Ferð Atla og Hörpu til Samos og Patmos 6. til 22. júlí 2012

Við flugum til Kaupmannahafnar föstudaginn 5. júlí og gistum þar eina nótt. Eldsnemma morguninn eftir flugum við til Samos og vorum komin til Kokkari um hádegi.

Þorpið Kokkari er norðanmegin á eynni og er um 25 km vegur þangað frá flugvellinum. Þar fengum við herbergi á leigu hjá heiðurshjónunum Maríu og Kostas og bjuggum þar í hálfan mánuð.

Föstudaginn 13. júlí skruppum við í dagsferð til eyjarinnar Patmos sem er frægust fyrir opinberun sem Jóhannes fékk þar um 90 e. Kr. og skráð er í síðustu bók Nýja testamentisins.

Á bakaleiðinni gistum við eina nótt í Kaupmannahöfn, komum þangað um miðnætti laugardagsins 21. júlí og dvöldum mestallan sunnudaginn og skoðuðum danska þjóðminjasafnið og Glyptoteket.


Sólblóm.

Í herberginu á gistihúsi Maríu og Kostas (sem heitir Pension Janis Peris).


Í Kokkari (sem er norðaustarlega á eynni, í um 10 km fjarlægð frá höfuðstaðnum).


Í Kokkari.

Í Kokkari.

Í Kokkari.

Í Kokkari.

Í Kokkari.

Gengið í átt að helli Pýþagórasar (þar sem sagt er að Pýþagóras hafi falið sig þegar Pólýkrates einvaldur á Samos ætlaði að drepa hann). Gangan var fáeinir kílómetrar. Á þrem stöðum var skilti og stóð á þeim öllum að einn kílómetri væri eftir af leiðinni. Þó var drjúgur spotti á milli þeirra.

Örin bendir á hellismunnann sem er í austurhlíð Kerkis (en það er um 1.400 m hátt fjall vestarlega á Samos).

Atli kominn að hellismunnanum.

Séð inn í hellinn.

Gengið að veitingastaðnum á heimsenda (sem er suðvestast á eynni).

Gengið að veitingastaðnum á heimsenda.

Á leiðinni að veitingastaðnum á heimsenda.

Bróður Andreasar sem á veitingastaðinn á heimsenda bráðlá á að losna við fúlgu fjár og lét því reisa þessa stalla á strönd þar sem ekkert er nema einn lítll veitingastaður. Hann hyggst svo reisa höll til að búa í ofan við stallana. Þetta þótti Andreasi heldur fyndið.

Harpa.

Harpa á kaffihúsi í höfuðstað eyjarinnar. Veitingamaðurinn var niðursokkin í Súdókú.

Harpa á elsta veitingastað Kokkari sem heitir Bira (bjór) og var byggður 1925.

Byggðin á Patmos. (Myndin er tekin ofan frá klaustrinu sem Kristódúlos lét byggja fyrir rúmum 900 árum.)

Við innganginn í hellinn þar sem Jóhannes fékk sína frægu opinberun er upphaf Jóhannesarguðspjalls, e.t.v. til að undirstrika þá skoðun að Jóhannes sem ritaði Opinberunarbókina hafi verið sá sami og ritaði Jóhannesarguðspjall. Leiðsögumaður okkar í ferðinni sagði að hefðbundið væri að líta svo á að hann væri líka sami maður og Jóhannes Sebedeusson sem var einn af lærisveinunum tólf. Sé þetta rétt hefur hann verið ansi gamall þegar hann fékk opinberunina.


Klaustrið sem Kristódúlos lét byggja fyrir rúmum 900 árum gnæfir yfir bygðinni á Patmos.


Harpa á Patmos.

Siglt til baka frá Patmos. (Siglingin til Samos tók um tvær og hálfa klukkustund.)

Ávaxasali í höfuðstað Samos sem gaf okkur kirsuber þegar við gengum hjá.

Dæmigerður kvöldmatur - aðallega soðið labmakjöt.

Ansi margar jarðir og fasteignir á Samos voru auglýstar til sölu.

Ansi margar jarðir og fasteignir á Samos voru auglýstar til sölu - og sumar eignirnar orðnar nokkur óhrjálegar.

Kettir í Kokkari.

Kettir í Kokkari.