RÓSENBERG-SLYSIÐ

Áramótapartí í Rósenberg-kjallaranum, 1995-96. Tvær dragdrottningar voru upp á sviði þegar ég kom inn og mér fannst
það fyndið að fara upp á svið og taka dans með þeim. Þær fíluðu það og önnur hoppaði í fangið á mér. Þá var mér svo
mikið um að ég lyppaðist niður með drottninguna í fanginu. Við það átak braut ég ökkla á vinstri fæti eins og sjá má á mynd.
Þegar það gerðist leið yfir mig í sirka 10 sek. Þegar ég raknaði úr rotinu var ég á bakinu með skakandi drottninguna oná mér.
Þá var þessi fallega mynd tekin. Gestum fannst þetta svaka fyndið og hlógu þegar ég örkumlaður maðurinn velti mér út í
horn og fékk aðstoð við að komast á spítala þar sem ég eyddu næstu dögum allur útataður í glimmeri.
Á mynd má m.a. sjá dægurlagasöngkonuna Björk með videjókameru, en atvikið náðist á band.
Drottningarnar voru frá New York og verandi  Kanar lögðu þær hart að Björk að eyðileggja öll sönnunargögn.
Þær voru svona hræddar blessaðar um að ég  myndi kæra þær og heimta skaðabætur. Glætan.