HAWAII 2002

Hilton er stærsta og fínasta hótelið á Hawaii. Við gistum ekki þar.


Á Waikiki-ströndinni, aðal túristapleisinu. Við erum snemma á ferð svo það er fámennt.


"Shave Ice" (mulinn klaki með sykurleðju útá) er Hawaiiískt fyrirbæri. Ég varð sólginn,
en Lufsunni fannst þetta ekkert spes. Hér erum við þó bæði að kæla okkur niður
eftir góðan dag á ströndinni.


Að fá mér meiri Shave Ice. Þennan fékk ég mér tvisvar og hann fékkst bara í þessari lúgu.
Með "samþjöppuðu mjólkurbragði" (e. Condensed Milk), mjög sérstakt. Ég ætla rétt að vona að þessi
lúga verði þarna ennþá næst þegar ég fer til Hawaii.


Svona var Hawaii í  ljósaskiptunum. Algjört póstkort. Er nema von að manni langi aftur?