TOPP 5! 37. vika: Kukl - Pökn (fyrir byrjendur) / The Tritons - Satisfaction / Cheap Trick - Come on come on come on / Grizzly bear - On a neck, on a spit / The Boomtown rats - Looking after no. 1    ELDRI LISTAR
15.09.06
Minnispunktur til vinnuveitenda minna á 365: Á Íslandi búa 3.000.000 300.000 manns. Ég hefði getað sagt þeim þetta þegar NFS byrjaði en það spurði mig enginn.
---
Annars útiloka ég ekki neitt. Alls ekki neitt.

14.09.06
Kjafturinn á mér er Kani og því eru uppáhaldsdagarnir mínir núna: Amerískir dagar í Hagkaupum. Ég beið auðvitað fyrir utan búðina í morgun þegar opnaði með svartan ruslapoka til að ná nú sem mestu af rótarbjórnum. Í ár er boðið upp á þá Shasta og Super-Chill, sem báðir eru frekar bónus-legir rótarbjórar og ekki í háum gæðaflokki. Engu að síður ágætis stöff sé maður fyrir rótarbjór. Ef ég væri ekki í svona ströngu aðhaldi, eða væri með líkama sem brenndi meiru en eðlilegt er, hefði ég svo keypt allskyns gúmmilaði sem boðið er upp á: t.d. þrjár tegundir af súkkulaði etc húðuðum eplum, vanillu Cherrios, Reeses' pínötbötter cheesecake og ritzkex með pínötbötteri. Semsé algjör geðveiki og ég þurfi að láta þrjá hesta draga mig slefandi út. Engu að síður er ljóst að líf mitt öðlast ekki gildi fyrr en ég verð kominn með tvöfaldan ísskáp með klakavél. Ég vinn að þeim draumi hörðum höndum. 

13.09.06
Hér (eða í kommentakerfinu) er ekki haldið vatni yfir því hvað ég er æðislegur. Meira svona takk! Nei annars þá er viðtalið við Týra þónokkur snilld en það er nú helst vegna þess að Týri er svo mikill meistari (já og svo er myndin góð og ef hún verður ekki kosin portrettmynd ársins á næstu sýningu fréttaljósmyndara þá er ég illa svikinn).

11.09.06
Ég man ekkert hvað ég var að gera í síðustu viku en ég man vel hvað ég gerði fyrir fimm árum. Svona var bloggið þá: Þessi dagur er hér með opinberlega gerður að VERSTI DAGUR LÍFS MÍNS-Dagurinn. Húsið hefur verið í fokki - allt út af einu sprungnu kaldavatnsröri. Lak niður á næstu íbúð og rústaði vegg og eldhúsinnréttingu. Ég og vinur minn Steini gerum við, eða réttara sagt, hann, því ég er klaufskari en handalaus maður. Allavega, byrjum um morguninn í þessum iðnaðarleiðindum. Koma eldhúsinnréttingunni upp aftur. Ikea helvíti. Klukkan 1/2 2 hringir konan hans, segir að annar turninn standi í logum. Unnusta mín kemur heim og er á bömmer. Segir: Ég fer sko ekki til NY, en þannig er að við vorum búin að borga miða til NY, en áttum reyndar ekki að fara fyrr en eftir tvo mánuði. Vonandi verður ástandið skárra þá. Ég trúi þessu ekki. Er ekki alveg að melta þetta. Geri mér ekki grein fyrir stærð málsins. Jæja fokkitt. Upp í Ikea. Steini gleymdi miðanum með málunum í öllum látunum, svo hann ekur eftir honum, en ég og unnustan mín étum í Ikea (5.2 af 10). Þar er tómlegt. Svo að kaupa varahluti í eldhúsinnréttinguna á neðri hæðinni sem við rústuðum. Lamir? Það eru til 50 tegundir af lömum!!!! æpir stressaður strákur á Ikea-lagernum. Segir svo að hann sé bara svona stressaður út af WTC. Að mamma hans vinni þar. é ræt. Fram á kvöld er eldhúsinnrétting djöfulsins sett upp. Það er leiðinlegt. Á meðan fer allt til fjandans og súpermarkaðurinn í kjallara WTC sem ég var búinn að skoða á netinu er ekki til lengur. Og þúsundir dauðra. Ekkert nýtt kannski að saklausir borgarar deyi. Nú eru það bara Ameríkanar.
---
En hvað svo? Djöfull væri nú eitthvað annað hljóð í strokknum ef Al Gore hefði tekið þetta á sínum tíma. Ætlekki það. Kjósendur eru hálfvitar.
---
Það vita allir að Simpsons eru snilld. Hér eru tveir snillingar á bakvið snilldina í viðtali við enn einn snillinginn...

10.09.06
Góðan daginn gott fólk og velkomin að skjánum. Mætti kannski bjóða yður ljóðablað, ég meina Topp 5? Eða er herrann kannski ekkert hrifinn af Topp 5?


Kukl - Pökn (fyrir byrjendur): Óendurútgefin B-hlið af fyrstu og einu smáskífu Kuklsins. Þarna má heyra grunninn að glaðværð Sykurmolanna. Í dag eru einmitt 23 ár síðan ég sá Kukl í fyrsta skipti því í dag eru 23 síðan mikil friðarhátíð með Crass var haldin í Höllinni. Hátíðin breyttist þó í leiðindi því Crass voru svo leiðinleg og voru rúður brotnar og tennur mölvaðar. Ég man að mér þótti Kuklið gríðarlega gott og ég sá þau eiginlega aldrei í jafn miklu stuði og einmitt þarna. (Bónus: Crass - So What. Crassslagari sem bæði Fræbbblarnir og F/8 kóveruðu. Maður bjóst við svona stöffi á tónleikunum en fékk bara frumflutning á tónverkinu Christ the album, gvöðdómlegum leiðindum.)


The Tritons - (I can't get no) Satisfaction: Magnað ítalskt kóver af þessari Stónssnilld frá 1973. Ku m.a.s. hafa verið nokkuð vinsælt á sínum tíma. Ég sé fyrir mér Ítala með yfirskegg og barta og fráhnepptar skyrtur. (Bónus: Boyce & Hart - Jumping Jack Flash, annað kúl kóver frá svipuðum tíma. Boyce & Hart samt aðallega þekktir sem lagahöfundar, m.a. Stepping Stone með Monkees.)


Cheap Trick - Come on come on come on: Þessir gömlu rokkarar voru hreint magnaðir á köflum in ðe seventís en eitís og næntís með allt niðrum sig og skít í buxum. Á nýjustu plötunni Rockford (þeir eru frá Rockford, Illanojs) þykja þeir komnir í gamla góða iðnaðarrokk/popprokk stílinn og þetta lag af plötunni sýnir það klárlega. Cheap Trick eru með lúkkið á hreinu og hafa alltaf gert: Tveir ljótir og tveir sætir og gítarleikarinn í köflóttu. Topp band! (Bónus: Cheap Trick - Come on come on af læfplötunni At the Budokan, sem þeir slógu í gegn með 1978)


Grizzly bear - On a neck, on a spit: Af Yellow House sem nýlega er komin út hjá Warp. Bandarískt band og svokallað hugarfóstur eins gaurs, Edward Droste. Fiftí fiftí Beach Boys og Animal Collective. Það er að gera mjög góða hluti í augnablikinu í skjóttskipastveðurílofti tólistarheimsins og út um allt í mp3blogginu. Þess má geta að sveitin gerði splittsingul með íslensku sveitinni Seabear (meik í aðsigi) á dögunum.


The Boomtown rats - Looking after no. 1: Það er erfitt að trúa því en einu sinni var Bob Geldof að gera góða hluti í músikinni. Hér er hann með gömlu góðu pönkrottunum sínum á fyrsta singli frá 1977. Ljómandi hressilegt pönkpopp.

09.09.06
Ég þarf að kaupa mér góðan kassagítar með pikköpp og Fender Precision bassa. Á einhver sem hann vill selja?
---
Minni annars bara á útvarpsþáttinn góðkunna á morgun kl. 14 á XFM. Ofsa stuð.

05.09.06
Neeeiiiiii!!! 0-2. Ef Magni dettur út líka verður vonandi lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg.

04.09.06
Eftir alltof langt sumarleyfi hefur skemmtilegasta síða landsins tekið upp þráðinn á ný.
---
Neeeeiiiiiii! Ef Magnageðveikin væri zombie-faraldur væri nú búið að bíta síðasta ósmitaða einstaklinginn því Spegillinn - moðerfokking Spegilinn! - var með innslag um Rokkstar súpernóva í dag.
---
Eins og kemur fram á hinum virta tónlistarvef Rjóminn mæli ég með því að fólk hlusti amk einu sinni á ævininni á frummanninn í sjálfum sér. Ég hlusta á hann oft á dag og þá helst undir stýri. Áðan öskraði frummaðurinn m.a. þetta þar sem hann hékk á eftir gulum Yaris á leiðinni út í búð: Drífa sig kerlingabeygla! Áfram með þig þarna! ÁFRAM!!! ÁÁÁÁÁFRAMMMMM!!!!!!! Beyglan var fyrir framan mig alla leiðina út í búð á 30 á 50 km svæði. Svo fór ég og verslaði og fór í bankann og svona sjitt sem maður gerir og svo á leiðinni til baka hver heldurðu að hafi verið beint fyrir framan mig? Guli Yarisinn auðvitað. Mér fannst það svo fyndið að ég fór að skellihlæja og hætti lífi mínu við að taka framúr.
---
Færir menn á sviði jarðvarma mæla með þættinum um Veronicu Mars sem sýndur er á Rúv í kvöld. Ég tékka.
---
Annars er maður auðvitað þrautpíndur á Fbl og ég sem var búinn að vinna síðan 8 var beðinn um að taka viðtal við Súpermann, eða þann sem leikur hann í þessari bíómynd (sem ku totta fyrir allan peninginn). Hann er víst á Íslandi leikarinn. Þetta hefði kannski gengið ef viðtalið hefði ekki verið kl. 17:30. Ég vældi mig því frá verkefninu enda er bæði Súpermann og íslensk vinnusturlun stórlega ofmetið fyrirbæri.

03.09.06
Davíð segir þetta og Davíð segir hitt, hafa fréttirnar snúist um að undanförnu í hálfgerðum klögutóni. Hverjum er ekki sama hvað hann er að röfla? Annars leiðinlegt að þegar Steingrímur Joð kemur með hugmyndir að umbreytingu á status kvóinu fer tuðstúlkan hún Ingibjörg strax að snúa því upp í meting og leiðindi. Vá, djöfull var þetta leiðinleg bloggfærsla. Hér kemur fokking topp 5imm þó maður hafi nú varla orku í svona eftir Fréttablaðsvinnudag og kvöldverð á Ruby Thuesday þar sem fjölskyldan fagnaði 4 ára brúðkaupsafmæli (silki). Gríðarlega kýld vömb og eitthvað "fínna" tekið seinna. Maður fer ekki með 2 og 11/12 ára upptjúnaðan rauðhaus á Salt.
---
Já fokking topp 5 vesgú:

Hjálmar - Vagga vagga: Hjálmar eru "hættir", eins langt og það nær. Áður en þeir sprautuðu síðustu dropunum í skaut eilífðarinnar (ha?) tóku þeir upp tvö lög, hundleiðinlegt Stuðmannakóver og þetta, eitt albesta lag ferilsins. Hlustið og sprettið grön. Kombakk 2011 ef ekki fyrr.


The Rutles - Piggy in the middle: Kvikmyndin er snilld, ekki síst fyrir glæsilega kópíutónlist Neils Innes sem leikur Lennon í myndinni. Hér er sætt dæmi. Hlustið og etið kex.


Reykjavik - All those beautiful boys (The Syntax Gaymix): Valdi fótbrotni bassaleikarinn og \7oi bróðir hans útbjuggu þetta frámunalega diskómix. Hlustið og víkkið görn.


Lush - Baby talk: Skóstörupopp frá síðustu öld. Ég var einu sinni pennavinur japönsku stelpunnar í þessu bandi áður en bandið sló í gegn og man sterklega eftir því þegar hún sagði mér frá því að "einhver hippi hefði fengið að ríða henni". Mér fannst þetta frekar fúlt því ég var farinn að gera mér vonir. Nei ég á bréfið ekki ennþá. Hlustið og fáið yður anórakk.


Love - Stephanie knows who: Bókin sem ég keypti er algjör snilld eins og 3 fyrstu plötur bandsins. Þetta glæsilega popplag er af Da Capo, sem væri líklega betri en Forever Changes ef sveitin hefði ekki troðið einu leiðinlegu lagi (djammlaginu Revelations) á alla B-hliðina. Hlustið og minnist meistara.
---
Hér er nokkuð athyglisvert mál sem ég hef ekki heyrt pælt í áður. Menn þykjast greina íslensku í miðju Bítlalaginu Yellow Submarine (eina lagið sem karókísöngvarinn DJ Stalin kann, eins og áður hefur komið fram), nánar tiltekið setninguna "Hljómsveitin er íslensk" og með fylgir hljóðbútur. Skv bókinni góðu eru þetta þó bara þeir Lennon og Makka að grínast í ekkóklefanum og búa til "sæfarendaleg" hljóð. Það er þó ekki alveg útilokað að íslenskt ættaður rafvirki eða húsvörður hafi fyrir tilviljun verið í Abbey Road hljóðverinu á þessum tíma og verið dreginn með í tjúttið. Það eru þó engar heimildir fyrir því, það best ég veit.

02.09.06
Í Svínasúpunni var einu sinni brandari um Ödda Blö sem var með syni sínum að gefa öndunum og fór síðan að æpa Ég er ekki einstæður faðir! Ég er ekki einstæður faðir! Ég samsvaraði mér ágætlega við þennan brandara þar sem vér feðgar tókum pakkann í dag, sund, McDonalds, Húsdýragarðinn, ís. Lufsan í útlöndum og sonurinn að venja sig af bleyjunni með tilheyrandi pissíbuxur og jafnvel kúkíbuxur veseni. Ég er alveg að fíla mig í þessu, sérstaklega þar sem ég hitti ónefnda hljómlistarmenn í ísbúðinni sem sögðust bara hafa verið þunnir að horfa á fótbolta í allan dag.

30.08.06
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt. Hélt alltaf að maður fengi uppreisn æru, en þá er það víst uppreist æru, a.m.k. skv. Fbl í dag, Árni Johnsen sem sé. Helstu fréttir annars að ég hékk vakandi í gegnum ó-Woody-legu Woody Allen myndina Match Point, sem segir e.t.v. sitt um gæði hennar. Þá er sjoppan hér á móti að leggjast af til að rýma til fyrir íbúðum. Sjoppueigandinn á leið á sjóinn. Segir ekkert upp úr þessu að hafa. Fúlt að hafa ekki sjoppu beint á móti sér, en það voru nú kannski einum of mikil lífsgæði hvort eð er.
---
Um árið bloggaði ég eitthvað um æsandi seventís rokksögu sem gerðist í LA og innihélt kókaín, Jakob Frímann, Önnuna hans, Helgu Möller og Óla í Partýpítsu. Það fylgdi sögunni að Rassi Prump hefði notað söguna í æsandi gjörningi. Hér eru æsandi ljósmyndir frá þessu. Meira svona hr. Rassi!

29.08.06
Ljóðabókin Barkakýli úr tré e. Þorstein Guðmundsson er komin út. Hér er dæmi:

Éttu á þig gat
þannig að út um það renni frat.

Melting er ofsalega eitís.
Rassgat.

Hér er næmi:

Fólk er sjúgandi 
hvert annað
um allan heim.

Að lokum Sæmi. Rokk?

Alvöru karlmenn
fá standpínu við uppvaskið.

Mæli heilshugar með henni! Tvímælalaust besta íslenska ljóðabókin síðan Einar Már sendi frá sér Er einhver í Kórónafötum hér inni?
---
Kæra dagbók. Ég er eitthvað sloj þessa dagana. Ég get bara ekki vakað lengur en til svona 22:30 á kvöldin. Síðustu daga hef ég rotast yfir dagskrárliðunum Glæpahneigð, The Pledge og Law & Order: Criminal intent. Mér tókst heldur ekki að lafa yfir mynd sem við leigðum á Voddinu, Everything is Illuminated, sem ég myndaði mér þó þá skoðun um að væri góð áður en lak slefandi í koddann. Söngvarinn í Gogol Bordello leikur á móti Fróða í henni.
---
Hefi lokið fyrsta uppkasti að handriti Abbababbs! Það þarf svo eitthvað að juðast í þessu. Margir landsfrægir snillingar eru orðaðir við leikritið. Verið er að skoða heppilega sýningarstaði. Frumsýnt í janúar 2007. Byrja að vinna 9-5 á Fréttablaðinu 1. september. Ágætt að svissa annað slagið á milli frílans og fasts djobbs. Búinn að vera í full miklum rólegheitum í allt sumar kannski svo það verður ágætt að hamast um hríð.
---
Haustið að koma. Fíla það. Flott árstíð. Vorið er líka fínt. Og sumarið og veturinn. Helvíti er ég jákvæður. Ég kenni Lýðheilsustöð um og plattanum þeirra á ísskápnum um Geðorðin 10.

28.08.06
Ég er að segja ykkur það, það eru allir að meikaða í útlöndum! Og núna íslenskir ógæfumenn líka. Einn Kristjaníuróni sleppur með skrekkinn í undirgrándinu í Köben og í brasilískum fangelsum stendur landinn sig eins og hetja með tálgaðan tannbursta. Við erum best! Líka í ógæfunni.
---
Þunglyndiskveikjandi: Umræður um Framsóknarflokkinn og Kárahnjúkavirkjun. Léttlyndisvekjandi: Auglýsingaherferð Leikfélags Akureyrar og möguleikinn á leikhúsferð norður via Jólaland. Einnig: Kvikmyndahátíðirnar framundan.

27.08.06
Ég skal nú segja ykkur það að hér er Topp 5 og nú getum við sko aldeilis fengið að heyra eitthvað íslenskt maður já já og jamm:


Pétur Ben - Something radical: Platan hans Péturs er gífurlega fullorðins og erlendis. Hér er gott lag (þau eru mörg önnur) og þú ættir að kaupa plötuna. mæspeis


Retro Stefson - Medallion: Unnsteinn er aðalmaðurinn í þessu stórkostlega stuðbandi sem notar latínófíling oná brauð. Maður bíður með öndina í hálsinum eftir fleiri lögum en á meðan dugar þetta geðveikt vel. mæpesis


Dýrðin - Popp og co: Maggi Strump og félagar nota sykur oná popp og Dýrðin ætlar að skulta út plötu í útlöndum á næstunni. Þau eru líka alltaf að spila í lesbíubænum Northampton í Mass. meispæs


Hafdis Huld - Tomoko: Álfastúlkan ríður um héruð og varpar nú mínímalískri plötu (Skítugt pappírsmál) á mannskapinn. Búast má við innihaldsríkum umræðum um íslenska mosann. Hér er skemmtilegt lag um japanska stúlkukind sem erfitt er að umgangast. mispesæ


Bíbí & Friends - CFA: Fádæma flippískt en þó með kjöti á beinunum. Virðist vera listamaðurinn Junglizt (frændi minn!) ásamt vinum sínum. mæpseis
---
Bónus: FIMM TIL Á MÆSPEIS: Bertel! / 2 leikmenn / Lada Sport / FM Belfast / Áhöfnin
---
Í dag kl. 14 á XFM: Tónlistarþáttur Dr. Gunna. Meðal efnis er lag um fólk í Che Guevera bolum, heildræði fyrir verðandi mæður og spikfeitur goth-pakki, en annars er þetta bara sama gamla súpan sem flestir með fullu viti ætti að geta notið í botn. Einnig ætti að vera hægt að hlusta á þáttinn síðar í tölvunni hér.

25.08.06
Utanlandsferðirnar eru ekki svipur hjá sjón upp á innkaup að gera. Einu sinni klikkaðist maður hreinlega í plötubúðunum. Í fyrsta skipti sem ég fór til útlanda þurfti ég að lifa á einni pylsu á dag í viku því ég var búinn að eyða svo miklu í plötur. Það var einhver leiðinlegasta vika sem um getur í Amsterdam. Það var þó ekkert á við Sigvalda sem eyddi öllu og þurfti að fara heim einni viku fyrr. Nú rétt nennir maður að kíkja í plötubúðirnar. Ég er auðvitað hættur að spá í diskum svo ég gramsaði í notuðum plöturekkum. Sú besta sem ég fann var Reckless Records í Soho. Þar keypti ég safnplötuna New Wave sem Vertigo gaf út 1978. Ég hefði getað reddað öllum lögunum á nokkrum mínútum á Soulseek, en það var umslagið sem ég var eftir. Ég átti þessa plötu nefnilega þegar ég var lítill og myndirnar voru eitthvað sem ég vildi rifja upp, kannski með þá von í brjósti að ég yrði ungur á ný við að skoða myndirnar af pönkurunum:

Bú hú... Allavega. Gott að eiga þessa plötu aftur. Nú er eðalfónninn minn af Pioneer gerð í viðgerð og svo verður þessu blastað. Hugsa sér að þetta var eina tónlistin sem ég keypti í ferðinni. Keypti líka nokkra dvd. Tvennt Bítlakyns:

Tvær um brenglaða snillinga, Daniel Johnston og Wild Man Fischer:

Svo tvær bækur, eina stórkostlega Bítlalagabiblíu Og eina frábæra eftir trommarann í Love með inside info á hið áríðandi gullaldartímabil:

Annað keypti ég ekki fyrir sjálfan mig, nema auðvitað tvo kassa af Tazo chai tepokum frá Starbucks. Tótallí essensjal.

Þá er það komið á hreint!

24.08.06
Kannski væri ráð að fá sér síma með myndavél. Séns maður tæki fleiri myndir þá. Ég var með myndavélina með mér en tók bara tvær myndir. Eða réttara sagt, Biggi tók af mér tvær myndir, eina inn á hamborgarabúllu Bills Wyman, Sticky Fingers, eina fyrir framan styttu frá Páskaeyju inn á British museum. Sjálfur tók ég eina stuttmynd af sprenghlægilegu öreigahótelherberginu á Kings Cross. Þrjár nætur þar og tvær á hinu sögufrægu Adelphi hóteli í Liverpool, en þar sá mamma Johns Lennon um að bera fram beikon og egg á árum áður. Þegar við Biggi stóðum inn á Cavern í Liverpool, kjallaraholunni sem Bítlarnir skriðu út úr, eða endurbyggðri útgáfu af þeirri holu (sömu GPS hnit en aðrir múrsteinar) og sáum ágætan trúbador spila Bítlana varð ekki aftur snúið og massíf drykkjusessjón varð að veruleika. Tilfinningarnar báru mig ofurliði, eins og sagt er. Í Liverpool virtust vera tvær götur með börum og hressleika svo við flökkuðum á milli og sturtuðum í okkur. Tókum karaókí (Dj Stalin með Yellow Submarine - dansgólfið tæmdist) og eitthvað massíft rugl framundir morgun. Þar sem þetta var í fyrsta skipti í rúmlega ár sem ég datt íða var ég svo viðurstyggilega þunnur daginn eftir að ég kom engu niður fyrr en eftir nokkrar íbúfen. Við tókum Magical mystery tour og mér vöknaði um augun fyrir framan æskuheimili Pauls McCartney. Tókum Bítlasafnið og rússneskt veitingarhús. Í London tókum við m.a. Bodies sýninguna (smekkleg sýning með sundurtættum mannslíkum), British musuem, kvöldstund á The Comedy Store (en því miður var "spuni" þar og ég þoli ekki spunagrín), hamborgarabúlluna hans Wymans (fínt) og bara gott tchjill í stórborginni (Starbucks Frappuchino, John Smith smooth & creamy, Ed's banana peanutbutter malted sjeikinn). Aðalmálið var svo Rolling Stones giggið í Twickenham. Hér er símamynd af mér fyrir framan sviðið sem lítur út eins og Kauphöll Íslands, en er bara aðeins stærra:

Ég er ekki RS fan og varð það ekki þarna en Birgir og Freyr Eyjólfsson, sem nú var mættur í fjarveru Gríms Atlasonar sem ætlaði upphaflega með, voru gríðarlega hrifnir enda meiri fön en ég. Ég var svo langt frá að mér fannst ég alveg eins hafa getað horft á þetta á dvd. En vissulega sannfærandi stóriðnaður og gaman þegar fólki er skemmt. Ég er mest fyrir sixtís RS svo Paint it black og Let's spend the night together voru að gera það best fyrir mig. Fullt af Íslendingum þarna, mikið af spenntum körlum að sjá þá í 6 eða 12 skipti. Á svæðinu var 1 af hverjum 3 í Rolling Stones bol og svo sá maður nokkra karlfauska sem hafa tekið Keith Richards sér til fyrirmyndar og litu alveg eins út og hann nema þeir voru hlægilega sorglegir á meðan Keith er kúl, sögulega séð. Í miðju giggi sigldi sviðið út í mannhafið og félagarnir hömruðu Miss You, sem hefur í hugum okkar félaganna skýrskotun til fyrrum blaðasalans Gunnsa Gunn, og því var þetta hápunktur kvöldins. Ég keypti bol.

17.08.06
Ég verð nú bara að segja að það var frábært puplisití-stönt hjá Geir Haarde að þiggja boðsferð Ómars. Hann var óneitanlega prik fyrir það.
---
Mikk Jagger var með barkarbólgu og því var giggi Rollinga á Spáni aflýst í gær. Venjulega væri mér skítsama, en þar sem ég á miða á tónleika sveitarinnar á þriðjudaginn er ekki hægt annað en að fá hland fyrir brjóstið. Karlgormurinn er víst vanur að ná sér á 3-4 dögum af svona kvilla skv. aðdáendasíðunni og því ætti þetta að slefast. Ef ekki, þá það.
---
Kannski er þetta síðasti túrinn hjá þeim. Dettandi niðrúr tré, meðferðir og barkarbólga. Og ellikelling maður. Giggið verður örugglega síldartunna og ég sé einhverja depla í 300 km fjarlægð innan um 55000 manns og hlusta á smellina sem þeir virðast spila á hverju giggi. Alltaf sömu 20 lögin sýnist mér. En maður getur þá sagt að maður hafi séð þá. Brian Wilson, Paul McCartney, Ray Davies og nú Stones vonandi komnir í hús. Hvað er þá eftir í "sjáum þá" áætluninni? Tja, það væri magnað að ná The Who, sem einmitt eru á leið á túr. Bee Gees kannski, já ég sagði Bee Gees (snillingar!) og hva, XTC ef þeir spila einhvern tímann aftur. Man ekki eftir meira í augnablikinu.
---
Það klikkar ekki að þegar ég les söguna Ungi litli fyrir soninn langar mig ótrúlega mikið í heilsteiktan kjúkling. Ég lét það eftir mér um daginn og það var gott. Sagan er í hinni frábæru Ævintýrabók barnanna sem nú er uppseld hjá forlaginu. Ég gáði því ég er með bókina úr bókasafninu. Þetta eru grimmilegar sögur sem enda flestar með dauða. Annað hvort drepur úlfurinn eitthvað eða úlfurinn er drepinn. Ekkert sænsk pc-væl, bara lífið sjálft.
---
Næsta sólóplata er nú smám saman að fá á sig mynd í hausnum á mér. Þetta verður svakalega mikil stuðplata og voða lítið indí eða artí. Ég lýsi eftir bakraddasöngkonu sem kann líka á hljómborð og kannski gítar. Nóg vinna framundan og ekkert kaup. Meðal verðandi megasmella á plötunni eru Verum góð við hnakkana, Við hittumst í dauðatjaldinu, Birgitta Haukdal, Bubbi Morthens og Hey fréttamaður! Ætli ég nenni nokkuð að koma þessu út fyrr en á næsta ári. Ólíklegt vinnuheiti plötunnar er Ég þysja inn á rassgatið þitt.

16.08.06
Það er gífurlegt úrval af ljósmyndum af Valgerði Sverrisdóttir á netinu. Sé vel leitað má m.a.s. sjá myndir af henni þar sem hún lítur úr eins og kind. Þessi er bara ein af mörgum:

Nú er stóra spurningin bara: Hvernig fer sagan með konugreyið. Erum við að tala um hagsæld og hamingju og álstyttu í miðbæ Reyðarfjarðar eftir 30 ár eða hörmungur, ónýtt land og tæra birtingarmynd heimskunar? Spurðu mig 2036.
---
Þá er komið að því: Í dag kaupi ég hnébuxur.
---
Goðsögnin er sönn: Hrafn Gunnlaugsson drekkur Mix.

15.08.06
Aziz er standöppari frá New York. Hann er líka indígaur. Þetta er alveg þokkalega fyndið.
---
Það er ekkert leiðinlegt að horfa á myndbönd á YouTube:

I'm from Barcelona - We're from Barcelona
Dúndurhressir Svíar í ýkt glöðu formi. Söngvarinn hugsanlega litli bróðir Jóa Eiríks.

Jonathan Richman - New England
Hmm, líkur Alan Partridge, þú segir nokkuð. Megaskúbb: meistarinn hugsanlega á klakann aftur bráðlega.

Weezer - Keep fishin'
Gömlu Weezer.

The Pink Spiders - Little razorblade
Nýju Weezer.

Devo - Satisfaction
Ég er ekki fullnægður. Besta kóver ever.

Flying Lizards - Money
Ég vil pening. Besta kóver ever 2.

The Stranglers - Walk On By
Hún gengur framhjá. Besta kóver ever 3.

XTC - Are You Receiving Me?
Það fyrsta sem ég heyrði með XTC. Man ennþá eftir því þegar ég keypti þessa smáskífu á útsölumarkaði í Hallveigarstöðum.

Elvis Costello - Pump it up
Klassískur Kostello.

Annars er þetta You Tube bara geðveikt. Leitið og þér munið finna.
---
Church of the SubGenius. Er það ekki eitthvað fyrir þig, ó leitandi bróðir.
---
Til sölu er einn miði á Rolling Stones í London 22. ágúst nk. Verð 12.000 kr.

14.08.06
Ég heyrði að hinir snartrúuðu skýra hverinn á auglýsingunni sinni með því að þar sé verið að tákna þá "gífurlegu orku sem leysist úr læðingi þegar menn leggja samkynhneigðina á hilluna". Hmm? Er nú ekki gjósandi hver frekar freudískt tákn fyrir þann yfirfulla hver sem gýs á mönnum hvort sem þeim líkar betur eða verr? Samkvæmt þeim veiku er betra að "gjósa í svona holu en ekki svona holu, því það er bannað, segir Skruddan. 
---
Já já, en hverjum er annars ekki sama hvað þessum bjánum finnst. Verum bara feginn að búa ekki við alræði svona liðs eins og sumt af mannkyni þarf að búa við. 
---
Í gær var uppáferð á Hengil með gönguhópnum Blómey. Mér skilst að það hafi verið súpergott veður í borginni en á Hengli var þoka alla leiðina upp. Engu að síður flott og dularfullt umhverfi og skemmtileg ganga. Hér er auðvitað einn laufléttur Topp 5:


Peter Bjorn and John - Young folks: Flaut í poppi er síður en svo ofmetið fyrirbæri. Hér er sænskt dæmi, hljómsveitin Peter Björn og John sem er með þrjár plötur á bakinu en kannski núna að meikaða með þessu lagi sem söngkonan fyrrverandi úr The Concretes syngur með þeim. Flautpoppkúlismi.


Pink Military - Degenerated man: Af plötunni góðu úr Safnarabúð Valda. Söngkonan Jayne Casey var svaka hress og skömmu áður í hljómsveitinni Big in Japan með Holly Johnson, sem síðar stofnaði Frankie goes to Hollywood, og fleira Liverpool-liði. Eftir Big in Japan kom Pink Military og síðar Pink Industry. Plata Pink Ministry frá 1980 er í glæsilegum örlí 80s nýbylgjufílingi, reykur og uppháar pokabuxur, meiningar og kúl sem nú er verið að stæla í haugum. Jayne varð síðar mikilsmetin í listalífinu í Liverpool en býr nú ein með hundi og þremur kaktusum (að öllum líkindum).


Pop Levi - Blue honey: Málað poppskoffín frá Liverpool. Hefur spilað með Ladytron en gerir sig nú klárann í heimsyfirráð. Af nýrri smáskífu.


Sneaky Pinks - I can't wait: Laglegt fávitastuðpönk frá Arizona af nýlegri smáskífu. Metnaðarfullt – ekki!


You Say Party! We Say Die! - The gap (between the rich and the poor): Enn eitt indíbandið frá Kanada með indínafn og vælandi indísöngkonu – klikkar ekki! Hit the floor! heitir platan þeirra sem kom út í fyrra.
---
Jesús Kristur á gasgrilli! Það eru bara allir að meikaða! Fyrst Magni og nú Hugleikur. Þess má geta að ég á áritaða plötu með Á móti sól og nokkrar áritaðar bækur e. Hugleik. Hver þarf viðbótarlífeyrissparnað með svona gersemar til að selja í ellinni? 

12.08.06
Mogginn, það frjálslynda blað, birtir heilsíðuauglýsingu trúarsjúklinga á bls. 33 í dag. Nú er um að gera að byrja að safna og eiga 371.200 kr (sem heilsíðan kostar skv verðskrá) um næstu páska til að eiga fyrir auglýsingu sem verður einhvern veginn svona:

Svo er bara spurning hvort Mogginn er nógu frjálslyndur til að birta svona?
---
Annars verð ég á sviðinu kl. 16.

11.08.06
Sá í nýjasta Grapevine að Jón Gnarr er að skrifa ævisögu. Það er ýkt spennandi og vonandi talar hann lítið sem ekkert um Guð vin sinn.
---
Lesandi benti mér á Viidoo sem er eitthvað dæmi sem maður getur notað til að horfa á helling af sjónvarpsstöðvum.
---
Ég hringsnýst með það hvernig næsta Dr. Gunna plata eigi að vera. Einn daginn líkamsræktarteknó, hinn daginn þungarokk og nú langar mig helst að gera kassagítarstuðplötu a la Violent Femmes eða Party! með Beach Boys. Það þýðir þó ekkert að blanda þessu saman – næsta plata verður að vera "heilsteypt" af því að það er svo fínt.
---
Supertramp eru nú ekki sem verstir en ég nenni samt ekki að sjá skræka karlinn spila þetta á kassagítar. Sá Morrissey í vor sem er nóg en Lufsan ætlar að sjálfssögðu aftur og hefur tryggt sér sæti á fremsta bekk.
---
Át á Ósushi í hádeginu og fékk 15% afslátt vegna "góðrar umfjöllunar". Sko, maður græðir þá eitthvað á þessu!

10.08.06
Vondir rokkpabbar. Pabbi Wilson bræðranna barði þá bókstaflega áfram. Pabbi Jackson bræðranna píndi þá áfram en pabbi Johns Lennon stakk af. Þessir heiðursmenn leika aðalhlutverkin í glæsilegri teiknimynd e. Peter Bagge (Hate) og Dana Gould. Teiknimyndin er í 4 þáttum (1, 2, 3 og 4) og tekur nokkuð óvænta stefnu í loka þættinum!
---
Ég vildi að Ómar Ragnarsson biði mér í svona ferð eins og hann var að bjóða forkólfum þjóðarinnar í með opnu bréfi í blöðunum. Maðurinn er náttúrlega einn af fáum lifandi goðsögnum þjóðarinnar í dag.
---
Gat nú skeð. Ég að fara til London og þá þarf auðvitað allt að fara í skrall enn einu sinni út af þessu helvítis rugli öllu saman. Ömurlegt endalaust rugl – og hvílíkt helvítis andskotans bögg. Hámark böggsins er að springa í loft upp út af þessari helvítis dellu. Slappiði nú bara af og hlustið á Bítlanna.
---
Við erum viðurstyggilegasta dýrategundin. Þú þarft ekki frekari vitnanna við en fréttir á hverju kvöldi. Best fyrir náttúruna væri algjör útrýming en ég ætla samt ekki að sýna gott fordæmi. Svo má líka alltaf vona...
---
Enn og aftur tönglast ég á því sama - hvar eru gapastokkarnir? Væri ekki fyrirbyggjandi fyrir ofbeldishálfvita og ofsaakstursaula að vita að refsingin væri niðurlægjandi gapastokkur þar sem þeir fengju að dúsa (berir að neðan, ef brot væri slíkt (höfuðkúpubrot eða 150 km+)) yfir helgi samborgurum sínum til ánægju? Mér finnst þetta frábær hugmynd og ég vona að Bjössi sé að lesa. 
---
Það er meira hvað þessi Styrmir á Mogganum hefur áhrif. Það kikna allir í hnjánum yfir öllu sem hann segir og væla og skæla eins og pissudúkkur. Alveg er mér sama hvað maðurinn er að skrifa enda nenni ég aldrei að lesa það og rifja frekar upp gullfallegt sendibréf til að fá hina sönnu mynd.
---
Nú lítur allt út fyrir það að ég verði með í skemmtiatriði á Gei præd. Vonandi að Jesús og Guð fyrirgefi mér, eða a.m.k. Snorri. Á einhver leðurkaskeiki sem hann vill lána?
---
Í dag hef ég línkað bæði á Björn og Snorra. Er hægt að ná lengra en það?

09.08.06
Örlí Kraftwerk stöff af síðu í Singapore. Tékk itt.
---
Á sínum tíma fékk ég ágætis inneign hjá Valda í Safnarabúðinni fyrir cda sem mér tókst ekki að losna við í sölunni miklu. Í dag keypti ég nokkrar vinýlplötur til að lækka inneignina, eða þessar:



Syd og Pink Floyd dótið orginal eintök sýnist mér, platan með The Association leiðinleg, Twist platan ætluð til dans með Dagbjarti, besta plata Queen að mér skilst og gæði Split Enz platnanna á eftir að koma í ljós. Fundur dagsins er án efa platan Do Animals believe in God? með Pink Military frá 1980. Held pottþétt ég hafi aldrei átt þessa plötu, en man eftir umslaginu einhvers staðar frá og þekki eiginlega öll lögin. Svona flott njúveif sem minnir ekki lítið á Siouxsie & The Banshees. Kemur eflaust sterkt inn á næsta topp 5. Gamli góði vínillinn er málið maður! Já og mp3 í bland.
---
Fór á Esjuna #5 í ár. Gaman en tíðindalítið fyrir utan það ég rakst á ferskan og ilmandi manna á hæsta punkti. Niðri smurði ég mér baguette með raftaskinku, osti, kínakáli og sætu sinnepi. Mér hefur langað í svona samloku síðan ég sá myndina L'enfant á VODinu um daginn. Þar étur vandræðaunglingurinn svona samloku í einu atriðinu og ég er búinn að vera með garnagaul síðan. Tvímælalaust hápunktur þessarar lala-myndar sem fær ótrúlegustu halelúja einkunnir víðsvegar og Gullpálmann ef mér skilst rétt. Greinilega ekkert að marka svoleiðis. En samlokan var fín.

06.08.06
TÓNLISTARÞÁTTUR DR. GUNNA SNÝR AFTUR Á XFM KL. 14 Í DAG! Nú heldur betur í boði 12 tóna, Skólavörðustíg. 
---
Topp fimm – þaggi?


Love - Live and let die: Arthur Lee dáinn. Hann var Love og ég er mikill Love maður og var kannski meiri á árum áður. Átti þetta komplett á viníl minnir mig en finn bara 3 plötur núna. Frægast er bandið fyrir plötuna Forever Changes frá 1967, mikið meistaraverk þar sem fágun í anda Burts Bacharach rennur saman við sixtíssýrurokkfíling. Kannski ekki góð lýsing, en mörgnuð plata. Þar á undan voru komnar út tvær góðar plötur, Love 1966 og De Capo líka 1967. Eftir Forever Changes fékk Arthur nýjan mannskap í bandið, sem var aldrei almennilega frábært upp frá því þótt sprettir væru margir. Seventísið og eitísið virðist hafa verið tóm þrautarganga en svo upp úr 1990 fer að birta til og mörg kombökk í gangi, en reyndar fangelisvist líka. En nú er hann dáinn og farinn að spila aftur á gítar með vini sínum Jimi Hendrix á himn... (geisp). (BÓNUS: Love - The Everlasting first (af False Start 1970 - Jimi Hendrix gestar á gítar), Love - 7&7 is (sixtíspönkklassík af Da Capo) og S.H.Draumur - 7&7 is (textalega vangefin útgáfa af Snarli – tekið upp á Hótel Borg 21. maí 1987.))


The Panda band - Sleepy little deathtoll town: Þessir koma frá Perth, Ástralíu, og gætu farið að gera það gott þegar áróðursmaskínan byrjar að mylja undir nýjustu plötuna þeirra, This Vital Chapter. Fjölbreytt og gott stöff, margt í anda Flaming Lips (þ.e. þegar eitthvað var spunnið í varirnar)


Vetiver - You May Be Blue: Flott lag af plötunni To Find Me Gone, sem mönnum þykir góð. Þjóðlagakennt hippanýbylgja og lið í sömu táfýlu og Devendra, Newsom og það gengi allt. 


Erase Errata - Tax dollar: Dúndurhresst nýpönk frá SF. Lag af plötu #3, Night Time.


Skakkamanage - None Smoker: Fyrsta stóra platan á leiðinni, Lab of Love. Bandið leikur á Innipúka í kvöld, sem er einmitt svona:

18:00 Koja 
18:40 Norton
19:20 Skakkamanage 
20:00 Mr. Silla og Mongoose 
20:40 Mammút 
21:15 Ghostigital 
22:15 Speaker Bite Me 
23:15 Mugison 
00:30 Ampop 
02:00 Baggalútur

05.08.06
Vöfflur og Viðey er nýjasta trixið til að reyna að gera eitthvað við þessa forljótu og leiðinlegu eyju. Ég mætti með alla fjölskylduna, aldraða foreldra, gullfallega eiginkonu og glæsilegan son, og borgaði glaður 1100 á kjaft fyrir "Vöfflur og Viðey". Fjölmargir aðrir voru mættir enda sniðugt trix og ekki veitir af að reyna að peppa þessa druslueyju aðeins upp. Svo var siglt út og hangið í hálftíma í húsinu þarna og reynt að ná augnsambandi við tvær afgreiðslukonur sem voru á þönum og í framan eins og þær myndu þá og þegar bresta í grát. Þegar ekkert gekk að ná sambandi tók ég mér stöðu og náði loks að spyrja aðra gengilbeinuna hvort vöfflur og kakó væru nokkuð á leiðinni enda stutt í að næsta ferja færi í land og óþarfi að hanga á þessum vindrassi lengur en þörf er á. Ég er alveg að koma, sagði konan. Þegar hún kom loks var hún með sorgarfréttir: Vöfflurnar eru búnar og ekki til neitt deig. Þar fór það, hugsaði ég, en sætti mig við að hún bauð vínarbrauð og kökur í staðinn. Þegar beinan kom næst hafði hún þetta að segja: Kakóið er líka búið. Nú fauk í mig og ég vildi fá endurgreitt. Ekkert mál, sagði hún, þú færð það í skúrnum í landi. Dagbjartur fann traktor sem hafði verið dulbúinn sem lest og lestarvagnar héngu aftan í. Jæja, hann fær þá allavega að sitja í lest, hugsaði ég. Við hímdum við "lestina" um stund og biðum eftir að stuðið byrjaði. Loks kom einhver karl með kúluvömb, hugsanlega staðarhaldarinn, og gamall skarfur með honum. Skarfurinn fór einn í aftanívagn og kúluvömbin  keyrði af stað. Eftir stóð svekkt krakkahjörð og Dagbjartur fór að grenja. Shit fuck, hugsaði ég, nú drullum við okkur héðan sem fyrst og förum á almennilegt kaffihús. Ferjuruslinu seinkaði svo um korter og ég var eiginlega furðulostinn að við kæmumst í land því eðlilegt framhald hefði verið að ferjan yrði bensínlaus á leiðinni. Þegar ég ætlaði að fá endurgreitt í skúrnum var náttúrlega enginn þar og allt harðlæst. Við héngum þarna nokkrir fúlir ferðalangar með tóma maga en enginn kom til að endurgreiða. Eftir kortér var mér skapi næst að brjóta allar rúðurnar og skíta á gólfið, en fjötrar góðs uppeldis héldu aftur af mér. Nú fannst mér niðurlægingin vera orðin ágæt þann daginn og brunaði bara á Mokka og keypti kakó og bestu vöfflur í bænum fyrir alla fjölskylduna. Þess má geta að Mokka er orðið reyklaust svo það er hægt að vera þar án þess að setja fötin í þvott þegar maður kemur heim. Á Mokka voru nokkrir aðrir vöfflulausir úr Viðey, sem höfðu fengið sömu hugmynd og ég. Einn þeirra hafði hangið lengur en ég við skúrinn þar til einhver mætti loksins og endurgreiddi honum, en reyndar bara 500 karl af 1100 kallinum því 600 kall er ferjugjald. En maður hefði ekkert farið þarna nema til að fá vöfflur... - æi fokk! Allavega: Viðey getur étið skít og þetta lið þarna sem sér um veitingarreksturinn ætti endilega að finna sér eitthvað annað að gera sem fyrst. 
---
Television voru heldur þreytulegir enda Tom Verlaine með flensu og bölvað vesen á gítarsnúrum og fíddbakki. En þegar bandið komst loksins á flug var þetta magnað helvíti. Sérstaklega var lokalagið Marquee Moon geðveikt. Það gengur náttúrlega ekki að skemma heilu giggin með ónýtum snúrum eða ónýtum gíturum og það tókst fjörkörlunum í Jakóbínurínu sem eyddu meirihluta síns giggs í að vandræðast eins og aular yfir biluðu drasli. Tóku á endanum bara fjögur lög (sem voru skemmtileg). Þetta er í annað skiptið sem ég sé bandið og í hitt skiptið, að hita upp fyrir White Stripes, voru þeir í tómu basli með græjurnar líka. Svona vandræðagangi þurfa menn nú að hætta strax.. Sá líka brot af Jan Mayen sem voru hressir og Jomi Massage, sem var hress en kannski ekkert ógeðslega skemmtileg. Jeff Hú kláruðu þetta svo og voru ekkert slor. Í kvöld er svo #2 sem er svona:

18:30 Weapons 
19:20 Morðingjarnir 
20:00 Hermigervill
20:40 Donna Mess 
21:30 Solex 
22:30 Eberg 
23:20 Throwing Muses 
00:30 Lára 
01:10 Hjálmar 
---
Látinn er Arthur Lee, forsprakki Love, sem var frábært band bakk in ðe sixtís. Ég sá bandið, eða Arthur með einhverjum strákum, í New York 92 líklega og það var ágætt, en hrátt, en betra en ekkert. Reddaðu þér Forever Changes eða vertu úti.
---
Logi Bergmann hefur boðað mig í viðtal með Karli Th Birgissyni á NFS nú á eftir kl. 11 til að tala um "fréttir vikunnar". Verð án efa hálfvitalegur.

04.08.06
Já já vinur minn. Fimmti Innipúkinn hefst í dag. Nú er spurning hvort þetta verður síðasti Innipúki sögunnar eða ekki. Vagndragarinn Grímur á leiðinni í metnaðarfull bæjarstjórastörf á Bolungarvík (nema Sjallarnir geri uppreisn og takist á yfirnáttúrulegan hátt að bola honum burtu? - Það yrði náttúrlega náðargjöf fyrir áhugafólk um tónleika). Spurning hvort ég hafi nennu til að sjá um dæmið að ári. Það er víst ekkert upp úr þessu að hafa og eintómt helvítis vesen. Tja, eins og lífið sjálft. Ví sjall sí. En dagskráin í dag er gríðarlega metnarfull. Hljómsveitin Dr. Gunni ætlar að byrja skrallið kl. 18 og leikur nú með ruglingslegri uppröðun: Ég, Kristján trommari, Grímur bassaleikari (etv í síðasta sinn í bili) og Valdi úr 9/11 / Reykjavík! á speedmetalslædgítar í fjarveru Gumma sem er í Finnlandi. Eina æfingin fyrir giggið var í gær og var útkoman vægast sagt suddaleg. Svo er þetta ljómandi spikeitt, eða svona:

18:00 Dr. Gunni 
18:30 Benni Crespo's Gang 
19:00 The Foghorns 
19:40 Ég 
20:20 Jan Mayen 
21:00 Jomi Massage 
21:55 Jakobínarína 
22:50 Television 
00:30 Jeff Who? 
---
Tom Verlaine úr Television er kominn til landsins og þykir hinn mesti öðlingur. Bað um að fá að komast í fornbókabúð og hékk svo hjá Braga í 3 tíma og grúskaði.

02.08.06
Ekkert í sjónvarpinu og ekkert í bíó. Það er ekki búið að vera neitt í bíó í allt sumar. Sama óspennandi unglingaruslið í öllum sölum. En þetta skánar. Og það eru m.a.s. nokkrar myndir sem manni hlakkar til að sjá. Til dæmis: Black Dahlia, leikstjóri Brian De Palma e. sögu James Ellroy. Bók byggð á sönnu viðbjóðslegu sakamáli sem enn hefur ekki verið upplýst. Ungstirni fannst svo illa útileikið að annað hefur varla sést fyrr og síðar. Mikil mistería og fórnarlambið á meira að segja síðu á netinu. Ef myndin verður eitthvað í áttina að LA Confidential er ég ánægður. Art School Confidential. Þar leiða Terry Zwigoff og Daniel Clowes saman "hesta" sína á ný en síðast voru þeir í hesthúsinu með snilldarmyndinni Ghost World. A Scanner Darkly e. sögu Philip K Dick, The Devil and Daniel Johnston, þó ólíkt sé að hún rati hingað, og... Já og eitthvað fleira, er ég viss um. 
---
Ljóð dagsins var samið í bankanum:

Framtíð

Afborgun 6 af 84
Afborgun 68 af 360
Afborgun 22 af 480

Það er gott að eiga framtíðina fyrir sér.
---
Ömurlegt ljóð!
---
Svokallaður ógæfumaður var í bankanum og tróð sér fyrir framan alla með orðunum: "Ég þekki Björgólf. Ég skal segja þér það að hann hefur bæði skeint mér og baðað."
---
Það eru fleiri en Sigur Rós sem geta verið leyndardómsfullir varðandi tónleikahald. Já, Dr. Gunni treður upp á Innipúkanum kl. 18 á föstudaginn - opnar hátíðina sem sé. Þetta verður eitthvað geðveikt pönk.

01.08.06
Skemmtileg síða: allskonar furðulegir gítarar – pólskir, búlgarskir, handsmíðaðir og kreisí! Og á svipuðum nótum: Ruslgítarar!
---
Þess má til gamans geta að Gibson SG Junior 1970 gítarinn minn er nú til sölu í Rín. Tékkitt!
---
Ef ég ætti sí svona leið um Las Vegas myndi ég líklega tékka á glænýju Bítlasjó LOVE. Kannski maður bíði þó til 2008 en þá á CBGBs að opna þar. "Ég tek klósettið sem Joey Ramone pissaði í með mér," segir Hilly eigandi. Talandi um Ramones: söngleikur byggður á lögum bandins, Gabba gabba hey, hefur verið settur upp (bara í Ástralíu og Þýskalandi eins og er...)
---
Annars fórum ekki á nein sjó þarna í brúðkaupsferðinni 2002 (jú, eitt eitthvað hálfslappt standöpp). Fórum þó að boxoffisinu fyrir Siegfrid og Roy, en hreinlega tímdum ekki að eyða 30 þúsund kalli í að glápa á tvo útúrstrekkta Þjóðverja leika sér við tígrisdýr (þarna var dollarinn einmitt 110 kall.) Rúmlega ári síðar réðst tígrisdýrið Montecore á Roy sem átti einmitt 59 ára afmæli sama dag (hvað gerði maður án Wikipedia?) Vissulega hefði verið athyglisvert að vera viðstaddur það sjó, en það var víst einhver kerling með heysátu á hausnum sem átti sökina á æði tígrisdýrsins.

31.07.06
Smjörkúkarnir í Heimdalli sýndu stórkostlegan aktífisma og hetjuskap með því að liggja ofan á skattskýrslunum á dögunum. Ég er viss um að nú eru þeir komnir á blóðbragðið og að á næstu dögum sjáum við þá berjast fyrir jafnvel enn stærri málum en þeim hvort einhver megi skoða skattskýrslur nágrannans ef svo ólíklega vill til að einhver nenni eða hafi geð í sér til þess. Smjörkúkarnir munu fara í mótmælasvelti ataðir tómatsósu á jakkafötunum fyrir utan bandaríska stjórnarráðið til að mótmæla utanríkisstefnu BNA og stuðningi heimsveldisins við Ísrael. Smjörkúkar munu maka sig skósvertu og liggja alsberir á austurvelli til að minna á neyð fólksins í Darfur. Smjörkúkar munu stalka Guðna Ágústson þar til ostur og kjúklingur verður seldur á mannsæmandi verði en ekki á okurprís. Svona mun barátta smjörkúkanna gera Ísland að besta landi í heimi og heiminn að sælureit. Já bíðiði bara.
---
Var að fletta í Slangurorðabók Marðar Árnasonar og fleiri sem kom út 1982. Það er löngu kominn tími á nýja. Gemsi er t.d. "bíll af tegundinni GMC" skv. bókinni. Þó skemmtilegt að fyrsta orðið í bókinni er Abbababb.
---
Meira poppgrín: George Martin rænt (eitt og tvö). Úr Big Train.
---
Rolling Stones og Bítla pílagrímaferð mín og Bigga er yfirvofandi. Maður er að feta í fótspor milljóna annarra sem hafa glápt á sama Bítladótið og mænt á hús og dót sem skóp söguna. Meðal þess helsta sem hægt er að gera er t.d. að leggja leið sína til Abbey Road og mæna á hljóðverið og láta taka mynd af sér á gangbrautinni. Það er m.a.s. vefkamera frá þessari frægustu gangbraut í heimi. Karlgreyið hann Bill Wyman er með hamborgarabúlluna Sticky Fingers og maður lætur sig eflaust hafaða að fá sér borgara þar á koluppsprengdu verði, allt í nafni ímyndaðrar nostalklíju. Í Liverpool er svo bráðnauðsynlegt að fara í Cavern klúbbinn, á Bítlasafnið og fara Bítlatúrinn. Bara verst að það er ekki búið að opna Hard Days night hótelið
---
Hápunktur ferðarinnar verður svo að nudda augunum utan í Rollingana þegar þeir leika öll sín helstu lög í Twickenham, drykkjusjúkir, heilaskaddaðir og krumpaðir, en hressir sem aldrei fyrr! 

30.07.06
Hvað gerir þig stoltan af Íslandi? var spurt á dögunum í einhverju blaði. Hefði ég verið spurður hefði ég sagt: Að hlusta á Sigur Rós. Ótrúlega korní svar náttúrlega, en satt. Það ólgar allt inn í mér af bældum tilfinningum í garð Íslensku fjallkonunnar þegar blessaðir álfadrengirnir byrja. Sérstaklega þegar ég sé þetta myndband (Glósóli - algjörlega óskiljanlegt afhverju það var ekki verðlaunað á síðustu ÍTV, og ekki einu sinni tilnefnt heldur bara Hoppípolla, sem er klárlega mun verra). Litlir krakkar (og sá minnsti deyr - eða hvað?), hoppandi í náttúrufegurð og maður fer að skjálfa af þjóðernisstolti. Og só? Það hefur kannski þótt hallærislegt síðustu áratugina, en síðan hvenær er þjóðernisstolt bannað? Ég er ekki að tala um rembu, gæsagang og Sieg heil, bara huglæga ást á þessu grasi og grjóti sem maður reis upp af og mun síga ofan í aftur. Má það ekki? Á maður bara að dæsa á kaffihúsi og tala um ótrúlega þjóðrembu hjá þessu liði sem hefur eitthvað á móti virkjunum og álverum sem mun gera okkur öll rík og iðandi í spikinu á enn stærri pikköppum? Nei! Íslandi allt. Nú fæ ég mér tattú! Nei, ég segi svona.
---
Annars gæti Jónsi í SR startað nýju trendi ef hann heldur áfram að sporta þessari forláta gömlukarlahúfu með eyrnaskjólunum. Hún er svipuð og húfan sem Guðbergur Bergsson er stundum með og er það ekki leiðum að líkjast. Tveir snillingar á ferð.
---
Gigg SR í kvöld er ekki síðasta gigg bandsins á þessu ferðalagi eins og ég las einhvers staðar heldur eru eftir Seyðisfjörður (3. ág) og Ásbyrgi (4. ág). Maður ætti kannski að mæta? Óneitanlega skemmtilegra að sjá þá þar heldur en í sollinum. Nei hvaða helvítis bull er þetta. Maður verður að sjálfssögðu á Innipúkanum.
---
Góði besti hættu þessu kjaftæði og koddu nú með Topp fimm! Ókei! Og þetta er eiginlega Topp tíu!


Television - Venus: Innipúkinn næstu helgi og þessir meistarar á svið á föstudaginn kl. 22:30! Bandið sem fann upp postpönkið (Slint, eh?), glimrandi gítarflækjurokk og hér er æðisgengið lag af æðisgengnu meistaraverk frá 1977, Marquee Moon. Bandið sem mætir er upprunalegt, Tom Verlaine og Richard Llyod á sínum stað, en annað hvort kominn nýr bassa eða trommuleikari. Bandið hefur bara gert 3 LPs og ber sú fyrsta af. Adventure kom 1978 og skömmu síðar var bandið hætt vegna "árekstra" gítarleikarana. Kombakk 1991 og platan Television 1992. Síðan annað kombakk 2001 og þeir spila greinilega ennþá sbr. uppákomu þeirra á Púkanum. Reyndar frekar skrýtið að þeir séu að spila því maður hefði haldið að Tom Verlaine ætti að vera plögga 2 nýjum sólóplötum sem komu út með honum á þessu ári. Allavega, það verður magnað að sjá þessa meistara. (EXTRA EXTRA: Little Johnny Jewel (Fyrsti síngullinn, 1975) og Foxhole (af annarri plötunni, Adventure.) 


Pink Floyd - Vegetable man: Syd Barrett nýdáinn og ég hef verið að hlusta á hinar mjög svo ójöfnu sólóplötur hans. Nenni ekki að skrifa meira en bendi á þessa grein. Hér er óúgefið Pink Floyd lag frá 1967 sem sýran beinlínis lekur af. (EXTRA EXTRA: Lagið var síðar kóverað af bæði Jesus & The Mary Chain og The Soft Boys. Goðsögnin um hinn heillum horfna snilling var sterk. Pönkpoppbandið Television Personalities túlkaði goðsögnina skemmtilega á singli 1981: I know where Syd Barrett lives.)


Jarvis Cocker - Cunts are still running the world: Þessi snillingur hugsar sér nú lox til hreyfings eftir mörg ár í þögn. Hér er lag sem hann póstaði á Myspace-síðunni sinni en albúm ku á leiðinni. Lagið samdi hann uppfullur af meiningum eftir Live 8 tónleikana. 


Peaches - Downtown: Glaða glennan Fíkja er komin með plötuna Impeach my bush og þetta glannalega stuðlag er þegar farið að heyrast á Kiss FM og jafnvel FM957. Húrra!


Solex - Honkey donkey: Aftur að Innipúkanum. Kiddi í Hljómalind var mikið að hampa þessari hollensku listakonu hér á árum áður, enda sá hann um innflutning á plötum hennar (hún gaf út hjá Matador merkinu). Leitandi og skemmtilegt, Solex er mikið og gott krútt. Hún spilar á laugardaginn kl. 21:30 og mig hlakkar til, eins og reyndar til allrar hátíðarinnar því þetta er spikfeitt.
---
Kastljós Simmi talar um Sigga storm sem er nær viðbrenndur af stuði. Uppáhalds veðurfræðingurinn minn er tvímælalaust Þór Jakobsson með sitt öðlingslega veif í lok hvers veðurfréttatíma. Hann er einhverra hluta vegna líka alltaf með gömlu vikudagaheitin á kortunum, Óðinsdagur osfrv. Nær væri að koma til móts við útlendingana sem eflaust hanga yfir veðrinu og reyna að sjá hvort það fari ekkert að stytta upp og hafa ensk vikudagaheiti í staðin fyrir þessu gömlu íslensku. Næstur á vinsældarlistanum kemur Haraldur "viðrar vel til loftárása" Ólafsson. Ég vildi að það væru til Veðurfræðingaspjöld sem maður gæti safnað eins og fótboltakarlaspjöldum. Uppáhaldsveðurfræðingur Lufsunnar er einhver "Höddi Beikon", sem ég veit ekki ennþá hver er.

29.07.06
Neanderdalsmaðurinn er ekki útdauður. Tegundin býr á Íslandi og keyrir trukka.
---
Þetta kemur að góðum notum: Rímorðabók á netinu.
---
Nú er dagskrá Innipúkans orðin niðurnegld. Drullugott stöff!
---
Austan við Hafnarfjörð er fínt fjall, Helgafell (340 mys), sem ég nota sem æfingarfjall enda mun skemmtilegra að hlaupa upp á það en að hanga á bretti. Ég hef gert mér að leik að setja allt í botn og mæla tímann upp. Í morgun fór ég í 5ta skiptið í sumar, sem er ekki merkilegt nema fyrir það að ég var nákvæmlega jafn fljótur upp og í 4ða skiptið, 31:53 mín. Fór svo í spinning líka en var samt ekki nema 700 gr léttari en í gær. Ég var ekki alveg nógu ánægður með þetta svo ég keypti mér í fyrsta skipti fitubrennslutöflur, Hydroxycut. Það hefur líklega jafn góð áhrif að éta smartís og ég veit að ég er sökker, en samt, gefum þessu helvíti séns! Ég er ekkert búinn að léttast vikum saman og hef ekki fengið að smakka rótarbjór allan þennan tíma!
---
XFM hefur endurskoðað sín mál og ráðið mig aftur til að sjá um Tónlistarþátt Dr. Gunna á sunnudögum kl. 14. Þetta er vitaskuld stórkostlegt! Fyrsti þáttur (eða reyndar #98) fer í loftið sunnudaginn 5. ágúst og það er m.a.s. komið spons, eðalplötubúðin 12 tónar! Starfsmenn stöðvarinnar eru drullufúlir yfir brottrekstri Capone (enda fáránlegt bull að slátra gullgæsinni) og er ákvörðunin alfarið komin "að ofan".

28.07.06
Rough Trade er mögnuð plötubúð á Tolbot St í London og Rough Trade plötufyrirtækið er náttla goðsögn í pönkpostinu. Fyrstu 80 útgáfur merkisins eða svo eru skilduhlustun (Allmusic tók nýlega saman lista (1, 2, 3) yfir fyrstu 40 smáskífur RT). Svo kom Smiths-tímabilið og síðan næntís slappleiki og gjaldþrot, en upp á síðkastið hefur merkið verið að tvista á ný með haug af stóru indídrasli eins og Belle, Strokes og jú neim itt. Merkið gaf út Emilíönu síðast og nú er fyrsta smáskífa Jakobínurínu komin út á vegum þessa goðsagnakennda merkis. Ekki amalegt það, er óhætt að segja, en kannski er umslagið mistök enda DFA með hálfgerðan einkarétt á teiknaðri eldingu.
---
Söngleikurinn Abbababb! verður frumsýndur í janúar, að ég tel. Annað eins hefur ekki sést. Sit hér upptjúnaður við skriftir enda er þetta verða búið og nú þarf ég að skrifa stórkostlegan lokakafla þar sem hetjurnar (leynifélagið Rauða hauskúpan) sigrast á óvinum sínum (Stóru strákunum) með hjálp karlsins í sjoppunni (Hr. Rokk) og einni systur sinni (Systu sjóræningja). Hellingur af nýrri tónlist verður í sviðsverkinu, t.d. lög eins og Ástin er rokk og ról, Ástarlag Steindórs og Spákonulagið. Og svo kemur söngleikjaplata út öðru hvoru megin við næstu jól. 
---
Síðan er náttúrlega að safnast upp efni á næstu "fullorðins" plötu. Stóri hvellur seldist ekki nema í kringum 300 eintök svo maður verður að setja markið hátt með næstu plötu og stefna á 600 eintök. Ætli það sé ekki þannig að dótið sem maður gerir er dæmt af sölu. Abbababb! er þá líklega það besta sem ég hef gert með í kringum 5000 stk og Unun - æ næst best með í kringum 3500. Með S.H.Draum - Goð erum við að tala um einhver 500 stk en diskurinn Allt heila klabbið fór í 1000 stk og er löngu uppseldur. Á næsta ári verða liðin 20 ár síðan platan Goð var tekin upp og því gráupplagt að gefa hana út aftur með öllu hinu S.H.Draums dótinu líka. Svo liggur Bless katalókurinn enn óendurútgefinn hjá velli (bæði Gums og Melting seldust í kringum 500 stk) og framtíðar pródjekt að gefa það út. Það er náttúrlega glatað hvað þetta eru veiklulegar sölutölur, sérstaklega í því ljósi hvaða krapp er að seljast í 10-15.000 eintökum, og lítið sem svona viðkvæmur listamaður getur gert í stöðinni nema grípa til gamla slagorðsins; Fólk er fífl!
---
Belle voru ókei en eins og oft vill vera með þessi krúttbönd (Belle er þó frekar poppband) þá datt botninn of mikið úr þessu á milli laga enda fólk endalaust að hringla á milli hljóðfæra og bölvað vesen á þessu liði. Ég stóð aftarlega og þar var þetta allt of lágt og kraftlaust og á milli laga muldruðu liðsmenn eitthvað sem ég missti af ofan í bringuna á sér. Bandið spilaði of mörg leiðinleg lög en þegar eitthvað hressandi kom var þetta magnað, enda Belle almagnað popp band á köflum. Emilíana var fín, 2 ný lög lofa góðu. Maður stóð í sömu sporunum í nær 4 tíma og er kominn með (enn meiri) hryggskekkju.

27.07.06
Pee Wee Herman er enn að. Hér er nýlegt viðtal við hann en hann vill þó ekkert tala um skandala fortíðar.

26.07.06
Jón Ormur Halldórsson er ómyrkur í máli í Fbl í dag. Þetta er allt helvítis Ísraelum að kenna. Svo kemur einhver annar og segir þetta allt helvítis hinum að kenna. Og svo framvegis. Á maður að nenna að fylgjast með þessu? Eða mynda sér skoðun?

23.07.06
Ár og dagar eru síðan ég hef sett hér inn brakandi ferskan Topp 5 svo loksins loksins:

Lily Allen - Everything's just wonderful: Ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna að vera unnandi góðs popps og því þurfti ég að kanna málið betur þegar ég heyrði í Lily Allen í útvarpinu. Hún spratt víst upp af mæspeis síðunni sinni eins og Arctic aparnir og er nú #1 með Smile smellinn sinn. Hress ensk stelpa sem elskar The Specials og Ian Dury og platan er troðfull af gleðipoppi eins og þessu lagi. Sumarsmellir á færibandi og ekkert rugl.


Kid Congo Powers & The Pink monkey birds - Even though your leather is cliché....: Kid Congo Powers (í ljósasta jakkanum) er athyglisverður vængmaður úr rokkinu og hefur verið á kantinum með gítarinn sinn í ekki ómerkari böndum en The Gun Club, The Cramps og The Bad Seeds (áður en Nick Cave fór að totta af þeim alvörugefna þunga sem einkennir hann í dag). Philosophy and Underwear er plata sem hann gerði í fyrra með þessu Pink Monkey Birds bandi sínu og hér er fínn rokkslagari af henni.


Klaxons - Atlantis to Interzone: Enskt töff stöff sem verður á Iceland airwaves (hverrar dagskrá er þegar farin að líta nokkuð feitt út). Gítarrokk + 90s hard kor segja þeir. 


Motion Boys - Waiting to happen: Íslenskt eitísslegið tölvupopp sem lofar góðu. Samstarf Bigga "í Byltunni" og Árna í Hairdoctor. Kannski plata framundan?


Siouxsie & The Banshees - Israel: Síngull frá 1980 og ágætt þema í það stríðsrugl sem nú skellur á mann úr fréttum. Dauði og hörmungar og allt blessað í bak og fyrir af blóðæstum könum og biblíubullurum og hvað er hægt að gera nema reyna að villast ekki inn á netsíður sem birta sundursprengd barnslík? Siouxsie minnir annars á þær ósnertanlegu nýbylgjugellur sem maður starði vonlítill á á Safarí á sokkabandsárum sínum í sukkinu og þó ég hafi ekki fílað hana neitt sérstaklega in ðe old days þá hef ég verið að hlusta á hana núna upp á nostalgíuna.
---
Fór á Kanamarkaðinn í Blómavalshúsinu. Þar var ekkert nema dýrt rusl. Mig vantaði borð undir plötuspilarann minn en hugsaði þegar ég stóð við eina mubbluna: Afhverju ekki bara að styðja friðelskandi Svíana í Ikea í staðinn fyrir að vera að púkka upp á morðóða alheimslögguna hér?
---
Annars er það helst að frétta að það er sunnudagsmorgun og hvorki Fréttablaðið né Mogginn komin inn um lúguna. Ég er helvíti pirraður. Maður er vanur slakri frammistöðu Fréttblaðsútburðarfólks en þetta er alveg nýtt með Moggann. Er þetta kannski tákn um yfirvofandi heimsendi?

21.07.06
Nei andskotinn hafiða! Bassaleikarinn bara orðinn bæjarstjóri á Bolungarvík!!! (Bæjarins, Vísir). Það er ljóst að nú mun heimsóknum fjölga vestur á firði og ætli ég sé þá ekki farinn að spila á bassa með Doktori Gunna. Grímskí mun rífa Bolungarvík upp og ekki veitir af því þetta er Selfoss Vestursins. Áður en feita kerlingin syngur er ég viss um að Grímur mun breyta plássinu í Seyðisfjörð Vestursins. Minni á að nú er slagorð bæjarins ekki mjög líflegt:

Fyrsta mál á dagskrá er að fá nýtt, t.d. Bolungarvík - í góðu skyggni sést til Grænlands af Bolafjalli. 
---
Trendið í dag virðist vera að vera sólópoppari og gera út frá London. Villi naglbítur og Biggi í Maus eru allavega báðir í harkinu og með plötur í haust.
---
Margir vilja meina að South Park slái öllu við. Á þessum vef, sem ég trúi ekki öðru en að sé algjörlega ólöglegur, má horfa á alla þættina! Hér er t.d. einn góður, sem fjallar um píkuna og rassgatið á Opruh Winfrey. Usss... Er þetta nú ekki einu of? Nei!
---
Rassi prump og fleiri sniðugir eru nú með listaflipp í Gróttu sem er tilvalið yfirskin til ferðar út í eyjuna. Til að vita hvenær skal fara er gott að vita af þessum flóðatöflum

20.07.06
Er Peter Serafinowicz það ferskasta í gríninu í dag? Youtube lumar á:
John Lennon fann upp Ipoddinn! og "Fræðslumyndirnar" Look around you (geðveikt - mæli t.d. með þættinum um tónlistina). Svo er feik gamlir fræðsluþættir - Music 2000 - um það hvernig fólk sér dægurtónlist fyrir sér árið 2000. Ha ha ha og hí hí hí!
---
Wonder showzen er geðveikt stöff og klárlega það besta á MTV. Fullt af því er líka á You tube, t.d. Plastic surgeons without borders, what would jesus brew? , God's biggest boners og svo auðvitað: Global Politics In 30 Seconds.
---
Góðan daginn sólskin er tvímælalaust eitt besta lagið með Bítles, þó það sé eiginlega álíka korní og Guli kafbáturinn. Ætli ég hlusti ekki eingöngu á Bítla og Rolling Stones næsta mánuðinn eða svo enda bara mánuður í ferð til Englands á Bítlaslóðir og Stónstónleika.
---
Lufsan vakir framyfir miðnætti til að horfa á Rockstar Supernova í beinni. Mér dettur ekki í hug að horfa á þetta rusl. Magni er náttúrlega ágætis strákur og allt það en ég skil bara ekki hvað er eftirsóknarvert við að að komast í band með þeim heilalausu og útbrunnu þungarokkspoppurum og b-liði sem skipa þetta svokallaða band? Gera grey hvað sem er til að komast í sjónvarpið? Já! Viðbjóður og lágkúra!
---
Sindri Eldon er maðurinn. Gamla plötugagnrýnin mín (sem sendi ekki ófáa poppara grátandi til gagnárása í blöðin - hver man ekki eftir grein Einars Ágústs um "flugdreka sem hefja sig best á loft í mótvindi") er eins og eitthvað úr barnablaðinu Æskan við hliðina á moldroki Sindra. Hann ögraði herdeild Bubba Morthens með þessari grein í Grapevine. Um þetta stendur nokkuð einhliða þras á spjallsíðu Bubba en Sindri svarar "eins og honum einum er lagið". Alveg dásamleg lesning og alveg magnað að koma þetta ekkert við og þurfa ekki að sitja sveittur og bíða eftir því hver dissar mann næst fyrir einhverja gagnrýni.
---
Við Birgir sáum Ólaf Jóhann (fyrrverandi best launaði maður á Íslandi) í heita pottinum. Birgir hafði á orði að hann væri fullkominn í útliti og innihaldi og ég samsinnti þessu og minntist á að hann minnti eiginlega helst á movie star frá 1930 eða svo þar sem hann stóð þarna spengilegur í skýlu og skipaði vel uppöldum börnum fyrir verkum. Ég var dauðhræddur um að Ólafur hefði líka superheyrn og myndi heyra í okkur og koma og pakka okkur saman. Við Birgir vorum líka sammála um að við myndum aldrei nenna að lesa eitthvað eftir mann sem liti svona út. 

19.07.06
Já sannlega segi ég yður, heillangt er síðan ég ritaði hér síðast. Ástæðan: Fór Hringinn og var að koma til baka. Það er auðvelt að gleyma því að Ísland er meira en þetta hér, þessi Reykjavík og það gutl sem henni fylgir. Þegar maður er úti á landi og þýtur hjá í bíl óskar maður þess að vera á hjóli svo maður gæti sniffað þetta klikkaða land og allt landslagið sem er svo flott og æðislegt út um bílrúðuna. Þjótandi hjá er eins og maður sé að missa af einhverju. Að í hverjum dal og bæ sé eitthvað sem maður ætti að dýfa sér í og upplifa. Að maður ætti að stoppa á hálftíma fresti, sniffa og glápa og velta sér upp úr grasinu.
---
En jæja. Var heillengi á Akureyri í fjölskyldufíling enda ástsæl Oddný systir að halda upp á 5tugs afmæli. Ég tók auðvitað prumpulagið í veislunni. Meðal annars: Greifinn, Jólahúsið, Brynjuís (líklega besti ís landsins), Súlur og Smámunasafn. Það er helvíti gott safn. Sá t.d. Spur flösku og gamlan íslenskan gosdrykk sem bar það heiðarlega nafn "Litið sykurvatn með kjörnum" og var framleitt af Svölunni SF. Þarna datt mér í hug að skrá sögu íslenskra gosdrykkja í bók og er enn að melta þá hugmynd.

Fór í fyrsta skipti til Hríseyjar sem er kreisí sjitt í sól og sumaryl. Mæli með ferð þangað. Úr ferjunni tók lítið við, sjoppan/handverkshúsið lokuð en við tókum traustataki þetta glæsilega farartæki og hjóluðum um eyjuna. 

Ég hafði hringt í Aðalstein Bergdal sem sagði að það væri ok en kannski skulda ég honum leigu.
---
En loksins fórum við svo af stað frá Akureyri í súldarskít. Jarðbað á Mývatni og þaðan í Fjalladýrð á Möðrudal. Sá hið fræga málverk/altaristöflu innum glugga kirkjunnar. Gistum í kjallaranum á bóndabænum og átum kjötsúpu. Næsta dag brakandi blíða, Herðubreið eins og Ungfrú Ísland og við renndum á Austfirði. Þar hélst blíðan að mestu. Það er engu logið að Seyðisfjörður er töff pleis enda slatti af velmeinandi lista/hux liði þar. Smá Woodstock/Hótel Búðir/Skólavörðustígur fílingur í gangi. Hitti m.a.s. Helga úr Singapore Sling sem var að opna bókabúð. Hann á þessa gullvægu setningu, sem meikaði þó nokkurn sens þarna: REYKJAVÍK ER DRAUGABÆR. Búðin EJ Waage sló þó öllu út með ævagamlan lager. Því miður ekkert flott á mig en skyrta á Dagbjart sem lítur úr eins og eitthvað úr seventís útgáfunni af Sopranos (sem er náttúrlega ekki til). Sáum Norrænu sigla inn. Áttum dúndur nótt á glæsihótelinu Öldunni. En því miður var rúmið svo hræðilegt mín megin að ég stirðnaði allur upp og gat varla gengið daginn eftir. Í morgunmatnum (á hinu glæsilega hóteli) hittum við fornan Skota sem hafði komið með ferjunni og var á róli. Seyðisfjörður fær fullt hús!
---
Egilsstaður er allur að koma til, sömpluðum bæði sundlaug og Café Nilsen. Vorum með hnútinn í maganum að koma á Reyðarfjörð og ég sá fyrir mér blóðugu fjallkonu við veginn, nauðgað af honum illu Alkónum. Hélt að þetta álver væri  miklu stærra en það svo var - einhvers staðar las ég að það væri 11x Álverið í Straumsvík. Þegar ég keyrði framhjá Reyðarfirði síðast tók ég varla eftir því en nú er þetta vísir að bæ og rúmlega það - alls staðar voru fúlskeggjaðir Pólverjar (að mér skilst) í neongrænum vestum að iðnaðarmannast eitthvað. Pleisið er eitt stórt Iðnaðarpleis núna og bráðum verður það eiturspúandi verksmiðjapleis - Detroit Austursins. Til hamingju og húrra með uppganginn, framsóknarpussurnar ykkar! Eskifjörður er mor læk it, gamla góða plássið utan í fjalli í ræmu við sjó. Síldartankar, sjoppa og doði. Neskaupsstaður er sami pakki. Bandið mætti og spilaði þar á Eistnafluginu sem var nokkuð gott bara, enda menn og konur nokkuð hressar. Aðallega Dagbjartur þó sem var fremstur og dansaði. Verð að viðurkenna að allt tilfallandi rokk rauk úr mér þegar ég reyndi að vera kúl og æpa Algjör þögn er best og sonurinn 3ja ára smælandi fremst dansandi með mömmu sinni. Vorum á Hótel Eddu á Neskaupsstað sem er í raun ekki hótel heldur úldin heimavist og ekki fólki bjóðandi að selja því 2 bedda í kompu með klósetti með síleka, hurð sem nötrar alla nóttina og ekki einu sinni léleg eftirprentun á vegg heldur beinhvítt sementið bert. 11.300 kall nóttin, vinur minn, á NESKAUPSSTAÐ! Þess má geta að brúðkaupsnóttin á New York New York hótelinu í Las Vegas (svíta, jacussi, etc) var eitthvað um 8000 kall. Ísland er geðveikt þegar kemur að okri á öllum sköpuðum hlut, mat, bensíni og gistingu - einfaldlega bilun. En þetta sló öll met og ég hef ákveðið að Hótel Edda keðjan sé mesta rippoff landsins í dag og ég mun frekar sofa í öllum fötunum í blómabeðum á lóðum heldur en að gista þar aftur. Púúú á þetta fokk!
---
Nú var farið að sjá fyrir endann á ferðinni, sem er alltaf gott, enda best að komast heim frá misgóðum rúmum og vöðvabólgu. Þó voru eftir nokkur pláss sem ég minnist ekki að hafa séð áður, eða vitað að væru til, t.d. Bakkafjörður. Síðustu nóttina vorum við á Gerði í Suðursveit og skoðuðum hið glæsilega Þorbergssetur. Það er snilld og alveg þess virði að bruna þarna austur bara til að sjá það. Vitandi að þessi höfuðsnillingur er þaðan úr sveitinni fór maður að sjá snillinga á hverju strái og ég er ekki frá því að nokkrir sveitungar hafi minnt nokkuð á karlinn í útliti.
---
Súrt var að hlusta á fréttir í ferðinni. Fyrst endalaust eitthvað röfl í "sérfræðingi" sem hafði komist að því að fólk væri alltaf að rífast á ferðalögum og að sumarfrí væru í raun helvíti. Okkur fannst skrýtið að vera ekki að hnakkrífast allan tímann. Hvað er að okkur? Ekki batnaði það þegar fréttir af morðóðum Ísraelum og Hisbollum fóru að heyrast. Beinlínis pirrandi í náttúruparadísunum að hlusta á þennan sjúka söng. Dauðaþulan syngur sinn söng í fréttum, Alls XXX fallnir, XX óbreyttir og XX börn (Íslendingar óhultir og á leiðinni heim) og Bandaríkin ein neita að mótmæla í öryggisráðinu. Má á þessu skiljast að líf "óbreyttra" sé ekki eins dýrmætt og barna og að líbanönsk börn eru ekki alveg jafn dýrmæt og Íslendingar? Og ef maður er ekki "óbreyttur" er maður þá "breyttur"? Hvað á þessi miðausturlandadrulla að leka lengi yfir okkur og er enginn endir í augsýn? Eru þetta lið allt svona ógeðslega vont og geðveikt að ekki verður hætt að slátra fyrr en síðasti David slátrar síðasta Múhammed? Nema það verði Múhammed sem tekst að stúta David?
---
Nokkuð var etið í þessari ferð, mikið farið í sund og m.a.s. smakkaður nýr orkudrykkur. Um það má lesa á viðeigandi stöðum.

---
Ellismellir