaði niður í geðshræringu sinni og þaut á brott og hefur ekki sjést síðan, ég get ekki sagt með hreinni samvisku að ég sakni kvikindisins því nú endurheimtir eðlan mín sess sitt sem gæludýr heimilisins og fær frelsi sitt á ný.
-Ég opnaði hrista kókflösku inni í bílnum mínum og gosið flæddi yfir sætin mín, skólatöskuna mína, fötin mín, heyrnatólin mín o.fl. mín.. Í ofsafenginni geðshræringu minni stóð ég mig að því að garga af öllum lífs og sálar kröftum: "VIÐ SPÁMANSINS SKEGG!!!!!" -Eftir að hafa heyrt í sjálfum mér stoppaði ég í smá stund og velti fyrir mér hvaðan þessi undarlega upphrópun kom. :/


Föstudagurinn 26. september
kl. 14:53

Úff, ég er hreinlega að farast úr leti hérna og hef ekki nennt að uppfæra, en það ætti að lagast núna... Er búinn að nota tímann í að teikna og það er ný myndasaga á leiðinni og fleiri eiga eftir að fylgja eftir. :)


Mánudagurinn 22. september
kl. 16:32

Jæja, þá er helgarfríi mínu frá óhappablogginu búið.
Ekkert marktækt hefur komið fyrir mig yfir helgina, nema kanski það að kötturinn hefur fengið aukinn áhuga á lyklaborðinu á tölvunni og er farinn að fara svolítið í skapið á mér enda stoppar hann download, eyðir fælum og quittar í forritum svo eitthvað sé nefnt.


Föstudagurinn 19. september
kl. 18:36

ARG!! Fór til tannlæknis um tólf leytið í dag, er búinn að vera með málmkennt blóðbragð í kjaftinum í allan dag. :/


Miðvikudagurinn 17. september
kl. 15:58

Úff... það er sama sagan með Landspítalan og skólann hjá mér. -Ég rata út um allt eins og skot, en þarf alltaf að týna eitthverju, núna síðast var það bíllinn minn. Landsspítalinn er með eitt stærsta bílaplan sem ég hef á æfi minni séð, en bílastæðin eru alltaf öll full. -Erum við Íslendingarnir svona sjúkir?
Ég ráfaði um bílaplanið í rúmar 20 mínútur þangað til að ég rambaði á bílinn minn, þetta voru fagnaðarfundir! :)


Þriðjudagurinn 16. september
kl. 01:23

Nova bolurinn minn kom í pósti áðan!!! :)
Þetta var góður dagur! :)


wdað h11tywd -jó12k yfyr 1y2k1a8rðyð -ytt!!! o_O dýðy d=tta $=ydd-a

(*Það helltist mjólk yfir lyklaborðið mitt!!! o_O Þýði þetta seinna*)


kl. 12:44

Eins og áður sagði þá helltist mjólk yfir lyklaborðið hjá mér, en sökudólgurinn er lítill ketlingur sem að litli bróðir minn fann úti og kom með heim í gær. Hann er ósköp sætur, en honum og eðlunni er ekkert allt of vel við hvort annað. Kötturinn slapp inn í herbergi áðan, eðlan sá hann á undan og varð öll svona laumuleg. Kötturinn sá eðluna þegar hún tók upp á þessum laumu töktum og færði sig nær til að skoða... Eðlan hvæsti, hrækti og stökk á köttinn, aðeins til þess að hafna á búrglerinu. Kötturinn hljóp vælandi þvert í gegn um íbúðina... Nú má ekki heyrast hið minnsta þrusk þegar kötturinn er nálægt herberginu mínu því þá endurtekkur kötturinn kapphlaupið yfir íbúðina á ný.
Mér tókst að tengja Mac lyklaborð við pjésjé tölvuna, svo þetta er allt í orden. :)


Mánudagurinn 15. september
kl. 16:41

Ég var svo æstur í gær [Fyrri færsla ritskoðuð og brottnumin] að ég steingleimdi að minnast á það að þegar ég vaknaði uppgötvaði ég það, mér til mikils ama, að það var 42 stiga hiti í herberginu mínu!! Eðlan hafði verið laus dagin áður og ég hafði gleymt að kæla herbergið niður eftir að ég setti hana aftur inn í búr og fór í háttinn... Ég vona að þetta gerist ekki aftur í bráð! :S


kl. 22:00

sorgarfrétt... Ég held að bíllinn minn, blessaður, sé að skilja við... En ég get haldið honum lifandi með því að selja hann e-um sem hefur efni á að gera við hann. ;(


Föstudagurinn 12. september
kl. 03:37

ÚFF!! Þarna munaði mjóu!! -Í dag er næstum því föstudagurinn þrettándi! o_O

Ég er ekki alveg viss hvort að ég sé orðinn svona dofinn af völdum veikinda og svefnleysis eða hvort mér hafi verið rænt af geimveru, en hvenær fór ég að rugla dagsetningunni hérna? :/
Jæja, ég stóð loks við orð mín og mætti í skólann, það var allt í lagi svona framan af... alveg þangað til að ég asnaðist til að éta hamborgara sem braðaðist eins og hrágúmmí eða e-ð skylt því. -Þá drattaðist ég heim í mikilli vanlíðan.

Eðlur eru latar, en ekki það latar að þær geri ekkert nema að rétt bylta sér á tveggja sólarhinga fresti, nú er það dýralæknirinn! Ég er enn að leita orsakar veikinda eðlunnar minnar, kanski smitaði ég hana, eða ef til vill át hún eitthvað úr fataskápnum mínum, sem henni tókst svo snilldarlega að brótast inn í um daginn? :/


Þriðjudagurinn 10. september
kl. 02:50

ARG! Ég er ennþá veikur og svefnlaus, en ég ætla í skólann á morgun, get ekki misst svona mikið úr vegna smá slappleika, sviða í hálsi og nefholi, svefnleysi, hósta og nefrennsli... Talandi um nefrennsli, ég setti inn nýjan brandara lesendum til mikillar ánægju og yndisauka. :Þ


kl. 23:45

-Ég fór ekki í skólan í dag... er ennþá lasinn. :S
Annars þá var spáð að krakkinn ætti að fæðast í dag, en hann er víst að slóra eitthvað... Nú hef ég afsökun fyrir því að hafa kveikt á símanum í skólanum, ef ég kemst þangað þ.e.a.s. :/


Mánudagurinn 9. september
kl. 04:48

Bwagh, ég var veikur í allan gærdag og hætti mér ekki út úr húsi. - Mér leiddist! :S
-Svo er annað, ég held að eðlan mín sé veik líka, en það er mun alvarlegra en það að ég sé veikur, ég ætla að dekra hana á morgun.


kl. 21:09

Ókey, WTF!? Eðlan mín er búin að læra að opna fataskápinn minn!! o_O
Nú getur hún prílað mjöög hátt, alla leið upp á skápinn, þar sem ég á bágt með að ná til hennar. :/
Annað mál, glerið, sem mamma braut svo snilldarlega um daginn, hefur verið endurnýjað og sett á sinn stað í stofuborðið... Mér fannst ég einmitt hafa séð glampa, þar sem ég hélt að væri enn tómarúm og ákvað að reyna að reka hendina í gegn, svona til að fullvissa mig um að þetta væru ofsjónir og ekkert gler væri til staðar... Ég held að ég hafi tognað á vísifingrinum. :/


Sunnudagurinn 7. september
kl. 23:23

Mamma braut glerplötuna í stofuborðinu í síðustu viku og mér þykir það nánast heiður að tilkynna að nú er ég búinn að brjóta/laska/skemma/rispa u.þ.b. 18 hluti með því að ætla að leggja þá á glerplötuna sem er auðvitað ekki lengur til staðar. :/
Eðlan mín hún Ella öðlast nú bráðum aukið frelsi, en hún er bráðum að stækka upp úr búrinu sínu. Ég er farinn að hleypa henni út úr því á daginn og set hana inn á nóttunni. Ég var að athuga með hana áðan og fann hana í gluggakistunni, en þar bar hún búin að vefja utan um sig gardínunum og sofna þar. Ég klappaði henni létt á kollin og leyfði henni að lúlla lengur, algjör dúlla. :)


Laugardagurinn 6. september
kl. 03:51

Jæja, þetta var slappt... mjööög slappt, allur gærdagurinn ásamt þessum fjórum tímum sem liðnir eru af þessum sólarhring. Eftir leikhúsið kom Aggi nokkuð sáttur og ákváðum við að hefja drykkju. Nú voru Snefa frænka og karlinn hennar hann Siggi búin að bætast í hópin, en þau gáfust fljótt upp á að bara sitja og gera ekki neitt og fóru, við Aggi sátum uppi með að gera ekki neitt... og það gerðum við í rúma tvo tíma, en gáfumst svo upp á kveldinu eftir að hafa árangurslaust reynt að ná í fólkið sem við ætluðum að hitta... Þetta var hörmulegur dagur, verð ég að segja.
Nú ætla ég að beina lesendum á skondnuspjöllin svona til að hressa þá við eftir þessa líka hörmulegu færslu. :Þ


Föstudagurinn 5. september
kl. 17:39

Vinur minn var að hringja í mig og biðja mig um að koma með sér á (svo missti ég athyglina): "blahblahblahblahSÆTASTASTELPANÍSKÓLANUM!blahblahblah... blah?" Ég svaraði bara játandi... Aðeins tímin getur leitt það í ljós hverju ég var að gangast við... En það læðist að mér illur grunur um að ég sé á leiðinni í leikhús eða á óperu, en það þykir mér mjööööööög óspennandi... Engar flengingar og sprengingar eða neitt! :Þ
Talandi um flengingar og sprengingar... Vinur minn kom til mín í gær veifandi frímiðum á e-ð "special" kveld á Þórskaffi. Á miðanum voru myndir af þessum líka hörku gellum í e-um svaaaka djörfum búningum.
"Þetta er stripp! Eigum við ekki að kíkja!?" sagði vinur minn.
Ég svaraði glottandi: -"Tjah, ef þú fílar að verða laminn í klessu.
-"Ha? hvað meinarðu?" spurði vinur minn forviða.
-"Þetta er nefnilega BDSM kvöld!".
-"Ha? hvað er það?"
Ég skellti upp úr og útskýrði BDSM fyrir honum, en það er afbrygðilegt kynlíf sem inniheldur hluti eins og leður og vopn af ýmsu tagi. Ég sá mikið þakklæti í augum vinar míns þar sem ég tel að ég hafi bjargað lífi hans og "lim". :Þ


kl. 17:42

Öppdeit... ég ER að fara í leikhús... :/


kl. 21:30

Öppdeit 2: -ÚFF!!! Þetta var nú meiri fokkíngs hausverkurinn... Við byrjuðum á því að tylla okkur aftast í salinn, en það voru einu sætin sem voru laus þrátt fyrir að við Aggi hefðum mætt tímanlega. Ástæðan sem þar lá að baki var sú að Aggi þurfti BÓKSTAFLEGA að draga mig inn í leikhúsið. Þegar ég loksins fékst til að róa mig og setjast niður byrjaði helv***s tónlistin. Looney Toones intro laginu var þrumað í gang í fullum botni og aðrar súrar ballöður fengu að fljóta með... Svo var aftur stillt í botn og Looney Toones tók að reka nál í gegn um heilann á leikhúsgestum, en þeim var greinilega skemmt og tóku að hossa sér með tónlistinni... Það var þá sem að hinn grimmi sannleikur laust mig: Ég var mættur á gelgjuleikrit! Ég tók upp símann minn og fór að wappa (fór á internetið) til að reyna að dreyfa huganum frá þessum guðsvolaða og fordæmda stað. Leikritið sjálft gekk út á ýýýýlandi píkurskræki, rifrildi og gelgjuhúmor af verstu mögulegu gerð. Einnig tók ég eftir að ein af stelpunum sem sátu fyrir framan mig skríkti grunsamlega hátt og mikið upp úr í hvert skipti sem að e-r datt eða gerði eitthvað annað sem átti að vera fyndið, ég er viss um að þessi stelpa var ein af "staffinu" og átti að láta alla hina hlæja með... Hún bætti bara nitroglyserine-i út á hausverkjasúpuna sem ég fékk að þamba þarna... Ég lét tiltal Agga mér sem vind um eyru þjóta og fór út í hléi. -Heima er best!
Nú kemur Snefa frænka að hressa upp á mig með dijiridoo (kannekkjaðstafaða) leik, en við eigum bæði slíkt hljóðfæri. Þetta er annaðhvort ástralskt eða afrískt að uppruna og maður frussar í þetta til að kalla fram yndilsegan bassatón... Nú verður vonandi gaman, en það yrði dásamleg umpólun á brátt liðnum sólarhring! :/


Miðvikudagurinn 3. september
kl. 11:08

Ég tilnefni hér með EV: NOVA besta leik sögunnar!! Þetta kemur til með að vera fyrsta forritið sem ég borga heiðarlega fyrir! :Þ
Ég er með hálfgert samviskubit eftir að hafa kynnt Agga félaga fyrir þessum leik, enda höfum við báðir snarhætt að sofa og blanda geði við aðra meðlimi samfélagsins síðan hann var fyrst opnaður.
Þetta er svona tvívíður leikur sem er, til að byrja með, svona frekar einfaldur en ágerist síðan þegar lengra tekur að líða á hann. Hann gerist úti í geim og leikjasvæðið er riiisastórt. Pólitísk áflog verða seint flúin, en þó er það hægt en þau kridda leikinn frekar mikið. Svo, þegar maður hefur á tilfinningunni að maður sé búinn að skoða og prófa allt (ef það er hægt) þá fer maður bara á netið og nær í ókeypis plugg-in (skipta hundruðum) og stækkar leikinn tífallt, fleiri geimskip, sólkerfi, plánetur, vopn, kynþættir, verkefni og governments, svo eitthvað sé nefnt.
Úff... Ég á líklega eftir að missa samband við alla mína vini. :S

8 dagar í krakkann, ef hann er stundvís.

Mér hefur enn ekki tekist að hafa samband við manneskjuna sem bakkaði á bílinn minn, hún svarar aldrei. :S

Laugardagurinn 28. ágúst
kl. 13:28

Svona talandi um flugur, þá gleymdi ég alveg að minnast á það að það settist fluga á tölvuskjáinn hjá mér um daginn, hún settist akkúrat yfir textabút sem ég var að lesa og fór því frekar mikið í taugarnar á mér... Nú gerðist svolítið sem gaf mjööög sterklega til kynna að ég hafði verið allt of lengi í tölvunni: Ég reyndi að smella (með tölvumúsinni) á flugunna og draga hana efst í hægra horn skjásins, þar sem hún yrði ekki fyrir mér(!). Reyndar virkaði þetta næstum því, vegna þess að flugan fór í svaka panikk þegar hún sá músina koma æðandi í áttina að sér og flaug burt! :Þ
-Hvað er Alliat að gera á fótum svona snemma á laugardagsmorgni? Vinur minn og vinkona hættu saman og djammið fór í klessu, ekki í fyrsta skiptið en vonandi er þetta í síðasta skiptið sem þetta tiltekna fólk hættir saman. Það er öllum fyrir bestu.


Fimmtudagurinn 28. ágúst
kl. 17:30

Það stakk mig geitungur... Ég náði honum og stakk hann til baka... "Hafðu þetta fíflið þitt!!" :Þ
Ég náði mynd af skemmdunum sem urðu á bílnum mínum þegar bakkað var á hann um daginn. Þetta virkar ekki mikið, en ég verð að laga þetta ljós einhvern vegin svo ég geti verið fullkomlega sáttur við bílinn minn á ný! :/


Miðvikudagurinn 27. ágúst
kl. 11:00

Já, ég var svo illilega pirraður út í kamakaze fluguna áðan að ég steingleimdi því að það var frí í íslensku hjá mér, sem var fyrsti tíminn... Ég dó samt ekki ráðalaus og lagði mig aftur í bílnum mínum (er þar með mjög þægilega aðstöðu, því þetta kemur nokkuð oft fyrir hjá mér) og mætti illilega dasaður í leikfimitímann sem var ekkert svo voðalega snyðugt... Jæja, nú er gat þangað til kl.3, þannig að ég ætla að halda áfram að lúlla þar sem frá var horfið. ég myndi hafa annað augað á himninum til að varast flugur með hvítt ennisband með rauðum punkti á, en ég myndi líklega líta asnalega út svona með annað augað upp í loft, en hitt ekki. :Þ


kl. 06:59

Fór of seint að sofa í gæ...fyrrad... æji þarsíðustunótt og sofnaði því beint eftir skóla og komst upp með að sofa til 21:30 óáreittur, sem getur talist kraftaverk. En ég hef því miður ekki getað sofnað eftir þetta og á nú að mæta í skólann eftir rúma klukkustund... Þetta verður laaangur skóladagur.
Ég ákvað að eyða nóttinni með því að dunda mér í leikjatölvunni minni. Ég var að spila og var með sígó í kjaftinum þegar allt í einu sest fluga á glóðina hjá mér og brennur og verður af sjóðheitri klessu á augabragði, þessi klessa datt síðan beint niður á hendina á mér og gerði sig líklega til að svíða sig í gegn um hana. Þetta var líklega sá allra versti sársauki sem ég hef fundið, og trúðu mér, lesandi góður, ég hef reynslu! Ég hljóp upp og jóðlaði vænni slummu af sótthreynsandi á sárið svona til öryggis... Sá sársauki var ekki mikið síðri en sá fyrri. :S
Það toppaði svo allt saman að mamma fann mynd af mér á djamm.is... Sem betur fer ekki í svo annarlegu ástandi. :Þ


Mánudagurinn 25. ágúst
kl. 13:51

Það hlaut að koma að því... Forritið sem ég notaði til að röfla í lesendum þessarar síðu er hér með útrunnið og þar með ónothæft með öllu. Ég er núna að prófa mig áfram með hinum ýmsu forritum.
Í gær var keyrt aftan á bílinn minn á meðan hann var að chilla mannlaus á bílastæðinu fyrir utan hjá mér. Ég var svo heppinn að maðurinn sem ók á hann var nógu mikill maður til að láta mig vita. Tjónið er nú líklega ekkert rosalegt í krónum talið, en það verður hreinasta hell að finna þessa lukt sem brotnaði. (þess má geta að ég hef nýlokið leit minni af öðru stykki í bílinn, en sú leit tók rúma 7 mánuði). Stuðarann aftan á bílnum þarf að sprauta aftur, en það var gert síðast fyrir rúmum 3 vikum.
Skondið atvik henti Agga félaga á föstudaginn. Við sátum að glasalyftingum á Glaumbar og Aggi, greyið, var að gera sig líklegan til þess að tilla sér aftur í sætið sitt, sem var við hliðina á mér. En, rétt eins og skrattinn úr heiðskýru lofti, byrtist óð stelpa sem hrindir Agga af þvílíku afli að hann tekst á loft og tekur stól með sér... Stelpan vatt sér upp að mér, setti andlitið á sér í svona hálfum sentimetra frá mínu og spurði: "Ertu á hözzlinu?" þegar ég gaf í skyn að ég vildi ekkert með hana hafa fór hún að næsta manni og gekk þannig á röðina, þetta endaði með því að hún elti Bjarka, vin minn, eitthvað út og ég heyrði hann hvísla að mér á útleiðinni: "hjálpað'enni!" ... Ég hugsaði með mér: "hvaða helv... kínkí stælar eru í gangi!?"... Seinna um kvöldið kom í ljós að það sem Bjarki karlinn hafði sagt var "hjálpaðu mér" ekki "henni", en svona fór það! :P
Þess má geta að skondna atvikið sem henti Agga náðist á mynd! :D


Miðvikudagurinn 20. ágúst
kl. 22:33

Jæja, þá er fyrsti skóladagurinn á enda... Gaman að hitta allt fólkið, njóta yfirborðskenndra samtala um sumarið, sem brátt er á enda, gleyma stundatöflunni heima, ráfa endalaust um allan skólann í leit að réttu stofunum og týna skólatöskunni sinni. :/


kl. 01:57

Ég varð fyrir miklu fjárhagslegu tjóni þegar ég ákvað að versla mér inn "MortalKombat: Deadly Alliance" fyrir GameCube. Ég hef haft hann að láni fyrir PlayStation 2, en ég er búinn að skila honum og svo gaf PS2 vélin upp öndina skömmu síðar (vegna algengs verksmiðjugalla var sagt). Nú, GameCube leikjavélin er nýrri en PS2 vélin og styður flottari grafík þannig að ég gerði ráð fyrir að leikurinn kæmi flottar út á GameCube, en mér skjátlaðist illa... Grafíkin var verri ef eitthvað er og það var augljóst að framleiðendurnir hafi bara rétt nennt að hafa fyrir því að millifæra leikinn frá PS2 yfir á GC og rukka síðan offjár fyrir hann, en hann var þrisvarsinnum dýrari en flestir GC leikirnir sem ég hef keypt. Það sem ég hafði í huga þegar ég verslaði umræddan leik var að GC vélin er með sérstakann kubb sem sér alfarið um að láta vökva líta út sem raunverulegastan (svo sem vatn og blóð)... Grafíkin á vatninu er nákvæmlega eins og í PS2, svona kubbót early-3d-gaming-ljóttljótt, og blóðið var kekkjótt og asnalegt... Nú er ég pirraður! >:-C


Þriðjudagurinn 19. ágúst
kl. 04:32

Jæja, ég er nú búinn að vera í óhappabloggspásu í nákvæmlega eina viku og ellefu mínútur! :P
Því miður er það ekki vegna þess að ég er hættur að vera óheppinn, heldur vegna þess að ég er bæði búinn að vera frekar upptekinn við allt annað og einnig vegna þess að mamma fékk skyndilega gífurlegan áhuga á tölvunni og ég kemst ekki lengur í hana nema seint að nóttu til.

Allavega, í gær rúntaði ég yfir á Keflavíkurflugvöll að ná í Agga félaga, en hann var að koma heim úr tveggja vikna langri fyllerísferð til Krítar... Ég hugsaði þegar ég kom á flugvöllinn að það hefði verið mun ódýrara að taka rútuna sem kostar um 900kr því að bíllinn minn (varúð: stór mynd) eyðir frekar miklu og á leiðini upp á flugvöll var hann búinn að eyða þúsund krónum af bensíni. Þótt ég hefði lent í hörmulegu bílslysi á leið minni upp á flugvöll og ekki komist til að ná í Agga, þá var það allt í lagi, því að Aggi var tvítryggður með far... Pabbi hans var nefnilega líka mættur og ég fór því fýluferð út á völl. Ég sneri við og tók ekki augun af bensínmælinum.
Ég vaknaði svo upp við undarlega martröð í gærmorgun... Mig hafði dreymt að ég væri fastur í söguþræði hinnar löngugleymdu og ókláruðu hákarlamyndasögu sem ég byrjaði á í fyrra... Það var ekki mjög hugguleg tilfinning að vakna við það að hafa dáið í draumnum sínum, sem btw ég hélt að væri ekki hægt... Allavega getur það ekki boðað gott. :/

Svo kom það fyrir í fríinu mínu á Ísafirði að ég fékk að upplifa þann undarlega hlut sem það er að fá máf í hausinn... Þetta skeði þannig að ég var að slappa af í sólbaði í hafnargarðinum á Ísafjarðarhöfn, en það gerði ég daglega á meðan vikulangri dvöl minni fyrir vestan stóð. Þarna við hafnargarðinn er eins konar flugleið fyrir máfana og það er bara yndislegt að sjá þá svífa um svona nálægt manni. Svo fór sólin alltaf á endanum og ég stóð upp og fékk mér göngutúr, en í eitt skiptið stóð ég of hratt upp þannig að máfur sem kom aftan frá gat ekki beygt frá og annar vængurinn hafnaði á hnakkanum á mér... Þetta var að sjálfsögðu mjöööög vont og ég vissi ekkert hvað hafði skeð fyrr en ég eygði máfin, sem snerist stjórnlaust áfram og hafnaði í sjónum fyrir framan mig. Hann burslaði í smá stund, en virtist ekki saka og var augljóslega alveg jafnhissa og ég. Hann duggaði á sjónum og starði á mig, fyrst með vinstra auganu, svo því hægra, svo aftur því vinstra og svo aftur með því hægra og... svo flaug hann burt, frekar skakkt...
Hingað til hef ég bara fengið flugur í höfuðið, ég er að spá í að gera mitt besta í að halda mig bara við þær héðan frá.


Þriðjudagurinn 12. ágúst
kl. 04:21

Ég eyðilagði allt óhappabloggið mitt með því að beyta músinni vitlaust! :S


Aftur á aðalsíðu...