Topp 5! (25. vika): Young Marble Giants - N.I.T.A. / Dybbuk - Pani I / Felix Da Housecat - Everyone is someone in LA / New York Dolls - Trash / Reykskynjarar - Lagið um Selfoss   Gamlir listar hér
14.06.04
Kristinn R. Ólafsson í Madrid er einn stórkostlegasti fjölmiðlamaður landsins. Það er hneisa að Rúv skuli ekki hafa sent hann til Portúgal til að lýsa fótboltaleikjunum. Ég er viss um að það hafi orðið æðislegar lýsingar og mun gáfulegri en þetta endalausa froða sem veltur úr görmunum sem nú eru í þessu. Af hverju þurfa þeir alltaf að vera að tala. Þetta er ekki útvarp strákar. Ensku þulirnir eru alltaf mínímalískari. Segja bara hver er með boltann. "Jones... Higgins... Gustafsen... Gustafsen... GUSTAFSEN - What a goal! WHAT-A-GOAL!!!"
---
Annars er þáttur Þorsteins Joð góður. Alltaf gaman þegar hefðbundnum innantómum íþróttavaðli,  sem maður á að venjast frá Samúeli Erni og þessum körlum, er gefið frí og eitthvað gáfulegra og skemmtilegra sett í staðinn. Joðið notaði t.d. Velvet Underground yfir fótboltasyrpu áðan. Sjáiði einhvern annan fyrir ykkur nota það? Ansi hræddur um að Rammstein eða Yello, hefði verið notað af flestum öðrum. Þessir fótboltagaurar eru enda upptil hópa fm hnakkar (sjáiði nú bara þennan sænska Wilhelmson!!!) með slappan músiksmekk. Bekkjarfélagi minn í MK, Gunnsi, keypti alltaf Shoot og Match og hvað þau hétu, ensku fótboltablöðin. Ég fékk að kíkja á greinarnar þar sem fótboltastrákar voru spurðir um hitt og þetta í standard spurningum og þ.á.m. um uppáhalds tónlistina þeirra. Hver og einn einasti átti sér leiðindaruppáhalds og ekki einn einasti hafði gaman af Joy Division, The Fall og ekki einu sinni The Cure (þetta var svona 1983). Sjálfur hafði Gunnsi mest gaman af Dire Straits.
---
Maður út í bæ sendi mér mynd af sjálfum sér að horfa á Popppunkt. Þetta er falleg mynd eins og sést hér:

11.06.04
Vei!!! Ég hef fengið inni á ný á útvarpsstöðinni SKONROKK með útvarpsþátt sem ég kalla því alþýðlega nafni "Doktor Doktor". Þetta verður 3ja tíma tónlistarorgía á laugardögum strax á eftir King Kong, kl. 12:00. Fyrsti þáttur eftir viku.
---
Heyrði að það séu bara 8 mánuðir síðan Kim Deal Pixies gella kom út strangri heróínmeðferð. Hún drakk bara áfengislausan bjór á sviðinu hérna segja menn, og það var víst mannskapur í að halda áfengi frá henni. Hún er víst það sjúk að hún má ekki sjá brennivín án þess að vera komin í saurinn aftur.
---
Það er gaman af fólki sem maður elskar að hata. Lið sem er svo óþolandi á saklausan, en þó pirrandi hátt, að maður iðar í skinninu að leggja á það fæð. Flestir aðrir en þeir sem hafa náð guðlegu jafnvægi eiga sér sitt uppáhalds hata-að-elska fólk sem það fær svokallaðar grænar bólur yfir. Hinir og þessir fulltrúar alþingis eru eflaust á listum margra, en mér finnst það pakk ekki nógu merkilegt til að ná þessum áfanga. Hins vegar er alltaf jafn gaman að öskra á t.d. Hannes Hólmstein þegar þann birtist með sitt taumlausa rugl og velgjulega fas í sjónvarpinu. Ingi Hrafn er líka ofarlega á elska-hata listanum, ekki bara fyrir sitt leiðinlega þvaður heldur er hann líka alltaf á svipinn eins og það sé fullur diskur af mannaskít fyrir framan hann. Nú kemur Ástþór Magnússon sterkur inn í þennan eftirsóknarverða hóp því manngarmurinn hefur verið að fara yfirum lengi en aldrei sem nú. Það svoleiðis vellur úr honum froðan um leið og einhver aumkar sig yfir honum og fær hann í viðtal. Friðarpostulinn sér illmenni í öllum hornum sem vilja hindra friðaráætlunina. Ef hann mælist með 0.7% er það auðvitað samsæri Baugs og forsetans. Skiptir þá engu máli þótt hann hafi verið niðurlægður í öllum kosningum sem hann hefur tekið þátt í hingað til og aldrei fengið kosningu. Það hlýtur að vera æxli í heilanum á honum sem þrýstir á mikilvægar heilastöðvar og ég myndi láta athuga þetta ef ég væri hann. Ég segi þó fyrir mig að mig þyrstir í næsta viðtal við Ástþór. Kannski hann gæti mætt hjá Inga Hrafni og Hannes Hólmsteinn verið á línunni? Ég held það yrði að leggja mig inn eftir svoleiðis þátt.
---
Mig minnir að Ronald Reagna hafi komist í þennan elska-hata-bás þegar hann var og hét. Maður var búinn að gelyma honum enda náttúrlega búinn að vera grænmeti sl. 10 ár eða svo, og var svo sem ekki mjög fjarskyldur ættingi kálhaussins þegar hann átti að vera sem æðislegastur. Furðulegt að það eigi troða honum í guðatölu, þá var nú meira spunnið í mannvininn Jimmy Carter. Annars gott á tíkina Tony Blair að fá á baukinn í kosningum. Svo er bara að vona að GWB verði bitchslappaður næst. 
---
EM2004 á morgun. Vei!

09.06.04
Hið meinta englabarn, sonur minn og frumburður Dagbjartur Óli, tók upp á því að grenja samfellt í klukkutíma í nótt á milli 2 og 3. Maður er því ósofinn og sljór og ringlaður. Blessaður drengurinn gerir manni þetta sjaldan og er í alla staði til fyrirmyndar. Hann er 8.5 mánuða og er ennþá tannlaus. Hann klappar þegar hann er spurður "Hvað ertu stór?" og lyftir upp höndum ef honum er gert að klappa. Anarkisti. Þessa mynd gæti ég sent til Séð og heyrt en birti hér: 

---
Ég veit sem fyrrverandi barnleysingi að fátt er leiðinlegra en fólk að tala um börnin sín. Ég ætla þó að halda áfram um sinn. Margar brennandi spurningar, sem ég er búinn að gleyma, knúðu dyra áður en sonurinn fæddist. Ég reyndi að fá svör við þessum spurningum og las bókina "Pabbi", sem ég mæli ekki með, enda væmin og asnaleg lesning. Maður reyndi að spá fyrir um hvaða tilfinningar fylgdu með í pakkanum og hvað myndi breytast. Myndi ég breytast? Yrði allt öðruvísi? Svarið er að allt er eins nema nú er lítill stuðbolti með sem þarf að taka tillit til og hafa með í reikningnum. Það er auðveldara en það hljómar. Fyrir burð varð ég einna mest kvíðinn fyrir að vesenast í skítableyjum. Það að skeina og skipta á bleyju er þó lítið mál enda tók ég til bragðs að koma mér upp nefklemmu. Margir sem telja að ást sé sýnd með því að geta þefað af kúk hafa hneykslast á klemmunni en ég læt slíkt um eyru þjóta. Blautþurrkur eru algjör snilld, bæði á rass sonarins og föðursins.
---
Mun erfiðara er að mata og klæða. Mötun er stríð og endar oftast með að hið sósulega barnamauk endar á kinnum, hári og fötum sonarins og föðurins. Sonurinn hefur engan áhuga á að borða heldur að glápa út í loftið. Hann er svo forvitinn. Barnaföt eru bölvað vesen og annað stríð að koma syninum í þau. Það tekst þó á endanum og er farið að verða aðeins auðveldara fyrir klaufskan karl. Að svæfa er svo enn eitt stríðið og getur reynt alvarlega á taugarnar. Undursamlegt ævintýri. Ég mæli með þessu.

08.06.04
Topp5 í toppformi enda toppveður:
Graham Coxon - Bittersweet bundle of misery: Hef þegar tjáð mig um frammistöðu þessa karls. 
Concord Dawn feat. Scribe - Get ready: Nýsjálendingar eru vaskir í elektró, hiphoppi, jungli og hvaðetta heitir. Hér er rosafínt sýnishorn af plötu Concord Dawn, "Uprising".
December's children - Backwards and forwards: Sum lög meikaða ekki sama hvað þau eru fín. Þetta er nóhittvonder frá hljómsveit frá Florida. Smellur sem aldrei var frá 1968.
Lou Reed - Gimmie Some Good Times: Nú stendur yfir kynningarátak svo maður verði sem best með á nótunum í Laugardalshöll. Möst: Allt efni Velvet Underground, "Transformer" og "Street Hassle". Þetta er af þeirri síðast nefndu.
Jarboli - Hajde: Allsstaðar eru tónlistarsenur. Trausti vinur minn var að koma frá Serbíu og kynnti sér strauma og stefnur. Þar virka plötubúðirnar þannig að þú velur þér disk og eftir tvo daga kemurðu aftur og færð hann brenndan á 100kall. Leysir lagervandamál glæsilega. Hér má fræðast frekar um hina Serbnesku senu.

07.06.04
Gönguklúbburinn Blómey gekk á Þyril í Hvalfirði. Það var í léttari kantinum. Gengum eftir því sem er kallað Síldarmannagöngur en beygðum af leið. Veit einhver hvar maður endar ef maður gengur þá göngu á enda? Á bakaleiðinni var tekinn þokkalegur borgari í Kaffi kjós við Meðalfellsvatn. Það er það eina sem eftir er af glæstri vegasjoppuarfleið Hvalfjarðar. Veitingaskálarnir í Botnskála og Þyrli eru aflagðar draugasjoppur og Ferstikla ekki svipur hjá sjón. Er nema von að bæjarstjórnin í Búðardal Blönduós sé með hjartað í buxunum þegar menn tala um að sveigja þjóðveginn framhjá kaupstaðnum? Búðardalurinn myndi leggjast í eyði og enda sem Borðeyri.
---
6-1 endaði þessi hörmungarleikur Eng-Ice. Þegar þetta var að verða búið var þulurinn gráti næst að hanga í þeirri réttlætingu að við "værum lítið land og þannig séð væri þetta ágætur árangur á móti milljónaþjóð"... Mjög góður árangur miðað við höfðatölu sem sé. Hefði þurft að fara 200-0 til að þessi þulur hefði misst móðinn. Já ég viðurkenni það alveg, mig hlakkar til Euroboltans. Nenni eiginlega ekki að fylgjast með fótbolta (þangað til Breiðablik kemst aftur í efstu deild) nema á stórmótum. Heimsmeistarakeppnin var stanslaust stuð fyrir 2 árum og nú verður örugglega fjör líka. Ætla að halda með Frakklandi. 

05.06.04
Vakti lengur í gær en ég hef gert lengi, eða til 00:30. Sá tvær góðar myndir með Ben Stiller, sem er einn af þessum leikurum sem virðast heppnir í vali á handritum. Sjaldan að maður sjái hann í algjöru rusli. Veit ekki hvort ég nenni að horfa á seinni hálfleikinn í Eng-Ice, enda er þessi leikur grín. Bretarnir glottu bara við tönn þegar þeir skoruðu þriðja markið. Köttur að naga lús. 
---
Ekkert lát er á innflutningi á rokki og þetta er nú þegar orðið algjört metár. Ég mæti á Lou Reed. Bæði snilld sem Velvet Underground og sumt af sólóstöffinu. Hætta á að hann spili of mikið af nýjasta stöffinu sem er þreytandi miðaldra. Starsailor sleppi ég. Vælubretar. Maður hefur til októbers að kynna sér Van Morrison. Hef reyndar ekki fundið fyrir miklum áhuga á að hlusta á hann, full miðaldra stöff. Kannski maður dánlódi "Astral Weeks", sem ku hans besta verk, og þaulspili það til að komast í fíling. Þó er hætta á að hann spili bara nýtt ofurmiðaldra stöff á gigginu hér. Um daginn sagðist ég ekki fíla Rolling Stones, en nú hef ég tekið mig á á þeim slóðum og hlustað á allar plötur upp að Exile on Main Street. Er orðinn mjög jákvæður í þeirra garð og er jafnvel að hugsa um að sjá þá á næsta ári. Bókina "Old Gods Almost Dead" á ég þó enn ólesna. Svo stefnir allt í að Iceland Airwaves verði massíf. Var tilkynnt í dag um einhver nöfn, en man reyndar bara eftir The Shins, sem mér fannst feitasti bitinn. Platan þeirra frá 2001 er algjör snilld, en sú nýjast reyndar dálítil vonbrigði að mér finnst. Hörku fínt band engu að síður og í fullu fjöri, ekki endurvaktir draugar eða ellismellir. 
---
Jæja seinni hálfleikur hafinn. Best að glápáetta. 

04.06.04
Sá í 60 Mínútum í gær innslag um milljónamæringa í Ameríku sem tóku það upp hjá sjálfum sér að velja úr nokkra krakka í barnaskóla og fjármagna háskólanám þeirra í prógrammi sem þeir kalla "I have a dream". Átti líklega að virka voða sætt en hafði þveröfug áhrif, á mig allavega. Hvílíkt sorgarsystem sem aumingja Kaninn býr við. Krakkar almennt dæmdir til að verða fáfrótt hvítt hyski vegna hörmulegrar félagslegrar aðstöðu, en nokkrum komið til manns af  millum með samvisku. Væri nú ekki betra að hækka skattana til að allir ættu þennan sama séns? Eða eyða aðeins minna í Ísrael og herinn?
--- 
Náði mér í nýjustu plötu Graham Coxon, þess gáfulegasta úr Blur (er reyndar hættur). Fín plata. Dreymdi lagið "Bittersweet bundle of misery" í nótt sem er ósvikið vitni um að platan er góð. Er einmitt að hlusta á það núna. Fór í ræktina í morgun. Parísarferðin hefur skilað sínu í fitubirðirnar, sá það á viktinni. Helvítis viktinni. Það fylltist allt af krökkum í skoðunarferð. 100 krakkar gengu framhjá mér hlæjandi þegar ég ham(str)aðist á brettinu. Svo hitti ég strák í búningsherberginu. "Ert þú Dr. Gunni?" – "Jújú" – "Samdir þú Homo Sapiens?" – "Jú það er víst" – "Gott lag. Textinn er líka svo réttur". Sko, húrra fyrir vormönnum landsins! – enn er von fyrir þjóðfélagið.
---
Guðni fornmenni Ágústsson er alltaf í vörn fyrir landbúnaðinn og vöruverð. Hann segir verðið alls ekkert svo hátt hér. Það getur vel verið á einhverjum sviðum, en í flestum tilfellum er munurinn geðveikislegur. Í París fengum við okkur poka með kirsuberjum. Ægilega safaríkum og ferskum berjum. Bara í einhverri frekar dýrri hornverslun en kílóið kostaði 8.9€, tæplega 800 kall. Sá kirsuber í Hagkaup í gær og vildi rifja upp gamalt berjastuð. Kílóið á 1890 kall og berin þar að auki vond. Allavega 1/8 ónýtur. Í Hagkaup var líka Emmental oststykki innflutt frá Frakklandi af tegundinni Président. 250 grömm á ríflega 500 kall. Í Monoprix kostaði nákvæmlega sama stykkið 1.45€, 130 kall. Guðni talar bara út um endaþarmsopið á sér í þessu máli. Það sést langar leiðir. Og þegar hann byrjar á þessu "Íslennnnskt lambakjöt er þaaaað beeesta í heimi", eins og gömul útigangsrolla með hræðsluáróður um að allt sé svo ógeðslegt í útlöndum og miklu meiri gæði hér á öllum sviðum, þá er nú eiginlega ekki hægt annað en að hlæja að útnáraskapnum.
---
Ekki skil ég afhverju teiknari DV notar mig sem samnefnara yfir skilningsleysi á fjölmiðlafrumvarpskjaftæðinu. Það sést greinilega að þetta á að vera ég:

Missti ég af einhverju? Hefur Björn Bjarnason tekið mig sem dæmi um vitleysing í einhverri af þessum skraufþurru bloggfærslum sínum? Ég reyni stundum að lesa þetta blogg hans, af því maður sér hann stundum einan í bíó og maður á að vera góður við þá sem eru útundan. En það er bara ekki hægt að lesa þessar langlokur fyrir leiðindum. Ég ætlaði t.d. að lesa nýjustu færsluna sem heitir Ólafur Ragnar synjar lögum, en gafst upp í annarri málsgrein því þá skrollaði ég niður og sá að þetta var óendanlega langt hjá honum eins og venjulega. 
---
Viðurkenni svo sem alveg að ég hef ekki lesið hið geysihressa frumvarp, enda legg ég ekki í vana minn að sækja í leiðindi. Og kannski á ég eftir að snúast eins og vindhani og greiða atkvæði með frumvarpinu af því mig langar ekki til að hafa Bylgjulestina með Kalla Bjarna og Skítamóral fyrir augunum og eyrunum þangað til ég hrekk upp af. Kannski snýst ég á sveif með DO ef hann mætir í eins og 10 einkaviðtöl í Kastljósi í viðbót og passar sig að fá ekki kast. "Þetta er nú bara mín persónulega skoðun", segir hann, "Ég hlýt þá bara að vera svona voðalega vondur karl", etc... sem sé, sýnir hinn "mannlega" DO, hinn blíða landsföður, eins og það er kallað, en æpir ekki og gólar og hótar stjórnendum þáttarins af koma þeim dauðum út í vegkant.
---
En ég held ekki. Veit betur. Þetta skyndilega óþol DO á auðmönnum er ótrúverðugt og ljóst að eina ástæðan er sú að "rangir" menn eru komnir til sögunnar. Hvað hef ég að óttast frá Baugi og fjölmiðlakónum hans? Þeir gera okkur öll að heilaþvegnum þrælum, er niðurstaða DO og trúðanna hans. Já já, mjög sannfærandi. Hvað hefur Baugur gert á hlut minn hingað til? Sent mér ágætis ókeypis dagblað og selt mér ódýrasta matinn í Bónus? Æ æ, mig aumar í rassgatinu. Vikublaðið Birta hefur heilaþvegið mig og gert mig ófæran um að taka sjálfsstæðar ákvarðanir. É ræt. 
---
Svo er forsprakkinn, Gunnar Smári Egilsson, einhver mesti snillingur blaðamennskubransans frá upphafi. Hann er hreinlega gegnsósa af áhuga á starfinu. Hann svaf iðulega á gólfinu þegar við og fleiri settum Fókus á götuna. Þetta er hans líf og yndi, hann hefur sýn á dagblaðarekstur sem hefur virkað (ókei, kannski ekki alltaf) og hann er flokkadrættingslegur bastarður – þ.e., hann slefar ekki upp í neinn flokk eða stjórnmálamann og hefur það fyrir reglu að vera á móti sitjandi valdaslekti og ríkjandi viðhorfum. Ég held að DO hafi byrjað að svitna af gremju þegar Smárinn kom í Ísland í dag og djókaði með hann. Viku eftir viku gengu skotin. DO hefur setið heima hjá sér á stuttbuxum, vel slompaður og hitnað í hamsi þegar allir hlóu af skotunum úr Smára. Svo byrjaði Fréttablaðið og svo DV og svo voru Norðurljós keypt og alltaf var þessi leiðinda Gunnar Smári innvinklaður eins og hann væri prókúruhafi á tékkhefti Jóns Ásgeirs, sem bæ ðe vei er hálf einhverfur og hefur varla áhuga á öðru en Excel forritinu sínu. Þá bara gekk þetta ekki lengur, hugsaði DO. Og því fór sem fór. Ég hefði líklega gert það sama ef ég hefði mátt þola annað eins grín. Verð m.a.s. fúll ef einhver bjáni á málefnin.com dissar mig. Hefði lokað þeim leiðindavef með einhverskonar lögum ef ég gæti.
---
Hin íslenska gleymska var að taka völdin þegar forsetinn varpaði bombunni og nú fær Egill Helgason ekkert sumarfrí. Æi, ég nenni samt varla að hugsa um þetta lengur og ég tala fyrir hönd þjóðarinnar. Við erum orðin dauðþreytt á þessu. Haldið nú kjafti allir saman og leyfið okkur að kjósa um þetta sem fyrst. Plís, það er sumar og sól og grillið er komið út á svalir.

02.06.04
Jæja, karlgarmurinn sagði Nei! Maður mætir því óvænt á kjörstað.
---
Árni Zúri er í hrottafengnu stuði á síðunni sinni og kjammsar á hverri nýbylgjuperlunni á fætur annarri. Endilega tékkið oft á síðunni því Zúri skiptir lögunum ört inn og út. 21:05
---
Topp5 er tileinkaður diskunum fimm sem ég keypti í París. Ég var svo sem ekkert á þeim buxunum að liggja eins og svöng rotta í innyflum plötubúða en fyrir algera tilviljun rakst ég á hina ágætu notuðu plötubúð Monster Melodies, sem svo skemmtilega vildi til að stóð við hliðina á nokkrum fatabúðum sem Lufsan gat skoðað í á meðan. Við skiptum liði í hátt í klukkutíma og ég gramsaði af áfergju en fór þó ekkert upp á efri hæðina þar sem vínillinn flóði út um hundruð pappakassa. Hefði þurft allan daginn í þetta. 

Peace & Love
I got high last night on LSD
My mind was beautiful, and I was free
Warts loved my nipples because they are pink
Vomit on me, baby
Yeah Yeah Yeah.

Stevie Wonder's penis is erect because he's blind
It's erect because he's blind, it's erect because he's blind
Stevie Wonder's penis is erect because he's blind
It's erect because he is blind

Let's make love under the stars and watch for UFOs
And if little baby Martians come out of the UFOs
You can fuck them
Yeah Yeah Yeah.

The zebra spilled its plastinia on bemis
And the gelatin fingers oozed electric marbles
Ramona's titties died in hell
And the Nazis want to kill everyone.

Stevie Wonder's penis is erect because he's blind ... etc. 

Þetta ljóð samdi amerískur hippi í leiðindum sínum og sendi til Nashville, til fyrirtækis sem tók pening fyrir að búa til lög upp úr ljóðum fólks og auglýsti gjarnan í sorpblöðum. Útkoman var hin stórfenglega snilld sem er fyrsta lagið í Topp5 vikunnar. Alla sólarsöguna má lesa hér (en þess má geta að Nashvillegaurar breyttu "Stevie Wonder's" í "Blind Man's", sem gerir ekkert nema að auka á snilldina). Lagið er á safnplötunni "The American Song-Poem anthology" (8 €) en "Song-poem" er þetta dæmi þegar fólk út í bæ sendi ljóð til tónlistarmanna sem síðan sendu plötur með útkomunni til baka (kallað "Song-poem" því það var talið að bolurinn skildi ekki orðið "lyrics"). Athyglisvert. Þess má geta að limur blinda mannsins hefur verið myndskreitt með Flash kartúni (sjá hér). ALGJÖR SNILLD!
Kallinn í búðinni mælti með Zouzou sem franskri 60s skvísu og já já hún grúvar ágætlega. Af safnplötunni "L'intégrale" (15 €)
Þarna var reitingur af tyggjópoppi og ég keypti að því virðist ástralskan bútlegg af tveim plötum 1910 Fruitgum Company (17 €)
Keypti safnplötuna "So Young but so cold" aftur á móti í FNAC (16.10€). Þar er ljómandi kúl 1977-1983 frönsk diskópönknýbylgja og hér er titillagið með Kaz Product.
The Best of Move var hræbilleg (6€) og ég skellt'enni með enda heyrt nokkur grúví lög með þessu for-Wizard/ELO bandi. Nokkur góð lög þar.
---
Nei eða já kl. 16:15 í dag. Þjóðin bíður spennt. Ég ætla að kjósa ef karlinn segir Nei. Læt ekki hafa mig á kjörstað ef hann segir Já. Ég held að við munum sjá sögulegt áhugaleysi í forsetakosningunum ef karlinn skrifar undir þetta rugl, en aftur á móti mikið stuð ef hann segir Nei. Ég tel þó 70% líkur á að hann samþykki þetta rugl. Hann vill líklega ekki rugga bátnum og bara halda áfram að djamma með Dorritti. Hefur samt sögulegan séns á að uppskera virðingu þjóðarinnar (þ.e. allra nema geðsjúkustu sjálfsstæðismanna) ef hann skrifar ekki undir.

01.06.04
Menn byggðu slorfínar hallir í París á meðan bændur juðuðust á rollunum sínum í moldarkofum á Íslandi, fáfróðir, bitrir og skítugir. Hin forna heimsmenning blasti við í hverju horni í hinni stórfenglegu heimsborg og það var draumi líkast að geta hreinsað heilan af fjölmiðlafrumvarpsleiðindum og samhangandi móðursýki um valdhroka geðsjúkrar mannætu, et al. Kannski bara af því maður skilur þá ekki, en Frakkarnir virðast upp til hópa ægilega gáfaðir og í hrópandi andstöðu við hina útbelgdu Kana sem maður rakst alltof oft á í túristagildrunum, síkvartandi og kveinandi og talandi hátt. Þrátt fyrir 11 stöðvar var fátt að græða á sjónvarpinu, allt döbbað eða útbíað í geðveikislegu sjónvarpsefni, Frakkarnir með sveppatrippslega skemmtidagskrár en ítalska ríkissjónvarpið sló öllu út og ljóskufísnin svo mikil þar að Feministafélagið yrði aldir saman að snúa vörn í sókn. Át eins og mér væri borgað fyrir það og átti í alla staði frábæra ferð. París er undursamleg borg í einu og öllu!

Því miður mundi ég ekki fyrr en daginn áður en ég fór hvað mér finnst mint a l'eau passandi í Frakklandi. 

Parísk bakarí eru físileg. Hér má sjá brot. Kökusneiðin bar af, öskrandi unaður. Hitt harla fyrirsjáanlegt rjómafruss.

Allir sem hafa lesið DaVinci lykilinn eru forvitnir um gólfið í Louvre safninu. Hér má einmitt sjá sýnishorn. Safnið er auðvitað snargeðveikislega yfirþyrmandi, enda 30.000 snilldarverk til sýnis. Tróðumst bara í einn vænginn og sáum Mónu úr iðandi mannþröng smellandi flassa. 

Nenntum ekki upp á Effel, en maður fylltist óöryggi að sjá þessa stífvopnuðu hermenn vafra um eins og dýr í búri á neðstu hæðinni. Þetta var nú eina stressmerkið sem maður sá, enda Frans ekki staðföst og séns að Ósóma þyrmi landinu. Jæja, best að fara að gera eitthvað.

25.05.04
Í tilefni af Parísarferðinni er Topp5 franskur. Allir vita að franskt stöff er eðalfínt í dag með tilkomu kúlista eins og Air og Daft Punk. Fyrir ekki mörgum árum var þó franskt stöff upp til hópa hallærislegt í hugum flestra. Ég keypti einu plötu Mathematiques Modernes (Les Visiteurs du Soir frá 1981) í Safnarabúðinni á síðustu öld og við hefjum leik á upphafslagi plötunnar "Paris Tokyo". Leyndur þráður chic-kúlsins liggur frá París til Tokyo (ótrúlega margar japanskar poppsveitir syngja á frönsku) og eitthvað segir mér að þetta lag hafi lagt grunn að sambandinu. Plata MM hefur nýlega verið endurútgefin af Tigersushi merkinu og einnig má finna bandið á safnplötunni "So Young but So Cold", sem kynnir til sögunar frönsk bönd frá 1977-1983. Held ég kaup'ana örugglega í Fnac. Næst undir nálina eru hinir slikk menn í Phoenix sem nýverið sendu frá sér plötu númer 2, "Alphabetical". Líkt og frönsku böndin Tahiti 80, Zoot Woman og Playgroup taka þessir AM-popp fortíðar og smella í nútímadigitalapahaus. 

Húbba húbba! Það er komið að BB sem hér sést í sæmilegu ástandi með Jane Birkin. Báðar voru ástmeyjar snillingsins og júðalúðans Serge Gainsbourg, sem tók upp hið heimsfræga "stunulag" með báðum, þó Birkin útgáfan hafi náð vinsældum. Í kringum 1968 náði samstarf þeirra BB og SG hæstu hæðum og lög eins og Bonnie & Clyde og Harley Davidson fá hár allra ógeðveikra manna til að rísa. Þetta fríkaða lag var b-hlið Harley og við kóveruðum þetta einu sinni í Unun. Mér finnst flott hvernig orðið "docteur" kemur fyrir í fyrsta erindi. Jakk Dútronk er helvíti grúví. Ég á nú bara eina safnplötu með honum og ætla ekkert að þykjast vita um hann, en veit þó að hann er ægilegt legend í Frakklandi og fékk einhver voða verðlaun fyrir leik í kvikmynd nýlega. Að lokum erða svo Andri Popp sem pakkar þessum franska topp5 inn í smekklegar stuttbuxur, baquet og harmóníku.
---
Ég ræð mér ekki fyrir kæti því ég hefi fundið búð sem selur rótarbjór og er eiginlega við hliðina á hótelinu sem við gistum á. Ég veit líka allt um sushi í París þökk sé þessari frábæru síðu, sem bíður nú bara upp á heildarfróðleik um alla sushistaði í heimi (nema Japan). Þessi síða er ekkert slor heldur kunni maður lítið í frönsku og er heimskur túristi. Ég er því tilbúinn fyrir gastrónómískar jafnt sem rómantískar unaðsemdir og segi bless á meðan.

24.05.04

Djöflaðist á Klappastígnum og nærliggjandi götum eftir Popppunktinn og náði þeim merki áfanga að drekka Absintu á einum barnum, en þessi goðumlíki drykkur er þar seldur undir borðum. Veit ekki hvort það sé lögbrot á Íslandi en þessi drykkur er bannaður í mörgum löndum. Var það fullur fyrir að ég fann engan mun. Gekk svo heim og var hörmulega þunnur í gær. Hef ég þá tekið út áskilið fyllirí á þessu ári og ætli maður finni ekki bara á sér næst í fertugsafmælinu 2005. Fertugsafmælinu! Nei, nú fer ég í þunglyndiskast.
---
Sannfærandi sigur Geirfuglanna kom á óvart. Ske voru slappari en ég bjóst við, dagsformið eitthvað að klikka hjá þeim. Popppunktur þá kominn í frí og ég í feðraorlof.
---
Sýrður rjómi er kominn á netið.

22.05.04
Hef verið að hlusta á ágætis þátt á Rás 2 um Pixies, hljómsveit sem ég óverdósaði á og hef lítið gaman af í dag. Fyndið að heyra hvað ég og Árni Matt erum ósammála í innslögunum. Átti miða á seinni tónleikana en seldi Heiðu hann enda verð ég í borg ástarinnar, París, á sama tíma. Hefði svo sem verið ágætt að sjá þetta kombakk (eina ástæðan fyrir kombakkinu er peningaleysi, eins og oftast er raunin), en sorgin er ekki yfirstíganleg. Var að skoða heimasíðu Franks Black og gaman að segja frá því að þetta gamla goð línkar á Hafnarfjarðarbæ...
---
Valmennið Rögnvaldur gáfaði var í Kolaportinu í dag og líklega á morgun líka. Kíkið á það, gott stöff á diskum og plötum og Röggi viðræðugóður að vanda.
---
Ég ætla að segja það einu sinni enn: Úrslitaþátturinn í Popppunkti í kvöld!!!

21.05.04
Allt að verða vitlaust, síðasti PP á morgun og Geirfuglarnir koma mun betur út í könnun Skjás Eins á mögulegum sigurvegara. Ég tel hins vegar Geirfugla og Ske eiga hnífjafna möguleika og að þetta hafi aldrei verið eins spennandi og annað kvöld. Þess má svo geta að stuðpartí PP verður á Sirkus eftir leikinn og ég mæti í King Kong á Skonrokki í fyrramálið til að plögga.
---
Hallgrímur Helgason hefur greinilega heyrt sömu söguna og ég af símtali DO og umboðsmanni alþingis. Teiknimyndafígúran Grim liggur upp í rúmi í Fréttablaðinu í dag og talar við DO í síma:

DO: Ef þú finnst dauður út í skurði þá veistu hvers vegna!
G: Davíð, ég held að þú sért með vitlaust númer. Ég er ekki umboðsmaður alþingis.
DO: Nú? En þetta er samt trúnaðarsamtal!
---
Þetta ku vera niðurlag samtalsins orðrétt, þ.e.a.s "Ef þú finnst dauður út í skurði þá veistu hvers vegna..." Byrjunin var hins vegar: "Ég vildi ekki vera í þínum sporum núna." DO er einhvern veginn á vitlausu landi finnst manni. Myndi blómstra enn betur einhvers staðar í Afríku og ætti auðveldar með að ganga alla leið þar. Þar hefði hann t.d. fengið fjölmiðlafrumvarpið í gegn í sinni fyrstu mynd og ekki þurft að hlusta á allt þetta kjaftæði. Jæja, það eru víst 116 dagar til 15. september, þó maður trúi því varla að manngarmurinn láti sig hverfa.

20.05.04
Í gær hittist þannig á að ég gerði bara það rétta til hádegis. Fór í líkamsrækt, keypti bensín hjá Atlantsolíu og gaf blóð. Til að toppa réttsýnina og göfuðlyndina fór ég og tók þátt í mótmælum við alþingishúsið (meira lýðræði etc.) Svona mótmæli hafa engin áhrif nema allavega 10x fleira fólk mæti, þá myndu þessar karlar kannski nenna að kýkja út fyrir gluggatjöldin. Löggan var hins vegar viðbúin öllu með vatnsbíl í felum ef þyrfti að splundra lýðnum. Það er bara ein tegund af fólki sem nennir svona mótmæladóti hér á landi og var tegundin mætt í heild sinni + Sigurður Gé og aðrir snillingar sem nenna að mæta þegar málið varðar þá. Hins vegar sá ég engan FM-hnakka með kröfuspjald enda eiga þeir ekki að venjast því að að þeim sé sótt (nema af saklausum X-urum) og vilja bara vera á sínum sportbíl með olbogann út um gluggann. Nenni ekki aftur á svona fund nema það séu allavega 5000 manns að mæta svo þetta er ágætis dæmi um Catch 22 ástand. 
---
Hef loksins lokið við að skrifa síðasta Popppunktinn í ár, fyrir úrslitaleikinn á laugardaginn. Svo á víst að vera geysilegt partí á Sirkus sem allir eru velkomnir í. Kútur og svona. PPPP verður að öllum líkindum ekki aftur fyrr en eftir áramót, en þá á að halda Stjörnu-Popppunkt. Sjáum nú bara til hvernig "landslag fjölmiðla" verður þá. Fer hins vegar til Tvíhöfða í fyrramálið til að plögga þættinum og svara Jóni afhverju Nefrennsli var ekki með.
---
Meiri mússikk... meira stuð:
The Millennium - The Island - Um daginn var hljómsveitin Sagittarius hér á Topp 5 listanum í sambandi við það að kynna til sögunnar band sem minnti á formtilraunir BrianWilson á Smile. The Millennium er síst verra band og þar innanborðs er Curt Boettcher, sem einnig var í Sagittarius. Lagið er af plötunni "Begin" og minnir byrjunin allmikið á Bítlalagið "Across the Universe". Þetta kom þó út 1968, ári áður en Unvierse var tekið upp, og því er freistandi að álykta að Lennon hafi heyrt lagið í einhverju sýrupartýi með Yoko og geymt það í undirmeðvitundinni.
Waldorf - Fashionist - Ítalskur dúett sem heyra má á safnplötunni "Touch of Class Sucks"... Þeir hafa hugsanlega heyrt í Daft Punk.
Animal Collective - Who could win a rabbit - Af plötunni "Sung Tongs"... Nútíma folk.
Os Mutantes - A Minha Menina - Brasilískt uppreisnarrokk frá 7. áratugnum, það sem gengur undir samheitinu Tropicalia og gat af sér ýmsa snilld. David Byrne kynnti bandið fyrir umheiminum á Luaka Pop merkinu sínu. Titill lagsins mun vera "Stúlkan mín".
Skkatter - Madonna is a Filthy Slut - Glæsilega geðveikt Madonnu-rímix frá írskum náunga.

17.05.04
Eru ekki allir búnir að fá leið á þessu fjölmiðlafrumvarpskjaftæði? Allavega er Þorsteinn Guðmundsson búinn að fá leið á því (eða búinn að fá leiðA á því eins og mér skilst að maður eigi að segja). Þetta er búið að vera eitt af þessum geðveikislegu flogaköstum í þjóðfélaginu sem ganga yfir með reglulegu millibili og eru jafn skemmtileg og góður kláði. Gaman að segja frá því að Hr. DO er alltaf uppspretta kastanna. Held þetta verði voðaleg lognmolla þegar blessaður maðurinn sest í svokallaðan helgan stein, ef hann gerir það þá einhvern tímann. Litlaust lið sem verður eftir og örugglega fá kláðaköst í boði þegar þumbhausinn HÁ verður orðinn aðal. Kannski er það bara ágætt, því ef maður klórar sér of mikið byrjar að blæða.

16.05.04
Eurokeppnin var ein sú leiðinlegasta í manna minnum og hafa þær samt ekki verið ýkja hressilegar síðan Selma söng sitt aríapopp í 2 sæti. Vina- og nágrannaþjóðirnar klöppuðu hvor annarri á bakið með hástigum og var þetta fyrirsjáanlegt og glatað frá upphafi. Austantjaldslönd sem maður vissi varla að væru til komu sterk inn og ljóst að stríðið í Júgóslavíu var bara útsmogið plott til að ganga betur í þessari keppni. Við ættum kannski að skipta Íslandi upp í eins og fimm lönd, Höfuðborg, Kjálkinn, Norðurland, Ál-land og FM-undirlönd, sem svo geta gefið hvort öðru 12 stig? En allavega, Ruslana ruslaði þessu upp og málið er að senda eitthvað rammþjóðlegt héðan næst, en ekki drepleiðinlega ballöðuundanrennu eins og núna. Ég sé fyrir mér hljómsveitina SAGAS, sem er skipuð Páli Óskari, Erp Eyvindarsyni og Steindóri Andersen. Allir eru klæddir í lopapeysur (Páll í bleikri) og með lambhúshettur og víkingahjálma sem þrjár léttklæddar ljóskur (Ellý þula, Svanhvít í Kastljósi og At-pían) rífa af þeim í lokaviðlaginu. Lagið sem SaGaS flytja – "Ice and Fire" – er þrískipt. Páll syngur Burt Bacharch-lega melódíu en Erpur tekur rappkafla og þegar liðið er á lagið birtist Steindór allt í einu í ljósgeisla og fer með rímur á gamla málinu. Fullt hús stiga garentídd. Annar möguleiki er svo að hætta að mæta í þetta hommagrín og stofna nýja keppni, Skandóvision.
---
Þeir eru farnir að svitna foringjarnir. Orðnir taugaveiklaðir, sveittir á efri vörinni og takandi stórt upp í sig. Frábært stuð framundan og maður liggur við fréttaskerminn eins og ryksugufiskur. Rúmenar skutu Ceausescu í beinni. Hitler kálaði sér. Reagan er með alsæmer. Tatcher var sett af. Jón Baldvin er sendiherra í Finnlandi. Allt endar. Þetta kjaftæði líka.

15.05.04
Eurovision keppnin verður sérsniðnari fyrir úkraínska homma með hverju árinu sem líður og er það vel. Lögin sýnast mér upp til hópa illa samdar lummur, sannkallaður viðbjóður allt saman og ekkert í líkingu við gamla snilldarsmelli eins og All Kinds Of Everything, Poupée De Cire, Poupée De Son eða Waterloo. Það er ekkert upp á Jónsa að klaga en lagið verður varla ofar en í 16 sæti. Þeir hjá Fréttablaðinu hringu í mig og ætluðu að vera með eitthvað Euroskrölt og fengu mig til að semja íslenskan texta við lagið Heaven í því tilefni. Hér er íslenska þýðingin mín:

Í DAUÐADÁI
Sakna þín enn
þótt ég sé marinn og blár
ég er tengdur við vél
og hef ekkert hár
ég hugsa ekki neitt
ég er alveg sljór
með líflaus augu
ég er fölur og mjór

Dæld' í mig
bláa vökvanum
hjálpaðu mér
yfir... óó oh
Ég er einn 
á þessari deild
svo dæld' í mig
bláa dauðavökvanum 

Ég lagðist lágt
ég fór á fokking hnén
Þú varst ákveðin 
að fara í nám í Munchen
Ég elti þig
grenjandi upp í Leifsstöð
þú hvarfst í rúllustiganum
mér sýndist þú glöð

Dæld' í mig 
bláa vökvanum
hjálpaðu mér
yfir... óó oh
Ég er einn 
á þessari deild
svo dæld' í mig
bláa dauðavökvanum 

Og ég veit
þú finnur fyrir því 
þegar þú lest um andlát mitt
á síðum íslensku blaðanna
sem þú færð send
sem þú færð seeeeend – óóó
ég verð
hjá þér og sé
þig og einhvern djöfuls Þýskara
ég verð með skarkala
þá munu borð far' að fljúga
svo dæld' í mig 
bláa vökvanum

En maður hangir auðvitað yfir þessu aðframkominn af spenningi (é ræt) með bjór og grillkjöt í sitthvorri hendinni.
---
Áhorf á seinni PP-undanúrslitaþáttinn verður eflaust í sögulegu lágmarki enda kl. 21 í kvöld á sama tíma og atkvæðin streyma inn í Eurovizz. Engu að síður ágætur þáttur sem fólk ætti að reyna að sjá, Atómstöðin og Ske berjast á banaspjóti.

14.05.04
Eru þetta ekki örugg merki um að heimsendir er í nánd: Sjálfsstæðisflokkurinn stendur fyrir kommúnistalögum á fjölmiðla og Svali og Einar Ágúst eru orðnir hættulegustu róttæklingar landsins. Hvað næst? Lætur Helgi Hós ferma sig? Verða Hannes Hólmsteinn og Jón Steinar algjörlega ósammála Davíð Oddssyni í einhverju máli og fer Insol í efsta sæti FM-listans með BSG-remix af "Stjörnusambandsstöð"?!

13.05.04
Rúmfatalagerinn sendi mér bækling í dag. Þetta var á forsíðunni:

Ætli ósýnilegi stóllinn sem konan situr á fylgi með?
---
Næstum því ósýnilegar klósettsetur fást nú hjá Ísleifi Jónssyni. Þetta eru fyrstu pönk-klósettseturnar sem ég hef séð. Þær eru glærar og það er búið að steypa inn í þær nælur, gaddavír og rakvélarblöð. Nokkuð töff að sjá kúkinn úr sér í gegnum rakvélablöð. Hefði umsvifalaust keypt mér eintak ef stykkið hefði ekki kostað 15þúsund kall. Full mikið fyrir að vera kúl að kúka.
---
Skrípaland er þetta blessaða sker. Það má aldrei neitt koma upp nema það sé "álitamál". Hér er aldrei neitt rétt eða rangt heldur allt saman "álitamál" sem lærðir aðilar fá að rövla um í spjallþáttum. Bullið í kringum Björn Bjarnason var allt bara "álitamál" og nú er það orðið "álitamál" hvort Óli forseti megi setja frumvarp brjáluðu mannætunnar í þjóðaratkvæði. Lögin hérna hljóta að vera meira en lítið gölluð fyrst þetta er svona. 
---
Sá Kill Bill 2.

12.05.04
Hamborgarar vígðu gasgrillið. Stútungskall keypti þurrkarann og þvottavélina á hagstæðum pakkadíl. Teiknimyndblöðin eru ennþá föl en enginn virðist hafa áhuga á ilmandi neðanjarðarkómixi. Sá bæði Herbert og Halla (úr Halla og Ladda) fyrir utan Frjálsa fjárfestingabankann í gær. Hvað er að gerast? Heimsendir í nánd?
---
Ég er óhemju minnislaus og man varla neitt úr fortíðinni. Samt man ég nákvæmlega hvar og hvenær ég heyrði þrjú lög í fyrsta skipti:
Raindrops keep falling on my head - út í garði á Álfhólsvegi. Heyrði lagið um leið og ég gróf upp Matchboxbíl í blómabeði með plastskóflu.
Walking on the moon - lagið var spilað í glymskratta í leiktækjasal í Bankastræti. Stal krítarkubb af billjard-borði í sömu ferð.
Beautiful stranger - Lagið kom í útvarpi úti í skógi í Finnlandi þar sem Unun lifði ólifnaði með grilli og sauna. 
---
Margar leiðinlegar auglýsingar eru í gangi í dag. Sú sem endar á að kerling vælir "Öruggan stað til að vera á..." er t.d. alveg óþolandi og ég verð að slökkva af viðbjóði þegar öskur-Metallica auglýsingin byrjar. Í sjónvarpinu er sú versta frá einhverju tryggingafélagi með manni sem fær píanó í hausinn og sér fjórbura og eitthvað. Manngreyið er með svo asnalegt skítétandi bros í andlitinu að það er ekki hægt að horfa á þetta nema að fá aumingjahroll.
---
Tónlistarsíðan Pitchforkmedia er að verða einskonar bibblía kúlistanna. Síðan er samt auðvitað frekar artí fartí og hér og hér eru menn að gera grín að henni.
---
Nú bloggar Egill Helgason á hverjum degi og er hress á sínum gamla stað hér.

11.05.04
Rakst á Paul McCartney í nótt í plötubúð í San Fransisco. Ég var með bakpoka á pakinu og lokaði einum ganginum svo Macca þurfti að troða sér fram hjá mér. Klaufalegt og ég var of stjörnusleginn til að fá eiginhandaráritun. Keypti hundódýrt gasgrill á bensínstöð (kostaði bara 10þúsundkall í Esso). Sumarið er komið.

10.05.04
Ný vika, nýr Topp5 listi:

Sluts of Trust - Piece O You - Dúett frá Glasgow. Af fyrstu plötunni "We are all Sluts of Trust".

Dj Nwee - What More Can I Singe - Eftir að Jay-Z gaf út akkapella útgáfu af Black Album hafa bútlegg útgáfurnar hrannast upp. Grey Album Dangermouse er sú frægasta en þetta lag er af "Slack Album" þar sem Dj Nwee hefur sameinað Jay-Z og Pavement plötuna "Slanted and Enchanted". Útkoman er kúl og spennandi og ókeypis.

M83 - 0078h - Franskur dúett sem hljómar eins og Air og My Bloody Valentine sameinaðir. Var bent á þetta band af manni sem var að spá í að kaupa þvottavélina mína (sem bæ ðe vei er ennþá föl eins og þurrkarinn og teiknimyndablöðin)...

Tom Zé - Toc - Brasílísk goðsögn sem hinn vestræni heimur fékk smjörþef af þegar David Byrne gaf út með honum safndisk fyrir nokkrum árum. Þetta lag er ósungið en karlinn syngur yfirleitt. Súrar sömbur og sækadelískir áróðurstextar. Mjög góður.

The Streets - Fit but you know it - Ungi breski hassdrengurinn kominn með plötu #2 og þetta er fyrsti singullinn.
---
Blómey fór á Akrafjall, sem er eiginlega 2 fjöll, Háihnjúkur og Geirmundartindur með Berjadal á milli. Frekar auðvelt undir hæl en mikið labb og harðsperrur eftir því í dag. Með brunninn skalla því það er alltaf gott veður uppá fjöllum. Fjallganga er eins og með margt annað, hundleiðinlegt að væflast á þúfum, möl og stórgrjóti en þess betra þegar toppnum er náð, að á, eða að ferð lokinni. Þó maður hafi lofað sjálfum sér að fara aldrei aftur á fjöll þegar maður var í miðjum leiðindunum þá eru fjöllin strax farin að toga á ný þótt maður sé ennþá að jafna sig á harðsperrunum.

Gott er að henda sér í mosa og sála sig með móður jörð.

Trausti er stöntmaður gönguhópsins og reynir á þolrif hinna með því að hanga á bjargbrúnum og tefla á tæpasta vað.
---
Ferðinni var slúttað með 2 pylsum með öllu í Shell, Akranesi, og hafa pylsur sjaldan smakkast eins vel. Ekki var verra að meðfylgjandi sjeik var afbragð og afgreiðslustúlkur voru með hressara móti og í miklu stuði.

09.05.04
Það virðist vera mögnuð mömmuríðandi blíða aftur í dag og því mun gönguklúbburinn Blómey rísa úr rotinu á eftir og massa Akrafjall, sem ku auðvelt uppgöngu. Fátt er eins hressandi og að reisa rassgatið af skrifborðsstólnum og glápa á annað en skjáinn. Gönguleiðir hér við Dunhagann eru ófáar og ævintýralegar, svona í fyrstu allavega. Ægisíðan í kallfæri og allt morandi í rólóum. Fjölskyldan rölti oní bæ í gær og fékk sér seinna gúmmilagi í Síam í Hafnarfirði sem er fágætur gimsteinn í veitingarhúsabransanum. Thailenskt og ég mæli með "himneska nautakjötinu", sem er sykursætt og himneskt eins og matseðillinn segir. Jón Sæmundur, hinn dauði, kom við og fékk disk með myndum sem voru í Eru ekki allir stuði bókinni. Látið ykkur því ekki bregða ef þið sjáið þessa mynd aftan á teinóttum jakka innan tíðar:

Myndina tók Biggi Baldurs í Kópavogsbíói 1980, líklega á tónleikum kenndum við talstöðvaklúbbinn Bylgjuna. Bubbi alveg glertöff og enginn Land Rover útá plani. 
---
Sá hallærislega samnorræna Eurovision þáttinn. Við fyrstu hlustun eru þessi lög algert drasl og alveg galið að stórþjóðir skuli fara fram með þetta og enn galnara að fólk skuli finnast þetta merkilegt. Flestir heyra lögin bara einu sinni og því út í hött að tefla fram lagi sem þarf að "síast inn" (eins og Jónsalaginu sem fólk fór ekki að þekkja fyrr en í 10 skipti), heldur verður að mæta með grípandi melódíunni eins og Lat de swinge eða Waterloo, eða eitthvað fríksjó, gamla karla, smástelpu eða kynskipting. Skást voru alt-metal-sígaunalagið frá Tyrklandi, belgíska teknóið og svo er lag Ruslönu frá Úkraínu nokkuð kúl. Rauðmakkinn Eiríkur Hauksson er ekki hnyttnasti maður í heimi og skemmtilegra hefði verið að tefla fram manni eins og Páli Óskari í þennan þátt sem hefði getað sagt eitthvað skemmtilegt, en ekki bara verið sammála síðasta ræðumanni eins og Eiki greyið. Palli viðraði það í þætti Gísla Marteins fyrr um kvöldið að hann vildi alveg fara aftur í keppnina ef rétta lagið kæmi fram. Ætli maður verði ekki bara að semja lag handa honum og fara út einhvern tímann. Ráða kannski Eyva og Evu Ernu og Evu í bakraddir og liggja svo íðí í viku með þeim á Möltu kannski eða í Stavangri. Framlag Palla er án efa lang svalasta framlag Íslands, en stefnan hefur annars verið að senda eitthvað seif drasl sem rúnkast innan stöðulsins og hverfur í meðalmennskunni. Jæja vottever mann... Ég er farinn á fjöll.

08.05.04
Þess má geta að í kvöld er á dagskrá Skjás Eins einhver magnaðasti þáttur Popppunkts, ever! Geirfuglarnir og Buttercup og svoleiðis geðveikislega bullandi spennandi að það 1/8 væri nóg...
---
Valdi snillingur í plötubúðinni sinni keypti af mér kassa af afgangsdiskum í gær. 6500 kall í reiðufé og 6000 í útekt (The Kids are alright 2faldur dvd, nýja Cardigans og nýja George Michael (fyrir konuna á mæðradaginn)). Það góða við að flytja að maður fær loksins kjark til að losa sig við allt stöffið sem maður gerir ekkert við og notar aldrei. Einu sinni var ég gríðarlega mikill áhugamaður um alternatíf komíx og keypti allt sem ég náði í. Nú væri ég til í að losa mig við hrúgur af Weirdo, Drawn & Quarterly og allskonar alt.komixi, svo ef einhver teiknimyndablaðaáhugamaður, sem er hrifinn af flestu öðru en súperhetjum, vill kaupa þetta af mér á kúk og kanil þá er um að gera að senda mér línu. Á sama stað er til sölu ágætis þvottavél á peanuts og 1 árs barkalaus þurrkari á 28.000 kall. 

07.05.04
Ef fjölmiðlaframvarp brjáluðu mannætunnar gengur af Norðurljósum dauðum held ég maður verði bara að stofna útvarpsstöð til að halda Tvíhöfða í loftinu á morgnanna, sem er raunverulega það eina sem maður myndi sakna verulega. Ég get mjög auðveldlega lifið við þá tilhugsun að vera án FM957, Létt, Bylgjunnar og þreytandi playlistanna á Xinu og Skonrokki og á stöðinni minni yrðu engir slíkir. Útvarpsmenn þyrftu að vinna fyrir kaupinu sínu og velja sína eigin tónlist í staðinn fyrir að hanga fyrir framan tölvurnar eins og grísir í stíu fyrir framan sjálfvirkan fóðurdall. Tónlistarstefna stöðvarinnar yrði mjög einföld: bara góð mússikk og allt spilað í einum graut, glænýtt, gamalt, svart, hvítt, rokk, popp, hiphop, rafdót. Allt leyfilegt og engar íþyngjandi kvaðir, ekkert "bara 4 ný lög á viku"-kjaftæði. Dagskráin yrði svona á virkum dögum: 
09-12: Tvíhöfði
12-16: Dr. Gunni sér um stuðið við vinnuna 
16-20: Einhver frábær útvarpsmaður með fjölbreyttan tónlistarsmekk sér um stuðið þegar fólk fer heim úr vinnunni
20-24: Sérþættir sem tónlistarnördar gera (launalaust)
24-09: þögn eða random lög af hörðum diski

Ég þarf að aðeins að hugsa helgarnar betur.

Nú er bara að leita fjárfesta því það kostar allavega millu, ef ekki tvær, á mánuði að halda svona batteríi úti (laun, húsnæði, STEF-gjöld, útvarpsleyfi (?), o.s.frv.) Björgólfur ertu að lesa þetta? Eða er hann kannski of markaðsráðandi? Jæja. Kannski væri svona dæmi dæmt til að tapa peningum í haugum og kannski er þetta jafn afleit viðskiptahugmynd og að opna plötubúð. Ætli blessað Frónið sé bara ekki of fámennt til að bera jafn frjálslegt útvarp, sérstaklega á meðan Rúv er í fastaáskrift. Bú hú... 

06.05.04
Þýsku karlfauskarnir voru hverrar krónu virði. Stóðu bísperrtir við púltin sín og buðu upp á sjó. Alger best off draumur barst frá þeim í rúmlega 2 tíma með stöffi af nýju plötunni í bland. Gestir voru menningarlegir og fullar berbrjósta píur á háhest hverfandi. Greindarvísitalan hefur aldrei verið svona há í Kaplakrika. Allt ætlaði þó ítrekað um koll að keyra þegar slagararnir heyrðust. Sigurður Richter var á svæðinu og tók stage dive þegar "It's more fun to compute" kom. Kraftwerk voru auðvitað vélrænir og buðu ekki upp á annað chitchat en Good night auf wiedersehen. Vélmennin voru mun líflegri en bandið sjálft. Snillingar! Goðsagnir! og 4 uppklöpp því til sönnunnar.
---
Sá Jóhönnu Sig röfla við Einar K og Ingibjörgu röfla við hann þarna karl í fréttatímunum í gær og var umröflunarefnið hvort Björn B væri hálfviti eða ekki. Viðurstyggilega leiðinlegt og ófrumlegasta val á gestum í heimi. Fákeppni í gestavali og þáttarstjórnendur gjörsamlega þurrausnir af hugmyndum.
---
Veit ekki hvað fengi mig til að gerast sjálfsmorðssprengja. Kannski ef ég hefði verið gerður geðveikur með illri meðferð árum saman. Ég meina, það hlýtur að vera einhver ástæða fyrir því að fólkagreyin eru alltaf að sprengja sig og drepandi aðra. En það sem mig langar að vita: fer fólk í sokka daginn sem það hyggst sprengja sig og í hvaða sokka fer það? Uppáhaldssokkana sína eða sérstaka sjálfsmorðssprengjusokka? Eða fer það kannski bara ekkert í sokka?

05.05.04
Þegar Davíð og Halldór ákváðu að vera staðfastir spurðu þeir fáa, ekki mig allavega og ekki þessa aumingjalegu stjórnarandstöðu (sem er nú aldrei spurð um neitt hvort eð er. Kannski væri ráð að senda hana bara heim og spara Ríkinu nokkrar krónur fram að næstu kosningum, eða til hvers er þetta lið annars nema röfla valdalaust og naga sig í handarbökin yfir að hafa ekki valið skárri auglýsingagerðarmenn fyrir síðustu kosningar?) Davíð og Dóri kýldu bara áða enda hætta á að nokkrir Suðurnesamenn misstu vinnuna ef þeir væru með múður. Nú er þetta blessaða stríð búið að halda uppi stuðinu í fréttatímum heimsins síðustu misserin og síðustu daga hafa subbulegar myndir af hómóerótískum hóp-sadó-pyntingum birst. Arabagreyjum er hrúgað nöktum í pýramída og kúststöftum troðið í endaþarm þeirra, svo eitthvað sé nefnt, og hermennirnir hanga glottandi yfir þessu eins og þeir séu á leikjanámskeiði hjá McDonalds. Nú hljótum við að vilja vita – í beinu framhaldi af yfirlýstum kristilegum kærleiksanda (ekki skal gjöra öðrum manni það sem yður vilduð ekki sjálfur að gjört væri við yður, o.s.frv.) – hvort Davíð og Halldór væru til í að fara í svona 3ja manna pýramída fyrir okkur í fréttatímanum. Þriðji maður og oná þeim yrði að sjálfssögðu Björn Bjarnason. Mér finndist það eðlileg spurning fréttamanna næst þegar er talað við þessa kauða. Einnig mætti spyrja Björn, sem langar svo í her, hvort hann vildi drepast fyrir Ísland, en sú krafa hlýtur væntanlega að vera sett á oddinn ef hernaðarruglið í honum gengur eftir. Drepast kannski þannig að honum sé hent út úr sendibíl á Reykjanesbrautinni, nakinn með kúst í rassgatinu? Það væri nú hressandi ef fréttamenn hefðu göts í svona spurningar.
---
Rakst á blað frá Heimdalli í ísbúð. Þar eru þeir með viðtöl við þessa gömlu karlpunga sem voru Heimdellingar, en hafa svikið öll markmiðin sem þeir höfðu í árdaga, alveg eins og þessi nýjasta kynslóð Heimdellinga mun gera um leið og hún kemst á spenann á Alþingi. Hvað eru þessi grey búin að suða lengi um brennivín í matvöruverslunum og breytingar á Ríkisútvarpinu, en ekkert gerist ár eftir ár þótt Sjálfsfróunarflokkurinn sé endalaust við völd út af brjálaðri mannætu. Ég myndi kljúfa mig frá þessum handónýta flokki ef ég væri þeir.
---
Merkilega lítið hefur verið fjallað um það í fréttum að eftir 100 ár verður líklega hvergi búandi nema á Suðurskautinu. Ekki ætli ég að tala meira um það enda nýkominn með bílpróf og nenni ekki aftur að fara að hanga í strætó.
---
Kraftwerk byrja víst á slaginu 21 í kvöld og maður hefur verið að hlusta á katalókinn í dag, þýsku útgáfurnar auðvitað. Er ekki frá því að Radio Aktivitat sé besta platan.
---
Á þessum tímapunkti er auðvitað spurt: HVAÐA BAND VINNUR PPPP?
---
Gestum til mikils léttis er hér kominn splúnkunýr Topp 5 listi:

Jason Forrest - Spectacle To Refute All Judgements: Þessi Amríkani hefur gert stöff undir nafninu Donna Summer en birtist nýlega undir eigin nafni á plötunni "Unrelenting Songs of the 1979 Post Disco Crash". Klippt og skorið og hellingur notaður af 70s og 80s stöffi sem fær nýtt líf eins og gamall sokkur á nytjamarkaði Sorpu. 

Of Montreal- Rapture rapes the muses: Frá Atlanta og hluti af Elephant 6 línunni. Af glænýrri plötu "Satanic Panic in the Attic". Þetta lag gæti hafa verið á Blur-plötunni Modern life is rubbish.

Frankie Valli & the Four Seasons - Who Loves You: Var að keyra og heyrði þetta ókynnt á milli Spegilsins og 7-frétta. Blokkeraðist og vissi ekki hvað þetta var. Linnti ekki látum fyrr en Óli Palli hafði kíkt í tölvuna á Rás 2 og gefið mér rétt svar. Djöfull er Frankie að geraða gott.

Kasnat & Katz Fighter Squadron - Pickin' up sticks: Hef verið á tyggjókúlupopps-trippi enda unaðsleg mússekk oft þar á ferð. Fólk ætti almennt að þekkja til "Yummy yummy yummy" og "Sugar Sugar", en ég hef verið að kafa í tyggjóhauga og þar er margt um slefandi æði. Bubblegummið var færibandaframleitt léttpopp fyrir yngsta hóp hlustenda og stundað af hörku frá 1968 til 1972 en er auðvitað enn við líði í öðrum myndum. Gaurarnir sem unnu við þetta dulbjuggu oft ýmsar fullorðnar tilvísanir í textana: "Yummy yummy yummy, I got love in my tummy", er til dæmis klárlega um kyngimögnuð munnmök. Þetta lag er eitt af þessum óþekktu og rokkar nokkuð framarlega – höfundar þeir JK og JK, sem voru innstu koppar í tyggjóbúri og eiga helling af þessum lögum.

!!! - Pardon my Freedom: Amerríst funkpunk og viðkunnalegt. Fyrsti síngull af væntanlegri breiðskífu "Louden Up Now".

04.05.04
Loksins Dunhagablogg en án fokkjú-puttans því það fór flís í hann. Lufsan náðenni út en ég er lemstraður og því eru allar innsláttavillur leyi8filegar. Man ég fékk einu sinni verulega vonda flís í puttann en Lufsan var ekki heima svo ég gat enga björg mér veitt. (Spurðu ekki um flísina í auga náunga þíns eða bjálkinn, eins og Bibblían segir.) Ég fór sárþjáðar á 2 jafnfljótur því þetta var fyrir bílpróf, nipðrí heilsugæslustöð en þar mætti mér eintómt tómlæti og enn vra flísin í. Ég vafraði aðframkominn um Laugarveginn og vonaði til að hitta læknismenntað fþólk sem ég þekkti. Ekkert slíkt en mætti Diddu sem leit á puttann en gat enga björg mér veitt. Tók því á það ráð að hella mig dauðadrukkinn á Grand Rokk og lét Lufsuna sækja mig með flísatöng á miðnætti. Þetta er að sjálfssögðu lygasaga.
---
Meistari Jakob skrifar þetta í DV í dag:

Djúpulaugarleg verðlaun í PPP
"Ég veit ekkert um það. Markaðsdeildin sér um þetta. Ekki mitt mál
að skaffa verðlaunin," sagði Dr. Gunni fremur afundinn í samtali við DV.
Ýmir popparar þeirra poppara sem enn eru að keppa um nafnbótina
Poppfróðasta hljómsveit Íslands í hinum frábæra Popppunkti þeirra Dr. Gunna
og Felixar Bergssonar hafa borið sig illa að undanförnu og kvartað sáran
undan því hversu verðlaunin hafa rýrnað með tímanum. Í fyrsta Popppunkti
var utanlandsferð í verðlaun og fóru þeir Sigurjón Kjartansson og félagar í
Ham eins og fínir menn til Parísar eftir að hafa haft sigur. Í annarri
seríu, þar sem hljómsveitin Ensími fór með sigur, voru fyrstu verðlaun
vegleg eða heilar 300 þúsund krónur í úttekt í hljóðfæraverslun nokkurri.
Og núna munu 1. verðlaun hljóða upp á helgarferð fyrir þrjá á Hótel Búðir.
Dr. Gunni segir þetta reyndar ekki frágengið mál. "Það átti að redda
einhverju skárra og stefnan var sett á utanlandsferð. Aðalgaurinn, hvað
heitir hann aftur? Já, Sverrir Agnarsson, ætlaði að ganga í það mál."
Dr. Gunni hafnar því alfarið að sjálfur sé hann svona nískur, enda ekki um
hans prívat og persónulega peninga að ræða. Og þegar honum þykir nóg um
ágengar spurningar rannsóknarblaðamanns DV svarar hann: "Þetta eru nú engin
skítaverðlaun að komast á Hótel Búðir heila helgi í mat, uppihald og
fínerí. En því er ekki að neita að okkur strákunum fannst þetta svoldið
Djúpulaugarleg verðlaun. Þau, krakkarnir þar, voru alltaf að fara eitthvað
svona út á land," segir Dr. Gunni og ljóst má vera að heldur þykir honum
það ópoppstjörnulegt.
Þeir sem eftir eru í undanúrslitum til að keppa um gistingu á Hótel Búðum
eru Atómstöðin, Buttercup, Geirfuglarnir og Ske. Úrslitaleikurinn verður
22. maí í beinni útsendingu. Dr. Gunni segir það rétt að spurningarnar hafi
verið að þyngjast og færast nær vorum tímum. Hann segist miða spurningarnar
við það að hljómsveitirnar viti eitthvað, hann nenni ekki að fá eintómt 'ég
veit það ekki'. "Þetta var því  nokkuð snúið þegar ég var að setja saman
spurningar fyrir viðureign ungmennanna í Búdrýgindum og svo gamalmennin í
Rokkbræðrum."
---
Þess má geta að ég veit ekkert ennþá hvað er í verðlaun í ár, en ætli það skýrist ekki fljótlega. Kannski æstist markaðsdeildin upp þegar hún las þetta í blaðinu.
---
Tvíhöfði var að tala um þetta í morgun og af því spunnust nokkrar umræður þ.á.m. um undirhökuna +á m,ér og þá staðreynd að hún sé nú heiminum sýnileg eftir að skeggið fauk. Þeir strákar vita auðvitað ekki að í ár eru undirhökur í tísku og því dettur mér ekki í hug að hylja þessa prýði í andliti mínu. Ég, Engilbert Jensen, Gunnar Birgisson og Ellert þarna karlinn í Keflavík verðum því það heitast í sumar, í bleikum bolum auðvitað. Undirhökur eru það kúlasta.
---
Gnarr vældi líka yfir að hafa verið svikinn með að fá að koma í PPPP með Nefrennsli. Hann gaf okkur upp nöfn og sæímanúmer hjá fyrrum meðlimum en þegar haft var samband reyndust þessir menn aldrei hafa verið í hljómsveit, hvað þá í Nefrennsli. Tíminn var þá orðinn of naumur fyrir Sindra p´rodúser að leggjast í fornleifauppgröft en Nefrennsli verða vonandi með næst.
---
Jæja best að éta ilmandi fínt sushi teik avei af Maru.
---
Blogg af Vesturvallagötu er hér: