Fegurðin við Langasjó

4 daga trúss og fullt fæði
Yoga kvölds og morgna
Brottför 21. júlí frá Reykjavík

MIKILVÆGT MÆTING 7.30 á BSÍ

Leiðsögn og yoga Ásta Arnardóttir
Matráðskona Brynhildur Þorgeirsdóttir



Langisjór - Breiðbak – Grashagi – Útfall -  Ást - Fögrufjöll – Sveinstindur – Skafá


1. DAGUR:
Brottför frá Reykjavík kl. 8.00 og ekið að Langasjó og á Breiðbak ef veður leyfir. Gengið á  Breiðbak en þar er fagurt útsýni yfir tignarleg öræfin umhverfis Langasjó. Í norðri Jökulheimar og Tungnáröræfin en Fögrufjöll í suðri og víðsýni yfir Skaftáröræfi og Torfajökulssvæðið. Jöklasýn mikil og jökulskildir blasa við í góðu veðri. Gengið að Langasjó og eftir norðurströnd vatnsins í náttstað móts við Skjaldmeyjarvík. Tjaldað til tveggja nátta.

2. DAGUR
Við njótum öræfakyrrðar og fjölbreytileika í landslagi í nánd við Vatnajökul, stærsta jökul Evrópu. Gengið um Mosa og austanverð Fögrufjöll að Útfalli og sem leið liggur í hlíðum fjalla með útsýni að upptökum Skaftár og til baka í náttstað þar sem  Brynhildur býður okkar með heita máltíð.

3. DAGUR
Siglt um margbreytilegar eyjar Langasjós í Fagrafjörð að eyjunni Ást og gengið í land sunnan við fjörðinn. Gengið þaðan um fagurlendi Fögrufjalla í gróðursælu og formfögru landslagi meðfram vötnum og fjallshlíðum að Sveinstindi. Tjaldað við rætur fjallsins við vesturenda vatnsins. Hátíðarkvöldverður í fjallasal, söngur og gleði.

4. DAGUR
Gengið á Sveinstind en þar er  víðsýni mikið yfir tignarleg öræfin. Landslagsheild og jarðminjar eru einstakar á þessu svæði. Við blasir samspil jökla og jökulelfa, gróðurlendis og steinaríkis í eldfjallalandslagi með heimsþekktum jarðminjum s.s. Lakagígum sem bera vitni um mesta eldgos á sögulegum tíma 1783 en þá runnu 12 km3 af hrauni úr iðrum jarðar.  Ekið til byggða.


Ferðin hefst í Reykjavík brottför frá BSÍ kl. 8.00 og keyrt að Langasjó.  Þetta er trússferð .þe. farangur er fluttur á milli náttstaða og þarf því aðeins að bera dagspoka með nesti og hlífðarfötum. Dagleiðir eru mislangar en ávalt farið fremur hægt yfir.

Verð 76000
Innifalið í ferð er akstur, farangurstrúss, sigling, leiðsögn, yoga, fullt fæði
Ath. Allur matur er innifalin, líka nesti.

Leiðsögn og yoga: Ásta Arnardóttir og Ingibjörg Guðmundsdóttir
Matráðskona: Brynhildur Þorgeirsdóttir
Bílstjóri: Victor Melsted
Sigling Björgunarsveitin Stjarnan ásamt Brodda Hilmarssyni


Skráning asta@this.is
Sími: 8626098

Undirbúningsfundur verður haldinn í júní í Lótus jógasetri, Borgartúni 20






Ofið hjá Náttúru