Upplýsingar úr fundargerðum Ritnefndar um Sögu Akraness frá líklegri ráðningu Gunnlaugs Haraldssonar sagnaritara (skammst. GH) til loka fyrsta samnings Gunnlaugs og Akraneskaupstaðar.

Tímabilið 23. 2. 1997 - 19. 11. 2001

Skammstafanir ritnefndarmanna: 
GG = Gísli Gíslason bæjarstjóri (formaður nefndarinnar); ÓJÞ = Ólafur J. Þórðarson; JHÞ = Jósef H. Þorgeirsson; LJ = Leó Jóhannesson; HR = Hrönn Ríkharðsdóttir; 

Dags.
nr.fundar og fundarmenn
Hvað er tilbúið? (Orð GH, nema annað sé tekið fram.) Skilað Áform Annað
23.2.1997 
30
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) 
  GH lagði fram yfirlit yfir umfang og tíma 18 sögurita sveitarfélaga.
Drög að efnisskrá fyrir 3 bindi af Sögu Akraness.
Rætt hefur verið við GH um að halda áfram vinnu við ritun Sögu Akraness. GG tilkynnir að Jóni Böðvarssyni hafi verið send samningsdrög um starfslok.
Farið fyrir drög að verkáætlun og rætt um útgáfu.
4.5 1997 
31
(GG, JHÞ, LJ + GH)
    Hittast reglulega meðan á heim.öflun stendur.
GH leggi fram áætlun um skjöl og myndefni sem þarf að afla.
GH leggi fram skrá yfir helstu heimildir sem þarf.
Formaður [GG] hefur aflað söguritara ýmissa gagna frá Jóni Böðvarssyni, þ.m.t. drög að handriti 2. bindis.“
25.8. 1997 
32
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) 
GH hefur skoðað talsvert af gögnum sem nauðsynlegt er að ljósrita.   GH. mun útbúa heimildaskrá.
GH telur nauðsynlegt að setja örnefni upp á gott kort og ljósmynda.
Ákv. að GH leggi fram drög að verkáætlun næstu missera á næsta fundi.
 
27.9.1997
33
(GG, ÓJÞ, LJ, HR + GH)
GH hefur rætt við Þorvald Bragason hjá LMÍ um kort fyrir örnefni. GH sýnir útgáfur á Sögu Akureyrar sem gæti hentað sem fyrirmynd. [Væntanlega er átt við Sögu Akureyrar I. bindi, eftir Jón Hjaltason, sem hefst á tæplega 14 síðna kafla um tímabilið frá landnámi til 1786, útg. 1990.]
Lagður fram listi yfir óprentaðar heimildir og skjöl á Héraðsskjalasafninu og Þjóðskjalasafninu. 
Listi yfir 83 einstaklinga sem þarf að ræða við. 
   
15.11.1997
34
(GG, ÓJÞ, JÞH, LJ, HR + GH)
  „Hugleiðingar“ [greinargerð?] GH um vinnu sína:
  • Söfnun skjallegra heimilda;
  • Söfnun munnlegra heimilda;
  • Skráning örnefna og söguminja.
Samantekt GH um vinnutilhögun í því síðastnefnda.
GH áformar að ljúka heimildasöfnun á skjalasöfnum sept-okt 1998. Ritnefnd samþykkir tillögu GH um örnefnarit sem hlut og verkefni nefndarinnar. Samþykkt að miða við Akranes hið forna [?]. Síðar verði óskað samstarfs við oddvita nágrannasveitarfélaga.
9.5.1998 
35
(GG, JHÞ, ÓJÞ + GH)
  Minnisatriði sem GH hefur tekið saman varðandi vinnu sína og vinnu framundan við öflun gagna. Áhersla á gögn frá 1650 til aldamóta [1700?].   Rætt um viðtöl og munnlegar heimildir.
Rætt um örnefnasöfnun og framsetningu þess fróðleiks.
7.11.1998
36
(GG, JHÞ, LJ, HR + GH)
GH fór yfir vinnu síðustu mánaða (yfirferð sýsluskjala, amtskjala og bréfabóka Brynjólfs biskups)   Heimildaöflun fyrir tímabilið ljúki með vori og ritun einstakra kafla hefjist.  GH segir að heimildaöflun hafi verið tímafrekari en ætlað var í upphafi. Þó þarf slíkt ekki að raska tímarammanum sem settur var verkinu.
13.10 1999
37
(GG, JHÞ, LJ + GH)
Búið að vinna drjúgt úr söfnuðum gögnum en ýmsu ólokið enn.
GH „gerði grein fyrir þeirri aðferðafræði sem hann viðhefur.“
Drög að efnisyfirliti 1. bindis.

[Skila átti 1. bindi fyrir 1.10. 1999, skv. samningi.] 

GH gerir ráð fyrir að drög að 1. bindi verði tilbúin næsta sumar.  Áhersla á að ritun gangi eins hratt og hægt er.
8.6 2000
38
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) 
Í janúar hóf GH að rita 1. bindi og er nú að rita 5. kafla (um 19. öld).
Hefur samhliða safnað heimildum í 2. (síðara) bindið.
  Handrit að 1. bindi verður lagt fram á haustdögum eða í vetrarbyrjun. Verkið er ári á eftir áætlun, skv. tímaáætlun, en stefnt að því að vinna upp þann tíma.
22.11 2000
39
(GG, ÓJÞ, JHÞ, HR + GH)
GH hefur safnað gögnum í fyrir 40/70 (ólæsilegt í fg.) möppur.
GH metur að komið sé um 70% af fyrsta bindi.
GH lagði fram efnisyfirlit úr bréfabókum (sýslumanna og sveitarfélaga).
GH lagði fram sýnishorn af efni í 1. bindi.
GH lagði fram „tillögu að framsetningu á því sem gert verður“.

[Skila átti 2. bindi fyrir 1.10. 2000, skv. samningi.] 

1. bindi ætti að vera lokið á fyrstu vikum næsta árs. Síðan verður aflað gagna í seinni bindi og þau rituð. „Nefndarmenn lýstu almennt yfir jákvæðu viðhorfi til þeirrar framsetningar á efni sem Gunnlaugur kynnti.“
Aths. um að nauðsynlegt væri að ljúka vinnu við 1. bindi sem fyrst og hefja vinnu við 2. og 3. bindi.
15.2 2001
40
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) 
Gróf drög að 1. bindi - 800 síður. 150 s. sýnishorn Form.+ GH tali við LMÍ um kort. [Þessi fundargerð og allar nýrri liggja frammi á vef Akraneskaupstaðar. Fundarnúmer krækir í fundargerðir á vefnum hér eftir.]
30.5.2001
41
(GG, LJ, ÓJÞ + GH)
  302 s. (áður sent) af 1. bindi Ákveðnum markmiðum væri æskilegt að ná fyrir næsta fund. 
„Gunnlaugur mun halda að nefndarmönnum upplýsingum eftir því sem efni standa til.“
Samn. við LMÍ um kortagerð liggur fyrir.
15.10.2001
42
(GG, JHÞ, ÓJÞ, LJ)
Efni v. 19. aldar (5-600 s.) verði skipt í 2 bindi, miðað við 1850. 112 s. lok 18. aldar
70 s. efni frá 19. öld

[Skila átti 3. bindi fyrir 1.10. 2001, skv. samningi.]

„Innan nokkurra vikna“ liggi drög að handriti til 1850 fyrir. Sá tími, sem gert var ráð fyrir að færi í ritunina, er að líða og var m.a. rætt um ýmislegt því tengt.“
19.11 2001
43
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + GH) - 
Í bréfi GH kemur fram að 
um 24-30 mánuði taki að búa annað efni til prentunar.
[Væntanlega er átt við alla söguna sem eftir er enda var GH búinn að safna miklum heimildum í þau bindi, að sögn.]
Efnisyfirlit 1.  bindis
598 s. frá 1700 - 1850
GH riti forsögu frá landnámi til 1700, sem kunni að taka 3 mánuði að skrifa (að sögn GH). Ritnefndin staðfestir skil á 1. bindi verksins, sbr. gildandi samningi.
Í  bréfi GH kemur fram að „nú sé föstum greiðslum til hans lokið, en árangurstengdar greiðslur ógreiddar. Verði því að taka ákvörðun sem fyrst með hvaða hætti vinnunni verði haldið áfram.“
Ritn. leggur til v. bæjarráð að samningur verði framlengdur.