Forlagið
gaf út bók mína
ERU EKKI ALLIR Í STUÐI?
Rokk á Íslandi á síðustu öld
Í desember 2001

Vegna "mannlegra" mistaka gleymdist einn kafli. Enginn saknaði kaflans mikið, nema ég og aðrir aðstandendur að sjálfssögðu, enda er bókinni ekki ætlað að vera fræðirit sem kennt verður í skraufþurrum háskólum framtíðar. Nokkur gagnrýni heyrðist þó um að það væri skrýtið að listamennirnir í þessum kafla væru ekki teknir fyrir og sagði meistari Jakob F Magnússon að nú væri búið að taka doktorsnafnbótina af mér - en ég fengi hana aftur fljótlaga. Helvítis sítt-að-aftan kaflinn var svo birtur í síðasta Mannlífi og hér er hann enn og aftur. Ég biðst innilegrar afsökunar.

Kafli um hljómsveitina TATARAR fokkaðist líka upp og er því birtur réttur hér.

1. Enn að skrifa bók            2. Búinn að skrifa bók

Í bókinni eru m.a. þessir kaflar:

Rokkið kemur til Íslands
Viðtal við Skapta Ólafsson
KK / Svavar Gests
Krakkarnir komast á rokk-koppinn
Konni rokkar
Haukur og Raggi
Barrelhouse Blackie og Addi Rokk -- Þeir voru villtustu rokkararnir!
Viðtal við Sigga Johnie
Lúdó og Stefán
Tvist-æðið!
Viðtal við Garðar Guðmundsson

Bítlið lendir
Hljómar
Bítlaæðið grípur um sig
Tónar og Sóló og öll hin!
Saga Dáta og Rúnars Gunnarssonar
Flowers og annað blómabítl
Heysátur á Akureyrar

Trúbrot
Ævintýri
Óðmenn
Náttúra
Glaumbær
Saltstokk 71
Tatarar
Alli Rúts
Mánar og Logar
Icecross

Rúnar og Gunnar -- fóstbræður berjast
Pelican
Change
Stuðmenn og Spilverkið
Frá Júdasi í Brunaliðið
Villtir seventís rótarar!
Stuðdallur Haukanna
Reykmettuð Eik
Diskótekin skjóta rótum
Viðtal við Megas

Pönk á Íslandi
Bubbi og Utangarðsmenn
Þursar, Grýlur og Stuðmenn
Skallapoppið
Tíu þekktustu gullkorn Bó
Purrkur Pillnikk og Þeyr
Allir skúrar fullir

Hið leitandi popp
Sálin og smásálirnar
Viðtal við Bubba
Sykurmolarnir
Sykurmolar og fræga fólkið
Aðeins meira rokk í Reykjavík
Þungarokk á Íslandi
Björk
Meik í Reykjavík
Sigur Rós
100 bestu plötur síðustu aldar (samkvæmt vísindalegri könnun)

1.5 kíló af rokki!!!

Bókin er myndskreitt með hátt í 600 ljósmyndum er um 400 bls á lengd!!!

Fæst í öllum betri bókabúðum á gjafverði til jóla eða á undir 5000 kall!