Leikjadómar:

(Næsti leikur: SoulCalibur 2)

Final Fantasy: Crystal Chronicles

Detti mér nú allar dauðar lýs af höfði! Multiplayer Final Fantasy! Þvílík snilld! -Eða hvað?
Jú vissulega geta margir spilað í einu, en til þess að tveir geti spilað, þá þarf maður: TVÖ OFFICIAL NINTENDO MINNISKORT, TVO NINTENDO GAMEBOY ADVANCE OG TVÆR ÞAR TIL GERÐAR SNÚRUR TIL ÞESS AÐ TENGJA GAMEBOYANA VIÐ GAMECUBE TÖLVUNA!!! Allt klabbið að verðmæti 35.000kr. (leikurinn sjálfur og GameCube leikjavélin ekki innifalin) takk fyrir...
Ég get með naumindum kyngt þessu með minniskortin, en til hvers í ósköpunum þurfa báðir spilararnir að eiga tvo GameBoy Advanced!? -Jú til þess að nota sem fjarsteringar! En ég á fjórar venjulegar fjarsteringar, hvers vegna get ég ekki notað þær? Vegna þess að Squaresoft (höfundarnir) gerðust gráðugir.
Það er reyndar mjög flottur kostur að geta spilað með GameBoy Advance sem fjarstýringu, en mér finnst það ætti líka að mega nota venjulegar fjarstýringar. Þegar Fjórir eru að spila með GBA, þá sér hver og einn sér dót á skjánum. Einn sér kort af umhverfinu, hvernig landið liggur og hvaða leiðir er hægt að fara. Einn sér Fjársjóði á kortinu og einn sér óvini á kortinu. Allir spilarar verða að halda sig innan skjásinns því að annars enda þeir líf sitt í eiturþokunni sem að umlykur allt í þessum heimi. Þegar fjórir eru að spila með GBA þurfa þeir því í sífellu að vinna saman og deila upplýsingum og þetta leiðir til þess að skemmtilegra verður að spila leikinn, hafi maður efni á því að spila hann svona.

Ég veit eiginlega ekki hvað hefur komið fyrir Squaresoft gaurana því að þessi leikur er að mínu mati risastórt skref aftur á bak í Final Fantasy seríunni, en leikir þeirrar seríu eru um 12 talsins þegar ég skrifa þetta.
Lítum aðeins á hvað hefur einkennt seríuna hingað til:

1) Flottir og raunverulegir karakterar, notast er við bestu grafík sem völ er á.
2) Frábær hugmyndavinna, geðveik vopn og aukahlutir fyrir kallana.
3) Skvísur, það má ekki klikka á skvísunum.
4) Geðveikt flottir endakarlar.
5) Galdrar sem eru svo flottir að þeir láta mann missa öndina.
6) Drama. Þessir leikir eru frægir fyrir að kalla fram raunverulegar gervitilfinningar svo sem: minningar (eiginlega dejá vu, án þess að maður hafi nokkurn tíman spilað umræddan leik áður), ást/hrifningu, sorg, gleði.
7) Lotubundið bardagakerfi (turn-based), fyrst slær óvinurinn, svo hefur maður allan þann tíma sem maður vill til þess að hugsa um hvað maður ætlar að gera á móti (t.d. galdra, nota hlut, buffa, ekkert, verjast næsta höggi o.s.frv.) svipað og í skák.

Lítum á hvað Final Fantasy: Crystal Chronicles hefur upp á að bjóða:

1) Litla, krúttulega og barnalega karaktera. Grafíkin á þeim sú sama og notuð var í Nintendo64.
2) La-la hugmyndavinna. Þegar maður fær nýtt vopn breytist vopnið sem að karlinn heldur á nánast ekkert, og aðeins hefur hver karl tvær tegundir árása, eina fyrir hvert vopn, svo skiptist á: Skot eða högg eftir vopni.
3) Eina svokallaða skvísan í leiknum lítur út eins og 12 ára stelpa með brjóstin hennar Pamelu Anderson. Bara sjúklegt.
4) Einn og einn flottur endakarl, en oft eru þeir bara fyndnir: Reiður karl sem að át matinn frá konunni sinni og er kokkunum reiður því þeir tóku sér of mikinn tíma. Lifandi hús. Svo eru margir bara stækkaðar útgáfur af littlu, sætu kvikindunum sem að maður buffaði í borðinu á undan þeim.
5) Littlir ljótir galdrar. Ekkert svona: Allt titrar og nötrar og himinninn verður rauður á litinn. Jörðin klofnar undir andstæðingnum og upp úr sprungunni rís falleg kona sem að lýstur hann rosalega vel gerðri eldingu!! Meira svona: lítill ísklumpur birtist utan um kallinn og hverfur þremur sekúndum síðar.
6) Ekkert drama. Alls ekkert. Leikurinn flæðir áfram og skilur ekkert eftir sig.
7) Ekki lotubundið bardagakerfi (active battle system). Meira svona eins og Diablo leikurinn: Maður smellir á kall, hann deyr, maður smellir á annan, hann deyr... Engin hugsun. Nokkuð súrt.

En ef þetta væri nú frumraun Squaresoft í tölvuleikjum væri þessi leikur mjög góður. Grafíkin á öllu öðru en karakterunum er óaðfinnanleg (sérstaklega í lokabardaganum!!!). Tónlistin er svona svolítið eins og í Zelda leiknum fyrir GameCube vélina. Reyndar, ef satt skal segja, þá held ég að þeir hafi verið að reyna að búa til annan Zelda leik, en mistekist. Tónlistin er svona róleg blokkflautumúsík. Þegar endabardagi á sér stað breytist voða lítið í tónlistinni nema að flautan fer hraðar.
Söguþráðurinn: Heimurinn er hulinn eitraðri þoku og aðeins skrímsli og littlir, loðnir, sætir moogle gaurar þrífast í þokunni. Fólkið er verndað af stórum kristalli sem er staðsettur í miðju þorpsins. Kristallinn ýtir þokunni í burtu, en þarf eldsneyti til þess að virka. Það þarf að fylla á kristallinn einu sinni á ári með þremur dropum af dögg sem að vex aðeins á þar til gerðum trjám vernduðum af ægilegum skrímslum. Hvert tré gefur aðeins af sér einn dropa á þriggja ára fresti og þarf þrjá dropa til þess að tryggja þorpinu sínu öryggi á hverju ári. Aðalpersónan/persónurnar ætla sér að finna hvaðan öll eiturþokan kemur og sjá til þess að hún líti ekki dagsins ljós á ný.
Leikurinn höfðar eingöngu til GameCube spilara og fæst því aðeins fyrir þá leikjavél.

Þessi leikur fær hjá mér tvær einkanir af gefnu tilefni:
Einkun miðað við aðra leiki úr Final Fantasy seríunni: 3.0.
Einkun án samanburðar við aðra leiki úr Final Fantasy seríunni: 7.
Myndir:

Skjáskot, Fleiri skjáskot, Hreyfimyndir


Taz: Wanted

Hér fær uppáhalds teiknimyndafígúran mín að sletta duglega úr klaufunum! Tazmaníu skollinn Tási, eða Taz eins og flestir vilja kalla hann lendir í því að kærustu hans er rænt af hinum skotglaða Sam (Yosemite Sam) og sett í dýragarðinn hans. Taz sleppur naumlega frá því að lenda einnig í búri og ætlar nú að bjarga gellunni. Til þess að gera þetta þarf hann að komast hjá því að nást (þótt að það sé ekki aðalmálið því að maður fær alltaf að reyna aftur) og eyðileggja öll merki sem eru í hverju borði sem að á stendur "Taz Wanted". Þetta hljómar kanski auðveldlega, en sú er raunin ekki. Hvert merki hefur sérstaka þraut sem að maður þarf að leysa til þess að skemma það; stundum er einfaldlega erfitt að komast að skiltinu og stundum er erfitt að átta sig á því hvernig maður á að eyða skiltinu. T.d. í einu borðinu er merkið málað á gólfið og til þess að eyða því þarf maður að finna gólfbónara og aka honum langa leið og bóna það í burtu. Það er ekki auðvelt að finna réttu leiðina, því að hún er vel falin. Skiltin eru reyndar aðeins einn af nokkrum atriðum sem að maður þarf að ljúka ef að maður ætlar að klára leikinn með stæl:
1) Éta 100 samlokur sem eru á víð og dreif um borðið.
2) Rústa a.m.k. 50% allra brothættra hluta í borðinu.
3) Finna vel falda gullstyttu af skotglaða Sam.
Í hverju borði er nýtt dulargerfi og til þess að klæðast því þarf maður að finna og fara í ACME símaklefa. Dulargerfunum fylgja svo þeir kostir að óvinirnir þekkja mann síður og ráðast sjaldan á mann. Einnig hefur hvert dulargerfi sér aðalbragð, allt frá því að lemja með brimbretti (sem að tas rífur upp úr kjaftinum á sér) að því að skjóta mygluðum osti sem að deyðir óvinina.
Leikurinn er uppsettur þannig að það eru nokkrir heimar og í hverjum heim eru nokkur borð. Þegar að maður klárar borð kemur svona sýning þar sem að Taz lendir í eitthverjum útistöðum við random hluti og endar með því að skjótast eitthvern vegin út úr borðinu og hafna á ný í heimnum ásamt hlutnum. Síðan notar maður hlutina úr öllum borðunum til þess að komast að endaköllunum. Endakallarnir eru alltaf einhverjir aðrir karakterar frá Looney Toones og keppir maður við þá í skemmtilegum minigames sem að maður getur síðar skorað á vini sína í.
Grafíkin í leiknum er svona teiknimyndaleg, en samt er allt í mjög sannfærandi þrívídd. Með því að nota þessa grafík ná þeir Looney Tunes andanum mjög vel.
Tónlistin er frumleg og viðeigandi og breytist eftir því hvað Taz er að gera af sér: Þegar maður spinnur um, þá kemur svona metal útgáfa af laginu, en þegar að maður læðist mýkist lagið upp og verður rólegt.
Spilunin er fjörleg og skemmtileg og oft þarf maður að taka á honum stóra sínum til að komast í gegn um borðin sem eru öll mjög stór.
Húmorinn í leiknum er alger snilld! Það er gert grín að bíómyndum eins og t.d. Titanic og svo er líka fullt af öðrum skondnum hlutum sem að einkenna Taz.
Í heildina litið er þessi leikur snilldin ein og hentar öllum aldurshópum, en þó kanski meira fyrir yngri kynslóðina og fólk eins og mig.
Leikurinn fæst fyrir PC, PlayStation2, GameCube og X-Box.

Einkun: 8.0

Myndir:
Hulstur, Skjáskot, annað skjáskot