Upplýsingar úr fundargerðum Ritnefndar um Sögu Akraness frá upphafi til starfsloka Jóns Böðvarssonar sagnaritara (skammstafað JB)

Tímabilið 14. 10. 1987 - 23. 2. 1997
Skammstafanir ritnefndarmanna: GG= Gísli Gíslason bæjarstjóri; GH = Gunnlaugur Haraldsson; HR= Hrönn Ríkarðsdóttir; HJ= Halldór Jörgensson; VI = Valdimar Indriðason, ÓJÞ= Ólafur J. Þórðarson; LJ = Leó Jóhannesson; JHÞ= Jósef H. Þorgeirsson
 

Dags., nr. fundar og fundarmenn Hvað er tilbúið? Skilað Áform Annað
14.10. 1987 
1
(GG, GH, HR, HJ, VI, + JB)
    
  
 
GH lagði til að í tengslum v. ritun 
verði kerfisbundið safnað skjölum og komið upp skjalasafni. Fundarmenn sammála.
  • Farið yfir samning Jóns Böðvarssonar og Akraneskaupstaðar 31. ágúst 1987.
  • JB gerði grein fyrir hugmyndum sínum. Umræður um efnistök og umfang.
16.11. 1987 
2
(GG, GH, HJ, VI + JB)
    
  
 
  • Útbúa lista yfir félög fyrr og nú á Akranesi og senda til þeirra sem gefa getið upplýsingar.
  • GH útbúi lista yfir þau skriflegu gögn sem til eru á Byggðasafninu.
JB falið að „útbúa grein“ fyrir dagblöð til að kynna vinnuna.
7.12. 1987 
3
(GG, GH, HR, HJ, VI + JB)
  • JB hefur kannað fjölda prófritgerða KHÍ og HÍ (um 70 stk.) sem fjalla um Akranes.
  • JB hefur rætt við Þorvald Bragason um infrarauða loftmynd af Akranesi, sem sýni ummerki sem ekki sjást á yfirborðinu.
  
  
 
  
  
  • GH hefur ekki náð að útbúa lista yfir heimildir. Sþ. að hann og JB vinni verkið sameiginlega síðar.
  • Farið yfir drög að spurningalista til félaga og samtaka.
  • Farið yfir drög að viðtali [?]
10.5. 1988 
4
(GG, GH, HR, ÓJÞ + JB)
 
 
  
  

  
  

 

JB gerir grein f. vinnuáætlun: 
Fyrst gagnasöfnun f. atvinnu- og menningarsögu 1600-1800.
  • Halldórs Jörgensonar minnst en hann lést um sumarið. Sæti hans tekur Ólafur J. Þórðarson. 
  • Ekki hefur tekist að senda út upplýsingalista til félaga í bænum og ljóst að JB verður að taka það að sér. 
  • Rætt um skjöl á Byggðasafninu. GH minnir á skjöl sem voru í eigu Ólafs Bj. Björnssonar - um þau viti VI.
10.10. 1988 
5
(GG, ÓJÞ, VI + JB)
JB gerir grein fyrir gagnaöflun.   
  
 
   
  
Gagnaöflun gengur betur en áætlað var og því ræddar breytingar á „niðurröðun verkáfanga“.
23.6. 1989 
6
(GG, GH, HR, ÓJÞ, VI + JB)
JB gerir grein fyrir gagnaöflun sem hann telur vera komna vel á veg. JB sýnir myndir teknar með infrarauðum geislum, af Görðum Rein og Gaðskaga. LMÍ annaðist myndatöku, Þorvaldur Bragason átti drjúgan þátt í henni, Landsbanki Íslands styrkti verkið. [Engin viðbrögð nefndarmanna bókuð.]    
  
 
Rætt um breytt fyrirkomulag á vinnutilhögun sbr. 2. gr. samnings um ritun sögu Akraness.
Umræður um efnistök í ritun: „Sýndist mönnum sitt hvað í því efni ...“
23.8. 1990 
7
(GG, ÓJÞ, VI, LJ + JB)
JB gerir grein fyrir gagnaöflun og telur lokið að afla gagna til 1900.   
  
Á næsta fundi verði lagður fram atburðaannáll frá landnámi til 1885. Nefndin er sammála um að ganga út frá eftirfarandi skiptingu:
1. bindi: Landnám - 1885
2. bindi: 1885-1941
3. bindi: frá 1941
Rætt um útgáfutilhögun.
30.10. 1990 
8
(GG, ÓJÞ, VI, LJ + JB)
 
   
  
Lagður fram atburðaannáll frá 1178-1885 og getið heimilda úr fornritum.
  • Rætt um gerð örnefnakorts. JB fær vinnukort frá LMÍ. Verður hugað að síðar. ÞB hjá LMÍ mun aðstoða.
  • Rætt um nauðsyn þess að gera kort þar sem fram kæmi nafn + staðs. jarða og bæja á Akranesi á fyrri tíð.
  • Næsti fundur í des. „... en Jón mun þá eiga að vera búinn að senda nefndarmönnum fyrstu kaflana til yfirlestrar.“
Nefndin var sammála um eftirfarandi framhald vinnu við verkefni sitt:
  • JB falið að hefja ritun 1. bindis sem eigi að vera lokið mars 1991;
  • 1. bindi útg. jan. 1992;
  • Ritun 2. bindis hefjist 1991;
  • 2. bindi útg. 1992.
20.8. 1991 
9
(GG, VI, HR, LJ + JB. Auk þess Bragi Þórðarson, útgefandi, hluta fundar.)
JB: Í bókinni yrðu um 10 kaflar, hver 15-30 síður, dæmi:
1. Lýsing á svæðinu (15 s.)
(Landfr.l., jarðfr.l. umfjöllun og umfjöllun um örnefni).
2. Landnáma [svo í f.gr. - væntanlega átt við landnám] (25 s.)
3. Sturlungaöldin (25 s.)
6. Stephensenar (30-40 s.)
9. Landbúnaður (10 s.)
Óljóst: „Jón sagðist myndu afhenda 60 bls. 1. sept. Þá eru 90 bls. komnar í hendur nefndarmanna.“ [Ekkert hefur verið bókað áður um skil.]  Saga Akraness á að vera komin út 20. janúar 1992 og handriti þarf að skila í síðasta lagi 15. okt. 1991

„Jón vill ennfremur fá að vita hvaða myndefni megi láta ljósmynda á Þjóðskjalasafni. Hver ljósmynd kostar um 3000.- krónur. Nefndin er einhuga um að ekkert verði ljósmyndað fyrr en efni og innihald liggi fyrir, aðeins þá sé mögulegt að taka afstöðu til myndefnis. Nægilegt sé að ljósrita myndefni og var Jón beðinn að ljósrita hugsanlegt myndefni svo nefndin viti til hvers þarf að taka afstöðu.“

Umræður um efni og innihald:
  • VI: Hlutur forna heimilda of viðamikill; á að fjalla um sögu Akraness sem landnámsbæjar eða Akranes sem bæ?
  • LJ vill fá að vita um kaflaskiptingu og hve margar blaðsíður verði í hverjum kafla.
  • Rætt við Braga Þórðarson um útgáfumál.
  • Nefndin ítrekar áherslu um að vinnu verðir hraðað sem mest. 
11.9. 1991
10
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR + JB)
   
  • GG afhenti fundarmönnum gögn sem voru að koma frá JB. [Ekkert bókað um hver þau gögn voru.]
  • JB afhenti GG fjölda ljósrita af myndum sem eiga að fara í bókina. 
GG ætlar að láta ljósrita efnið (ljósritaðar myndir JB) fyrir nefndarmenn. Rætt um útgáfumál og GG og VI falið að búa undir afgreiðslu.
16.9 1991
11
(GG, ÓJÞ, VI, HR, LJ)
  
  
Farið yfir myndefni í 1. bindi. Ákv. að „takmarka myndefni úr gömlum fundagerðarbókum og af gömlu [svo] skjölum. Rætt um texta 1. bindis almennt.“ [Er þá búið að skila texta 1. bindis?]   
  
GG lagði til að Leó og Hrönn yrðu tenglar nefndarinnar við höfundinn sem var samþykkt.
15.10 1991 
12
(GG, ÓJÞ, VI, HR, LJ)
 
  
 
  
  
   
  
„Rætt um efni og útgáfumál 1. bindis. Enn vantar heildasýn yfir verkið.[?] Fleira ekki gert.“
18.11. 1991 
13
(GG, ÓJÞ, VI, LJ + JB)
JB gerði grein fyrir stöðu mála. JB hefur sent drög að handriti [?].  Ákv. að Jón myndi bæta við köflum um útgerð Brynjólfs biskups og skiptingu Akraneshrepps og ljúka vinnu við handritið fyrir jól.

[Skv. samningi Akraneskaupstaðar við Jón Böðvarsson átti fyrsta bindið einungis að ná til 1602 en Ritnefndin bætti 283 árum við það á fundi þann 23. ágúst 1990, að því er virðist var það einhliða ákvörðun Ritnefndarinnar.]

  • Nefndinni finnst verkið ganga of hægt. Útg.dagur í janúar stenst ekki.
  • Nefndinni finnst nauðsynlegt að hafa kafla um útgerð Brynjólfs biskups í 1. bindi og um skiptingu Akraneshrepps. 
  • Nauðsynlegt er að stytta ýmsa kafla verulega og lagfæra aðra kafla. Formanni falið að fylgja málinu eftir.
8.1. 1992 
14
(GG, ÓJÞ, VI)
 
  
[Handriti að fyrsta bindi hefur greinilega verið skilað.]   
  
Rætt um framlagt handrit I. bindis að Sögu Akraness. Ákveðið að halda næsta fund þegar nefndarmenn hafa yfirfarið handritið.
21.1, 1992 
15
(GG, VI, HR, LJ + JB)
  
  
  
  
 
    Rætt um handrit 1. bindis. Nefndarmenn komu á framfæri athugasemdum sem Jón mun skoða fyrir næsta fund. Umræður um efni og efnistök í 1. bindi.
7.2. 1992 
16
(GG, ÓJÞ, VI, HR, LJ + JB)
   [Endurbættu handriti þar sem farið var að óskum nefndar hefur greinilega verið skilað.] Næsti fundur ákv. eftir 3 vikur og nefndarmenn eiga að fá handrit viku fyrr. Rætt um endurbættan hluta handrits þar sem ath.s. síðasta fundar höfðu verið teknar til greina. Farið yfir kaflaskiptingu fyrsta hluta [fyrri hluta?] I. bindis.
Nefndin gerir aths. við seinni hluta I. bindis og „Jón mun taka þær til greina við endurskoðun þessa hluta handrits.“
13.3. 1992 
17
(GG, ÓJÞ, VI, LJ + JB)
  
  
   
  
Jón mun senda síðustu 35 síður handritsins næsta mánudag. „Kaflann um Lögmannsættina má stytta og kveða skýrar að orði um ýmis atriði svo sem um Akranes á upplýsingaöld, Guðnýju Böðvarsdóttur o.fl.“
Ákv. að setja handritið og hafa fyrstu próförk tilbúna föstudaginn 3. apríl.
Rætt um útgáfumál.
27.8. 1992 
18
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR + JB)
JB sagði frá stöðu 1. bindis:

Hluti kominn úr prentsmiðju tilbúinn til uppsetningar og frágangs af hendi höfundar.

   
  
Páll V. Bjarnason les próförk.
GG mun skrifa formála að bókinni fyrir hönd nefndarinnar.

Samningsdrög við Prentverk Akraness.:
1. bindi komi út 20. nóv. 1992
2. bindi komið í prentsmiðju 24. apr. 1993 og komi út 1. okt. 1993,
3. bindi skilað í pr.smiðju 1. maí 1994 og gefið út 1. okt. 1994.
JB leggur til að leitað verði tilboða í hönnun á kápu og kili og er nefndin samþykk því. 
 

  • Nefndin og söguritari mynduð í gamla safnahúsinu í Görðum.
  • Nefndarmenn gerðu athugasemdir við uppsetningu og innihald.
  • Leó lagði fram minnisblöð með athugasemdum.
  • Nefndarmenn voru sammála um að nafn verksins yrði AKRANES og að undirtitill yrði í samræmi við innihald hvers bindis.
  • GG lagði fram drög að útgáfusamningi við Prentverk Akraness. [VI sat hjá ... átti sennilega hluta í Pr. Akraness.]
15.9 1992 
19
(GG, ÓJÞ, VI, HR)
  
  
 
Drög að formála lögð fram [eftir GG?]   
  
Umræður um tilboð í hönnun kápu og kjalar.
17.9. 1992 
20
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR)
  
  
GG lagði fram hugm. Magnúsar H. Ólafssonar um kápu og kjöl á Sögu Akraness. Nefndin var sammála um að ganga til samninga við Magnús um verkið.     
  
Ath. að Jón Böðvarsson var fjarverandi á fundinum og einnig á fundinum tveimur dögum áður. Hann hefur því ekki haft neitt að segja um útlit þessa fyrsta bindi. 
9.10. 1992 
21
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR + JB + Magnús H. Ólafsson hluta fundar)
Magnús sagði frá hugmyndum sínum um hönnun kápu og kjalar.

JB greindi frá hugm. sínum um efni II. bindis (fræðslumál, verslun, sjávarútveg o.fl.). Umræður um þessi mál.

Heimildaskrá er tilbúin.
  • Nafnaskrá + myndaskrá koma eftir helgi. Tilvísanaskrá eftir næstu viku. JB: Nokkrar rammagreinar, myndatexta og spássíugreinar vantar.
  • JB telur að búa þurfi til bráðabirgðakort með örnefnum og leita athugasemda ... vinna síðan heildarkort. Bendir á að deilur séu um ýmis örnefni og viðbúið að aths. verði gerðar við örnefnakafla I. bindis. 
  • Bókin er komin i síðupróförk, allir nefndarmenn vel sáttir en athugasemdir koma fram um einstakar rammagreinar o.þ.h. 
  • Nefndin samþykkti að handritið færi í prentun „með þeim athugasemdum sem gerðar voru“.
  • GG spurði um örnefnakort.
15.7. 1993 
22
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR)
Bréf frá JB, dags. 5.7.: 

Leggur til að meginhluti handrits verði lagður til nefndarinnar í sept. og okt.; tillaga að lokagerð texta og myndefni f. áramót; Skoðanaskipti um efni og efnistök verði í jan.-apríl 1994 og síðan prentað.
  
  

  
  
 
   
  
GG og VI segja frá fundi með JB þann 18. júní sl. Jón átti að skila efni til lestrar í byrjun júlí [hefur hvergi verið bókað?] „og er þá orðinn verulegur dráttur af hendi Jóns á skilum efnis.“ 
Afhenda átti handrit til prentunar í apríl sl.
Sögunefndin lýsir yfir mikill óánægju með framgang verksins hjá söguritara og felur formanni að gera bæjarráði grein fyrir stöðu mála. ... ritnefndin leggur til að söguritara verði skrifað og það skilyrði sett að kaflaskiptingu 2. bindis og fyrsta hluta efnis verði skilað til nefndarinnar fyrir 10. september n.k. Ritnefndin getur ekki fallist á það sjónarmið söguritara að útgáfu 2. bindis verði seinkað.“ [Hugsanlega var þessi yfirlýsing Ritnefndarinnar gerð opinber.]
6.5 1994 
23
(GG, VI, LJ, HR + JB)
 
  
[Hvaða efni hefur verið skilað úr því talað er um viðbótarefni?] Ákv. að söguritari sendi nefndinn efni innan þriggja vikna. Berist viðbótarefni [?] ekki innan þess tíma er ljóst að endurskoða þarf ráðningu söguritara. Saga vinnu við 2. bindi:
Formaðurinn lýsti óánægju nefndarmanna með þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið. Aðrir nefndarmenn tóku undir orð formanns.“ [Gísli Gíslason bæjarstjóri hefur verið formaður nefndarinnar frá upphafi.]
6.6. 1994 
24
(GG, VI, LJ + JB)
   
 
Lagður fram kaflinn „Úr þorpi í bæ“ (hluti 1920-1938); hafnargerð, rafvæðing, félagsmál, heilbrigðismál o.fl. en vantar nokkuð af efni í þessa kafla. Söguritari mun senda innan tveggja vikna endurskoðaðan kafla frá 1900-1930. Þá verður komin meginuppistaða 2. bindis. Rætt um efnistök og framsetningu einstakra kafla.
9.11. 1994 
25
(GG, ÓJÞ, VI, LJ, HR,)
   
  
 
Söguritari hefur á liðnum vikum sent tæpar 70 s. í 2. bindi.    
  
  • Ljóst að bókin verður ekki gefin út á þessu ári.
  • Söguritari mun ekki ljúka við gerð 2. og 3. bindis sögunnar eins og um hefur verið samið.
  • GG falið að gera bæjarráði grein fyrir stöðunni og óska eftir heimild til að gera breytingar á samningi við ritun sögunnar.
  • Bréf formanns menningar-og safnanefndar dags. 9.11 varðandi söfnun ýmissa heimilda í tengslum við ritun sögu Akraness. Nefndin tekur undir áskorun menningar- og safnanefndar. [Formaður menningar- og safnanefndar er væntanlega Guðrún Geirsdóttir, fyrir Alþýðubandalagið.]
5.9. 1995 
26
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + JB)
   
  
Handrit að öðru bindi liggur fyrir fundinum. 
Bréf söguritara til nefndarmanna dags. 21. júlí sl. [Efni bréfsins ekki bókað.]
  • Nefndin og söguritari eru sammála um að handritið sé ekki tilbúið til útgáfu og vinna þurfi talsvert í einstökum atriðum.
  • Ákv. að söguritari vinni að breytingum og endurbótum m.a. á inngangi bókarinnar.
  • Ákv. að hittast fljótlega og ræða um einstaka kafla.
  • Valdimars Indriðasonar minnst, sem lést fyrr á árinu.
  • Rætt um stöðu mála og handritið. Nefndarmenn lýstu skoðun sinni á handritinu og einstökum atriðum. Söguritari greindi frá sinni hlið mála
14.9. 1995 
27
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR)
       
  
 
    Farið fyrir hluta 2. bindis Sögu Akraness. Lagðar voru fram athugasemdir um einstök atriði og mun Leó ganga frá samantekt þeirra.
4.9. 1996 
28
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR + JB)
      
  
 
Ákv. að stefna að útgáfu bókarinnar í nóvember. Handrit í þarf að vera tilbúið í heild í október.
Ákv. að JB láti safna myndum í bindið.
Farið var yfir ýmis atriði varðandi fyrirliggjandi handrit [þetta sem lá fyrir ári áður?] og gerðar ýmsar athugasemdir við það. 
Rætt um útgáfu.
10.11. 1996 
29
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR)
    
  
 
Sþ. að fela GG að ræða við söguritara „á grundvelli umræðanna á fundinum.“ Næst fundað „þegar þær viðræður hafa átt sér stað.“
  • Söguritari hefur ekki skilað fullbúnu handriti
  • Ekki verður af útgáfu 2. bindis á þessu ári.
  • „Ítarleg umræða varð meðal nefndarmanna um stöðu mála og kom enn fram almenn óánægja með framgang mála.“
23.2.1997 
30
(GG, ÓJÞ, JHÞ, LJ, HR)
   
 
  
  
 
     GG gerir grein fyrir „stöðu mála gagnvart Jóni Böðvarssyni og að honum hafi verið send samningsdrög um starfslok.“
Á fundinn mætti Gunnlaugur Haraldsson ...

Sjá nánar um þennan fund í Töflu yfir fundi Ritnefndar frá 1997-2011.