Fórnarlömb siðblindra - til baka
 
Dæmi Roberts Hare um fórnarlömb siðblindra
 
1. Einn sem við rannsökuðum var vanur að leita uppi þunglyndar, óhamingjusamar konur á börum fyrir einhleypa. Eftir að hafa flutt inn hjá einni slíkri konu sannfærði hann hana um að hún þyrfti bíl og seldi henni síðan sinn eigin bíl fyrir fjögur þúsund dollara. Svo stakk hann hreinlega af áður en gengið var frá formsatriðum um bílakaupin - á bílnum auðvitað. Hún skammaðist sín of mikið til að kæra hann.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 153.
 

2. Næstum allir geðlæknar, félagsráðgjafar, hjúkrunarkonur eða sálfræðingar sem hafa unnið lengi á geðsjúkrahúsum eða í fangelsum þekkja a.m.k. einn starfsmanna sem hefur snúið lífi sínu á hvolf vegna siðblinds sjúklings eða fanga. Eitt slíkt dæmi er þegar sálfræðingur með algerlega flekklausan starfsferil - og átti sér ekkert félagslíf - stakk af með einum siðblindum sjúklingi sínum. Tveimur vikum síðar, eftir að hafa tæmt bankareikninginn hennar og fyllt yfirdáttinn á kreditkortunum hennar, sagði henni upp. Starfsferill hennar var ónýtur og draumar hennar um rómantískt samband í molum. Hún sagði að líf sitt hefði verið tómlegt og að hún hefði einfaldlega fallið fyrir áhrifaríku smjaðri hans og loforðum.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 148-149.
 

3. Fyrir mörgum árum sendi einn fyrrum nemandi minn, mikill Síamskattaelskandi, auglýsingu á einkamáladálk og fjöldi svarbréfa barst frá föngum, þar á meðal frá siðblindum fanga sem hún hafði áður tekið viðtal við sem hluta af rannsókn okkar á siðblindu. Textinn í bréfinu var skrúðmælgi mikil, hann var uppfullur af væmnum lýsingum á sólsetrum, löngum gönguferðum í regninu, ástarsamböndum, fegurð og dulúð síamskatta og svo framvegis. Allt var þetta í sterkri mótsögn við skýrslur um viðkomandi sem sögðu frá ofbeldi gegn fólki af báðum kynjum.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 147-148.

4.  Í einu tilviki, sem réttarsálfræðingurinn J. Reid Meloy sagði mér frá, þá réðst hvíflibba-siðblindingi á konuna sína og skaðaði hana alvarlega. Seinna skrifaði hún í dagbók sem hún leyfði Meloy að lesa: „Hann þarf á sérstakri ummönnun að halda. Ég hef ekki verið honum sú eiginkona sem ég ætti að vera. En ég mun verða það, ég skal og ég mun snúa reiði hans yfir í eitthvað gott og sterkt.“ Eldheit skuldbinding konunnar við manninna hafði skekkt veruleikaskyn hennar og eyðilagt trú hennar á sjálfri sér. Það er óþarfi að nefna að nefna að raunin er sú að hún er dæmd til lífstíðar af vonbrigðum og misnotkun.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 153.
 

5. Fyrrverandi kærasta eins þess siðblindu sem við rannsökuðum  skildi glæpsamlega hegðun hans sem útrás karlmannlegra eiginleika og karlmennsku. Hún leit á hann og sá draumóra sína um nær fullkominn mann rætast;  „mjög tilfinninganæmur ... sá sem kemur hlutunum í verk ... maður sem ekkert hræðist“, eins og hún orðaði það. Auðvitað passaði yfirvörpun hennar á hvernig hann væri fullkomlega við hans eigin sjálfsmynd.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 153-154.
 

6. Fyrrum kollegi minn, sem festist í vef ástríðna og svika sem eiginkonan spann og hann var viss um að væri siðblind, sagði: „Hún gerði líf mitt að helvíti en mér finnst ég svipur hjá sjón án hennar. Hún var alltaf að gera eitthvað spennandi, hneykslanlegt  jafnvel. Hún gat horfið í nokkrar vikur í einu án þess að skýra neitt hvar hún hefði verið. Við eyddum helling af peningum, öllu sparifé mínu, og veðsettum svo húsið. En hún lét mig finnast ég vera sprelllifandi. Hugur minn var alltaf á fleygiferð þegar hún var nálægt. Ég gat ekki hugsað skýrt um neitt nema hana.“ Hjónanbandið endaði á sársaukafullan hátt fyrir hann þegar hún flutti inn með öðrum manni. „Hún skildi ekki einu sinni eftir skilaboð“, sagði hann mér.
Robert D. Hare. 1999. „Flies in the Web“, 9. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 146.
 

7. Hr. LEBLANC var dæmdur fyrir árás á sambýliskonu sína og skikkaður af dómi til að mæta í meðferðarhóp fyrir ofbeldisfulla eiginmenn. Heillandi og vinsamlegur lýsti hann árásinn sem mjög minniháttar- já, jafnvel óheppilegri - eiginlega var þetta bara ómerkilegt  rifrildi við sambýliskonuna sem varð til þess að hann sló frá sér í reiði. Í lögregluskýrslunni kom aftur á móti fram að hann hefði gefið henni glóðarauga á báðum og nefbrotið hana og að þessi árás væri einungis sú nýjasta í röð margra slíka þar sem margar konur komu við sögu.

Í viðtali áður en fyrsta meðferðarlotan hófst sagði hann að hann skildi vandamálið mæta vel og það eina sem hann þyrfti að gera væri að læra reiðistjórnun. Svo hélt hann áfram og lýsti á yfirlætisfullan hátt sálfræðilegum þáttum og kenningum sem tengdust heimilisofbeldi og dró af þessu þá ályktun að það væri ólíklegt að grúppan gæri kennt honum mikið, samt sem áður gæti hann svo sem vel mætt á fundina því hann gæti hjálpað öðrum körlum að ná innsýn í vandamál sín.

Í fyrstu meðferðarlotunni  minntist hann lauslega á að hann hefði verið fallhlífarstökkshermaður í Víetnam, hefði lokið námi til MBA gráðu í Háskólanum í Kólumbíu, og hefði stofnað ýmis blómstrandi fyrirtæki; smáatriðin voru óljós. Hann sagði að þetta brot sitt væri sitt fyrsta og þegar ráðgjafinn bendi á að hann hefði líka verið dæmdur fyrir þjófnað, svik og fjárdrátt, brosti hann við og sagði að þeir dómar væru allir sprottnir af ómerkilegum misskilningi.

Hann yfirtók allar umræður í grúppunni og það sem hann lagði til málanna var helst  fremur yfirborðskennd „popp-sálfræðigreining“ á hinum körlunum. Ráðgjafanum fannst hann áhugaverður en flestir hinna voru búnir að fá upp í kok af gáfumannahrokanum og ögrandi framkomu hans. Eftir nokkra fundi  þá hvarf hann úr grúppunni og var sagður hafa yfirgefið borgina, í trássi við tilskipun réttarins. Yfirlýsingar hans um að hafa útskrifast úr Kólumbíuháskóla og að hafa gegnt herskyldu í Víetnam reyndust vera lygi.
Robert D. Hare. 1999. „Words from an Overcoat Pocket“, 8. kafli í Without Concience. The Disturbing World of  Psychopaths Among Us, s. 95.
 
 
 

Gert í janúar 2010
Harpa Hreinsdóttir