Site logo
Ljósmyndir 2004
Myndirnar sem ég hef tekið þetta árið.
Button 0
esso.jpg

Þessa mynd tók ég að viðgerðarsvæði Esso. Ég fékk leyfi til þess að spássera um svæðið og taka myndir gegn því að ég lofaði að nota myndirnar ekki gegn þeim á neinn hátt. :)

nintendo.jpg

Ah, gömlu góðu dagarnir... Ég gríp enn í þessa dýrgripi annað veifið. -Myndin er tekin í rúmminu heima.

speglun.jpg

Ég var í rúmar fjórar klukkustundir að framkalla þetta kvikindi, en ég er loksins orðinn nokkuð sáttur. Myndefnið fann ég á smábátahöfninni fyrir neðan Hamborgarabúllu Tomma™.

blom.jpg

Gleymdi að ég var með svarthvíta filmu, en myndin skilaði sér samt ágætlega að mínu mati. :) -Þessa tók ég á Austurvelli.

hafnafjordur.jpg

Ég þekki mig ekki vel í Hafnafirðinum, en þetta er tjörnin þarna sem ég man ekki hvað heitir í augnablikinu. :P

skoraekt1.jpg

Þessi er tekin í skóræktinni í Fossvogsdalnum. Þetta tré hefur séð betri daga, en það var orðið mikið sport á tímabili að binda reypi við það og spranga. Skógarvörðurinn skar síðan á þetta. :(

totaogtiminn.jpg

Tóta og tíminn. Í senn bestu vinir og harðskeyttir óvinir. Tóta er kærastan mín og klukkan er staðsett á ganginum heima. Hugmyndina fékk ég að láni frá Snefu frænku.

kophofn.jpg

Ég er rosalega hrifinn af svona ryðguðu járnadrasli, en ég hef ekki glóru um hvers vegna. Þetta stykki fann ég á kópavogshöfn.

slippur2.jpg

Tekið í gegn um röð af svona trégrindum sem notaðar eru til að halda við skip og báta á slippum (sést betur á næstu mynd), en ég fann þetta myndefni á slippsvæðinu nálægt Kolaportinu.

slippur3.jpg

Trégrindurnar sem myndin á undan er tekin í gegnum.

bonneville2.jpg

Þetta er bíllinn minn... Hann er ljósmyndafyrirsæta bílanna... Sama hvernig byrta, veður og hve hreinn hann er, hann kemur alltaf geggjað út á ljósmyndum hjá mér! :D

bjarghringur.jpg

Björgunarhringur, Reykjavíkurhöfn.

gizmo.jpg

Gremlingsdúkkan mín, Gizmó.

dekkjahrugalitil.jpg

Dekkjahaugurinn frægi á athafnasvæði Hringrásar skömmu fyrir brunann.

laukurlitill.jpg

Laukur á bekk á Austurvöllum.

kranarlitil.jpg

Kranar bera við himinn í Hafnarfirðinum.

virnetmidjalitil.jpg

Rúlla af vírneti, nærmynd. Rúlla þessi er staðsett fyrir utan listasmiðjuna í FB.

rynamynd.jpg

Kennari og nemandi virða fyrir sér listaverk á ganginum í listasmiðju FB.

gefaondunumlitil.jpg

Ástfangið par að gefa öndunum við Reykjavíkurtjörn.

ingo.jpg

Ingó félagi í þann vegin að fara að setja eina í miðgatið.

baujalitil.jpg

Bauja sem er staðsett á höfninni fyrir utan Kolaportið.

loggimann.jpg

Vinalegur lögregluþjónn við Austurvöll.

einmanna.jpg

Einmanna skúlptúr á svæði á móti Kaffi Reykjavík.

hildurpollur.jpg

Hildur vinkona að hlaupa í drullupolli fyrir utan listasmiðju FB.

nott.jpg

Næturmynd af götum Grundahverfisins í Kópavogi.

oilfilllitil.jpg

Olíustúturinn á bílnum mínum.

hafur.jpg

Háfur sem að hangir uppi á vegg á slippsvæði nálægt Kolaportinu.

virnetlitil.jpg

Önnur nærmynd af vírnetsrúllunni fyrir utan listasmiðjuna.

skiplitil.jpg

Skip speglast í polli á Reykjavíkurhöfn.

myrkraherbergi.jpg

Myrkrakompan í listasmiðju FB.

hjol.jpg

Dekk af reiðhjóli sem ég fann í landfyllingu í Hafnafirðinum. Ég grýtti því upp í loftið og smellti af.

skoraekt2.jpg

Brú í skóræktinni í Fossvogsdalnum.

maeliglas.jpg

Er ekki viss hvort þetta er ljósmynd. Ég setti mæliglasið bara á óbrúkaðan ljósmyndapappír og lýsti í smá stund og voilah!

solsetur.jpg

Klassísk mynd... Verst að ég hef ekki hugmynd um hvar ég tók hana, var svo viss um að hún yrði yfirlýst.

baugur1.jpg

Vafasamlega laggt í bílastæði á athafnasvæði Hringrásar... Nokkrum dögum eftir að ég tók þessa mynd logaði dekkjahaugurinn svo eftirminnilega.

elli.jpg

Elli kallinn er loksins búinn að sigrast á myndavélafóbíunni sinni og fékkst til þess að pósa fyrir mig á þessari mynd. :)

ikeavasi.jpg

Rak augun í þennan undarlega vasa í glugga á huggulegu kaffihúsi staðsettu um borð í bát í smábátahöfninni við Kolaportið.