Svarti listinn

2004:

Sama dag og Bobby Fischer fær leifi til að vera hérna er Úkraínumanni hent heim til sín fyrir það eitt að vera ekki 24 ára!

Halldór og Davíð eru himinlifandi að Bush skuli hafa verið endurkjörinn.

Síminn kaupir Skjá einn.

Jóni Steinari troðið í Hæstarétt. Hvað næst? Hannes Hólmsteinn sem rektor Háskólans?

"Ég vildi ekki vera þú núna... Ef þú finnst dauður úti í skurði þá veistu hvers vegna..."

Ah-hemm... Var ekki eitthvað talað um skattalækkanir fyrir síðustu kosningar?

Reynt að troða Baugs-lögum í gegn. Norðurljós skulu sett á hausinn. Ég fíla ekki FM957 heldur, en fyrr má nú fokking fyrrvera.

Björn Bjarnason og kynþáttafasismi hans.

Björn Bjarnason og grínið í kringum hann og jafnréttislög.

BJÖRN BJARNASON!!!!!!
 

2003:

Landsmenn allir teknir í endaþarm þegar þetta helvítis pakk hækkar launin sín. Aftur.

Davíð Oddsson - Hr. Gróði er góður - gerir sig að fífli með því að vera fúll yfir gráðugum Kaupþingsmönnum. Hei, er það ekki þetta sem einkavæðingin á að draga fram?

Öryrkjar teknir ósmurt í endaþarm enn einu sinni.

Bensínið hækkað með nýjum sköttum - Hei, ég hélt þið hefðuð lofað skattalækkunum!?

Álögur á bíleigendur hækkaðar.

Loforð um skattalækkanir svikin. Nei, fyrirgefðu. Seinkað til 2005.

Kínverskum fjöldamorðingja er tekið með kostum og kynjum af því annars myndi "Kína einangrast og viljum við það?" Já, eru ekki glæpamenn einangraðir í fangelsum?

Loforð um "línuívilnun" svikin. Ef ég nú bara vissi hvað Línuívilnum væri...

Ég borga 700 milljóna kr. skuld DV.

Dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, ræður nýjan hæstaréttardómara. Sá er talinn lakastur umsækjanda en er bara náfrændi Davíðs Oddssonar. Nokkru áður hafði Björn ráðið son Davíðs sem aðstoðarmann sinn.

Ríkisstjórnin hættir við Siglufjarðargöngin = cheap kosningaloforð.

Ríkisstjórnin vissi að Kaninn var að spá í að fara fyrir kosningar en ákvað að hafa það issjú ekki með í kosningunum.

Örfáum dögum eftir kosningar gubbuðust út úr ríkisendurskoðun skýrslur um Flugmálastjórn annars vegar og Sólheima hins vegar.
Samgönguráðuneytið fær á baukinn fyrir óstjórn í Flugmálastjórnarskýrslunni og í hinni er dregið fram hvernig milljónatugum hefur verið varið í annað en til var ætlast á Sólheimum. (Að maður tali nú ekki um hvernig Geir Haarde hélt áfram að dæla peningum í dæmið í óþökk Palle Pedersen, félm.rh. sem vildi láta taka á málunum.)

 Daginn eftir kosningar kemur frétt um það að Kjaradómur hafi hækkað laun þingmanna og annara stórvina alþýðunnar um skitin 20%.