Ferð Atla og Hörpu til Þíru og Krítar 8. til 28. júlí 2013

Við flugum til London mánudaginn 8. júlí og þaðan til Heraklion á Krít. Snemma morguninn eftir, 9. júlí, sigldum við til Þíru (Santorini) og gistum þar fimm nætur í þorpinu Perissa. Frá Þíru komum við aftur til Heraklion að kvöldi 14. júlí og tókum rútu morguninn eftir til Reþymnon og þaðan um hádegi til Plakias sem er um þúsund manna þorp á suðurströnd Krítar.

Í Plakias dvöldum við heila viku og fórum þaðan með rútum til Agias Nikolaos að morgni 22. júlí.

Í Agios Nikolaos, sem er smáborg austarlega á norðuströnd Krítar, vorum við í fjórar nætur. Þaðan skruppum við í hálfsdagsferð til Spinalonga þriðjudaginn 23. júlí.

Síðustu nóttina á Krít gistum við í Heraklion á sama stað og við höfðum náttstað fyrstu nóttina og eftir að við komum frá Þíru. Við náðum að skoða svolítið þann hluta Heraklion sem er innan gömlu feneysku borgarveggjanna.

Að kvöldi laugardagsins 27. júlí flugum við aftur til London. Komum þar um miðja nótt og gistum á hóteli rétt við Gatwick og flugum heim daginn eftir.

Meðal þess sem hafði breyst á Krít síðan við vorum þar síðast, árið 2010, var að verð á gistingu hafði lækkað talsvert og verulegur hluti ferðamannanna sem við sáum var frá Rússlandi. Víða voru veitingastaðir með matseðla á rússnesku auk grísku og ensku. Fyrir þrem árum sást meira þýska og ítalska auk enskunnar og grískunnar.


1. Harpa komin í land úr ferjunni frá Heraklion til Þíru (Santorini). Siglingin sem er er um 125 km löng tók um tvær klukkstundir.

2. Í Oia (frb. íja) á Þíru (sem er talið margljósmyndaðasta þorp í heimi). Það sem lítur út eins og snjór á fjöllunum er hús.

3. Í Oia.

4. Í Oia.

5. Í Oia.

6. Í Oia.

7. Í Oia.

8. Í Oia.

9. Í Oia.

10. Bókabúðin í Oia.

11. Hótelið í Perissa þar sem við gistum.

12. Harpa á ströndinni í Perissa. Fjallið í baksýn er Miðfell (Mesa Vúnó) og uppi á því er forn borg sem var byggð frá 8. öld f. Kr. (þ.e. frá landnámi Spartverja á eynni) til 8. aldar e. Kr.

13. Í miðjum hlíðum Miðfells er kirkja. Leiðin að henni er allbrött. Iðnaðarmenn sem voru að gera við krikjuna sögðu mér að þar væri aldrei messað um hásumar og næsta guðsþjónusta yrði í september. Ef til vill tengist þetta útbreiddum hugmyndum um að fjallgöngur séu erfiðar í hita. Eftir gönguferðina þarna upp datt mér í hug að skýringin á langlífi og góðri heilsu Grikkja væri e.t.v. ekki bara maturinn heldur líka hvað þeir eru kirkjuræknir - en til að sækja messur þarf víða að ganga upp talsverðar brekkur og má ætla að það sé nokkur heilsubót.

14. Stígurinn frá Perissa upp á Miðfell.


15. Uppi á Miðfelli eru rústir fornrar höfðuðborgar Þíru sem landnámsmaðurinn Þíras hvað hafa byggt fyrir hátt í 2800 árum. Í jaðri borgarinnar er þessi kirkja frá 6. öld sem helguð var Stefáni píslarvotti. Skammt neðan hennar eru rústir af hofi Afródídu.


16. Í Akrótíri sem er syðst á Þíru hafa verið grafnar upp rústir borgar sem fór undir hraun um 1450 f. Kr. í gosi sem gerbreytti eynni og lagði hana í auðn. Hún byggðist svo aftur þegar Spartverjar námu þar land. Þetta sama gos er talið hafa eytt byggðum á nálægum eyjum og stuðlað að endalokum mínósku menningarinnar á Krít. Í gosinu fylltust hús og götur af leir áður en hraunið rann yfir. Þegar hraunhellan hefur verið brotin ofan af og leirnum mokað burt standa eftir veggir hinnar fornu borgar. Sumir halda að hún sé höfuðborg sokkna meginlandsins Atlantis sem Platon nefnir í Tímæosi.

17. Þíra er óttaleg eyðimörk og landið ansi þurrt. Þar eru þó ræktaðir tómatar auk vínviðar og olíuviðar. Á innfelldu myndinni sést hvernig tómatarnir eru sólþurrkaðir.

18. Rétt hja Akrotíri er Rauðisandur (Kokkini Ammos).

19. Harpa á Rauðasandi.

20. Á gangi fyrir utan verslun í Reþymno.

21. Á strond við Plakias.

22. Ammoudi skammt frá Plakias. Uppi á fjallinu sem gnæfir hæst til vinstri á myndinni er að sjálfsögðu krikja.

23. Í Plakias leið árið 2007 í aldanna skaut eins og víðar á hnettinum.

24. Á strond við Plakias. Salttrén (gr. almyrikia dentra) sem vaxa víða við strendur Krítar eru fínar sólhlífar. Þau heita tamarisk eða tamarix á sumum málum en ég veit ekki hvort þau hafa íslenskt tegundarheiti.

25. Á strond við Plakias.

26. Á strond við Plakias.

27. Við Plakias er land frjósamt og auk olíuviðar og vínviðar vaxa þar síturónur, fíkjur og granatepli.

28. Brunnið land í hlíð ofan við Plakias.

29. Gangstígur að yfirgefinni kolanámu rétt utan við Plakias.

30. Rétt utan við Plakias.

31. Harpa í sjónum við Plakias.

32. Rétt utan við Plakias.

33. Hótelið þar sem við gistum í Plakias.

34. Í Agias Nikolaos er þessi mynd af Evrópu (dóttur Fönikíukonungs). Seifur brá sér í nautslíki og stal henni og gat við henni þrjá syni. Einn þeirra var Mínos konungar á Krít sem átti Pesifæ - en hún var móðir Mínótárusar. Á innfelldu myndinni er áletrunin á steininum neðan við höggmyndina. Þar segir „Ég er Evrópa dóttir Anganóra konungs Föníkíu, móðir Mínosar, ættmóðir Mínóa og menningar Eyjahafs.“

35. Vatnið í Agios Nikolaos. Úr því liggur skurður út í sjó sem var grafinn seint á 19. öld. Brúin rétt vinstra megin við miðja mynd liggur yfir þann skurð.

36. Verslun í Agias Nikolaos.

37. Strönd í Agias Nikolaos.

38. Veitingahús í Agias Nikolaos.

39. Á veitingahúsi í Agias Nikolaos.

40. Spinalonga. Eyjan var síðasta vígi Feneyinga á Krít. Á fyrri hluta 20. aldar var hún holdsveikrahæli.

41. Hálfhrunin hús á Spinalonga.

42. Harpa við hlið á virkisveggnum sem liggur með allri strönd Spinalonga.

43. Framan við kirkju Títosar í Heraklion. Þar er varðveitt hauskúpa þessa fyrsta evrópska kirkjuleiðtoga.

44. Heraklion (getur tæpast talist mjög falleg borg).

45. Í ostabúð í Heraklion - en Krítverjar búa til mikið af góðum ostum bæði úr geitamjölk og sauða. Á innfelldu myndinni sést hvað ostarnir kosta. Dýrasti osturinn (sem er efst á listanum) er graviera. Hann er úr sauðamjólk og líklega næstfrægasti ostur Grikkja á eftir feta sem ýmist er gerður úr sauðamjólk eða blöndu af mjólk úr ám og höðnum.

46. Á götu í Heraklion.

47. Á götu í Heraklion.

48. Við gröf Kazantzakis í Heraklion. Grafskriftin á steininum er á innfelldu myndinni. Þar stendur „Ðen elpísó típóta - Ðe fóvame típóta - Íme lefþeros“ sem þýðir: Vona ekkert - Óttast ekkert - Er frjáls.

49. Veggjakrot á ýmsum stöðum en Grikkir eru manna iðnastir að krota á veggi og víða renna nýleg verk saman við forna sögu. Sumt af þessu virðist merkingarlítið krass, en sumt pólitísk slagorð eins og á innfelldu myndinni hjá mótórhjólinu.

50. Alls staðar sem við komum voru kettir. Sumir voru iðjulausir en sumir í vinnu á veitingahúsum, verslunum eða á flugvelli. Kisan með mislitu augun efst til hægri er starfslæða á bókasafni rétt hjá Plakias.