Upplýsingar úr fundargerðum ritnefndar um Sögu Akraness 

Tímabilið 23.2. 2008 - 8.12. 2008

Skammstafanir ritnefndarmanna: 
JG = Jón Gunnlaugsson, formaður nefndarinnar; MÞH = Magnús Þór Hafsteinsson; BG = Björn Gunnarsson; = Bergþór Ólason, LJ = Leó Jóhannesson; JHÞ = Jósef Þorgeirsson; GuG = Guðjón Guðmundsson.
Feitletranir í texta eru mínar. Fundarnúmer krækja í fundargerðirnar sjálfar á vef Akraneskaupstaðar.
 

Dags. -nr.fundar og fundarmenn Hvað er tilbúið? (Orð GH, nema annað sé tekið fram.) Skilað Áform Annað
28.2. 2008
67
(JG, MÞH, LJ, BG + GH)
+ Bragi Þórðarson, Gísli Sigurðsson, Bjarnfríður Leósdóttir, Ásmundur Ólafsson.
GH fór yfir stöðu verksins, sérstaklega hvað varðar örnefni. Farið yfir landakort og rædd örnefni og rifjuð upp „einstök atriði“. Halda fleiri svona fundi, „m.a. með bændafólki í nágrenni Akraness.“ „Mikið gagn var af fundinum og gestum þökkuð aðstoð.“
2.4. 2008
68
(JG, MÞH, LJ, BG + GH)
GH lagði fram ítarlegt minnisblað um stöðuna. Þarf að skipta í tvö bindi og yrðu helstu verkþættir:
1. bindi
1. Jarðsagan (15 s.) ófrágengið
2. (115 s.) í spaltapróförk
3. Landsnámstíð til loka 13. aldar í vinnslu
4.1300-1700 (215 s.) í vinnslu

2. bindi:
5. 1701-1800 (390 s.) bíður prentvinnslu
6. 1800-1850 (215 s.) bíður pr.v.
7. Samantekt (4-5 s.) ósamið.

Kortagerð á lokastigi.
Vinna við prentvinnslu, myndefni og grafíska hönnun hafin.
Prófarkalestur hafinn en ráð þarf prófarkalesara.[?]
 

 

GH fór yfir örnefnakort og „er ljóst að þar hefur verið unnin gríðarlega mikil vinna sem gefur heildarmynd verksins frábært yfirbragð. Fundarmenn lýstu ánægju með kortin.“ Formaður mun ræða um ráðningu tveggja prófarkalesara, sem GH leggur til, við bæjaryfirvöld. 

Ætla má að I. bindi geti orðið um 260 síður og II. bindi um 315 s. Að auki yrðu myndefni, rammagreinar, skrár, efnisyfirlit o.fl.

Úr því sem komið er geta verklok ekki orðið fyrr en í lok sumars í ár.

25.6. 2008
69
(JG, JHÞ, LJ, BG, BÓ + GH)
Jósef H. Þorgeirsson hefur tekið sæti Magnúsar Þórs Hafsteinssonar.
  GH sýndi nefndinni einstakar blaðsíður og hvernig þær munu líta út. „Ljóst er að hér er að verða til glæsilegt rit og lýstu nefndarmenn ánægju sinni með það sem fyrir augum [svo] bar.“
22.9. 2008
70
(JG, LJ, BG, BÓ + GH)
„Verið er að brjóta inn [svo] 4. kafla.“
Gert hefur verið vinnuplagg fyrir sept-nóv og gert ráð fyrir að 4. kafla sé lokið þá.
5.- 6. kafli ætti að taka mánuð hvor.
Verkið spannar tímabilið frá landnámsöld til 1850 í tveimur bindum.
GH. sýndi með glærum hvernig verkið lítur út, þ.e. 2. og 3. kafli verksins (sem eru 250 s.- væntanlega er átt við I. bindi.) Verklok gætu verið í janúarmánuði 2009. „Sagan er að taka á sig mynd og er afar glæsileg á að líta.“
8.12. 2008
71
(JG, LJ, BG, BÓ, GuG + GH) Guðjón Guðmundsson tók sæti Jósefs H. Þorgeirssonar að honum látnum.
GH kynnti stöðu verksins. 
Verið er að prófarkalesa 5. kafla.
GH fór yfir 4. kafla.
Nefndin fékk 4. kafla til yfirlestrar
(væntanlega efni um tímabilið 1300-1700 sem tilheyrir I. bindi).
Formanni falið að kanna möguleika á fjárstuðningi frá sjóðum eða aðilum. 

 

Verkið hefur tafist vegna annríkis undirverktaka [þeirra sem sinna prófarkalestri og umbroti].
Rætt um hvort hægt sé að sækja um fjárhagsstuðning við verkið úr einstökum sjóðum eða frá aðilum.