Myndir úr Slóveníuferð í júlí 2004
 

Myndir Hörpu  [ Fyrsta síða ][ Önnur síða ]

Fyrstu tvær myndirnar eru af styttu Maríu Magdalenu.  Við höldum að styttan sýni Maríu Magdalenu
í vinnunni ...  Svo kemur tafl-listaverk sem sýnir Pirc-opnunina (en Pirc sá sem fattaði upp á henni
var einmitt slóvenskur).  Síðan þrjár myndir sem teknar voru þegar við fórum í mat í Villa Bled (fyrrum
sumarhús Títós), svo nokkrar útsýnismyndir, flestar teknar af svölum hótelherbergisins í Bled.  Á þeirri síðustu
sést Þríhöfði, Triglav, í blárri fjarlægð en Triglav er hæsta fjall Slóveníu, 2863  m hátt. Síðasta myndin sýnir hótelið
okkar í baksýn og sést vel hin frumlega þjófavörn hótelsins, sem er að hafa hangandi þyrnarunna á svalahandriðum.



 
 
 

     

Síður : [1][2]  [3]