Ferð Atla og Hörpu til Naxos í júní 2018

Við komum með flugi til Aþenu 4. júní og fórum með ferju frá Rafina til Naxos daginn eftir.

Við höfðum herbergi á Hótel Despina í Agia Anna á Naxos á leigu í 22 nætur og skruppum þaðan í dagsferðir til Litlu-Hringeyja, Delos og Mykonos auk þess sem við ferðuðumst talsvert um Naxos. Heim komum við að kvöldi 28. júní.


1. Atli og steinhákarlinn á ströndinni í Agia Anna.

2. Harpa í höfuðstað Naxos (sem að grískum sið heitir sama nafni og eyjan).

3. Köttur í höfuðstað Naxos.

4. Harpa ræðir við tvær kisur í höfuðstað Naxos.

5. Atli við hlið Apollons við höfnina í Naxos.

6. Harpa við helgistað sem kenndur er við Nikulás. Þangað er innan við tveggja stunda gangur frá Agia Anna.

7. Á Naxos er mikil kartöflurækt.

8. Á miðri Naxos. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni.)

9. Harpa snýr gamalli ólífukvörn. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni sem er lengst til vinstri á myndinni.)

10. Atli við rústir af hofi Demeter á Naxos. Það er frá 6. öld f. Kr. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni.)

11. Harpa í kirkju á miðri Naxos sem heitir Panagia Drosiani. Hún er frá 6. öld. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni.)

12. Harpa og Bondí borða hádegismat í Apiranþos. Bondí er líffræðikennari frá Vietnam sem við hittum í dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni. Hún er komin á eftirlaun og aflar fjár til ferðalaga með því að selja einkatíma í ensku.

13. Harpa við eimingartæki í gömlu bugghúsi sem framleiðir Kitró, þ.e. brennivín kryddað með laufi skrápsítrónutrés. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni.)

14. Verkstæði leirkerasmiðs. (Úr eins dags ferð um eyna með rútu og leiðsögumanni.)

15. Harpa við kirku í Iraklia sem er ein af Litlu-Hringeyjunum. (Úr dagsferð með báti um Litlu-Hringeyjar / Mikres Kyklaðes.)

16. Harpa við vindmyllu á Ano Kúfonisi sem er ein af Litlu-Hringeyjunum. (Úr dagsferð með báti um Litlu-Hringeyjar / Mikres Kyklaðes.)

17. Vindmylla á Ano Kúfonisi sem er ein af Litlu-Hringeyjunum. (Úr dagsferð með báti um Litlu-Hringeyjar / Mikres Kyklaðes.)

18. Harpa og Spiros leiðsögumaður sem fylgdi okkur um stíg gegnum þröngan dag milli þorpanna Kinidaors og Engares á Naxos. Þetta var um fjögurra tíma ganga.

19. Á gönguferð milli Kinidaors og Engares.

20. Við leiðina milli Kinidaors og Engares.

21. Frá leiðinni milli Kinidaors og Engares er alllangur afleggjari að afskektu guðshúsi sem heitir Agios Artemios. Á þessum stað komu Naxeyingar saman til að ráða ráðum sínum um uppreisn gegn veldi Tyrkja þegar Grikkir börðust fyrir sjálfstæði. Innfellda myndin efst til vinstri sýnir hvernig kirkjan er að utan.

22. Atli býr sig undir að ljósmynda vatnaskjaldbökur við ána sem rennur um dalinn milli Kinidaors og Engares.

23. Vatnaskjaldbökur.

24. Skjaldbaka á sundi í ánni.

25. Rústir á Delos. (Úr dagsferð með skipi til Delos og Mykonos.)

26. Rústir á Delos. (Úr dagsferð með skipi til Delos og Mykonos.)

27. Harpa og Atli á Delos. (Úr dagsferð með skipi til Delos og Mykonos.)

28. Atli á Mykonos. (Úr dagsferð með skipi til Delos og Mykonos.)

29. Taverna við ströndina rétt sunnan við Agia Anna.

30. Við þorpið Mikri Vigla sem er um 9 km sunnan við Agia Anna. Þangað fara einkum ferðamenn sem hafa áhuga á íþróttum af þessu tagi. Við gengum þangað einn daginn.

31. Við þorpið Mikri Vigla á Naxos. Paros í baksýn.

32. Á leið til Mikri Vigla hitti Harpa hest og sagði við hann: „Komdu hérna litli góði hestur.“

33. Fornbókabúðin Papyrus í höfuðstað Naxos. Þar er mikið úrval bóka á mörgum tungumálum (m.a. Norðurlandamálum, grísku, ensku, þýsku, frönsku og hollensku) svo ferðamenn frá ýmsum stöðum geta fundið sér lesefni.

34. Hótelið sem við gistum á heitir Despina og er steinsnar frá ströndinni í Agia Anna. Andspænis því eru matvöruverslun, hraðbanki og apótek. Við hliðina á því er veitingahús og stoppistöð strætisvagna sem fara á hálftímafresti til höfuðstaðarins og eru um 20 mínútur á leiðinni þangað. Hótel þetta er mjög vel staðsett og fjölskyldan sem rekur það er afskaplega viðkunnanlegt fólk.

35. Herbergið á Hótel Despina. Fyrir það greiddum við 25 evrur á dag og fengum mikið magn af retsínu (hvítvíni) í kaupbæti.

36. Steinhákarlinn í Agia Anna. Sólin er að síga bak við Paros.