Ferð Atla og Hörpu til Parga í Epírus í júní og júlí 2017

Við flugum til Kerkyru (Corfu) í gegnum London 12. júní og vorum þar í tvær nætur. Frá Kerkyru fórum við með ferju til Igoumenitsa og þaðan með rútu til Parga þann 14. júní.

Við gistum 22 nætur í Parga, fyrstu 14 næturnar í herbergi með útsýni yfir Piso krio neri ströndina en það var ekki laust fram í júlí svo síðustu átta næturnar vorum við í húsi hinu megin við sömu götu. Þann 6. júlí fórum við sömu leið aftur til Kerkyru og flugum heim þaðan gegnum Amsterdam þann 7. júlí.

Bjarni og Elín heimsóttu okkur á leið sinni heim frá Palestínu og voru hjá okkur frá kvöldi 17. júní til 20. júní. Þau voru á bílaleigubíl og við Bjarni ókum saman um fjallahéraðið Zagoriu 19. júní. Tveim dögum seinna, 21. júní, fórum við Harpa í hópferð til Meteora og í vikunni eftir, 29. júní, til þriggja af Jónísku eyjunum sem heita Lefkaða, Kefalonia og Íþaka. Þessar tvær dagsferðir voru í boði hjá ferðaskrifstofum í Parga. Einnig fórum við styttri ferðir um næsta nágrenni Parga, sumar gangandi og sumar með lítill lest sem skutlar ferðamönnum á skoðunarverða staði í nágrenni bæjarins.


1. Harpa við Feneyska virkið í Kerkyru (Corfu).

2. Atli í húsi þjóðskáldsins Dionysiosar Solomos (1798 – 1857) í Kerkyruborg.

3. Harpa á ferjunni frá Kerkyru til Igoumenitsa.

4. Harpa á svölum íbúðarinnar sem við leigðum frá 14. til 28. júní. Staðurinn heitir Golfo beach og þar ræður húsum roskin kona sem heitir Friedrika.

5. Atli á svölum íbúðarinnar á Golfo beach gististaðnum.

6. Harpa og köttur Friedriku sem heitir Sísí.


7. Útsýni af svölum íbúðarinnar á Golfo beach gististaðnum. Ströndin er kölluð Piso krio neri.


8. Piso krio neri ströndin um kvöld.

9. Harpa í virki Ali Pasha sem stendur uppi á fjalli rétt hjá Parga. (Ali Pasha stjórnaði Epírus í kringum aldamótin 1800.)

10. Harpa og lestin sem flutti okkur upp fjallið að virki Ali Pasha.

11. Harpa við helgistað Elínar (Helenu) móður Konstantínusar mikla í um 200 metra hæð upp frá ströndinni rétt utan við Parga. Borgin er í baksýn. Þó Parga teljist borg eru íbúar innan við 3000 talsins (voru 2415 árið 2011).

12. Harpa, Atli, Bjarni og Elín við helgistað Elínar á hæð rétt utan við Parga. Leiðin þarna upp er nokkuð brött og góð líkamsrækt.

13. Atli og Bjarni á ferð um Zagoriu. Myndin er tekin á brún Vikos gilsins rjétt há þorpinu Monodendri.

14. Vikos gilið.

15. Bjarni í Monodendri í Zagoriu.

16. Gata í Monodendri.

17. Bjarni á hlaðinni steinbrú rétt hjá þorpinu Kipoi í Zagoriu.

18. Klaustur í Meteora.

19. Klaustur í Meteora.


20. Harpa búin í pils til að uppfylla kröfur um velsæmi í klaustri sem við heimsóttum í Meteora.


21. Inngönguleið í klaustur í Meteora. (Í gamla daga var þetta ekki svona fínt. Þá voru gestir settir í poka eða net og hífðir upp með kaðli.)

22. Atli við ostabúð í fjallaþorpinu Metsovo þar sem var stoppað á leið til baka frá Meteora.

23. Atli í Metsovo. (Á þessum slóðum eru villtir skógarbirnir allt árið og skíðamenn á veturna.)

24. Porto Katsiki ströndin vestan megin á Lefkaða.

25. Á Íþöku fórum við í Ódysseifó. Atli lék Ódysseif þar sem hann náði landi eftir hernað og hrakninga í samtals 20 ár. Harpa var Penelópa og við létum skipstjórann vera svínahirðinn.

26. Gengið á land á Íþöku.

27. Kvöldverður á Golfo beach. Harpa með þjóðhöfðingjaflatböku.

28. Kvöldverður á Golfo beach. Atli með kleftiko.

29. Harpa hjá mylluhúsinu við myllulækinn skammt utan við Parga.

30. Harpa hjá minnismerki um flótta Pargverja. Það stendur utan við helgistað postulanna tólf, eitt af mörgum bænahúsum sem þarna eru auk sóknarkirkju. Um 4000 íbúar Parga flúðu til Kerkyru árið 1819 eftir að Bretar gáfu ríki Ottómana eftir borgina. Sumir niðjar þeirra sneru aftur þegar Epírus varð hluti af gíska ríkinu árið 1913).

31. Harpa í tískuverslun í Parga.

32. Piso krio neri ströndin í Parga (sem er syðst og austast í bænum). Svaladyrnar lengst til hægri (að hluta bak við tré) eru á íbúðinni þar sem við vorum í tvær vikur.

33. Parga. Mynd tekin úr feneyska virkinu nyrst og vestast í bænum.

34. Parga um kvöld. Feyneyska virkið er á höfðanum til vinstri.

35. Parga um kvöld.

36. Parga um kvöld.

37. Atli um borð í ferju á leið til Kerkyru (Corfu).
Atli Harðarson, 9. júlí 2017.