Ferð Atla og Hörpu til Krítar 3. til 24. júlí 2014

Viš flugum frá Keflavík til Chania að morgni 3. júlí. Daginn eftir tókum við rútu til Agia Galini á suðurströnd Reþymno-sýslu þar sem við gistum í fimm nætur hjá Mariku. Hún leigði okkur herbergi við aðalgötu bæjarins, rétt hjá kirkjunni og rútubílastöðinni. Marika sannfærði okkur um að best væri að gista hjá sér því niðri við höfn væri of mikil „fasaría“ fyrir fólk eins og okkur. Herbergið var fínt og á góðu verði og þetta með „fasaríuna“ ekki fjarri lagi. Agia Galini er partíbær.

Frá Agia Galini fórum við með rútu til Plakias þar sem við vorum líka í fyrra. Þar leigðum við herbergi hjá konu sem heitir Despina og átti hús rétt við sjóinn. Þarna gistum við níu nætur og þaðan fórum við í dagnsbíltúr á bílaleigubíl um Amarídalinn og að pálmaströndinni við Preveli.

Við fengum leigubíl til að skutla okkur um 50 kílómetra vestur eftir suðurströndinni frá Plakias til Chora Sfakion sem er í Chania-sýslu. Ferð með rútum hefði tekið lungann úr heilum degi því engar áætlunarferðir eru eftir suðurströndinni heldur aðeins úr smáþorpunum þar í borgirnar fyrr norðan. Þarna gistum við fjórar nætur hjá fjölskyldu sem rekur matsölustað og lítið hótel við ströndina. Frá Chora Sfakion fórum við á bát til Lútró, sem er þorp litlu vestar og ekki í vegasambandi.

Síðustu tvær næturnar vorum við í Chania og gistum á sama stað við Þeotókópúlú-götu og fystu nóttina. Við gistum líka við þessa götu þegar við vorum síðast í Chania árið 2010 og munum sennilega velja hana ef við komum þarna aftur.


1. Bærinn Agia Galini stendur í brattri brekku enda óvíða mikið undirlendi á þessu slóðum.


2. Kvöld í Agia Galini.

3. Harpa í Agia Galini.

4. Í Koxare, litlu þorpi inni í miðju landi þar sem við skipum um rútu á leiðinni frá Agia Galini til Plakias.

5. Harpa á svölunum á íbúðinni sem við leigðum af Despínu í Plakias.


6. Rétt fyrir ofan Plakias er þorpið Sellia. Brekkan þangað upp er allbrött enda stendur það í rúmlega 250 metra hæð.


7. Fullt tungl í Pakias. Hvíta þústin uppi á fjallinu er kirkja.

8. Strönd í Plakias.

9. Við strönd í Plakias.

10. Við strönd í Plakias.

11. Við strönd í Plakias. Flesta dagana sem við dvöldum þarna vorum við á þessari strönd fyrri part dags enda gistum við rétt hjá henni.

12. Litli Sandur (Mikro Ammoudi) skammt austan við Plakias. Þorpið í baksýn heitir Damnoni og er eiginlega ekkert nema nokkur hótel.

13. Í bíltúr um Amari-dalinn. Harpa á kaffihúsi í þorpinu Gerakari.

14. Í bíltúr. Áð í Kourtaliotiko gilinu.

15. Í bíltúr. Pálmaskógurinn við Preveli er ólíkur öðru landslagi á Suður-Krít.

16. Atli með fisk á veitingahúsi í Plakías. (Venjulega fær maður einn fisk, heilan með haus og sporði, þegar maður biður um fisk þarna.)

17. Chora Sfakion. Þeim bæ verður ekki með orðum lýst.

18. Fiskisúpa í Chora Sfakion. (Borin fram sem ein skál af súpu og einn fiskur.)

19. Loutro, sem er næsta þorp fyrir vestan Chora Sfakion. Þangað er ekki bílfær vegur en tíðar ferðir með bátum og skipum enda mikill ferðamannastaður þótt tæpast sé pláss fyrir margmenni. Fólkið er í hálfgerðri stöppu á ströndinni.

20. Harpa í Loutro.

21. Glyka Nera er strönd milli Chora Sfakion og Loutro á suðurstönd Chania sýslu á Krít. Þangað er bæði hægt að komast á bát og fótgangandi eftir einstigi með sjó. Það tekur um klukkustund að ganga þangað frá Chora Sfakion og litlu lengur frá Loutro. Þarna er kaffihús og sólbekkir og virðist nokkuð vinsælt að tjalda í fjörunni. Nafnið Glyka Nera vísar til þess að ferskvatn vellur upp úr sandinum á ströndinni og gæti hún sem best heitið Vatnsleysuströnd á íslensku,

22. Gengið til Glyka Nera.

23. Hluti af leiðinni til Glyka Nera er einstigi höggvið í sjávarhamra.

24. Glyka Nera.

25. Harpa bíður eftir að rútan til Chania leggi af stað frá Chora Sfakion.

26. Í herberginu við Þeotókópúlú-götu í Chania. Hótelhaldarinn gaf okkur appelsínur úr eigin garði og sagði að þær væru lífræn ræktun.

27. Harpa í minjagripaverslun í Chania.

28. Á götu í Chania.

29. Atli með krítverskum rímnamönnum (mantinaða-söngvurum) á veitingastaðnum Kali Karðía í Chania.

30. Þeotókópúlú-gata í Chania um kvöld.