2007 XXXX=Snilld / XXX=Fínt / XX=La la / X=Drasl / 0=Viðurstyggilegur viðbjóður
 

The Bourne Ultimatum --> bíómynd X
Matt Damon lætur elta sig í 2 tíma. Drasl.

Alvin & The Chipmunks --> bíómynd 0
Var steinsofnaður þegar Dagbjartur vakti mig með því að heimta að fara heim. Ömurleg drasl.

American gangster --> bíómynd XXX
Denzel er vondi kallinn, Crowe er góði kallinn. Góði kallinn vinnur, en vondi tapar ekkert svo mikið. Alveg ágætt að fylgjast með því.

Öll trixin í bókinni – Smellir og skellir Einars Bárðarsonar e. Arnar E Thoroddsen --> bók XXX
Helvíti hressandi, lífleg og skemmtileg bók – Einar Bárðarson hefur húmor fyrir sjálfum sér, en ég neita því ekki að ég skautaði yfir vaðalinn um Cortez og Lúxor, enda sá texti meira í ætt við fræði um vöruþróun en list. Bókin lúkkar ekki vel og Einar hefði svo sem alveg mátt vera grimmari og enn rosalegri í lýsingum. Það er náttúrlega allt í fullum gangi hjá honum og hann vill ekki styggja ríku karlana sem halda honum gangandi. Líklega hefði því verið betra að bíða með þessa bók þar til Einar er sestur í helgan stein, þá hefði fjarlægðin verið meiri og djúsið sterkara. En sem sé, fínasta léttpopp sem ég tók á 2 kvöldum í góðum rykk.

Eastern promises --> bíómynd XXX
Það er ógnvænlegt andrúmsloft framan af, en maður fattar full snemma að Viggo sé góður. Franski gaurinn úr viðbjóðsmyndinni Irrevisable leikur fíflið Kirill, "vondan" sem minnti mig mest á Gulla í Abbababb! Lokaatriðið gæti verið úr Hitchcock mynd frá 1940 og eitthvað. Semsé, ok mynd en t.d. mun verri en End of Violence.

Zodiac --> bíómynd XX
Morðingi er þefaður uppi í alltof langri og ekkert svo sérlega skemmtilegri mynd. Hefði auðveldlega getað verið hálftíma styttri.

Veðramót --> bíómynd XXX
Vongóðir hippar passa skemmda krakka. Nokkuð þétt bara, vel leikið og trúverðugt. Samt of endaslepp, hefði mátt vera meira djús í endanum.

Superbad --> bíómynd XXX
Nokkuð þétt unglingarugl. Porky's fyrir 2000in.

Notes of a scandal --> bíómynd XXX
Kerlingaskrugguleynilesbía og Cate Blanchet að riðlast á hormónahelmút. Vel gert og ágætt.

Ne le dis à personne  --> bíómynd XX
...eða Tell no one er franskt Hitchcock wannebe er alveg ágætt. Ömurlega óviðeigandi þó öll þessi ensku lög sem eru í myndinni.

Control --> bíómynd XXX
Raunsæ bíópikk um stráklinginn Ian Curtis sem virðist hafa kálað sér í stundarflippi og kvennarugli. Flott og skemmtilegt.

Knocked up --> dl XX
Góðhjörtuð framadís lætur hasshlunk ríða sér á fylliríi og verður ólétt. Hann reynist auðvitað hinn ágætasti á endanum. Þokkalega fyndið á köflum en frekar langdregið í það heila og náttúrlega fyrirsjáanlegri en andskotinn. Hlutur systir dísarinnar og karlsins hennar þó talsvert athyglisverður og stundum eitthvað frumlegt í gangi, eins og t.d. þegar systirin og dísin ætla á ball en eru stoppuð af dyraverðinum.

School for Scoundrels --> vod XXX
Billy Bob og gaurinn sem lék Napóleon Dynamite í fínu stuði. Mynd um vonlausa lúða sem fara á námskeið til Billys til að verða töff. Mjög fyndin á köflum en svo fyrirsjáanleg og tottuð þess á milli. Samt fyrir ofan meðallag draumaverksmiðjumynda.

For your consideration --> dl XXX
Spinal Tap mockument liðið enn á ferð. Þetta er þó ekki mockument heldur bíómynd. Lúserar halda að þeir séu að fá óskarsverðlaunatilnefningu. Þokkalega fyndið alveg en ekki meðal þeirra bestu mynda.

Hollywoodland --> vod XXX
Ágætis mynd um Adrian Brody sem rannsakar sjálfsmorð George Reeves (Ben Affleck) sem er frægur fyrir að leika Superman í sjónvarpsseríu. Ben er bara alveg þolanlegur að þessu sinni og myndin ágætis fiftís slís í hollywood (sem er mjög ánægjulegt slís þökk sé bókum James Ellroy). Það eru nokkrar sérlega flottar skyrtur í þessari mynd og í það heila stóð hönnun í hvað mestum blóma á þessum tíma. Dauði Supermans er enn í lausu lofti, opinberlega drap hann sig en hann gæti líka hafa verið drepinn.

Smokin' aces --> dvd XX
Stíliseruð ofbeldisrúnkfantasía sem byrjar ókei en fer síversnandi er á líður. Ben Affleck er blessunarlega drepinn snemma í henni.

Plötsnúður Rauða hersins (e. Wladimir Kaminer) --> bók XXX
Stutt (156 bls) uppvaxtarsaga frá Sovét skrifuð í álíka fílingi og Góði dátinn. Margt fyndið og spretthart en langdregnari lummur innan um. Allt í allt fínt stöff.

Dreamgirls --> dvd XX
Feik saga um uppgang Motown útgáfunnar (Rainbow Records) og The Supremes (Dreams). Áður söngleikur svo fólk á það til að bresta í söng. Frekar klént allt saman og fráleitt æðislegt. Frekar hefði ég viljað sjá alvöru heimildarmynd um sama efni eða bíópic sem byggir betur á staðreyndum.

Music and lyrics --> dvd XX
Rómantísk gamanmynd með Hugh þarna mellutott og Drew Barrymore. Mynd á sjálfsstýringu. Betri "fyrir hlé". Nokkuð fyndnar dægurlagasögutengingar.

Talladega Nights: The Ballad of Ricky Bobby --> vod XX
Uppskrift: Will Farrell, heimskur, íþróttagrein = ok fávitamynd sem má brosa yfir. Ekki spillir Sacha fyrir.

Big nothing --> dvd XX
Ross úr Friends og Simon Pegg úr Shaun of the dead í grínmynd um fjárkúgun sem fer úrskeiðis. Myndin nær góðu flugi en fatast það og væflast full mikið seinni partinn.

Jindabyne --> vod XX
Þunglynt og hægt drama frá Ástralíu. Furðulegur vinkill, fjallar bara um mennina sem fundu líkið og ættingja líksins, en minnst um morðingjann.

28 weeks later --> dl X
Drepleiðinlegt bregðurusl. Manni er drullusama um krakkafíflin, hetjurnar.

The Black Dahlia --> dl X
Illa farið með góða bók. Verulegt afrek að gera svona lélega mynd úr þessu. Vilji fólk sjá vel farið með James Ellroy er L.A.Confidential málið.

Blades of glory --> dl XX
Alveg þokkaleg fávitamynd.

Blood diamond --> dvd XX
Afríkuflykki dauðans. Svona sæmó eitthvað bla bla.

The devil wears Pravda --> vod XX
Normalpía sannar sig í tískuheiminum, verður eins og tískubeljurnar, en skiptir svo aftur um stíl. Fyrirsjáanlegt alla leið en skítsæmó.

Babel --> dvd X
Helvíti lélegt drasl og aaaaaaalltof helvíti langt. Maður dauðsér eftir tímanum sem fór í að glápa á þetta þunglyndisdrasl.

Das leben der anderen --> bíó XXXX
Stórkostlega gott drama um hetjudáðina að hætta að fylgja skipunum. Margslungin og frábær, ekki síst fyrir það að halda áfram 10 mínútum lengur en maður bíst við að hún sé búin. Besta mynd ársins til þessa!

Perfume --> dvd XXX
Fín bíómynda útfærsla af bókinni vinsælu. Mun betra en ég átti von á eftir vondu dómana sem manni finnst myndin hafa fengið.

The Last kiss --> vod XX
Ammrísk "vandamálamynd" um gaurinn úr Skrubbs sem lítur út eins og Raymond. Hann heldur framhjá og fer á bömmer. Unga fólkið og spurningar lífsins bla bla bla. Þokkalegt.

Rip It Up and Start Again: Postpunk, 1978-1984 (e. Simon Reynolds) --> bók XXXX
Frábær bók um eftirpönk alveg fram á MTV og ZZT. Lifandi skemmtilegt og fróðlegt. Möst lesning fyrir þá sem eru að spá í tónlist þessara tíma.

Foreldrar --> vod XX
Hálfgerð heimildarmynd um þrjá íslenska nútímabömmera. Slæs of læf. Vel gert og leikið, en maður fær lítið "útúr" myndinni annað en þakklæti fyrir að vera ekki í jafn miklu tjóni og þetta lið. Kannski er það tilgangurinn, eða...?

Brick --> vod XX
Unglingaháskólafilmnoir. Aðalleikari ósimpatískur og framvinda hæg. Svona sæmilegt alveg.

Inland Empire  --> bíó XXXX
Einstök þriggja tíma draumaganga se breyttist nokkrum sinnum í æpandi martröð. Hefði samt verið gott að hafa mikið af kaffi við hliðina á sér því hún er hæg. Klárlega geðveik snilld en spurning hvort maður myndi nenna aftur. Jú, með kaffibrúsa fullan af rótsterku expressó, ekki spurning. Samt er þetta svona annað hvort eða mynd. Annað hvort fær hún 0 eða XXXX, það er ekkert annað að gera og við hliðina á öðrum myndum er hún ekki í neinum samanburðarstellingum, einhvern veginn.

Hot fuzz --> dl XXX
Á tímabili í byrjun myndarinnar var ég á því að þetta væri 4 stjörnu mynd en svo hann slumpaðist hún aðeins niður um miðjuna og fór út í einum of mikið splatterslappstikk í endann. Samt fínasta skemmtimynd frá þeim sömu og gerðu Shaun of the dead.

Ratatouille --> bíómynd XXX
Mjög góð og tilfinningalega þétt teiknimynd, en Dagbjarti fannst hún ekkert spes.

Derailroaded --> dvd XXX
Fín heimildarmynd um Wild man Fischer.

You, me and Dupree --> vod XX
Ágætis fávitamynd. Skárri en ég átti von á. Ýmislegt nokkuð fyndið, eins og klámmyndasafn Matt Dillon.

Meet the Robinsons --> bíó XX
Þokkalegt. Gaman að 3d-inu. Ágætis skilaboð og skemmtilegur anti-sportismi í gangi. Samt engin snilld í anda Toy Story.

The Departed --> dvd XXX
Skítamafíu/löggupakk í Boston. Allir njósna um alla og fá makleg málagjöld. Nokkuð gott stuð bara.

The Jacket --> vod XX
Adrian Brody í tómu rugli. Algjör rugl mynd en þokkaleg engu að síður. Samt feginn að hún var ókeypis á voddinu. Hefði ekki nennt henni annars.

Fast food nation --> dl XXX
Flippuð hugmynd að gera drama eftir þessari frægu bók sem gerði lýðnum ljóst hvaða skít og ofbeldi hann var að éta. Myndin predikar þó ekki mikið heldur sýnir hlutina eins og þeir eru. Niðurstaðan er líklega sú að við erum beljur sem viljum ekki fara úr girðingunni okkar. Góð mynd!

Idiocracy --> dl XXX
Árið 2505 eru allir ógeðslega vitlausir eða svona sirka eins og ef Jackass, fréttirnar á Fox og America's top super model væri það eina í sjónvarpinu í 500 ár samfleitt. Luke Wilson lendir óvart þar í tímavél og er gáfaðasti maður í heimi. Leikstjóri er Mike Judge sem gerði Beevis & Butthead og King of the Hill teiknimyndirnar + Office Space sem er ein af betri grínmyndum síðustu 20 ára. Ágætis mynd en köflótt og greinilega ekki alveg fullgerð en samt sýnd (eitthvað vesen með kvikmyndafyrirtækið o.s.frv.). Hefur alla burði til að vera mun betri og dálítið leiðinlegt að svona góðri hugmynd sé kastað á glæ. Mæli samt með henni ef þér finnst þú vera of gáfuð/aður fyrir núverandi neyslumynstur.

Leg --> leikhús XXX
Hugleikur er mikill meistari eins og teiknimyndadæmin sanna. Því býst maður við miklu. Leg er alveg ágætt. Mér finnast samt að það hefði alveg mátt við því að vera fyndnara. Söngleikjatónlistin var fremur hefðbundin en mjög fín og textarnir frábærir, það sem maður heyrði af þeim. Þar skorti dálítið upp á. Kannski hefði alveg mátt hafa textana á skjánum sem er hvort eð er þarna og þýddi dönskuna. Fyndnastur var trúbadoruppinn sem Kjartan lék og rúnkfíkn hans, en annars bara fínn pakki í heildina en ekki alveg snilld. Sá ekki hitt leikverkið hans Hugleiks svo ég get ekki borið þetta saman.

Children of men --> dl XX
Í framtíðinni er allt í klessu því enginn hefur fæðst í tugi ára. Eina þokkalega stuðið er á Bretlandi (é ræt) og þar fæðist loks barn sem Clive Owen flækist með um átakasvæði sem minna á það sem maður hefur séð frá Palestínu og Írak. Ég bjóst nú satt að segja við meiru eftir allan fagurgalann.

Art school confidential --> dvd XX
Eftir snillinginn Daniel Clowes, en allt kemur fyrir ekki, þetta er bara ekki nógu þétt mynd. Allt í lagi svo sem, en götótt og slöpp en með ágætis sprettum innan um.

Stranger than fiction --> bíó XXX
Ágætlega leikið með klisjur skáldskaparins. Dáldið sló á köflum. Ekkert yfirþyrmandi sniðugt en oft flott. Lag meistara Wreckless Eric "Whole Wide World" er burðarlag myndarinnar sem var ánægjulega óvænt.

Svartir englar (e. Ævar Örn Jósepsson) --> bók XXX
Ég kláraði hana svo hún fær XXX. Ætti samt eiginlega bara að fá XX. Ekkert spes sem sé. La la. Mér skilst að Ævar Örn hafi skrifað mun betri bækur.

The Hunt for the BTK killer --> dvd XX
Fremur döll sjónvarpsmynd um fremur döll fjöldamorðingja. Fremur döll sem sé.

Little Miss Sunshine --> bíó XXX
Amerískt feel gúdd. Ekki eins góð og About Schmidt eða Sideways en í svipuðum fílingi.

The Ice harvest--> dvd XX
Vitlausir kallar reyna að stela frá mafíósa. Eins og Fargo eða Blood Simple bara mun verri. Alltílagi þó.

Napólean skjölin (e. Arnald Indriðason) --> bók XXX
Óraunveruleg spennumyndaspenna en þokkalega grípandi bók. Ég kláraði hana allavega enda nenni ég ekki að klára bækur undir 3 stjörnu.

Hér eru menningarafurðirnar 2006