Brandarar og annað snyðugt:



Vegna þess að ég er gaur:

-Vegna þess að ég er gaur, þá verð ég að halda á fjarstýringunni á meðan ég horfi á sjónvarpið. Ef að hún finnst ekki, þá missi ég af heilum þætti við það að leita að henni, reyndar tókst mér einu sinni að lifa af með því að halda á reiknivél.
-Vegna þess að ég er gaur, þá mun ég nota víraherðatré til þess að reyna að opna bílinn minn þegar lyklarnir læsast inni og hunsa tillögur þínar um að hringja á atvinumenn þangað til löngu eftir að við ofklæumst. Ó, og þegar bíllinn virkar ekki vel, þá mun ég opna húddið og glápa á vélina rétt eins og ég vissi hvað ég væri að gera. Ef annar gaur lætur sjá sig mund annar okkar segja við hinn, "Ég gat einu sinni gert við svona hluti, en nú þegar þetta er orðið svona tölvuvætt og allt, þá veit ég ekkert hvar ég á að byrja." Síðan förum við báðir og drekkum bjór.
-Vegna þess að ég er gaur, þá er hægt að treysta mér til að kaupa nauðsynjavörur úti í búð, eins og mjólk eða brauð. Það er ekki hægt að búast við því að ég finni allt hitt draslið eins og "Kúmen" eða "Tófú". Því að fyrir mér er þetta einn og sami hluturinn. Og aldrei, undir neinum kringumstæðum, búast við því að ég versli fyrir þig eitthvað sem fellur undir skilgreininguna "kvenleg hreinlætisvara".
-Vegna þess að ég er gaur, þá mun ég heimta að fá að tæta í sundur heimilistæki þegar þau bila, þrátt fyrir að sannanir liggi fyrir því að það mun kosta mig tvöfalt meira þegar viðgerðarmaðurinn kemur og þarf að tjasla því saman aftur.
-Vegna þess að ég er gaur, þá finnst mér við ekki vera týnd, og nei, mér finnst ekki að við ættum að stoppa og spurja einhvern. Hvers vegna ætti maður að hlusta á bláókunuga manneskju sem hefur þar að auki ekki hugmynd um hvert við erum að fara?
-Vegna þess að ég er gaur, þá er alger óþarfi að spyrja mig um hvað ég sé að hugsa. Rétta svarið er alltaf kynlíf eða bílar, en verði ég spurður, þá þarf ég að upphugsa í flýti eitthvað annað svar, svo ekki spyrja.
-Venga þess að ég er gaur, þá vil ég ekki heimsækja móður þína, eða fá hana í heimsókn, eða tala við hana þegar hún hringir, eða hugsa um hana meira en ég þarf. Hvað sem að þú keiptir handa henni á mæðradaginn er fallegt, ég þarf ekki að skoða það. Mundirðu eftir að kaupa eitthvað handa minni mömmu líka?
-Vegna þess að ég er gaur, þá get ég sagt, "bara einn bjór í viðbót og svo verð ég að fara", og meint það af öllu hjarta í hvert skipti sem ég geri það, jafnvel þegar það er komið að því að loka barnum og við félagarnir förum út að leita að öðrum. Mér mun þá finnast það alltaf fyndnara og fyndnara að fylgjast með félögum mínum hringja í þig og segja þér að ég komi bráðum heim, og nei, ég hef ekki hugmynd um hvers vegna þú fleygðir öllum fötunum mínum út fyrir. Hvar eru tengslin hér á milli? o_O
-Vegna þess að ég er gaur, þá þarfti ekki að spyrja mig hvort mér fannst myndin góð. Ef þú grést í endin, þá fanst mér það líklega ekki.
-Vegna þess að ég er gaur, þá finnst mér það sem að þú klæðist fínt. Mér fanst það sem þú klæddist fyrir fimm mínútum líka fínt. Bæði pörin af skónnum eru fín. Með eða án beltisins er fínt. Hárið á þér er fínt. Þú ert fín. Getum við farið núna?
-Vegna þess að ég er gaur, þá, vegna þess að við lifum í nútímanum, mun ég deila húsverkunum með þér. Þú sérð um að þvo þvottinn, elda, þrífa og uppvaskið, ég skal sjá um restina.


Bréf til tæknideildar:

Í fyrra uppfærði ég Kærustu 1.0 yfir í Konu 1.0 og tók eftir því að nýja forritið hóf óvænt barnaframleiðslu sem tók upp mikið pláss og værðmætar skrár. Það var ekkert minnst á þetta fyrirbæri í bæklingnum sem að fylgdi með. Að auki, þá innstalleraði Kona 1.0 sjálft sig inn á öll önnur forrit, keyrir sig á meðan tölvan er ræst og fylgist þannig með öllu því sem að gengur á í tölvunni. Forrit eins og Pókerkveld 10.3 og Bjórþamb 2.5 virka ekki lengur og krassa stýrikerfinu í hvert skipti sem að reynt er að opna þau. Ég virðist ekki geta með nokkru móti blokkað Konu 1.0 út af tölvunni minni. Ég er að spá í að fara aftur að nota Kærustu 1.0, en un-install skipunin virkar ekki á Konu 1.0. Getið þið hjálpað mér?

- Pétur Guðgeirs



Kæri Pétur Guðgeirs:

Þetta er mjög algengt vandamál sem að karmenn kvarta undan, en því veldur fyrst og fremst misskilningur. Margir uppfæra Kærustu 1.0 yfir í Konu 1.0 haldandi það að Kona 1.0 flokkist eingöngu undir flokkinn "Aukahlutir og afþreyging".
Kona 1.0 er STÝRIKERFI og er hannað til þess að stjórna öllu. VIÐVÖRUN: EKKI REYNA AÐ: un-installa, eyða, eða blokkera forritið eftir að það hefur verið sett inn á tölvuna. Tilraunir til þess að un-installa Konu 1.0 geta endað með ósköpum. Með því að gera það gæti Kona 1.0 rústað harða disknum þínum og/eða geisladrifinu. Tilraunir til þess að un-installa eða fjarlægja Konu 1.0 leiða til eyðingar ómissandi kerfisskráa. Þú getur ekki snúið aftur til fyrrum notgunar Kærustu 1.0 vegna þess að Kona 1.0 er ekki hannað til þess að leyfa það. Sumir hafa reynt að setja inn Kærustu 2.0 eða Konu 2.0 en það leiðir bara til fleiri vandamála en áður. Leitaðu í leiðbeiningabæklingnum undir "Viðvaranir - lífeyrir/Barnalífeyrir. Aðrir hafa reynt að keyra Kærustu 1.0 í bakgrunninum, á meðan Kona 1.0 er í gangi. Á endanum á Kona 1.0 eftir að greina Kærustu 1.0 og árekstur í stýrikerfinu á eftir að gerast, þetta getur leitt til óafturkallanegs hruns tölvunar þinnar. Sumir hafa reynt að sækja svipuð forrit svo sem Daður eða 1-Nætur-gaman. Oft sýkist stýrikerfi þeirra af vírusum. Ég mæli með því að þú haldir Konu 1.0 og sættir þig bara við ástandið.

Þar sem að ég hef sjálfur Konu 1.0 í minni tölvu, legg ég til að þú lesir einnig allan kaflann um Almenn VerndarVandamál (AVV). Þú verður að taka á þig alla sök fyrir villur og vandamál sem að koma upp. Besta leiðin er að þrýsta á afsökunarhnappinn og endurræsa vélina um leið og stýrikerfið læsir sér. Stýrikerfið mun virka fínt svo lengi sem að þú tekur á þig alla sök fyrir AVV. Kona 1.0 er frábært forrit, en þarfnast mikils viðhalds.

-Tæknideild.


Truflandi staðreyndir um fólkið á internetinu:

Aðeins um 60% af þeim sem að skrifa "LOL" (Laughing Out Loud) á internetinu hlæja í raun og veru upphátt. Mun færri rúlla hlægjandi á gólfinu (Rolling On Floor Laughing eða ROFL), eða um það bil 12%, en það er erfitt að mæla þessa staðreind þar sem fólk dettur almennt út fyrir sjónarhorn vefmyndavélanna sem brúkaðar voru til að afla þessara upplýsinga. En af öllu þessu þykja þau 5 - 6% sem að hafa tekið upp á því að hlæja af sér rassgatið (Laughing My Ass Off eða LMAO) mest truflandi. Spjallherbergi í bæði Ameríku og Bretlandi hafa tilkynnt fjórföldun IRAP ("Internet Related Ass Prosthesis") tilfella. Vandamálið hérna snýst um gríðarlegan fjölda fólks sem að segjist "LMAO" og sendir því annars nauðsynlegar rassabjörnunarsveitir í fýluferðir. Þannig að í næsta skipti þegar þú lest eitthvað skondið á netinu - HUGSAÐU áður en þú SKRIFAR.


Farartæki himnaríkis:

Biðröð af sálum hafði myndast fyrir utan himnaríki þegar að Guð birtist.

Stígðu fram og segðu nafn þitt frammi fyrir fyrir drotni yðar.

Firsta persóna: Ég heiti Hal Evans, herra.
Guð: Hefur þú haldið framhjá, Hal?
Nei, guð, aldrei.
Guð: Gott og vel, þú færð þennan splunkunýja Rolls Royce til að aka um og virða fyrir þér fegurð himnaríkis.

Guð: Stígðu fram og segðu nafn þitt frammi fyrir fyrir drotni yðar.
Önnur persóna: Ég heiti Geoff Bowen.
Guð: Hefur þú haldið framhjá, Geoff?
Geoff: Já, guð, en aðeins einu sinni og ég sá eftir því alla ævi.
Guð: Gott og vel, þú færð þennan nýja Mercedes til að aka um og virða fyrir þér fegurð himnaríkis.

Síðar, þessa sömu viku, sér Hal Geoff sitjandi á vegkantinum grátandi. Hal, sem var umhyggjusamur maður, stígur út úr bílnum sínum, gengur upp að Geoff og spyr:
Hvað amar að, félagi? Þú átt þennan líka fína Mercedes til að aka um himnaríki. Hvað í ósköpunum gæti amað að, kæri vinur?

Geoff snýr sér að Hal og segir: Ég var að rekast á konuna mína á hjólabretti!


Nýji verkstjórinn:

Fyrirtæki nokkuð, sem þurfti á niðurskurði að halda, ræður nýjan verkstjóra. Þessi nýji yfirmaður er ákveðinn í að losa fyrirtækið við alla letihauga.
Þegar það er verið að sýna honum fyrirtækið, tekur hann eftir manni sem að hallar sér letilega upp að vegg. Herbergið er fullt af starfsmönnum og nýji verkstjórinn ætlar sér að láta þá vita að honum er alvara! Verskjórinn röltir upp að manninum og spyr, "Hve mikið þénar þú á viku?"
Maðurinn svarar umhugsunarlaust, "Ég þéna tuttuguþúsund á viku. Hví spyrðu?"
Verkstjórinn lætur manninn hafa tuttuguþúsund í peningum og gargar, "Hér eru vikulaun, drullastu svo út og komdu aldrei aftur!" Verkstjóranum þótti það furðulegt þegar að maðurinn tekur við peningunum brosandi og segir, "Já, herra! Takk herra!" og yfirgefur vinnustaðinn glaður í bragði.
Nokkuð sáttur við þennan fyrsta brottrekstur sinn, lítur verkstjórinn yfir herbergið og spyr, "Jæja, vill einhver svo segja mér hvað þessi letihaugur var að gera hérna?" Einn af starfsmönnunum svarar glottandi út í annað, "Þetta var pizzasendill frá Domino's."


Byssur um borð:

Flugmaðurinn sat í sætinu sínu að venju og tók upp 38c marghleypu. Hann lagði hana á mælaborðið og spurði svo siglingafræðinginn, "Veistu hvers vegna ég hef þessa byssu með mér?"
Siglingafræðingurinn svaraði neitandi.
Flugmaðurinn svarar, "Ég nota hana á siglingarfræðinga sem að láta mig villast!"
Siglingafræðingurinn dregur pollrólegur upp 45c byssu og leggur hana á kortaborðið fyrir framan sig.
Flugmaðurinn spyr undrandi, "Til hvers er þessi?"
"Svona til að vera hreinskilinn, herra," svaraði siglingarfræðingurinn, "Þá mun ég vita það á undan þér ef að við villumst."


Viva Las Vegas:

Maðurinn kom heim úr vinnunni og sá konuna sína í ganginum búna að pakka niður öllum eigum sínum.
Maðurinn spurði hvert hún væri að fara og konan svaraði: "Ég er að fara til Vegas, þar sem ég get fengið borgað 40.000 krónur fyrir það sem ég gef þér ókeypis!"
Án þess að segja orð fór maðurinn inn í húsið, konunni til mikillar undrunar. Skömmu síðar kom maðurinn niður í gang með tvö stykki stútfullar ferðatöskur.
"Og Hvert þykist þú vera að fara?" Spurði konan.
Maðurinn svaraði: "Ég einfaldlega verð að koma með og sjá hvernig þér tekst upp með að lifa á 80.000 krónum á ári."


Á skrifstofunni:

Kona yfirmannsins ákvað að kíkja óvænt í heimsókn til mannsins síns á skrifstofuna.
Þegar hún opnaði hurðina sá hún hann sitja með ritarann sinn í fanginu.
Án þess að hika sagði maðurinn (eins og hann væri að tala í innanhúskerfi): "... Og að þessu leiðir að þrátt fyrir nauðsylegan niðurskurð get ég ekki stjórnað þessari skrifstofu mikið lengur með aðeins einn stól til umráða." :Þ


Vibbi:

Nonni, Palli og Siggi voru 9 ára. Þeir ákváðu að fara í smá vibba-keppni. Þeir tóku að safna hori í stóra krukku og eftir þrjá mánuði var krukkan loks full. Nú átti vibbaleikurinn að hefjast, en reglurnar voru þannig að allir áttu að drekka eins mikið hor úr krukkunni og hann gat fengið sig til, sá sem drykki mest myndi sigra.
Horið í krukkunni var nú orðið lagskipt, svona gulhvítt, seigfljótandi efst, grænleitt og hrágúmmílegt í miðjunni og svo loks brúnt og skorpukennt neðst. Nonni átti að drekka fyrstur og hann peppaði sig allan upp og byrjaði síðan að drekka... Hann drakk og drakk, svo var hann kominn alveg niður að græna miðjulaginu, en hélt ótrauður áfram. Palli og Siggi ráku upp stór augu, á meðan Nonni kláraði allt horið.
"Af hverju kláraðirðu allt horið!?" hrópuðu Palli og Siggi í undrunartón.
Nonni svaraði móður og másandi: "Æji, ég gat bara ekki slitið!"


Blah!:

Já, "Blah"!


Hehe :)

Desktop Wars! -Góða skemmtun! ;)


Heitt í kolunum:

Pylsa og egg eru að steikjast á pönnu. Eggið ákveður að hefja smá spjall og segir: "Úff, djöfull er heitt hérna, finnst þér ekki?"
Pylsan snýr sér við í ofsafenginni geðshræringu og gargar: "GAARRRH!!! -TALANDI EGG!!" o_O


Blindi viðskiptavinurinn:

Blindur maður gengur inn á veitingastað og sest niður. Þjónninn, sem einnig er eigandi staðarins, gengur til blinda mannsins og réttir honum matseðilinn.
"Afsakaðu mig, herra, en ég er blindur og get ekki lesið á matseðilinn. Réttu mér bara skítugan gaffal frá öðrum viðskiptavini, ég skal þefa af honum og svo skal ég panta."
Eigandinn fer undrandi að hrúgu af skítugum göflum og nær í fitugan gaffal. Hann snýr aftur til blinda mannsins og réttir honum gaffalinn. Blindi maðurinn þefar stíft af gafflinum og segir svo:
"Ah, já, mig langaði einmitt í þetta, kjöthleif og stappaðar kartöflur."
"Ótrúlegt", segir eigandinn við sjálfan sig á meðan hann röltir inn í eldhúsið. Kokkurinn reyndist vera eiginkona þjónsins og hann segir henni hvað hafði skeð. Blindi maðurinn lýkur við máltíðina og fer.
Nokkrum dögum síðar kemur blindi maðurinn aftur á veitingastaðinn og þjónninn færir honum óvart matseðilinn.
"Herra, manstu ekki eftir mér? Ég er blindi maðurinn" -"Fyrirgefðu, ég þekkti þig ekki, ég skal sækja skítugan gaffal handa þér." Sagði þjónninn og náði í skítugan gaffal og rétti blinda manninum. Eftir að hafa þefað vel af gafflinum segir blindi maðurinn:
"Þetta ilmar unaðslega, Ég ætla að fá makkaróní og ost með spergilkáli." Aftur gengur þjónninn inn í eldhús vantrúaður og hugsar með sér að sá blindi væri að fíflast í honum og segir konunni sinni að næst þegar blindi maðurinn kæmi inn, myndi hann gera örlítið próf. Sá blindi borðar og fer. Sá blindi kemur aftur á veitingastaðinn ekki svo löngu seinna, en í þetta skiptið sér þjónninn hann koma og hleypur inn í eldhúsið.
Hann segir Maríu, konunni sinni að nudda gaffli við nærbuxurnar sínar áður en að hann færi með gaffalinn til blinda mannsins. María gerir svo og skilar þjóninum gafflinum. Þegar blindi maðurinn sest niður, er þjónninn kominn í viðbragðsstöðu.
"Góða kvöldið, herra, í þetta sinn man ég eftir þér og ég hef hérna tilbúinn gaffal handa þér"
Blindi maðurinn þefar mikið af honum og segir loksins:

"Hey, ég vissi ekki að María ynni hér!?"


Þessi pikk öpp lína virkar víst mjög vel:

(heldur uppi blautri tusku) "Finnst þér líka að þetta lykti eins og klóróform?"


Látið naflann minn vera!! :Þ


Læknamistök dauðans:

Ungur maður lenti í þeirri óþægilegu aðstöðu að hætta að ná honum upp svo hann fer til læknis. Læknirinn segir honum að vöðvarnir sem stjórni blóðflæðinu niður í liminn séu ónýtir og það sé ekkert sem hægt sé að gera nema að hann sé tilbúinn að prófa tilraunaaðgerð. Hann spyr hvernig aðgerð það sé og læknirinn útskýrir það fyrir honum:
"Við tökum vöðva úr rana fílsunga og græðum þá í stað ónýtu vöðvanna og vonum það besta."
Honum finnst þetta allt hljóma hálf óhugnalega, en tilhugsunin við að geta aldrei stundað kynlíf framar verður yfirsterkari.
Sex vikum síðar er komið að því að prófa græjuna og býður hann kærustunni því tilefni út að borða. Á veitingastaðnum finnur hann allt í einu ótrúlega pressu á félaganum, hann er að fá standpínu dauðans. Hann ákveður að renna aðeins niður klaufinni til að losa um hann.
Um leið og hann opnar fyrir klaufina, sprettur félaginn út, grípur kínarúllu af borðinu og hverfur aftur ofan í buxurnar. Kærastan hans gapir orðlaus yfir þessu í nokkrar sekúndur og segir síðan: "Vá, geturðu gert þetta aftur?"
"Já örugglega," segir gaurinn eldrauður í framan, "en ég er ekki viss um að það komist önnur kínarúlla upp í rassinn á mér."


Blinda flugtvíeykið:

Farþegar í flugvél nokkurri voru að bíða eftir að vélin færi þegar tveir menn, í flugstjórabúningum og með sólgleraugu, koma gangandi eftir gangi vélarinnar. Annar þeirra með blindrastaf og hin með blindrahund. Vandræðalegur hræðsluhlátur kviðast um vélina þegar mennirnir fara inn í flugstjórnarklefann og loka á eftir sér. Síðan fara vélarnar í gang og flugvélin byrjar að gera sig klára fyrir flugtak.
Farþegararnir eru farinr að skima í kringum sig og bíða eftir að einhver komi og segi að þetta sé bara grín, þegar vélin gefur í og fer hraðar og hraðar en virðist ekkert vera á leiðinni í loftið. Þegar farþegarnir átta sig á því að þau stefna beint í stöðuvatn við enda brautarinnar í stað þess að taka á loft byrjar allir að örskra í hræðslukasti, en eimmit þá tekur vélin sig mjúklega á loft eins og ekkert sé. Inni í flugstjórnarklefanum segir aðstoðarflugmaðurinn við aðal flugmanninn:
"Veistu Binni! Ein góðan veðurdag eiga þau eftir að öskra of seint... og við deyjum öll!"


Smá mis....:

Flugvél var nýkomin í loftið frá keflavík og flugstjórinn var að ávarpafarþegana:
"Góðir farþegar, velkomin í flug númer CC888 til Alicante. Þetta er flugstjórinn sem talar. Nú, flugskilyrði eru góð. Við fáum meðvind og komum til með að fljúga í 33.000feta hæð og... AAAAAARRGG, GUÐ MINN GÓÐUR, HVAÐA!?..."

Löng þögn...

Síðan kemur flugstjórinn aftur í kallkerfið:
"Góðir farþegar. Þetta er flugstjórinn sem talar. Mér þykir leitt ef ég hef hrætt ykkur áðan, en aðstoðarflugstjórinn missti kaffibollann sinn yfir mig. Þið ættuð bara að sjá framaná buxurnar mínar..."
"Það er ekkert," kallar einn farþeginn, "hann ætti að sjá aftan á mínar!"


Hreinskilni:

Bisnessmaður sendi konu sinni fax :

"Til elskulegrar eiginkonu minnar:

Þar sem þú ert 54 ára og skilur væntanlega, eftir 30 ár í hjónabandi, þá eru ákveðnar þarfir sem þú getur ekki lengur uppfyllt. Ég er mjög hamingjusamur með þér og virði þig sem góða eiginkonu. Þess vegna vona ég að eftir að hafa lesið þetta fax, munir þú ekki gera mikið úr þeirri staðreynd að ég mun eyða kvöldinu með 18 ára gömlum ritara mínum á Hótel Borg. Góða mín farðu nú ekki í uppnám yfir þessu. Ég mun verða kominn heim fyrir miðnætti".

Þegar maðurinn kom heim, fann hann eftirfarandi skilaboð á borðstofuborðinu:

"Minn kæri eiginmaður :

Ég hef mótttekið faxið frá þér og þakka hreinskilnina. Ég vil nota tækifærið og minna þig á að þú ert líka 54 ára. Í leiðinni langar mig að segja þér að þegar þú lest þetta verð ég á Hótel Holti með tenniskennaranum mínum honum Mikhael, sem eins og ritarinn þinn er líka 18 ára.
Sem gamalreyndur bisnessmaður og með þína frábæru þekkingu í stærðfræði, muntu sjá að við erum í samskonar málum ... þó með einum smá mun :
18 gengur oftar (upp)í 54 heldur en 54 í 18 .... og því verð ég ekki komin heim fyrr en um hádegi á morgun!

Koss og knús frá eiginkonu þinni, sem virkilega skilur þig ..."


Hin árlegu Stellu verðlaun!! (sannleikur):

Það er komið að því aftur að íhuga hverjir eigi að fá hin árlegu Stellu verðlaun. Stellu verðlaunin eru nefnd eftir hinni 81 árs gömlu Stellu sem hellti kaffi yfir sig og náði að lögsækja McDonald's. Þetta atvik varð til þess að Stella verðlaununum var komið í fót, fyrir fáránlegustu lögsóknir í Bandaríkjunum. Hér er það sem kemur til greina í ár:

1. Kathleen Robertson í Austin, Texas, fékk $780,000 fyrir að hafa ökklabrotnað. Hún féll um 1 árs krakka sem var á hlaupum í húsgagnaverslun. Eigendur verslunarinnaru urðu vitanlega mjög hissa er hún vann þessa lögsókn, þar sem hinn óþekki krakki var sonur hennar (frú Robertson)!!!

2. Hinn 19 ára Carl Truman í Los Angeles vann $74,000 og fékk greiddan allan lækniskostnað, eftir að nágranni hans keyrði yfir hönd hans á Honda Accord bíl. Truman tók víst ekki eftir því að það væri einhver við stýrið á bílnum, er hann reyndi að stela hjólkoppunum af bíl nágrannans.

3. Terrence Dickson frá Bristol, Pennsylvaníu, var í þann mund að yfirgefa hús sem hann hafði lokið við að ræna. Hann ætlaði útum bílskúrsdyrnar, en gat ekki opnað dyrnar þar sem hurðaopnarinn var bilaður. Hann gat ekki farið aftur inn í húsið, þar sem dyrnar læstust eftir honum er hann lokaði þeim. Fjölskyldan var í fríi, og Dickson var læstur þar inni í 8 daga. Hann lifði á kassa af Pepsi sem hann fann og þurrmat handa hundum. Hann kærði heimilisfólkið, þar sem hann hélt því fram að hin 8 daga prísund hefði skaðað hann andlega. Kviðdómur dæmdi honum í vil, $500,000.

4. Jerry Williams frá Little Rock, Arkansas, fékk $14,500 og greiddan allan lækniskostnað, eftir að hafa verið bitinn í rassinn af hundi nágrannans. Hundurinn var í ól innan girðingarinnar í garði nágrannans. Hann fékk lægri upphæð en hann hafði sóst eftir, þar sem kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að hundinum hefði verið ögrað örlítið af Jerry Williams, sem í sífellu skaut á hann með loftbyssu.

5. Amber Carson fékk $113,500 eftir að hún lögsótti veitingastað í Philadelphia fyrir að hafa runnið í gospolli og brotið rófubeinið. Drykkurinn hafði hellst á gólfið stuttu áður, er Amber var að rífast við kærasta sinn.

6. Kara Walthon í Claymont, Delaware vann mál gegn eiganda næturklúbbs. Hún datt inn um salernisglugga og braut báðar framtennurnar. Þetta átti sér stað þegar hún reyndi að lauma sér inn um salernisgluggann til að komast hjá því að borga aðgangseyri. Hún fékk $12,000 í sinn hlut og tannlæknakostnaðinn.

7. Hann Merv Grazinski frá Oklahoma City gæti auðveldlega unnið Stellu verðlaunin í ár. Hann keypti sér glænýjan húsbíl. Hann keyrði útá hraðbrautina og stillti cruise control á 70 mílna (yfir 110 km/klst.) hraða og fór aftur í bílinn til að hella sér uppá kaffi!!!! Eins og við var að búast, þá fór bílinn út af, keyrði á og valt á hliðina. Grazinski kærði bílaframleiðendurna fyrir að hafa ekki útskýrt í leiðarvísinum að cruise controlið gæti ekki stýrt bílnum. Kviðdómurinn dæmdi honum í hag $1,750,000 og nýjan húsbíl. Framleiðendurnir breyttu leiðarvísinum eftir þessa lögsókn.


Bush forseti í klípu:

Bush, forseti Bandaríkjanna, heimsótti skóla til að útskýra stefnu sína í stjórnmálum fyrir börnunum. Hann bauð síðan krökkunum að spyrja sig spurninga.
Palli litli stóð upp og sagði: "Herra forseti, ég er með þrjár spurningar fyrir þig."

1. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að þú hafir fengið færri atkvæði en andstæðingurinn hafir þú samt unnið kosningarnar?

2. Hvers vegna ætlarðu að ráðast á Írak án fullnægjandi ástæðu?

3. Finnst þér ekki að árásin á Hiroshima hafi verið mesta hryðjuverkaárás allra tíma?

Áður en forsetinn gat svarað, hringdi skólabjallan og allir krakkarnir yfirgáfu stofuna. Þegar þau komu til baka bauð Bush þeim aftur að spyrja sig spurninga. Jói litli stóð upp og sagði: "Herra forseti, ég er með fimm spurningar."

1. Hvernig stendur á því að þrátt fyrir að fjöldi atkvæða hafi ekki verið þér í hag, tókst þér samt að vinna kosningarnar?

2. Hvers vegna ætlarðu að ráðast á Írak án fullnægjandi ástæðu?

3. Finnst þér ekki að árásin á Hiroshima hafi verið mesta hryðjuverkaárás allra tíma?

4. Af hverju hringdi skólabjallan 20 mínútum of snemma?

5. Hvar er Palli?


Staðreyndir:

-Fiðrildi finna bragð með fótunum.
-Á tíu mínútum leysir fellibylur úr læðingi meiri orku en allar kjarnorkusprengur heimsins samanlagðar.
-Að meðaltali kafna um 100 manns á kúlupennum árlega. (ekki allta þessir sömu 100, sko)
-Að meðaltali óttast fólk köngulær meira en dauðan sjálfann.
-90% af leigubílstjórum New York borgar eru nýbúar.
-35% þeirra sem nota einkamálavefi eru giftir.
-Fílar eru einu dýrin (spendýrin?) sem geta ekki hoppað.
-Aðeins einn af tveimur milljörðum mun ná 116. aldursárinu.
-Það er mögulegt að teyma kú upp á við, en ekki niður á við
-Konur blikka næstum tvisvar sinnum oftar en karlmenn.
-Það er gersamlega ómögulegt fyrir þig að sleikja á þér olnbogann.
-Aðalbókasafn Háskóla Indiana-fylkis í bandaríkjunum sekkur um c.a. 4 cm árlega vegna þess að verkfræðingarnir, sem unnu að byggingu safnsins, gleymdu að reikna með þunga allra bókanna sem safnið hefur að geima.
-Sniglar geta sofið samfellt í þrjú ár.
-Augu okkar eru alltaf jafnstór frá fæðingu, en nefið og eyrun halda áfram að vaxa alla æfi.
-Rafmagnsstóllinn var fundinn upp af tannlækni. (það hlaut að vera)
-Allir ísbirnir eru örfhentir.
-Prestar í forn-Egyptalandi plokkuðu burtu öll sín líkamshár, þar á meðal augnhár og augnbrýr.
-Augu strútsins eru stærri en heili hans.
-Krókudílar geta ekki rekið út úr sér tunguna.
-Kveikjarinn var fundinn upp á undan eldspýtunum.
-Bandaríkjamenn éta að meðaltali átján ekrur af pizzu á dag.
-Nánast allir sem lásu þetta reyndu að sleikja á sér olnbogann.
-Þú reyndir að sleikja olnbogann á þér, ekki satt? :)

(ath. meiri hluti þessara staðreynda styðjast ekki við nein rök)


Til baka á aðalsíðu