Ferð Atla og Hörpu til Krítar 1. til 22. september 2023

Við flugum beint frá Keflavík til Chania 1. september og heim aftur sömu leið 22. september. Við bjuggum allan tímann á gistihúsinu Kiwi í þorpinu Daratsos rétt vestan við borgina.

1. Harpa í Argyroupoli 6. september. Við ókum þangað þegar óveðrið Daníel náði inn á vesturhelming Krítar með töluverðri úrkomu.

2. Atli við fornar grafir rétt hjá Argyroupoli.

3. Harpa við upphaf göngu frá Gúverneto klaustrinu að Kaþoliko á Akrotiriskaga 7. september.

4. Atli við rústir Kaþoliko klaustursins nyrst á Akrotiri.

5. Harpa við rústir Kaþoliko klaustursins nyrst á Akrotiri.

6. Harpa í grasagarðinum (sem er í rétt við Hvítufjöll, spottakorn sunnan við þorpið Lakkoi) 8. september (en við vorum með bílaleigubíl dagana 6. til 8. september).

7. Harpa á veitingastað rétt hjá gröf Venizelosar í Chania. Þar eru tertusneiðar vel útilátnar.

8. Atli fékk kólguflekk á veitingastaðnum Ozon í Daratsos.

9. Kominn 15. september og Máni, Helga, Atli Steinn og Þorsteinn Heiðar mætt til Daratsos. Þau komu að kvöldi 14. september. Myndin er tekin í víkinni rétt hjá Hotel Kiwi.

10. Máni og Atli Steinn við ströndina rétt hjá Hotel Kiwi.

11. Atlarnir við ströndina rétt hjá Hotel Kiwi.

12. Atli Steinn á ströndinni rétt hjá Hotel Kiwi.

13. Máni, Atli Steinn og Harpa í Chania 19. september.

14. Máni, Helga, Þorsteinn Heiðar og Atli Steinn í Chania.

15. Aida (sem vinnur á Hótel Kiwi) og Harpa kveðjast 22. september.