TOPP 5! 52. vika: Alli Rúts - Grýlupopp / Hybrid Kids - Deck the Halls / Tiny Tim - White Christmas / El Vez - Feliz Navidad / Hörður Bragason - Heimsumból     ELDRI TOPP5! LISTAR
31.12.04
Jæja þetta er að verða búið. Árið. Næsta 7. okt verð ég 40tugur. Uss það er svakalegt. Stefni eindregið að því að verða að heiman. Kannski með Flugleiðum í San Fransisco. Kom þangað einu sinni 1990 sem var magnað. Túr með Bless. Át Meskal-orm og reykti ægilegt hass. Mikið rokk. Ef ég fer aftur mun ég hvorugt gera. Viltu árin að baki. Espaði mig samt upp í að kaupa mér smá brennivín fyrir kvöldið, en það er reyndar bara til málamynda, enda finnst mér leiðinlegt að finna á mér. Hvað þá að verða fullur. Maður bíður ekki smábörnum upp á sig svoleiðis. Gífurleg ábyrgð. Keypti einhverja vodka-smástelpu flöskur og einn áfengan cider. Ég er algjör fermingatelpa í drykkju þessi dægrin. Sem er gott. Fór í Ríkið í Austurstræti. Þarna í miðbænum er eins og Wall Street. Allt fullt af köllum í fínum jakkafötum og konum í skrifstofufötum. Svona sex in ðe city stemming og allir tottandi alla á Rex. Ímynda ég mér. Allavega allt að gerast. Rosa útrás bla bla bla. Mikið "hverjir voru hvað". Sá Jón Ólafsson vonda. Sá Árna Þór Vigfússon. Sá Gunnar Smára vera að tala við Ólaf Hannibalsson. Fór svo með bullandi samviskubit að kaupa flugelda. Endaði með því að eyða 5000 kalli en hefði auðvitað átt að eyða því í Rauða krossinn og hjálparstarf vegna þessara heimsendalegu flóða. Sagði þó við sjálfan mig að Skátarnir þyrftu líka á peningnum að halda. Ég gæti meira að segja fótbrotnað á fjalli og þá væri gott að eiga innlegg hjá Skátunum. Sprengi þetta upp ef veðrið verður sæmilegt.
---
Loksins búinn að koma öllum geisladiskunum mínum saman á einn vegg:

Fyrstu 4 hillurnar fara í íslensku deildina í stafrósröð. Reyndar þurfti G-ið og H-ið að vera upp á rönd. Svo koma 8 raðir af útlendu dóti í stafrósröð. Reyndar er eitt annað svona Ikea-únit undir erlenda safndiska annars staðar á skrifstofuna svo það er lýgi að allir diskarnir komist á einn vegg. Já og svo eru klassísku diskarnir oní kassa í geymslu, sem sýnir kannski vel vægi klassískrar tónlistar á þessu heimili. Á myndinni má sjá verðlaunagripinn "Sunnuna", sem ég fékk að launum í dorgveiðikeppni í steggjun Steina sleggju í sumar. Einnig Canon skanner og aumingjalegu steríógræjurnar mínar (Sanyo - fékk þær að launum fyrir að skrifa viðtal við Kristin Jón Guðmundsson í "O"-ið 1989 eða eitthvað.) Sé enga ástæðu til að fá mér nýjar græjur fyrr en þessar hreinlega drepast.
---
Þar sem ég verð ekki þunnur á morgun ætla ég að rífa mig upp (vakna kl. 7 hvort eð er) og keyra upp á Skonrokk og sjá um 3ja tíma Doktor Doktor þátt á milli 12 og 15. Taka árið 2004 og pakka því snyrtilega inn. Spila lög af 15 bestu erlendu og 15 bestu innlendu plötum ársins + eitthvað bla bla. Ég vona að þú hlustir enda ekkert annað um að vera nema þynnka og eitthvað röfl í Ólafi Ragnari.
---
Já og gleðilegt ár! Vonum að 2005 verði gott, hér verði áfram offramboð á peningum og allt fari eins lítið og hægt er til helvítis. Verum góð 2005.

29.12.04
Ég er svona að komast að niðurstöðu um hvernig ég á að koma geisladiskunum mínum saman á einn stað. Óhentugar Ikea hillurnar eru löngu brostnar og diskar flæða nú um öll gólf. Fór í Ísold eftir að hafa séð Bibba leysa sín diskavandamál með hillurekka frá þeim, en snérist svo hugur og er að spá í að kaupa bara nokkrar Ikea hillur í viðbót en því miður þýðir það ferð í Ikea, helvíti á jörð. Ef ég fer snemma þá verður kannski ekki allt orðið geðveikt. Útsala og svona. 
---
Ég hélt að þetta vandamál myndi leysast með mp3-væðingunni en það er nú síður en svo. Ein leið er að henda nokkur hundruð diskum eða selja þá, en af biturri reynslu hef ég komist að því að það er ekki leiðin. 
---
Hringdu í 9072020 og gefðu 1000 kall til Rauða krossins v/ hamfarasvæðanna við Súmötru. Þig munar ekkert um það. Rosalegt dæmi. Spurning um að flytja upp í fjöll? Biggi skrifar athyglisverða grein um þetta á vantrú sem ber fyrirsögnina Terroristinn guð.
---
Hér er nýjasta nýtt: Náttúruvernd og klám í einum pakka: Fuck for forest. Hvenær kemur Riðið gegn Kárahnjúkavirkjun? Ómar og Elísabet í hörku... nei, uss! Annars skilst mér að aðeins örfáir Íslendingar hafi sótt um vinnu í þessu djöfulsins álveri í Reiðarfirði. Þetta fer því þannig að álverið verður fyllt af Pólverjum og Kínverjum (og auðvitað ekkert að því - það vantar að hræra aðeins í genapollinum) en Íslendingarnir verða með sjoppurnar og videóleigurnar.
---
Það birtist nýr kjallari eftir mig í DV í dag. Hann er nú frekar lélegur enda er maður hálf eftir sig eftir allt reykta kjötið og konfektið.

27.12.04
Ég sverða: Það lekur Nóa konfekt út úr mér, og mér finnst það ekki einu sinni gott! Hamborgarhryggurinn var rosalegur og frómasið frá Dagnýju systur æðislegt. Svo varða hangikjöt hjá Mapa og leifar í gær. Þessari átveislu er þá blessunarlega lokið í bili og ekkert nema skyr og harðfiskur framundan. Dagbjartur fékk hrúgurnar af dóti, en sjálfur fékk ég t.d. 4ðu Simpsons-seríuna, Belladonna-skjölin, nýjan safndisk Curvers, Austur-þýskt hlaup, inniskó, sérstakan gönguvatnsbrúsa með slöngu, töff bol og eggjasuðutæki auðvitað. 
---
Nú verða allir í fyrsta gír fram eftir viku því það er enn eftir Gamlárskvöld og það allt. Þessi vika, milli jóla og gamlárs, var rosalegur tími einu sinni því maður klikkaðist yfir öllum flugeldunum. Keypti eins og maður gat og mixaði svo fram og til baka. Var að teipa og experimenta í bráðri lífshættu auðvitað. Strákurinn í næsta húsi missti auga en það kom ekki niðrá honum og hann er þingmaður í dag. Ég slapp, enda varkár, en samt engin hlífðargleraugu. Mig hlakkar til að fá þennan æsing aftur þegar Dagbjartur verður orðinn aðeins eldri. En ætli maður kaupi ekki eitthvað og prófi hvort hann fríki út þegar lætin byrja. Á nú ekki von á því enda pilturinn með stáltaugar líkt og ég. 

24.12.04


Gleðileg jól!

23.12.04
Jólakjallarinn.
---
Þorláksmessa: Nei ég borða ekki skötu og fæ heldur ekki kikk út úr því að láta míga upp í mig. Það er hins vegar stutt í áramótin og því alveg við hæfi að birta uppgjörslista:

Bestu innlendu plöturnar 2004
1. Mugison - Mugimama is this monkeymusic?
2. Singapore Sling - Life is killing my rock n roll
3. Jan Mayen - Home of the free indeed
4. Pornopop - And the slow songs about the dead calm in your hands
5. Fræbbblarnir - Dót
6. Slowblow - Slowblow
7. Þórir - I belive in this
8. Hæsta hendin - Hæsta hendin
9. Stafrænn hákon - Ventill / Poki
10. Björk - Medúlla

Annað ágætt: Hjálmar - Hljóðlega af stað, Hvanndalsbræður - Hrútleiðinlegir, Ceres 4 - C4, Vonbrigði - Eðli annarra, Stranger - Paint peace, Mugison - Niceland, Brain police - Electric Fungus, Ske - Feelings are great, Búdrýgindi - Juxtapos, Maus - Tónlyst / Lystaukandi, Geir Harðarson - Landnám, Jagúar - Hello Somebody!, Ölvis - Ölvis, Brúðarbandið - Meira!, Hljómar - Hljómar, Dj Musician - My friend is a record player, Jóhann Jóhannsson - Dís, Gísli - How about that, Quarashi - Guerilla disco, Skátar - Heimsfriður í Chile, Amina - AnimaminA

Bestu erlendu plöturnar 2004:
1. Brian Wilson - Smile
2. Hot Chip - Coming on Strong
3. Tv on the radio - Desperate youth, blood thirsty babes
4. The Futureheads - The Futureheads 
5. !!! - Louden up now
6. Franz Ferdinand - Franz Ferdinand
7. Air - Talkie walkie
8. The Brunettes - Mars loves Venus
9. The Cops - Stomp on heywires
10. Graham Coxon - Happiness in magazines

Annað ágætt: The Go! Team - Thunder lightning strike, Fiery Furnaces - Blueberry Boat, Streets - A grand don't come for free, Scissior sisters - Scissior sisters, The Hives - Tyrannosaurus Hives, The Arcade Fire - Funeral, RJD2 - Since We Last Spoke, Mylo - Destroy Rock n roll, Lorette Lynn - Van Leer Rose, Aberfeldy - Young forever, Dungen - Ta det lungt, Blonde Redhead - Mystery is a butterfly, Shitmat - Full english breakfast, Animal Collective - Song tungs, K.I.M. - Miyage, Arcitecture in Helsinki - Fingers crossed, Annie - Anniemal, The Owls - Our hopes and dreams, The Black Keys - Rubber Factory, Ratarat - Ratatat, The Earlies - These were, Jason Forrest - Unrelenting songs of the 1979 post disco crash, Sufjan Stevens - Seven swans, The Secret Machines - Now here is nowhere, The Beastie Boys - To the 5 boroughs, Of Montreal - Satanic panic in the attic, Soft Pink Truth - Do you want new wave or do you want the soft pink truth, Ted Leo - Shake the sheets, Dizzee Rascal - Showtime

Bestu gömlu plöturnar (eða safnplötur með gömlu stöffi) sem ég uppgötvaði 2004:
1. The Fall - The Real new Fall LP (Formely Country on the click)
2. V/A - So young but so cold (Underground french music 1977-1983)
3. MC5 - Back in the USA
4. Millennium - Begin
5. The Zombies - Odessey & Oracle
6. Serge Gainsbourg - Melody Nelson
7. Klaatu - 3:47 EST 
8. The Sound - Jeopardy
9. Sagittarius - Present tense
10. V/A - Strawberry Bubblegum (a collection of pre-10cc Strawberry studios recordings 1969-1972)

Annað ágætt: Four Seasons - The Genuine Imitation Life Gazette, V/A - The American Song-poem anthology, Bee Gees - Odessa, Moondog - in Europe, New York Dolls - New York Dolls, Giorgio Moroder - From here to Eternity, Thunderclap Newman - Hollywood dream, Brian Eno - Here come the warm jets, The United States of America - The United States of America, The Kinks - The Village Green Preservation society, Richard Hell & The Voidoids - Blank generation, The Electric Prunes - Mass in F minor, V/A - My girlfriend was a punk (18 gems from around the world), Vive la fete - Nuit blanche, V/A - Ugly things, Super Furry Animals - Songbook, Kas Product - Try out, V/A - Wild Things (Wyld Kiwi Garage 1966-1969), V/A - Cambodian Rocks, The Pretty Things - S.F. Sorrow og Parachute, V/A - Destination Bomp, V/A - Saint Etienne presents Songs for Mario's Cafe, Robin Gibb - Robin's Reign, Hybrid Kids - 1 og Claws

Harmafregn ársins: Dauði Péturs Kristjánssonar og Johns Peel
Bestu gigg ársins: Brian Wilson í Glasgow í vor / The Fall í Austurbæ
Breyting ársins: Albúm-formatið er á leiðinni út. Ég hlustaði persónulega miklu meira á hin ýmsu lög (oftast í shuffle á Winampinum) frekar en heilu albúmin. Kannski að maður velji því bestu lög ársins frekar en bestu plöturnar um næstu áramót.
Staðreynd ársins: Dánlódaði meira af músik en ég komst yfir að hlusta á. Ég er dánlód djönkí.
Besti hnakkinn: Love Guru - Gúrú djamm / Mousse T - Is it cos I'm cool / Gwen Stefani - What you waiting for / J-Kwon - Tipsy / Britney Spears - Toxic

Bestu myndirnar 2004:
1. Touching the Void
2. Pönkið og Fræbbblarnir 
3. Capturing the Friedmans
4. Eternal Sunshine of the Spotless Mind
5. A Mighty Wind
6. 21 Grams
7. Fahrenheit 9/11
8. Dodgeball
9. American Splendor
10. Kill Bill 2

19.12.04
Jólalög hafa jarmað yfir eyrum okkar síðan í október. Þetta truflar mig ekkert, en sumt er auðvitað alveg óþolandi af þessu stöffi, á meðan annað er ókei. Intróið í "Ég kemst í hátíðarskap" með Helgu Möller, eða Þú og ég, er t.d. alltaf jafn flott og greinilegt handbragð meistara G.Þórðarsonar þar á ferðinni. Ég kemst alltaf í hátíðarskap þótt úti séu snjór og krap. Jólalag Kúng Fú sem vann í jólalagakeppni Rásar 2 í fyrra er ágætis popp, sem dæmi. Á meðan er t.d. ákall Eika Hauks um "jól alla daga" pirrandi (eins og frumútgáfa Wizzard) og ekki alveg að dansa í kringum jólatréð með mér. Jólahjól hringsólar svo á hlutlausu svæði eins og flest önnur jólalög. Öðrum kann að finnast eitthvað allt annað, og jafnvel þola ekki jólalög yfir höfuð, og verða þá bara að lifa með þeirri áþján eins og kristur á krossinum.
---
En það eru semsé að koma jól og Topp 5 er að sjálfssögðu eingöngu jólalög:

Alli Rúts - Grýlupopp: Ég kemst alltaf í jólastuð þegar ég dreg þessa 7" frá 1972 út úr skápnum. Umslagið er snilld og öll lögin fjögur líka. Sérstaklega þetta sem er byggt á hinu ofurvinsæla Popcorn lagi. 

Hybrid Kids - Deck the halls: Claws með "Hybrid Kids" er frísandi góð jólaflippplata í nýbylgjustíl. Hybrid Kids er Morgan Fischer og þetta kom út 1980.

Tiny Tim - White christmas: Pabbi Tiny úr Quarashi og mikill snillingur!


El Vez - Feliz Navidad: Hinn mexíkóski Elvis er dúndur hress gaur. Hér tekur hann þennan smell Kötlu Maríu á nýpönkaðan hátt svo unun er af. Þess má geta að El Vez hékk aðeins utan í Sykurmolunum á sínum tíma og tróð upp með þeim. 

Hörður Bragason - Heimsumból: Orgelleikari Grafarvogskirkju og Apparat gerði jólaspóluna "Nýmjól" sirka árið 1983. Spólan er hörku flippuð og skemmtileg og auðvitað mikið raríte. Ég fékk að kópera eintak af henni hjá honum þegar ég bjó fyrir ofan Hörð einu sinni á Njálsgötu. Hér hefur einu lagi verið breytt í stafrænt form.
---
Þá er lokahelgi megaplöggs runnin upp. Mun standa mína pligt við hliðina á milljónamæringi frá New York í dag. Kl. 15 í Máli og menningu laugarvegi og svo kl. 16 í Pennanum, Smáralind. Spilið hefur nú verið auglýst á tæpan 3000 kall lægst, eins og t.d. í Máli og menningu í dag. Hér er um að ræða svokallað "verðstríð".

17.12.04
Allejúja! Útvarpsþátturinn Doktor Doktor verður í hátíðarskapi á morgun á milli 12 og 15 á Skonrokki FM90.9. Nú nægir ekkert nema að fá stórskotalið í "óskalög sjúklinga" og því mæta lærifeður rokksins á Íslandi, Gunnar Þ og Rúnar J úr HLJÓMUM, á slaginu 12 í tónlistarlega krufningu með óskalaga-ívafi. Þegar því er lokið verða leikin jólalög til kl. 15 - og þá sjaldgæf og stórfurðuleg jólalög að mestu. Sum sé, topp þáttur á leiðinni.
---
Hef gert jólainnkaupin og það í Fjarðarkaupum. Verðið ekki svo mikið hærra en í Bónus en úrvalið sambærilegt við Hagkaup. Mæli með þeirri búð. Svo er líka Hafnarfjörður frábær bær sem alltaf er unaðslegt að komast til. Flyt þangað örugglega á endanum.
---
Íslenskan er frík mál. Þótt fólk sé hætt að þéra er enn gerður greinarmunur á dýrum og mönnum. Dýr éta og drepast, fólk borðar og deyr, samt er sama efni í báðum en fólk telur sér trú um að það hafi "sál" fyrst það hefur sjálfsvitund, og því verður greinilega að nota fínna mál á okkur. Mér skilst að þetta hafi ekki alltaf verið svona og snemma á síðustu öld gat maður séð í blöðunum fyrirsagnir á borð við "Geir Njálsson er dauður".
---
Vondar fréttir, engar fréttir og góðar fréttir er kjallagrein vikunnar.

14.12.04
Horfði á Dís sem er svona la la. Byrjar á að graðir útlendingar eru niðurlægðir á Sólon og mér skilst að fólk hafi blístrað og klappað í bíó yfir því atriði. Ekkert smá þjóðremba. Frekar leiðinlega hallærislegt þetta tuð um að "í Reykjavík séu allir listamenn og snillingar" og verið að ala á jafn mikilli klisju og að allar íslenskar stelpur séu spólgraðar í útlendinga.
---
Þarf að redda mér þessum bókum:
Hugleikur Dagsson - Ríðið okkur
Íslenska stjörnukortabókin
Bókin um eskimóadvergsvikahrappinn
Annað má mæta afgangi.
---
Er annars að lesa ævisögu Ronnie Spector sem hún skrifar sjálf með einhverjum gaur. Í bókinni er hún núna búin að giftast Phil Spector. Sá löngu útbrunni snillingur er gyðingur og átti ráðríka mömmu sem hefur fokkað honum illilega upp. Kerlingin óð oft inn í hljóðverið þar sem hann var að vinna og eyðilagði rándýrar tökur til að færa syni sínum, milljónamæringnum, súpu. Á brúðkaupsnóttinni fór Phil að heimsækja mömmu og kom svo heim alveg trylltur enda mamma búin að segja honum að gellan vildi bara peningana hans. Ronnie endaði á að eyða nóttinni inn á klósetti en Phil var bankandi og æpandi fyrir utan. Stórkostleg lesning. Phil Spector var geðveikislega afbrýðisamur og vildi helst halda Ronnie innandyra allan sólarhringinn. Hann keypti þó bíl handa henni fyrir rest en sá böggull fylgdi skammrifi að hann heimtaði að uppblásin eftirlíking af sjálfum sér væri alltaf frammí við hliðina á henni. Hmm, góð hugmynd. Annars byggði Phil líf sitt á myndinni Citizen Kane og glápti á hana trekk í trekk og fór alltaf að grenja þegar sleðinn var brenndur í lokin. Eiginlega bara skrýtið að hann hafi ekki drepið einhvern fyrr... 
---
Fór til tannlæknis í morgun. Alltaf jafn skrýtið að hafa mann hangandi ofan í munninum á sér. Hafði reyndar tekið trylling með munnskolið til að vera settlegur. Fáránlegt samt að þetta djobb sé eftirsótt. 

13.12.04
Það virðist vera ágætt að plögga í Pennanum. Allavega í gær og síðast þegar ég var þar. Stóð við borð með opið spil og sýndi fólkinu. Þónokkrir sem sýndu þessu áhuga. Var í Smáralind og gaurinn sem gerir bifhjólabókina var líka á svæðinu. Klukkan 15 mættu Nylon-stelpurnar og urðu fagnaðarfundir því við höfðum aldrei sést áður. Voðalega almennilegar stelpur. Á sama tíma mætti á plöggsvæðið sjálfur Árni Johnsen og það var ekkert smá helvítis plöggveldi á honum. Hann mætti með einhverja kerru sem hann hefur líklega smíðað sjálfur og í kerrunni var söngkerfi því meistarinn tók nokkur lög. Hann var með þrennt til sölu, nýju bókina sína, Stórhöfðasvítuna og nýjasta nýtt í Árna Johnsens-línunni, holaða steina fyrir friðarkerti. Ægilega lekkert. Mitt á milli Nylon og Árna fannst mér líkingin krækiber í helvíti eiga ágætlega við og hafði mig á brott. 
---
Annars gerði Árni enga tilraun til að leggja hendur á mig, sem hefði kannski verið möguleiki sé miðað við þann gífurlega hita sem er í Vestmannaeyingum út af eitthverju froðusnakksbulli sem ég lét hafa eftir mér í Fbl. Það er risavaxinn spjallþráður um þetta á málefnin.com og á eyjar.net er sérstök skoðanakönnun: "Geta Eyjamenn fyrirgefið Dr. Gunna eftir afsökunargrein hans?" Nú standa stigin þannig að 56% sýna kristilegt hugarfar en 44% vilja grýta mig. Ég held það sé ekki mikill séns á Eyjaferð í bráð. 
---
Það er annars hálf fáránlegt að ég sé orðin aðalmaðurinn í þessu göng-til-eyjar-máli því ég hef jafn mikin áhuga og jafn miklar skoðanir á þessum göngum og t.d. hafnarmannvirkjum á Bíldudal  eða hvort strætóleiðum á Akureyri eigi eða fjölga eða fækka (Plís Bíldælingar og Akureyri, þetta var bara dæmi). Það er alveg á hreinu að ég hugsa mig tvisvar, ef ekki þrisvar, um áður en einhver blaðadrjóli hringir í mig næst til að fá "skoðun" á einhverjum andskotanum. Ef það er eitthvað í sambandi við Vestmannaeyjar segi ég helvítis manninum að éta skít og skelli á.

12.12.04
Sunnudagur þýðir TOPP 5!
Larry Jon Wilson - Sheldon Church Yard : Frábært lag sem Mugison mætti með í þáttinn í gær. Af safnplötunni "Country got Soul" (næsta mál á slsk)
Plastic Bertrand - Tout petit la planete : Belginn sem Hemmi Gunn kóveraði. Grúví eurodiskó frá 1979, en auðvitað ekki eins æðislegt og "Ca plane pour moi".
The Owls - Do ya : Amerískt sæt-indí-popp sem minnir á Belle & Sebastien os.frv. Gott stöff (af ep-plötunni "Our hopes & dreams")
Hybrid Kids - God save the Queen : Fíflakóver frá Hybrid Kids, aka Morgan Fischer, ca 1980.
Katchafire - Bounce : Gæða frum- og eyjaskeggja-raggae frá Nýja sjálandi.

11.12.04
Heimsmeistarakeppnin tókst gríðarvel. Keppt var á fjórum borðum:

Sigurvegari hvers borðs komst áfram í úslitaleikinn sjálfan. Hinir fjórir fræknu voru Ölvir Gíslason, Kjartan Guðmundsson, Bertel ?son og Kristinn Pálsson. Allir nema Bertel höfðu komist í svokallað "nörda-lið" í sjónvarpsþáttunum og því til alls líklegir.

Hér má sjá úrslitaleikinn í fúll svíng, ég er dómari, en þarna má að auki sjá meðlimi úr Utangarðsmönnum og Brímkló. Sögulegir sættir? Einnig má sjá góðkunnan blaðamann og fleiri snillinga. Eftir þokkalega harða keppni, þar sem Kjartan og Ölvir voru hnífjafnir en hinir aðeins síðri, tók Kjartan þetta og telst fyrsti HEIMSMEISTARI Í POPPPUNKTI í heiminum. 

Hér fagnar hann sigri ásamt unnustu sinni. Heimsmeistarinn Kjartan fékk glæsileg verðlaun, PPspilið auðvitað, kassa af Sol og hnausþykkan bókapakka frá Máli og menningu. TIL HAMINGJU!
---
Plögg á morgun: Ég í Pennanum Smáralind að kynna spilið kl. 14-15, en þá koma Nylon. Jakob skrifar ágætan fítjör um þetta plöggdæmi allt saman og hefur greinilega fengið hugmyndina af þessum kjallara.
---
Hér eru grínarar sem pakka saman tónlist. Hér er jólaplata sem er niðurstaða allra jólalaga í heimi. Frekar leiðinlegt en hugmyndin góð.
---
Egill Helgason skrifar, eins og hann hefur gert oft áður, um það hvað bíóúrvalið sé slappt hérna. Ég held það sé einhver jóladoði í gangi og þetta muni skána. Ástandið hefur oft verið ágætt og einhverjar 2-3 spennandi myndir í bíó. Mig hefur dauðlangað til að komast í bíó upp á síðkastið, t.d. þegar fólkið á heimilinu vill horfa á Idol, en í gær fann ég ekkert sem ég nennti á. Maður gæti kannski séð stöff eins og Paparazzi, Bridget Jones eða Bad Santa í videó en glætan að maður nenni á þetta í bíó. 
---
Já og svo erða DOKTOR DOKTOR á eftir kl. 12. Þátturinn er endurtekinn á sunnudögum kl. 15. Mugison mætir með músik og ég ætla að spila helling af allskonar stöffi en bara eitt jólalag.

10.12.04
Skálda-popp-punktur á Súfistanum tókst vel. Þorsteinn Guðmundsson vann, enda grísaðist hann á létt hraðaspurningaspjald sem gaf honum 4 stig. Sindri og Huldar komu næstir, en Auður og Sigmundur ráku lestina. Sigmundur kom reyndar seint til leiks. Að auki lásu þau úr bókum sínum sem mér heyrðist vera algjör snilld upp til hópa. 3/4 af hinum dularfulla Baggalúts-hóp mætti að auki og tók hið unaðslega lag Barry Gibb, Island in the stream á íslensku. Mér skilst að þeir verði hjá Gísla Marteini á morgun.
---
Tekið er við skráningum í heimsmeistarakeppnina í PP í dag en þá er það komið. Klukkan 16 á morgun byrjar svo hin hrikalega spennandi keppni og ætli við fáum ekki heimsmeistara um kl. 19.
---
Þátturinn Doktor doktor er á Skonrokki á morgun á milli 12 og 15. Stórkostleg tónlist og svo óskalagagestur sem er engin annar en Mugison, sem mun hirða megnið af þessum íslensku tónlistarverðlaunum í febrúar.
---
Djöfuls gúrkutíð er þetta. Búið að vera að tala um þessi hross á Vatnsleysuströnd alla vikuna. Og ekki einu sagt hvað hrossin hétu. Sörli, Skjóni, Blesi og Faxi kannski? Það vantaði alveg að gera þessar fréttir "hest-legri". Ég er með stórkostlegt skúbb í anda allra þessara sóttvarnar-Haraldur Briem-hræðilegir sjúkdómar-frétta: Allir drepast á endanum.

09.12.04
Megaplögg í kvöld á Súfistanum, Laugarvegi. Sex rithöfundar lesa úr nýjum verkum sínum og spila Popppunkts-spilið að auki. Snillingarnir sem lesa og keppa eru: Auður Jónsdóttir, Birna Anna Björnsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Sigmundur Ernir, Huldar Breiðfjörð og Sindri Freysson. Byrjar kl. 20.

08.12.04
Valdimar Örn spyr í gestabók: Ég vildi forvitnast örlítið frekar um fyrirkomulag heimsmeistaramótsins. Verður keppt í sjálfu spilinu með einhverskonar félagsvistarfyrirkomulagi? Eða verður þetta hefðbundin spurningakeppni með sérútbúnum spurningum? 
Svarið er: Keppt verður í spilinu sjálfu. Tvær umferðir. Sigurvegarar fyrri umferðar fara áfram í úrslitaleikinn. Sigurvegari þess leiks verður krýndur fyrsti alþjóðlegi heimsmeistarinn í Popppunktsspili í heimi. Skráning er með ágætum en alveg opið ennþá. Aðeins skráðir keppendur fá að vera með, nema það verði mikið um skróp. Skráning fer enn fram í ppspil@hotmail.com.
---
Sannleikurinn um Ísland, alfræði Baggalúts --> bók XXX
Þeir spruttu upp fyrir nokkrum árum, karlarnir í Baggalút, með spéspegil á íslenskan raunveruleika í dulargervi vísindamanna á 19.öld. Mjög sniðug nálgun, oft helvíti fyndið hjá þeim og allt í sjálfboðavinnu. Svo kom niðurlægingartímabilið á Rás 2, frekar slappt glens og bitlaust þegar maður nennti að hlusta (maður setti það ekki á stundarskrána eins og að heimsækja heimasíðuna), en þar eru þeir blessunarlega hættir og byrjaðir aftur að snillingast á heimasíðunni sinni. Nú er komin fyrsta bók (ISBN 9979-2-1811-8) þeirra í fullri stærð (224 bls í Demy broti) og er hún miklu betri en ég þorði að vona, enda engin hundleiðinleg lög eða vísur í bókinni. 
Bókinni er skipt í 5 hluta: Íslendingar / Íslensk arfleifð / Framfarir og atvinnulíf / Lífríkið Ísland / Dulheimar. Í hverjum kafla er fjöldi lítilli pistla, oft með mynd, ekki ósvipað fyrirkomulag og á heimasíðunni góðu, nema hvað hér er oft notast við neðanmálsgreinar. Margt er hér dillandi skemmtilegt og bráðsniðugt, en ekki alveg allt, eins og gengur og gerist. Þetta rennsli er brotið upp með "blaðaúrklippum" og drepfyndnum listum, sem eru hæglega það best heppnaðasta í bókinni. Bókina góðu les maður varla í einum rikk nema maður sé eitthvað skrýtinn, en gott er að hafa hana t.d. á klósetti og glugga í henni þar eða á kaffiborði, sbr. vísindaheitið "coffee table book". Sannleikurinn um Ísland er svo sannarlega jólagjöfin í ár og ætti að hitta í mark hjá öllum með þokkalega kímnigáfu. Karlarnir á Baggalút eiga greinilega mikið eftir sem er geðsýkislega unaðsleg staðreynd.

06.12.04
Það var ágætt að standa við borð í Kringlunni fyrir utan Pennann í 1 tíma á föstudaginn. Seldi meira að segja 3 spil. Hagkaup var hins vegar algjört rugl. Sat fyrst við hliðina á Ómari og Tiny úr Quarashi á meðan kringlufólk gekk framhjá. Þeir þurftu eitthvað að skrifa en það var varla að ég væri böggaður. Svo komu Í svörtum fötum og smástelpur spruttu upp úr þurru til að glápa á Jónsa. Þá fór ég nú bara. Í Smáralind var mér plantað í dótadeildinni og sat þar að mestu afskiptalaus nema einhver DJ Árni af sambýli kom og sagði mér allt um tónlistarferil sinn. Aftur og aftur. Ég bíð eftir spólu, Árni, ef þú lest þetta. Birgitta Haukdal var þarna eitthvað að plögga dúkkuna og diskinn og krakkagerið sveimaði í kringum hana. Held samt að engin hafi keypt dúkku, en fólk hló mikið af dúkkunni og hvað hún er allsekkert lík Birgittu heldur sláandi lík annað hvort Rut Reginalds eða Dorrit Mússajeff. Ég átti að endurtaka leikinn á sunnudag en sló mig í hausinn með rörbúti til að sleppa.
---
Í tilefni fjögurra ára af innheimtu Símans fyrir erlent niðurhal þann 10. desember n.k. ætlar Netfrelsi að safna saman undirskriftum undir mótmælaskjal og færa forsvarsmönnum Símans. Ég skora á sem flesta að undirrita eftirfarandi yfirlýsingu:  "Við undirrituð mótmælum langvarandi og óbreyttri gjaldtöku fyrir erlent niðurhal um Netið. Við krefjumst úrbóta sem fyrst, hvort sem slík úrbót væri í formi niðurfellingar slíkrar gjaldtöku eða umtalsverðrar lækkunar á henni."  Mótmælin má finna hér: http://www.netfrelsi.is/motmaeli/ og það er ekki spurning um að fólk á að kvitta undir þetta enda fáránlegt rugl að við séum að greiða svona dýrum dómi fyrir sæstrengsnotkunina.

05.12.04
Mp3-blogg er stuð. Gaman er að sveima og tékka áðí hvað menn eru að pósta og pæla. Til dæmis:

Þessi nefnir sig eftir Throbbing Gristle plötu og póstar þessu glæsilega kvóti: "Whenever a Ramone dies, I always think of Phil Collins". Hann er líka með fullt af spennandi dóti í dans/industríal/tigerbeat-geiranum.

Þessi nefnir sig eftir FALL-lagi og póstar ýmsum góðskít og er með flott lúkk.

Þessi kallar sig Númer 1 í Belgíu og er með skemmtilegan frans/benelúx vínkil á málið. Gott.

Þessi er góður sé maður í stuði fyrir tyggjópopp. Margt sniðugt og frískandi.

Þessi heitir Lost bands of the New Wave era og nafnið segir allt. Skemmtilegt.

Margan undraskít má fá hér enda eru úthverfin að drepa okkur.

Aðallega gamall og undinn skítur hér.

Zúri er zvo á zínum ztað með eðal mp3-blogg.

Hver og einn bloggari línkar svo á ótal staði svo það er hægt að hanga yfir þessu endalaust og dánlóda þar til sæstrengurinn springur (sem mér skilst reyndar að gerist ekki enda er verið að taka okkur öll í rassgatið af helvítis símafyrirtækjunum!!!)
---
Stranglers voru skemmtilegir og Fræbbblar sömuleiðis. Áhorfendur afturgengnir af Melarokki eða Hótel Borg en krakkar í bland. Stranglerar tóku flest hittin (nema Nice n sleazy) og voru þéttir þótt trommarinn sé sjúklingur og notist við rafpumpur til að ná höggþunga. "Nýji söngvarinn" (sl. 14 ár) frekar asnalegur þó með vöðvabúntin og stælana. Svona eins og ef Jói Fel væri alltíeinu kominn í The Fall í staðinn fyrir Mark E... eða næstum því. Nei nei, mjög fínt og húrra!
---
Rjd2 & Ric Ocasek - Through The Walls - Gamli Cars-kallinn láir hér ungviðinu rödd sína í extra-lagi sem fæst á i-eitthvað en frítt hér.
JJ Burnel - Freddie Laker (Concorde & Eurobus) - Hinn glæsilegi BASSALEIKARI Stranglers með lag af hinni dúndrandi hressu sólóplötu Euroman Cometh (1979) sem ég enduruppgötvaði í vikunni.
Gruff Rhys - Gwn mi wn - Söngvari Super Furry Animals með lag af sólóplötunni sinni nýju. Gæðamínímalrokk.
Skátar - Halldór Ásgrímsson - Skrollandi skítsmellur af EP-plötunni Heimsfriður í Chile: Hverju má breyta, bæta við og laga? sem ku loksins komin út.
Búdrýgindi - Orgelínufrat - Strákarnir sarga og sáldra á plötu #2, Juxtapos.

03.12.04
Popppunkts-plöggið í fúll svíng. Mjög gott á plöggkvarðanum að fá smettið á sér framan á Birtu, næstum því eins og að fá aðalgestinn í Gísla Martein. Kjallari dagsins er einmitt um þetta stórskemmtilega mál.
---
Talandi um plögg þá er hluti af því að standa í búðum og vera með kynningu. Ég er auðvitað kominn með stress-og-kvíðaskitu útaf þessu enda hef ég aldrei gert svona áður og á von á því versta (að enginn sýni þessu áhuga og ég standi eins og fábjáni út á miðju gólfi í búðunum). Prógramm helgarinnar er svona:

Í dag kl. 17 í Pennanum í Kringlunni 
Á morgun, laugardag, kl. 15 í Hagkaup, Kringlunni
Á morgun. laugardag, kl. 17 í Hagkaup, Smáralind
Á sunnudaginn kl. 15 í Hagkaup, Kringlunni
Á sunnudaginn kl. 17 í Hagkaup, Smáralind

Sé þig... plís!
---
Útvarpsþátturinn Doktor doktor er líka á morgun á milli 12 & 15, eins og vanalega. Metnaðarfull Stranglers kynning verður um miðbik þáttarins og óskalagasjúklingurinn Biggi í Maus mætir í spjall. Aldeilis stórfenglegt, sem sagt.

02.12.04
Múrinn í Kína e. Huldar Breiðfjörð --> bók XXX
Las "Góðir Íslendingar" í honeymooninu mínu á Hawaii. Það var ágætis bók. Hér er Huldar með ferðasögu af því þegar hann gekk, fór með rútum, hjólaði o.s.frv. meðfram megninu af Kínamúrnum. Kína er manni frekar hulin en bók Huldars lýsir aðeins upp fyrir manni landinu. Fátækt, óþrifnaður, flokkshollustuheilaþvottur, karókí. Eitthvað er um listrænt rugl í Huldari, eitthvað taut um dreka sem ég skyldi ekki og fleira, líklega til að lyfta bókinni upp á eitthvað plan. Það er þessi listræni rembingur sem gerði einmitt illt verra í Niceland og hinni myndinni sem hann skrifaði og betra væri ef hann hætti þessu rúnki og tæki bara raunveruleikann á það. Yrði miklu skemmtilegra. Þessi bók er engu að síður hin fínasta lesning og Kína verður nær en áður. Get samt ómögulega sagt að mig langi mikið þangað. Spurning um að tékka á geðsjúklingalandinu Norður Kóreu frekar. 
---
Andri Freyr er hinn vænsti piltur og djúpþenkjandi snillingur þegar betur er að gáð. Ávalt var hressandi að skutlast með honum í vinnuna þegar við vorum báðir á morgunvaktinni hjá Helstirninu. Get þó ekki sagt að ég nenni að hlusta á hann fávitast á Xinu, enda væri það auðvitað óeðlilegt miðað við minn aldur og fyrri störf. En þessi hinn gaur þarna, sem er voðalega ánægður með "unglingamenninguna", eins lengi og það er unglingamenning sem hann er samþykktur, var ekki alveg að tala til mín og Andri því ótvíræður sigurvegari debattsins í Kastljósinu. Það er reyndar athyglisvert að Simmi í Kastljósinu er sá eini sem ég man eftir í svipinn sem hefur þróast (þroskast?) úr því að vera rokkfífl af Xinu, en kannski verða Matti og Andri með Kastljós eftir 10 ár og Þossi kannski með þeim. Hmm?

01.12.04
Hinn ljúfi Kristján Jóhannsson sló í gegn í Kastljósi og skýrði mál sitt af fágaðri smekkvísi. Sérstaklega fannst mér þetta um rauðu brjóstin á spyrlinum til eftirbreytni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa hér eftir að þeir sem mæta til að plögga fái að halda á dótinu sínu allan þáttinn og veifa. Ég pant allavega halda á Popppunktskassanum ef ég fer í þáttinn.
---
Annars er maður feginn að karlinn búi í útlöndum því það væri svakalegt að hafa hann baulandi hérna í hverri viku í fjölmiðlum eða á tónleikum. Þetta er náttúrlega heimsklassa frík og algjör snillingur á einhverju mjög furðulegu sviði, allavega ekki í óperusöng. Sá hann fyrst svona 1984 þegar klukkan var 3 og allir að koma út af balli á Hótel Borg. Að vanda myndaðist sorglegur hópur fólks fyrir utan sem reyndi við hvort annað eða leitaðist eftir að komast í eftirpartí. Það var vitanlega bölvaður hávaði í liðinu, flöskur að brotna, hróp og köll. Birtist þá ekki óperasöngvarinn út um glugga á sirka 4. hæð með nátthúfu og fer að öskra á liðið að það sé ekki svefnfriður og hvort þið þarna helvítis pakk getið ekki haldið kjafti og drullað ykkur heim og bla bla bla. Fullapakkið fór að öskra á móti og einn klifraði upp á svalir og ætlaði að toga óperusöngvarann niður. Myndaðist gríðargott sjónarspil úr þessu öllu saman, óperusöngvarinn orðinn rauður og hás og fulla liðið æpandi og gólandi. Minnir þetta einna helst í minningunni á sniðugt atriði í skandinavískri gamanmynd, e.t.v. frá árunum eftir seinna stríð. Sagan endaði náttúrlega á að Kristján gafst upp og bytturnar dröttuðust í burtu. 

30.11.04
Ég fékk ælupestina og niðurganginn eins og annar hver maður. Hafði étið Jóa Fel ís með Mars-sósu svo þetta var brúnt í báðar áttir. Unaðslega ógeðslegt. Lá svo í móki og sótthitadraumar sóttu í sig veðrið. Óútskýranlegt rugl en gaman, einkenndist af þráðum eða ormum sem mögnuðust eins og endalaust margföldunardæmi. Var niðursokkinn í þetta alla nóttina á milli þess sem ég spúði Jóa Fel og Mars. Glápti á ensku knattspyrnuna á sunnudag og margfaldaði orma. Las í bland Múrinn í Kína e. Huldar Breiðfjörð, en í þeirri bók skjögrar hann með sótthita eftir Kínamúrnum og því samkennd í huga. Nú er maður að ná sér, en eins og komið hefur fram er fátt unaðslegra en að ná sér. Að ná sér af veikindum er lífsfyllandi gleðitími. Ónefndur félagi komst að þessu á fylliríi og vildi að allir í samkvæminu spörkuðu í rassinn á sér svo hann gæti upplifað þá gleði að ná sér af rasssærindunum. Menn voru tregir í spörkin enda hvorki Jackass né 70 mínútur á markaðnum og menn svona almennt lítið fyrir að dangla í hvern annan. 
---
Ég fór svo í Árbæjarlaugina í morgun og hlustaði á gamla liðið, sem eitt allra getur chillað, enda á síðustu metrunum í gröfina.
---
Aldrei þessu vant er ég nokkuð sáttur við síðustu kjallaragrein.
---
Boðið er upp glænýjan Topp 5! 
The Soft Pink Truth - Do they owe us a living  Annar gaurinn úr Matmos (sem Björk fékk með sér á Vespertine) með sólóverkefni. Af plötunni Do you want New Wave or do you want the truth? – hér er gamli Crass-smellurinn endurhannaður á undursamlegan hátt.
Klark Kent - Don't care Trommari Police fékk nóg af frekjunni í Sting enda fékk hann aldrei að semja lög fyrir Police. Gaf því út sólóplötu undir þessu nafni. Fínasta nýbylgjupönk finnst mér.
Polysics - My Sherona  Japanageðveiki. Fer líklega í sögubækurnar fyrir að vera síðasta bandið til að gera session fyrir John Peel.
The Stranglers - 5 Minutes Lagið sem breytti öllu á Íslandi 1978. Enn jafn ferskt og þegar maður heyrði það og sá videóíð í sjónvarpinu 1978. Skyldumæting í Kópavoginn á laugardaginn.
Pornopop - Centre Íslenskir snillingar, ósýnilegir bræður. Gerðu algjöran undergránd disk 1996, "Blue", en eru nú mættir aftur með " ...AND THE SLOW SONGS ABOUT THE DEAD CALM IN YOUR ARMS", sem væri diskur ársins ef einhver myndi heyra hann. (Fæst í 12 tónum). Fleiri lög má svo dánlóda á heimasíðu Pornopop.

25.11.04
Fyrsta opna íslandsmeistaramótið í Popppunkti – Íslenska tónlistarspilinu – verður haldið á efri hæð Grand Rokks laugardaginn 11. desember kl. 16. Þetta er útsláttarkeppni og keppt í einstaklingsflokki – þ.e. menn eru einir "í liði". Sigurvegarinn fær stórfengleg verðlaun, Poppunktsspilið auðvitað og svo glæsileg verðlaun frá Mál og menningu og Grand rokki. Skráning er hafin í ppspil@hotmail.com. Í emali skulu keppendur tilgreina nafn, gsm-númer og netfang. Keppnin er öllum opin, en mótsnefnd tekur sér það bessaleyfi að hafna keppendum séu þær skuggalegir. Nei nei.
---
Erpur Eyvindarson í Hæstu hendinni er óskalagasjúklingur þáttarins DOKTOR DOKTOR sem Skonrokk sendir út á morgun, laugardag, á milli 12-15 og verður svo endurtekinn á sunnudaginn kl. 15-18. Auk þess: haugur af góðu stöffi og mikið af Stranglers enda bara vika í það sögufræga snilldarband á klakanum.
---
Það eru allir búnir að fá ælupest hér á heimilinu. Ég er dauðhræddur um að ég byrji næstur að gubba úr mér lungun. Skerí. Og ekki er það upplífgandi að Haraldur Briem er á hverjum degi í fréttum Stöðvar 2 að segja að fuglaflensan muni skella á bráðlega. 3000 deyja bara svei mér þá ef ég skil hann rétt. 

23.11.04

Hékk á Austurvelli lungan úr deginum að taka upp auglýsingar fyrir Popppunktsspilið. Skítaveður og ennþá hrollur í mér. Vorum með PP-settið fyrir framan Jón Sig og svona "PP fer til fólksins" eitthvað. Næstum búnir að ná Halldóri Ásgrímssyni til að leika í einni auglýsingunni. Hann og aðstoðarmaðurinn komu smælandi og Felix ætlaði að spyrja þá "Hver söng Traustur vinur?" en þá var batteríið akkúrat búið í tökuvélinni. Dóri var kumpánlegur og hristi á mér ískalda höndina. Landsföðurlegur mjög og ég gleymdi alveg að hann og Davíð eru morðingjar í Írak, siðferðilega séð. Kristinn sleggja kom þarna líka. Hvað heita systurnar í Sister Sledge vildi ég að hann væri spurður en hann slapp. Nema hann er kannski ekki kallaður Stenni Sleggja. Annars verða þetta glæsilegar auglýsingar og ekki síst fyrir það að í þeim leika bæði pabbi og amma bræðranna Sindra, Sveins og Sigurjóns Kjartanssonar og stóðu sig frábærlega. Ætli þær byrji ekki að berja á landsmönnum um helgina.

---
Hér eru glæsilegar myndir af Fallgigginu í boði Óskars P. Þau í Fall skyldu eftir nokkra stórglæsilega t-boli í stærðinni L og ef þú hefur áhuga á bol skaltu skrifa hingað... 

21.11.04
Topp 5 er með "erlendar hljómsveitir og listamenn á Íslandi-ívafi". 
The Other Half - Mr. Pharmacist: Hér er kominn orginallinn af þessu stuðlagi The Fall. The Other Half var obskjúr bílskúrssýruband frá San Fransisco og þetta kom upphaflega út 1967. 
Shitmat - Day O: Hér er tekið innan úr smelli mannvinarins Harry Belafonte af hinum stórkostlega Shitmat.
Stranglers - Norfolk Coast: Titillag nýjustu plötu Kyrkjaranna. "Hafa engu gleymt". Á Íslandi 4. des.
The Beach Boys - The little girl I once knew: Einn mest obskjúr síngull Beach Boys á 7. áratugnum. Kom út um haustið 1965 og hljómar eins og brú á milli fyrstu stuðlaga sveitarinnar og "dýpri" pælinga sem fóru að grassera upp úr þessu og sprungu út á Pet Sounds. Þetta frábæra lag náði bara 20. sæti í USA sem þótti slappt. Helst var um kennt hinum framúrstefnulegu þögnum í miðju laginu, sem dj-um þess tíma fannst bara "dead-air". Efast um að Beach Boys Band taki þetta í kvöld. Enn til miðar á Esso stöðvum. Eitthvað um 4000 kall tveir miðar í setti ef greitt er með Visa.
B.A. Robertson - Bang Bang: (úr bókinni "Eru ekki allir í stuði"): Í tilefni af 15 ára afmæli Karnabæjar í maí 1981 kom skoski pöbbarokkspopparinn Brian Alexander Robertson til landsins. Hann hafði komið laginu "Bang Bang" í annað sæti breska vinsældalistans árið áður. B.A.Robertson, eins og hann kallaði sig, var 29 ára og manna ólíkastur poppstjörnu; stór og luralegur með skúffu, og gaf sig enda sjálfur út fyrir að vera lagasmiður fremur en söngvari. Hann ætlaði að kanna aðstæður til tónleikahalds hér og árita plötur. Vel hafði verið kynnt undir komu popparans, nýjasta platan Bully for you var mest selda plata landsins, og lagið "Flight 19" vinsælasta lagið. BAR, eins og hann var kallaður hér, kom að morgni og var strax drifinn til Akureyrar, þar sem hann áritaði eins og vitlaus maður í tískubúðinni Cesar. Í Reykjavík átti BAR að árita í Karnabæ í Austurstræti, en þar var plötubúð Steina til húsa. Áritunin átti að hefjast klukkan 15., en flugferðinni seinkaði svo BAR kom ekki fyrr en rúmum klukkutíma síðar. Þá var ekki bara plötubúðin og fatabúðin við hliðina orðin full af æstum unglingum, heldur var Lækjartorgið allt undirlagt af spenntum krökkum sem höfðu byrjað að bíða stjörnunnar klukkutímum áður en hún átti að mæta. Mörg hundruð eintök höfðu þá selst af nýju plötunni, því allir vildu áritun og ströng fyrirmæli höfðu verið gefin út að BAR myndi eingöngu árita þá plötu. Starfsmenn í fatabúðinni andvörpuðu þungan því það var enginn vinnufriður fyrir múgnum sem varð órólegri með hverri mínútunni sem leið án þess að poppstjarnan sæist. Voru margir farnir að tauta um hneyksli þegar stjarnan með skúffuna birtist loks um klukkan hálf fimm. Margir krakkar voru þá orðnir fölir og ræfilslegir af loftleysinu í þvögunni, en gátu þó stunið upp viðeigandi aðdáunarveini þegar BAR fór að krota á plöturnar í gríð og erg. Hann áritaði á allt sem fyrir var -- jakka, bækur, bindi og hendur -- en hafði ekki undan og margir litlir krakkar snéru grenjandi heim til sín án áritunar. Eftir lætin á Lækjartorgi fór BAR á Naustið á blaðamannafund og flaug svo heim daginn eftir. 
Koma popparans vakti gríðarlega athygli -- "Hundruð unglinga biðu í marga tíma" sló Tíminn upp daginn eftir á forsíðu. B.A.Robertson kom hins vegar aldrei til tónleikahaldsins og hvarf hratt af sjónarsviðinu eftir að hafa gert þriðju sólóplötuna sína 1982. Hann lifir þó eflaust enn á deginum þegar hann var stórstjarna á Íslandi, enda fullyrti hann að þetta hefði verið "einhver stórkostlegasti dagur í lífi mínu" í viðtali við Vísi.

19.11.04
Fallerað í gær. Gamli kallinn í stuði. Fallegt að sjá þegar Kalli á Grand rokk leiddi hann upp á svið eins og kalkaða ömmu sína. Öfugt við ímyndina er Mark E ægilega næs bakkstage en svo sem paranoid eins og vill verða með amfetamínætur. Brosti tannlaust framan í alla sem vildu drekka með honum. Þessi kona hans er eitthvað geðsýkisbrak, sýndist mér, en litlu strákarnir bara svona einhverjir rokkstrákar að hafa gaman að því. Mér fannst nú skemmtilegra í Austurbæ, betra sánd þar og svona, og kallinn með gott sjó, en hann gerði lítið hressilegt í gær, eða allavega þar til tvö lög voru eftir en þá fór ég heim. Prógrammið hjá þeim í gær var svona: Clasp hands, Bo Doodak, Box, Mountain, Mad Mock, Sparta, Wrong place/Grass grow!, Pharmacist, Green eyed, Janet Johnny, Blindness + What about us, White light, Touch, Foldin. Rosalegt drullusánd líka, kraftlaust, enda Mark snemma búinn að kippa trommumækunum úr sambandi. Fall flugu heim í morgun. Ég veit um nokkra sem eru gríðarlega fegnir!
---
Besti útvarpsþáttur landsins, DOKTOR DOKTOR, er á morgun kl. 12-3 og nú erða Gunnlaugur úr Brain Police (skv DV með flottasta umslagið í ár) sem mætir með óskalögin. Einnig tryllingslega mikið af ógeðslega góðri mússik (að vanda).
---
Hmmm... Hin mjög svo frambærilega rokkhljómsveit Brian Johnstown Massacre bíður upp á allar plöturnar sínar ókeypis hér! Svo erða hljómsveitin Delicia Mini sem er dönsk með einum íslendingi innanborðs, Kristjáni Eggertssyni, veit svo sem ekki hver það er. Bandið er víst að gera allt vitlaust í Danmörku, en það spilar fínt indí popp. Leibellinn þeirra bíður upp á nokkur ókeypis lög.

18.11.04
The Fall var ansi magnað í gær. Sviðframkoma og stælar Mark E Smiths eru nú "ðe talk of ðe town" enda mikið rugl á karlinum en samt allt bara "act", svona næstum því. Mikið pönk. Ellimanna pönk. Og meira pönk í kvöld á GRAND ROKKI á milli 10-01 því þá verður allt stuðið í gær endurtekið en nú í svitabaði. Vonbrigði urðu svo uppveðraðir að spila í gær að þeir ætla að spila aftur, Dr. Gunni tekur allt annað og lengra sett en í gær og svo mun The Fall gera eitthvað magnað. 1000 kall inn og bjór með. Ekki spurning!

17.11.04
Hei, Fall í KVÖLD í Austurbæ kl. 20. Þú mætir eða ég (ritskoðað)!!!

16.11.04
Hei, Fall á morgun. Þú mætir, þaggi?
---
Held að Rúv hafi toppað leiðindin sem þeir voru með um daginn þegar þeir sýndu heimildarmyndina um bókasöfn. Í kvöld eru þeir nefnilega með heimildarmyndina "Langvinn lungnateppa".
---
Birgir Örn, aka Curver, tekur nú til heima hjá sér undir formerkjum listarinnar. Æsispennandi bein útsending hér og myndablogg hér.
---
JÁ! Hið magnþrungna POPPPUNKTSSPIL er komið út! Hef opnað síðu tileinkaða fyrirbærinu hér. Nú hefst plöggið maður... Plögg til jóla. Keyptu spil! Þetta er frábært spil fyrir alla fjölskylduna! Nei í alvöru! 

15.11.04
Popppunktsspilið er komið til landsins. Það er verið að keyra það í búðir. Meira síðar.

12.11.04

Það styttist í tónleika The Fall á Íslandi. Sá bandið bæði 1981 og 1983. Hvoru tveggja frábær gigg í minningunni og höfðu mikil áhrif. Var virkilega spenntur og uppveðraður. Tónleikarnir 1981 voru í Austurbæ um miðjan dag á laugardegi. Svona kl. 15. Fallarar höfðu verið daginn áður á Borginni fyrir fólk sem hafði aldur. Purrkur Pillnikk hitaði upp og gekk svo vel í Fallara að bandið var tekið með á Englandstúr. Sjarmi The Fall er illskýranlegur. Bandið leitt af Mark E Smith, sem er goðsögn í lifanda lífi, sérlundaður, dópisti og bytta, asnalegur útlits, hálfgerður krypplingur, grindhoraður og tekinn. Í sama flokki og snillingar eins og Serge Gainsbourg og Megas. Menn segja að hann hafi komið hérna fyrir nokkrum árum og Bragi Ólafsson hafi fundið hann dauðann undir Hallgrímskirkjuvegg. Hann muldrar/tautar/syngur oní hjakksama tónlistina sem þrátt fyrir þessa lýsingu er snilld, illskýranleg snilld. Maður þarf að vera inn á tónlistinni til að fíla hana, hún kemur ekki til manns af sjálfsdáðum, maður þarf að bera sig eftir henni. Acquired taste eins og sushi.

1981 var "Slates" nýjasta platan. 6-laga 10" EP og alveg frábær. Líklega uppáhaldsverk The Fall í mínum huga. Fyrsta lagið á Fall-spesíal Topp 5 er af henni: 

The Fall - Leave the capitol

Þegar bandið kom 1983 var það að spila stöff sem kom á plötunni Hex Education Hour, súrt hjakk en algjör snilld. Þeir tóku nokkur lög upp í Hljóðrita þar á meðal 

The Fall - Iceland

sem segir frá dvölinni hér, m.a. þegar Mark E Smith hitti Megas. Annars má lesa nánar um ferðir The Fall á Íslandi hér. Ég var í Austurbæ enn og aftur 1983. Man það helst að ég kynntist Jóa í 12 tónum á þessum tónleikum og "dansaði við hann" eftir göngunum í landavímu og almennu stuði, enda ekki á hverjum degi sem hér spiluðu góð bönd á þessum árum. 

Næst segir af Fall þegar hinn ljóti Mark hefur krækt sér í píkulega kanastelpu, Brix, og er barasta giftur henni. Þetta kveikti vonir í brjósti ungra rokklúða, en tónlist The Fall verður poppuð á tíma enda Brix byrjuð að spila með bandinu og semja lög. Út úr þessu kemur m.a. poppaðasta lag The Fall 1984:

The Fall - C.R.E.E.P. 

Bandið pumpar út músik en leiðir skilja að hluta. Ég er ekkert svo rosalega að fylgjast með þeim, en tékka þó iðulega á bandinu, fæ mér flestar plöturnar og svona. Árið 1987 kemur t.d. hittarinn

The Fall - Hit the North part 1

sem er gífurlegur. Bandið hjakkar og hjakkar. Mark E Smith skiptir um meðlimi eins og nærbuxur og gefur út og gefur út. Ég missi þráðinn, en tékka á bandinu 1996 eða svo út í London. Finnst ferlega slappt. Greinilega niðurlægingatímabil. En það gleðilegasta er að Mark er í þrusustuði í dag, með gott band sem hann er búinn að vera með í nokkurn tíma og nýjasta platan, The Real New Fall LP (formely Country on the Click), er drullufín. 

The Fall - Open the boxoctosis #2

er lag af henni. Samkvæmt heimildum eru Fallarar að spila lög af henni, óútgefin lög og hina og þessa hittara úr fortíðinni. Er auðvitað gríðarlega spenntur fyrir þessu. Lýk þá Fall-hjali en vonandi lætur þú sjá þig á miðvikudaginn í Austurbæ. Ekki er verra að Vonbrigði hita upp (mögnuð plata frá þeim loksins að koma út) og við strákarnir í Dr. Gunna tökum nokkur lög, þ.á.m. verður frumflutningur á laginu "Mjallhvít" sem ég þarf að drífa mig að semja texta við. Eitthvað um að Mjallhvít sé tík af því hún æsti bara dvergana sjö upp en gerði ekkert fyrir þá kynferðislega af því þeir eru minnihlutahópur en var svo öll útglennt og slefandi þegar sæti prinsinn mætti. Týpískt.
---
p.s.
Heimasíða The Fall
Hér eru textar Mark E Smith. Stórkostleg uppspretta alveg hreint.

---
Á morgun í DOKTOR DOKTOR!: Fullt af Fall og annað gott stöff á alla kanta og óskalagasjúklingurinn hinn kumpánlegi Þórir sem er að gera það gott með nýrri plötu.

---
Fortíðin hér: